Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019
7.3.2019 | 14:30
Bravó verkfall
segir í fréttum:
Ég er mjög ánægð með að geta farið í verkfall. Ég hlakka mikið til, sagði hún eftir að dómurinn féll og bætti við að hann hefði mikla þýðingu. Morgundagurinn er fyrsti dagurinn í mikilvægri upprisu láglauna og verkakvenna á Íslandi sem enginn hefur í raun tekið að sér að berjast neitt sérstaklega fyrir. Enginn hefur tekið að sér að gæta sérstaklega hagsmuna okkar, sagði hún við blaðamann mbl.is.
Það er augljóst að við þurfum að troða okkur í framvarðasveit verkalýðsbaráttunnar og það er það sem við erum að gera. Við látum ekki staðar numið þar heldur ætlum við svo sannarlega að berjast þangað til við fáum það sem við eigum inni hjá íslensku samfélagi.
Ekki vissi ég að ég skuldaði Sólveigu Önnu.En nú ætlar hún að heimta skuldina með verkfalli ef ég ekki borga.
Björgvin nokkur Guðmundsson hefur verið óþreytandi við að gera grein fyrir því hvað þjóðfélagið skuldi gamlingjunum.Og svo eru allir öryrkjarnir til viðbótar? Hvernig á að rukka það allt inn? Hvað á Sólveig Anna mikið að borga af þeirri skuld? Eða ber hún enga ábyrgð á þjóðfélaginu? Bara á sínum hagsmunum?
Er sjálfgefið að við eigum að niðurgreiða leikskóla með útsvörunum?
Bravó! Verkfall.
6.3.2019 | 10:56
Þá vitum við það
hverjir styðja orkupakkann með sumum Sjálfstæðisþingmönnum.
Svo er í fréttum:
"Rétt í þessu sendum við Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra bréf þar sem við minntum á mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt samfélag, heimili og fyrirtæki og í því samhengi mikilvægi þess að afgreiða þriðja orkupakkann hið snarasta. Sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í enn eitt skiptið frestað að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um staðfestingu á þriðja orkupakkanum. Ítrekað hefur verið fullyrt að tillagan verði lögð fram í síðasta lagi á þingi í lok febrúar 2019. Í dag er 5. mars og enn er talað um að taka þurfi tíma.
Þorgerður og Logi benda á að erfiðleikar séu innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins, en þar eru ekki allir á einu máli hvort innleiða eigi þriðja orkupakkann eður ei:
Öllum er ljóst að erfiðleikar eru innan ríkisstjórnar við að koma fram með málið. Flest bendir til þess að ekki sé meirihluti fyrir málinu á þingi á meðal ríkisstjórnarflokkanna. Þess vegna vildum við Logi fyrir hönd Viðreisnar og Samfylkingar bjóða forsætisráðherra fram aðstoð okkar og gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja framgang málsins á Alþingi.
Mikið er annars gott til þess að vita að Þorgerður Katrín verður ekki að þvælast fyrir okkur innan okkar nú litla og huggulega Sjálfstæðisflokks. Nóg verður nú samt eftir að fást við þar innan dyra.
En þá vitum við það hverjir styðja 3.orkupakkann mest og best.
4.3.2019 | 00:56
Látum ekki breyta fyrir okkur klukkunni
þegar almenningur vill það ekki:
Þetta er skoðanakönnun á þessari síðu:
2.3.2019 | 11:59
Gunnar Smári og Sólveig Anna
voru á Útvarpi Sögu núna fyrir hádegið.
Eftir að hlusta á þau þá er ég sannfærður um að við þetta fólk er ekki hægt að semja um kaup og kjör í venjulegum skilningi.
Þau eru að tala um heimspekikerfi þar sem jöfnuður ríkir í samfélagi manna í þjóðfélagi sem ég ekki þekki. Allt í kring eru óvinirnir í kapítalismanum sem aðeins vilja skaða og skemma hina veiku.Kjörnir fulltrúar teljast til óvinanna og frá þeim mun ekkert koma.
Þetta sýnir fyrir mér hversu gersamlega úrelt skipulag íslensku verkalýðshreyfingarinnar og kjarasamninga hennar svonefndu er. Fróðlegt væri að bera saman vinnulagið í Íslandi og í Þýskalandi ef það mætti verða til að opna einhver augu. En það verður ekki núna þar sem þau hafa völdin.
Mér er til efa að Sólveig Anna og Gunnar Smári myndu komast til áhrifa í öðrum löndum með þeim málflutningi sem þau viðhöfðu á Útvarpi Sögu nú fyrir hádegið.
2.3.2019 | 10:10
Áhugaverðir tímar
eru framundan.
Eftir síðustu verkfallsboðanir hljóta menn að að spyrja sig hvort afnám stéttarfélagaskyldunnar er ekki forsenda þess að þetta þjóðfélag getir komist af til lengri tíma? Getur það gengið að verkalýðsfélög starfi hér eftir aldargömlum reglum og fyrirkomulagi? Má engu breyta í þeim efnum?
Rétt er ljósmæðrum sjálfsagt að hafa með sér félag. En er nauðsynlegt að allar ljósmæður séu í því félagi eða öðru?
Að kjarafélög skuli hafa einokun á landssvæðum og vera með skylduaðild og miðlæga innheimtu félagsgjalda getur varla gengið í nútíma samfélagi.
Í Bandaríkjunum hafa hverskyns glæpasamtök iðulega séð sér leik á borði og smogið inn í verkalýðsfélög. Hérlendis er slík þróun hafin með innsmygli hverskyns elementa sem í besta falli verða flokkaðir sem lukkuriddarar eða fjárplógsmenn eins og bandarískar hliðstæður þeirra.
Þegar Sólveig Anna nær að setja ferðaiðnaðinn í uppnám með einum sendibíl og tíunda hluta félagsmanna þá hljóta menn að sjá að skylduaðild og vinnuforgangssamningur að slíku félagi eins og Eflingu getur ekki gengið lengur. Sama verður uppi á teningnum með opinbera starfsmenn, BHM og slík félög. Verður ekki félagafrelsi að ríkja á sviði starfsgreinafélaga eins og annarra félaga?
Hvað á að gera í því sem í stefnir? Verða verkalýðsfélög látin einráð um að stjórna aðgerðum eða mun þjóðfélagið grípa til einverra gagnaðgerða? Verksvipting er jafn lögleg eins og verkfall en getur orðið mun grimmari.
Menn geta velt fyrir sér hvort kominn sé tími til að sannreyna hversu alvarleg skipulögð verkföll eru. Sér í lagi þegar þau snúast ekki lengur aðeins um kjaramál heldur pólitík og þjóðfélagsbreytingar eins og nú hefur verið boðað af sumum forystumönnum.
Framundan eru áhugaverðir tímar eins og Kínverjar gætu orðað það.
1.3.2019 | 08:53
When in doubt
leave it out. Svo kenndi hún amma mín mér kommusetningu í ensku í gamla daga.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líklega aldrei lært slíka reglu.
Ég geri mér fulla grein fyrir gagnrýni á þessa innleiðingu, ég hef tekið hana alvarlega og við höfum lagst í mikla vinnu við greiningar, upplýsingagjöf og annað og erum enn þá að skoða þetta út frá því, en ég hræðist ekki þetta samtal og ég væri aldrei að leggja til að við værum að innleiða eitthvað sem ég teldi skaða hagsmuni Íslands eða Íslendinga, segir Þórdís Kolbrún.
Hún nefndi sérstaklega í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar í dag að hópur fólks hygðist mótmæla innleiðingu orkupakkans og nota til þess slagorðið Orkan okkar, en félagasamtök með því nafni voru einnig stofnuð í haust, um það leyti er umræður um orkupakkann voru í hámæli, samkvæmt því sem fram kemur í fyrirtækjaskrá. Ráðherra segist hafa heyrt frá þessum samtökum.
Ég hef bara heyrt af þessum hópi og hitt fulltrúa frá honum og á nú lyklakippu með þessu slagorði, en þetta er bara gagnrýni þeirra. Það er bara eðlilegt að fólk haldi fram gagnrýni á einhver mál og vilji upplýsta umræðu um viðamikil og flókin mál eins og þetta er í heild sinni, þrátt fyrir að akkúrat þriðji orkupakkinn sé tæknilegt framhald á fyrsta og öðrum og áframhald á þessari vegferð, segir Þórdís Kolbrún."
Það skal í ykkur samt. Þetta er nokkurn veginn samhljómur hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins séu eir spurðir um þennan 3. orkupakka. Þeir svara því til að hann skipti ekki máli því enginn sé sæstrengurinn.
Þeir svara því hinsvegar aldrei hvort Íslendingar muni ávallt ráða því hvort hingað verði lagður sæstrengur í anda orkupakkans.Sem ýmsir telja að sé ekki í anda samkomulagsins og ACER.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko