Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018

Hávær er þögnin

hjá forystu Sjálfstæðisflokksins þegar flokksmenn fordæma 3.Orkupakkann.

Styrmir Gunnarsson benti á að flokkurinn hefði nú líklega tapað varanlega þriðjungi fylgis síns og megi illa við meiru.  Ýmsum virðist samt forystan sætta sig við þetta fylgistap  þar sem lítt verður auga á komið neina viðleitni til þess að snúa þessu við.

Helst gæti mönnum dottið í hug að flokksforystan telji flokkinn á villigötum hvað þennan 3.Orkupakka varðar ásamt fleiru í EES samstarfinu. Enda hefur nú Björn Bjarnason verið settur fyrir nefnd sem á að skerpa línurnar hvað varðar EES samninginn og nauðsynjar hans fyrir Ísland.

Flokksforystan er hugsanlega ekki hress með upphlaup flokksmanna varðandi þennan 3. Orkupakkann og áhrif hans á Norðmenn. En áhrif mótþróa geta haft neikvæð áhrif á stjórnkerfi orkumála í ESB og þar með EES samstarfið í heild sinni. 

Hinsvegar er forystan í nokkrum vanda stödd vegna upphlaupsins meðal flokksmanna gegn þessu máli. Hún verður því líklega að bíða og sæta betra færis með málið.

En það gæti skýrt háværa þögn forystunnar í kring um Valhallarfundinn um 3. orkupakkann.

 


Samrunar

sumra fyrirtækja virðast njóta opinberrar náðar umfram aðra.

Krónan og N1 og Hagar og Olís virðast vera þjóðargersemar meðan Icelandair og WOW Air séu fíbjakk.

Alvega sama hvað Adam Smith sagði um að fundir kaupsýslumanna snérust ávallt upp í samsæri gegn almenningi, þá telja Íslendingar að samrunar séu ávallt aðeins í hagræðingarskyni.


Tvöfaldir stýrivextir

þykja ekki miklir allstaðar.

" Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow Air, segir í Fréttablaðinu í dag að nokkrir erlendir fjárfestar hafi þegar skráð sig til þess að kaupa verulegan hluta af skuldabréfaútboði flugfélagsins. Þar segir að vextirnir verði um níu prósent og að það sé mjög „ásættanlegt miðað við markaðsaðstæður“ að mati Skúla. Þeir sem lána félaginu í skuldabréfaútboðinu öðlast kauprétt að hlutabréfum í félaginu þegar það verður skráð á markað og njóta vildarkjara.

 

Að því er fram kemur í Fréttablaðinu geta kaupendur skuldabréfa keypt hlutabréf fyrir helming af höfuðstól skuldabréfanna þegar Wow Air verður skráð á markað. Kaupverðið verður tuttugu prósent lægra en skráningargengi félagsins.

Samkvæmt útboðslýsingu var ráðgert að selja skuldabréf fyrir sex til tólf milljarða króna. 

Wow Air var rekið með 2,4 milljarða króna tapi á síðasta ári þrátt fyrir auknar tekjur. Skúli Mogensen jók hlutafé sitt í félaginu fyrr á þessu ári. Það gerði hann með því að breyta eigin kröfum á félagið í eigin fé og leggja eignarhlut sinn í Cargo Express inn í Wow Air. Með því batnaði eiginfjárstaða fyrirtækisins frá því sem annars hefði verið.

Mikið hefur verið rætt um erfiða stöðu flugfélaganna tveggja undanfarið. Samgönguráðherra sagði meðal annars að stjórnvöld undirbyggju viðbrögð við því ef félögin yrðu fyrir alvarlegum áföllum. Á dögunum lét forstjóri Icelandair af störfum vegna taprekstrar hjá fyrirtækinu."

Ýmsir Evruspekingar fara mikinn hér á landi og boða okkur vaxtafögnuð í faðmi ESB sem sé frelsun frá vaxtaokrinu hérlendis. Lítt hefur tjóað að benda á það að 0% stýrivextir í Sviss hafi ekki beintengingu við viðskiptavexti sem oftlega séu mældir í tugprósentum. 

Vonandi veitist WOW Air létt að borga tvöfalda stýrivexti Seðlabanka Íslands af skuldabréfum sínum.


Innflytjendur eru ekki sama og innflytjendur

í hugum fólks. Það er munur á arabískum innflytjendamúslimum og innflytjendum frá öðrum löndum. það er hinsvegar bannað að flokka innflytjendur.

Gústaf Adolf Skúlason skrifar svo án þess að segja allt:

" Vargöld ríkir í Svíþjóð. Sprengingar á heimilum, sprengjuárásir á stofnanir yfirvalda, árásir á lögreglu, gengjastríð með skotvopnum, bílabrunar, skólabrunar, nauðganir, vopnuð rán, barsmíðar á saklausu fólki - og núna síðast skotárás á þingmann Svíþjóðardemókrata á kosningaferðalagi. Líktollurinn stækkar, yfirvöld eru í afneitun, lögreglan kallar eftir hjálp almennings. Öðrum lögreglustörfum er ýtt til hliðar vegna manneklu og allur krafturinn fer í að mæta hinu vaxandi ofbeldi. 

Sem leiðir til sorglegra mistaka eins og að drepa dreng med Downs syndrom sem hélt á leikfangabyssunni sinni, þegar hann féll fyrir kúlum lögreglunnar. 

Hræðslan við vaxandi ofbeldi breiðir úr sér. Eiturlyfin tæra sundur samfélagsstoðir allar og eiturlyfjamafíur ráða ríkjum í heilum hverfum, þar sem hvorki slökkviliðsmenn né sjúkraflutningamenn fara inn í nema í skjóli lögregluverndar.

Eftir bílaíkveikjurnar í Vestur Svíþjóð 13. ágúst segjast íbúar Vestur Frölunda undirbúa sig að verjast með vopnum, þegar árásarmennirnir koma næst. Ismet Iljazis, einn þeirra sem missti bílinn, segir í viðtali við sjónvarpið að hræðslan hafi gripið um sig eins og skæð pest meðal íbúanna. Glæpamennirnir sem kveiktu í bílunum voru grímuklæddir og fullvissuðu sig um að íbúarnir tækju vel eftir, þegar þeir kveiktu í bílum þeirra. Verkefnið var að skapa hræðslu hjá íbúunum og sýna hverjir ráða yfir hverfinu: 

"Við erum hér - gætið ykkar".

Fáir þora að vitna í þessum hverfum. Þegar hræddir íbúar leita til vopna til að sefa hræðsluna er það aðeins tímaspurning hvenær átök sem líkjast stríðsátökum brjótast út. 

Á meðan halda stjórnmálamenn áfram að dæla brosandi út loforðum til kjósenda og segja að ástandið muni nú bráðum lagast."

Múslímar hafa ekki samlagast sænsku þjóðfélagi. Þeir halda áfram áreitni sinni og ofbeldi.

Hvenær fyllist mælirinn og menn fara að viðurkenna að innflytjendur eru ekki sama og innflytjendur?


Íslandspóstur

er fyrirtæki sem landsmenn ættu að standa vörð um. Þess í stað eru allskyns spámenn sífallt að höggva í það og reyna að afflytja það á enda og kanta.

Svo segir í blaðafrétt:

"Íslandspóstur hefur ákveðið að hækka gjaldskrá sína um átta prósent innan einkaréttar þvert á það sem Póst- og Fjarskiptastofnun(PFS) skipaði fyrirtækinu að gera. Formaður Félags atvinnurekenda skilur ekki þessa rekstrarhagfræði. 

Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. PFS skipaði því fyrirtækinu að það hagræði sem Íslandspóstur telur að verði við þessar breytingar þurfi að skila sér til notenda þjónustunnar.

Nú hefur PFS birt óskir Íslandspósts. Vill fyrirtækið hækka gjaldskrá sína um átta prósent og óskar samþykkir PFS. Stofnunin hefur því óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila fyrir 15. september. Ólafur Stephensen, formaður félags atvinnurekenda, undrast þessi vinnubrögð. „Við skiljum ekki þessa rekstrarhagfræði og vonumst eftir því að Póst- og Fjarskiptastofnun standi í lappirnar í þessu máli,“ segir Ólafur. "

Íslandspóstur á að hafa einkarétt og skyldur á póstdreifingu. Fyrirtækið er líka úrvalsgott viðskiptis samkvæmt minni persónulegu reynslu og stórviðskipta á minn örmælikvarða í blaðadreifingu. U.S.Mail er heilagt fyrirtæki í Trumparíkjum og póstþjónusta á að vera ein af frumskyldum þjóðríkisins.

Allskyns fyrirtæki hafa hinsvegar fengið að spretta upp hérlendis  til hliðar við póstinn og þá er ekkert opinbert eftirlit með því hvort þau yfirleitt standi sig eða ekki. Og stundum bregðast þau líka svo gersamlega  að ekki dettur mér að minnsta kosti  í hug að leita annað en til Íslandspósts með mínar dreifingar. 

Ég ber svipaðar tilfinningar  til Íslandspósts eins og til dæmis Alþingis, Lögreglunnar og grunnmenntakerfisins sem rækja sínar skyldur við borgaranna eins og aðrar stofnanir sem eiga að vera á forræði almennings.


Efnahagsmál Ole

Anton Bieltvedt eru oftlega til umfjöllunar í Mogga.

Hann er eindreginn Evrópusinni og sér ESB í miklum ljóma. Hann eyðir miklu púðri í að mála vaxtadjöful Íslendinga á vegginn og kenna krónunni um allt sem aflaga fer hérlendis enda ekki við öðru að búast.

Hann sendir Bjarna Benediktssyni tóninn í dag og reynir að sýna honum fram á að hann skilji ekki samhengi hlutanna í íslenskum efnahagsveruleika. En sem fyrr ber hann saman epli og appelsínur þegar honum hentar.

Ole segir m.a. svo:

"Fjármálaráðherra skrifaði nýlega blaðagrein þar sem hann fjallar um það að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti og að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu tíu sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir ráðherra það réttilega að Íslandi sé aðeins í 28. sæti.

Í þessu sambandi bendir ráðherra á að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn að hann vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer ráðherra aðeins út í framleiðni líka án þess að útskýra á nokkurn hátt hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta en ekki sjálf orsakavaldur.

Um gengi krónunnar segir ráðherra að „mörgum þyki gengið fullsterkt“. Hvort það er líka hans skoðum kemur ekki fram. Vexti nefnir ráðherra engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá ráðherra sem þó er í forsvari fyrir skattlagningu og fjármálum ríkisins. Fjármálaráðherra er auðvitað sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál öll og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg.

Um launastöðuna er það að segja að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943 evrur á mánuði eða um 740.000 kr.; í Noregi voru þau 5.605 evrur eða 700.000 kr.; í Danmörku 4.073 eða evrur, 510.000 kr. og í Svíþjóð 3.879 evrur eða 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum.

Jafn undarlegt og það er virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn – svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra – vera blindur fyrir því að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja..."

Svo segir Ole einnig:

"Beint horfir dæmið svona við:

Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%.

Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru.

Eins og við sjáum eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskipabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri, en í þeim löndum, sem samkeppnishæfust eru..."

Ole ber þarna saman prósentur milli gjaldmiðla beint. Hann getur þess ekki að það er munur á vöxtum á láni í erlendri mynt og láni í íslenskum krónum. Ef tekið er langtíma lán í svissneskum frönkum segjum til húsnæðiskaupa, þá er skuldin í svissneskum frönkum og vextirnir mun lægri en á íslensku húsnæðisláni, verðtryggðu eða óverðtryggðu.

Þetta er myndbirting á á einhliða áróðri landsölumanna sem vilja fullveldið feigt. Bera saman epli og appelsínur, erlendan gjaldeyri og innlendan og svo prósentur. Falsfréttir myndi einhver þekktur maður kalla þetta.

Svo reynir hann að koma því inn hjá fólki að stýrivaxtaprósentur séu þeir vextir sem fólki bjóðast út í banka ef það vill til dæmis fá lán fyrir bíl. Ole gæti orðið ríkur fljótt í Sviss ef málið væri svo einfalt. En svo er ekki og menn væru fljótir að fá skellihlátur þar ef menn færu fram á slíkt. Þá myndi líklega íslenskar vaxtaprósentur sýnist sanngjarnar í samanburði og skýra fljótt af hverju svissneskur almenningur keyrir ekki um á Rolls Royce.

Fólk verður að vara sig á falsfréttum sem fullveldisökumenn Evrópusambandsins reyna að beita fyrir það.

Ole A. er hættulegur áróðursmaður í efnahagsmálum sem fólk þarf að átta sig á.(En ég er ánægður með Z-etuna hjá honum)

 

 


G-mjólkin

er úrvals framleiðsla MS.

Mikil framför hefur orðið í umbúðum mjólkur síðan hyrnurnar komu sem við neytendur lofum og prísum.  Nú eru úrvals brúsar með skrúfuðum tappa utanum margar mjólkurvörur. Nema G-mjólkina í 1 lítra stærðinni.  Hún er í ferhyrndum brúsa með furðulegum ventli sem er lokað með silfurbréfsloki. Sem er sosum ágætt nema að það er verulega erfitt fyrir okkur klaufana að ná í flipann til að rífa hann opinn. Ef það tekst er sosum allt í lagi. En oftar lendum við í basli með þetta. 

En ef þessi vara væri fáanleg í venjulegum 1-lítra Tatra-Pak brúsum með skrúfuðum tappa eins og hinar mjólkirnar þá myndi ég kaupa hana frekar svoleiðis.

Flestar afurðir hjá MS eru til alþjóðlegrar fyrirmyndar að frágangi. Hversvegna ekki líka G-mjólk í notendavænum 1-lítra umbúðum?


Katrín og Logi

voru í Kastljósi í gær.

Katrín stóð sig með afbrigðum vel og flutti sitt mál af festu og einurð. Logi mjálmaði eitthvað með en lítið var á því að græða.

Áður var búið að vera viðtal við Sigríði Önnu Jónsdóttur Múla sem er byltingasinnuð baráttukona. Hún sagði að sitt láglaunafólk vildi fá miklu meira en einhver 4 % sem Gylfi hefði sagt vera svigrúm fyrir. Sem er eðlilegt þar sem 4 % boð fyrir þá lægstu eftir að hálaunafólkið hesthúsaði 45 % frá Kjararáði er hlægilegt.

En ef á að gera vel fyrir þá lægstu, hvað þarf þá að gera fyrir þá hæstu? Nokkuð? Eða bara ekki neitt eða mínus? Mínusinn myndi skila mestu í kaupmætti almennt meðan meira en 4 % myndi laga ástandið hjá vesalingunum. Íslenskir launþegar eiga hinsvegar eftir að skilja muninn á kaupmætti og prósentuhækkunum. Það er þeim yfirleitt lokuð bók fyrr en gengisfallið og verðbólgan ríður yfir.

Setjum svo að við ákvæðum að færa niður allar hækkanir kjararáðs um helming? 45 % hækkunin yrði að 20 % lækkun yfir línuna svipað og Guðni Forseti afsalaði sér. Af hverju ekki þingmenn og aðrir spíssar?  Vesalingarnir hennar Sigríðar fengju Xx4%. Skattleysismörk yrðu hækkuð þannig að allir sæju muninn.Hátekjuskattur yrði lagður á og fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður.

Er hægt að sætta þjóðfélagið á þetta? Nei líklega ekki. 

Aðalsteinn, Sigríður og  Vilhjálmur verða að fá verkföll til að sýna hvað þau eru sniðug og baráttufús.

Þá gleðst Logi og fer að vona að Katrín segi af sér. Hann heldur líklega að þjóðin bíði eftir sér. 

En hreint út sagt sé ég ekki að annar forsætisráðherra myndi eiga auðveldara með að tala við verkalýðinn en Katrín. Hún hefur þann trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Hún er sósíalisti.  Enginn myndi hlusta á Bjarna eða Sigmund.

Við skulum vona að einhver skynsemi fái að komast að sem hækki þá lægstu þó það kosti að gera ekkert eða bara lækka þá efstu. 

Það væri sú sátt sem möguleg væri og Katrín gæti talað fyrir alveg án Loga.


Icelandair: Björgólfur Jóhannsson brýtur blað

segir Styrmir Gunnarsson og leggur út af þessu sem fordæmi fyrir aðra.

En er þetta skynsamlegt? Að skipta um hest í miðri ánni?

Ætli Björgólfur viti ekki fullvel hverju hann vill breyta?

Ég man að við áttum samtal við Kristinn Guðbrandsson, Kidda í Björgun, eitt sinn. Hann sagði okkur að einn vélstjórinn sinn hefði nærri verið búinn að sökkva Sandey með því að gleyma að skrúfa fyrir botnlokann. Og, hvað, rakstu ekki manninn spurðum við?

Nei sagði Kiddi, hann gerir þetta ekki aftur.

Ég hefði treyst Björgólfi til að halda áfram með sína reynslu og þekkingu heldur en að fá einhvern nýjan Gosa sem ekki er víst að takist betur.

Blaðið verður ekkert endilega betur brotið af öðrum.

 


Samfylkingin vill í sambandsherinn

hjá Macron.

""For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, ætl­ar að leggja það til við Evr­ópu­sam­bandið að auka varn­ir ríkja sam­bands­ins. Tíma­bært sé að ESB hætti að reiða sig á mátt Banda­ríkj­anna á ör­ygg­is- og varn­ar­sviðinu.

„Evr­ópa get­ur ekki leng­ur reitt sig á Banda­rík­in þegar kem­ur að ör­ygg­is­mál­um. Það er í okk­ar hönd­um að tryggja ör­yggi Evr­ópu,“ sagði Macron meðal ann­ars í ræðu sem hann flutti í Frakklandi í dag. "

Fullveldissöluflokkarnir Samfylking og Viðreisn vilja fylgja ESB í gegn um þykkt og þunnt. Það leiðir þá af sjálfu sér að við munum ekki geta skorast úr leik með að leggja til mannafla í herinn úr því að við eigum að fá að njóta skattfríðindanna fyrir okkar embættismenn til jafns við aðra í Brussel. Þá komast Íslendingar loksins í flott úniform og löjtenantar Benedikt Jóhannesson og Logi Már geta spókað sig í skrúðgöngum Macrons.

Samfylking og Viðreisn vilja í sambandsherinn með Macron.


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband