Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

Allt í plati

er það sem meirihlutaflokkarnir í Reykjavík segja þegar þeir ræða væntanlega skuldaaukningu Borgarinnar næstu tvö ár.

Sjálfur ritstjóri Fréttablaðsins skrifar eftirfarandi í blað sitt í dag:

"REYKJAVÍK

Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar.

Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætluninni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar.

Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 milljarða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór.

„Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir.

Stefna Viðreisnar hafi verið sjálf bær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatriðum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viðreisn samþykkti.

Það voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjármálakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn. – jþ "

Það vekur eiginlega furðu mína að svona skrif hafi sloppið fram hjá árvökulu auga eiganda blaðsins sem áreiðanlega vill ekki láta skrifa neitt ljótt um meirihlutann i Borginni frekar en annað vinstra fólk.

En þetta bendir enn og aftur til þess að vinstri mönnum er lítt treystandi til að standa við kosningaloforð sín í fjármálum.

Allt tal Viðreisnar og Þorgerðar Katrínar um lækkun skulda og  sjálfbæran rekstur á Borgarsjóði Reykjavíkur eða þá Ríkissjóði Íslands er bara allt í plati.


Alltaf má fá annað skip

og annað föruneyti.Svo orti Hannes Hafstein.

Hefði ekki verið æskilegra hjá þessum athafnamönnum sem ætla að nú prúðbúnir að  setja á stofn nýtt lággjaldaflugfélag á milljarðarústum  Skúla Mogensen, að kaupa frekar nýtt hlutafé í Icelandair? Reyna að efla eitt flugfélag í stað þess að byrja á nýrri niðurboðavitleysu? Nei sú leið er helst aldrei farin. Það er Egóið sem er framr öllu öðru.

Og svo kemur Ballarin byssubraskari á eftir til að fullkomna það að Íslendingar sitja hugsanlega uppi með ekkert flugfélag.

Nei það er svo gaman að vera bigshot þegar enginn hörgull er að fá flugvélar bara með því að skrifa undir.Og safna upp skuldum hjá öllum viðskiptaaðilum eins og Isavia og smærri spámönnum.

Menn gleyma því yfirleitt að aðalvandamálið í rekstri er alltaf lausafjármagnið og að tapa ekki á rekstrinum. Hver og hver og vill koma með milljarð í þetta? Örugglega enginn sem á hann sjálfur.

Að reka eitthvað skynsamlega geta margir meðalsnotrir og hagræðing er yfirleitt eitthvað sem heitir almenn skynsemi en ekki töfrabrögð manna með eitthvað háskólapróf.

Það eru yfirleitt bara tveir naglar í rekstri sem heita inn og út. Skúli hafði meira á útnaglanum en inn og því fór sem fór að það vantaði víst 5000 kall á hvern farmiða sem munar heilu helvíti þegar margir koma saman.

Og Icelandair tapaði auðvitað skelfilega vegna þess að Skúli lækkaði stöðugt fargjöldin sem félagið verður að reyna að skrapa inn af núverandi farþegum meðan hléið er. 

En það er samt hvergi neinn frír hádegisverður í boði sagði Milton Friedmann og allur rekstur í samkeppni er stöðugur bardagi og slítur mönnum upp til agna fyrr eða síðar. 

Ný lággjaldaflugfélög fara örugglega á hausinn og valda öllum ómældu tjóni.Það er bara spurning um gjalddagann og hver lifir af því alltaf má fá önnur skip og önnur föruneyti.


Styrmir lætur blekkjast

 

og gengur í grátkórinn yfir óléttu konunni:

Hann segir:

"Sagan endurtekur sig aftur og aftur. Almennum borgurum misbýður hvernig opinberar stofnanir standa að brottvísun fólks, sem hér hefur leitað sér skjóls. Forstöðumenn þeirra stofnana koma fram og útskýra að öllum svonefndum verklagsreglum hafi verið fylgt.

Hver eða hverjir ætli setji þær?

Og ef í ljós koma augljós göt á verklagsreglum er lofað samtölum um að bæta þar úr.

En það er jafn víst og nokkuð getur verið að mál hinnar barnshafandi albönsku konu, sem vakið hefur reiði meðal almennings verður ekki hið síðasta sinnar tegundar.

Það er eitthvað stórkostlega mikið að í rekstri íslenzka stjórnkerfisins á mörgum sviðum þess.

Hvernig væri nú að ríkisstjórnin sjálf horfist í augu við þann vanda, sem ráðherrar þekkja áreiðanlega betur en allir aðrir og hefji róttæka endurhæfingu þess kerfis, sem snýr m.a. að því hvernig það upplifir sjálft sig.

Stjórnkerfi okkar þarf augljóslega að læra upp á nýtt að því er ætlað að veita þjónustu.

Völdin eru annars staðar - hjá Alþingi."

Ég held að Styrmir fari núna miklu offari og láti stjórnast af tilfinningum en ekki venjulegri rökhyggju.

Ég held því fram að fólki hafi líkað betur heldur en verr að konan var flutt úr landi. Dekrið við hælisleiðendurna er löngu gengið fram af fólki.

Þetta lið kemur  hingað ekki í neinum göfugum tilgangi, það er miklu fremur að leita að betra lífi en það sem það er að fara frá og gerir sér upp vesaldóm til að kría út samúð hjá fólki sem að óathuguðu máli lætur blekkjast.

Þessi kona ætlaði sér augljóslega að fæða barnið sitt hér á landi og skapa því þannig ríkisborgararétt og henni þá líka og skylduliði.

Eigum við að bjóða allar óléttar konur velkomnar hingað? Það er sjálfsagt stefna NoBorders og Sororsar en það er ekki mín stefna, sem vil fara sparlega með veitingu ríkisborgararéttar vegna þess að hann er takmörkuð auðlind og ber að fara með á sjálfbæran hátt sem önnur gæði landsins.

Þó að Styrmir láti blekkjast þá geri ég það ekki.


Yfirvöld stóðu sig

og sópuðu óléttu albönsku konunni burt. Hún flaug hingað fyrir fáum vikum og ætlaði augsýnilega að taka Íslendinga í gíslingu með því að ala barn hérlendis til að komast á okkar framfæri.

Nú þóttist hún ekki geta flogið í burt vegna skyndilegra stoðkerfisvandamála. Í fylgd með henni var maður og barn sem ekki er vitað með vissu hvernig tengist henni.

Kommatittirnir á Alþingi, biskupan og hagsmunalögfræðingurinn risu upp á afturfæturna í hneykslun fyrir málinu og blésu sig út í hneykslun.

Líklega er meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að vísa hælisleitendum sem umsvifalausast úr landi enda eiga þeir engin erindi hingað hafandi komið fyrst til annarra Schengen landa. Þeim má því umsvifalaust vísa út landi á grundvelli reglugerða. Enda báðum við þá ekki að koma hingað og fæstir okkar kæra sig um komu þeirra enda gagnlegt erindi fyrir okkar þjóð vandséð.

Siðaðir útlendingar á svipuðu menningarstigi og við  eru auðvitað velkomnir hingað til að vinna enda kemur einn slíkur á hverjum klukkutíma.En fólk af öðrum menningarheimum sem jafnvel aldrei hefur stundað reglubundna vinnu á hingað ekkert erindi.  

 

Yfirvöld stóðu sig í þessu máli að minnsta kosti.


Örlögin elta

"Fate is the Hunter" eftir Ernest Kellogg Gann flugstjóra er fyrir mig grípandi bók og sú besta sem ég hef lesið um flug. Svo sönn frásögn af ævintýrum, skelfingunni, samferðamönnunum  og tilviljunum sem skilja milli lífs og dauða sem höfundurinn upplifir frá því fyrir heimsstríðið seinna  og fram yfir Kóreustríðið á ferðum sínum um heim allan.

Ef til vill hafa fáir lesendur þessa bloggs áhuga á að fræðast um veröld flugsins. En ef svo vildi til þá er þessi bók þess virði að lesa sem sanna lýsingu á þeim hetjuskap og hugleysi sem býr með okkur öllum. Hún tekur að vísu mikið af rómantíkinni gagnvart fluginu sem ungur maður gekk með í gamla daga og setur hann niður á jörðina með öllum þeim ófullkomleika manna sem þar er að finna.

Sors est sua quique ferenda sögðu Rómverjarnir gömlu. Örlögin elta og enginn fær umflúið þau. 

 


Stytting framhaldsskólans

var misráðin að mínu viti.

Það er ekki höfuðatriðið að keyra í gegn um námsefnið á yfirhraða. Það kemur annað til svo sem almennur þroski.

Ég mátti ekki vera deginum yngri þegar ég kom til Þýzkalands fyrir margt löngu, tæplega tvítugur miðlungsstúdent. Ef ég hefði verið betur gefinn þá hefði þetta kannski verið í lagi. En svo var ekki þó ég hafi slampast þetta.

Ég held að æskunni veiti ekki af þessu eina ári í 5. bekk sem var til viðbótar í þá daga. Framhaldsskólinn mátti ekki vera deginum styttri í þá daga og blöndun í bekki var þaðan af vitlausari. 


Gunnar Rögnvaldsson hugleiðir

þjóðríkið og tilvist þess. Hann segir m.a.:

 

"Engin ríkisstjórn, ríkisvald eða ríkisstofnun neins staðar, hefur algera lögsögu yfir þjóð sinni.

Fullt af ríkisborgurum íslensku þjóðarinnar –og allra annarra þjóða líka– eru búsettir á lögsögu erlends ríkis sem ræður yfir þeim; sem ræður hvað þeir mega, og mega ekki gera og segja í því ríki.

Þannig er það einnig með þá útlendinga sem eru hér á landi. Það á að minnsta kosti að vera þannig. Þeir eru á lögsögu þjóðríkis okkar Íslendinga og verða að haga sér í samræmi við það, og fylgja og taka upp siði okkar, reglur og þar með trú, ef þeir ætla að vera hér til frambúðar, eða hljóta verra af.

Sé þetta ekki gert þá hættir þjóðríki Íslendinga –og allra annarra þjóða líka– að vera til, og í stað þess munu erlend ríki eða alþjóðlegt sovétríki ráða yfir öllum Íslendingum hvar sem þeir finnast, og öllum öðrum þjóðum jarðar líka.

Þannig að hin dauðfædda og gerræðislega hugmynd um að stofnanir, og til dæmis einnig trúarstofnanir óskyldra þjóða, séu jafn réttháar og okkar eigin kristna Þjóðkirkja er í okkar eigin landi, er jafngildi þess að segja; gjörið svo vel og traðkið þjóðríki Íslendinga í hel, brennið Íslendingasögur, Biblíu hennar og tungu á báli og að öllu því verði þannig –með tíð og tíma– alfarið stjórnað frá til dæmis Mekka, Róm, Kreml, Peking, IMF eða því sem enn verra er; Sameinuðu þjóðunum, sem orðið er fáránlegt nafn á nú-þegar rotinni stofnun í byggingu sem hýsir sem betur fer algerlega ósameinaðar þjóðir, og sem vonandi verða ósameinaðar um aldur og æfi, því annars brýst helvíti á jörðu út

Það sem ég er að segja er þetta:

ríkisvald býr ekki til þjóð, og það getur heldur ekki haldið þjóð saman.

Þess vegna koma flestir Íslendingar aftur heim eða í það minnsta langar mjög oft til að koma aftur heim.

En þeir koma ekki aftur heim bara vegna þess að hér sé hver sem er annar jafn rétthár og Íslendingur. Nei þeir koma heim af því að þeir eru Íslendingar. Og þannig er það með flestar aðrar þjóðir líka, nema þær þjóðir sem hata sovétríkið þarna heima, og yfirgefa það því fyrir fullt og allt og snúa aldrei til baka, nema að það falli..."

When in Rome, do as the Romans.

Líðst íslenskum gestum í Rhyad að smána spámanninn eða flagga öðrum trúartáknum? Ég held að engir reyni það sem þykir vænt um líftóruna. En hér?

Eigum að biðjast afsökunar á því að hér séu fleiri kirkjur en  moskur eða Búddahof?

Af hverju þorum við ekki að vera Íslendingar er eiginlega það sem mér finnst að Gunnar Rögnvaldsson komi mér til að hugleiða með mér. 


Afrekaskrá ríkisstjórnarinnar

tekur Bolli Héðinsson hagfræðingur saman í Fréttablaði Helga í dag. Bolli tekur saman eftirfarandi punkta:

"n Ríkisstjórnin hyggst veikja Samkeppniseftirlitið á þann veg að eftirleiðis geti fyrirtæki metið sjálf hvort samkeppni milli þeirra sé næg… 

n Samkeppniseftirlitið mun ekki fá að skjóta málum til dómstóla heldur munu fyrirtækin eiga síðasta orðið… (eins og þegar útgerðir láta eigin vigtun á afla gilda um það magn sem þær koma með að landi, ekki það sem hafnarvogin vigtaði. Nú vilja fleiri fyrirtæki fá að njóta sama sjálfdæmis.)

n Ríkisstjórnin hyggst lækka erfðafjárskatt…

n Ríkisstjórnin hyggst koma á fót þjóðarsjóði fyrir arðinn af auðlindum þjóðarinnar, en arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni er ekki hafður með… (eins og ríkisstjórnin telji fiskimiðin ekki meðal eigna þjóðarinnar, sem henni beri að hafa neinn arð af.)

n Þjóðarsjóðinn á síðan að fela einkafyrirtækjum (á borð við Gamma) að ávaxta í stað Seðlabankans sem hefur boðist til að taka það að sér á svipaðan hátt og gert er í Noregi.

Þetta eru nokkur þeirra mála sem ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna hyggst berjast fyrir á Alþingi.

Orkupakkanum hafa þau þegar náð í gegn, pakka sem þau hefðu verið algjörlega mótfallin ef þau hefðu ekki verið í ríkisstjórn.

Á hátíðarstundum í flokksstarfi Vinstri grænna eru hins vegar talin upp afrek þeirra í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Upptalning VG á árangri er í besta falli almennar yfirlýsingar um náttúruvernd og loftslagsmál og eingöngu í málaflokkum sem nær allir eru sammála um.

Ætla má að málefnin sem talin eru upp hér í byrjun stríddu gegn þeim grundvallarsjónarmiðum sem VG segist standa fyrir í orði kveðnu a.m.k.

Við myndun ríkisstjórnarinnar greindi núverandi forseti ASÍ, sem er fyrrverandi framámaður í VG, frá því hvert hún teldi að yrði hlutskipti VG í ríkisstjórninni. Svo virðist sem forspá hennar sé nú þegar orðin að áhrínsorðum."

Freistandi er að titaka nokkra punkta í viðbót:

n. Sjúklingar eru sendir í ferfalt dýrari liðskiptaaðgerðir erlendis en hægt er að framkvæma hér heima.

n. Kolefnisskattar vinstristjórnar Steingríms og J+óhönnu munu hafa ferfaldast um næsu áramót.

n. Fyrirhugað er að leggja  sorpurðunargjald á almenning þó ESB banni urðun sorps eftir áratug.

n. Fjármagnstekjuskattur hefur verið stórhækkaður.

n. Efnamenn greiða engin gjöld fyrir dýra rafbíla sína.

n. Auka á kaup á grænum skuldabréfum lífeyrissjóða.

n. þeir segja okkur að sykurskattur sé það besta fyrir okkar       heilsu. 

Þetta er hluti af afrekaskrá ríkissjórnarinnar sem margir vonuðu að myndi efla lífskjör almennings og sjálfstæði þjóðarinar.


Skattheimta á dellu

eru kolefnisgjöldin. Svo segir í leiðara Morgunblaðsins:

"Skatt skal greiða í ríkissjóð af „eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna og notað er á fljótandi eða í loftkenndu formi eða í iðnaðarferlum þannig að sú notkun leiði til losunar koltvísýrings í andrúmsloftið,“ eins og það er svo lipurlega orðað í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta. Þessi skattur er kallaður kolefnisgjald og er lagður á það sem almennt er kallað bensín, dísilolía og sambærilegt eldsneyti.

Yfirlýstur tilgangur með þessum skatti er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hvergi er sagt eða viðurkennt að tilgangur skattsins sé að auka almennt á skattbyrði hér á landi, en þó bendir ýmislegt til þess að það sé í það minnsta hluti af tilgangi skattsins.

Skatturinn var lögfestur undir árslok 2009, í þeirri hrinu skattahækkana sem vinstristjórnin alræmda stóð fyrir, og vekur það eitt efasemdir um að tilgangurinn hafi eingöngu verið göfugur.

Það sem svo styður við slíkar efasemdir er linnulítil hækkun skattsins allar götur síðan, eins og sjá má á línuriti í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, við frumvarp nokkurra þingmanna um frádrátt frá tekjuskatti vegna kolefnisjöfnunar. Línuritið sýnir að í janúar næstkomandi mun kolefnisskatturinn hafa nær fjórfaldast frá því að hann var fyrst lagður á, en 10% hækkun hans er yfirvofandi um áramót.

Þetta er úr öllu samræmi við verðlagsþróun, því á sama tíma hefur verðlag hækkað um þriðjung. Þetta er líka úr samræmi við aðra þróun í skattheimtu, því ef að kolefnisskatturinn hefði verið lagður á í þeim tilgangi einum að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda hefðu aðrir skattar vitaskuld verið lækkaðir til samræmis. Því fer fjarri að það hafi verið gert.

Annað umhugsunarvert í athugasemdum SFS er að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa frá því að kolefnisskatturinn var lagður á greitt til ríkisins ríflega tíu milljarða króna á grundvelli þessa skatts, sem er langt umfram hlutdeild sjávarútvegsins í olíunotkun hér á landi. Í umsögn SFS er einnig bent á að olíunotkun í sjávarútvegi hafi á síðustu þremur áratugum nær helmingast, sem er gríðarlegur árangur og stafar að verulegu leyti af fjárfestingum í nýjum skipum og nýrri tækni. En eins og SFS benda á dregur kolefnisgjaldið og önnur gjöld úr möguleikum fyrirtækja til fjárfestinga og „hefur þveröfug áhrif á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki því þau hækka kostnað þeirra umfram það sem erlendir samkeppnisaðilar búa við.

Það dregur með beinum hætti úr samkeppnishæfni, sér í lagi þegar litið er til þess að 98% og ríflega það af íslensku sjávarfangi er selt á alþjóðlegum markaði. Á þeim markaði geta íslensk fyrirtæki, sökum smæðar, ekki fært kostnaðarhækkanir heima fyrir út í verð afurða.“ Þetta skiptir miklu fyrir þessa atvinnugrein og er annað dæmi – hitt dæmið er sérskattur sem ber nafnið veiðileyfagjald – um sérstakar álögur sem íslenskur sjávarútvegur þarf að þola og draga úr samkeppnishæfni hans á alþjóðlegum mörkuðum.

Þegar alþjóðaflug er annars vegar er tekið tillit til þeirrar staðreyndar að þar er keppt á alþjóðlegum markaði og er millilandaflug utan við kolefnisbókhald einstakra ríkja.

Væri ekki eðlilegt að einnig væri tekið tillit til annarra atvinnugreina sem eiga í alþjóðlegri samkeppni?

Í athugasemdum SFS eru gerðar tvær tillögur um úrbætur. Önnur snýr að þeirri 10% hækkun kolefnisgjaldsins sem vofir yfir um áramótin og lagt er til að hún verði endurskoðuð. Full ástæða er til þess, enda hefur hækkunin verið úr öllu hófi á liðnum árum.

Hin tillagan er að „sjávarútvegur, ásamt öðrum útflutningsgreinum, verði undanþeginn greiðslu kolefnisgjalds og stjórnvöld gangi til viðræðna við fyrirtæki í sjávarútvegi um hvernig kolefnisjafna megi íslenskan sjávarútveg í heild, án þess að draga úr samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar“.

Miklu skiptir að stjórnvöld hlusti á ábendingar frá atvinnulífinu þegar kemur að skattheimtu, ekki síst þegar um er að ræða fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni sem sæta óhóflegri skattheimtu hér á landi sem skaðar þau á erlendum mörkuðum.

Þó að Ísland sé eyja í Norður-Atlantshafi er það ekki eyland í alþjóðlegum viðskiptum og í alþjóðlegri samkeppni. Þar nýtur Ísland ekki forskots vegna smæðar eða fjarlægðar og íslenskt atvinnulíf má ekki við því að íslensk stjórnvöld skattleggi það sérstaklega, hvorki í nafni umhverfisverndar eða annars."

Kolefnisgjald er furðulegt hugtak. Allt kolefni á jörðinni hefur einhvern tímann verið bundið súrefni sem CO2. Kolefni er byggingarefni lífsins. Án þess er ekkert líf.

CO2 innihald í lofthjúp jarðar, 400ustu  hlutar af milljón hefur ekki verið lægri í 600 milljónir ára.

Upp úr Kötlugíg núna stígur jafn mikið af CO2 á hverju ári og allir Íslendingar losa með atvinnulífi sínu. Og Katla er bara eitt sofandi eldfjall af mörgum á Íslandi. Hver á að borga kolefnisgjaldið af Kötlu? Eða Heklu, Eyjafjallajökli og Holuhrauni? 

Og sem þessi della sé ekki nóg, þá stuðlum við að hungursneyð í Afríku með því að framleiða lífrænt orkuminna íblöndunarefni í bensínið okkar úr maís sem þá ekki veður að mat handa hungruðum.Þetta flytjum við inn fyrir milljarða til að gera bensínið okkar verra og dýrara fyrir okkar minnstu bræður.

Og forsætisráðherra okkar, sem sat í vinstri stjórninni sem byrjaði á dellunni 2009, krefst þess að þessi mál séu sett  í forgang og lífeyrissjóðirnir okkar kaupi græn skuldabréf alþjóðlegra skuggabaldra, sem væntanlega hafa þá sérstöðu að verða ekki borguð til baka á venjulegan hátt.

O Santa Simplicita sagði Bruno á bálinu. 700 vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að engin hamfarahlýnun sé að eiga sér stað. Katrín Jakobsdóttir, Gréta Thunberg og 40.000 fíflin hans AlGore frá París séu á villigötum með sínar kenningar.

Skattheimta á dellu er yfirmátaleg heimska sem fólk á ekki að láta yfir sig ganga athugasemdalaust.


Samráð við grasrótina?

er eitthvað sem Sjálfstæðismenn hafa velt fyrir sér í nokkurn tíma. Forysta flokksins virðist ekki telja þetta atriði skipta miklu máli heldur skuli forystan hafa forystuna og grasrótin sníða sig að henni. 

Birgir Ármannsson hefur mjög farið fyrir þessum skilningi og aðrir minni spámenn tekið undir

Styrmir Gunnarsson hefur velt þessu fyrir sér og hann skrifar svo í dag:

 

"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, skrifar mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið nú um helgina um samskipti kynslóðanna með tilvísun í Obama. Í lok greinar sinnar segir hún:

"Í liðinni viku var ég gestur á þúsund manna ráðstefnu í London með ungum einstaklingum sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Þar varð ég vör við dálitla tilhneigingu til að afskrifa það sem þau eldri hafa fram að færa. Það viðhorf er skylt þeim tilhneigingum, sem Obama var að spyrna við. Ég sagði á ráðstefnunni og endurtek hér að við eigum ekki að stilla þessu upp, sem átökum kynslóða. Við verðum að hafa það samtal. Samtal, sem einkennist af gagnkvæmri auðmýkt og virðingu."

Þetta er rétt hjá Þórdísi Kolbrún.

En þá vaknar þessi spurning:

Hafa þetta verið viðbrögð forystusveitar Sjálfstæðisflokksins síðustu misseri vegna ólíkra skoðana innan flokksins um orkupakka 3?

Upplifun margra sjálfstæðismanna, sem starfað hafa innan Orkunnar okkar - og rétt að veita því eftirtekt að þar er á ferð kjarninn í forystuliði hverfafélaga flokksins í Reykjavík - er sú að þeir hafi hlotið skammir fyrir.

Þau samtöl, sem farið hafa fram við forystusveit flokksins hafa verið að þeirra frumkvæði, þ.e. forystumanna hverfafélaganna, en að mjög litlu leyti að frumkvæði forystusveitarinnar á þingi.

Nú hefur þessi hópur, aðallega úr hverfafélögunum, óskað eftir samþykki miðstjórnar með tilvísun í skipulagsreglur, við stofnun  félags sjálfstæðismanna um fullveldismál.

Fyrstu viðbrögð við þeirri ósk benda til þess að til standi að breyta skipulagsreglunum til að koma í veg fyrir slíka félagsstofnun!

Tæplega geta slík viðbrögð flokkast undir "samtal", sem einkennist af "gagnkvæmri auðmýkt og virðingu". 

Ég fæ ekki annað séð en að Styrmir velti þessum innri málum Sjálfstæðisflokksins fyrir sér og hafi af þeim áhyggjur eins og fleiri. Þær áhyggjur virðast ekki ná langt inn í miðstjórn flokksins sem virðist ekkert athugavert sjá við að skeyta engu um raddir flokksmanna í einstöku málum. Hún virðist hafa óbilandi trú á eigin óskeikulleika.

Hugsanlega endurspeglast þetta í gengi flokksins í skoðanakönnunum sem virðist samt ekki hafa áhrif langt inn í Valhöll.

En hvernig eiga stjórnmálaflokkar að starfa? Á að hugsa um grasrót þeirra eða eiga þeir að lúta yfirvaldi hins innblásna leiðtoga eins og mörg dæmi eru um hvert leiðir?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband