Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016
19.2.2016 | 09:11
Erum við öll fífl?
Sú hugsun læðist að manni eftir að lesa færslu séra Lenu Rósu á facebook sem hann Eddi lögga sendi mér.
Séra Lena segir:
"Mikið þykir mér sorglegt að ég skuli þurfa að vera sammála þessum rökum sem hér eru sett fram. Oft er sannleikurinn sárastur og afhjúpunin meiðandi því um leið þarf maður að viðurkenna að hafa verið hafður að fífli. Hvernig í ósköpunum gat ég upplifað sjálfa mig heppna þarna heima? Jú, vegna þess að ég get staðið í skilum.
En hvað þýðir það? Að maður sé búinn að mastera hæfileikann til að láta stela frá sér? Ok!
Ég er sek og viðurkenni fúslega að hafa verið fífl sl. 10 ár. Hvað get ég kallað það annað? Maður hefur greitt tæpar 24 milljónir á tíu árum af 20 milljóna króna skuld og þarf að kyngja því að eiga enn eftir að borga 32 milljónir til viðbótar til að greiða fyrir þetta sama 20 milljóna króna lán; sem endar náttúrulega í ennþá hærri upphæð eða í rúmlega hundrað milljónum þegar upp er staðið (og þótt aldrei falli niður greiðsla).
Ég er kannski ekki skarpasti ávöxturinn í körfunni, en nógu skörp til að sjá að ég var allt annað en heppin.
Ég var auðtamið fífl með fyrirmyndar þrælslundargeð og tók stolt við stöðu minni sem einn af millistéttarstólpunum sem skiptu svo agalega miklu máli eftir hrun.
En hæ, guys, ég er vakandi í dag og vinn þar að auki nægilega stuttan vinnudag hér í Norge til að geta litið upp og hugsað sjálfstætt.
Er búin að ná áttum og segi hér með lausri stöðu minni sem ein ausan á sökkvandi skútunni. Í þeirri niðurstöðu er hvorki fólginn hroki, hefnigirni né uppgjöf (maður heldur jú áfram að láta stela frá sér og þarf,bara að skaffa þjófinum minnst 32 milljónir til viðbótar.
Ég sé þetta þannig að heima á Íslandi samþykkti ég líka að þjófurinn tæki frá mér möguleikann á lífsgæðum. Maður er jú stoltur og vill standa í skilum sem þýðir að með stöðugt hækkandi lánum þurfa foreldrar að vinna æ meir á kostnað tímans með börnunum.
Það er eitthvað stórkostlega átakanlegt við það að stærsta menningarsjokkið sem ég upplifði við að flytja til Noregs var að rekast í tíma og ótíma á alla þessa feður á mínum aldri með nestistöskur á bakinu á leið í hjólreiðatúr eða lautarferð með alla fjölskylduna. I have I died and gone to heaven? Ég bara spyr!!
Maður heldur að sjálfsögðu áfram að fæða þjófinn eða mafíuna eins og það er kallað hér í erindinu en maður getur þó a.m.k. notið lífsins á meðan.
Og bara eitt að lokum: Ég hef engan áhuga á því að opinbera eigin aulahátt að láta hafa mig svona að fífli. En þegar ég hugsa um alla þarna heima sem standa í nákvæmlega sömu sporum og ég og jafnvel verri, þá einfaldlega get ég ekki þagað. – Ég er búin að liggja yfir þessu (enda nægur frítími) og get ekki betur séð en að ,Ísland 20. fylki Noregs hér á Fésinu sé með alla puttana á púlsinum, við munum a.m.k. aldrei tapa á að ræða möguleikana.
Hafandi sagt það er ég um leið óendanlega þakklát baráttujöxlum á borð við Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þar fer sko fólk sem kallar ekki allt fyrir ömmu sína heldur veður drulluna daglega upp að hálsi fyrir mig og þig."
Verður enginn hugsi yfir þessu?
Er það svona sem fólk er farið að sjá ættjörðina sína? Er það þessvegna sem fólki er sama hvort hér búi negrar frá Afríku eða venjulegir Íslendingar?
Er þetta ekki afleiðingin af lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi sem lögfesti 3.5 % ávöztun sem lágmark ofan á verðtrygginguna?
Var það ekki ánauðarkerfi sem öllum fannst svo sniðugt í upphafi, sem dæmdi okkur öll í þrældóm ævilangt? Við verðum aldrei frjáls aftur nema flýja land eins og séra Lena Rósa?
Fyrir bubbana sem stjórna lífeyrissjóðuum án þess að hafa nokkurt umboð frá eigendum lífeyrisins er allur almenningur dæmdur til að vera fífl ævilangt og þræla án fyrirheits um frelsi.
Lífeyrissjóðirnir eru orðnir skrímsli sem mergsýgur þjóðina og nú á enn að bæta í með því að gjöldin til þeirra fari í 15.2 % af launum! Það er til að bæta uppp feilspekúleringar bubbanna á erlendri grund. Þeir gera það að verkum með 3.5 % forgjöf í verðtryggðum vöxtum að hér er landlæg verðbólga sem séra Lena Rósa er ekki að upplifa í Norge. Þar lækkar lán þegar borgað er af því því það er ekki verðtryggt. Hér hækkar það á hverjum gjalddaga.
En auðvitað eru langtímalán á húsnæði niðurgreidd af ríkinu á þennan hátt, bæði í Norge, og annarsstaðar. Þar er líka verðbólga en söm og jöfn og ekki eins og rússíbaninn hjá okkur. Aðgöngumiðana í hann selja hundruð purkunarlausra stéttarfélaga stéttarfélaga en opinberir starfsmenn eru stikkfrí. Og þeim fjölgar stanslaust og stjórnlaust hvaða flokkar sem eru við stjórn.
Hérlendis viðurkennir ríkið ekki þá skyldu að stuðla að því að fólk geti eignast þak yfir sig og börnin sín. F rambjóðendur komast upp með að ljúga hverju sem er fyrir kosningar og svíkja samstundis eftir þær eins og Steingrímur J. og loforðið hans um ESB.
Húsnæðiskaup eru hin íslenska fátæktargildra. Við erum heimsk því við byggjum of dýrt þegar þeir fátækustu hafa ekki efni á öðru en að kaupa gáma í stað fallbyssheldra steinsteypuvirkja.
The Starlight Ranch í Orlando
Hvað er að því að búa í léttbyggðum húsum eða gámum við eigin garð og malbikaða götu? Ég get sýnt ykkur myndir af svona frá Starlight Ranch í Florida. Þar kostar einbýlið 5-10 milljónir. En hérna færðu að skulda 50-100 milljónir verðtryggt fyrir einbýlið. Auðvitað mun fínna hjá okkur. En hvort vildu minna fínt eða ekki neitt?
Er það ekki hluti af því sem séra Lena Rós er að lýsa. Flotteríisháttur í byggingum? Eða skortur á fjölbreytileika?
Það er kominn tími til að leggja þessa lífeyrissjóðapeninga, mínus staðgreiðsluskatt, á reikninga í Seðlabanka á nafni hvers launþega. Loka svo öllum lífeyrissjóðum strax. Innistæðan skal notuð til að borga lífeyrisþeganum og eftirlifandi maka lágmarksframfærslu svo lengi sem hún endist.
Þegar skúffan er búin skal ríkið framfæra einstaklinginn eftir nánari formúlu sem það gerir hvort sem er.
Sérhver einstaklingur skal eiga kost á að fá 20 milljóna lán óverðtryggt á 5 % vöxtum (eða vaxtalaust verðtryggt einu sinni á æfinni hjá ríkinu sem skal aðeins nota til húsnæðiskaupa eða byggingar íbúðarhúsnæðis. Sveitarpólitíkusar skulu finna leiðir til að skaffa lóðir undir smáíbúðir án útborgunar fyrir þá sem vilja. Líka fjölbýlishúsalóðir án útborgunar fyrir íbúann. Allar slíkar lóðir skulu greiddar með útsvari íbúans eftir að leiðis.
Það verður að gera eitthvað til að breyta Íslandi úr þrælakistu verkalýðs-og bankabófa og lífeyrissjóðakúskara. Um þetta verður að kjósa eihvern tímann í næstu kosningum svo við getum hætt að vera fífl
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2016 | 08:59
Kosningamál?
hljóta að fara að velta um í höfðum þeirra sem er ekki sama.
Björgvin Guðmundsson hinn aldni eðalkrati er býsna óþreytandi að skrifa um það hvernig eldri borgarar eru afgangsstærðir hjá ríkisstjórnum sem er að frelsa heiminn. Allir muna næstliðna ríkisstjórn svika og lyga. Svo kom sú núverandi og lofaði að gjöra flesta hluti nýja.
Gefum Björgvin orðið:
"Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri?
Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt?
Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur.
Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka! Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt:
Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax.
En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess.
M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir.
Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja. Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús.
Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.)
En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015.
Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun.
Þannig efndu leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir."
Ég velti fyrir mér hvernig stjórnarflokkarnir treysti sér í kosningar innan tíðar með þetta kosningamál í fangið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2016 | 08:41
Friðrik Pálsson
hótelhaldari á Rangá er í viðtali við Viðskiptamoggann í dag. Viðtalið er í heild fræðandi fyrir þá sem vilja kynna sér ferðamál og ættu slíkir sem flestir að lesa þetta.
Friðrik segir m.a.:
".. Ég átti sjálfsagt einhverja sök á því að þetta orð, náttúrupassi, fór á flakk. Mín hugmynd var og er sú að við eigum að selja umhverfis- og náttúruskjal eða viðurkenningu sem hver einasti ferðamaður kaupir þegar eða áður en hann kemur til landsins. Allir munu þurfa að kaupa þessa viðurkenningu og því verður enginn nokkru sinni spurður um það á ferðum um landið.
Enginn á að fá undanþágu frá þessu, hvorki bisnessmenn sem aðeins dvelja í Reykjavík og hafa vel efni á því að borga fyrir þetta né heldur nokkrir aðrir. Kerfið er ódýrt og sáraeinfalt og viðurkenningin mætti kosta t.d. frá 3.000 eða jafnvel 5.000 krónur. Hún má jafnvel gilda í ár, en það er bara útfærsluatriði. Það má jafnvel hugsa þetta þannig að fyrst um sinn verði að kaupa þessa viðurkenningu aðeins yfir sumarmánuðina og þannig styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar yfir veturinn, en þó er ég ekki viss um það. Svona upphæð mun engu breyta um áhuga fólks á að koma til landsins, ekki nokkru.
Viðurkenningin mun hins vegar hafa jákvæð áhrif og sýna fólki að okkur er annt um náttúruna og öryggi ferðamanna og að við ætlum með þessu að safna fjármunum til að byggja upp innviðina til að geta gert enn betur í þjónustu okkar við þá. Hugmyndin með náttúrupassann fór þversum í fólk vegna þess að það sá fyrir sér gjaldhlið og eftirlit úti um allt og að fjármunirnir færu meira og minna í að halda kerfinu uppi.
Ég sagði fyrir mörgum árum að þetta væri í raun tækifæri til markaðssetningar. Ferðamaðurinn fær viðurkenningu fyrir því að við- komandi hafi lagt fram tiltekna upphæð til umhverfismála og verndunar náttúrunnar. Það er hægt að gera þetta með flottum hætti og tengja við það með hvaða hætti við höfum hingað til stýrt aðgangi að náttúruauðlindunum okkar.
Við höfum nefnilega býsna góða sögu að segja í þeim efnum, bæði í sjávarútvegi, veiðum á rjúpu, laxveiðinni og svo mætti áfram telja. Okkur er trúað fyrir þeirri náttúruperlu sem Ísland er. Það ætti enginn að miklast af því og við eigum ekki að gera það en við verðum að vera hreinskilin og viðurkenna fyrir okkur sjálfum að við sitjum á ótrúlegri perlu sem okkur ber að vernda og viðhalda. Af því að ég hef staðið í veitingasalnum á Rangá fjögur til fimm kvöld í viku í tólf ár hef ég talað við aragrúa fólks af öllum þjóðernum og upp til hópa á fólk ekki til orð yfir það hvað við erum lánsöm að eiga þá perlu sem Ísland er.
Friðrik er beinskeyttur að vanda og segir það sem segja þarf um um nauðsyn framlaga ferðafólks til verndunar viðkvæmra staða. Hann segir réttilega frá hvernig klúðrið með eftirlitskerfið fékk andófsmenn til að snúast gegn hugmyndunum á sínum tíma og hvað fékk Alþingi til að ljúka málinu ekki.
Nú stefnir í það óefni að ein og hálf milljón ferðamanna er byrjuð að koma hingað á þessu ári og troða niður viðkvæm svæði án þess að borga neitt. Allt vegna þrætubókarlistar Alþingismanna sem gátu með því eyðilagt málið eins og svo mörg önnur sem ekki eru beinar tilskipanir ESB. Þá er stimpillinn á lofti eins og menn geta sannfærst um á vef Alþingis.
Vonandi tekur Alþingi á sig rögg og gerir eitthvað af því sem Friðrik Pálsson er að benda á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2016 | 08:41
Er Alþingi starfhæft?
yfirleitt?
Mér finnst að hvenær sem eitthvað mál er lagt fram týnist það í ræðuhöldum frú Kerúlf, Sigríðar Ingibjargar eða álíka mannvitsbrekkna. Það eru endalaus málþóf á Alþingi nema ef á að afgreiða tilskipanir varðandi EES, þá er málalistinn langur og samfelldur í bunuafgreiðslu.
Þó að við vildum endurvekja Náttúrupassann, þá eru slíkar hindranir á Alþingi að þetta sýnist utanaðkomandi vera óleysanlegt hvað sem þingmeirihluta líður.
Náttúrupassinn dó vegna eftirlitskerfisins sem átti að setja upp. Í stað þess mátti hafa sölukassa fyrir þá stoltu Íslendinga sem ekki væru þegar búnir að kaupa hann. Eða þá bara að setja hann sem nefskatt eins og útvarpsgjaldið og gert hann frádráttabæran til skatts hjá einstaklingum eins og fyrirtækjum miðað við tjónið af því að fella hann algerlega.
Sýnum nú vit og hólkum honum í gegn um þingið án eftirlitskerfis þar sem bíður stórt ferðamannasumar. Getur Alþingi ekki leyst svona einfalt mál til verndar náttúru Íslands?
Eða er Alþingi ekki starfhæft?
16.2.2016 | 08:17
Náttúrupassann strax
Látum ekki PC og GGF keyra okkur inn í annað tekjulaust náttúruvættaár. Látum ekki metfjölda ferðamanna trampa frítt niður náttúruna.
Betra er illt að gera en ekki neitt. Náttúrupassa strax. Allir útlendingar borga við komuna til landsins. Íslendingar borgi valkvætt á ferðamannastöðum sem góðir borgarar. Ekkert eftirlit sem étur ágóðann.
Náttúrupassann strax í gegn án umræðu um fundarsstjórn forseta.
15.2.2016 | 17:45
Donald Trump
er sá frambjóðandi til Forseta í Bandaríkjunum sem mér hugnast best. Fulltrúar PC(GGF) ruku upp eins og nöðrur og jusu yfir mig spekinni um það hvílikt fífl þessi maður væri, þeir væru búnir að lesa um það í útlendum blöðum.
Mér þótti því vænt um að fá eftirfarandi línur frá ungum menntamanni svohljóðandi:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2016 | 08:53
Væri hægt?
að texta þáttinn Ófærð þegar Íslenskan er töluð?
Framsögn leikaranna er oft með þeim hætti að heyrnardaufir eins og ég skiljum alls ekki hvað þeir eru að segja.Við missum því úr atburðarásinni því miður.
Þegar töluð er útlenska er textað svo það er skilar sér fínt og þá skilur maður Íslendingana líka mun betur en þegar þeir muldra í leikrænum tilburðum á móðurmálinu.
Er þetta svo mikið mál? Það eru margir sem heyra ekki vel eða skilja kannski ekki talaða íslensku eins vel og unglingar, t.d.innflytjendur, að þetta myndi hjálpa mikið. Erlendis er mikið textað á málinu sem talað er af einhverjum ástæðum.
Þetta eru allgóðir þættir en bera samt greinileg upprunamerki frá Íslandi sem yfirleitt allt kvikmyndaefni þaðan. Langdrægni. Svo margir mínútur um ekki neitt.
En þetta er samt mikið verk og gott hjá Balta og hans fólki. En það væri til bóta ef maður gæti náð þræðinum betur með því að það væri hægt að skilja hvað er verið að segja.
14.2.2016 | 22:12
Áfram Ísland!
Það er enginn endir í ferðamennskunni og voru jafnmargir á ferðinni í dag í Biskupstungum eins og er þegar stórskipin koma á sumrin. Örtröð við Gullfoss og Geysi. Tugir af rútum allstaðar og bílaleigubílum.
Ferðamenn ryðjast auðvitað yfir ómerktar girðingar og hafa sína hentisemi eins og í Reynisfjöru. Maður er hræddur um að einhver detti einhvers staðar einhvern tímann bráðum.
Allt í mínus, engir peningar til. Ef ferðamannapassinn hefði ekki verið stoppaður af GGF, þá væri einhver milljarður í kassanum. Nei, þeir Öggi vildu heldur gefa útlendingum náttúruna ókeypis og skaða íhaldið í leiðinni.
Ætla Íslendingar aldrei að vitkast? Að vísu sé ég þess merki í afgreiðsluborðinu. Þar borga ferðamenn 900 krónur fyrir þriggja mínútna kökusneið af einfaldasta tagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2016 | 12:46
Spilið þetta
og sannfærist um stjórnvisku Steingríms J. Sigfússonar þegar framtíð þjóðarinnar var undir.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/208-milljardarnir-theirra-svavars-og-steingrims?pressandate=20140110
Þá réði hann af öllum mönnum Svavar Gestsson sem sérfræðing í samningum til að leiða samninga um þetta atriði! Sem leiddu til þess að Svavar nennti ekki að hanga yfir þessu lengur og skrifaði undir 208 milljarða. Sem væru á gjalddaga núna ef Forsetinn hefði ekki gripið inní kommúnistadelluna.
Og svo gantast menn með Forsetakjör eins og það skipti engu máli hver er þar? En svo verður maður að álykta þegar maður les yfir listann yfir þá sem halda að þeir séu kjörnir til að sitja Bessastaði.
Spilið þetta fyrst til að sannfæra ykkur um hversu hættuleg stjórnmálin eru þegar undirmálsfólk fær völd sem það ræður ekki við.
14.2.2016 | 12:26
Af hverju ekki vegabréfaskyldu?
til Íslands?
Er Schengen næg ástæða lengur?
Viljum við heldur metfjölda hælisleitenda í hverjum mánuði eins og í janúar. Getum við tekið við meira en 600 á þessu ári?
Af hverju sæta spurningar um vegabréfaskyldu til Íslands þöggun og þar við situr?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko