Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020
5.11.2020 | 13:20
Loksins loftslagsvísindi
í stað fullyrðinga Grétu Thunberg, AlGore og álíka fjörtíuþúsund fífla sem hittust í París til óhappa fyrir mannkynið. Því miður var Trump forseti einn þeirra fáu sem lét ekki teyma sig í heimskri blindni til að leggja píslir á skattborgarana.
Páll Bergþórsson skrifar svo í Morgunblaðið í dag:
"Með þessum línuritum er tekið saman yfirlit yfir loftslag fjögurra belta, norðurhvels, jarðar, hitabeltis og suðurhvels, frá síðari hluta 19. aldar til nútíma. Ennfremur er gerð tilraun að spá um framhald loftslagsins til 2120.
Uppistaðan eru rauðar línur lofthitans í heiminum árin 1875-2020.
Á árunum 1875 til 1978 voru athuganir á suðurhveli mjög strjálar og eru því nokkuð endurmetnar hér með tilliti til annarra mælinga. Á 35 ára fresti reyndust allan tímann regluleg umskipti í hitanum. Rauð lína raunverulega hitans var á hverjum 35 ára kafla fundin með því að reikna beina línu gegnum 36 meðaltöl árshitans sem sveifluðust óreglulega frá ári til árs. Hlýnunin magnast að vissu marki upp fyrir jafnvægisstöðu á 35 árum, samtímis því að snjór og hafís eyðast, en vaxandi snjór og hafís fara síðan að kæla nokkuð niður fyrir meðallag á næstu 35 árum, og þannig halda sveiflurnar stöðugt áfram.
Þar sem rauðar línur enduðu á mörkum hitakaflanna stóðust þær ekki alltaf á. Þá var meðaltal þeirra notað, og milli allra þeirra völdu punkta voru teiknaðar rauðar línur. Þannig skiptist loftslagið í jafn langa 35 ára kafla.
Svo að segja sama nákvæmni í tímasetningu sveiflnanna hefur staðið að minnsta kosti síðan fyrir landnám samkvæmt mælingum á Grænlandsjökli.
Gegnum allar rauðu mælingarnar eru svo teiknaðar útjafnaðar línur, 71 árs keðjubundin meðaltöl mælda hitans. Þessar bláu yfirlitslínur verða þannig sambærilegar við línurit mannfjölda og koltvísýrings loftsins efst á myndinni, en ofan á þær leggjast svo rauðu línurnar á jarðarhvelum.
Þá er komið að spánni til ársins 2120 í bláum kafla myndarinnar.
Spáð er um bláa keðjubundna hitann í heila öld frá 2021 til 2120, í sem sennilegustu framhaldi af fyrri þróun. Þar er meðal annars stuðst við það að Alþjóða veðurstofan hefur birt mannfræðilegar heimildir um sennilega stöðvun mannfjölgunar, og jafnvel mannfækkun, vegna mikillar fækkunar barneigna í heiminum. Trúlegt er að af því leiði minni kostnað en ella, ekki síst vegna jarðefnaeldsneytis, svo sem kola og olíu.
Eftir það ætti þá líka blái keðjubundni hitinn að hækka hægar og jafnvel lækka síðar.
Með því að neyta eingöngu grænnar fæðu mætti minnka mikið fæðukostnað og eyðslu eldsneytis. Ef það stenst eru það mikilvægar upplýsingar í byrjun.
Með árinu 2050 er rauða línan á norðurhveli að verða of langt fyrir neðan bláu línuna og verður að hækka sig meira en áður, og upp fyrir þá bláu. Þá minnka víðáttumiklu snjóalögin í Síberíu og Kanada, og um leið gefur hafísinn eftir, en rauði hitinn nær hámarki sínu um 2085. Þá fer skyndilega að kólna með auknum snjó og ís í 35 ár, til 2120.
Öll áhrif á yfirborðshitann verða meira en helmingi minni á suðurhveli en á norðurhveli, einkum vegna þess að þar er sjórinn meira en helmingi víðáttumeiri og tekur til sín meiri hlutann af varmabreytingunum niður í djúpin.
Hannes Finnsson, sem var biskup í Skálholti fram undir aldamót 1800, taldi að manndauði vegna harðinda á Íslandi hefði þá undanfarið verið tvisvar á hverri öld. Nú óttast sumir hættuleg hlýindi. En sambandið milli loftslags og mannfjölda hefur staðist vel síðan 1875, og nú sýnist hlýnunin hægari í bili.
Manneskjan getur auk þess temprað lofthitann með því að eignast enn færri börn. Einnig þarf að hætta þeim rándýra ósið að breyta plöntum í kjöt og úrgang áður en þær eru étnar, eins og meistarinn Attenborough bendir á. Þær ráðstafanir taka hins vegar talsverðan tíma en spara líka mikið af olíu, kolum og gasi, sem er gott að eiga.
Það hrekkur þó skammt þegar 80 þúsund ára ísöldin kemur, hvort sem það verður eftir 10 þúsund eða jafnvel þúsund ár, líkt og frá landnámi Íslands, sem þá yrði jökli hulið. Ekki veitir af að haga sér eftir því, en vona um leið það besta. "
Þegar menn hugleiða 4-5 milljarða aldur jarðar og hvaða breytingar á hita hafa orðið á þessum tíma þá er það með endemum að sjálfskipaðir loftslagsspekingar fái að skattleggja samfélögin til að hlaupa eftir gervivísindum sem ákveða án röksemda að einhver hamfarahlýnun jarðar stafi af útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum eingöngu. Útgeislun sólar sé með öðrum orðum fasti sem ekki breytist.
Það er mikill fengur að þessum rannsóknarniðurstöðum í grein hins aldna vísindamanns Páls Bergþórssonar. Þó að við sleppum hugleiðingum hans um kjötát og barneignir eru niðurstöður hans um hina náttúrlegu 35 ára sveiflu jafngildar.
Loksins kemur fram vísindaleg nálgun á hinu uppblásna máli um hamfarhlýnun af mannavöldum sem yfirborðsmenn reyna að gera að algildum loftslagsvísindum.
3.11.2020 | 11:13
Merkur leiðari
finnst mér vera í Morgunblaðinu í dag fyrir þær sakir að hann rekur óhappasögu íslenskra stjórnmála sem varð fyrir rúmum áratug og enn sér ekki fyrir endann á.
Þar segir:
"Það var sérstök manngerð sem horfði fyrst og síðast á fyrirferðarmikla stórlaxa ná á örfáum árum undirtökum í íslensku viðskiptalífi í krafti einkennilegrar stöðu í alþjóðlegu lánakerfi, sem þeir náðu að misnota út í æsar.
Einn stjórnmálaflokkur rann á blóðlyktina. Samfylkingin sem þjáðst hafði lengi af pólitískri minnimáttarkennd gaut augum til þessa bjargræðis. Hún var þó ekki ein flokka um að forðast að taka hart á móti, eins og skylt var. Fleiri áttu einnig sök. En Samfylkingin var ein um að tala beinlínis máli þeirra sem byggt höfðu upp óeðlilegar aðstæður og voru ráðnir í að nota þær út í æsar. Og forsvarsmenn hennar báru blak af því opinberlega og af mikilli ósvífni í þeirri von að fá að fljóta með til pólitískra áhrifa.
Eftir að áfallið varð víða um lönd var búin til bylting hér, hún kennd við búsáhöld til að gefa því vingjarnlegt yfirbragð. Nú harma menn mest alls að hafa ekki náð að brjóta varnir landsins á bak aftur. Þeir sem voru drýgstir við að kosta umbrotin voru sömu aðilar og tókst að ryksuga lífeyrissjóði í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það var aldrei rannsakað, þrátt fyrir látalæti, því að forsvarsmenn þeirra héldu sjálfir utan um könnun þess máls og er það einn versti kattarþvottur þessara ára og reyndar óskammfeilið að kenna þau brögð við þá snyrtilegu dýrategund.
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms var ráðin í því að ganga erinda erlendra fjárglæframanna gagnvart eigin þjóð og gerði tilraun til að hengja skuldir sem glæframenn höfðu sjálfir stofnað til á herðar íslensks almennings. Með því átti að kenna stjórnmálalegum andstæðingum um atferlið og láta slíkar fullyrðingar ganga um langt árabil. Það tókst ekki eins vel og til stóð, þar sem tekið var á móti í því tilviki.
Til hliðar við þetta var soðin upp staða og látið eins og sú væri bein afleiðing af bankaáfallinu hér, þótt það hefði sömu meginástæðu sem gerði vestrænum þjóðum almennt erfitt fyrir. Það var ákveðið að á Íslandi hefði íslenska stjórnarskráin verið undirrót ófaranna! Sú sama sem nánast hvert mannsbarn, sem aldur hafði til, hafði samþykkt í sömu mund og til lýðveldis var stofnað í landinu.
Hvergi í öðrum löndum var sá tilbúnaður hafður uppi. Þá var því beinlínis skrökvað upp að vandinn hefði komið upp hér fyrst og síðast vegna þess að Ísland væri ekki í ESB! Það var stórbrotin tilraun til að hafa endaskipti á tilverunni.
Það hrópaði framan í hvern mann hvernig ESB-ríki höfðu farið út úr ógöngunum, frá Grikklandi og upp úr. Í ESB var gripið til aðgerða sem sagt var að aldrei hefðu sést áður og gætu einungis staðið um skamma hríð.
Nú, meir en áratug síðar hefur seðlabanki ESB ekki enn náð sér út úr ógöngunum sem öfugsnúin vaxtastefna heldur löndunum í. En tilþrifin áttu eftir að versna.
Kallað var á fólk með tombóludrætti til að hefja umbyltingu á stjórnarskrá. Enginn hafði velt stjórnarskrármálum fyrir sér! Enginn heyrt á það minnst að íslenska stjórnarskráin væri vandræðagripur! Þannig var ekki talað í nálægum löndum. Þúsund manns sat við 100 borð í Laugardalshöll með leiðbeinendur á hverju borði. Og það gerðust mikil undur, svo minnti helst á fjölmennan miðilsfund.
Á 100 borðum duttu menn niður á 5 helstu vandamálin við íslensku stjórnarskrána. Í framhaldinu var kosið stjórnlagaráð til að fá þetta veganesti. Kosningarnar enduðu með þeim ósköpum að Hæstiréttur landsins komst ekki hjá því að blása vitleysuna út af borðinu.
Einhver hefur sennilega komið því inn í höfuðið á Jóhönnu að með svona aðferðum hefðu Bandaríkjamenn fundið John Adams, Benjamin Franklin, Hamilton, Jefferson, Madison og George Washington. Þessir kunnu til verka, þótt lítið bæri á trallinu og hefur verk þeirra enst vel.
Lengi vel lét almenningur þennan skrípaleik fara fram hjá sér. En eftir að hópur, sem kom að þessu verki þótt Hæstiréttur hefði ógilt kosningu hans, fór að hafa hátt, gerðu flestir ekkert með þau tilþrif og gengu út frá að vitleysan myndi gufa upp. En engu er líkara en að íslenskir stjórnmálamenn, og jafnvel þeir sem eiga þó að teljast í fremstu röð, séu hræddir þetta hávaðafólk.
Það hefur þó enga stöðu nema þennan hávaða. En nú er farið að sjást að margur hefur fengið nóg. Fjölmargir lögfræðingar hafa tjáð sig um allan þennan vandræðagang, af ígrundun og skynsamlegu viti og hávaðalaust. Er fengur að því. Vonandi hætta stjórnmálamenn að láta þá hotta á sig sem minnst allra hafa um þetta mál að segja, ef hávaðinn er skilinn frá. "
Nú er búið að tilkynna að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé að láta af þingmennsku eftir 28 ára setu þar.
Fáir menn hafa svikið annað eins í stjórnmálum og þessi Steingrímur. Hann hefur fengið íslenska ríkið til að kaupa fyrir sig einbýlishús í Breiðholti í formi búsetustyrkja þar sem hann skráði sig til heimilis fyrir norðan þó hann hafi ekki búið þar lengi.
Síðasta sem hann lofaði áður en hann gekk til liðs við Jóhönnustjórnina var að fara ekki í ESB.Það sveik hann kirfilega áður en haninn gól þrisvar. Hann er ekki síður sekur í Icesave málinu en Jóhanna þar sem þau reyndu saman að hengja fjárhagslegan myllustein um háls þjóðarinnar sem einbeitt andstaða kom í veg fyrir og hið erlenda dómsvald sem Íslendingar eru í dag í æ ríkara máli að undirgangast svo sem menn iðkuðu á á Sturlungaöld að skjóta málum til konungs,heyktist á að dæma á þjóðina þrátt fyrir mikla löngun.
Að fáum mönnum hef ég minni eftirsjá úr stjórnmálum en Steingrími þessum þar sem samanlagður óhappaferill hans á fáa sambærilega.
Orð leiðarahöfundar um stjórnarskráfarsann eru í fullu gildi og mega munast af sem flestum.Upphlaupin og vitleysan í kring um stjórnarskrámálið er fyrir löngu búin að æra óstöðuga og margir virðast vera farnir að trúa því að stjórnarskrá tryggi það að stjórnmálamenn grípi ekki til fantabragða.En það eru auðvitað kjósendur sem bera alla sök á því að kjósa tætingslið og bjálfa inn á Alþingi sem við blasir að er gert í vaxandi mæli vegna vonbrigða fólks.
Dæmi um slíka lukkuriddara er doktor Benedikt nokkur Jóhannesson sem skrifar stubb til hliðar við leiðarann. Benedikt þessi er sagður sæmilegur reikningsmaður en getur ekki sætt sig við það starf og vill hafa vit fyrir öðrum sem honum er um megn.
Peters Principle sagði að margur maðurinn endaði með því að klífa metorðastigann upp á það þrep sem hann réði ekki við.Benedikt þessi deilir sönnun þeirrar kenningar með fjölda þingmanna þar sem hann hefur sjálfur sannað það á fyrri tíð sinni í pólitík. Vonandi gefa kjósendur honum ekki annað tækifæri til þess.
En þessi leiðari var þörf upprifjun og greining á vitleysunni sem ríður húsum í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir.
2.11.2020 | 11:11
Af hverju ekki að loka?
landamærum Íslands tímabundið fyrir öðrum en íslenskum kennitölum?
Allar íslenskar kennitölur færu í sóttkví við komuna.Engar flugvélakomur með hælisleitendur eða fótboltalið.
Væri slíkt gert í 2-3 vikur með venjulegum innri skimunum myndi nýgengi smita ekki hríðfalla?
Af hverju er ekki létt á Landspítala með legudeild í Ögurhvarfi hjá ÞG verk?
Er andstaða Svandisar og VG við einkaframtak svona þung á metunum?
Styrmir Gunnarsson veltir vöngum yfir gangi mála:
"Það má merkja af umræðum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að gagnrýnin á síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar er meiri en áður og þá fyrst og fremst úr tveimur áttum. Annars vegar frá hagsmunaaðilum og hins vegar frá þeim sem gagnrýna af hugmyndafræðilegum ástæðum, þ.e. að í aðgerðunum felist takmörkun á athafnafrelsi fólks.
Sambærileg gagnrýni heyrist í öðrum löndum enda í flestum þeirra verið að herða aðgerðir til að koma böndum á veiruna.
Þessi gagnrýni er skiljanleg en engu að síður eru rökin fyrir hertum aðgerðum augljós.
Þjóðir heims eiga engan annan kost en að vinna skipulega að því að koma böndum á veiruna. Það kallar á margvíslegar fórnir hvers og eins og mikinn kostnað fyrir sameiginlega sjóði en sá valkostur að gera ekkert gengur ekki upp. Og að lokum yrði fórnarkostnaðurinn af því að velja þá leið margfallt hærri.
En auðvitað eru umræður um aðgerðir og/eða aðgerðarleysi sjálfsagðar. "
Vonandi styttist í að mótefni finnist.
En verður ekki að herða áður en rætt er um að slaka? Ekki hálfloka eða hálfkáka?
Af hverju ekki að loka áður en talað er um að opna?
1.11.2020 | 12:46
7 ár.Hvernig?
fær fjölskylda að dvelja hérlendis í 7 ár við það að óska eftir alþjóðlegri vernd?
Samúð hlýtur að vakna með þessu fólki sem svo grimmilega er leikið í von og vonbrigðum.
Hvaða embættismenn íslenskir bera á þessu ábyrgð?
Eiga þeir að sleppa frá því að svara fyrir þessar grimmilegu gerðir sínar?
Eru þetta hæfir einstaklingar eða eiga þeir að axla ábyrgð eins og það er kallað?
7 ára afgreiðsluleysi toppar það sem maður hefur áður heyrt.
1.11.2020 | 00:19
Borgarlínan
virðist eiga að fara í framkvæmd hvað sem líður rökum gegn henni.
Björn Bjarnason dregur saman hvað sérfróðir menn hafa nýlega sagt um málið. Niðurstaða þeirra fer samanvið niðurstöðu flestra meðalasnoturra manna sem velta stöðunni fyrir sér.
Björn segir í dag:
"Ragnar Árnason, fyrrverandi prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í Morgunblaðinu fimmtudaginn 29. október að nýfjárfesting í þjóðvegum í Reykjavík hafi verið því nær engin undanfarin 12 ár, en vegakerfi borgarinnar þess í stað skipulega gert ógreiðfærara með ærnum tilkostnaði. Þjóðhagslegur kostnaður við þetta sé líklega yfir 30 milljarðar króna á ári.
Ragnar bendir á að með borgarlínunni, endurbættu strætisvagnakerfi, sé von málsvara hennar að fjölga ferðum á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum úr 4% í 12%. Borgarlínan auki hins vegar enn tafir þeirra sem ekki ferðast með henni:
Hugmyndin er m.ö.o. sú að leggja auknar tafir á 88-96% borgarbúa til að flýta för 4-12% þeirra. Þar að auki verða þessi 88-96% borgarbúa sem verða fyrir auknum töfum í umferðinni að borga þorrann af fjárfestingunni í Borgarlínunni sem nemur tugum milljarða sem og rekstrartapið af strætisvögnunum.
Þetta er skarpleg hagfræðilýsing á þeim óskapnaði sem er að fæðast með borgarlínunni á höfuðborgarsvæðinu.
Kortið sýnir fyrsta áfanga borgarlínu. Kjörbreidd er 35,5 m og allri annarri umferð er ýttt til hliðar. Umferðatafir aukast vegna þessa hjá 88 til 96% þeirra sem aka um Reykjavíkurborg.
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, skrifar grein um borgarlínu í Morgunblaðið föstudaginn 30. október.
Gestur bendir á að línan fari yfir Elliðaárnar, eftir Laugardalnum og niður á Hlemm, eftir Hverfisgötu og niður á Lækjartorg, eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi, yfir Tjörnina á Skothúsvegi, upp að Landspítala og síðan yfir Fossvog, yfir á Kársnes og eftir því endilöngu að Hamraborg. Línan yfirtaki sumar af þessum götum algerlega þannig að önnur ökutæki þurfa þá að leita eitthvað annað, með auknu álagi á þær götur.
Gestur staðfestir með öðrum orðum að umferðarvandi 88-96% borgarbúa eykst stórlega með borgarlínunni. Gestur segir réttilega:
Kynning á Borgarlínunni hefur að undanförnu verið með þeim hætti að nær ógerlegt hefur verið fyrir venjulegt fólk að átta sig á því hvað þarna er á ferðinni, en þó er hlutlaus kynning þeirra sérfræðinga sem þarna eiga hlut að máli og taka á því faglega ábyrgð samt forsenda fyrir því að fólk geti myndað sér skoðanir á skynsamlegum grundvelli og sett fram raunhæfar ábendingar/​athugasemdir. Hér á ekki að vera að reyna að selja eina ákveðna hugmynd og þetta gildir jafnt um almenning, stjórnmálamenn og aðra sérfræðinga.
Gestur bendir á verði ráðist í að leggja borgarlínuna sé æskileg breidd hennar talin vera 35,5 m, þetta sé því mjög mikil framkvæmd sem gerbreyti núverandi umhverfi. Hann gagnrýnir tilraunir til að fegra verkefnið í kynningu með grafík sem gefi alls ekki rétta mynd.
Af lestri þessara greina tveggja sérfróðra manna verður ekki annað ráðið en markvisst sé reynt að selja almenningi hugmynd á tilbúnum forsendum. Í smáa letri samgöngusáttmálans um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hljóta að vera fyrirvarar um áreiðanleikakönnun í þágu skattgreiðenda og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Að þessi framkvæmd sé keypt því verði að Sundabraut sé lögð eða hættuleg og tafsöm gatnamót endurbætt er dapurlegur vitnisburður um hug þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg."
Merkilegt er að virða fyrir sér ákvarðanatökuferlið hjá þeim einbeitta meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem að framkvæmdinni stendur. Ekkert virðist geta stöðvað eða frestað þeim ákvörðunum að ráðast í hundruð milljarða fjárfestingu í þessari framkvæmd sem margir draga í efa að muni skila nokkru í aðra hönd.Eitt og hálft ár sem eftir lifa af umboði meirihlutans sem er búinn að keyra fjárhag Borgarinnar niður á ósjálfbært stig virðist duga til þess að fara fram af hengifluginu með aðstoð ríkisstjórnarinnar sem spilar með í svonefndum samgöngusáttmála.
Einhverjum gæti fundist að COVID19 faraldurinn á þessu tímapunkti gæfi ekki tilefni til að hraða framkvæmdum og fjáraustri. En svo er samt ekki. Áfram skal haldið og byrjað ekki seinna en strax.
En ginn hefur samt fengið tæmandi lýsingu á því hvernig þessi Borgarlína eigi að líta út í endanlegri útfærslu. Er þetta léttlest á teinum, stærri strætisvagnar eða sjálfkeyrandi smábílar með mikilli ferðatíðni.
Það er ömurlegt að vera teymdur svona áfram til fjárhagslegrar aftöku af örlitlum minnihluta ofstopafólks þegar svo skammt lifir a f kjörtímabilinu.
Borgarlínan er draumórafyrirbrigði sem Borgaryfirvöld hafa engar raunhæfar áætlanir gert um tímanlega eða eilífa samgönguvelferð borgaranna sem hún á að þjóna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko