Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022
31.3.2022 | 11:16
Ekki gleyma Gröndal
í Ameríku sem leggur á sig að senda okkur hugvekju þaðan í Morgunblaði dagsisma. Fullur af humornum að vanda.
31.3.2022 | 10:45
Ekki vildi ég gleyma Guðna
hvenær sem hann þyrfti mín með.
Í auglýsingu Fréttablaðsins fyrir Hringbraut stendur þetta:
"Skúli Eggert Sigurz varð fyrir hrottalegri hnífaárs fyrir réttum áratug á lögmannsstofunni Lagastoð í Lágmúla. Á örfáum sekúndum stakk andlega veikur maður hann margsinnis í lungu, lifur og nýra, áður en Guðni Bergsson kom fyrstur til bjargar og var sjálfur stunginn tvívegis í lærið.
Í fyrsta skipti segir Skúli Eggert Sigurz söguna alla, af kraftaverkinu að geta lifað af svo mikinn blóðmissi að Blóðbankinn tæmdist allur. Þetta er saga af fádæma æðruleysi og fyrirgefningu."
Mér finnst að félagar hans Guðna í íþróttahreyfingunni hefðu mátt betur muna hvílík hetja þessi maður er.
Ég mun ekki gleyma Guðna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2022 | 22:45
Er þetta svona Óli Björn?
við treystum því sem þú segir.
Þeir eru að efast um það kommarnir að við höfum staðið eins og menn að einkavæðingu bankanna.
Einn skrifar svo í Moggann í dag:
..." en hvað gerði þá hæfa fjárfesta umfram okkur hin er ekki ljóst á þessari stundu.
Einn þeirra keypti í gegnum félag sem er með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 135 milljónir.
Annar sérvalinn snillingur rak einkahlutafélag sitt í þrot árið 2015 vegna skulda við umræddan banka en þykir samt hæfur til stjórnarsetu í honum(!).
Árið 2008 fékk félag í hans eigu 233 milljónir að láni hjá Íslandsbanka (Glitni) til hlutabréfakaupa en varð gjaldþrota árið 2015 og skuldaði þá 313 milljónir.
EKKERT fékkst upp í skuldirnar.
Getur verið að bankinn hafi líka lánað honum fé til hlutabréfakaupa núna?
Greinilega eru vel valdir eðalfjárfestar í þessu partíi. Já það er aftur byrjað partí á Íslandi eins og 2007 og kannski ekki skrýtið að fjármálaráðherra fullyrði ítrekað að heimilin á Íslandi hafi aldrei haft það betra því þetta er skemmtilegt partí.
En á sama tíma berast fregnir af því að einstætt foreldri á lágmarkslaunum sé tæknilega gjaldþrota og þar vanti 83.000 í hverjum mánuði upp á að það geti framfleytt sér og að hjá pari með tvö börn sé rekstrarhallinn tæpar 90.000 á mánuði.
Ætli það sé fólkið sem mun sitja uppi með timburmennina þegar partíinu lýkur?
Mun sauðsvartur almúginn sem ekki er með í partíinu eiga að borga þrifin eins og síðast?
Flokkur fólksins segir NEI við því. Aldrei aftur! "
Segðu okkur Óli Björn hvort sé verið að ljúga að okkur eða ekki?
Mun sauðsvartur almúginn sem ekki er með í partíinu eiga að borga þrifin eins og síðast?
Flokkur fólksins segir NEI við því. Aldrei aftur!"
Þetta skrifar þingmaður flokks fólksins, Þórdís Lóa.
Við trúum þér Óli Björn að þú segir okkur sannleikann um stöðu þeirra sem nú voru að kaupa í Íslandsbanka en látir ekki kommana bara ljúga að okkur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2022 kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2022 | 04:36
Af hverju ekki?
Úr Morgunblaðinu:
"
Volodímír Selenskí forseti Úkraínu sagði í dag að ríkisstjórn hans væri alvarlega að íhuga kröfu Rússa um að Úkraína yrði hlutlaust ríki og myndi ekki ganga í Atlantshafsbandalagið.
Rússar hafa gert þá kröfu að Úkraína gangi ekki í NATO frá því fyrir innrásina, en fregnir höfðu borist af því að stjórnvöld Úkraína væru þá að íhuga möguleikann á inngöngu.
Samningafundur á morgun eða þriðjudag
Við erum að íhuga þetta vandlega og þetta skilyrði er að mörgu leyti skiljanlegt, sagði Selenskí í samtali við óháða rússneska fjölmiðla. Þó var almennt talið fyrir stríðið að litlar líkur væru á því að Úkraína fengi inngöngu í sambandið, þótt í orði geti allar þjóðir sótt um.
Vitað var að bæði Þjóðverjar og Frakkar höfðu sett sig upp á móti inngöngu Úkraínu, því ef landið væri í NATO væru ríki sambandsins skyldug að verja það gegn árásum annarra ríkja, skv. fimmtu grein sáttmála bandalagsins sem kveður á um að árás á eitt ríki sé árás á þau öll.
Samningafundurinn er fyrirhugaður í Tyrklandi, annað hvort á morgun eða þriðjudag."
Rússar og Nato lýsi sameiginlegri ábyrgð um að verja Úkraínu gegn hótunum um árásir frá 3.aðilum?
Af hverju ekki að sýna Rússum tillitssemi?
26.3.2022 | 18:53
Biden býr yfir krafti
sem ég bjóst ekki við að hann hefði. Líklega eftir lýsingar fjölmiðlanna á hversu aftur honum væri farið.
En hann flutti eldmessuræðu í Varsjá núna í kvöld sem kom mér á óvart. Svo kröftuga og vel uppbyggða ræðu að ég hreifst með. Áheyrendur klöppuðu margsinnis undir ræðunni og kallinn virtist alveg vita hvað hann væri að tala um. Glápti í allar áttir og bunaði kraftmiklar setningar þannig að ég kom af fjöllum.
Er þetta maðurinn sem við rökkum niður vegna öldrunar? Ég sá engin merki um teleprompter eða slíkt. Hann var ekki með gleraugu þannig að varla las hann neitt upp.
Ég held bara að Trump hefði ekki gert þetta neitt betur. Mér datt Churchill í hug oftar en einu sinni þegar honum tókst best upp.
Biden býr yfir krafti sem ég bjóst ekki við og var Bandaríkjunum til sóma í kvöld.
24.3.2022 | 15:36
Fer um fantinn Putin?
að horfa á mynd af forystu NATO og vita að þeir eru allir andskotar hans?
Svalur má hann þá vera helvízkur ef hann gefur skít í allt þetta lið.
Pólland er í NATO og fleiri lönd þarna.
Árás af Pútín á eitthvert þeirra þýðir að kjarnorkuvopnum verður líklega beitt.
Þorir fíflið að hætta á það? Hversu vitlaus er hann orðinn?
Mér finnst að það hljóti að fara um fantinn hann Pútín að horfa á þetta fólk allt saman sem er í bandalagi sem segir að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.3.2022 kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2022 | 14:57
Var einhver viðbúinn?
því að stórveldið Rússland réðist á frjálst og fullvalda smáríki án stríðsyfirlýsingar eða úrslitakosta?
Hvað hugsar maður í þessu tilviki?
Hugsar maður aftur til 1, september 1939 og Adolfs Hitlers þegar hann kemur því til leiðar að Rússar og Þjóðverjar ráðast á frjálst og fullvalda ríki án stríðsyfirlýsingar eða úrslitakosta?
Er Pútín að gera nokkuð annað en Adolf? Nema hann stendur einn að árásinni? Byrjar að myrða hvað fólk sem fyrir verður. Enginn tilgangur gefinn upp nema að drepa sem flesta áður en Úkraína gefst upp og afhendir vopn og verjur skilyrðislaust. Var það ekki eins í Póllandi 1939. Jafna allt við jörðu sem hægt er? Prófa nýjustu vopnin?
Hvaða eftirmæli hefur Adolf fengið í mannskynssögunni? Fær Pútín eitthvert annað mat sem stríðsherra?
Var nokkur viðbúinn að mæta þessu stríði sem dregst svona á langinn? Er Pútín ánægður með gang mála hjá sínum her?
Ég held að enginn sé ánægður eins og málin standa núna. Meiri byssur og skot? Til hvers leiðir það annars en meiri hetjuskapar?
Hvers virði er hetjuskapur í þátíð? Hvers virði er dauð hetja?
Hvernig á þetta að enda?
Báðir segjast hafa náð sínu fram? Fá sér heiðursmerki úr kassanum í kjörbúðinni ef báðir halda lífi?
Nei, ég held að enginn hafi verið viðbúinn þessu.
22.3.2022 | 10:48
Það skal í ykkur samt !
Þingflokkar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata kynntu í dag þingsályktun þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu fyrir árslok 2022.
Í tilkynningu kemur fram að það sé sameiginleg sýn þessara þingflokka að málið sé af slíkri stærðargráðu að leita eigi leiðsagnar þjóðarinnar um framhald þess.
Þar segir að auk röksemda sem lúti að efnahagslegum stöðugleika, mannréttindum og lýðræði hnígi einnig sterk rök að því að Ísland taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu vegna nýs veruleika í varnar- og öryggismálum og hlutverks Evrópusambandsins í þeim efnum.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, eru fyrstu flutningsmenn tillögunnar. Þau segja löngu tímabært að eiga samráð við almenning um þetta stóra mál enda séu miklir hagsmunir í húfi.
Fyrir tæplega tveimur vikum birtist þjóðarpúls Gallup fyrir mars, en þar kom fram að 47% aðspurðra væru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu, en þriðjungur mótfallinn. Er það talsvert hærra hlutfall en þegar Gallup spurði að þessu fyrir um átta árum, en árið 2014 voru 37% aðspurðra hlynntir aðild að ESB meðan 36% var mótfallinn.
Páll Vilhjálmsson bloggar svo:
"ESB-sinnar eru einfaldlega ekki nógu sannfærðir sjálfir um skynsemi ESB-aðildar til að þeir nenni að ræða málefnið nema sem upphrópun. Núna halda þeir að ESB-aðild trekki, þegar Evrópa stendur í ljósum logum stríðsátaka. Þetta er svo vitlaust að maður hálf vorkennir vinstri vesalingunum.
Aðeins pólitískum fáráðlingum dettur í hug að Íslendingar samþykki það samningsmarkið í viðræðum við Brussel að fá aðild að Evrópuhernum sem er í bígerð. "
Og ekki sýnist ESB ganga betur að slökkva bálið i bakgarðinum hjá sér núna frekar en í Bosníustríðinu.Þá varð NATO að gera undantekningu á vopnavaldi til að draga ESB-ríkin að landi þegar allt var í óefni komið.
Myndi þetta lið þagna þó að það biði ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu? Er það ekki vanast því að láta kjósa aftur og aftur þar til "rétt" niðurstaða fæst
21.3.2022 | 12:03
Klerkurinn og kennimaðurinn
Geir Waage og Henry Kissingar taka höndum saman í Morgunblaðinu í dag.
Sr. Geir rifjar upp hvað Kissinger sagði árið 2014 um Úkraínu. Sá maður hafði sjaldnar rangt fyrir sér en rétt sem nú hefur komið enn einu sinni á daginn.
Sr. Geir skrifar:
"Vorið 2014 ritaði Henry Kissinger grein í Washington Post sem hann nefndi: Til að leysa vanda Úkraínu þarf að byrja á endinum. Átök voru þá hafin í Austur-Úkraínu. Kænugarðsstjórn afnam sjálfstjórnarrjettindi Luhansk- og Donetsk-hjeraða og Rússar í hjeruðunum gripu til vopna.
Rússar á Krím höfðu í atkvæðagreiðslu sagt sig til Rússlands. Þarna var hafinn sá ófriður er nú er orðinn að stríði Rússa og Úkraínumanna.
Kissinger segist hafa orðið vitni að fjórum styrjöldum (BNA) sem allar hefðu hafizt með miklum stuðningi heima fyrir. Þremur hafi lokið með því, að BNA drógu sig til baka.
Ekki sje vandi að hefja stríð heldur að ljúka þeim.
Hann heldur því fram, að Úkraína eigi hvorki að halla sjer til austurs nje vesturs, heldur að brúa þar á milli. Rússar verði að virða landamæri Úkraínu og Vesturveldin verði að gæta þess, að Úkraína geti í þeirra augum aldrei orðið útland:
Even such famed dissidents as Alexander Solzhenitsyn and Joseph Brodsky insisted that Ukraine was an integral part of Russian history and, indeed, of Russia.
Evrópusambandið verði að skilja að kröfur þess um samræmingu og aðild að reglum og stefnu Evrópusambandsins setji alla samninga í uppnám.
Allt sje undir Úkraínumönnum sjálfum komið. Saga þeirra sje flókin og þjóðin samsett. Vesturhlutinn varð hluti Sovjetríkjanna árið 1939 vegna samkomulags Hitlers og Stalíns (Molotov-Ribbentrop).
Krím varð hluti Úkraínu þegar Úkraínumaðurinn Krútsjoff gaf landið í tilefni þess, að 300 ár voru liðin síðan kósakkar gerðu bandalag við Rússakeisara. Það, að gera Úkraínu að bitbeini átaka austurs og vesturs, myndi eyðileggja alla möguleika á samvinnu.
Úkraína hafi verið undir erlendri yfirdrottnun síðan á 14. öld, en nú sjálfstæð í 23 ár (2014). Ekki sje undarlegt að leiðtogar landsins hafi ekki enn lært að koma sjer saman eða temja sjer sögulega sýn. Þeir togist á (Janukovitsj og Timosjenko).
Hvort um sig dragi taum andstæðra fylkinga; rómversk-kaþólsks vesturhluta og rússnesk-orþódox austurhluta.
Vesturveldunum beri að leita sátta í stað þess að draga taum annars deiluaðilans.
Kissinger leggur til, að allir aðilar gæti eftirfarandi sjónarmiða:
1. Úkraínumenn velji sjálfir viðskipta- og stjórnmálatengsl sín, þar með talið gagnvart Evrópusambandinu.
2. Úkraína gangi ekki í NATO.
3. Úkraínumenn ráði sjálfir stjórnarfari sínu í samræmi við vilja þjóðarinnar. Skynsamir leiðtogar muni leita samkomulags andstæðra fylkinga.
Á alþjóðasviði skyldu þeir fara að fordæmi Finna sem sjeu eindregnir sjálfstæðissinnar, en starfi með vestrænum þjóðum og gæti þess að sýna Rússum enga óvild.
4. Ekki verði á það fallizt að Rússar hafi innlimað Krím. Þeir verði að virða fullveldi Úkraínu yfir Krím, en Úkraína verði að styrkja sjálfstjórn Krímverja sem borin verði undir atkvæði undir alþjóðlegu eftirliti.
Staða flotastöðvar Rússa í Sevastopol verði ekki vefengd.
Sýn hins reynda stjórnmálamanns og margra annarra bandarískra diplómata og háskólamanna var síðan gjörsamlega fyrir borð borin.
Evrópusambandið og NATO reri þá og æ síðan að innlimun Úkraínu í Evrópusambandið og NATO. Sú stefna hefur nú leitt til árangurs sem seint verður bættur."
Þarna eru dregin saman meginatrið málsins sem hljóta að verða ofarlega þegar samið verður um frið.
Hvorugur málsaðila má fara andlitslaus frá borðinu heldur sé gætt að reisninni.
19.3.2022 | 20:03
Uppbygging í Úkraínu
verður mikil í Úkraínu þegar átökunum linnir og efnahagsfíflin í kring um Putín verða að fá sér aðra vinnu.
Myndirnar af brenndum tugahæða blokkum í Maríupol þýða bara eitt:
Byggingaæði þegar skynsamari menn taka við af Pútín.
Raunar verður miklu meiri hagvöxtur í Úkraínu en hjá vitleysingunum í Rússlandi sem verða fastir í sínu stirðnaða hagkerfi sem byggir flest á einhæfni í olíutengdum vörum.Þar skilja menn ekki tengslin milli alþjóðafjármagnsins og framleiðslunnar.
Ég bjó um tíma í Schumannstrasse í Botnang hverfi í Stuttgart West. Á næstu lóð var verksmiðja sem AEG átti. Öll hús á nálægum lóðum höfðu verið sprengd niður í stríðinu nema AEG. Ég spurði Þjóðaverjana um ástæðuna.
Þeir sögðu bara:
Veistu ekki hver átti AEG? Þeir fóru nú ekki að sprengja sínar eignir Kanarnir.
Maður fór að taka eftir ýmsum hliðstæðum í Þýzkalandi.Það var greinilegt hverjir áttu hitt og þetta í sprengjuregninu.
Pútín er nefnilega miklu fremur ökónómískt idjót (versta mannlýsing sem gamli Sveinn leyfði sér að viðhafa um nokkurn mann) heldur en eitthvað séní. Hann er nefnilega ómenntaður í hagfræði sem stendur ekki endalaust uppi úi hárinu mönnum eins og Igor Sechin, forseta olíufélagsins Rosneft, Alexey Mordashov, meirihlutaeiganda stálframleiðandans Severstal PAO, Alisher Usmanov, sem oft er tallinn ríkasti maður Rússlands, Mikhail Fridman, stofnanda Alfa Bank og helstu manna annarra í yfirstjórn fjármála Rússa.
Hagvaxtarteikn um uppbyggingu hrúgast upp í Úkraínu meðan Pútín er að sprengja sjálfan sig aftur um hundrað ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko