Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020
26.8.2020 | 12:49
Er GAJA algert flopp ?
í Álfsnesi?.
Sorpa situr uppi með afurðirnar, moltu og metan, og Dagur B. kaupir rafmagnsstrætóa fyrir Borgarlínuna en gasinu er brennt út í loftið án arðgjafar. Og moltan er bara dýrt bull í heilabúum vinstri manna á borð við umhverfisráðherrann sem enginn kaus og lúpínan getur leyst allstaðar fyrir langtum minni pening en að aka þessu skarni á hóla eins og gamli Njáll gerði.
Það hlýtur að koma sterklega til greina að breyta stöðinni í brennslustöð til orkuvinnslu og snúa af þeirri braut sem stöðin er núna á. Getur það kostað svo rosalega að breyta þessu yfir í brennslustöð að það megi ekki spyrja um kostnað af slíku? Er ekki KALKA lifandi dæmi um brennslustöð?
GAJA er líklega hreint flopp í ranga átt sem bara hleður utan á sig milljarða tapi í framleiðslu á ónýtum afurðum sem afleiðingu af óskhyggju vinstri manna eins og fyrri daginn.
25.8.2020 | 22:09
Skipulagt hópsmit
Enska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur hingað til lands daginn fyrir leik liðsins á móti Íslandi í Þjóðadeildinni sem fram fer 5. september.
Til hvers er allt þetta vesen á landamærunum ef Íþróttahreyfingunni er heimilað að flytja inn ótakmarkað magn af smiti þann 4 september?
Hvað bull er þetta? Er skipulagt hópsmit og nýr Kórónufaraldur í aðsigi vegna fótboltadellu fárra?
25.8.2020 | 19:00
Umhverfisráðherrann
sem enginn kaus brosti gleitt í sjónvarpinu þar sem var verið að eyða milljónum að breiða eitthvað sem þeir kalla moltu á kostarýrt land.
Fyrir brot af þessu myndi lúpína græða þetta svæði á svona 5 árum og hylja það jarðvegi.Þessi spandans er enn ein dellan sem þessi ráðherra stendur fyrir þegar hann er búinn að moka ofan í framræsluskurði sem skapa landbúnaðarland í hungruðum heimi.
Af hverju ekki að fela lúpínunni að sjá um uppgræðslu landsins í stærri stíl? Hún sýnir þá á Kletthálsi að hún græðir jafnvel upp sprengda klöpp við veginn. Það þarf enga rándýra moltugerð. Það er nær að brenna sorpinu og hirða orkuna úr því.
Umhverfisráðherrann sprengjuglaði þarf ekki endilega að vera líka kostnaðarblindur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2020 | 14:16
Önnur höndin bundin
fyrir aftan bak á öðrum Gladiatornum þótti ekki gott veganesti í bardaga.
Mér finnst að Dwmókratar séu að leggja upp í slíkan bardaga við repúblikanann Trump.
Ég á erfitt með að sjá Joe Biden komast lifandi frá einvígi við Trump sem er bæði ósvífinn og vígfær. Trump mun ekki gera lítið úr braski Hunters Biden í Ukraínu og það verður ógaman fyrir Biden kallinn ef einhverjar vöflur eru á honum nú þegar vegna ellikrankleika .
Ég bara skil ekki hvernig Demókrötum dettur í hug að leggja í þessa orrustu með allt þetta á móti sér. Nema þeir sjái það fyrir sér að Biden verði ófær fyrir bardagann á einhvern hátt. Og það er þá engin von til þess að stelpan reynslulausa standi í hárinu á kallinum Trump. Svei mér þá ef ég botna upp né niður í þessari hernaðaráætlun Demmanna?
Það er hamast á Trump úr öllum áttum nema frá Joe Biden. Þaðan kemur ekki neitt.Trump er kennt um allt sem aflaga fer vegna Covid19. Hvaða áhrif hefur þá hugsanlegt bóluefni ef slíkt kemur fram fyrir kosningarnar? Varla verður Biden þakkað það.
Ég hálf vorkenni Demókrötum að ana út í svona gersamlega tapað stríð með aðra höndina bundna fyrir aftan bak.
25.8.2020 | 12:36
Þorir enginn í aðrar kosningar?
til að afgreiða málið í Belarus?
Lukasjenkó er ekki frábitinn því.
Hver segir að hann vinni ekki í opinni kosningu?
Það er ekkert gefið að stelpan vinni kallinn.
Þorir ESB elítan ekki að leggja þetta til heldur vill hún meiri óeirðir og vesen? alltaf söm við sig og svínaríið.
24.8.2020 | 20:48
Borgarlínan í Medellín
virkar greinilega fínt.
Hún er þar kláfakerfi sem krefst ekki götupláss og flytur fólkið milli staða eins og Dagur B. og Sigurborg Ósk ætla að gera en bara fyrir margfaldan kostnað og vandamál um leið og þau útrýma fjölskyldubílnum eins og hún Sigurborg Ósk boðar sem sitt æðsta pólitíska markmið.
Mér finnst ekki úr vegi að þetta fólk horfi aftur á þáttinn frá Medellín sem sýndur var á RÚV í kvöld, sem gæti þýtt milljarða sparnað fyrir skattgreiðendur og mikið hagræði fyrir Borgarskipulagið.
23.8.2020 | 11:37
Geggjunin heldur áfram á fullu
Þetta er tekið af Kjarnanum:
Í dag er gengið út frá því að borgarlínuleiðirnar sem feti sig um sérrýmið árið 2024 verði tvær talsins og einnig að leiðirnar sjálfar verði lengri en einungis sem nemur lengd sérrýmisins. Eins og áætlanir líta út í dag myndi önnur leiðin fara frá Lækjartorgi upp á Höfða og um Gullinbrú upp í Grafarvog, en hin frá ná Lækjartorgi að Hamraborg og svo áfram upp í efstu byggðir Kópavogs, að Vatnsenda. Vagnarnir verða því ekki í sérrými, aðskildir annarri umferð, alla leið.
Þetta útskýrðu þau Hrafnkell Á. Proppé og Lilja G. Karlsdóttir starfsmenn Verkefnastofu Borgarlínu nokkuð skilmerkilega fyrir blaðamanni Kjarnans nýlega. Þó að þetta séu bara 13 kílómetrar sem eru undir í framkvæmdinni í fyrsta áfanga, þá erum við að tala um að það séu tvær borgarlínuleiðir sem myndu nota þessa innviði, segir Hrafnkell, en Lilja skýtur því inn að það sé reyndar til skoðunar hvort álitlegra væri að hafa borgarlínuleiðirnar í þessum fyrsta áfanga einungis eina, í stað tveggja. Verið er að meta hvort það geti verið fýsilegt, en á þessum tímapunkti er unnið út frá því að þær verði tvær.
Það að láta borgarlínuvagnana, sem verða stærri en venjulegir strætisvagnar, fara umfram sérrýmið er ætlað til þess að reyna að lágmarka skiptingar í kerfinu og það mun útheimta einhverjar breytingar á götumyndinni utan sérrýmisins til þess að þeir geti farið um. Hringtorg, til dæmis, eru afar óhentug fyrir stóra strætisvagna. Nákvæmar útfærslur á þessu munu liggja fyrir þegar forhönnun lýkur, haustið 2021, segir Lilja.
Gagnast fleiri leiðum í almenningssamgöngukerfinu
Það verða þó ekki einungis fyrstu borgarlínuleiðirnar, sem hefja akstur um sérrýmið þegar það verður klárt. Almennar strætóleiðir, sem geta nýtt sér sérrýmið til tímasparnaðar munu einnig gera sér það.
Þú ert þá að fá sérrými þar sem við erum að upplifa mestu umferðartafirnar. Þetta á tvímælalaust eftir að verða þjónustubæting og tímasparnaður fyrir mjög margar leiðir, segir Hrafnkell og bætir við að til dæmis Mosfellingur sem taki Strætó í átt að miðborg Reykjavíkur til vinnu á morgnana muni finna fyrir miklum breytingum, þrátt fyrir borgarlínuleið upp í Mosfellsbæ sé ekki innifalin í fyrsta áfanganum í framkvæmdinni.
Þegar hann kemur niður á Höfða fer sú leið bara inn í sérrýmið og hann kemst miklu hraðar niður í miðborg heldur en með eldra kerfi, segir Hrafnkell.
Af hverju bætiðið ekki bara strætókerfið? segja sumir sem telja Borgarlínu óþarfa framkvæmd. Við erum einmitt að því, segir Lilja.
Borgarlínuvagnarnir verða frábrugðnir hefðbundnum gulu strætisvögnunum sem aka um götur höfuðborgarsvæðisins í dag. Sumir verða stærri, en ekki liggur enn fyrir hvernig vagnar verða fyrir valinu.
Vagnarnir sem verið er að tala um eru annars vegar 18 metra liðvagnar, svipaðir þeim stærstu sem Strætó bs. notar þar sem mestra afkasta er þörf í strætókerfinu í dag, en svo er líka verið að skoða 24 metra langa tvíliða vagna.
Við erum að sjá að árið 2029 munum við þurfa tvíliða vagna allavega á einni leið, segir Lilja, en vagnaútboð tekur á bilinu 2-3 ár. Þau Hrafnkell segja mikilvægt að hugsa ekki of smátt þegar kemur að vagnakaupunum, enda séu dæmi um að borgir hafi byrjað með of litla vagna í rekstri hraðvagnakerfa sinna og hafi síðan neyðst til þess að fjárfesta í stærri vögnum nokkrum árum eftir að kerfið var tekið í notkun. Líftími vagna er um 10-15 ár og þess vegna þarf að kaupa inn vagna sem duga líka eftir 10 ár.
Þetta á líka að vera upgrade í þjónustu, segir Lilja og bætir við að í dag séu leiðar þar sem allt sé smekkfullt á morgnana. Fólki finnst það ekki gott, sérstaklega ekki núna, segir hún og vísar til veiruástandsins.
COVID-kvíðinn
Og talandi um það. Ótti við nálægð sem oft fylgir almenningssamgöngum hefur gert ýmsa afhuga strætóferðum. Innstigum í strætó fækkaði um 30 prósent á milli ára í maí og enn meira þegar faraldurinn á vormánuðum stóð sem hæst, er margir strætónotendur tóku fram hjólið eða hreinlega unnu heiman frá sér.
Hrafnkell og Lilja segjast þó ekki telja að það verði langtímabreyting á vilja fólks til þess að nýta almenningssamgöngur og bendir Hrafnkell á að um leið og veiran var nær horfin úr samfélaginu hér á landi snemmsumars hafi fólk byrjað að streyma á kaffihús, veitingastaði og viðburði á ný. Þau vona þó eins og aðrir að veiran verði ekki meðal okkar til langrar framtíðar.
Þau Lilja og Hrafnkell segja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu ættu að verða þess verulega varir að framkvæmdir verði farnar af stað síðla árs 2022. En framkvæmdirnar eru þó í reynd þegar hafnar, að því leyti að sérstaklega er byrjað er að gera ráð fyrir Borgarlínu á þeim stöðum þar sem hún á að fara um og aðrar framkvæmdir eru yfirstandandi.
Til dæmis er verið að huga að legu Borgarlínu í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á Landspítalasvæðinu um þessar mundir, en þar er passað upp á að bil á milli húsa sé nægilegt til að Borgarlínan geti farið um í framtíðinni.
Margir hafa miklar skoðanir á Borgarlínunni og undanfarin ár hafa hér á Kjarnanum og víðar birst pistlar og greinar þar sem hagkvæmni verkefnisins er dregin í efa og forsendur þess sagðar brostnar, eða þá að verkefnið sé orðið allt of víðfemt.
Í samhengi við það síðastnefnda minnir Hrafnkell á að verkefnið sé sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem styðji auk þess við þá stefnu sem ríkið hafi sett sér um að auka þurfi hlut vistvænna ferðamáta. Hann segir að það styttist í að hægt verði að varpa frekara ljósi á margt af því sem sætt hefur gagnrýni á umliðnum misserum, gagnrýni sem hefur bæði verið málefnaleg og ekki.
Við þurfum bara að vera auðmjúk. Það verða allir framkvæmdaaðilar að vera það.
Við viljum bara eiga faglega umræðu. Nú eru að koma mjög mörg mikilvæg púsl að koma saman, það eru að koma niðurstöður úr umferðarlíkaninu, það er að koma félagshagfræðileg greining, það eru að koma frumdrög; skýrsla sem mun hjálpa fólki að skilja þetta og það er líka að koma ákveðin greining á því hvaða möguleika við höfum í innlendum vistvænum orkugjöfum. Það er alveg heilmikið skref, það er að koma fóður til að eiga upplýstari og betri umræðu, en það verða alltaf einhverjir sem kjósa að eiga umræðuna á einhverjum öðrum forsendum, segir Hrafnkell.
Almenningssamgönguverkefni eru bara drulluflókin, segir Lilja og bætir því við að það helgist af því hvað verkefnið hafi marga snertifleti. Það er allt undir, umferð gangandi, hjólandi, einkabíla og annað, sem Lilja segir að ekki sé mikil hefð fyrir að rúmist allt innan sama samgönguverkefnisins hér á landi.
Við þurfum bara að vera auðmjúk. Það verða allir framkvæmdaaðilar að vera það. Við verðum alltaf að vera með ferli í gangi sem er samtal við samfélagið [...] og við verðum að geta gert ráð fyrir að það komi eitthvað input úr því ferli sem gæti haft áhrif á lokaniðurstöðuna.
Þetta væri sprenghlægilegt ef þetta væri ekki raunveruleg geggjun sem fjallar um að eyða hundrað milljörðum í að greiða samgöngur fyrir minna en þess tíundahluta almennings sem ekki nýtir sér einkabílinn.Fyrir þetta er öllum umferðarbótum fyrir bílaumferð fórnað og allt gert vísvitandi til að ergja þennan yfirgnæfandi meirihluta fólks.
Allt þetta geta einstaklingar eins og Sigurborg Ósk og Dagur B. gert á óskiljanlegan hátt og heilaþvegið með sér að öðru leyti normalt fólk í nágrannasveitarfélögunum . Nema á Seltjarnarnesi sem vilja hvorki heyra þessa geggjun né sjá og lof sé þeim fyrir.
Og þetta er sama fólkið sem á sama tíma kvartar sáran yfir því að ekki sé nægilega að gert í velferðarmálum þeirra verst settu. Tvískinnungurinn er yfirgnæfandi og óraunsæið.Á sama tíma þenur Dagur B. ut skrifstofu sína um 4 milljarða. Það er blindir og heyrnarlausir kjósendur sem halda svona öflum við völd.
Borgarlínan er ekki lengur brandari. Hún er geggjun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2020 | 14:22
Kolbeinsey
er einn gleymdasti staður Íslands með úrslitaþýðingu fyrir efnahagslögsögu okkar.
En hugsanlega einn sá alþýðingarmesti sem við ættum að sinna betur.
Svo stendur í Mogga:
"Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur opnað ræðisskrifstofu í Nuuk á Grænlandi og sagði DeHart að það væri eftirtektarvert skref í ljósi þröngs fjárhags ráðuneytisins.
Mike Pompeo utanríkisráðherra var í Kaupmannahöfn á dögunum og bar norðurslóðir hátt í samtölum hans við danska ráðamenn, hann hitti auk þess utanríkisráðherra Færeyja og Grænlands.
Bandaríski flugherinn birti norðurslóðastefnu sína í júlí 2020. Bandaríski norðurslóðastjórinn sagði að tvær meginástæður væru fyrir þessum þunga í norðurslóðastefnu Bandaríkjastjórnar nú: (1) auðveldara væri að nýta auðlindir og stunda siglingar á norðurslóðum en áður vegna umhverfisbreytinga; (2) geópólitískt umrót vegna herstyrks Rússa og norðursóknar Kínverja. Þegar litið er til þess hvernig Kínverjar hafa staðið að fjárfestingu og viðskiptum annars staðar í heiminum held ég að við þurfum að sýna mikla aðgát og vera á verði vegna áhrifa sem þetta kann að hafa á þá vönduðu stjórnarhætti sem við öll viljum að einkenni norðurslóðir, sagði DeHart. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur opnað ræðisskrifstofu í Nuuk á Grænlandi og sagði DeHart að það væri eftirtektarvert skref í ljósi þröngs fjárhags ráðuneytisins.
Mike Pompeo utanríkisráðherra var í Kaupmannahöfn á dögunum og bar norðurslóðir hátt í samtölum hans við danska ráðamenn, hann hitti auk þess utanríkisráðherra Færeyja og Grænlands.
Bandaríski flugherinn birti norðurslóðastefnu sína í júlí 2020. Bandaríski norðurslóðastjórinn sagði að tvær meginástæður væru fyrir þessum þunga í norðurslóðastefnu Bandaríkjastjórnar nú: (1) auðveldara væri að nýta auðlindir og stunda siglingar á norðurslóðum en áður vegna umhverfisbreytinga; (2) geópólitískt umrót vegna herstyrks Rússa og norðursóknar Kínverja. Þegar litið er til þess hvernig Kínverjar hafa staðið að fjárfestingu og viðskiptum annars staðar í heiminum held ég að við þurfum að sýna mikla aðgát og vera á verði vegna áhrifa sem þetta kann að hafa á þá vönduðu stjórnarhætti sem við öll viljum að einkenni norðurslóðir, sagði DeHart"
Steingrímur Erlingsson athafnamaður og eldstólpi kom með þá hugmynd fyrir nokkrum árum að fá gamlan olíuborpall sem hægt er að fá fyrir slikk og leggja honum við Kolbeinsey og gera þar SAR miðstöð fyrir Norðurslóðir.
Hví ekki að vekja athygli Pompeo og DeHart á þessu möguleika. Gera þarna flugvöll líka?
Næg akkerisfesta er í Kolbeinsey fyrir þjónustu við Norðurslóðir án aðkomu Kínverja sem eru að þvælast þarna óboðnir.
21.8.2020 | 11:42
Ferðamálafanatík?
óþarflega mikil vegna skimunar á landamærum.
Hvað þýðir hún fyrir vel stæðan ferðamann td. Stuttgart eða Chicago sem hyggur á 3 vikna ferð til Íslands á bílaleigubíl? Í sunnudagskvöldsstað leggur hann á stað á finmtudegi og heldur þá sínu upphaflega ferðaplani. Þessa sóttkvíardaga getur hann farið í gönguferðir og bílferðir innan laganna. Hann fær skimun í eigin þágu sem sker úr um heilsu hans. Er þetta ekki einhvers virði fyrir hann?
Hælisleitandanum er auðvitað sama og gott betur því hann fer beint á lúxushótel og þarf ekkert að borga. Honum er sama þótt aðrir fái ekki að kaupa sig inna á sjúkrahótel meðan hann lifir frítt á okkur helst árum saman með hjálp Helgu Völu lögfræðings Samfylkingarinnar og góða fólksins sem lifa á að tefja málsmeðferð hælisleitenda.
Getur ekki verið að við fáum bara betur stæða ferðamenn og fleiri til landsins, alvöru fólk sem virkilega hugsar?
Og þetta ástand varir ekki að eilífu.Bóluefnin nálgast með hverjum degi. "There be bluebirds over, the white cliffs of Dover, when the world is free" söng hún Vera Lynn svo yndislega þegar frjálsu þjóðirnar þurftu á kjarki að halda gegn morðóðum einræðisöflunum.
Ferðamálafanatíkin má ekki yfirskyggja allt hið jákvæða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2020 | 21:26
Greining á vandanum viðblasandi
er grein Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins á því sem við blasir í veráttunni við Kínapestina.
Bjarni skrifar svo í Morgunblað dagsins:
"Frá fyrstu aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins hafa skilaboð okkar verið skýr: Við munum beita ríkisfjármálunum til að hjálpa fólki og fyrirtækjum í vanda og skapa skilyrði fyrir vöxt efnahagslífsins á ný. Líklega má fullyrða að enginn sé ósnortinn af afleiðingum faraldursins, en afleiðingarnar væru meiri og þungbærari ef ekkert væri aðhafst.
Hvað ríkisfjármálastefnuna varðar hefur hún bein og óbein áhrif, sem miserfitt er að meta. Bein áhrif felast t.d. í fjárfestingarútgjöldum ríkissjóðs og óbein áhrif m.a. í greiðslum almannatrygginga og atvinnuleysisbóta, sem auka ráðstöfunartekjur og eftirspurn heimila og leiða þannig til framleiðslustarfsemi sem ella hefði ekki átt sér stað.
Óvissu er, eðli málsins samkvæmt, erfitt að mæla, en hún getur haft veruleg áhrif á framvindu efnahagsmála. Í mars og apríl var framtíðin óráðin. Ekki var hægt að útiloka að óvissan, gríðarlegur samdráttur í neyslu og tímabundin stöðvun tiltekinnar atvinnustarfsemi ylli alvarlegum greiðsluvandræðum í hagkerfinu. Hjá því var komist og þótt ekki verði sett nákvæm tala á þátt stjórnvalda, er ljóst að skýr markmið ríkisstjórnarinnar um að beita ríkisfjármálunum til að milda áfallið og stuðningur Alþingis við aðgerðirnar hafa haft áhrif á væntingar fólks, aukið bjartsýni og eflt framkvæmdavilja. Þannig hafa ákvarðanir stjórnvalda stuðlað að þróttmeira efnahagslífi.
Aðgerðir þegar skilað 80 milljörðum
Ætla má að halli á ríkissjóði á þessu ári verði hátt í 300 milljarðar króna. Þetta er stórfelld breyting á ríkisfjármálunum, frá jafnvægi yfir í gríðarlegan halla, og er ein birtingarmynda afleiðinga heimsfaraldursins. Breytt afkoma ríkissjóðs í ár vegna COVID-19 skýrist með tvennum hætti. Annars vegar eru að verki hinir svokölluðu sjálfvirku sveiflujafnarar, þar sem skatttekjum er leyft að lækka verulega samhliða minni umsvifum í hagkerfinu og útgjöld vaxa vegna meira atvinnuleysis. Þessi sjálfvirku viðbrögð skýra ríflega helming hallans. Hins vegar skýrist halli ríkissjóðs af sértækum aðgerðum sem gripið var til í þeim tilgangi að verja störf og verðmæti. Helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda hafa nú þegar skilað tæpum 80 milljörðum króna út í efnahagslífið, en sjálfvirkt viðbragð ríkisfjármála gæti numið um 120 milljörðum. Því fer þess vegna fjarri að þessi mikli tilkostnaður sé glatað fé.
Þjóðhagslegur ávinningur til lengri tíma
Ýmsar aðgerðir sem við höfum gripið til eru skammtímaúrræði til að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki gefist upp í þessum tímabundnu erfiðleikum og verðmæti fari í súginn að óþörfu. Lokunarstyrkir, stuðningslán, aðstoð við að greiða laun á uppsagnarfresti, frestun skattgreiðslna og rýmri reglur um greiðsluskjól eru m.a. úrræði sem falla að þessu markmiði og eiga líka að skapa svigrúm til að bregðast við og aðlagast breyttum aðstæðum. Segja má að framtíðin sem blasir við sé allt önnur en hún var og við þurfum að finna taktinn í nýjum veruleika.Fjárfestingarátak og stuðningur við nýsköpun miðar hvort tveggja að því að auka umsvif á samdráttartímum og skapa viðspyrnu fyrir vöxt til framtíðar. Rannsóknir á tengslum ríkisfjármálastefnu og hagvaxtar benda til þess að stuðningur ríkisfjármála við efnahagslífið hafi sérstaklega mikil áhrif á meðan atvinnuleysi er mikið, en í lok júlí voru 17 þúsund á atvinnuleysisskrá eða 7,9% vinnuaflsins. Samtals voru 21 þúsund einstaklingar á hlutabótum og atvinnuleysisskrá, eða 8,8%, en hæst fór það hlutfall í tæp 18% í apríl. Talið er að innspýting með hallarekstri ríkissjóðs í ár geti aukið landsframleiðslu um allt að 200 ma.kr. (~6-7% af landsframleiðslu) á næstu misserum. Efnahagsleg áhrif hallans, eða með öðrum orðum, aukinnar skuldsetningar, væru aðeins brot af þeirri fjárhæð við hefðbundnari efnahagsaðstæður.
Hallarekstur ríkissjóðs felur því við þessar aðstæður ekki í sér þjóðhagslegt tap í sjálfu sér, þótt hann endurspegli efnahagslegt tap vegna útbreiðslu veirunnar. Hallanum er öllum varið til að styrkja fjárhagslega stöðu einstaklinga og fyrirtækja, skapa störf, koma í veg fyrir að verðmæti glatist að óþörfu og örva hagkerfið til að gera okkur kleift að vaxa út úr þessu gríðarlega áfalli sem heimsfaraldurinn er. Við eigum engan valkost annan en að sækja fram, skapa meiri verðmæti, framleiða, auka skilvirkni og stækka þjóðarkökuna. Án vaxtar bíður ekkert annað en harkaleg aðlögun sem mun kosta okkur mikið í lífskjörum.
Þegar hagkerfið hefur tekið við sér þarf að vinda ofan af stuðningi og koma ríkissjóði aftur í þá stöðu að geta tekist á við þrengingar. Gleymum því ekki að við þurftum að skapa forsendur fyrir því að geta tekist á við þetta áfall með þeirri stefnu sem nú er rekin. Góður árangur síðustu ára, markviss skuldalækkun og ábyrg stjórn ríkisfjármálanna er einmitt forsenda þess að við höfum getað spyrnt kröftuglega á móti efnahagslegum áhrifum faraldursins.
Mesti vöxtur innlendrar neyslu frá 2007
Talið var að landsmenn myndu bregðast við óvissuástandi nú með auknum sparnaði og spáði Seðlabankinn að einkaneysla á öðrum ársfjórðungi myndi hrynja um allt að 20% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Þeir hagvísar sem liggja nú fyrir benda til þess að samdrátturinn hafi verið minni en 10%. Um leið og árangur sást af sóttvarnaaðgerðum og unnt var að slaka á þeim tók innanlandsvelta við sér.Fólk hefur verið duglegt að ferðast um landið í sumar, nýta sér ýmiss konar þjónustu og ráðast í framkvæmdir, eins og sjá má af mikilli fjölgun umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu. Kortavelta Íslendinga á Íslandi í júní jókst um 17% milli ára, sem er mesti vöxtur veltunnar síðan í ágúst 2007. Vöxturinn í júlí var einnig mjög sterkur, eða 13%.
Neysla Íslendinga nær ekki að vega upp framlag erlendra ferðamanna, sem yfir sumarmánuðina hefur verið um 30% af heildarneyslunni. Einkaneysla hefur eigi að síður orðið mun kraftmeiri en gert var ráð fyrir. Hún vegur um helming í landsframleiðslu og því ljóst að hagþróun á öðrum ársfjórðungi varð mun hagfelldari en allar spár reiknuðu með í vor.
Orsakir kröftugri umsvifa
Ætla má að ástæður kröftugra efnahagslífs og meiri neyslu en reiknað var með séu margþættar. Þyngst vegur líklega árangur í sóttvörnum í vor og sú staðreynd að fá smit greindust frá miðjum maí og fram til loka júlí. Það styður við þá ákvörðun að grípa til aðgerða á ný til að draga úr útbreiðslu COVID-19. Hagfelldari aðstæður á vinnumarkaði skýra einnig hluta þróunarinnar. Þrátt fyrir að þátttaka í ýmsum úrræðum stjórnvalda hafi hingað til reynst minni en búist var við má reikna með að snögg viðbrögð fjármálastefnunnar og skýr vilji stjórnvalda til að styðja við hagkerfið hafi vegið á móti óvissu um efnahagshorfur og þannig stuðlað óbeint að meiri umsvifum en ella væri raunin.
Skýr markmið draga úr óvissu
Talsverð umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að meta hagræn áhrif aðgerða, bæði efnahagslegra úrræða og sóttvarnaráðstafana. Mat af þessu tagi verður aldrei nákvæmnisvísindi. Útkoman verður ekki upp á gramm úr kílói. Eigi að síður er mikilvægt að við dýpkum umræðuna um þessa þætti. Á undanförnum mánuðum hafa safnast upplýsingar til að vinna með og við höfum gert minnisblöð sem stuðst hefur verið við í ákvarðanatöku en vilji okkar stendur til þess að gera dýpri greiningar og vonandi byggja þannig undir upplýstari, nákvæmari og enn betri ákvarðanatöku.Hér hefur verið nefnt að það hafi skipt máli fyrir innlend umsvif að ná tökum á útbreiðslu veirunnar og má þar horfa til atvinnustarfseminnar en einnig á áhrif til skemmri og lengri tíma á t.d. skólastarf og almenna virkni í samfélaginu. Hér ber einnig nefna þann sjálfsagða grundvallarþátt í okkar samfélagi að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur í aðgerðum sem skerða frelsi fólks til daglegs lífs og athafna sem við teljum sjálfsagða þætti nútímasamfélags.
Það er öllum ljóst að við getum átt fyrir höndum erfiðan vetur, en þá er gott að hafa í huga að við höfum sagt að viðbrögð stjórnvalda myndu taka mið af aðstæðum hverju sinni. Ef þörf yrði á harkalegri sóttvarnaviðbrögðum með tilheyrandi efnahagslegum afleiðingum þyrfti samhliða að endurskoða aðgerðir til að tryggja að við náum þeim skýru markmiðum sem að er stefnt: Að verja félagslega og efnahagslega velsæld og stöðugleika um leið og við setjum líf og heilsu fólksins í landinu í öndvegi og tryggjum aðstæður fyrir meiri verðmætasköpun. Þessi vinna stendur yfir og var málið á dagskrá ríkisstjórnarinnar í vikunni.
Náum árangri með samstöðu
Við erum í ákveðnum skilningi í stríði gegn ytri ógn. Nú þegar hafa margar orrustur verið háðar og við getum sagt að útkoman hafi verið vel viðunandi miðað við aðstæður. Höfum hugfast að þetta stríð getur varað enn um sinn og við þurfum áfram að byggja árangur okkar á samstöðu.Með samstöðunni, sterkri innri stöðu, ákvörðunum sem byggðar eru á þekkingu og reynslu, og með óbilandi trú á framtíð landsins mun okkur takast að sigrast á öllum erfiðleikum. Ekkert segir að við getum ekki komið stærri, sterkari og öflugri sem samfélag enn nokkru sinni fyrr út úr þessari stöðu. Þangað skulum við stefna."
Höfundur er fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
[ Morgunblaðið 20.8.20, bls. 33
Getur nokkur séð fyrir sér að einhver þingmaður litlu ljótu flokkanna á Aþingi væri fær um að draga upp jafn skýra mynd af staðreyndum vandmálsins sem Bjarni leggur hér fyrir og því hvernig ríkisstjórnin hyggist ráðast gegn erfiðleikunum?
Þingstjörnur Pírata, Samfylkingarflokkarnir beggja eða Flokks Fólksins? Hver trúir því að þessir flokkar gætu komið sér saman um eitt eða neitt?
NÚNA því þörfin er núna en ekki seinna.
Nefna þingmenn þessara flokka yfirleitt nokkurn tímann nokkrar tölur máli sinu til stuðnings? Dreifa þeir ekki heldur um sig um sig gamla pópúlistaglamrinu um "að efla ber og styrkja ber og auka stórlega framlög" til lausnar vandmálinu?
Vandamálinu sem er nefnilega bara hérna og núna en getur ekki beðið eftir því að málin sé tekin til umræðu og gerðar séu fyrirspurnir.
Bjarni greinir hvar vandinn er viðblasandi í efnahagslífinu og hvern ig skuli ráðast að rótum hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko