Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018
6.5.2018 | 17:09
Sunnudagsbíltúr
varð óvæntur hjá okkur hjónunum þegar mér datt allt í einu í hug að skreppa á Selfoss þar sem vinur okkar hann Bjössi Baldurs rekur veitingahúsið SURF & TURF við Austurveginn.
Björn er fyrrum flugstjóri hjá Icelandair og víðar. Hann var þó alltaf með köllun í veitingamennskuna og þar kom að hann sagðist hafa verið orðinn svo leiður á að liggja í hótelherbergjum úti í heimi og teikna hornalínur á loftið í huganum til að reyna að sofna, að hann bara sagði stopp. Hann fór til Eqkvador og var þar í 4 ár og átti þar fjóra veitingastaði. En svo togaði ættjörðin og móðir hans í hann og hann kom heim og opnaði þennan stað á Selfossi og er búinn að reka hann í þó nokkur ár við vaxandi vinsældir.
Við sem sagt dembdum okkur í bílinn og keyrðum austur í bandvitlausum haglhríðarveðrum með sól og bláum himni á milli. Og það stóð heima, Bjössi var viðstaddur og við fengum dýrðlega fiskrétti sem við vorum sammála um að við fengjum hvergi betri né á betra verði. Við höfðum ekki hitt Bjössa nokkuð lengi og það teygðist úr samræðum eins og gefur að skilja.
Svo tygjuðum við okkur heim í gegnum öll hríðarveðrin á Hellisheiði. Þetta er aldeilis búin að vera makalaus skítatíð í maí, það hefur snjóað eitthvað á hverjum einasta degi það af er.Oj-bara.
En sunnudagsbíltúr austur á Selfoss í mat á SURF&TURF er ekki sú afleitasta hugmynd sem fólk getur fengið, -það er að segja ef fært verður að jafnaði yfir Hellisheiði síðar í sumar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.5.2018 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2018 | 11:25
Guðmundur Jaki
heitinn var í stórfróðlegum þætti á Hringbraut í fyrradag.
Kynni okkar Guðmundar spönnuðu langt tímabil og voru með ýmsum hætti framan af. Eitt sinn hringdi ég í hann þegar ég var ungur og óreyndur kapítalisti. Þar kom að samræðurnar snérust upp í það að Guðmundur tók mig svoleiðis í nefið og hellti sér yfir mig. Vissi óvænt flestar mínar tiltektir í daglega lífinu, tilraunir mínar til að komast inn í steypu fyrir Framkvæmdanefnd Byggingaráætlunar bakdyramegin, sem átti að vera leyndó. Ég fékk þvílíka yfirhalningu frá þessum reynda bardagamanni úr miklum orrustum að það hálfa hefði verið nóg. Hann endaði samtalið með því að hann sagðist ekki nenna að tala við svona menn eins og mig í vinnutímanum og skellti á.
Ég lá eiginlega steinrotaðar og skjálfandi á eftir. Hafði aldrei lent í þvílíkri orðasennu áður Ég var bálreiður út í Guðmund lengi á eftir.
Svo hittumst við aftur og þá var hann ekkert nema elskulegheitin við mig sem ég auðvitað endurgalt. Eftir þetta vorum við vinir ævilangt og hann eyddi fúslega tíma í að tala við mig og mér þótti ákaflega gaman að fá að ausa úr viskubrunni hans. Þvílíka yfirsýn og reynslu sem þessi maður hafði og skilning og samúð með öllum sem höllum fæti stóðu. Óvænt lét hann Dagsbrún lána Steypustöðinni peninga af því að við byggðum starfsmannaaðstöðu af myndarskap sem bankanum þótti of fín á þeim tíma. En þessi bygging var mikil endurbót frá hreysunum sem við höfðum fyrir þótt nú sé önnur öld komin og menn farnir að meta umhverfi hins vinnandi manns á annan og betri hátt en áður. Hann var fljótur að meta það sem vel var gert fyrir verkamennina hans.
Guðmundur rifjaði í þættinum upp það aðstöðuleysi sem verkamönnum var boðið upp á í gamla daga. Drekka kalt kaffi úr mjólkurflöskum. Látnir borða hálffreðið nesti sitt úti á berangri. Hann lofsamaði Svein B. Valfells og Vinnufatagerðina iðulega í mín eyru fyrir að hafa fært verkamönnum þessa lands gæruúlpuna og vinnuvettlingama sem gerbreytti líðan þeirra úti.En þá voru margir í gömlum sparifötum með trefla, jafnvel vettlingalausir við vinnu hvernig sem viðraði. Öllu þessi breytti Sveinn heitinn sem þekkti vosbúðina sjálfur frá uppvexti sínum á Mýrunum. Þá stóð hann í bæjarlæknum á morgnana til þess að bólgan minnkaði í fótunum svo hann kæmist í skóna sína til að sitja yfir ánum.
Guðmundur rifjaði upp hvernig Verkamannabústaðirnir risu við Hringbraut. Hvernig fólk kom úr sveitunum og stóð í biðröð eftir að fá að komast í bað.Hvernig menn fluttu inn sérstaka potta til þess að hægt væri að nota rafmagnseldavélar í þessum húsum. Hann sagði átakanlega frá örbirgðinni og allsleysinu meðal verkamanna, engar tryggingar, ekkert öryggi.
Þarfur samanburður við blaðurskjóðupólitíkinni sem nú ríkir þegar með allri nútímatækninni sem hér ríkir er ekki hægt að leysa húsnæðisvanda verkafólks eins og var gert með Framkvæmdanefndinni sem byggði 1000 íbúðir á viðráðanlegum kjörum á 3 % vöxtum til 35 ára sem dekkaði aðeins helming skortsins þá fyrir hálfri öld síðan.
En þá fyrst hurfu braggarnir, Pólarnir og Höfðaborgin sagði Guðmundur með áherslu og menn fóru að fá skilning á hugtakinu mannsæmandi lífskjör eins og hann lýsti þessu. Merkilegt hefði honum þótt úrræðaleysi samtímans, hálfri öld síðar þegar nokkur þúsund íbúða skortur er óleysanlegur fyrir okkar stjórnmálamenn úr hvaða flokki sem er. Hefur kaliberinn smækkað svona? hefði ég kannski spurt hann Gvend minn Jaka um núna.
Allt þetta brann á Guðmundi. Þess vegna hafði hann skilning á að mögulegt væri að bæta lífskjörin öðruvísi en með verkföllum og verðbólgu og gerðist liðsmaður þjóðarsáttar með Einari Oddi, vini sínum Gunnari Birgissyni, Ásmundi Stefánssyni og fleiri góðum mönnum sem svínbeygðu marga pólitíkusana að skynsemi með undirritun kjarasamninga 2.febrúar 1990. Þetta var merkasta efnahagslega afrek aldarinnar sem markaði betri tíma sem ekki hafa enn sungið sitt síðasta þótt ræður barnanna á 1. maí síðasta bendi í aðrar áttir.
Guðmundi förlaðist heilsa allt of snemma, áratuga barátta hafði sjálfsagt tekið sinn toll. Við hittumst síðast á planinu fyrir framan Hamraborg 1 og þar áttum við langt og gott samtal í gegn um bílgluggann hans. Hann skeytti engu um óþolinmæði bílstjórans, hann var að tala við mig. Þessu samtali gleymi ég aldrei enda var hann allur skömmu síðar.
Þegar ég hugsa um þetta núna geri ég mér grein fyrir að mér beinlínis þótti vænt um þennan mann mér alveg óskyldan. Hann var svo góður maður og víðsýnn, var fullur af væntumþykju fyrir öllum sem höllum fæti stóðu. Hann beinlínis þroskaði mann með viðtölum og frásögnum. Maður sem hafði svo mörgu að miðla á sinn sérstaka hátt.Einn mesti neftóbaksmaður allra tíma held ég og er þá séra Jens á Setbergi varla undanskilinn.
Líkar hans Guðmundar Jaka eru ekki á hverju strái lengur að manni finnst núna þegar ellin sækir á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2018 | 10:37
Sjömilljarða mýrarljós
finnst mér skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar vera.
http://www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/loftslagsskyrsla-2018/
Hún gengur út að sanna með miklum tilvísunum í vísindakenningar og orðskrúði, að styrkur CO2 fari í 560 ppm árið 2050 og að slíkt valdi súrnun almennri sjávar um 0.2. En sjórinn er basískur að ph-meðalgildi 8.2 þegar 7 er tært vatn en 1 er sterkust sýra. Þarna er verið að tala um breytingar í yfirborðssjó um 0.2 í ph-gildi sem hugsanlegt árið 2050.
Allt þetta skeður auðvitað aðeins í efstu lögum sjávarins á grynningum þar sem kóralar geta vaxið. Fyrir neðan eru hin rámu regindjúp sjávar. Hversu örlítið brot þessar kenningar eru að fást við af heildarrúmmáli sjávar er hvergi er á minnst að ölduhreyfingar eru í sjó og uppblöndun.
Allt væri þetta til muna vísindalegra ef tekið væri tillit til jarðsögunnar.
dr.Tim Ball heitir vísindamaður í Winnipeg
4.5.2018 | 12:10
Hafbeit aftur á vatnasvæði Árnesinga?
er líklegri en ekki eftir að Árni Baldursson var kosinn í stjórn Veiðifélags Árnesinga á síðasta aðalfundi 26.04.2018.
En Árni Baldursson og fyrirtæki hans stóðu fyrir risvöxnum laxaseiðasleppingum í Tungufljóti árin fyrir 2010 eftir að stofnuð hafði verið sérstök Tungufljótsdeild um verkefnið í mikilli andstöðu við marga landeigendur við fljótið. Sérstaklega Bergstaða þar sem bestu og eiginlega einu aðgengilegu veiðistaðina er að finna fyrir neðan Faxa, en lax gengur tregt upp laxastigann í honum af einhverjum orsökum og veiðistnær allur neðan fossins.
Laxveiði varð gríðarleg í Tungufljóti árin eftir sleppingarnar. Veiddust þúsundir laxa ár hvert og veiðileyfi seldust grimmt eins og í Rangánum þar sem Árni er aðili að samskonar hafbeitarrekstri.
Landeigendur á Bergstöðum voru mjög ósáttir við þessar ráðstafanir Tungufljótsdeildar og meðfylgjandi átroðning og voru skærur milli aðila. Kom þar að eftir málaferli að Árni Baldursson fékk viðurkennt í Hæstarétti að hann ætti ótilgreindar skaðabótakröfur á hendur Bergstaðafólkinu in solidum vegna truflana sem þeir hefðu valið á veiðileyfasölu hans. Blasir nú jafnvel við að að landeigendur Bergstaða geti misst jörðina til Árna ef Hæstiréttur heldur áfram á markaðri braut.
Seiðasleppingum var hætt að boði Veiðifélags Árnesinga árið 2010. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gengið af laxi í Tungufljót, sem er talið af mörgum vera of kalt fyrir náttúrlegar uppeldisaðstæður fyrir lax. Bleikjustofn hafði verið um aldir í fljótinu en hann hvarf með laxinum þannig að fljótið er nú næsta dautt eftir þessar rimmur eftir því sem kafarar hafa skimað.
Í fregnum af aðalfundinum, þar sem samþykkt var veiðibann í net á vatnasvæðinu, segir svo:
" Árni Baldursson var kosinn nýr inn í stjórn veiðifélags Árnesinga.
Þetta er ein stærsta verndaraðgerð sem gerð hefur verið frá upphafi fyrir laxastofninn á vatnasvæðinu og má ekki seinna vera. Sem dæmi má nefna að laxastofninn í Soginu er kominn að fótum fram en eingöngu veiddust 118 laxar á öllum svæðum árinnar síðasta sumar.
Leigutakar í Soginu hafa fyrir sitt leiti gert allt sem þeir geta til að bjarga stofninum í ánni með því að takmarka agn og setja sleppiskyldu á allan lax. Ljóst er þó að meira þarf að koma til og mun upptaka neta án vafa hafa jákvæð áhrif á stofninn.
Í heildina eru þetta gríðarlega góð tíðindi fyrir stangaveiðimenn, landeigendur og leigutaka og ljóst að þetta mun glæða stangaveiði til muna á vatnasvæðinu.
Í framtíðinni mun laxgengd aukast og ljóst er að nýjar laxveiðiperlur leynast víða þar sem áður var veitt að mestu í net."
Ekki er ólíklegt að ný stjórn V.A. muni heimila seiðasleppingar í Tungufljót að nýju af endurnýjuðum þrótti. Ekki spillir ef Árna Baldurssyni og Drífu Hjartardóttur formanns Tungufljótsdeildar hefur tekist að friða Bergstaði frá andstöðu í því sambandi. Í stað verndaraðgerða kemur líklega stórrekstur í formi hafbeitar.
Hafbeit í Tungufljóti verður því að öllum líkindum tekin upp af endurnýjuðum krafti og mun hafa áhrif um allt vatnasvæði Veiðifélags Árnesinga.
2.5.2018 | 18:05
Dr.Patric Moore
var stofnandi Greenpeace samtakanna.
Hann fór úr samtökunum þegar hann sá þau vera yfirtekin af óvísindalegu fólki sem breyttu þeim í pólitísk baráttusamtök fyrir tilfallandi verkefni.
Hann hefur rannsakað áhrif CO2 og hlýnun jarðar og samspil þess við vatnsgufu.
Í fyrirlestri sem hann hélt á vegum Breitbart hrekur hann lið fyrir lið þær kenningar að CO2 útblástur manna sé orsökin fyrir hlýnun jarðar.
Og það sem meira er hann heldur því fram að útblástur manna á CO2 hafi beinlínis bjargað lífinu á jörðinni frá því að verða aldauða í fyllingu tímans.
CO2 sé byggingarefni lífsins og ef það er dregið úr lofthjúpnum eins og gerst hefur með lífverum sem breyta því í steindir á milljónum ára eins og kalkþörungar og skeldýr auk þess að binda það í höfunum og kolalögum jarðar, þá verði vá fyrir dyrum.
Menn geta lesið þennan fyrirlestur hér:
http://www.breitbart.com/london/2015/10/15/greenpeace-founder-lets-celebrate-co2/
Þegar maður hugleiðir að gervivísindamenn og helvítisprédikarar eins og AlGore hafa tryllt heimsbyggðina í þá trú að CO2 útblástur manna sér að steypa jörðinni í glötun, á renna á mann tvær grímur. Fyrir þessa trú eru teknar ómældar fjárhæðir frá hungruðum munnum um víða veröld í að elta þessi mýrarljós ósannaðra tilgáta um hlýnun jarðar af mannavöldum.
Mér finnst dr.Moore koma með þung rök á móti þessum ósönnuðu fullyrðingum. Sérstaklega finnst mér Íslendingar ættu að flýta sér hægt í að leggja píslir á almenning sinn í ljósi þess hversu örlítið við leggjum til heildarútblásturs mannkyns. Og hversu mikið eldfjöllin okkar losa af svokölluðum gróðurhúsalofttegundum þegar þau hrista sig að skurðgröftur í mýrum landsins og áhyggjur Forseta vors eru hlægilegar í því samhengi.
Menn sem vilja rengja dr. Patric Moore verða að geta sýnt fram á vísindalegan bakgrunn sinn og þekkingu sína í vísindum og þá dugar ekki einhliða einkunnagjöf til sjálfs síns að hætti Smára McCarthy.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2018 | 14:57
Hildur Björnsdóttir
2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var á fundi SES í Valhöll í hádeginu í dag.
Ég er ekki viss um hversu margir fundarmanna höfðu heyrt hana né séð fyrr en þarna. En það má segja að Hildur kom þeim sömu skemmtilega á óvart. Það er ekki á hverjum degi að maður kynnist nýjum frambjóðanda sem er fullskapaður pólitikus. Eiginlega eins og Pallas Aþena sem stökk fullsköpuð úr höfði Seifs.
Hildur lögfræðingur og stjórnmálafræðingur flutti mál sitt af festu og öryggi þjálfaðs stjórnmálamanns.Hún greindist með krabbamein á síðasta ári um leið og hún eignaðist barn og á erfiða meðferð að baki.Hljóp maraþon í ár. Hefur búið lengi erlendis og er auk þess glæsileg á velli.
Hún segir um sjálfa sig á Facebook:
" Mér hefur alltaf þótt Dagur B. Eggertsson geðugur maður. Nú kveður við annan tón. Borgarstjórinn fer stórum orðum um framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Segir okkur tilheyra einhverjum Morgunblaðsarmi en hafa á sama tíma tögl og haldir á ritstjórn Fréttablaðsins. Er það ekki svolítil mótsögn og svolítið alvarlegur atvinnurógur gegn fjölmiðlafólki?
Ekki eingöngu dregur Dagur mig í dilka, hann gerir mér líka upp skoðanir. Segir mig, og aðra frambjóðendur listans, standa fyrir fortíðarþrá. Bætist í hóp frekra karla með kenningar um mínar skoðanir og mitt erindi. Sleppa því að hlusta þegar kona talar því kona hlýtur almennt að vera handbendi einhverra karla. Viljalaust verkfæri. Skoðanalaus strengjabrúða.
Samfylking býður fram meira af hinu sama - endurunnið fólk með endurunnin loforð. Karlar í forgrunni umræðunnar. Fyrirgefðu Dagur, en hvar geymir þú konurnar á þínum lista?
Að gefnu tilefni. Ég rek mín eigin erindi og erindi borgarbúa.
Ég er ung kona með framtíðarsýn og ég ætla að gera gagn."
Hún segir einnig í Fréttablaðinu:
" Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna íslenskar stórfjölskyldur þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust.
Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan sem aftur stuðlar að langlífi.
Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum.
Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra.
Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur.
Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni samspil og sáttmála kynslóðanna."
Hildur talaði um hvað skildi Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum. Það væri Sjálfstæðisstefnan með trúnni á einstaklings-og atvinnufrelsið sem gerði hann sérstakan. Flokkurinn vildi að allir fengju jöfn tækifæri áður en talað væri um jöfnuð.Í samræmi við þetta legði flokkurinn áherslu á kjörorðið: Stétt með Stétt.
Sá sem þetta ritar finnst orðið allt of langt síðan að hann hefur heyrt forystumann í Sjálfstæðisflokknum tala með svo skýrum hætti um grunngildi flokksins.Hann er reyndar þeirrar skoðunar að allt of lengi hafi flokkurinn látið andstæðingana skýra út stefnu Sjálfstæðisflokksins og afflytja með öllum ráðum án þess að flokkurinn snerist til varnar með afgerandi hætti. Það komu líka fram hjá fundarmönnum þær skoðanir að áróður flokksins hafi lengi verið í skötulíki og þar þyrfti að verða breyting á.
Hildur kom inn á almannatengsl flokksins sem væru alls ekki í nógu góðu lagi. Heimasíður og Facebook síður úreltar. Flokkurinn yrði að taka sig saman í andlitinu og láta að sér kveða og fylgjast með. Fékk Hildur kröftugar undirtektir við þessum málflutningi of fékk Valhallarliðið sannarlega að heyra það að það þyrfti að girða sig í brók í P.R- málum flokksins.
Hún fór svo yfir málaflokkana og stefnuskrá flokksins í kosningunum af skýrleik og kunnáttu án þess að vera með skrifað snifsi með sér og rak hvergi í vörðurnar.
Þessi unga kona er eitt mesta stjórnmálamannsefni sem ritari hefur lengi séð.
Það er sannarlega gaman að vera í Sjálfstæðisflokknum með Hildi Björnsdóttur.
2.5.2018 | 07:48
Það er snjallt að búa í Kópavogi
segir Sjálfstæðisflokkurinn þar.
Rekstrarafgangur var 2.2 milljarðar króna og skuldir bæjarins hafa lækkað í 133% af tekjum úr 175% í byrjun kjörtímabilsins.Engin ný lán voru tekin fyrir framkvæmdum sem eru umtalsverðar.
Þetta gerist aðeins í bæjarfélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta.Því hefur svo vel tekist til í Kópavogi að 5 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins náðu að mynda meirihluta með 1 fulltrúa Bjartrar Framtíðar í júní 2014. Vissulega er erfitt að starfa saman þegar svo mikill stærðarmunur er á flokkunum. En þar sem viljinn er fyrir hendi þar er leið. Samstarfið tókst vel og sýnir hvernig fólk getur unnið saman af skynsemi að einu marki.
En hvernig er ástandið hinu megin við Fossvogslækinn?
Óli Björn Kárason lýsir árangrinum þar í grein í Morgunblaðinu í dag.
Þar fer hann yfir helstu stærðir í reikningum Borgarinnar undir vinstri meirihluta Dags B. Eggertssonar. Meginatriði eru þessi:
"... Það hefur verið bullandi góðæri í efnahagslífinu. Hagvöxtur með því mesta í sögunni. Landsframleiðsla jókst um 3,8% á síðasta ári og hagvöxtur árið á undan var 7,4%. Ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi undanfarin ár og greitt skuldir hressilega niður.
....Tekjur hafa sannarlega hækkað verulega. Heildartekjur voru 28 milljörðum hærri að raunvirði á síðasta ári en fyrir fjórum árum og liðlega 41 milljarði hærri en fyrir átta árum."
Borgarsjóður hefur hinsvegar safnað skuldum, þær hafa tvöfaldast að raunvirði á átta árum. Sem hlutfall af tekjum hafa skuldir hækkað úr 56% í 85%.
Launakostnaður hefur hækkað um 58% á föstu verðlagi án þess að þjónusta við Borgarbúa hafi batnað. Enda stöðugt verið að finna upp nýjar nefndir og ráð til að greina vandamálin í stað þess að leysa þau.
Sé miðað við síðustu fjögur ár munu skuldir hækka um liðlega 22 milljónir króna á hverjum einasta degi með endurkjöri meirihlutans.
Skuldir borgarsjóðs hafa því meira en tvöfaldast að raunvirði á síðustu átta árum. Í lok síðasta árs námu skuldirnar tæpum 99 milljörðum króna.
A-hluti borgarsjóðs hefur notið þess að tekjur hafa hækkað hressilega á síðustu árum. Á síðasta ári voru tekjur 41,4 milljörðum króna hærri á föstu verðlagi en árið 2010, þegar Samfylkingin og Besti flokkurinn tóku við lyklavöldunum í Ráðhúsinu. Þetta er nær 56% raunhækkun. Þetta er 51% hækkun að teknu tilliti til fólksfjölgunar.
Á síðasta ári voru tekjurnar tæplega 28 milljörðum hærri en 2014, árið sem Dagur B. Eggertsson varð formlega borgarstjóri.
Lífsgæði íbúanna sem og annarra sem þurfa að reka erindi í höfuðborginni hafa verið skert með því að hefta samgöngur og þrengja að bílaumferð.
Lóðaskortur í höfuðborginni hefur öðru fremur verið drifkraftur mikillar hækkunar á kaupverði íbúða og hækkunar húsaleigu. Þetta hefur svo breiðst út um allt höfuðborgarsvæðið þar sem allstaðar ríkir skortur á byggingalóðum sem ýtir upp verðlagi á fasteignamarkaði bæði við kaup og sölu.
Þegar á allt er litið er greinilegt að það er snjallara að búa í Kópavogi en í Reykjavík hjá vinstri meirihluta Dags B. Eggertssonar.
1.5.2018 | 10:03
Hjóliðið !
og verið ekki að væla í okkur! Þið eigið að hjóla en ekki nota bíla, skiljið það ekki?
Þannig hugsar meirihluti Borgarstjórnar Reykjavíkur:
" Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg telur nýja íbúa í Furugerði munu geta nýtt reiðhjól sem samgöngumáta, til jafns við bifreið, þar sem breytingar á Grensásvegi hafa leitt til betra aðgengis fyrir reiðhjól.
Tilefnið er gagnrýni íbúa í Furugerði á fyrirhugaða þéttingu byggðar við götuna. Málið varðar áform um að byggja allt að 37 íbúðir á lóðinni Furugerði 23 við Bústaðaveg en þar var lengi gróðrarstöðin Grænahlíð. Fram kemur í bréfi borgarinnar til íbúa að strangt til tekið [sé] möguleiki á að fara upp í allt að 49 íbúðir á þessum reitum án þess að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur.
Lára Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði, segir ekki hægt að túlka ofangreint bréf borgarinnar á annan veg en að þar sé því hótað að byggja 49 íbúðir í stað þeirra 4-6 íbúða sem aðalskipulag gerir ráð fyrir."
"Vi alene vide" sögðu dönsku arfakóngarnir í dentid. Hjóliðið segir Dagur "BEggert-ti" eins og Friðrik 6-ti á undan honum
1.5.2018 | 08:05
Til hvers eru Píratar?
Svo skrifar Valur Arnarson á síðu sinni:
"Tilefni þessara skrifa er pistill eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, sem birtist í Kjarnanum nýverið undir yfirskriftinni:
Til hvers eru Píratar?.
Pistil hennar verður svo að setja í samhengi við framkomu þeirra í þinginu á liðnum misserum.
Fanney Birna, sem eitt sinn var talin mikið efni í Sjálfstæðisflokknum, hefur nú snúist á sveif með þeim öflum sem telja Ísland vera ónýtt land sem þarfnist af einhverjum ástæðum algjörlega nýja uppbyggingu, með nýja stjórnarskrá og breytt vinnubrögð í stjórnmálunum.
Fanney Birna segir í pistli sínum:
Það er ótrúlegt miðað við þá tækni sem nútímasamfélag býr yfir [ ] að til þurfi sérstakan flokk [ ] til að berja fram með látum upplýsingar og gögn sem er nauðsynlegt að liggi frammi í lýðræðissamfélagi. Stefna Pírata um gagnsæi gerir flokkinn ekki síst að því sem hann er. Og verk þeirra til að fylgja þeirri stefnu eftir ekki síður. Haldi þeir áfram að ná þessum málum sínum fram munu þeir hafa náð fram meiri og betri árangri fyrir íslenskt samfélag en margir þeirra flokka sem starfa á grundvelli áratuga langrar stefnu.
Samkvæmt Fanneyju Birnu umverpist tilgangur Pírata í nauðsyn þess að berja fram með látum upplýsingar og gögn sem eigi erindi til almennings.
Hvernig hefur Pírötum svo gengið að uppfylla meintan tilgang sinn ?
Hverju hafa þeir náð fram ?
Þeir reyndu að berja fram með látum upplýsingar úr dómsmálaráðuneytinu um uppreist æru málið. Síðar kom í ljós að þar voru persónugreinanleg gögn sem dómsmálaráðherra bar samkvæmt lögum að leyna. Hamagangur Pírata í því máli skilaði engu fyrir heildarniðustöðu málsins. Áður en barningur þeirra hófst, hafði átt sér stað vinna í dómsmálaráðuneytinu um breytingar á lögum um uppreist æru. Sú vinna hafði ekkert með Pírata að gera og því var engin tilgangur með aðkomu þeirra að málinu.
Síðan kom skipan dómara í Landsrétt, þar sem Píratar reyndu að koma núverandi dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, fyrir kattarnef. Alþingi samþykkti tillögur Sigríðar um skipan dómara, ásamt því að fella vantrauststillögu Pírata á ráðherra. Ekkert dómsstig hefur lýst þá dómara, sem Sigríður skipaði, vanhæfa til að gegna embætti sínu. Hér eru Píratar því einnig gjaldþrota.
Nú nýverið reyndu Píratar að klekkja á Braga Guðbrandssyni og Ásmundi Daða Einarssyni. Þar voru viðkvæm málefni fjölskyldu rædd á Alþingi á grundvelli falsfrétta frá óáreiðanlegum fjölmiðli úti í bæ Píratar leiddu þá herferð. Viðkvæmt efni úr forsjárdeilu fólks á svo sannarlega ekki erindi til almennings og ef Píratar bera ekki gæfu til að greina þarna á milli, þá er vera þeirra á Alþingi ekki einungis ónauðsynleg heldur beinlínis hættuleg hinum almenna borgara.
Þeir eru ófáir klukkutímarnir, sem nú má sennilega telja í vikum, sem Píratar hafa eytt í þras á þinginu í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú hefur hlotið heitið; hálftími hálfvitanna. Vera Pírata á þinginu, og tilgang þeirra verður að skoða m.t.t. alls þessa. Fjármunum skattborgara hlýtur að vera betur varið í eitthvað þarfara en þetta."
Framganga Halldóru Mogensen í Velferðarnefnd er með þvílíkum hætti að greinilegt er að hún veldur ekki embætti formanns í nefndinni.Þar innandyra er ekki hægt að ræða neitt í trúnaði né senda póst á milli manna án þess að það rati beint í málgagn Pírata Stundina.
Dellumakerí og dónaskapur þingmann Pírata á fundum Alþingis er líka með ólíkindum. Skemmst er þess að minnast að einhverjir komu fyrir njósnatölvu, líklega ættataðri frá Wikileaks, fyrir í fundarsal Alþingis. Það mál var svæft niður.
Morgunblaðið er reglulega að birta greinar frá Birni Leví á besta stað í blaðinu. Lesendur spyrja sig til hvers blaðið er að þessu? Er það að sanna einhverja sérstaka víðsýni? Af hverju er ekki nóg að þetta sé birt í Stundinni því ekki er þetta til að gleðja lesendur blaðsins sem skilja fæstir upp né niður í skrifum Björns Levís frekar en þeir sem hlusta á hann á Alþingi.
Ég er fyrir mig kominn að þeirri niðurstöðu að Píratar séu óþingtækur flokkur og óhafandi með í stjórnmmálalegum samskiptum og ber að einangra sem mest. Ég reyni að leiða þá hjá mér og forðast orðaskipti við þá eftir föngum.Ég sé ekki að Píratar og tilgangslaust og rætið fimbulfamb þeirra um allt og ekki neitt séu til eins eða neins gagns fyrir land eða þjóð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko