Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2021

Var þetta óhjákvæmilegt?

Foreign Ministry statement on response measures to NATO decisions regarding the Russian Permanent Mission to NATO in Brussels

On October 6, 2021, the NATO Secretariat officially announced NATO Secretary General Jens Stoltenberg's decision to withdraw the accreditation of eight members of the Russian Permanent Mission to NATO on November 1, 2021, as well as to reduce the overall number of mission personnel to 10. No reason for this decision has been provided. ...

Maður hélt að spennuslökun væri markmiðið en ekki svona aðgerðir.

Var þetta óhjákvæmilegt?

Read More
TwitterFacebookLinkedIn

Malthus

og Þorsteinn Sæmundsson eiga það sameiginlegt að vera forspáir.

Þorsteinn sá fyrir vandræðin sem af myndu hljótast ef Ísland gengi kommúnistum á hönd með úrsögn úr NATO. Honum tókst með félögum í "Varið land" að afstýra því.

Malthus gat ekki afstýrt því sem Þorsteinn fjallar um í Morgunblaðinu í dag. En það mál er undirrót allra mannlegra meina á þessari jörð. Orsök allra styrjalda og neyðar í heiminum.

Þorsteinn skrifar:

"Árið 1798 kom út bók sem menn hafa deilt um alla tíð síðan. Bókin hét „Ritgerð um mannfjöldalögmálið (Essay on the Principle of Population)“. Höfundurinn var Robert Malthus, enskur prestur og hagfræðingur. Meginstef bókarinnar var að fólksfjölgun myndi fyrr eða síðar fara fram úr fæðuöflun og þannig setja mannkyninu skorður. Þetta myndi leiða til baráttu um fæðuna og víðtækrar hungursneyðar.

Malthus rökstuddi þessa kenningu sína ítarlega. Gagnrýnendur seinni tíma hafa þó bent á að hann hafi hvorki séð fyrir iðnbyltinguna né stórtækar framfarir í jarðrækt. Sé litið á stöðuna nú, meira en þremur öldum síðar, verður að játa að Malthus hafi haft mikið til síns máls.

Flest þeirra vandamála sem á okkur brenna verða rakin til offjölgunar mannkyns, þótt það sé sjaldnast viðurkennt. Mannfjöldi í heiminum hefur aukist úr tveimur milljörðum árið 1930 í tæpa átta milljarða nú. Með öðrum orðum; á æviskeiði elstu manna hefur fjöldinn fjórfaldast. Horfur eru á að talan nái tíu milljörðum um miðja þessa öld.

Afleiðingarnar birtast á ótal sviðum, í vaxandi mengun á láði, í lofti og legi, fækkun dýrategunda, eyðingu skóga, hlýnun andrúmslofts, þjakandi umferð, þrengslum í borgum, hernaðarátökum, sívaxandi flótta frá átakastöðum og fæðuskorti á stórum landsvæðum.

Þótt dregið hafi úr barneignum í nokkrum löndum breytir það ekki heildarmyndinni. Í raun er það fólksfækkun sem stefna ber að. En sú hugsun er ekki vinsæl.

Eina þjóðin sem gert hefur alvarlega tilraun til að takmarka barneignir eru Kínverjar. Tilraunin mistókst sem kunnugt er, og engin lausn er í sjónmáli. Meðan svo háttar til verða menn óhjákvæmilega að draga úr neyslu og sætta sig við versnandi lífskjör.

Sem stendur er hlýnun jarðar ofarlega á dagskrá í flestum löndum. Þegar menn takast á við þau vandamál sem henni fylgja má ekki gleymast hver hin raunverulega rót vandans er.

Það er fólksfjölgunin."

Það er furðulegt að leiðtogar vorir um heim allan láta sem að þessi vá sé ekki raunveruleg. Þess í stað einblína þau á niðurstöðu hina fjörtíuþusund fífla AlGores í París um að jarðefnaeldsneyti sé mest um að kenna.

Vissulega er gott að draga úr útblæstri þar sem það er mögulegt,En orkunotkun mannkyns kemur að yfirgnæfandi leyti úr því eldsneyti.Og orkulaus getur mannkynið ekki forðast hungursneyð.

Grein Þorsteins stjörnufræðings er þörf áminning að við komumst ekkert áfram á órökstuddum slagorðum glamursstjórnmála.

Fyrr eða síðar verðum við að hugsa til gamla Malthusar.


Má Siminn selja mig

sem einokunarauðlind Mílu til fransks fyrirtækis?

Er ég líka ekki bara einhver tala í bókunum, kennitala sem hægt er að rukka?

Þetta er aldeilis stórveldi sem hafa klófest Símann sem virðist eiga mig sem auðlind eins og Samherji á fiskinn í sjónum.


Orkuskipti hverra?

Jónas Elíasson verkfræðingur veltir orkuskiptum fyrir sér í grein í Morgunblaðinu í dag:

 

Samdráttur Jónas

 

 

 

"Hópur fólks, einkum ungs fólks, er að fyllast örvæntingu vegna loftslagsvandans. Auðvitað er ástandið alvarlegt, en engin ástæða til ofsahræðslu. Hitastigsbreytingar eru langt innan þeirra marka sem hitinn hefur sveiflast á milli undanfarin árþúsund. Hér á Íslandi hefur nánast ekkert hlýnað síðustu hundrað árin, svo dæmi sé tekið. Í loftslagssögunni er ekki dæmi um nema eina hamfarahlýnun, en ísaldir, sem er mun verra, koma á 80- 100.000 ára fresti. Eins og loftslagsmál standa er ekki nokkur leið að spá um hvort við séum að kalla yfir okkur hamfarahlýnun eða slá næstu ísöld á frest.

Aðgerðir stjórnvalda

U.þ.b. helmingur raforkuvinnslu heimsins byggist á kolum og olíu. Það er orðið of seint að breyta yfir í kjarnorku, umhverfissinnar vilja leggja hana niður og þá verður bætt í kolin. Evrópsk og amerísk orkukerfi eru nánast fullbyggð og fólki þar hætt að fjölga.

Vandamálið í dag er Asía og Afríka.

Ef bjarga á loftslaginu verður það að gerast þar, losunarskattar og aðgerðaáætlanir í öðrum heimsálfum gera það ekki.

Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir ítrekaðar heitstrengingar og skuldbindingar á alþjóðlegum þingum er losun ennþá að aukast.

Ísland Raforkuvinnslan notar hvorki kol né olíu, svo hér á Íslandi er svo gott sem ekkert hægt að gera til að draga úr losun landsins ef menn ætla ekki að stöðva samgöngur og fiskveiðar og senda landið aftur í miðaldir.

Stóriðjan og losun hennar fer í taugarnar á mörgum, en hafa verður í huga að stóriðja á hreinni orku losar aðeins brot af stóriðju á olíuorku. Ísland getur því gengið til samstarfs við önnur ríki um að stórauka þennan iðnað og þannig haft jákvæð áhrif á alþjóðlega þróun loftslagsmála.

En Ísland er búið að semja sig frá þessum möguleika. Umhverfisráðherra gengur nú hart fram í að friða allt sem hægt er að friða með því augljósa markmiði að koma í veg fyrir slíka þróun.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Plagg með þessu nafni var gefið út af ríkisstjórninni, þ.e.a.s. umhverfisráðuneytinu. Þarna er boðuð minnkandi losun, eins og fyrsti dálkurinn í meðfylgjandi töflu sýnir.

Annar dálkurinn sýnir jafngildi losunarinnar í olíu, en erfitt er að minnka losun í liðunum A, B og C án þess að spara olíu eða bensín.

Þegar liður A er skoðaður í aðgerðaáætluninni kemur í ljós að meginástæða hins áætlaða 50.000 tonna sparnaðar af olíujafngildi er vegna borgarlínunnar. Að borgarlínan spari einhverja losun er hrein skröksaga eins og sýnt hefur verið fram á (sjá www.samgongurfyriralla.com og blaðaskrif þess hóps).

Þvert á móti; hún eykur óþarfa eldsneytiseyðslu og losun með því að tefja aðra umferð. Umferðartafirnar eru þegar orðnar miklar, en áhrifa þeirra er hvergi getið í aðgerðaáætluninni eða skýrslum um borgarlínu. Telja verður að áhrifin af þessu verði að 20.000 tonn bætist við eldsneytiseyðslu í samgöngum eins og sýnt er í þriðja dálki töflunnar.

Þáttur sérfræðinga

Vitnað er til sérfræðinga í aðgerðaáætluninni. Ef haldið er áfram með borgarlínuna, þá er orðið ljóst að áætluð áhrif hennar á ferðaval koma frá pólitíkusunum sjálfum. Það er lítið gagn í sérfræðiálitum þegar sérfræðingar eru að segja eitthvað í sínum skýrslum sem áður var búið að segja þeim; af þeim sem pantar skýrsluna!

Loftslagsblekkingin

Af þeim gögnum sem birt eru í aðgerðaáætluninni er ekki að sjá neitt sem réttlætir losunarminnkunina í liðum B og C. Hægt er að spara losun í þessum liðum með breyttum vél- og tækjabúnaði, slíkar rannsóknir voru í gangi fyrir 40 árum en ekkert í dag að séð verður. Því er ekki hægt annað en áætla þá liði 0, en líklega mundi koma út úr þeim aukin losun ef málið er skoðað nánar. Niðurstaðan er því +20 í stað –270.

Það er ábyrgðarhluti ef ríkisstjórnin ætlar að beita blekkingum af þessu tagi til að friða þann hóp sem hún sjálf er búin að hræða að óþörfu. Raunhæfar aðgerðir eru til, það er hægt að ráðast að umferðarvandanum, það er hægt að smíða skip og flutningabíla á rafmagni, en það þarf eitthvað að gera til þess að slíkt verði að veruleika, það dugar ekki að gefa út aðgerðaáætlun og bíða svo eftir orkuskiptum með kraftaverki.

Loftslagsvandinn verður ekki leystur með kraftaverkum eða blekkingum og ábyrgð umhverfisráherra er mikil að standa fyrir slíku.

Verðlausar orkulindir

Á núverandi markaðsverði er verðmæti losunarheimilda málmiðnaðar á Íslandi um 80 m EUR eða 12 Mia ISK og fer hratt hækkandi. Nú skal málmiðnaður draga úr losun samkvæmt aðgerðaáætluninni, sem væntanlega þýðir samdrátt í framleiðslu og kaupum á raforku, vinnu og þjónustu sem er mikil afturför í atvinnumálum. Að lokum mun hagkvæmast fyrir málmbræðslurnar að loka og selja sinn losunarkvóta.

Þar með verður þeim mönnum að ósk sinni sem vilja losna við stóriðjuna, en í staðinn situr Ísland uppi með verðlausar orkulindir. Þegar stóriðjan er farin situr landið uppi með virkjanir sem duga henni um aldur og ævi og allt jákvætt framlag Íslands til loftslagsmála að engu gert. jonaseliassonhi@gmail.com"

Er stefna stjórnvalda að kippa rekstrargrundvelli undan stórnotendum á grænni orku sem við framleiðum  vegna útblásturs þeirra á CO2?

Sjá þau fyrir sér samdrátt í sjóferðum og flugi? Hagkvæm rafmagnstæki til flugs eru alls ekki orðin að veruleika enn sem komið er. 

Eiga Íslendingar að kosta orkuskipti sín einir og borga sektir til einhverra úti í heimi svo umhverfissóðar heimsins geti haldið áfram iðju sinni óáreittir?


Hvað vill fólk?

í 194 löndum þegar 7 milljónir eru spurðar um áhyggjuefni sín?

Loftslagsáhyggjur eru neðstar á dagskrá.

According to the UN’s MyWorld poll of seven million people in 194 countries, out of the sixteen possibilities climate action came out … wait for it … dead last.

Páll Vilhjálmsson bendir á þessa síðu um falskar heimsendaspár:https://wattsupwiththat.com/2021/10/16/failed-serial-doomcasters/

En væntanleg ríkisstjórn á Íslandi hefur röðina öfuga.Fólkið hennar  á að hafa mestar áhyggjur af loftslagsváni og okkar leiðtogar bíða eftir að fá að skattleggja okkur í þágu þessa draugagangs hinna fjörtíuþúsund fífla AlGore frá París.

 


Slitlög á götum

innanbæjar eru mest gerð úr malbiki. Misþykku og úr mismörgum lögum. Nýlokið er ráðstefnu um malbikun gatna. 

Ending á þeim er misjöfn. Þó sýnist manni að það þurfi gjarnan að endurmalbika á hverjum áratug eða oftar.

Það var einu sinni bæjarstjóri í Kópavogi sem hét dr. Gunnar Ingi Birgisson. Hann hafði verið vegaverktaki og kunni flest þaraðlútandi. Hann hafði kjark til að láta steypa 14 cm slitlög í Kópavogi þvert ofan í venjuleg 22 cm.sem verið höfðu notuð. Þessi þunnu slitlög voru ekki dýrari en malbik nema síður væri.

Menn geta horft á þessi slitlög núna á Fífuhvammsvegi til vesturs frá Smáralind og svo upp Smárahvammsveg. Steyptu lögin eru auðþekkt frá malbiki vegna þversagaðra raufa á 10 metra fresti.

Hver er munurinn á þeim og malbiki?

Á steyptu lögunum sem eru aðeins 14 cm þykk sést varla nokkuð slit eftir aldarfjórðungs þunga umferð. Malbikið endist greinilega mun skemur.

Einu skaðarnir á steypunni eru sprungur hér og hvar á yfirborði vegna þess að undirlagið var ekki nógu gott því steypa þolir ekki tog, bara þrýsting. En ekkert hefur þurft að eiga við neitt viðhald á steyptu lögunum. Bara keyra á nagladekkjum eins  og menn lystir

Hverju munar þá til lengri tíma?

Aðeins meira maus við steypu og lengri lokun. Græjurnar til að steypa eru víst til ennþá uppi´í Borgarnesi held ég þó mannskapurinn sé mest dauður. Og Gunnar Ingi lést líka í sumar sem leið.steypaC

En enginn bæjarverkfræðingur lítur á steypu sem valkost lengur.Fjárhagsáætlun er drýgri með eitt þunnt lag á hverju ári frekar en eitt þykkt á margra ára fresti.

Í Kollafirði er hálfrar aldar gömul óskemmd steypa á Vesturlandsveginum sem hefur ekki verið litið á til viðgerða.

Skyldi það slitlag ekki hafa borgað sig allvel? 


Opin landamæri

færa Vesturlöndum gersimar eins og þennan 25 ára gamla Ali Harbi Ali, jafnaldra og nafna þekkts íþróttamanns,  sem var að þakka fyrir sig í kirkju í Bretlandi.

Þó að það stoði lítið  þá hugsar maður til fjölskyldu Sir Davíðs Amess en getur ekkert gert.Hvernig líður þessu vesalings fólki? Og aðstandendum morðingjans?

Sir David Amess MP

Enn einn skelfingaratburður sem tengist  innflytjendastefnunni um opin landamæri.

 


Loftslagsmálin

eru Páli Vilhjálmssyni hugleikin eins og mér.

Nýlega skrifaði hann eftirfarandi:

"Ef meint vísindi segja í 40 ár að heimurinn hlýni hratt og hamfarir hljótist af en raunmælingar sýna að heimurinn hlýni hægt og hamfarir aukist ekki - hvoru eigum við að trúa; meintum vísindum eða raunveruleikanum?

Fyrir alla með heilbrigða dómgreind er svarið einboðið: við trúum veruleikanum umfram meintum vísindum. Ef meint vísindi dygðaskreyta sig með 16 ára sænskri skólastelpu í verkfalli vita allir með dómgreindina í lagi að meint vísindi eru mest bull, vitleysa og firra.

Stutta sagan um hamfaratrú loftslagsbreytinga er að hún byrjaði í Bandaríkjunum. 

Áróðurinn um loftslagsvá byrjaði 1988 vestur í Bandaríkjunum. Annar meginflokkur þarlendra stjórnmála, Demókratar, tók upp á sína arma þá trú að manngerð hlýnun næstu þrjá áratugi yrði 1,4 gráður á Celcius. Í reynd var hlýnunin 0,49 gráður. Fyrir þúsund árum var 1,5 gráðu hlýrra en í dag. Síðustu tæpu 7 ár hefur engin hlýnun mælst. Núll.

Sameinuðu þjóðirnar tóku loftslagsvá inn í alþjóðapólitík, gagngert til að auka vægi alþjóðastofnana; sem sagt í eigin þágu. Sameinuðu þjóðirnar handvöldu vísindamenn sem trúðu á manngert veðurfar. Sérstök nefnd SÞ, IPCC, tók til við að gefa reglulega út skýrslur um yfirvofandi hamfarir.

Vísindamönnum á sviði loftslagsmála eins og Patrick MichaelsRichard LindzenWilliam HapperJudith Curry og Roy Spencer var skipulega haldið utan við umræðuna. Hvers vegna? Jú, þeir standa fyrir alvöru vísindi en ekki meint vísindi.

Alvöru vísindi fara nærri veruleikanum en meint vísindi eru áróður klæddur í búning þekkingar, til dæmis tölfræðileg loftslagsvá."

Umstangið við loftslagsmálin á Íslandi hindrar stjórnmálamenn okkar í að koma saman ríkisstjórn. Í 350.000 manna þjóðfélagi eru þeir svo uppteknir við að vinna á móti hamfarahlýnun heimsins sem 9 milljarðar manna eru að framleiða, að við getum ekki tekið ákvörðun um grænar virkjunarframkvæmdir í  íslensku orkuskortssamfélagi.

Við getum heldur ekki ákveðið eða upplýst almenning um hverjum við eigum að greiða sektir við því að standa ekki við Parísarsamþykktirnar.

Né getum við svarað hversvegna við eigum að borga fyrir kolabrennslu Kínverja eða Indverja sem ekkert gera til að bæta sig?

Síðustu UAH (University of Alabama in Huntsville) gervitunglamælingar sýni hitastigul 1979 til 2021 0.14°C á hvern áratug sem þýðir 0.49°C hitastigshækkun fyrir þetta tímabil.

Er þetta það sem allt snýst um hjá Íslendingum við ríkisstjórnarmyndun fram til 2025? 

Eru  Patrick MichaelsRichard LindzenWilliam HapperJudith Curry og Roy Spencer ekki til í íslenskum hugarheimi?

Latest Global Temps

Latest Global Average Tropospheric Temperatures

 

Nei hjá VG snúast stjórnmál mest um það að stjórna manngerðri hlýnun andrúmsloftsins samkvæmt málflutningi  AlGore og Grétu Thunberg.

Loftslagsmál þurfa líklega nýtt ráðuneyti eigi að koma saman ríkisstjórn á Íslandi. 


Blessun Birgis ?

Cherchez la femme  segja Fransmenn.

Ekkert er eins og það sýnist.

Getur ekki verið að það sé eitthvað á bak við vistaskiptin hjá Birgi Þórarins sem við höfum ekki heyrt af?

Getur ekki verið að þarna séu peningar, aðstaða eða fríðindi á spýtunni sem hann Birgir fær með þessu móti sem hann fengi ekki með því að vera óháður þingmaður, hvað þá að segja af sér þingmennsku eins og sumir heimta?

Getur Guðræknin hjá honum  yfir móralleysi Miðflokksmanna eigi sér ekki veraldlegar fremur en Guðrækilegar skýringar? Frekar heldur Mammónskar ?

Er þetta sú blessun Birgis sem verður best hjá Sjálfstæðisflokknum?


SMR hér?

af hverju ekki?

Björn B jarnason veltir fyrir sér stefnu Macrons í Frans um að byggja marga litla kjarnorkuofna sem kallast SMR.

Þeir eru ódýrari og öruggari en þeir gömlu og væntanlega umhverfisvænni.

Björn skrifar:

"Angela Merkel Þýskalandskanslari tók afdrifaríka ákvörðun eftir Fukushima Daiichi kjarnorkuslysið í Japan árið 2011 þegar hún ákvað að öllum kjarnorkuverum skyldi lokað í Þýskalandi og leitað yrði annarra leiða til að tryggja landinu orku. Þjóðverjar súpa meðal annars seyðið að þeirri ákvörðun núna þegar orkuverð rýkur upp úr öllu valdi og ekki sér fyrir endann á því hvernig skapa megi orkuöryggi í Þýskalandi með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Frakkar glíma ekki við neinn sambærilegan vanda. Um 70% af raforku þeirra kemur frá kjarnorkuverum.

Þriðjudaginn 12. október kynnti Emmanuel Macron Frakklandsforseti 30 milljarða evru fjárfestingaráætlun sem miðar að því að grænvæða flugvéla-, bíla- og annan stóriðnað í Frakklandi fyrir 2030 fyrir utan vetnisvæðingu og stórframleiðslu á hálfleiðurum.

France-42Franskt kjarnorkuver.

Þessi áætlun forsetans er í senn hluti af stefnu hans fyrir forsetakosningarnar eftir hálft ár og liður í sameiginlegu grænu átaki allra ESB-ríkjanna. Í fréttum af boðskap forsetans er bent á að stefna hans sé á einu sviði á skjön við stefnuna annars staðar innan ESB og það sé við nýtingu kjarnorku til raforkuframleiðslu.

Macron boðaði að varið yrði einum milljarði evra til að framleiða nýja kynslóð af litlum eininga-kjarnakljúfum sem kynntir eru undir skammstöfuninni SMR. Þeir eru ódýrari en venjuleg kjarnorkuver og taldir öruggari en kjarnakljúfarnir 58 sem eru þegar fyrir hendi í Frakklandi.

Í ávarpi til frönsku þjóðarinnar við kynningu á þessum miklu áformum sagði Macron að Frakkar gætu prísað sig sæla að eiga kjarnorkuver til að framleiða rafmagn. Gaf hann þar með til kynna að staða þeirra væri önnur og miklu betri en ESB-ríkjanna sem treysta á aðra orkugjafa.

Aðeins Bandaríkjamenn framleiða meiri raforku með kjarnorku en Frakkar. Íbúar Bandaríkjanna eru líka fimm sinnum fleiri en Frakklands. Kínverjar framleiða svipað magn raforku með kjarnorku og Frakkar en í Kína búa 20 sinnum fleiri en í Frakklandi.

Kjarnorkustefna Frakka er ekki óumdeild. Árum saman hafa vinstrisinnar viljað leggja meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hægrimenn styðja hins vegar kjarnorkuiðnaðinn. Nýlegar kannanir sýna að Frakkar skiptast í tvo álíka stóra hópa þegar þeir eru spurðir um kjarnorkuverin.

Ólíklegt er að Þjóðverjar hverfi frá stefnunni sem Angela Merkel mótaði í skyndingu fyrir 10 árum. Líkur eru á að Græningjar sitji í næstu stjórn Þýskalands en þeim hefur vegnað vel í Þýskalandi þrátt fyrir að ekki sé tekist á um kjarnorkumál og allir flokkar leggi áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í stefnuskrám sínum. Flokkur Merkel stórtapaði í þingkosningunum 26. september 2021.

Í Frakklandi eru vinstri flokkarnir í molum og enginn spáir því að Macron stafi hætta af þeim eða græningjum í kosningunum vorið 2022. Sótt er að honum frá hægri af þeim sem telja hættu á að franskt þjóðfélag molni vegna áhrifa menningarhópa sem viðurkenna ekki grunngildi þess. Að sporna gegn þeirri hættu sé brýnna viðfangsefni en grafa undan atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar með því að svipta hana orkugjöfum."

Ég er ekkert endilega viss um að Þjóðverjar séu ekki reiðubúnir að breyta um stefnu. Þeirra vandamál er svo stórt að þeir eru orðnir um of háðir Rússum og Frökkum um orku að margra dómi í því landi. Mér þætti ekki ólíklegt að þeir séu ekki lengur neinir kjarnorkuandstæðingar eins og Merkel skipaði þeim að vera opinberlega.

Á Íslandi má ekki minnast á nýjar virkjanir án þess að umhverfissinnar úr VG og Ómar Þ Ragnarsson rjúki upp til handa  og fóta í andstöðu vegna þess að þessi foss eða þetta fyrirbrigði hverfi undir vatn. Verða Þessir aðilar ekki móttækilegir fyrir SMR sem valkosti?

SMR á Skeiðarársandi myndi sjónmenga minna en Hraunfossavirkjun eða Hvammsvirkjun.

Hvað kosta slíkar SMR virkjanir í samanburði við þær hér?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband