Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017
19.6.2017 | 14:54
Hversvegna geta Norðmenn haft 48 tíma reglu?
en Íslendingar ekki þegar kemur að hælisleitendum?
Ég hef heyrt að skýringin sé sú að það hafi komið til skoðunar að taka upp 48 klukkustunda reglu Norðmanna hér á landi en ekki verið talið henta íslenskum aðstæðum.
Norska fyrirkomulagið kalli á aukinn kostnað, t.d. vegna sólarhringsvakta starfsfólks og verulegar breytingar á málsmeðferð sem kann að vera til þess fallið að draga úr trúverðugleika málsmeðferðar.
Þá þurfi að hafa í huga að endursendingar hælisleitenda til heimalands síns rúmast ekki innan 48 klukkustunda reglunnar, þ.e.a.s. það sé hreinlega ekki mögulegt að treysta því að hægt sé að vísa fólki burt af landinu innan 48 klukkustundum m.a. vegna þess að heimaríki fólksins neiti þá gjarnan að taka við því aftur nema að undangenginni ítarlegri skoðun á gögnum. Í ljósi þessa verði að horfa heildstætt á vandann með það að markmiði að ráðast að rótum hans.
Furðar engan á því að Norðmenn geti afgreitt svona mál á 48 klukkutímum? Við höfum ekki mannskap né annað til að fara að eins og þeir. Jafnvel þó að okkar tími yrði vika, þá er það trúlega mun ódýrara að fjölga starfsmönnum heldur en að láta fólkið bíða hér í reiðileysi mánuðum og árum saman.
Á maður að kaupa svona vífillengjur? Ef þessi ríkisstjórn getur ekki leyst þetta mál, hvaða ríkisstjórn getur það þá?
Af hverju eru flugfélögin ekki látin skanna skilríki allra sem fara um borð í flugvél hingað? Þá er enginn skilríkjalaus í Keflavík? Auðveldara að vita hver maðurinn er.
Ef Norðmenn geta leyst málið á 48 klukkustundum ættum við að geta það á viku.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2017 | 14:41
Jónas Elíasson
prófessor emeritus skrifar grein í Mogga í dag sem sérstaklega vinstri menn þyrftu að lesa en þeir lesa ekki Mogga.
Jónas segir:
"Í fyrri grein (Óstjórn í Reykjavík birt 13. júní sl.) var rætt hvernig pótintátar borgarinnar tala um fátt annað en einhver gæluverkefni vegna bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og víkja sér þannig undan að ræða verkefni sem nauðsynlega þarf að ráðast í.
Gengið út frá viðskiptum sem vísum
Eitt af þessum gæluverkefnum er járnbrautarlest frá Reykjavík til Keflavíkurvallar. Þetta er ekki meint sem endurvakning á hinu hundrað ára gamla járnbrautarmáli, heldur á þetta að vera svona umhverfisvæn framkvæmd, sem ætlað er að hækka ánægjustuðul höfuðborgarbúa þrátt fyrir þá staðreynd að borgin er ekkert að gera sem heitið getur í samgöngumálum enda þótt verkefnin séu ærin. Þegar hefur um 200 milljónum króna verið varið í undirbúning, sem mun vera lítið annað en skýrslugerðir. Skýrslurnar eiga að sýna að verkefnið borgi sig, en í þeim er gert ráð fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar taki á sig kostnaðinn í einkahlutafélagi, sem virðist geta gengið út frá við- skiptum allra sem vísum þar á meðal allra farþega og starfsmanna flugstöðvarinnar. Skemmst er að minnast þess, að þjóðin situr enn uppi með afleiðingarnar af undirbúningi sem þessum í Vaðlaheiðargöngum.
Offjárfesting dauðans
Í nýlegu útvarpsviðtali upplýsti forsvarsmaður undirbúningsfélagsins að farmiði með lestinni yrði á 5.000 krónur aðra leiðina. Það gerir um 100 krónur á kílómetra, sem hlýtur að teljast talsvert okur fyrir lestarmiða og vart samkeppnishæft verð m.t.t. til annarra ferðamöguleika eins og leigubíla, hópferðabíla, bílaleigubíla og einkabíla.
Einnig upplýsti forsvarsmaðurinn að engar rannsóknir hefðu farið fram vegna 12 kílómetra af jarðgöngum sem gert er ráð fyrir frá Straumsvík inn á BSÍ.
Reyndar er heill hellingur af rannsóknum til, en sem dæmi þá er vitað að grunnberg í Straumsvík er á 20 metra dýpi. Ofan á því liggja míglek hraun og Reykjavíkurgrágrýti og það er því nokkuð ljóst að áætlun félagsins upp á 100 milljarða fær vart staðist. Um 150-200 milljarðar eru nær lagi.
Þessi gríðarlegi kostnaður gæti jafnvel talist ásættanlegur, ef eitthvert vit væri í því að byggja lest fyrir u.þ.b. 10.000 manns á dag, sem ekur samhliða Reykjanesbrautinni, vegi sem flutt getur 50-100 þúsund manns á dag. Að bæta lest við þessa afkastagetu vegarins er offjárfesting dauðans, sérstaklega sé þess gætt að lestin mun líklega keyra meðfram Reykjanesbrautinni meira eða minna galtóm sökum hins óhagstæða farmiðaverðs. Lestin gæti e.t.v. borgað sig, yrði hún afskrifuð strax niður í ¼ af kostnaði.
Þó að slík aðgerð komi rekstrinum tæplega í jafnvægi, megnar hún þó að setja lestina rekstrarlega upp að hlið Strætó bs. eins og hann er rekinn í dag. Tekjur Strætó eru einmitt um ¼ af rekstrarkostnaði.
Fjárfestar festa fé þar sem hagnaðar er von
Í þeim borgum sem lestir eru reknar, er það undantekningarlaust vegna þess að vegasamgöngur hafa ekki undan. Vegir anna m.ö.o. ekki einir sér þeim fjölda fólks sem þarf til að komast inn í London, París, Tókýó, New York og Kaupmannahöfn svo að algeng dæmi séu nefnd. Engum slíkum rökum er þó hér til að dreifa. Vegirnir í Reykjavík hafa þrátt fyrir allt við og tiltölulega litlu þyrfti að kosta til svo umferð á höfuðborgarsvæðinu kæmist í gott lag. Sveitarstjórnarmenn í nágrenni Reykjavíkur virðast fylgjandi lestinni á þeirri forsendu að boðaður skattur, svonefnt innviðagjald, borgi brúsann og ráðherrann í samgönguráðuneytinu virðist einnig genginn til liðs við málstaðinn. Á hvaða forsendum er vandséð.
Þrátt fyrir að um svonefnda léttlest sé að ræða, samsvarar lestin 10 Vaðlaheiðagöngum - framkvæmd sem ráðherra hefur vel að merkja haft talsverðar raunir af fram að þessu. Svo virðist sem gylliboð um erlent fjármagn hafi sannfært ráðherrann og sýnt honum fram á að ríkissjóður væri þar með úr allri hættu. Það er reyndar á töluverðum misskilningi byggt. Með hliðsjón af þeim neikvæða hagnaði (tapi) sem lestarreksturinn stefnir að óbreyttu í, er afar ólíklegt að fjárfestar komi að málinu öðruvísi en með því skilyrði að ríki og borg ábyrgist eins og 50- 100 milljarða króna lán til einkahlutafélags sem byggja á lestina.
Fjárfestar, og alls ekki erlendir, eru ekki þekktir að því að hætta eigin fjármagni í framkvæmdir með litla sem enga hagnaðarvon. Að umsömdum byggingartíma liðnum, þegar hin gamalkunnuga Vaðlaheiðarstaða verður komin upp með öllum sínum forsendubrestum, hvaða tryggingu hafa skattgreiðendur fyrir því að fjárfestarnir verði ekki farnir og fjármagnið með; að ríki og borg sitji ekki eftir með lestarrekstur í fanginu?
Að erlendir fjárfestar taki fjárhagslega ábyrgð á umræddri lest með eigin peningum menn geta rólega gleymt því. Það er því harla ólíklegt að einkahlutafélag sveitarfélaga fái svo mikið sem krónu af innviðagjaldi í svona lestarrekstur, jafnvel þó að gjaldið verði sett á (sem verður þó vonandi ekki), enda er málið tóm vitleysa frá upphafi, sprottið upp af óstjórninni í Reykjavík."
Álíka vitlaus er kynning Borgarstjóra á Borgarlínunni. Hann gefur sér að 8 % Borgarbúa sem hafa valið sér einkabílinn að faraskjóta muni söðla um og fara að keyra á Borgarlínunni með 22 km/klst. Þess vegna sé tími mislægra gatnamóta liðinn.
Hvaðan fær maðurinn leyfi til að bera svona vitleysu á borð fyrir sæmilega meðalgreint fólk? Hvaðan kemur honum þessi viska að 8 % bíleigenda muni skipta um ferðamáta?
Einn kommatittur hringdi á Útvarp Sögu og sagði að þetta yrði að gerast vegna þess að einkabíllinn kostaði of mikið. Ekki hvarflaði að honum að útskýra hver bæri þennan kostnað? Hann virtist halda að það væri Borgin sem bæri kostnaðinn? Ekki bíleigendurnir.
Borgin sem skuldar 380 milljarða er greinilega akkúrat núna tilbúin að leggja í hundrað milljarða kostnað til að sinna þörfum þeirra 4 % borgarbúa sem ferðast með almenningssamgöngum en ekki einkabílum.Engin svör hafa fengist við því hvernig barnafjölskyldur eiga að leysa skutlmálin sem allir hafa. Hvernig iðnaðarmenn eiga að ferðast milli verkefna? Hvernig menn ætla að leysa hraðavandamálið? Hvernig menn eiga að hætta að elska bílinn sinn? Hversvegna ekkert á að gera fyrir 96 % fólksins sem ferðast með einkabílnum?
Svona fjallheimska ríður húsum í meirihluta Borgarstjórnar og hefur líka hertekið sveitarstjórnarmenn í nágrannbyggðarlögum. Það er eiginlega afrek sem mig undrar og verð að taka ofan fyrir Degi Bergþórusyni fyrir þann framkvæmda heilaþvott.
19.6.2017 | 14:21
Lífeyrisjóðasukkið
er enn til umræðu hjá nokkrum nöldrurum.
Það finnst engum neitt merkilegt að einn maður í Bandaríkjunum,Edmundsson, keyrir á gamalli Hondu og stjórnar einn fyrir milljón á mánuði jafnstórum lífeyrisjóði og allt íslenska lífeyrissjóðakerfið er, 3500 milljörðum. Vinnur bara dagvinnu og étur smurt frá konunni í hádeginu.
Eru ekki 33 sjóðir á Íslandi og áreiðanlega hundruð stjórnenda og skrifstofuliðs að eyða meira en 10 milljörðum í launakostnað að viðbættum öllum sporslunum að vinna verk sem þessi eini maður getur annast fyrir lúsarkaup?
Tapa svona þúsund milljörðum án þess að depla auga og enginn rekinn?
Sigurður Oddsson skrifar svo í Mogga í dag:
"....Í hruninu töpuðu sjóðirnir þúsundum milljóna og gengu svo hart eftir greiðslum frá sjóðsfélögum að margir misstu húsnæði á uppboð.
Fjármálastofnanir komust yfir fasteignir og seldu útvöldum á undirverði. Þannig urðu til leigufélög, sem lífeyrissjóðir fjármögnuðu.
Þessi félög stjórna nú markaðsvirði húsnæðis og húsaleigu. Þeirra hagur er að ungt fólk leigi hjá þeim í stað þess að eiga íbúð. Eitthvað mikið er að lífeyrissjóðakerfinu. Það þarfnast uppstokkunar.
Lög allra lífeyrissjóða eru næstum alveg eins, en nöfnin breytileg eftir því hvaða stétt eða iðngrein sjóðfélagar tilheyra. Allir eru eyrnamerktir ákveðnum sjóði frá fyrstu útborgun. Sjóði sem fær hátt í 20% af öllum launatekjum. Í sumum tilfellum geta greiðslur til sjóðsins orðið hærri en skattgreiðslur. Þar fyrir utan fær ríkið engan skatt af lífeyrisgreiðslum. Heldur ekki þegar sjóðfélagar deyja.
Inneignin fer í hítina án þess að ríkinu sé goldið sitt. Sjóðirnir fá háar fúlgur til að leika sér með og til að standa undir rekstrinum. Allir eru stjórarnir vel launaðir, því ábyrgð þeirra við ávöxtunina er mikil. Þeir axla samt ekki ábyrgð þó ávöxtunin takist ekki vel. Halda áfram á sömu launum eða fá góðan starfslokasamning..."
Eru menn virkilega svo samdauna þessu forardíki spillingar og heimsku að enginn þorir að æmta né skræmta? Eru svo margir á spenanum að hægt er að beita algerri þöggun á málið?
Edmundson í USA getur bætt þessu á sig fyrir lítið gjald. Við gætum skrúfað fyrir sukkið en við höfum barasta ekki neinn áhuga á því.
17.6.2017 | 12:30
Hvaða einelti er þetta?
á hendur Roberti Árna vegna þess að hann fái aftur leyfi til að stunda iðn sína? Maðurinn er búinn að gera upp skuld sína við þjóðfélagið þó ýmsir málsaðilar séu skiljanlega ósáttir. Er þetta eitthvað öðruvísi en að hann hefði verið smiður eða verkfræðingur?
Ef einhver vill skipta við Róbert lögmann er það þá ekki þeirra mál?
Hvaða einelti er þetta eiginlega?
16.6.2017 | 16:37
Hvað er eiginlega að?
hjá okkur? Af hverju eru þessi hælisleitendamál í svona ólestri?
Björn Bjarnason spyr:
" Í frétt frá útlendingastofnun segir að 82 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd (hælisleitendur) á Íslandi í maí. Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370. Það eru tæplega 60% fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. 50 einstaklingar höfðu sótt um vernd 14. júní og er því heildarfjöldi umsókna það sem af er ári 420. Fjölgunin samanborið við árið 2016, bendir enn til þess að fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið á bilinu 1700 til 2000.
Umsækjendur í maí voru af 17 þjóðernum, flestir komu frá Albaníu (29) og Írak (12), 46% umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. 78% umsækjenda voru karlkyns og 22% kvenkyns.
Um 545 einstaklingar njóta þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um þessar mundir, þar af eru um 235 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi útlendingastofnunar veita um 310 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar.
Þessar tölur sýna að ekki hefur enn tekist að ná æskilegri stjórn á ólöglegum straumi fólks til landsins, fólks sem kemur frá öruggum löndum á Balkanskaga.
Fyrir rúmum mánuði sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að gert hefði verið áhlaup á Ísland frá Balkanskaganum. Hún taldi fyrstu tölur ársins um komu hælisleitenda þaðan ekki endilega gefa rétta mynd af því sem verða mundi. Niðurstaðan á miðju ári er önnur.
Skýringin sem gefin er á fjölda einstaklinganna sem njóta þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi er að hver hælisleitandi njóti þess réttar að mál hans sé skoðað til hlítar. Þegar þetta er sagt vaknar spurningin um hvers vegna unnt er að afgreiða mál Afgana í Noregi á 48 tímum en ekki hér á landi. Má rekja það til minni réttarverndar í Noregi en hér á landi? Þegar nýju útlendingalögin hér voru í smíðum var sagt að fyrirmyndin væri sótt til Noregs. Hvað gerist á leiðinni yfir hafið?"
Af hverju er þetta svona?
Er skýringin að það séu tómar verklausar kellingar í Útlendingastofnun? Hvað er eiginlega að hjá okkur?
16.6.2017 | 14:40
Hvað er til bragðs?
að taka fyrir eldri borgara?
Ég hef lengi dáðst að baráttugleði ýmissa áhugamanna fyrir bættum kjörum aldraðra. Má nefna þá Björgvin Guðmundsson sískrifandi og þá Helga K. Hjálmsson og Erling Garðar Jóhannsson sem hafa skrifað margt um þessi mál og rifja gjarnan upp staðreyndir um brigðmælgi stjórnmálamanna úr öllum flokkum.
Meginniðurstaða mín eftir að fylgjast með þessu er að stjórnvöld á hvaða tíma sem er standa ekki við fyrirheit til eldri borgara sem þeir gefa um kosningar. Hugsanlega reikna þeir þetta þannig út að þeim sé pólitískt stætt á því að gera eitthvað annað við peninga en að fleygja þeim í slík ábyrgðarlaus kosningaloforð. Enda er það lenska hérlendis að slík loforð séu aðeins efnd eftir efnum og ástæðum. Þess vegna bregður mörgum í brún þegar maður eins og Donald Trump fer allt í einu að efna kosningaloforð sín. Það er eins og menn eigi slíku ekki að venjast og standi bara þrumulostnir?
Hvað er til bragðs að taka þegar ritsmíðar slíkra afbragðsmanna duga ekki til og ekkert breytist? Er stjórnmálamönnum bara ekki nokkuð slétt sama um kjör þessa fólks og huggi sig við það að það slampist einhernveginnn af á eignum sínum.
Mér hefur flogið í hug að eina ráðið fyrir þennan hóp sé að gera póitískar skrúfur. Verkurinn er sá að aldraðir eiga ekkert sameiginlegt í pólitík og hata hvern annan hugsanlega meira en þá sem svíkja þá mest. Þeir eru fyrirfram klofnir. Er málið þá óleysanlegt?
Nei, ég held ekki.
Mér dettur í hug að lausnin gæti verið sú að Landsamband eldri borgara fengi einhverja valikunna eldri borgara sem eru tryggir og reyndir flokksmenn viðkomandi flokka og hafa þar traust til þess að taka þátt í prófkjörum Sjálfstæðismanna, Framsóknarflokksins, Vinstri Grænum og Samfylkingu. (Varla nokkur eldri borgari fer að daðra við litluflokkakraðakið til vinstri.)
Allir þessir frambjóðendur lýsi því yfir að þeir muni starfa með meirihluta þingflokka sinna og ekki gera þar ágreining í neinum málum. Samþingmenn megi treysta á hollustu þeirra til að fylgja flokknum. NEMA í þeim málum sem varða kjör eldri borgara. Í þeim málaflokki áskilja þeir sér allan rétt til að greiða atkvæði sjálfstætt eða með öðrum flokkum ef svo ber undir.
Þetta þýðir að pólitískt verður málum ekki komið fram í andstöðu við þessa sveit eldri borgara. Þetta er engin fyrirhöfn þar sem þeir munu ekki endilega leggja mikla vinnu í önnur þingstörf eða kappræður um fundarstjórn forseta. Þeir reisa sig aðeins þegar þeirra málaflokkur kemur á dagskrá. Sameinað afl eldri borgara er notað í prófkjörunum til þess að veita þessum fulltrúum brautargengi. Ef það dugar ásamt almennum kjörþokka frambjóðandans þá er málum hugsanlega betru komið.
Ef aldraðir koma þannig einhverjum mönnum á þing þá er fljótt komið að þvi að einhverjir vilji semja við þá en bjóði ekki bara upp á einhliða ákvarðanir. Flokksstarfið hjá viðkomandi flokkum líður ekki fyrir þetta þar sem aldraðir eru trygglyndir og orðheldnir. Þeir eru traustir flokksmenn í sínum flokki en sækjast ekki eftir metorðum. En þeir munu aðeins standa dyggan vörð um hagsmuni eldri borgara þegar svo ber undir.Í öðrum málum fylgja þeir flokkslínunni.
Ég held að þetta geti verið fær leið fyrir eldri borgara til að láta eitthvað gerast í þeirra málum. Annað hefur sýnt sig að duga ekki.Er þá ekki rétt eitthvað annað til bragðs að taka?
15.6.2017 | 15:53
Persónuvernd
er hraðvaxta krabbamein í þjóðalíkamanum sem á að stórauka á næsta ári með álögum á öll fyrirtæki landsmanna með miklum kostnaði. Mér skilst að það ætli hugsanlega að fara í eftirlit og jafnvel málarekstur við Google og Facebook fyrir að deila upplýsingum um Íslendinga sem eru eitthvað brot af þeim milljörðum manna sem skipta við þessi fyrirtæki.
Þetta er gersamlega óþörf stofnun og sjálfnærandi að verkefnum. Þegar kennitalan var fundin upp þá eru allar upplýsingar náanlegar um einstaklinginn með einum eða öðrum hætti.Það er engin persónuleynd í gangi. Kennitalan núna er notuð til að útiloka umsækjendur um vinnu vegna aldurs. Í Bandaríkjunum má ekki spyrja um aldur umsækjanda því slíkt væri brot á jafnréttislögum.
Unglingar birta myndir af líkamshlutum sínum á Facebook og enginn getur gert neitt í því. Þetta apparat Persónuvernd sem ætlar að ráða sæg af nýjum lögfræðingum á næsta ári er tilgangslaus stofnun og rándýr sem á að loka sem allra fyrst og leggja niður. Við höfum margt þarfara að gera við hundruð milljóna þegar fátæk börn og gamlamenni svelta.
Persónuvernd er einskisnýt og óþörf stofnun með öllu.
15.6.2017 | 15:06
Lífeyrissjóðasukkið
hef ég árangurslaust reynt að vekja upp umræður um en rekst á vegg samræmdrar þöggunar.Svo fjölmennur hópur étur úr sjóðunum og veltir sér upp úr lúxus í eigum sjóðsfélaganna. Stjórnunarkostnaður er brjálaður og ekki í nokkru samræmi við umfangið.
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi tekur loksins undir þetta og skrifar svo á Facebook í dag:
"Hugsið ykkur að einn maður að nafni Steve Edmundson stýrir 35 milljarða dala lífeyrissjóði fyrir opinbera starfsmenn í Nevada í Bandaríkjunum.
Takið eftir að miðað við gengi Bandríkjadollarans í gær er þessi lífeyrissjóður sem þessi eini maður stjórnar jafn stór og allt lífeyriskerfið okkar eða um 3500 milljarðar íslenskrar króna.
Það kemur líka fram í þessari frétt að árslaun Steve eru rétt rúmir 127 þúsund dalir, eða sem nemur 1,1 milljón á mánuði.
Á litla Íslandi erum við með um 33 lífeyrissjóði og það kostar um eða yfir 10 milljarða á ári að reka okkar lífeyrissjóðskerfi.
Þessi rekstarkostnaður lífeyrissjóðanna er líka uppundir helmingi hærri en sú upphæð sem það kostar að reka æðstu stjórn íslenska ríkisins. Þar undir eru Alþingi, Ríkisendurskoðun, ríkisstjórnin, Hæstiréttur, embætti forseta Íslands og umboðsmaður Alþingis. Heildarkostnaður við þessa æðstu stjórn nemur 5 milljörðum á árinu 2016 samkvæmt fjárlagafrumvarpi.
Það er semsagt ekki bara að einn maður í Bandaríkjunum stjórni einn lífeyrissjóði sem er jafn stór og allt lífeyriskerfið okkar heldur er rekstrarkostnaður íslensku sjóðanna helmingi meiri en kostar að reka æðstu stjórn ríkisins!
Er ekki eitthvað skrítið við þetta? Og þarfnast þetta ekki umræðu og skoðunar?"
Það er gott til þess að vita að jafn mikilsvirtur maður og Vilhjálmur veki loks athygli á því spillingardíki sem lífeyrissjóðakerfið er með uppkaupum sínum á hlutabréfum margra stærstu fyrirtækja landsins og stjórnarsetum og lúxus lífeyrissjóðafósanna, jeppaeign og hvaðeina.
Þetta er alþjóðarhneyksli. Þessir menn leika sér að því að tapa hundruðum milljarða án þess að eigendur æmti né skræmti. Það er bara lækkaður lífeyririnn og búið spil Enginn ábyrgur.
Hversu miklu tapar Edmundsson á ári? Skyldu menn tala um Lífeyrissjóðasukk þegar menn skoða skrifstofuna hans? Hversu stór ætli bíllinn hans sé? Og er honum greidd of há laun?
Viðskiptablaðið skýrir frá eftirfarandi:
"Steve Edmundson stýrir 35 milljarða dala lífeyrissjóði fyrir opinbera starfsmenn í Nevada í Bandaríkjunum.
Lífeyrissjóðurinn þykir þó nokkuð óeðlilegur, enda starfar aðeins einn einstaklingur hjá sjóðnum sem sjóðstjóri.
Wall Street Journal hefur fjallað um sjóðinn, enda hefur hann verið að skila lífeyrisþegunum betri ávöxtun en aðrir lífeyrissjóðir vestanhafs.
Forðast stressið
Edmundson forðast stressið sem flestir í fjármálaheiminum kannast við. Hann vinnur helst ekki nema bara milli 8 og 5.
Sjóðstjórinn reynir einnig að forðast að borða hádegismat á veitingahúsum. Eiginkona hans undirbýr oftast handa honum samloku og svo keyrir hann í vinnuna á 2005 Honda Element.
Edmundson reynir einnig að forðast það að lesa fréttir og samkvæmt opinberum gögnum námu árslaun kappans um 127.122 dölum.
Vill halda kostnaði lágum
Edmundson reynir ekki að sigra markaðinn með flóknum formúlum, heldur einbeitir hann sér að því að lágmarka kostnað og dreifa áhættu.
Meginþorri peningana rennur í ódýra vísitölusjóði, sem eiga að elta hlutabréfa og skuldabréfamarkaði.
Mikil áhættudreifing gerir Edmundson einnig kleift að hafa litlar áhyggjur af Trump og Brexit.
Breytti fyrirkomulaginu
Edmundson breytti fyrirkomulagi sjóðsins umtalsvert, þegar hann hóf störf árið 2005. Þá voru um 60% af peningum lífeyrisþeganna í vísitölusjóðum.
Árið 2012 tók hann sig svo til og rak alla sjóðstjórana og kom öllu fjármagninu í vísitölusjóði.
Í dag starfar hann einn og reynir að gera sem minnst, sem að hans sögn reynist erfiðara en það hljómar."
Hvort er þetta Lífeyrissjóðasukk hjá okkur Íslendingum eða er Edmundson ekki að vinna vinnuna sína?
14.6.2017 | 21:13
Evrópudómstóllinn samþykkir sviptingu ríkisfangs
akv. fréttum Fria Tider 14.júní:
"Evruósdómstóllinn hefur í vikunni slegið því föstu að það stríði ekki gegn Evrópuráðssamþykktum að afturkalla ríkisfang og brottvísa einstaklingum sem hafa heimsótt arabalöndin til þess að taka þátt í hinu heilaga stríði.
Svíþjóð hefur því eintakt tækifæri til að losa sig við hina alverstu einstaklinga sem fjöldainnflutningur frá Arabaríkjunum hefur haft í för með sér. Allt sem þarf er vegabréfið, pappírstætari og leiguflugvél frá Bromma til Damaskus og Bagdad."
Hvaða "Ný-Íslendingar" hafa farið í þessi erindi? Veit lögreglan eitthvað um þetta?
Evrópudómstóllinn leyfir okkur að fleygja þeim öfugum út enda lítið gaman að hafa svona lið blóðugt upp að öxlum í umferð hérlendis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2017 | 14:34
Trúa þeir þessu?
virkilega?
Áreiðanlega er hægt að finna svona ljótar tilvitnanir i Gamla testamentinu. En Kóraninn hefur ekkert Nýja Testamenti þar sem er annar boðskapur en í því Gamla.
En maður hefur heyrt eftir Salman Tamini sem er víst Imam eðpa prédikari að hann trúi hverju orði Kóransins. Gamall kennari minn í Gaggó sagðist líka trúa hverju orði í Biflíunni en ekki vissi ég til að hann stundaði annað en guðrækið líferni.
Maður hefur auðvitað tilhneigingu til að taka svona tilvitnanir í fornrit ekki hátíðlega. En maður fær ekkert að vita hvað er verið að prédika í þessum moskum mótsett við það sem er prédikað í ríkiskirkjunum okkar.
Að minnsta kosti er fátt um að kristnir menn fremji hryðjuverk í nafni Biflíunnar. Þau virðast fyrst og fremst tengjast múslímum og áhangendum Kóransins og Sharía-lögum sem margir þeirra segja að komi á undan landslögum.Þessar tilvitnanir eru ekki beint samrímanlegar þeim lögum.
Er spurt að því við veitingu ríkisborgararéttar hvort menn muni fylgja landslögum og stjórnarskrá fyrst og fremst og öðrum boðorðum þar á eftir?
Íslenska þjóðkirkjan er ríkiskirkja samkvæmt stjórnarskrá. Samt er sífellt verið að þrugla um eitthvað trúfrelsi sem ég veit ekkert hvar endar og hvar byrjar.Ég er ekkert sérlega kirkju-eða trúrækinn en fer þó þangað boðinn í skirnir, fermingar, giftingar og jarðarfarir. Finnst kirkjurnar nauðsynlegar og prestar líka. En ekki Imamar sem boða þessi ósköp.
Ef þeir þá trúa þessu sjálfir?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko