Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016
28.2.2016 | 14:58
Forsögn að föðurlandsfúski
birtist 4 febrúar 2009 á Vísi svohljóðandi:
"Áttatíu daga stjórnin hyggst breyta stjórnarskrá á þann veg að Ísland getur á næsta kjörtímabili gengið í Evrópusambandið að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvæg breyting, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. Varaformaðurinn segir stjórnina vera að tryggja að Evrópumálin læsist ekki inni á næsta kjörtímabili.
Evrópusambandsaðild er hvergi nefnd í verkefnaskrá 80 daga stjórnarinnar og eina tilvísunin til þessa mikla hitamáls er að Evrópunefnd skuli ljúka störfum við úttekt á viðhorfum hagsmunaaðila til Evrópusambandsins og skila skýrslu 10 dögum fyrir kosningar. Í þeirri skýrslu eigi að vera mat á stöðu og horfum Íslands gagnvart samstarfi við Evrópuþjóðir og framtíðarhorfum í gjaldmiðlamálum.
En þótt lítið fari fyrir því í verkefnaskránni þá mun núverandi ríkisstjórn engu að síður gera mikilvægar breytingar á stjórnarskrá sem leiða til þess að ef þjóð og alþingi kýs, þá getur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili.
Eins og staðan er núna þarf tvö þing með kosningum á milli til að breyta stjórnarskrá. 80 daga stjórnin ætlar hins vegar að breyta því svo að hægt verði að breyta stjórnarskrá með þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það þarf stjórnarskrárbreytingu til að ganga í ESB. Það þýðir að ef næsta ríkisstjórn hefur hug á að fara í aðildarviðræður, þá þarf hún ekki að senda sjálfa sig heim og boða til kosninga, heldur getur einfaldlega lagt aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæði.
Ingibjörg telur mikilvægt að sett verði ákvæði í stjórnarskránna fyrir komandi þingkosningar svo þjoðin geti hvenær sem er gert breytingar á stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þýðir að þjóðin getur ákveðið að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum á næsta kjörtímabili ef hún svo kýs án þess að boðað sé til kosninga í millitíðinni."
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar og annar tveggja formanna Evrópunefndarinnar, segir mikilvægt að breyta stjórnarskránni nú til að læsa Evrópumálin ekki inni næstu fjögur ár. "
Að rifja upp þessi kratanöfn núna vekur manni hroll og minningar um óeirðirnar og eldana á Austurvelli.
Þarna var gerð ósvífin tilraun með svikum og undirferli til að koma þjóð í þrautum með valdafúski inn í Evrópusambandið.
Allir sjá í dag hvernig hér væri umhorfs hjá þessari þjóð núna með Icesave klafann um hálsinn og atvinnuleysi í hæstu hæðum. Erlenda togara upp í kálgörðum og framlög til skuldavanda suðlægu ríkjanna í fanginu. Makríllaus þjóð með full umráð yfir fiskveiðilögsögunni?
Þetta eru ekki billegir brandarar heldu blákaldar staðreyndir ef þetta valdafúsk kratanna hefði tekist.
Allar þessar forsagnir voru forskriftir að því föðurlandsfúski sem fremja átti á fjársjúku fólki sem lá vel við höggi.
28.2.2016 | 11:43
Stjórnarskrárþvælan
er barin í síbylju af Þorvaldi Gylfasyni í Frettablaðinu og allskyns spámönnum hans og hans nóta í tíma og ótíma.
Núna heldur einhver kona(náði ekki nafninu) í umræðuþættinum á Sprengisandi því fram að hún ætli að ljúka stjórnarskrármálinu í sátt við þjóðina. Þá þýðir það að ég eigi að samþykkja moðsðuna frá stjórnlaganefndinni hérna um árið. Fjandinn fjarri mér að ég skuli nokkru sinni greiða slíku endemisplaggi atkvæði.
Gagnsetning þessa máls og framleiðslan var og er bara pólitísk atlaga að lýðveldinu Íslandi af hálfu komma og krata sem var gerð til að afsala fullveldinu í hendur ESB. Það átti að ljúga því að þjóðina að hana vantaði allra mest stjórnarskrá og þesvegna hefði bankahrunið orðið. Það átti að hólka þessu í gegn í skjóli nætur í rústareyknum frá hruninu. Þjóðin mætti auðvitað ekki í ómerkilega kosninguna um þetta hvað þá að hún samþykkti þetta með afgerandi hætti. Og Hæstiréttur ógilti svo kosninguna sjálfa til viðbótar.
Svo kemur ábyrgðarfullt fólk og heldur því fram á Sprengisandi að þetta skuli ofan í þjóðina ef ekki eigi illa að fara. Þetta líka endemis plagg, fullt af mótsögnum og orðaleppum sem ekkert erindi eiga í stjórnarskrá, berandi aðeins vitni um moðsuðuna og óþjóðhollustuna í höfðum nefndarmannanna.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þarfnast síðast leiðbeininga frá því fullveldisafsalsfólki sem leiddi vinnuna við það endemsplagg sem stjórarskrárfrumvarp Þorvaldar Gylfasonar og hans nóta varð. Það má breyta því smáræði sem breyta þarf að bestu manna yfirsýn. En við þurfum ekki Þorvald Gylfason til þess.
Vonandi fer þessi stjórnarskrárþvæla að gleymast Íslendingum eins og hver önnur gömul skítalykt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.2.2016 | 11:17
Hvernig eigum við að blöffa
kjósendur til að kjósa VG með öll þessi góðu stefnumál. Svandís Svavarsdóttir er örvæntingarfull á Sprengisandi.
Formaðurinn hefur líka áhyggjur af þessu.Katrín Jakobsdóttir er komin á þá skoðun að gamla settið, Steingrímur J., Björn Valur, Svavarsdóttir og fleiri, séu dragbítar á flokkinn. Katrín segir á flokksráðsfundi:
"Það er því nauðsynlegt að hver og einn í forystusveit flokksins, sem samanstendur að mestu af reynsluboltum, íhugi hvort hann sé rétta manneskjan til að framfylgja stefnunni."
Svandís veltir þessu fyrir sér í Sprengisandsþættinum. Má þá bara snúa þessu fylgistapi við með því að taka gömlu greppitrýnin úr framlínunni? Fólk vill ekki Steingrím J. eða Ögmund lengur eða hvern sem er af þessum gömlu? Ég er nýbyrjuð þannig að þetta á auðvitað ekki við mig. Af því að fólkið vill ekki þetta fólk þá þarf nýtt fólk til að halda málflutningnum áfram.
Hefur það ekkert með það að gera að það er búið að ljúga svo miklu og svíkja svo stórt að fólk er uppgefið? Stefnan er hinsvegar svo storkostleg að það verður að fá ný andlit til að bera hana fram? Af hverju ekki bara setja gúmmígrímu af Rauðhettu á Steingrím og Florence Nightinggale á Ögmund? Gerir það ekki sama gagn? Það pirrar fólk ekki eins mikið. Engilsásjóna Svandísar er auðvitað ekki það sem fælir fólk frá.
Það er um að gera að blöffa kjósendur. Fá það til að kjósa okkar ágæta flokk með þessi fínu mál segir Svandís. Það er ekkert að stefnunni né flokknum ef bara hægt er að blöffa helvítis kjósendurna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2016 | 09:07
Siðrof?
Bankarnir græddu 107 milljarða samanlagt.
Höskuldur fyrrum kortastjóri og Hvíta-Birna stjórnuðu sínum bönkum vel og fengu greitt í hlutfalli við það. Höskuldur græddi nærri 50 milljarða og fær einar 5 milljónir sjálfur á mánuði, Birna græddi 21 milljarð og fær sjálf einar 4 á mánuði. Sá bankastjóri sem græddi nærri 37 milljarða er Steinþór Borgunarsali. Hann fær langminnst, ekki einu sinni 2 milljónir á mánuði.
Sem sagt það er ekki samhengi á milli launa bankastjóra og hagnaðar bankans.
Mikið er ég og allur almenningur glaður yfir þessum gróða bankanna. Hvaðan skyldi hann nú koma? Ekki tengist þetta okkur neitt heldur bara snilld og samfélagsvitund þessa dánufólks sem bönkunum stjórna. Þetta er svo agalega mikill vandi.
Mig minnir að ég hafi lesið einhvern tímann væntingar bankastjóra til brúkaðs pólitíkusar sem átti að fá ríkisbankastjórastöðu í verðlaun. Hann sagði eitthvað svona; Það er enginn vandi að vera bankastjóri, maður borgar lága innlánsvexti en lánar út á háum vöxtum og tekur fullt af tryggingum. Já hann verður örugglega góður bankastjóri hann....
Og það gekk alveg eftir. Það hlýtur samt að vera agalegur vandi að vera bankastjóri en enginn að vera í stjórn lífeyrissjóðs. Því" jafnvel þótt þú tapir þar það gerir ekkert til því það er nefnilega vitlaust gefið." Lífeyrissjóður, gagnstætt Landsbankanum til dæmis, nær alltaf inn tapinu, því það eru aðrir eins og vesalingur minn sem borga.
Vilhjálmur Bjarnason rekur það siðferði sem gildir á fjármálamarkaði vel í grein í Morgunblaðinu í dag.(Bloggari feitletrar að vild)
"Svo bar við í upphafi heimastjórnar að konungur Danmerkur og Íslands kom í heimsókn. Hápunktur heimsóknar konungs var ferðalag konungs austur í sveitir. Að ferð lokinni, við komu í bæinn, sagði vor sæli konungur, sennilega ekki mikið ódrukkinn; ríkin mín tvö, en það töldu Íslendingar staðfestingu þess að sjálfstæði væri eigi langt undan.
Það er talið að konungur vor hafi mælt þessi fögru orð í brekkunni fyrir ofan Stjórnarráðið, þar sem verið var að ljúka Safnahúsinu. Það lá vissulega vel á kóngi í þessari Íslandsferð. Má vera að hann hafi orðið músíkalskur í ferðinni, jafnvel hitt Maurice Ravel á Þingvöllum! Það er nefnilega til póstkort frá tónskáldinu frá svipuðum tíma, ritað á Þingvöllum.
Það er nefnilega þannig, að allar götur frá því Íslendingar fengu sjálfstæði og fóru að ráða eigin málum, þá hafa þeir sem málum ráðið verið að leita leiða til að mismuna þegnum, búa til tvö ríki og tvær þjóðir, en ávallt haft að leiðarljósi að gera það með málefnalegum hætti. Svo hafa þeir vaðið eld og brennistein við að réttlæta ruglið. Þannig var leitað leiða til að mismuna litlum bönkum og stórum bönkum þegar lagður var á bankaskattur. Þá varð leiðsögnin sú að mismuna með þeim hætti að lítill MP banki greiddi aðeins örlítinn bankaskattþví MP banki hafði ekki valdið hruninu.
Málefnanleg skipting
Þjóðin hefur skipt sér sjálf með mismálefnalegum hætti. Þannig var til þjóð í landinu sem áði í Brúarskála en önnur þjóð sem áði í Stað- arskála þegar farið var úr eða í Húnavatnssýslu. Einnig voru tvær þjóðir, sem keyptu eldsneyti á mismunandi stöðum, ESSO eða SHELL. Þeir sem ekki tilheyrðu neinni þjóð keyptu sitt eldsneyti hjá BP.
En eins og Örn Úlfar sagði; Manneskjan er yfirleitt ósíngjörn vera, sífellt reiðubúin til að aðhyllast hugsjónir, einkum ef þær eru nógu fjarri því að bæta hag hennar, en berjast með oddi og eggju gegn óvinum ef þeir eru nógu óraunverulegir, ótrúlegir eða óskiljanlegir, ég tala nú ekki um ef þeir eru grýla ein. Og svo bætir Bjartur um betur og segir; Er nokkrum of gott að vera fífl? Bjartur var eins og aðrir, hann talaði til að leyna hugsun sinni.
Erlendir aðilar, sem að hluta til eru innlendir aðilar
Því er þetta rætt nú að enn ræður tvíhyggja ríkjum í huga íslenskrar þjóðar. Það er ekki að þjóðin hafi orðið mikið músíkalskari með árunum. Það er helst að fjöldi mæti á tónleika þar sem graðhestatónlist er í boði. Í hugum þeirra er hafa komið til starfa í íslenskri fjármálastarfsemi er ekki talið óeðlilegt að fjármálastarfsemi þrífist eftir öðrum reglum og utan við það sem gerist hjá íslenskri þjóð.
Þannig segir einn þeirra sem þiggja kaupauka úr hendi gjaldþrota banka, endurreists á rústum banka, sem jaðraði við að vera glæpabanki: Aðspurður um andrúmsloftið í þjóðfélaginu í dag þar sem erfiðar kjaraviðræðum hafa m.a. staðið yfir segir hann greiðslurnar hjá ALMC lúta öðrum lögmálum.
Þarna eru erlendir aðilar sem eru að vinna fyrir erlenda aðila þrátt fyrir að hluti af þeim séu innlendir aðilar. Þetta lútir þeim lögmálum sem svona gerir erlendis, segir hann og bætir við að málið sé því ekki alveg sambærilegt öðrum. Þetta er klárlega ekki einsdæmi á alþjóðlegum vettvangi.
Svo mælti forstjórinn! Þetta er sönn saga sögð í einlægni, andstætt lyginni, sem oft er merkilegri. Þarna eru erlendir aðilar innlendir aðilar eða þannig! Við liggjum því ekki lengur lengst útafburt allra manna í jarðríki, við tökum upp siðu miðlægra þjóða.
Til að gera kaupaukana óskiljanlega dauðlegu fólki þá segir forstjórinn fyrrverandi: Aðspurður um grundvöllinn fyrir greiðslunum og útreikninga þar að bak við segir hann kerfið vera flókið en bætir við að greiðslurnar séu í takti við þann árangur sem félagið hefur náð.
Er nú ekki rétt að skila til þeirra sem lögðu efniviðinn til? Hvað kemur það málinu við hvað gert er erlendis?
Nú vill til að sá er þetta ritar er meðlimur í lífeyrissjóði sem tapaði um 2,5 milljörðum á starfsemi upphaflega bankans í þessari röð. Það er erfitt að sætta sig við að í kjölfar gjaldþrots, sem að vísu var lokið með einhvers konar nauðasamningi, þá eru starfsmönnum greiddir 3,3 milljarðar í kaupauka. Fyrir hvaða afköst?
Ég sætti mig ekki við þess háttar afgreiðslu, ég greiddi ekki í lífeyrissjóð til að dreifa í kaupauka misviturra manna! Eða er þetta ekki hluti af stöðugleikaframlagi viðkomandi fjármálastofnunar? Greiðslujafnaðarvandi þessarar fjárhæðar er samur, hvort heldur hann lendir hjá kröfuhöfum ellegar útvöldum aðli starfsmanna.
Önnur mál sem upp hafa komið á liðnum vetri eru til þess fallin að misbjóða venjulegu fólki. Sala Arion banka á hlutabréfum í Símanum hf. er rugl. Þessi setning: að samþætta hagsmuni starfsmanna og félagsins! Þetta hefur heyrst áður um gjafagerninga. Þá lánuðu íslenskir bankar starfsmönnum fyrir eigin hlutabréfum, án trygginga og fölsuðu eigið fé bankanna. Tryggingin var í eftirstæðum eignum bankans sjálfs! Það var hluti af markaðsmisnotkun, sem er dæmt fyrir.
Nú á að reyna eitthvað svipað, eins og hjá rónanum, sem ætlar ekki að fá timburmenn næst þegar hann drekkur. Á sama veg er Borgunarmál. Þar eru útvaldir starfsmenn, sem vita aðeins meira en gagnaðilinn í samningnum. Það er hrúgað inn upplýsingum í gagnaherbergi. Sennilega að mestum hluta gagnslausar upplýsingar, en aðalatriðið liggur falið. Ef mál eru þannig vaxin heita það innherjasvik. Um það er fjallað í lögum um verðbréfaviðskipti. Samsvarandi ákvæði er í fjársvikakafla hegningarlaga.
Endurtekning
Þegnar þessa lands eru greið endur að forréttindum útvalinna. Það á við um óhóflegan vaxtamun! Það á við um símakostnað! Það á við um greiðslukortagjöld, hvort heldur þau eru falin eða birtast í heimabanka!
Það á við um greiðslujafnaðarvanda þegar eignum slitabúa er skotið undan stöðugleikaframlagi! Þeir, sem sitja á bekk í fjármálafyrirtækjum, virðast hafa fullan vilja til að endurskapa og endurtaka ósiði fyrri tíðar.
Konungur vor skipti ríkjum sínum með málefnalegum hætti. Skipting í boði fjármálaheimsins hefur aldrei verið málefnaleg.
Þeir, sem hafa lýst skiptingunni, hafa gjarnan litið út eins og gljáfægðir hlandkoppar. Hér varð siðrof milli þjóðar og fjármálaheims. Siðrof verður ekki endurtekið."
Hér er skörulega skrifað af Vilhjálmi Bjarnasyni fjárfesti og alþingismanni.Ályktun hans er hinsvegar ekki í augsýn með að standast.
Verði siðrof á Íslandi skal það endurtekið þar til siðirnir hafa breyst nægilega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2016 | 23:17
Donald Trump
var í viðtali hjá Oprah Winfrey fyrir aldarfjórðungi síðan.
Það er gaman að horfa og hlusta á hann þarna, því hann sér ýmsilegt fram i tímann. Oprah spyr hann m.a. um hvort hann muni bjóða sig fram til Forseta einhvern tímann?
https://www.youtube.com/watch?v=MOKi5YeNtRI
Honum finnst það nokkuðð ólíklegt þarna en hann segir, að færi hann í framboð þá væri það til þess að vinna sigur. Hann fari ekki í neitt til þess að tapa.
Yrði hann Forseti þá skyldu þeir fá að borga sem hafa misnotað velvild Bandaríkjanna svona lengi eins og Japanir sem aðrir sem hafa fengið að dumpa varningi sínum á bandaríska markaði og eyðilagt bandarísk fyrirtæki án raunverulegrar samkeppni til baka í heimalöndum sínum.
Hann er þarna ekki á þeim buxunum að leyfa erlendum fyrirtækjum að vaða uppi í Bandaríkjunum án þess að raunveruleg samkeppnisskilyrði séu skoðuð.
Hvað hann hugsar í dag er ekki öllum ljóst.
24.2.2016 | 09:28
Óli Björn
er beinskeyttur að vanda í Morgunblaðinu í dag.
Hann kemur inn á mál sem hefur lengi pirrað mig rosalega. En það er að Sjálfstæðisflokkurinn lét litlu kommaflokkana fífla sig til að samþykkja ríkisframfæri til stjórnamálaflokka.
Afleiðingin var stjórnalaus fjölgun vinstrivillinganna sem framleiddu allskyns örflokka til ómælds skaða fyrir Alþingi og starfshætti þess.
Við búum við þenna glundroða enn í dag í formi þess að allskyns undirmálsfólk vermir þar bekki. Fólk sem aldrei hefði náð inn á lista með vitibornu fólki. Kemur sem vatn og sem vindur fer. Og enginn er nokkru nær til hvers vera þeirra á þingi leiddi nema minningar um málþóf.
Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis sá um sig sjálfur að mestu leyti með sína breiðu félagsaðild. Litlir sérvitringaflokkar, byggðir í kring um eiginhagsmunapot einstakra kverúlantaa mestan part, lifðu fæstir lengi og fjórflokkurinn sem svo kallaðist tók sviðið aftur.
Óli Björn segir í dag:
Ekki ætla ég að blanda mér í deilur um Flokk heimilanna og meðferð ríkisstyrkja sem flokkurinn hefur fengið frá síðustu þingkosningum. Ýmislegt hefur gengið á hjá þessum smáflokki sem náði þó þeim árangri að fá 3% atkvæða og þar með rétt á tugmilljóna styrk úr ríkissjóði á kjörtímabilinu. Í byrjun vikunnar var Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögmaður, sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ummæla um núverandi forráðamenn Flokks heimilanna og ráðstafanir ríkisstyrkjanna.
Pétur, sem var í framboði og í forystu flokksins í síðustu kosningum, hefur fagnað sýknudómnum enda sé hann mikilvægur fyrir lýðræðislega umræðu í landinu. Deilurnar um Flokk heimilanna ættu að beina athygli almennings að þeim ógöngum sem íslenskir stjórnmálaflokkar eru komnir í.
Flestir flokkar eiga nær allt sitt undir ríki og sveitarfélögum. Samkvæmt ársreikningum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi voru allt að 90% af tekjum þeirra frá opinberum aðilum árið 2013. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn hafði minni hluta tekna sinna frá hinu opinbera og Framsóknarflokkurinn um 52%.
Í desember 2006 voru samþykkt lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda [nr. 162/2006]. Þar með voru stjórnmálaflokkar endanlega settir á jötu ríkis og sveitarfélaga. Lögin kveða á um að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til starfsemi stjórnmálasamtaka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni.
Hver stjórnmálaflokkur fær greitt í hlutfalli við atkvæðamagn. Því meira fylgi því hærri er ríkisstyrkurinn. Stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum geta sótt um sérstakan styrk úr ríkissjóði og runnu nokkrir tugi milljóna úr ríkissjóði til hinna ýmsu framboða í síðustu kosningum.
Auk þessa er árlega veitt fé úr ríkissjóði til starfsemi þingflokka á Alþingi. Lögin skylda sveitarfélög með fleiri en 500 íbúa til að styrkja stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða a.m.k. 5% atkvæða í kosningum.
2.100 milljónir.
Frá 2010 til 2015 fengu stjórnmálaflokkar í heild tæplega 2.100 milljónir króna úr ríkissjóði. Þetta jafngildir því að hver Íslendingur með atkvæðisrétt í síðustu alþingiskosningum hafi greitt um 8.800 krónur til stjórnmálasamtaka. Þessu til viðbótar bættust nokkur hundruð milljónir frá sveitarfélögunum.
Með setningu laga um fjármál stjórnmálasamtaka ákvað Alþingi að setja stjórnmálaflokkunum miklar skorður við að afla sér fjár til rekstrar með frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Þar með voru stjórnmálaflokkarnir og sérstaklega forystumenn þeirra gerðir óháðari eigin flokksmönnum. Nú er svo komið að stjórnmálamenn eru farnir að líta á ríkisstyrkina sem sérstakt viðskiptamódel. Þannig komust Píratar í Reykjavík, að þeirri niðurstöðu á stjórnarfundi í janúar á síðasta ári að business modelið okkar ætti að vera að fá sem mestar tekjur frá ríkinu. Í fundargerð segir: Þar fáum við mest áhrif og miklu meiri tekjur en frá fjáröflun. Ná inn mönnum í öllum sveitarfélögum, öllum þröskuldum. Besta return on investment er í kjörnum fulltrúum.
Gegn skoðanafrelsi.
Ég hef haldið því fram að umrædd lög gangi gegn skoðanafrelsi. Hvernig hægt er að réttlæta að þvinga kjósanda til að styrkja stjórnmálasamtök, sem ganga gegn öllum grunngildum viðkomandi, er a.m.k. ofar mínum skilningi. Einstaklingi sem hefur skömm á stefnu Sjálfstæðisflokksins og er sannfærður um að hún leiði til ógæfu, er gert skylt að styrkja íhaldið. Og sjálfstæðismað- urinn sem berst fyrir takmörkuðum ríkisafskiptum og lægri sköttum, er neyddur að standa undir starfsemi Vinstri grænna sem leggja áherslu á hærri skatta og ríkisafskipti.
Frumvarp til laganna var samið á vegum nefndar fulltrúa allra þingflokka sem skipuð var árið 2005 til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi á Íslandi. Það er lagt fram í þeim tilgangi að kveða á um fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi, draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka, með það að markmiði að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið, sagði í nefndar- áliti allsherjarnefndar.
Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá; Birgir Ármannsson, Einar Oddur Kristjánsson og Sigurður Kári Kristjánsson.
Óhætt er að halda því fram að markmið laganna um að auka traust á stjórnmálastarfsemi hefur ekki náðst. Vefþjóðviljinn benti á þessa staðreynd í pistli 2. febr- úar 2014. Árið sem lögin voru sett var Ísland í fyrsta sæti á lista Transparency International yfir þau lönd sem þar sem minnsta spillingu mátti finna:
Eftir að lögin um fjármál flokkanna voru sett hér á landi hefur heldur hallað undan fæti hjá Íslandi í könnunum Transparency International Það virðist hvorki hafa dugað til að halda í ágætiseinkunn að fjórflokkurinn hafi tapað fylgi né að stjórnmálin væru ríkisvædd.
Á síðasta ári var Ísland fallið niður í 13. sæti. Öll hin Norðurlöndin voru fyrir ofan Ísland þar sem Danmörk var metið sem það land í heiminum þar sem er minnst spilling. Mat á spillingu er huglægt en úttekt Transparency Internarional rennir að minnsta kosti stoðum undir þá staðhæfingu að ríkisrekstur stjórnmálaflokka hafi ekki aukið traust almennings á stjórnmálamönnum og Alþingi.
Kannanir Gallups benda til hins sama. Í febrúar á síðasta ári báru aðeins 18% landsmanna traust til Alþingis. Árið 2006 sögðust 43% treysta Alþingi. Þrátt fyrir allt þetta er engin umræða um að rétt sé að endurskoða lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Kannski er stjórnmálaflokkunum farið að líða of vel á jötu ríkisins. "
Það er nauðsyn að stjórnarskrárnefnd athugi með að hækka þröskuldinn til þess að ná mönnum á þing. Draga úr því að allskyns skjáhrafnar séu að nota það sem bísnessmódel að bjóða fram til þings. Og afnema sem mest ríkisstyrki til stjórnmálaflokka og þá um leið aflétta takmörkun þeirra til innlendrar fjármögnunar eins og hér var. Hér flæddi að vísu Rússagull og blandaðist í pólitíkina en það breyti endanlega engu. Skynsamir flokkar fá fylgismenn og fylgismenn styðja sinn flokk.
Það er allt sem þarf í stjórnmálabaráttu skeleggra manna eins og Óla Björns.
24.2.2016 | 09:07
Áfram Trump
segir einhver núna þegar fregnir berast að nú hafi karlinn enn bætt um betur og bursti nú keppinauta sína.
Eru ekki einhverjir úr GGF sem vilja tjá sig um hans aðskiljanlegu náttúrur og hversvegna að hann muni tapa?
Á meðan segi ég:
ÁFRAM TRUMP!
21.2.2016 | 23:45
Hver selur Gróttakvörnina sína?
Það virðist vera er staðreynd að peningaframleiðslan hefur verið framseld frá Seðlabanka Íslands til bankastofnananna.
Seðlabankinn hefur einkaleyfi til að prenta seðla og slá mynt. Gallinn er bara sá að seðlar og mynt eru orðinn kannski tíundi hluti peningamagnsins í umferð. Hafa ekki bankarnir bara tekið við peningaframleiðslunni.Búa þeir ekki einir til rafeyrinn sem þjóðfélagið notar?
Stendur eitthvað á bak við krónnuna? Nokkuð nema þegjandi samkomulag að bankamillifærsla sé fullnægjandi greiðsla. Og það er hægt að fá seðla líka í bönkum þótt þú getir ekki borgað með þeim hjá símanum.
Er þetta ekki bara allt blekking?
Bankaleyfi er núna jafngilt því að hafa fengið leyfi til að framleiða peninga. Og það er hægt að græða peninga á peningum ef einhvern vantar þá.
Í ævintýrinu mínu gamla var til kvörn sem kallaðist Grótti. Hún malaði bæði gull og silfur. Svo gat hún líka malað malt og salt ef heitið var á þann vonda og auðvitað endaði sagan á hafsbotni til þess að enginn færi burt með hugmyndir um auðvelda peninga.
Núna gengur peningaframleiðsla á Íslandi svona fyrir sig:
Ég fer í bankann og hann veitir mér milljón að láni. Hann skrifar milljón á reikninginn minn og tekur tryggingu í húsinu mínu til þess að ég borgi. Hann færir á höfuðstólsreikning hjá sér milljón í credit. Hvað hefur gerst?
Liggur ekki í augum uppi að milljón er fædd úr engu? Efnahagur bankans hefur styrkst. Um hver mánaðarmót tekur bankinn svo tíuþúsund( eitt prósent) til baka af reikningnum mínum og debet inn á höfuðstólsreikning sinn. Halló hagvöxtur! Mín eign hefur rýrnað um tíuþusund en hans skuld á höfuðstólsreikningi hefur lækkað um sama og efnahagur styrkst. Eftir tíu ár borga ég lánið upp og er þá búinn að borga bankanum tværmilljónir. Kannski keypti ég vöru fyrir upphaflegu milljónina og seldi hana með gróða. Segjum að ég hafi grætt milljón á miljóninni.Urðu ekki til þrjármilljónir á þessu brölti? Er það ekki hagvöxtur?
Hvoru megin borðsins vilt þú vera? Bankamegin eða mín megin?
Nú tala sumir eins og það sé ómögulegt að eiga svona Gróttakvarnir. Það verði að selja allar svona myllur á grundvelli hugsjónarinnar um einkavæðingu. Bara einhverjum. Ríkið á núna tvö stykki. Það er viðþolslaust að losna við þær. Það vantar bara einhvern til að Borga þær.Og með hverju? Er ekki tilvalið að fá bara lánað í hinum bankanum til að kaupa þennan? Þá er maður orðinn kjölfestufjárfestir og endar kannski á Kvíabryggju eftir næsta krass?
Í alvöru. Er það venja til sveita að selja nythæstu kúna? Hvort seldi Rockefeller olíulindir eða olíu?
Hver selur Gróttakvörnina sína?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2016 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2016 | 12:31
Trump sigrar enn
Þrátt fyrir formælingar og hrakspár ýmissa góðkunningja minna þá er ekkert lát á mínum manni. Hann sigrar Bush svo afgerandi á K.O. að hann pakkar saman. Styrkist Trump við þetta eða ekki? Ég sé ekki nógu langt til þess.
En ég held að menn geri rétt í því að hætta að tala um Trump eins og hann sé einhver hálfviti. Maðurinn er ekkert í þá veru heldur klár og greindur. Og hann hefur greinilega líka pólitískt nef sem er talinn kostur í pólitík.
Ég held að Trump sé í sókn og hann muni sigra enn
21.2.2016 | 12:14
Er ekkert að marka?
Á heimasíðu útvarps Sögu eru stöðugt skoðanakannanir í gangi. Þáttaka er misjöfn eins og gengur, frá hálfu þúsundi í mörg þúsund.
Nú segja sumir að hlustendur útvarps Sögu séu að stofni til öðruvísi en gengur og gerist, sérvaldir nöldrandi eldri borgarar eða hvaðeina. Og greinilegt er ef menn hlusta á innhringiþættina að þar kennir ýmissa grasa.
Ein slík er um það hvort draga eigi Steingrím J. til ábyrgðar fyrir meinta ólöglega sölu á bönkunum 2009? 88 % af 664 þáttakendum eru þeirrar skoðunar.
446 af 511 vilja að Alþingi grípi inn í skipulagsákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að loka neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli.
Svo er spurt hvort eigi að afturkala leyfi til moskubyggingar á Reykjavík?
Þá greiða 368 atkvæði og 91 % eru á því að afturkalla slíkt leyfi.
Er eitthvað að marka svona kannanir? Það orkar tvímælis. En það má líka líta á þetta sem vísbendingu um tilfinningar almennings. Hvort sem þær séu hollar eður ei.Vulgus, Indoctus, Mobile,-- Horrendum Que sagði Rómakeisari um þegna sína!
Nú hafa stjórmálasamtök sett það á stefnuskrá sína að opna fyrir möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. 15 % kjósenda eiga að geta komið slíkri atkvæðagreiðslu af stað að því að fregnir herma frá stjórnarskrárnefnd. Spurning hvort 16 % kjósenda geti með gagnundirskrift komið í veg fyrir slíka þjóðaratkvæðagreiðslu ?
Er þjóðin sjálf í jafnvel smáu úrtaki betur til þess fallin að taka þátt í slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum. sérstaklega ef þær verða nokkuð tíðar eins og í Sviss. heldur en kjörnir fulltrúar afgreiði málin?
Í Sviss er þáttökuleysi sagt nokkuð áhyggjuefni. Er hætt við að þetta beina lýðsræðistal eins og síbylja Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu hljómar, verði bara leiðigjarnt til lengdar rétt eins og almenningur er orðinn leiður á pexinu á Alþingi?.
Eða er bara ekkert að marka neitt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419709
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko