Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2019
31.7.2019 | 12:30
Bjarni Már Magnússon
prófessor í lögum veltir upp athyglisverðum punktum í sæstrengsmálin í Fréttablaðinu í dag:
Hann segir í niðurlagi:
"Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EESsamningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands.
Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stend ur óhagg aður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður."
Spurningin er hvort við viljum tengjast Evrópu raforkulega eða ekki?
Ef við viljum það, ættum við þá ekki að athuga að reisa Thoríum-kjarnorkuver hérlendis í stað þess að drekkja okkar fagra landi stöðugt en hafa ekki einhverja stöðuga kjarnorkufóbíu sem aðrar þjóðir hafa ekki í orkumálum? Erum við ekki að selja upprunaábyrgðir raforku sem telja fram kjarnorkuframleiðslu hvort sem er?
Bjarni bendir á hafréttarleg sjónarmið sem ekki hafa verið mikið í umræðunni um 3. orkupakkann.
31.7.2019 | 09:57
Michael Mann
hæstvirtur ambassador ESB á Íslandi skrifar grein fyrir ESB í Fréttablaðið í dag.
Skiljanlega mæra hans hávelborinheit Mann ambassador Evrópusambandið og hina nýju forstýru sem íbúar hafa nú fengið yfir sig án þess að hafa kosið hana sértaklega.
Herra Mann lýsir uppbyggingu og stefnu sambandsins ágætlega.Hann nefnir ekki að sambandið er að rýrna um meira en 60 milljónir við útgöngu Breta innan tíðar og er því ekki 500 milljónir manna lengur.
Jafnframt blasir við öllum hversvegna Evrópusmbandið getur aldrei keppt við lýðræðisríkið USA vegna þess að þjóðarvitundina vantar.
Herra Mann segir í niðurlagi:
"Í innflytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomulagi um fólksflutninga og hælisleitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksflutningum, berjast gegn smyglurum og mansali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu f lóttamanna.
Hún stefnir að því að flýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunnar.
Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði.
Lýðræði og samráð
Til að auka lögmæti evrópsks lýðræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess.
Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár.
Undanfarna áratugi hefur Evrópusambandið stækkað, þroskast og eflst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí.
Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheiminum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öf luga verkefni til farsællar framtíðar."
Ekki get ég sagt að herra Mann hafi sannfært mig um ágæti Erópusambandsins í þessari grein frekar en annar málflutningur í þá veru. Miklu frekar blasa við mér hvernig skortur á þjóðernisvitund í þessu tollasambandi getur aldrei keppt við þá lýðræðisþjóð sem því var gegn stefnt, Bandaríkjum Norður- Ameríku.
Mér finnst reynslan í utanríkismálum frá tímum Bosníu-stríðsins ekki benda til þess að Evrópusambandið geti ákveðið sig í því að beita sameiginlegum herstyrk eins og hinn nýi forseti boðar að setja skuli á stofn. Eða hvernig hafa efnahagsmál þróast í þessu Evrópusambandi borið saman við hagvöxt og atvinnu í USA? Hvar er hagvöxturinn og atvinnan fyrir unga fólkið í sambandsríkjunum?
Þurfa ekki hans hávelborinheit Herra Michael Mann að koma með frekari framtíðarsýn og vitnisburði um árangur fyrir þetta mikla embættimannastjórnaða skriffinnskubákn Evrópusambandið, sem ekki hefur getað skilað ársreikningum um árabil ef hann ætlar að sannfæra Íslendinga um ágæti þess?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2019 | 23:03
Hverjir eru kostirnir Björn?
ef engir eru ókostirnir?
"Í tilefni af öllu þessu skal hér ítrekuð spurningin:
Hvert er valdaframsalið?
Þrjár greinar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. júlí 2019 geyma því miður engar skýringar á þessu lykilatriði.
Ein er til stuðnings upprisu Miðflokksins, önnur um andstöðu við EES og sú þriðja um skort á umræðum innan Sjálfstæðisflokksins.
Það leynist margt í þriðja orkupakkanum en þó ekkert valdaframsal."
En hvar leynast kostirnir Björn?
30.7.2019 | 12:44
Þversum er Björn
Bjarnason í Orkupakkamálinu. Hann neitar öllu öðru en að samþykkja pakkann af því hann sé skaðlaus.
"Í lok Staksteina áréttar blaðið þá skoðun sína að með stuðningi við þriðja orkupakkann hafi þingflokkur sjálfstæðismanna ályktun landsfundar að engu og að Bjarni Benediktsson hafi horfið frá yfirlýsingum sínum á þingi um orkupakkann og enn skýringarlaust eins og segir í ritstjórnardálkinum.
Ályktun landsfundarins sem þarna er nefnd snerist um andstöðu við framsal á valdi. Ekkert slíkt felst í tillögum sem nú liggja fyrir alþingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og þingflokkur þeirra hefur samþykkt.
Bjarni Benediktsson hefur oftar en einu sinni skýrt umræddar yfirlýsingar sínar á þing. Hann gaf þær á alþingi þegar hann svaraði fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um hvað fælist í landsfundarályktun sjálfstæðismanna. Bjarni skýrði efni ályktunarinnar og þar með andstöðuna við framsal á valdi í orkumálum. Stuðningur við þriðja orkupakkann gengur hvorki gegn orðum flokksformannsins né ályktun landsfundarins. Það hefur margsinnis verið skýrt á skilmerkilegan hátt.
Í tilefni af öllu þessu skal hér ítrekuð spurningin: Hvert er valdaframsalið? Þrjár greinar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. júlí 2019 geyma því miður engar skýringar á þessu lykilatriði. Ein er til stuðnings upprisu Miðflokksins, önnur um andstöðu við EES og sú þriðja um skort á umræðum innan Sjálfstæðisflokksins. Það leynist margt í þriðja orkupakkanum en þó ekkert valdaframsal."
Björn hefur þó ekki skýrt hvaða kostir fylgja samþykkt pakkans. Hvað samþykktin muni kosta Sjálfstæðisflokkinn í stað þess að beygja hjá?
Þar er Björn aðeins þversum og afþvíbara.
30.7.2019 | 09:54
Hvenær talar Birgir?
Ármannson við Sjálfstæðismenn til að skýra út fyrir þeim hvað standi í 3.Orkupakkanum annað en textinn sem þar er hægt að lesa?
Kollega Friðrik Daníelsson tiltekur í dag hvað hann er að lesa í textum orkupakkans þessa og næstu.
Friðrik segir:
"Óstjórn orkumála er ein af ástæðum viðvarandi efnahagsstöðnunar ESB sem fer versnandi. Orkuverð er orðið of hátt og veldur óeirðum á götum úti, iðnaðarfjárfestingar fara til annarra landa og atvinnuleysi breiðist út.
Afskipti ESB af orkumálum aðildarlanda, draumurinn um Orkusamband ESB, koma í formi tilskipana frá Brussel og hafa verið til baga fyrir aðildarlöndin.
Tilskipanapakki 1 og 2 splundraði orkufyrirtækjum, kom á fót sýndarsamkeppni og dýrari rekstri.
3. pakkinn færir orkukerfin beint undir yfirráð og stjórnsýslu ESB og eignarhald og nýtingu einkafjármagns í ESB/EES.
Tilskipun (2009/72) um 3. pakkann segir m.a.: nýtt stjórnvald verður stofnað hér (raforkumarkaðseftirlit) sem sér um að regluverki ESB sé fylgt, íslensk stjórnvöld hafa engin völd yfir því. Verkefni þess eru m.a.: framkvæma ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB gefa út bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki ákvarða eða samþykkja gjaldskrár virkjanaleyfi á Íslandi skal auglýsa í Stjórnartíðindum ESB
Fyrirtæki í ESB/EES, eða dótturfyrirtæki hér, geta boðið í virkjanaleyfi sem verður úthlutað í samræmi við regluverk ESB/EES.
3. pakkinn einkavæðir fyrirtæki orkukerfisins og veitir einkafjármagni aðgang að orkulindunum.
3. pakkinn setur af stað hömlulausa útþenslu vindorku og sólarorku með útbreiddum landslýtum og umhverfisspjöllum.
Fjárfesting í vatnsorkuverum og jarðorkuverum verður einnig sett í forgang og flýtimeðferð, fjárfestar boðnir velkomnir, fé útvegað. Noregur og Ísland eru helstu skotmörkin.
EES-regluverkið hefur þegar heimilað ESB/EES aðilum að eiga eignir, og land með landkostum, þar með taldar virkjanir, hérlendis.
Með 3. orkupakkanum staðfestist réttur fyrirtækja í ESB/EES til að eiga og reka orkufyrirtæki á Íslandi og nýta orkuauðlindir landsins í sína þágu.
Stefna ESB, eða réttara sagt draumar, er að nýta orku aðildarlanda í þágu sambandsins, mynda stórt samtengt orkukerfi ESB/EES með orkuver og orkufyrirtæki í einkaeigu sem lúta stjórnvaldi ESB eingöngu, án afskipta heimamanna.
Orkustofnunin ACER sér um að farið sé eftir fyrirmælum ESB og er með útibú í aðildarlöndum ESB/EES. Venjulegir orkugjafar, gas, olía, kol og úran, falla ekki í kramið hjá ESB, óstöðug og dýr vind- og sólarorka er fyrirskipuð.
Fallvatnsorka og jarðvarmi eru vinsæl þar sem hægt er að ná í þannig orku og hefur ESB í hyggju að nýta orkulindir Noregs og Ísland að fullu í sína þágu. Valdið sem ESB hefur með EES-samningnum gerir ESB fært að setja ráðstöfun á auðlindum þessara landa undir sitt regluverk og stjórnsýslu og nýta orkuna í sína þágu og sinna fyrirtækja.
Orkukerfi aðildarlanda ESB/ EES eru oft góð en af af ýmsum gerðum og hafa verið byggð upp með miklu fé á löngum tíma.
Kjarnorka er víða notuð, Finnar og Bretar eru að reisa ný ver. Gas, kol og olía eru miklir orkugjafar, vatnsorka er á mörgum stöðum. Allir þessir orkugjafar eru aðgengilegir, hagkvæmir og mikil geta og reynsla til við að nýta þá og landslýti og umhverfisáhrif af notkun þeirra þekkt og takmörkuð.
Margir orkugjafar eru til í ofgnótt og skortur ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Almannaeign er á orkufyrirtækjum víða í ESB/EES. Það fyrirkomulag hefur reynst vel að jafnaði þar eð nærþjónusta er hagkvæmasta rekstrarkerfi orkunýtingar.
Hætta á fáokun er mikil þegar orkufyrirtækin eru í einkaeigu. Íslenska orkukerfið var að fullu í almannaeigu fyrir daga EES og eitt það hagkvæmasta. Tilskipanapakkar ESB verða sífellt draumórakenndari.
ESB tók formlega upp 4. orkupakkann 22. maí 2019, hann heitir Hrein orka fyrir alla Evrópubúa-pakkinn og setur kvaðir á aðildarlöndin um að framleiða og nota hreina orku. Kvaðirnar eru óframkvæmanlegar fyrir flestöll ESB-lönd en setja aukinn kraft í að ná orku frá t.d. Noregi og Íslandi til handa ESB-fyrirtækjum.
Orkukreppan fer dýpkandi í ESB. Það er afleiðing afskipta Brussel af orkumálum aðildarlandanna og hefur leitt af sér stöðugt hækkandi orkuverð og rýrnandi lífskjör, vaxandi orkuskort, iðnaðarflótta og atvinnuleysi. Stefnumörkunina skortir raunsæi og stjórnun orkumála er röng.
Ísland hefur vegna EES verið að dragast með inn í orkukreppu ESB og versnar ástandið með hverju nýju valdboði, orkupökkum, frá ESB. Pyngjur almennings á Íslandi léttast með hverjum pakkanum."
Nú hlýtur að líða að því að Birgir tali við okkur Sjálfstæðismenn og skýri út fyrir okkur hvernig við eigum að túlka allt það sem í þessum pökkum stendur.
Ég hef verið mikill áhugamaður um að reisa Thoríum-Raforkuver á Skeiðarársandi. Þar er hæfilega afskekkt og vítt til veggja til að reisa slíkt risaorkuver.
Hugsanlega verður auðvelt að afla voldugra bandamanna til að að að fjármagna og reisa slíkt raforkuver þar sem hvergi í Evrópu eru landkostir eins góðir til slíks og þarna og þarna væri komin lausn sem gæti annað Evrópu vel án þess endilega að sprengja upp rafokurverð hér innanlands.
Erum við ekki þegar að selja upprunaábyrgðir sem segja að við notum kjarnorku við orkuframleiðslu svo að þetta er lítið skref að stíga? Hví skyldum við ekki reisa kjarnorkuver eins og bræðraþjóðirnar í ESB?
Varðandi væntanlega vindorkugarða um landið þá hefur það nú yfirleitt gengið þannig fyrir sig að einhver Lovísa að sunnan sem á sumarbústað í margra mílna sjónmáli við væntanlega vindmyllu er svo hrædd um að vindmyllan haldi fyrir sér vöku á kyrrum kvöldum að sveitarstjórnir missa vatnið og engin byggingaleyfi fást. Ég held því að lítil hætta sé á að hér rísi nokkru sinni vindmyllur í þéttbýli. Öðru máli gegnir um virkjanaleyfi á vötnum og lækjum sem verða boðin upp og seld til auðmanna eins og laxveiðijarðirnar.
En bráðum kemur hann Birgir með skilningshjálpina handa okkur sem eru ekki réttilega læsir á Brusselska texta þó að við höfum getað stautað okkur í gegn um sjálfstæðistefnuna frá 1929.
28.7.2019 | 17:46
40. AllSång á Skansinum
var dásamlegur þáttur á SvT1 í dag.
Hann er frá 40. útihátíð Svía undir þessu nafni á þessum stað, Skansinum í Stokkhólmi sem liggur á austurströnd Svíþjóðar gegnt Finnlandi en Gautaborg er á vesturströndinni. Mitt þar á mill er sólarstaðurinn Karlstad þar sem ég eyddi góðum dögum í æsku minni fyrir nærri 60 árum.
Þarna á AllSång koma saman tugþúsundir bjartleitra Svía, þar sem hvergi sjást indvandrara ansiktar eða slæðukellingar, sem eru þarna glaðir og syngja lögin sín sem við Íslendingar getum flest sungið með þeim. Miklir forsöngvarar og fjörkálfar halda uppi stemningunni og láta gestina syngja einsöng af textum Astrid Lindgren.
Mér finnst ég alltaf finna til mikils skyldleika með Svíum og sænskan finnst mér alltaf falla vel að íslenskunni og liggja mér nærri.
Mikið stingur þetta í stúf við fréttir margar frá Svíþjóð sem til dæmis sá ágæti Gústaf A. Skúlason hefur miðlað okkur af glæpaverkum innflytjenda í sinni heimabyggð þar sem morðárásir og bílabrennur eru daglegt brauð. Mikið vildi maður að Svíum tækist að hreinsa land sitt af þessari óværu og gefa okkur aftur gömlu Svíþjóð með öllum sínum góðu gildum sem maður þekkti í gamla daga.
En Stefan Löfven og hans lið er sagður vilja heyra minnst af þessu og manni skilst helst að þeir vilji ekki ræða slík mál opinberlega. En hugsanlega kemur að því að Svíum ofbjóði og hreinsi land sitt á einhvern hátt. Einföld leið væri að svipta innflytjendur sem verða alvarlega brotlegir við lög ríkisborgararétti og flytja þá aftur til síns heima.
Það var virkileg upplyfting að sjá þennan 40. AllSång á Skansinum og sjá hvað mannlífið getur verið fagurt þegar myrkraöflin eru fjarri hinum norræna kynstofni.
28.7.2019 | 11:15
Kveikir Gulli á þessu?
Frétt í Mogga:
"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að gríðarleg tækifæri felist í Brexit og að forveri hans, Theresa May, hefði tekið á málinu eins og það væri væntanlegt vonskuveður.
Í ræðu sem forsætisráðherrann hélt í Manchester í dag hét hann því að auka fjárfestingar á svæðum sem kusu með Brexit og lofaði að setja fullan kraft í viðræður um fríverslunarsamninga við ríki heimsins sem myndu nýtast við útgöngu úr Evrópusambandinu.
Þegar fólk kaus með því að yfirgefa Evrópusambandið kusu þau ekki bara gegn Brussel, þau kusu líka gegn London, sagði Johnson.
Að taka aftur völdin nær ekki bara til þess að þingið endurheimti fullveldi sitt frá Evrópusambandinu, sagði forsætisráðherrann og lofaði því að auka sjálfsákvörðunarrétt á lægra stjórnsýslustigi. Þá hét hann því einnig að auka fjárfestingu í innviði."
Munum við Íslendingar bíða eftir eftir forystu ESB í slíkum málum eða kveikir Gulli á þessu sjálfur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.7.2019 | 10:08
Enginn annar kostur?
en að fara að berjast við loftslagsvána segir Styrmir Gunnarsson.
"Veðurfréttir um þessar mundir vekja bæði athygli og óhug. Það sem sumir hafa spáð síðustu áratugi getur orðið að veruleika. Þeir spádómar ganga m.a. út á það að veðurfarsbreytingar til hlýnunar muni leiða til þess að eyðimerkur í norðurhluta Afríku muni stækka og jafnvel teygja anga sína yfir Miðjarðarhaf og að suðurhluti Evrópu verði líka eyðimörk.
Hvað gerist þá?
Fólkið flytur norður á bóginn.
Það þýðir að löndin á norðurhveli jarðar fyllast af fólki. Það á við um norðursvæði Rússlands, Kanada, Norður-Evrópu og þar með Norðurlönd og eyjarnar í norðanverðu Atlantshafi verða eftirsóknarverðar til að búa á.
Þetta gætu orðið mestu fólksflutningar sögunnar og þeir gætu orðið í tíð yngstu núlifandi kynslóða.
Mannkynið á engan annan kost en taka loftslagsvána alvarlega."
Þessu er ég óssamála.
Raunverulega ógnin er stjórnlaus fjölgun ópplýsts fólks frá Afríku. Ef það fer að fjölga sér hér á Vesturlöndum á okkar kostnað er mannkynið dauðadæmt.
Það verður þegar í stað að byrja hnattrænt á þ´vi að kaupa fólk til að eiga ekki börn.Mannkyninu má ekki fjölga meira en orðið er.
Það er annar kostur.
27.7.2019 | 09:55
Hart Brexit og kosningar
sýnist mér verða í Bretlandi.
ESB vill ekki semja. Boris ætlar út. Þingið heimtar samning sem ekki er í boði.
Hart Brexit. Kosningar og Corbyn tapar.
26.7.2019 | 14:04
Er Mueller boðberi sannleikans?
og baráttumaður fyrir réttlætinu?
Stutta svarið er nei.
Hann laug sem yfirmaður FBI að bandarísku þjóðinni í aðdraganda Íraksstríðsins. Hversvegna?
"A month before the ill-fated invasion began, then-FBI Director Robert Mueller endorsed the Bush administrations bogus case for war with Iraq. On February 11, 2003, Mueller testified before Congress that, as Director Tenet has pointed out, Secretary Powell presented evidence last week that Baghdad has failed to disarm its weapons of mass destruction, willfully attempting to evade and deceive the international community. Our particular concern is that Saddam Hussein may supply terrorists with biological, chemical, or radiological material.
Lét hann Bush kaupa sig til fylgis?
Má ekki efasdt um lögvísi hans þegar hann segir að Trump hafi ekki getað sannað sakleysi sitt til fulls?
Er maður yfirleitt ekki talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð? Er hann ekki að snúa þessu á haus?
Ég gef persónulega ekkert fyrir svona lygalaup eins og Robert Mueller sem reynir nú allt sem hann getur til að sverta Donald J.Trump. Hann er ekki spurður út í eigin fortíð frá Íraksstríðinu sem almenningur ætti nú gjarnan að fá að heyra nánar um í stað þess að þykjast vera boðberi sannleikans þegar kemur að álygum Demokrata á Trump og Putín.
Reið hann feitum hesti frá spurningum þingmannanna tveggja, Ratcliffe og Jordan sem voru heldur ómjúkir við hann? Mér fannst hann heldur ræfilslegur undir skothríðinni frá þeim.
https://www.youtube.com/watch?v=3XwaU-rhXuQ
https://www.youtube.com/watch?v=-EbrfiAxjY0
Fráleitt er Mueller sérstakur boðberi sannleikans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419709
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko