Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019
10.11.2019 | 18:21
Hvað er meirihluti?
Það er eins og að meirihluti á Íslandi sé í rauninni ekki meirihluti heldur eigi minnihlutinn að ráða til jafns við meirihlutann. Á það að vera svo eða á meirihluti að ráða?
Í Bretlandi var Brexit samþykkt með örlitlum mun. En það er samt látið gilda hvað sem minnihlutinn segir.
Á Íslandi er yfirgnæfandi hluti landsmanna ánægður með stjórnarskrána frá 1944. Samt er verið að efna til endurtekinna skrípasamkundna til að reyna að ómerkja þessa skoðun.
Í nýjum tölum frá Þjóðskrá kemur fram að 59,4 prósent landsmanna séu nú í kirkjunni, eða 270.190 manns. Um er að ræða alla skráða einstaklinga, óháð búsetu og ríkisfangi. Því eru nær öruggt að hluti þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna búi erlendis.
Landsmenn fara í kirkju til að fylgja framliðnum. Til að skíra börn, ferma börn sín, gifta hjón. Þeir fara ekki í moskuna í Öskjuhlíð eða að Búddastúpunni. Íslendingar eru kristin þjóð að miklum meirihluta og vilja hafa þjóðkirkju í stjórnarskrá, ekki Vantrú,Siðmennt, Islam eða hvaða annan absúrdisma.
Samt linnir ekki látum á öllum rásum RÚV að afflytja þjóðkirkjuna og reyna að tæta hana niður.Skera á tengslin milli ríkis og kirkju hvað sem það kostar.Alveg sama þó 60 % vilji óbreytt ástand.
Hvernig skyldi Bretum hugnast svona aðferðafræði? Meirihluti er ekki meirihluti heldur skilyrt málamiðlun? Það gengi seint hjá Bretum að komast úr ESB með þeirri aðferð.
Það gildir einu hvaða skoðun ég hef á kirkjulegum málum, Guðstrú eða biskupunni. Ég kem í kirkjurnar þegar ég á erindi.
Ég vil hafa kirkjuna og prestana því ég sé að mikill meirihluti styður óbreytt ástand og það hentar mér alveg. Ég vil því hafa ástandið óbreytt frekar en þetta sífellda kjaftæði um aðskilnað því að ég sé að þjóðin vill hafa þetta svona.
Það er yfirgnæfandi meirihluti fyrir óbreyttu ástandi milli ríkis og þjóðkirkju og hananú.
9.11.2019 | 13:47
Óli Björn á fundi
í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs nú fyrir hádegið.
Mér hefur stundum fundist að Óli Björn væri nokkurskonar síðasti Móhíkaninn i flokknum.Síðasti gegnheili hugsjónamaðurinn sem þar væri að finna, maður sem nennir að prédika fagnaðarerindi hans af sannfæringu hægri mannsins og frjálslyndisins.
Óli Björn lýsti Sjálfstæðisflokknum sem regnhlífarsamtökum sem spönnuðu fyrir vítt svið. Svo mörg mismunandi sjónarmið væri að finna undir hans faldi sem hann hefði getað sameinað áður fyrr.
Flokkurinn spannaði yfir allt þjóðlífið og sætti svo mörg sjónarmið.Því miður væru um þessar mundir of margir sem hefðu fært sig út undan regnhlífinni og teldu sig ekki eiga samleið lengur sem speglaðist í 20 % fylgi flokksins. Þetta væri óásættanlegt.
En þetta væri okkur sjálfum að kenna. Okkur hefði mistekist að tala við fólkið og fá það til fylgis við okkur.
Samt hefðum við náð fram ótrúlegum framförum í þjóðlífinu sem allir fyndu á eigin skinni. Við hefðum bætt kjör allra þannig að kaupmáttur hefði aldrei verið meiri. Við hefðum bætt kjör eldri borgara 67 ára og eldri um 48 % á fáum árum. Samt kæmist þetta ekki í gegn til þeirra.
Við hefðum stóraukið framlög til heilbrigðismála en samt væri sífelld vandamál uppi og sífellt aukið við verkefnin, nú síðast með yfirtöku verkefna krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðherrann hefði gífurleg völd og gæti breytt ótalmörgu án þess að spyrja Alþingi leyfis.
Tollar og vörugjöld hefðu verið afnumin í tíð Bjarna Benediktssonar en fólkið virtist ekki skilja það til fulls né setja það í samband við Sjálfstæðisflokkinn sem vildi lækka álögur fremur en að hækka þær.
Óli Björn sagðist sífellt spyrja sig hvort hann væri að standa sig í starfi sem þingmaður.
Hann sagðist fúslega viðurkenna að hann sæi eftir ýmsu sem hann vildi ekki hafa gert eins og að samþykkja hærri ríkisframlög til stjórnmálaflokka. Hann hefði látið undan þrýstingi þeirra flokka sem hefðu meirihluta á Alþingi sem héldu því fram að stjórnmálaflokkar væru nauðsynlegir og þeir gætu ekki starfað án ríkisstyrkja þó að Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað það á sínum tíma.Hann sagðist oft vera óánægður og nöldra. En maður næði engum árangri með því að sitja úti í horni og bara nöldra, maður yrði að berjast fyrir sínum skoðunum.
Hann væri alfarið á móti ríkisframlögum, til fjölmiðla þó að mismununin í garð RÚV væri óþolandi en sú stofnun fitnaði með ári hverju vegna almenns stuðnings landsmanna og Alþingismanna. Þar væri við ofurefli að etja.
Hann væri alfarið á móti því að úr Kvosinni í Reykjavík kæmi excelskjal sem fyrirskipaði sveitarfélögum undir þúsund íbúum að sameinast.
Fjörugar umræður urðu á fundinum og voru fundarmenn ekki sáttir við framgöngu flokksins í mörgum málum svo sem gagnvart eldri borgurum.
Óli Björn lagði á það áherslu að almannatryggingakerfið væri tryggingakerfi til að halda undir þá sem væru hjálpar þurfi en ekki réttindakerfi og því væru skerðingar nauðsynlegar.
Stöndugt fólk ætti ekki að krefjast þess að barnabörn þess væru að greiða þeim peninga sem aðrir þyrftu á að halda.
Jón Baldvin af flugvellinum lýsti því hvernig ríkið gerði sparifé og vexti í banka upptækt og hvetti menn til að koma því frekar undan í bankahólf eða til útlanda. Sömuleiðis hvernig sala á gömlum sumarbústað svipt fólk öllum ellilífeyri.
Óli Björn sagðist hafa lagt fram frumvarp til að bæta úr þessu með sumarbústaðina sem væri væntanlegt aftur í endurbættri mynd. Undirritaður hugsaði til þess að hann á gamalt flugskýli sem hann getur ekki selt af sömu ástæðum og mætti gjarnan falla undir það sama frumvarp sem samskonar vandamál og gamall sumarbústaður sem hefur stigið í verði vegna verðbólgu.
Gunnlaugur Snær sagði stjórnmálaflokka allstaðar eiga í erfiðleikum með að ná til fólks sem fyndi sér ekki samhljóm há þeim.
Fundarmenn virtust sammála um að að Sjálfstæðisflokkurinn ætti mikið starf fyrir höndum ef hann ætti að ná árangri í kosningunum 2021. Ragnar(?) markaðsmaður sagði okkur mistakast að koma verkum okkar til skila og tók dæmi af því að hann hefði rétt í þessu keypt dekk undir bílinn sinn og fengið tíuþúsundkall í vasann í spöruðum tollum vegna ráðstafana flokksins í tollamálum. Hann skildi þennan tíuþúsundkall alveg en ekki upplýsingatölur um milljarða almenna afslætti. Það vantaði að flokkurinn kæmi þessu til skila til hins almenna manns.
Þetta var góður fundur og Óli Björn náði vel til fundarmanna.
Það er morgunljóst að helsta vandamál flokksins eru PR-mál. Hann vantar sárlega PR-stjóra sem þarf að stjórna upplýsingagjöf og áróðri flokksins. Það er stutt til áramóta og það er það ár sem er næst á undan kosningaárinu. Á því ári verður flokkurinn að ná fram sínum málum sem fólk tekur eftir og koma þeim til skila. Það er ekki seinna en strax sem verður að fara að skipuleggja áróðurinn fyrir næstu kosningar.
Það er helvíti hart að eiga einn glæsilegasta formann í sögu flokksins með alla nauðsynlega hæfileika sem er hinsvegar svo upptekinn í stjórnmálunum í þágu alþjóðar að hann gefur sér ekki tíma til að sinna áróðursmálunum.
Ég hefði viljað sjá formanninn og nýju stelpurnar og fleiri íhaldskurfa eins og Óla Björn reglulega á Hringbraut og N4 með massívan áróður að tala við fólkið.
Það verður eitthvað að gera ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að eiga sjans í kosningunum 2021 en ekki láta Sigmund Davíð halda áfram að hola hann að innan með allskyns yfirboðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2019 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.11.2019 | 08:55
7,742,718,794
Var Mannfjöldinn í veröldinni áðan
8.11.2019 | 16:13
Smá grín
fékk ég sent frá vini mínum:
Gamlar auglýsingar:
Antik skrifborð til sölu. Hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
Við eyðileggjum ekki fötin þín með óvönduðum vélum, við gerum það varlega í höndunum.
Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú, sem hvorki reykir né drekkur.
Notaðir bílar til sölu. Því að fara annað til að láta svíkja sig. Komdu heldur til okkar.
Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ódýra aðstoð.
Fallhlíf til sölu: notuð einu sinni; aldrei opnuð; þarf að hreinsa.
Tveggja manna tjald til sölu; notað í eitt skipti; til sölu eða í skiptum fyrir barnavagn.
Til sölu frystikista. Tveggja ára gömul. Mátuleg fyrir litla fjölskyldu.
World Class: Við byggjum upp líkama sem endist ævilangt.
Tapast hefur lyklakyppa, sem fest var í bandspotta milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
8.11.2019 | 15:13
Lambhagi lokar?
fyrir salatið vegna orkukostnaðarins.
Á maður að trúa upplýsingum á siðu Bjarna Jónssonar þar sem hann ber saman orð og efndir í raforkustefnu SI?
Í Orkustefnu S.I. segir:
"Samkeppnishæft raforkuverð í alþjóðlegu samhengi sé tryggt vegna þess mikilvæga ávinnings, sem hlýzt af raforkunýtingu í fyrirtækjum á Íslandi."
Bjarni Jónsson segir:
ON/Veitur eru að selja Gróðrarstöð í Reykjavík rafmagn á 10,4 ISK/kWh, en norsk gróðrarstöð fær rafmagnið á jafngildi 6,3 ISK/kWh.
Hollenzk gróðrarstöð fær rafmagnið á ívið lægra verði en sú norska og dönsk stöð á ívið hærra verði. "
Á maður að trúa því að svona orkustefna sé rekin á ÍSlandi gagnvart innlendum framleiðslufyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni?
Lambhagi ætlar að loka fyrir salatið eða setja upp kyndistöð til að framleiða rafmagn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2019 | 14:47
Man einhver Hallgrím
og afskræmdan svipinn á honum þegar hann reyndi að brjóta rúðu í bíl Geirs Haarde til að komast að honum í búsáhaldabyltingunni? Fannst einhverjum hann umhyggjan og kærleikurinn uppmálaður við það tækifæri?
Nú er þetta haft eftir þessu stórmenni:
" Hallgrímur Helgason, rithöfundur, krefst þess að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og forstjóri Útlendingastofnunar segi af sér vegna meðferðar á albanskri konu sem var komin tæpar 36 vikur á leið þegar henni, tveggja ára dreng og maka hennar var vísað úr landi í nótt.
Hallgrímur kemur óánægju sinni á framfæri í pistli sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag sem hefur hlotið miklar undirlekir.
Fréttastofa greindi frá því í dag landlæknir krefðist svara. Embætti landlæknis liti það alvarlegum augum að tekin hefði verið ákvörðun um brottvísun þvert gegn ráðleggingum fagfólks á Landspítalanum. Stjórnarmeðlimur félagasamtakanna Réttur barna á flótta, sem fylgdi konunni á Landspítalann í gærkvöldi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að byrjað hafi að blæða úr nefi konunnar í gærkvöldi og í kjölfarið var farið með hana á kvennadeild þar sem heilbrigðisstarfsfólk skrifaði upp á vottorð að hún væri ekki í standi til að fljúga.
Hallgrímur segir stjórnvöld hafa brugðist í málinu og að ekki sé hægt að víkja sér undan ábyrgð.
Þetta var ykkar gjörð. Flestallir Íslendingar gráta athæfi ykkar og vilja ekki að svona sé farið með fólk á Íslandi. Og allir foreldrar vita hvernig það er að vera komnir upp á fæðingardeild eftir níu mánaða meðgöngu, þó ekki séu ríkislögregluljósin blikkandi á þá inn um gluggann, skrifar Hallgrímur.
Meðferð stjórnvalda á hælisleitendum og flóttafólki hafi lengi verið til skammar. Þrátt fyrir allsnægtir sé hér á landi rekin eins og danska skáldið sagði um sitt eigið land, fasíska útlendingapólitík, ómannúðlega og smásálarlega.
Með þessu máli gangi stjórnvöld alveg fram af þjóðinni.
26 ára gömul albönsk kona sem komin er níu mánuði á leið er borin út eins og hér sé um að ræða einhverja nútíma tegund af útburði, þeim svarta bletti á sögu landsins. Þar sem þessi atburður mun standa í Íslandssögunni verður dómurinn yfir ábyrgðarfólki hans æði svartur, skrifar Hallgrímur.
Það skjóti skökku við að þetta gerist á vakt tveggja ungra upplýstra kvenna í forsætis- og dómsmálaráðuneytinu.
Ábyrgðin er þó einkum hjá þessum þremur [dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar], en VG fólk hlýtur að hafa áttað sig á því loks nú að það situr með fallega klæddum fasistum við ríkisstjórnarborðið, segir Hallgrímur sem bætir við að lágmarkskrafa sé afsögn.
og síðan á að senda fólk eins og skot út á eftir albönsku fjölskyldunni og sjá til þess að konan fái alla þá fæðingaraðstoð sem í boði er, hvar sem hún er niðurkomin, og fjölskyldunni verði svo boðið hingað um leið og færi gefst og gefinn ríkisborgararéttur, segir Hallgrímur."
Þessi maður er á framfæri þjóðarinnar en hvað hann leggur henni til veit ég ekki. Hvað skyldi hann vilja að Íslendingar taki á móti mörgum hælisleitendum frá Albaníu eða öðrum ríkjum? Hefur hann engar áhyggjur af kostnaði við mannúðina sína?
Þið munið hann Hallgrím og Geir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2019 | 13:27
Ótrúleg tilætlunarsemi
birtist í grein Þórdísar Lóu í Morgunblaðinu í dag:
Þar stendur m.a.:
... Af rekstri A-hluta verður 2,5 milljarða afgangur. Til samanburðar verður afgangur af rekstri ríkissjóðs, samkvæmt fjárlagafrumvarpi formanns Sjálfstæðisflokksins, 367,4 milljónir. Tekjur vegna gjaldskrárhækkana munu ekki hækka meira en 2,5%.
Eftir langvarandi uppsveiflu spáir Hagstofan nú 0,2% samdrætti á þessu ári, fyrsta ár samdráttar frá árinu 2010 og gerir ráð fyrir hóflegum bata á næsta ári með 1,7% hagvöxt.
Þetta samdráttarskeið þýðir að á næsta ári munu útgjöld Reykjavíkurborgar vaxa hraðar en skatttekjur. Við bregðumst við þessum samdrætti með því að bæta við fjárfestingar og ýta þannig undir vöxt hagkerfisins og stöðugleika. Fjármögnun þessara fjárfestinga verður 70% með eigin fé og 30% með lántökum og verður varlegar farið í ný langtímalán og leiguskuldir en síðastliðin tvö ár.
Þá verður einnig að hafa í huga að á árunum 2020 til 2024 verða afborganir lána og niðurgreiðsla skulda hærri en nýjar lántökur. Við munum greiða skuldir niður um rúma 14 milljarða hjá samstæðunni allri.."
Heldur manneskjan að lesendur séu algerlega svo skyni skroppnir að þeir skilji ekki að hún er að boða skuldahækkun? Hún kennir um aðstæðum í þjóðfélaginu sem þá ríkisstjórnin væntanlega hljóti að bera ábyrgð á en ekki meirihlutinn í Borginni.En ég hef heyrt að vinstri meirihlutinn hafi aukið skuldir Borgarsjóðs um einn milljarð á mánuði hverjum það sem af er kjörtímabilinu meðan önnur sveitarfélög hafa lækkað skuldir sínar.
Þetta er sú kona sem meirihluti Dags og Hjálmars veltur á. Það er flokkurinn Viðreisn sem er ábyrgur fyrir ástandinu í Reykjavík, málum umferðaröngþveitisins sem og myglumálum í byggingum Borgarinnar.Kjósendur höfnuðu þeim félögum em Þórdís setti þá inn aftur.
Það er álíka rökvísi og ósvífni við lesendur sem kemur fram í þessum skrifum Þórdísar Lóu og þegar Ingibjörg Sólrún sagði Borgarsjóð rekin hallalaust þrátt fyrir einhvern undirliggjandi milljarðs halla og komst upp með það með hjálp RÚV.
Ótrúleg tilætlunarsemi hvað varðar trúgirni kjósenda eru þessi skrif Þórdísar Lóu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2019 | 13:04
Flokkspólitískt blað
er Fréttablaðið hans Helga Magnússonar.
Bendikt Jóhannesson,opinber trúboði Evrópusambandsaðildar, gefur eftirfarandi yfirlýsingu í miðopnu Morgunblaðsins:
Nýlega kom fram að stefna Fréttablaðsins er að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum [og blaðið] aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar.
Glöggur greinandi Viðskiptablaðsins sagði réttilega: Menn þurfa ekki að vera neitt sérstaklega læsir á pólitík til þess að átta sig á því að blaðið er að gera erindi Viðreisnar að sínu.
Auðvitað dettur engum í hug að annar flokkur á Íslandi standi vörð um þessi sjálfsögðu grunngildi.
Líklega er ekkert eins skaðlegt efnahagslífinu og þegar ríkið réttir atvinnuvegum hjálparhönd. Hlutverk stjórnmálanna er að setja reglur sem tryggja heilbrigðan og heiðarlegan rekstur, ekki að segja hvaða atvinnugreinar eru þeim þóknanlegar.
Fyrirtæki mega sannarlega ekki misnota stöðu sína til þess að þvinga keppinauta út af markaði eða gera þeim skráveifur með óeðlilegum viðskiptaháttum. Sterkt fyrirtæki freistast til að selja vörur með tapi, meðan keppinautnum sem ekki hefur bolmagn til slíkrar niðurgreiðslu blæðir út. Aðilar nýta einokunarstöðu á markaði oft til þess að selja neytendum lélega vöru á háu verði.
Fáir efast nú um að frjáls samkeppni með eðlilegum leikreglum er besta leið neytenda til betri og ódýrari vöru. Tollar, höft og niðurgreiðslur draga úr hagkvæmni.
Enginn þarf að tortryggja það að lykillinn að efnahagslegri velgengni Íslendinga síðasta aldarfjórðunginn er viðskiptafrelsi á flestum sviðum.
Fyrr í vikunni birti stórblaðið New York Times hvassa gagnrýni á niðurgreiðslur Evrópusambandsins til landbúnaðar, en samkvæmt úttekt blaðsins hafa lýðskrumarar í Suður- og Austur-Evrópu nýtt sér stöðu sína í stjórnmálum til þess að auðgast á styrkjakerfinu. Í landbúnaði á Íslandi blasir við önnur mynd. Hér eru mun umfangsmeiri niðurgreiðslur, tollar og innflutningshöft en í Evrópusambandinu.
En ólíkt popúlistavinum sínum í Austur-Evrópu hefur íslensku vinstri stjórninni tekist að viðhalda kerfi sem tryggir hátt vöruverð til neytenda, takmarkar vöruúrval, leggur byrðar á skattgreiðendur, en færir bændum fátækt.
Auk beinna styrkja til landbúnaðar upp á um 15 milljarða króna árlega felst stuðningur upp á að minnsta kosti annað eins í höftum og tollvernd.
Alls jafngildir þetta um 10 milljónum króna á hvert bú sem eru miklir peningar.
Viðreisn vill borga styrki beint til bænda sem stunda þann landbúnað sem þeir telja skynsamlegastan. Á móti verði allri tollvernd aflétt og sérreglur afnumdar. Neytendur mættu líka borða þann mat sem þeir helst vilja, eins skelfilega og það hljómar í eyrum ríkisstjórnarflokkanna."
Það þarf ekki lengi að lesa þennan texta til að sjá að Viðreisn vill leggja íslenskan landbúnað niður og borga bændum fyrir að hætta. Allra meina bót er að ganga inn í styrkjakerfi ESB sem NYT lýsir svo fagurlega í sinni grein og komast inn í styrkjasukkið.
Eigum við að trúa því að allir verði jafnir þegar Viðreisnar- Bensi hefur komið fram sínum hugmyndum um viðskiptafrelsi fyrir Ísland innan tollabandalags Evrópusambands 28 ríkja á móti hinum tæpt 200 sem standa fyrir utan?
Er Viðreisn flokkur fyrir sjálfstæða Íslendinga? Er einhver munur á Viðreisn og Samfylkingu?
Hugsanlega hefur Viðreisn nú tekið forystuna með því að eignast málgagn sem heitir Fréttablaðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2019 | 10:00
Ný atlaga að Sjórnarskránni
fer fram um helgina.
Þar á að endurtaka stjórnlagaráðsfarsann frá 2012. Vinstri Grænir og og Katrín Jakobsdóttir ætla að smala saman Þorvaldi Gylfasyni,handvöldum sérvitringum og áhugasömum kommatittum víðsvegar af landinu og semja einhverja rökfræðiritgerð í Gaggó Vest stíl sem verði betri en okkar núverandi stjórnarskrá.
En þjóðin hefur búið við alveg nægilega góða stjórnarskrá í 75 ár án stóráfalla og meira að segja bjargaði hún þjóðinni í tvígang frá stórslysi Icesave-heimskupara stjórnamálamannanna með atbeina þáverandi Forseta Íslands.
Stjórnmálastéttin hefur sýnt það á lýðveldistímanum síðan að hún brýtur hvaða ákvæði stjórnarskrár sem henni sýnist hverju sinni eftir sínum hentugleikum og snýr út úr öllu sem henni hentar til að ljúga að almenningi.
Stjórnarskrá er þannig einskis virði ef almennt siðferði er ekki í lagi og stjórnmálamenn eru einbeittir í að ljúga og svíkja sem þeir hafa sannað sig í að gera hvenær sem þeim sýnist. Einhverjum dytti í hug að minnast auðsýnds siðferðis þeirra í afgreiðslu 3. Orkupakkans frá í sumar sem dæmi hér um.
Ekki þarf annað en að lesa pistil Benedikts Jóhannessonar í Morgunblaðinu í dag til að sjá hversu sjálfstæði þjóðarinnar leikur á bláþræði ef Evrópusambandsöflin og Samfylkingarflokkarnir myndu slysast til áhrifa í þjóðlífinu. Þá mun engin Stjórnarskrá hjálpa hversu langorð sem hún er.
Hvernig mönnum getur dottið í hug sú vitleysa í hug að þannig búi menn til stjórnarskrá er vandséð. En algerlega fyrirsjáanlegt er að fáir nema sérvaldir sérvitringar munu koma að þessari þjóðarvakningu Vinstri Grænna og Katrínar Jakobsdóttur.
Þessi stjórnarskráræfing eins og sú fyrri eru til þess eins fallnar að grafa undan tiltrú manna á hlutleysi og virðingu fyrir Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þessi atlaga kommatittanna að Stjórnarskránni mun aðeins vekja upp meiri deilur og enda á klofningshaug Stjórnarskrásögunnar sem er þó orðin löng og átakanleg.
7.11.2019 | 09:50
Endurhlýnun, ekki hamfarahlýnun
segir Vilhjálmur Eyþórsson í merkri grein í Fréttablaðinu í dag.
Auðvitað er ólíklegt að vísindafólk á borð við Katrínu Jakobsdóttur eða Grétu Thunberg leiði hugann að slíkum upplýsingum og þarna koma fram, þá gæti verið að einhverjum af þeim 96.000(sic!) sem þeir segja að nenni að lesa Fréttablaðið, skjótist yfir þessa litlu grein.
Vilhjálmur segir:
"Það er skrýtið, að það þurfi mann eins og mig, mann utan úr bæ til að benda á hlut sem hefur verið fullsannaður og óumdeildur í meira en hundrað ár, nefnilega, að jörðin hefur verið að kólna og þorna í um átta þúsund ár. Raunar var lægsta punktinum í þessari kólnun náð um aldamótin 1900, þegar jöklar voru þeir mestu frá ísöld (jökulskeiði) en síðan hefur dálítil uppsveifla verið, um 0,8 gráður frá 1880.
Þetta ættu allir, sem titla sig vísindamenn og gefa yfirlýsingar um loftslagsmál að vita. Viti þeir þetta ekki eru þeir einfaldlega ekki marktækir. Og hvar í ósköpunum er þetta litla orð aftur? Af hverju tala allir, ekki síst þeir sem titla sig vísindamenn um hlýnun þegar rétt er að segja endurhlýnun? Málið er alls ekki umdeilt. En af hverju talar enginn lengur um það?
Það er ekki eins og það séu nein ný tíðindi að loftslag á jörðinni hefur verið að kólna og þorna í um 7-8 þúsund ár. Það var nefnilega fyrir langalöngu, um aldamótin 1900, sem Norðmaðurinn Axel Blyth og Svíinn Rutger Sernander gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á gróðri í mýrum Skandinavíu með tilliti til loftslags fyrri alda og árþúsunda. Nýrri rannsóknir, m.a. á borkjörnum í Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu, hafa síðan fyllt út í myndina en í raun litlu bætt við niðurstöður Blyth-Sernanders.
Má t.d. benda á ágæta bók Helga Björnssonar jöklafræðings, en þar kemur m.a. fram, að Vatnajökull fór fyrst að myndast um sama leyti og Forn-Egyptar reistu pýramída sína, þ.e. fyrir um 4.500 árum.
Það var fyrir rúmlega tíu þúsund árum, að jökulskildirnir miklu bráðnuðu og yfirborð sjávar hækkaði um marga tugi metra. Þetta flokkast undir mannkynssögu, ekki jarðsögu, eins og flestir halda, árþúsundir, ekki ármilljónir.
Loftslag á jörðinni hefur nefnilega verið að kólna og þorna síðan fyrrnefnd hamfarahlýnun náði hámarki fyrr 7-8 þúsund árum, en það tímabil nefndu Blyth og Sernander atlantíska skeið bórealska tímans sem einnig er nefnt holocen-hámarkið.
Þessi kólnun og þornun verður í sveiflum og rykkjum, en þrátt fyrir allar sveiflur og sveif lur innan í öðrum sveiflum kólnar og þornar jörðin hægt og sígandi og stefnir óhjákvæmilega í nýtt jökulskeið (ísöld), en þær eru þegar orðnar um 20 á ísöldinni miklu eða kvartertímanum, sem staðið hefur í 2,5-3 milljónir ára.
Ekkert bendir til annars en að okkar hlýskeiði muni ljúka eins og öllum hinum og það er nú þegar orðið sæmilega langt. Því væri vitlegra að búa sig undir hnattkólnun, ekki hnatthlýnun.
Með hækkandi hitastigi eykst rakadrægni loftsins mikið við tiltölulega litla hækkun. Ef loftslag skyldi hlýna mundi það því þýða stóraukna úrkomu, svipað og var fyrir 7-8 þúsund árum þegar Ísland var jöklalaust og Sahara gróin eins og aðrar eyðimerkur.
Hlýnun þýðir því stóraukið vatn, ekki síst á þurrlendum svæðum, öfugt við það sem fáfróðir kjánar ímynda sér. Nýlegar rannsóknir á NorðurGrænlandi og Svalbarða sýna, að á atlantíska skeiðinu uxu þar jurtir sem þurfa um sjö stiga hærri meðalhita en nú er þar. Þetta þýðir, að íshafið hefur verið að mestu íslaust a.m.k. á sumrin. Þó lifðu ísbirnir af og lifa enn þótt sum hinna ýmsu hlýskeiða hafi verið mun hlýrri en það núverandi.
Jörðin var sem aldingarður því hlýnun er öllum fyrir bestu, mönnum dýrum fuglum, fiskum, jurtum og öllu sem þrífst á jörðinni. Grænland var líka á sínum stað eins og Suðurskautslandið, þótt eitthvað kvarnaðist úr báðum, einkum Grænlandi og meðal sjávarstaða var aðeins einhverjum fáum tugum sentimetra hærri en nú.
Fyrir því eru nokkrar ástæður: Miklu meira vatn var bundið í gufuhvolfinu, sem stuðlar að lækkun sjávarmáls og ekki síður hitt, að þrátt fyrir hærri meðalhita var enn frost mestallt eða allt árið á hábungu meginjökla, en það er ákoma, þ.e. snjókoma umfram sumarbráðnun sem mestu ræður um vöxt og viðgang jökla. Miklu meiri snjór olli því hækkun jöklanna, þótt kvarnaðist úr nær sjávarmáli.
Um koldíoxíð vil ég þó segja þetta: Jurtirnar þurfa gífurlegt magn koldíoxíðs á hverjum degi til að vaxa og dafna, mynda nýjar frumur og vefi og nýtt súrefni. Þessi hringrás tekur aðeins fáein ár.
Raunar byggir C14 aldursgreining fornleifafræðinga einmitt á þeirri staðreynd, að þetta er hringrás sem sífellt endurnýjast, koldíoxíð eyðist og nýtt tekur við á innan við tíu ára fresti. Þannig hefur þetta verið í milljarða ára, síðan jörðin var ung. Þáttur mannanna hefur verið talinn um 3,2% af koldíoxíði gufuhvolfsins.
Koldíoxíð, náttúrulegt og manngert, er nú um 400 grömm í hverju tonni gufuhvolfsins og þar af er hlutur Íslendinga eitthvert brotabrotabrotabrot úr nanógrammi."
Það er svo ótrúlega furðulegt að til sé fólk sem horfir á örstutt hlýskeið í milljarða ára sögu jarðarinnar og alhæfir að allt sé að fara á hvolf vegna útblásturs koldíoxýðs manna.
Vilhjálmur á þakkir skildar fyrir að rifja þessar staðreyndir upp.
Við landnám var Vatnajökull í tveimur hlutum og nefndist þá Klofajökull. Lá þjóðbraut milli helminganna. Af hverju skyldi jökullinn hafa verið í þessum tveimur hlutum? Óhjákvæmilega mun minni en hann er núna.
Er hugsanlega aðeins endurhlýnun í gangi en ekki hamfarahlýnun af mannavöldum?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko