Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
11.9.2017 | 10:40
Af hverju engin ber ?
á Þingvöllum var Einar á útvarpi Sögu að velta fyrir sér um daginn. Svo segir í fréttum:
"Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík.
11.9.2017 | 10:19
Já,hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera
til þess að ná aftur sinni fyrri stöðu?
Björn Jón Bragason ritar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann svo í niðurlagi:
"Mér fannst sem ég hefði fundið gamla Sjálfstæðisflokkinn á þessum sumardögum í Berlín. Undirliggjandi voru slagorðin stétt með stétt og eign fyrir alla.
Útskýringar starfsmanna CDU á stefnu flokksins hefðu allt eins getað verið þýskar þýðingar á ræðum Jóhanns Hafstein eða Bjarna Benediktssonar eldri.
Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að öðlast aftur fyrri stöðu sem 40% flokkur er nauðsynlegt að líta til þeirra grundvallaratriða sem hér eru nefnd.
Flokkurinn hefur fyrir löngu glatað öllum tengslum við verkalýðshreyfinguna og fátt verið gert til að bæta rekstrarstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Eiginfjármyndun almennings og fyrirtækja eru settar alltof þröngar skorður með óhóflegri skattheimtu og íþyngjandi regluverki. Þá hefur á mörgum sviðum atvinnulífsins orðið óeðlilega mikil samþjöppun og litlir atvinnurekendur átt í vök að verjast. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leita upprunans og stuðla að samfélagi valddreifingar.
Í því efni má læra margt af Kristilegum demókrötum í Þýskalandi, systurflokki Sjálfstæðisflokks."
Björn Jón sér Kristilega Demókrata í Þýzkalandi fyrir sér sem systurflokk Sjálfstæðisflokksins. Aðrir sjá það frekar fyrir sér að hin helstu sameiginlegu einkenni flokkanna séu jákvæð afstaða til aukins innflytjendastraums fremur en það sem Björn Jón saknar frá sínum gamla flokki. Afgreiðsla síðasta Landsfundar Sjálfstæðisflokksins á flóttamannamálefnum og málefna aldraðra var enda ekki til þess fallinn að sópa því fylginu til baka.
Vonandi mun flokkurinn fara að rifja upp hvað það var sem gerði hann svo stóran á tíð áminnstra fyrri leiðtoga. Stétt með stétt og eign fyrir alla virðast ekki vera áberandi grunnstef í starfsemi flokksins á síðustu árum né heldur virðist flokkurinn hugsa mikið um kjör eldri borgara sem enda flykkjast ekki til hans þessa dagana.
Öllu þessu má breyta og því horfa gamlir Sjálfstæðismenn til Landsfundar með vonir og væntingar um annað en valdabrölt einstakra fylkinga og persóna sem aðalatriði. Spurning er hvort ekki væri réttara að hafa kosningar til embætta sem fyrsta eða annan lið á dagskránni á laugardegi frekar en síðast á sunnudegi í þeirri von að fundurinn gæti einbeitt sér frekar að málefnastarfi fremur en framboðsleikjum og pópúlisma?
Hvað mun Sjálfstæðisflokkurinn gera sér till endurreisnar á næsta Landsfundi sínum í Nóvember næstkomandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2017 | 18:07
Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera?
í sambandi við atvinnutekjur aldraðra?
Ætlar hann að halda í það arfavitlausa fyrirkomulag að skerða lífeyri við 25.000 króna tekjur aldraðs? Sem hann fer beint með til fullrar skattlagningar. Svo til hvers er þessi hlægilegi tuttuguogfimmþúsundkall hans Bjarna?
Getur ekki einhver reiknað út hvort þetta borgi sig fyrir ríkið að vera með þetta furðuverk og leyfa ekki öldruðum að borga bara staðgreiðslu af tekjum án þess að skerða lífeyri?
Það verðu fylgst með því hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar eð gera í þessu furðulega máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2017 | 10:23
Sannleikur um samúð
þeirra sem hæst gala á torgum mannúðarinnar sem þeir hafa tileinkað sér á sínum sérsviðum er oftlega vandfundinn. Hér er allt ónýtt að sögn margra sem fremst fara í neikvæðni og fólkið án hugsunar, samúðar og mannkærleika. Það eru sýndar myndir af börnum sem eiga bágt og okkur sagt að við séum vond að vilja ekki hjálpa með landvistarleyfi.
Svo orðar Páll Vilhjálmsson þetta:
"
Eftir hrun var ,,ónýta Ísland" óopinbert slagorð góða fólksins. Það vildi afnema stjórnarskrá lýðveldisins, pakka fullveldinu saman og senda það til Brussel. En hrunið var ekki meira en svo að við réttum úr kútnum, þökk sé krónunni, sem góða fólkið hatast við.
Ísland býður þegnum sínum upp á öfundsverð lífskjör. Þess vegna kemur hingað fólk að vinna og setjast að. En sumir koma í leit að fríu fæði, húsnæði og dagpeningum. Og góða fólkið rekur upp ramakvein þegar útlendingum er vísað úr landi eftir að sýnt er fram á að viðkomandi eigi ekkert erindi hingað.
,,Ég skammast mín að vera Íslendingur" heitir herferð góða fólksins, sem nú stendur yfir á samfélagsmiðlum með dyggri aðstoð fjölmiðla sem reglulega birta fóður fyrir þá góðu að kjamsa á. Þetta nýja tilbrigði við ,,ónýta Ísland" er sumpart keyrt áfram af fólki sem beðið hefur skipbrot í lífinu.
Sumir í háværasta hluta góða fólksins eiga að baki persónulegt gjaldþrot, alkahólisma og brotnar fjölskyldur. Til er fólk sem ,,afrekar" allt þrennt. En samt gólar það á torgum samfélagsmiðla um að þjóðin eigi að skammast sín.
Fólk með ömurlegan æviferil á það til að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um mistökin í lífinu. Þetta fólk þiggur með þökkum hjartnæmar hannaðar sögur af flóttamönnum í bágindum, otar þessum sögunum framan í þjóðina og segir hrokafullt: þið eigið að skammast ykkar.
Vellíðunin, sem misheppnaður einstaklingur finnur fyrir, þegar hann hreykir sér í hlutverki mannvinar bætir upp vanlíðan ömurlegrar ævi."
Hver kannast ekki við þennan söng. Allt ætlar af göflum að ganga ef stjórnvöld ætla að fylgja eigin reglum. Þá hlaupa til sjálfskipaðir spekingar sem boða til mótmælafunda og samstöðu um að beygja kerfið að sínum sérþörfum. Þetta smitast auðveldlega inn á Alþingi þar sem það veldur fjöldasamúðarkasti og ríkisborgararétti er slett eins og skyri eftir vilja kórsins. Eitt svona kast stendur nú yfir og reynt er að gera Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að ófreskju sem enga mannlega tilfinningu hafi.
Sannleikurinn er hinsvegar sá, að hinn þögli meirihluti vill að sparlega sé farið með veitingu íslensks vegabréfs.Hann vill ekki opin landamæri. Fólki finnst ekki rétt að það kalli á veitingu ríkisborgararéttar til heilu stórfjölskyldnanna þó einn einstaklingur hafi hlotið slíkan rétt.
Alltof áberandi er það að þetta Góða fólk setji sama sem merki milli hælisleitenda, kvótaflóttamanna og farandverkamanna sem hingað koma á löglegan hátt. Það er auðvelt að búa slíkar furður í búninga mannúðar og vorkunnsemi sem enga tengingu hefur við staðreyndir.
Vonandi tekst stjórnvöldum að halda sinni ró þrátt fyrir moldviðri óvandaðra fréttamiðla.Í þeim hópi virðist RÚV síst eftirbátur annarra þegar kemur að illa ígrundaðri samúðarvakningu hjá góðhjörtuðum en fljótfærum almenningi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.9.2017 | 08:43
Sauðfé og hælisleitendur
virðast vera meginviðfangsefni ríkisstjórnarinnar um þessar mundir.
Páll Vilhjálmsson orðar þetta svona:
"Þjóðfélagið fór á annan endann þegar 650 milljónir króna fóru til sauðfjárbænda sem berjast í bökkum. Á sama tíma fara 2,5 milljarðar króna í að afgreiða hælisumsóknir frá flóttamönnum sem koma frá öruggum löndum til Íslands að fá frítt fæði og húsnæði og dagpeninga."
Manni er sagt að hælisleitandi fái umsvifalaust kreditkort og húsnæði meðan mál hans er rannsakað af Rauðakrossinum. Hann flytur inn á okkur með fullt ferðafrelsi til lengri eða skemmri tíma um leið og hann gefur sig fram í Keflavík, með eða án skilríkja, segjandi satt eða ljúgandi. Allt meðan mál hans er rannsakað. Hann getur þessvegna átt að baki feril í ISIS.
Skilur þetta einhver af alþýðu? Myndum við sjálf búast við þessu ef við færum til Albaníu og gæfum okkur upp þar sem flóttamenn frá skattaofsóknum á Íslandi og trúarofsóknum hinnar evangelísku ríkiskirkju sem við værum neydd í samkvæmt stjórnarskrá?
Ég heyrði á viðtal við Búlgarska forsætisráðherrann á BBC. Hann var spurður af hverju Búlgarar neituðu að taka við kvótaflóttamönnum. Hann svaraði hreint út: Búlgaría þarf ekki á ómenntuðu eða fákunnandi fólki að halda. Fréttamaðurinn mótmælti og sagði suma flóttamenn ekki vera þeirrar tegundar. Sá búlgarski svaraði því til að þeir gætu verið án þess.Þeir Búlgarar ætla víst að neita viðtöku enn þrátt fyrir Evrópudóminn. Einhverjar þjóðir ætla frekar að greiða sektir en að hlýða tilskipunum um kvótaflóttamenn.
Hvernig skyldu þessi flóttamanna-og hælisleitendamál vera lögð fyrir á væntanlegum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Hvernig skyldi þeim verða lent?
Vandi sauðfjárræktar er ærinn þegar menn hafa sett of mikið á. Landgæði og bændagæði togast á. Ofbeit er vandamál og atvinnumál smábænda eru það líka.En þau eru samt metin fjórum sinnum léttvægari en málefni hælisleitenda.
En sauðfé er greinilega of margt og það kostar að fækka því. En eru hælisleitendur það ekki líka?
7.9.2017 | 09:04
A,B,C fyrir Evruspekinga
er að finna í grein Þorbjarnar Guðjónssonar í Morgunblaðinu í dag.
Þorbjörn segir:
"Á síðustu 11 árum (2005-2016) hafa laun hækkað um 116% eða 7,2% á ári meðan verg landsframleiðsla á föstu verðlagi hefur hækkað um 28% eða 2,3% á ári, fjöldi starfandi hefur aukist um 18% eða 1,5% á ári.
Úr þessu fæst að framleiðni/starfandi hefur aukist um 8,7% yfir tímabilið eða 0,77% á ári. Ljóst er að laun hafa hækkað langt umfram framleiðniaukningu og að slíkt misræmi leiðir til verðbólguþrýstings sem kemur í bakið á fólki og líklega þyngst á þá sem verr eru settir. Ofangreint má lesa út úr opinberum hagtölum.
Það liggur í augum uppi að hvort sem við værum miðað við 2005 með evru eða þá myntráð tengt evru eða dollara þá væri íslensk atvinnustarfsemi í það minnsta sú sem sýslar með útflutning eða er í samkeppni við innflutning í bullandi vandræðum og atvinnuleysi líkast mikið því ekki gætum við þrifist eingöngu á innrimarkaði, hvort sem litið væri til verðmætasköpunar eða ásættanlegs ástands á vinnumarkaði.
Þá væru góð ráð dýr þar eð við gætum hvorki fellt evruna né horfið frá þeim skuldbindingum sem felast í myntráðinu án þess að missa allan trúverðugleika í síðara dæminu en fyrra dæmið snýst um hið ómögulega. Í báðum tilvikunum fælist aðlögunin í verðhjöðnun og launalækkunum til að hífa okkur úr öldudalnum.
Þetta er svo sem ekki í óþekkt staða nýverið og í löndum líkt og Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal þar sem yngri kynslóðin hefur öðrum fremur mátt þola böl og vonleysi atvinnuleysis um langan tíma.
Það er deginum ljósara að með því að hverfa frá eigin mynt þrengir um og fækkar þeim kostum sem við sem þjóð höfum til að takast við þær efnahagslegu áskoranir sem við komum til að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Við værum að ástæðulausu að handjárna okkur sjálf í glímunni við halda hér uppi fullu atvinnustigi og fullri nýtingu framleiðsluafla.
Tæpast er hægt að ætlast til þess að almenningur íslenskur gleypi við upptöku evru eða myntráðs í stað íslensku krónunnar áður en tvennt liggur fyrir, annars vegar hvert yfirskiptaverðið yrði, þ.e. hversu margar krónu skuli koma á móti einni evru eða valutu myntráðsins, og hins vegar með hvaða hætti yrði það tryggt að launahækkanir og aðrar verðhækkanir innanlands yrðu á sama róli og erlendis.
Ef innlendar hækkanir eru hærri en erlendis og við með fastgengi (evru eða myntráð) leiðir það að óbreyttu gengi til atvinnuleysis og samdráttar í framleiðslu.
Upphaflegt yfirfærsluverð gefur til kynna hverjar tekjur, gjöld, eignir og skuldir einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á yfirgangspunkti yrðu í hinni erlendu mynt og ekki óeðlilegt að hlutaðeigendur sé upplýstir um nefnd atriði. Sömuleiðis þarf að liggja klárt fyrir með hvaða hætti það verði tryggt að launa- og verðlagsþróun innanlands yrði sú hin sama og erlendis.
Það hvílir því á herðum þeirra sem kasta vilja þjóðarmyntinni að upplýsa almenning um annars vegar upphaflegt skiptaverð og því tengt eigna-, skulda-, tekju- og gjaldastöðu í nýrri mynt og svo með hvaða hætti það verður tryggt að laun og verðlag hérlendis verði í takt við útlönd, hver verða tækin og tólin?
Aðeins þegar þetta tvennt liggur fyrir getur fólkið í landinu tekið afstöðu til hvort kasta beri krónunni fyrir róða eða hvort við værum að fara úr öskunni í eldinn."
Hér er vitræn umræða um myntmálin í stað þess óskiljanlega málflutnings formanns Viðreisnar sem hann hefur haft uppi um myntráð og eða upptöku evru. Sem betur fer hafa landsmenn til þessa ekki ginið við hans flugum.
Þorbjörn Guðjónsson á þakkir skildar fyrir þessa yfirveguðu grein um myntskipti. Sannarlega góð viðbót við fréttir um að nú eigi að fara að gefa út Gagn og Gaman á nýjan leik. Sumir Íslendingar verða líklega að byrja aftur á byrjuninni A,B,C til þess að geta áttað sig á grunnatriðunum í efnahagsstjórn áður en frægðarsól þeirra gengur til viðar.
6.9.2017 | 22:37
Kauplækkun yfir línuna?
segjum 2 % fyrir þá sem eru undir 500.000 á síðasta ári.5 % sem voru yfir því en undir milljón.7 % hjá þeim sem eru með 1.5 milljón og 10 % hjá þeim sem eru með 2 milljónir osfrv.Aldraðir og öryrkjar engin lækkun?
Eða eitthvað svoleiðis.
Hvað myndi gerast? Yrðu þeir ríku bara ríkari? Leggðu þeir ekki hærri upphæðir fram?
Myndi gengið styrkjast? Myndi innflutningsverðlag lækka? Myndi almennt verðlag lækka eða hækka? Myndi verðbólga hækka eða lækka? Myndi hagnaður bankanna hækka eða lækka?
Myndu lífskjörin batna frekar en versna?
Munu lífskjörin batna eftir að samið verður um tugi prósenta taxtahækkanir? Mun húsnæðisverð hækka eða lækka? Vextir lækka eða hækka? Hagnaður bankanna hækka eða lækka? Mun verðbólga hækka eða lækka?
Hvort myndi skila skila meiri lífskjarabót, taxtahækkun eða taxtalækkun?
Hvað gerðist eftir kauplækkunina í hruninu? Lífskjör og kaupmáttur? Tók þetta ekki flugið upp skömmu síðar? Hvarf eki verðbólgan? Hækkaði gengið ekki?
Við kunnum alveg að lækka kaupið í landinu.
En af hverju er aldrei hægt að lækka kaup yfir línuna nema með opinberri gengisfellingu?
"Situr enn með sollið fés
Seðlabanka Jóhannes
Fellir gengið fyrsta des,
fer þá allt til helvítes."
6.9.2017 | 21:32
Gísli Holgeirsson
heitir maður sem ég þekki ekki neitt. En af einhverjum ástæðum skrifar hann mér stundum til að vekja athygli á sínum hugðarefnum.
Margt af því sem Gísli skrifar lýsir áreiðanlega frómum hugsunum meðal-Íslendingsins af eldri kynslóðinni. Ég vil því birta hér valda kafla úr skrifum Gísla:
Þrátt fyrir vanda og reglufargan ESB landa finnst hópur Alþingismanna, sem
keppast við, að fylla fámennt ÍSLAND af trúarofstækis fólki, sem nú kvelja Kristna
Evrópu og Norðurlönd.
Það er máttur í Englendingum, sem nú hafa kosið sig frá
ESB aðild. ÍSLENDINGAR kalla ekki eftir þessari fjölmenningu.
ÍSLENDINGAR hafna reglum ESB Landa?.
Skipulagður innflutningur flóttafólks og
hælisleitanda á vegum ESB landa til ÍSLANDS verði bannaður. Engan skipulagðan
innflutning trúarofstækishópa til fámennis ÍSLENDINGA. Alþingi skal ávítað og
hvatningar Rauða Krossins vegna sama máls. Höldum þjóðarkosningu um komu
flóttamanna og hælisleitenda til ÍSLANDS. Pólverjar hafna móttöku múslema, en
greiða glaðir sektir til ESB landa vegna skoðana sinna.
Það væri betri leið fyrir ÍSLAND, ESB lönd og USA að senda vatn og matvæli til
miljóna Araba í verndaðri borg í landi Araba. Besta fjárfesting okkar Íslendinga,
væri að greiða væna upphæð til fólks, sem vill snúa heim aftur.
Landamæri eyjunnar ÍSLANDS, Norður í Atlantshafi er nú við Miðjarðarhafið,
samkvæmt Schengen reglum. Er glóra í þessum landamærum fyrir fámennt
Landið OKKAR. Nei, fullyrða um 80% ÍSLENDINGA?.
Er Reykjavíkurborg í endurnýjun eða í álögum?. Allt er rifið og fjarlægt fyrir
hótelbyggingar af öllu tagi. Heimsins fjör er við hvers manns dyr. Bankar og
fjörkálfar í viðskiptum kaupa allt sem losnar í höfuðborginni og til sveita fyrir
sjálfa sig og útlendinga. Jarðir, heiðarlönd og blávatnsár lenda í eigu erlendra og
íslenskra fjörkálfa.
Er Þjóðhátíðardagurinn 17. júní frá árinu 1944 á undanhaldi
vegna furðu og ofurhátíða Reykjavíkurborgar. ÍSLAND er umtalað á marga vegu
og Reykjavík er vissulega breytt höfuðborg.
Erlendar rannsóknir staðfesta langlífi ÍSLENDINGA. Við þökkum Landinu OKKAR,
Bændum og Sjávarútvegi.
BÆNDUR á Markaðstorgum mundi virka.
SJÁVARÚTVEGUR er í fremstu röð vegna veiða, vísinda og flutnings á sjávarafurðum. Heimurinn elskar og treystir ómenguðum framleiðslu vörum okkar ÍSLENDINGA.
Af hverju er ÍSLAND vinsælt og eftirsótt af erlendum ferðamönnum?. ÖRYGGI,
mannauður og gestrisni 300 þúsund Íslendinga færir okkur erlenda ferðamenn.
Heimurinn er ótryggur, en ÍSLAND er ennþá ómengað og ÖRUGGT?.
Innheimta skal vægt tryggingargjald fyrir íslenska náttúru kr.5000. til viðbótar
við fargjaldið til ÍSLANDS. Börn innan 12 ára aldurs greiða ekkert gjald.
ÍSLENDINGAR greiða ekkert gjald. Þetta gjald samsvarar verði á einum matardisk
af cod þorski með kaffibolla á veitingastöðum á hringveginum.
Fjölgun erlendra ferðamanna er ekki að vinna fyrir almenning á ÍSLANDI, öryrkja og aldraða, sem hafa ekki lengur fjárráð til að heimsækja sveitina sína og æskuslóðir. Þessi
innheimtu aðferð er einföld, örugg og sanngjörn. Hættum að innheimta í móum
og mýrum?. Þetta gefur íslenska ríkinu um 12 miljarða á ári, sem væri til stuðnings
á útlendingaeftirliti, lögreglu og til björgunarsveita. Dritsvæðin á hálendinu þurfa
fjárhagslegan stuðning til hreinsunar og eftirlits.
Blessum og biðjum fyrir Landinu og Fiskimiðum. Þökkum fyrir, að hafa fengið að
fæðst á ÍSLANDI. Fámenni okkar hrópa EKKI eftir skipulagðri fjölmenningu við
rótækan ólíkan heim. Heimurinn elskar allt ÖRYGGI á ÍSLANDI og ómengaða
framleiðslu af Láði og Legi. Ríðum ekki að feigðarósi með ættjörðina, Kristna trú,
gestrisni okkar og ÍSLENSKA siði.
Við leitum að ÞJÓÐARLEIÐTOGA á ALÞINGI, sem vinnur fyrir alla Íslendinga og ættjörðina. Byggjum ÖRUGGT betra Í S L A N D fyrir ÍSLENDINGA og þá sem búa hér með okkur. Við hvetjum hægri menn og konur um að sameinast í einum stjórnmálaflokki, en fara ekki fram sundraðir.
Gísli Holgersson, 2016."
Ég er sannfærður um að margan svona ættjarðarvin á Ísland meðal sinna þegna. Fólk sem elskar Ísland jafn fölskvalaust og Gísli Holgeirsson. Þeirra rödd heyrist bara ekki fyrir háværu skvaldri framagosanna sem allt vilja landinu finna til foráttu og vilja ganga erlendu valdi á hönd vegna innanlandsupplausnar.
Áreiðanlega er hægt að ganga svo fram af Alþýðu að hún gefist upp eins og 1262 þegar frekja uppivöðslumanna hafði gengið út fyrir allan þjófabálk. Það eina sem nú munar er að þeir hafa ekki komist upp með manndráp og bein rán eins og þá tíðkaðist.
En frekjan og yfirgangurinn er ekki síður fyrir hendi í mörgum stjórnmálamanninum sem allt þykist vita en veit samt ekki neitt í heimsku sinni og steigurlæti.
Þá er gott að vita að til eru ættjarðarvinir eins og Gísli Holgeirsson.
6.9.2017 | 09:06
Kommatittur á Mogga
að nafni Árni Matthíasson skrifar reglulega í Morgunblaðið greinar sem virðast skipulega stefna að því að fæla fólk frá öllu sem kenna má til hægristefnu í stjórnmálum.
Í dag gengur hann eiginlega fram af mér með því hvernig hann leyfir sér að skrifa um réttkjörinn Forseta stærstu vinaþjóðar Íslendinga, Bandaríkja NorðurAmeríku.
En skrifin eru eru innvafin í meira bull um hægristefnu í stjórnmálum almennt svo ég læt greinina flakka í heild sinni þó hún sé hrútómerkileg að flestu leyti:
"14. júní síðastliðinn var haldinn í Lundúnum fundur á vegum breska íhaldsflokksins þar sem menn ræddu um þau tækifæri sem gæfust til að afnema byggingareglugerðir í kjölfar þess að Bretar segðu skilið við Evrópusambandið. Heimildir herma að fundurinn hafi verið með dauflegra lagi, enda haldinn í skugga harmleiks: þá um nóttina hafði fjöldi manns farist í eldsvoða í Grenfell-turninum í borginni og við blasti að það væri vegna þess að ekki hefði verið farið eftir gildandi reglugerðum og/eða þær ekki nógu strangar.
25. ágúst sl. gekk fellibylurinn Harvey á land skammt frá bænum Rockport í Texas og hélt sig meira og minna á þeim slóðum til mánaðamóta. Ekki þarf að fjölyrða um skemmdirnar sem hann olli, fjölmargir létust og fleiri eiga eflaust eftir að látast, eignatjón varð gríðarlegt og hreinsun og uppbygging mun taka einhver ár ef ekki áratugi.
Hægrimenn hafa haft undirtökin í Texas í hálfa aðra öld eða þar um bil og þess sér stað til að mynda í því að Houston var borg þar sem allt var leyfilegt: menn máttu byggja hvar sem þeir gátu komist yfir lóð og yfirvöld skiptu sér lítið af því hvernig hús byggð voru víðast voru reglugerðir takmarkaðar og sumstaðar giltu engar reglur um húsbyggingar. Fyrir vikið ræstu menn fram votlendi og malbikuðu og steyptu yfir það, þrengdu að skurðum og ræsum og kærðu sig kollótta um flóðahættu og skjól með augljósum afleiðingum þegar flóðið mikla kom.
Það er þrálátt stef hægrimanna þar í landi (og hér á landi reyndar líka), að allt sé að farast vegna reglugerða, að nánast ekkert sé mikilvægara í mannlífinu en að fækka þeim reglum sem koma í veg fyrir að menn geti gert hvað sem er hvar sem þeim hentar, ekki síst ef byggja þarf eitthvað sem græða má á. (Þessa sér til að mynda stað nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga í Reykjavík þegar brakúnar og spekúlantar birtast í fjölmiðlum sótbölvandi um að fá ekki að byggja hótel um þvera borg, fylla miðbæinn af lundabúð- um og drekkja borgarlífinu í krám og knæpum.)
Vestan hafs gerðust þau tíðindi á síðasta ári að loddari var kjörinn forseti, hrokafullur raðlygari og hórkarl. Að fylgjast með forsetatíð hans hefur verið eins og að horfa á eld í ruslagámi; forvitnilegt (og jafnvel skemmtilegt) á sinn hátt, en um leið þakkar maður sínum sæla fyrir að vera ekki undir hans stjórn.
Bandaríska stjórnkerfið er þó ekki bara einn maður, en svo vill til að hægrimenn þar vestan hafs, Repúblikanaflokkurinn, ráða því sem þeir vilja á þingi (í meirihluta í báðum deildum) og í flestum ríkjum eiga nærfellt alla ríkisstjóra. Þeir leggjast því á árar með forsetanum gegn almenningi sem svamlar um í flóðinu í Texas (og í Flórída um næstu helgi ef svo fer sem horfir með Irmu), enda sígilt þeirra viðhorf: Úlfur rekur annars erindi. arnim@mbl.is
Makalaust að Morgunblaðið skuli hafa svona kommatitt eins og þennan Árna Matthíasson sem blaðmann í sinni þjónustu sem notar svona götustrákaorðbragð um þjóðhöfðingja erlendra ríkja sem jafnvel ég þori ekki að nota þó mig langi stundum.
5.9.2017 | 23:02
Hann er með H-Bombu
Lögunin er svipuð og á H-Bombu sem má sjá hér á síðuni.Og stærðin er ekki slík að hún komist ekki fyrir í rakettutrjónu.
Ekki lagast líðanin hjá öðrum ríkjum við þetta.
Merkilegt ef Kinverjar treysta sér tl að lifa við ógn af geislavirku úrfalli frá stríði á Kóreuskaga og fleiri óþægindi.
KimJong un er næsta ótútreikannlegur en líklegt er að hann sé að tryggja sér völdin með því að gera sig breiðan til að enda ekki eins og Saddam og nota hótanir sem gjaldmiðil í friðkaupum Trumps.
Em hann getur skriplað á skötu eins og meistarinn á sinni tíð með Sæmund á bakinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga.
Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu."
Þarf hann Einar að leita lengra? Það er allt vaðandi í berjum allstaðar þar sem fjær dregur þessari eiturspúandi ófreskju R-listans og Alfreðs Þorsteinssonar sem kostar skattgreiðendur milljarða á milljarða ofan að halda í gangi.
Verði henni hreinlega lokað munu bláberin spretta aftur Einar minn og skattarnir gætu lækkað.