Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2018
4.2.2018 | 11:53
Hver ræður?
skipan dómara samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Ráherra eða hæfisnefnd sem enginn kaus? Síðan hvenær eiga menn að fá skaðabætur fyrir að sækja um stöðu og fá ekki?
Davíð Oddsson fer yfir málið í skarpri samantekt í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.Niðurlag greinar hans er svohljóðandi:
"Þótt sjónarmiðið að dómur Hæstaréttar sé endir allra deilna sé prýðilegt og til friðsemdar fallið er ekkert að því þótt málfrelsið nái ekki síður til þess að gagnrýna efnislega dóma Hæstaréttar sem annað.
Dómur féll á dögunum um skaðabóta- og miskakröfur einstaklinga sem reiknistokkur Einsteins eða annarra ofurmanna, hafði með óskeikulum hætti fundið út að ættu að vera í hópi 15 útvaldra af 33 og það upp á 0,025% og alls ekki nokkur hinna! Jafnvel kardínálar gömlu kirkjuþinganna í Róm voru ekki svona vissir í sinni sök þegar meinlokurnar heltóku þá, eins og nefndarmennirnir þarna. Höfðu kardínálarnir þó bakhjarl sem bágt var að þrátta við.
Reiknistokksmenn, með alla aukastafina, höfðu sannfært sig um að enginn annar en þeir mætti hafa neitt um þetta að segja og allra síst sá sem bar ábyrgð á öllu saman!
Meira að segja Umboðsmaður Alþingis, sem aldrei bregst þegar mestu vitleysuna vantar liðsmann, setti á sig hlaupaskóna sem hann notaði í Hönnu Birnu málinu og brúkar helst þegar brýnast er að hlaupa á sig án tafar og reyndi að tryggja að einn af geislum sviðsljóssins félli á hann. En það hljóta allir læsir menn að mega segja að fyrrnefndur dómur Hæstaréttar er æði ólíklegur til að fá fegurðarverðlaun, enda illt að geta ekki stillt sig um að leggja mönnum lið, sem seilast til valds sem þeir hafa ekki. Og það jafnvel þótt kollegar og helstu leikendur sviðsins sem dómarar og lögspekingar hrærast á eigi í hlut.
Fer ekki vel
Vera má að almenningur eigi eftir að upplifa fleiri dóma af þessu tagi. Því það gildir það sama um þá eins og Guð að það nær enginn til þeirra. Þótt Guði sé haldið utan við frekari bollaleggingar verða dauðlegir menn að standast freistingar sem af slíkri stöðu leiða. Því þótt enginn nái til þeirra minnkar traustið sem þeim er nauðsynlegra en allt annað.
Það sannast aftur og aftur þessa dagana að fáir rísa vel undir því að vera dómarar í sinni sök. Við getum hvert og eitt spurt okkur sjálf um það hvort okkur væri fullkomlega treystandi til að ráða við slíkar aðstæður. Þau okkar sem svara því hiklaust að þau sé hafin yfir allan vafa ættu helst ekki að fá tækifæri til að sanna það eða afsanna.
Þingið samþykkti hvern og einn einasta landsréttardómara, eftir tillögu dómsmálaráðherrans, sem studdist að langmestu leyti við reiknistokkinn svo vafasamur og hann augljóslega er. Ráðherrann gerði smávægilegar breytingar þegar forystumenn flokka á þingi gerðu honum ljóst að afurð reiknistokksins yrði aldrei samþykkt óbreytt. Það er óþægilegt að Hæstiréttur skuli ekki hafa haldið höfði þegar málið kom til hans kasta. En einstakt dæmi er ekki tilefni til að fella stóran dóm yfir réttinum.
Fræðimenn benda réttilega á að ráðherra einn beri ábyrgð á skipunum dómaranna og því verði ekki breytt með almennri löggjöf. En svo fara þeir út af í lausamölinni eins og Kínverjar í bílaleigubíl og telja engu að síður að einmitt þeim þætti sem snýr að valdi ráðherrans hafi verið breytt með almennum lögum. En grundvallarfullyrðing þeirra ætti að þýða að án breytingar á stjórnarskrá verði þetta vald ekki af ráðherranum tekið.
Vandinn er sá að grunur er uppi um að vegna þess að þetta mál snýst um valdasöfnun dómaranna sjálfra geti stjórnarskráin ekki treyst þeim. Þá er fokið í flest skjól. Vald og ábyrgð verða að fara saman.
Það er fráleitt að umsagnarnefnd, hvort sem það er hæfisnefnd eða önnur, skuli telja sig mega umgangast starf sitt þannig að henni sé falið alræðisvald en telja engu að síður að ráðherrann skuli áfram bera ábyrgð á þeirra verkum. Það má vera að þeim þyki að nefnd sem hafi fundið upp annað eins galdratæki og reiknistokkinn sé orðin óskeikul upp á 0,025% og það sé því engum vorkunn að taka fulla og skilyrðislausa ábyrgð á gjörðum hennar! Og einnig að þeir beri enga.
Og vissulega má viðurkenna að óskeikulir menn geta léttilega komist af án allrar ábyrgðar. En hvers vegna eru þeir sem þvert á stjórnarskrána hafa verið rændir því lýðræðislega valdi sem almenningur heldur að hann sé einn fær um að veita látnir sitja áfram uppi með alla ábyrgð? Sú endaleysa gengur ekki upp og er að auki galin.
Það þarf ekki einu sinni lögfræðinga sem hafa gleymt öllu sem þeir lærðu til að sjá það. Þetta sér hvert barn í lögum svo nælt sé í bókarheiti Sveins Sölvasonar frá 1754. Það vekur óneitanlega nokkurn óhug þegar þeir sem umfram alla aðra verða í störfum sínum að standast bæði persónulegar og hóplægar freistingar virðast ekki ráða við það.
Er svo komið?
Þá er illa komið"
Þarna færir Davíð Oddsson svo sterk lagarök fyrir lögmæti dómaraskipanarinnar að engir nema meira en meðalheimskingjar geta haldið áfram að berja hausnum við steininn. Málflutningur Helgu Völu, Þórunnar Sunnu og Jóns er því við vel við hæfi. Aðeins illt til þess að vita að þetta fólk skuli fá að sólunda kröftum þjóðarinnar og fé með áorðnum hætti.
Fyrsta skrefið hefði mér fundist að aðrir þingmenn svari opinberlega engum spurningum frá þessu fólki þar til það hefur látið af fíflsku sinni.
Það er ráherrann sem ræður skipan dómara samkvæmt Stjórnarskrá og Alþingi er meðábyrgt.
2.2.2018 | 12:08
Dómaraklíkan
er áþreifanleg staðreynd að verða í íslenskri stjórnsýslu.
"Dómarastéttin" er greinilega farin að seilast í áhrif sem henni hefur aldrei verið úthlutað.Í bók Jóns Steinars er lýst því hvernig dómarar við Hæstarétt vilja hafa allt um það að segja hverjir séu skipaðir dómarar við þann rétt.
Dómar Hæstaréttar eru líka í auknu mæli farnir að verða umdeildir meðal almennings vegna lagatúlkunar umfram dóma eftir laganna hljóðan.
Dómarastéttin hefur beitt áhrifum sínum til að sveigja umræðuna frá því sem Stjórnarskráin segir til um varðandi skiptingu ríkisvaldsins og hverjir skuli með þau fara. Sífellt er verið að tala um faglegt mat á mönnum og málefnum sem hvergi sér stað í Stjórnarskránni heldur verið að lauma inn skilyrðum eftir krókaleiðum í lög og reglugerðir. Afleiðingin er sú að "hálftími hálfvitanna" lengist stöðugt á Alþingi þar sem snúið er út úr staðreyndum mála.
Sem nýlegt dæmir er túlkun hennar á dómi Evrópudómstólsins og fréttir RÚV af því.
"Skúli vildi ekki segja til um hvort dómarnir hafi þýðingu fyrir Landsréttarmálið svokallaða, þar sem Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn stjórnsýslulögum við skipun dómara í Landsrétt. Ja, ef þú ert að spyrja mig að því hvort að hugsanlegt ólögmæti við skipun landsréttardómara kunni að leiða til þess að Hæstiréttur muni ómerkja dóm Landsréttar, þar sem slíkir dómarar hafa tekið sæti, þá get ég ekki svarað þeirri spurningu sem íslenskur dómari, þeirri spurningu verður Hæstiréttur einfaldlega að svara.
Það ber að sporna við því að völd séu dregin úr höndum kjörinna fulltrúa sem mynda ríkisstjórn landsins og reynt að koma þeim í hendur alskyns fólks sem enginn hefur kosið á grundvelli þess að það búi yfir einhverri sérstakri fagþekkingu. Slík þekking er hvergi í samfélagi manna kölluð til nema til ráðgjafar þeim sem á slíku þurfa að halda. Hvergi er fagfólki falið frumkvæði að forsjá almennings heldur er allt vald í lýðræðisríki falið kjörnum fulltrúum samkvæmt Stjórnarskrá lýðveldisins.
Dómaraklíkuna á að stöðva í óeðlilegri valdasókn hennar til lagasetninga eða framkvæmda sem henni ber ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.2.2018 | 08:58
Að nenna ekki að ljúga
er ekki gott veganesti í pólitík. Hreinskilinn stjórnmálamaður sem nennir ekki að skjalla upp heimsku kjósandann fer skemmra en lygalaupurinn.Það má sjá á glögglega í "hálftíma hálfvitanna" á Alþingi þar sem Pírataþingmennirnir láta ljós sín skína og sóa fjármunum þjóðarinnar að sínum hætti.
Villi Bjarna er er einn af þeim mönnum sem nennir ekki að ljúga blákalt að kjósendum. Hann skrifar svo í Mogga í dag:
"Það er hlutskipti stjórnmálamanna að ganga fyrir hvers manns dyr, kynna sig og ræða um landsins gagn og nauðsynjar við þá er þeir mæta. Þá er það alvanalegt að frambjóðandi telji upp og tíundi afrek sín til réttlætingar þess að sá er hann mætir kjósi sig næst þá er kosið verður. Viðmælandinn segir gjarna þegar fyrstu ræðu er lokið: Þú hefur ekkert gert fyrir mig nýlega. Þá verður fátt um svör hjá frambjóðanda, en eftir stundar umhugsun telur hann upp alla þá vegaspotta, brýr, skólabyggingar, íþróttamannvirki að ekki sé talað um flugvöllinn sem var ritaður á minnismiðann fyrir síðustu kosningar. Flugvöllurinn er kominn til að vera, enda þótt skorti allan áhuga á að fljúga á flugvöllinn.
Vegur með bundnu slitlagi austur með Suðurlandi kallaðist Austurvegur en varð að Vesturvegi því fólk vildi fremur kaupa þjónustu í Vestri en Austri.
Hví er spurt?
Það er svo er frambjóðendur hitta kjósendur að kjósendur spyrja spurninga. Algengustu spurningar eru;  Hvað ætlar þú að gera fyrir gamla fólkið? eða  Hvað ætlar þú að gera fyrir unga fólkið?
Enginn stjórnmálamaður gerir nokkuð að gagni fyrir framlög úr eigin vasa. Stjórnmálamenn eru fyrst og fremst í því að færa fé á milli vasa kjósenda. Sá sem svarar þessum spurningum á aðeins eitt rétt svar; það er að sækja fé til hins hópsins.
Sá er lofar að gera allt fagurt fyrir gamalt fólk þarf að sækja fé til annarra aldurshópa. Sá stjórnmálaflokkur, sem lofar nýjum framlögum sem nema hundruðum milljarða, en ætlar ekki almenningi að greiða, lýgur blákalt framan í kjósendur sína.
Hátekjuskattar geta aldrei skilað umtalsverðum tekjum, nema hátekjur byrji þar sem framhaldsskólakennarar fá greitt fyrir yfirvinnu.
Úrlausnarefni
Úrlausnarefnum í íslensku samfélagi mun seint ljúka. Að frátalinni innviðauppbyggingu í samgöngukerfum, þá eru úrlausnir í grunnþörfum mannsins stöðugt viðfangsefni. Málefni almannatrygginga eru eilífðarmál. Stundum virðist mér að engum sé ætlað að bera ábyrgð á eigin lífi. Öllum vandamálum er varpað á þá sem taka að sér að starfa að málum í almannaþágu.
Þeim er þetta ritar hafa verið málefni almannatrygginga hugleikin. Hann hefur leyft sér að hafna þeirri fullyrðingu að öll fátækt sé verk og afleiðing verka stjórnmálamanna. Má ekki ætla að einhverjir séu sinnar gæfu smiðir?
Fátækt er auðvitað úrlausnarefni í samfélagi þar sem landsframleiðsla er mikil og atvinnuleysi hverfandi.
Almannatryggingar og velferð
Við fæðingu eru verulegar líkur á því, að nýr borgari verði gamall. Einnig er vitað hverjar verða þarfir hins nýfædda á hverju aldursskeiði. Því á að gefa hverjum nýjum borgara sparisjóðsbók við fæðingu til þess að stuðla að ævilöngum sparnaði og fyrirhyggju. Þegar hinn nýi borgari nálgast fullorðinsaldur er eðlilegt að huga að lífeyrissparnaði og húsnæðissparnaði. Hvorugt er á ábyrgð stjórnmálamanna.
Það er skylda stjórnmálamanna að sjá til þess með löggjöf og hvötum að til séu leiðir sem gagnast borgurum landsins á árangursríkan og skilvirkan veg. Með því er átt við að lífeyrissparnaður og húsnæðissparnaður haldi raunverðgildi sínu í óstöðugu verðlagi. Það er ábyrgð stjórnmálamanna.
Lífeyrissjóðir hafa eina skyldu og hún er að tryggja sjóðfélögum lífeyri þegar lífeyrisaldri er náð. Það er ekki siðferðisleg skylda lífeyrissjóða að standa undir hagvexti á komandi árum. Það er ekki skylda lífeyrissjóða að taka þátt í nýsköpun í atvinnulífi eða að tryggja fulla atvinnu. Veikgeðja stjórnmálamenn vilja nota eigur lífeyrissjóða til að þjóna duttlungum sínum og lýðskrumi í þessum tilgangi til að tryggja sér kjörfylgi með þess konar heimabökuðum sannleik.
Lífeyrisferli
Lífeyrisferli má hluta niður í nokkra þætti. Sá er þetta ritar hefur leyft sér að gera slíkt á svofelldan veg:
 Almannatryggingar
Lífeyrissjóðir
Séreignalífeyrissjóður
 Frjáls sparnaður
 Félagsþjónusta sveitarfélaga
 Ellistoð vegna dvalar- og hjúkrunarheimila
 Húsnæðismál
Það sem ekki hefur verið nefnt hér að framan er málefni almannatrygginga, félagsþjónusta sveitarfélaga og ellistoð vegna dvalar- og hjúkrunarheimila aldraðra. Í samfélaginu þarf að fást viðurkenning á því að frjáls sparnaður sé hluti af neti lífeyrisferlis. Nú um stundir er litið á frjálsan sparnað sem skattstofn eða frjáls gæði, svipað og rennandi vatn í almenningi. Það skilur á milli þegar eftirlaunaaldri er náð hvort lífeyrisþegi býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.
Það er svo að sumir borgarar eiga ekki möguleika á að afla sér tekna, eða hafa ekki átt slíka möguleika. Margir öryrkjar eiga ekki möguleika á að afla sér tekna á vinnumarkaði. Svo hefur einnig verið á liðnum árum að konur hafa ekki farið á vinnumarkað eða seint á lífsleiðinni. Það kann að eiga sér ýmsar orsakir. Almannatryggingar eiga að hlaupa undir bagga með þessum hópum.
Sá hópur vinnandi fólks er til, sem hefur verið á vinnumarkaði án þess að greiða í lífeyrissjóð. Sá hópur hefur oftar en ekki komist hjá að greiða opinber gjöld. Á þessi hópur sama rétt og öryrkjar eða þeir sem ekki hafa af einhverjum orsökum komist út á vinnumarkað?
Hefur sá sem hefur komið sér undan greiðslum í lífeyrissjóð sýnt af sér ábyrga hegðun? Ber samfélagið ábyrgð á þessum hópi? Eða löggjafinn og stjórnmálamenn?
Önnur spurning er hví velmegandi vilja tryggja sér far með þeim, sem illa eru settir og þarf að gera vel við í almannatryggingum. Hinir betur megandi vilja einnig fá tekjutryggingu hinna lakar settu. Til þess voru refirnir ekki skornir.
Hetjur að umbera asna
Samfélag er uppfullt af hetjum ef það getur umborið asna. Það samfélag, sem dáir og umber lýðskrumara, er ekki fullt af hetjum. Samfélag, sem umber asna, á alls ekki að gera asna og lýðskrumara að leiðtogum sínum. Lýðskrumarar í hlutverkum leiðtoga sem lofa öllum öllu fögru, lofa engum neinu nema verðbólgu. Samfélag, sem bregst sínum smæstu meðbræðrum, er ekki siðmenntað samfélag.
Samfélag, sem bregst vegna þess að hinir velmegandi vilja einnig fá aukabita í sinn skerf, er á jaðri siðmenningar. Í samfélagi siðmenningar er reynt að skilgreina ábyrgð hvers þegns en þegnar eiga ekki og mega ekki varpa allri ábyrgð af sér.
Einstaklingurinn ber nokkra ábyrgð á sjálfum sér."
Fá menn umbun fyrir að segja sannleikann í íslenskum stjórnmálum?
Vilhjálmur er ekki lengur á Alþingi svarar þeirri spurningu að hluta til En aðal staðreyndin í því máli er að leita í pópúlískum aðgerðum flokksforystunnar í Sjálfstæðisflokknum. eftir hann vann sitt sæti í prófkjöri sem svipti hann sætinu og færði hann niður á listanum frekar en að kjósendur hafi ekki metið hans málflutning. Megi þeirra skömm verða lengi uppi fyrir þá aðgerð.
En orð Vilhjálms um lygar og lýðskrum er vert að hugleiða þegar kemur að því að meta stjórnmálamenn eins og nú fara hátt á Alþingi í einskisnýtum orðavaðli utan vitrænnar dagskrár.
Sumir nenna ekki að ljúga endalaust.
1.2.2018 | 18:18
Nýr spítali
er kominn í gang í Dubai.Hann er 3000 m2 að grunnfleti og 10 hæðir. Samtals 30.000 m2.
Ef við fengjum að nota teikningarnar og kaupa allan sama búnaðinn og þarna er að finna frá Suður-Kóresku fyrirtæki sem sá um allt tæknilegt þá gætum við byrjað að byggja á Vífilstöðum í vor og flutt inn eftir 2 ár í það mesta. Ekkert mál að byggja 10 hæðir á lóðinni með góðum bílakjöllurum undir og 1000 bíla parkeringsróbot við hliðina.
Íslenskur læknir, Gísli Einarsson var hátt settur við þessa framkvæmd þannig að hæg heimatökin ættu að vera að spyrja hann út í þetta til samanburðar við okkar áætlanir.
Af hverju má ekki spyrja ráðherrann okkar um það hvað svona aðferð myndi kosta? Er ekki hægt að fá einhvern Pírataspeking á leðurjakka til þess? Nei, það er ekki hægt vegna þess að þeir eru uppteknir vegna Sigríðar-og dómaramála. Og svo eru allir hælisleitendurnir hennar helgu Völu sem við þurfum að taka langan tíma í að afgreiða þó að þeir hafi þegar verið reknir frá Noregi á grundvelli 48 tíma reglunnar.
Íslendingar eru að setja saman hóp teiknara með margvíslega reynslu eins og af stólahönnun, íbúðarhúsabyggingum og járnateikningum, pípulögnum af íbúðarhúsum en enga af spítölum. sem geta nýst til að teikna lágreistan spítala við Hringbraut þar sem hægt er að ferðast lárétt á hlaupahjólum eftir göngunum í stað lyfta upp og niður.
Bara þessi hönnunarkostnaður á eftir að hlaupa á stórum upphæðum og taka langan tíma. En eru kannski hagvöxtur og skattgreiðslur líka?
Af hverju má ekki bera saman kostnað af því að kópéra spítalann í Dubai og því byrja allt frá grunni hér? Það er líka nýr spítali í Osló er mér sagt. Og fullt af þeim í Kína.
Kínverjar geta byggt skip handa okkur og glerhjúp á Hörpuna en ekki spítala?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2018 | 11:55
Lífið í dentid
var einhvernvegin allt öðruvísi en það er í dag. Við höfðum ekki aðra síma en þann svarta Ericson borðsíma á heimilinu. Ekkert aðgengi að klámi nema stöku mynd frá Jóhannesi Kr. og einstaka sjaldgæfa gersemi sem sýndi eitthvað ótrúlegt.
Ég minnist þess ekki úr mínum uppvexti fyrir 70 árum að það sjónarmið væri uppi að ríkið yrði að sjá rónunum fyrir spritti og plássi til að drekka það annarsstaðar en á hótel blikki á Arnarhóli. Frú Ragnheiður ?
Að ríkið ætti að borga mér fyrir að vera í Gaggó Aust en ekki að vinna niðri á höfn.Maður varð að snapa sér það sem maður gat og betla á foreldrunum.Peningar voru fágætir.
Foreldrar mínir voru ekki auðfólk og fæst af kunningjafólkinu sem kom í vísitt á kvöldin af því að ekkert annað var að gera en hlusta á útvarpið. En þau sáu vel fyrir okkur systkinunum og við bjuggum við gott atlæti og aldrei skorti neitt. Mamma var heimavinnandi en pabbi stritaði úti á daginn og teiknaði á kvöldin og stundum um helgar.Hann átti alltaf bíla og bíltúrar voru á sunnudögum að skoða einbýlishús sem mömmu langaði í en fékk aldrei.
Ég vissi vel um sódarana án þess að hafa fengið fræðslu í skólanum né heima.Við urðum sjálfir að passa okkur strákarnir. Við reyktum stundum spanskreyr og reyndum að kíkja á gluggana í kjallaranum á Sundhöllinni. En vorum ekki teknir í sálfræðimeðferð fyrir það.Við vorum ekki ókurteisir eða vondir við stelpurnar enda skotnir í sumum þeirra. Biflíusögur voru auðvelt uppsláttarfag sem hífði upp aðaleinkunnina og ekki var maður á móti því hvað sem trúnni laið og þáði NýjaTestamentið að gjöf með þökkum eins og RauðaKross- penniveskin eða hvaðeina sem var ókeypis.
Ég man ekki eftir neinu einelti þar sem við reyndum yfirleitt að hjálpa lítilmagnanum sem verið var að berja ef við þorðum. Slagur endaði yfirleitt þegar taparinn fór að grenja. Þjófar voru ekki í skólanum með okkur og enginn klagaði þó að kennarinn gæfi manni á kjaftinn þegar við áttum það skilið.Volgu lýsi var hellt uppí okkur á hverjum morgni af hjúkku sem kom í tímann.
Nú er þetta víst allt breytt.Allir eiga að skilja hitt og þetta.Og þeim sem ekki skilja verður að hjálpa með tilliti til persónuverndar af opinberri hálfu.Foreldrar hafa bara takmarkaðar skyldur og börn engar gagnvart foreldrunum. Hjónaskilnaði þekkti maður bara af afspurn. Nú mega kennarar ekki halda uppi aga öðru vísi en að nemendur segi:"See you in Court" Fæstir í 10 bekk kunna margföldunartöfluna né geta lesið sér til gagns.Enda engar bækiur um Léttfeta, Tarzan eða Basil fursti lengur á ferð milli krakka þannig að lestur utan skólatíma er ekki lengur brúkaður. Lögga tók af mér hjólið fyrir að vera ljóslaus og ég varð að sækja það vestur í Tripoli og var þar með kominn í bækur lögreglunnar sagði afgreiðslumaðurinn alvarlegur í bragði.Maður fór í sveit á sumrin og síðan þykir mér vænt um beljur því þær voru svo góðar við mig sumar.Það var gott að koma í bæinn á haustin og allt önnur lykt í loftinu.
Lífið í dentid var talsvert öðruvísi en það er í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko