Leita í fréttum mbl.is

Fyrirhyggja?

er ráðamönnum frekar ofarlega í huga þessa stundina þegar svo skammt er liðið frá áhlaupinu mikla sem minnti okkur óþyrmilega á það hversu við erum háð raforkunni.

Varðskipið bjargaði Dalvíkingum frá bráðum vanda með því að keyra dag og nátt.

Kúabændur urðu fyrir stórtjóni þar sem fjósin ganga á raforku.Þeir virtust lítt hafa spáð í þá möguleika að geta orðið rafmagnslausir og þar með haft tilbúið varaafl hver fyrir sig.

Nú er enginn endir á því hversu mikið getur snjóað á Íslandi. Það snjóar enn og við erum varla búnir að reisa nýja staura í stað þeirra sem brotnuðu. Svona veður getur komið aftur þó það sé nýbúið. Ef það gerist þá er vá fyrir dyrum.

Ætli sé nóg til af staurum?

Bandaríkjaher er mesta veldi í heimi. Þeir eiga vélbúnað í allt.

Hefur ráðamönnum komið til hugar að kanna hvort hægt væri að fá þá til að staðsetja einhvern fjölda af hentugum rafstöðvum á Íslandi í vetur sem við gætum fengið leigðar ef til kæmi? Man ekki einhver dælurnar sem Bandaríkjamenn lánuðu í eldgosinu í Eyjum á sínum tíma? 

Hugsanlega gæti þjóðaröryggisráðið rætt þetta ef stætt þykir vegna þjóðarstoltsins?

Myndi ekki einhver fyrirhyggja felast í því að hafa slíkan rafbúnað innan seilingar hér á landi ef allt fer á versta veg? 


Kolefnisbullið krassar

samkvæmt athugun Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings. Hann skrifar m.a. svo:

Að halda hlýnun undir 2°C er ekki hægt úr þessu

Samkvæmt reiknilíkani IPCC er tómt mál úr þessu að tala um að takmarka hlýnun andrúmslofts við 1,5°C-2,0°C, eins og stefnumörkun Parísarsamkomulagsins 2015 hljóðaði upp á.

Ástæðan er sú, að árlega hefur losun á heimsvísu  aukizt um 1,5 % síðan þá og nemur nú 43 mrdt/ár CO2.  Þá gengur hvorki né rekur að þróa viðunandi tækni við að fjarlægja koltvíildi úr andrúmsloftinu, en á næstu 80 árum þarf að fjarlægja mrdt 730 af CO2 úr  andrúmsloftinu samkvæmt miðgildi útreikninga IPCC, og einnig að minnka árlega losun um 7,6 % á hverju ári, þar til nettó-losun verður engin.

M.v. undirtektir á alþjóðlegri loftslagsráðstefnu í desember 2019, COP 25, næst þessi minnkun losunar ekki á næstunni.  

Afköstin við að fjarlægja CO2 eru nú aðeins um 40 Mt/ár eða 0,4 % af því, sem nauðsyn er samkvæmt IPCC.  Öll þessi barátta er vonlaus, eins og barátta Don Kíkóta við vindmyllurnar var á sinni tíð. 

Skynsamlegra er að veita fé í aðlögun að hlýnun um 3°C til viðbótar við hlýnunina frá kuldaskeiði "Litlu ísaldar" (0,8°C), t.d. með því að búa innviði landsins undir meiri öfgar í veðurfari, sem okkur er sagt, að búast megi við. 

Forsætisráðherra sagði á Alþingi 17.12.2019, að búast mætti við óveðri eins því, sem hrjáði norðanvert landið 10.-12. desember 2019, á 10 ára fresti.

Samkvæmt þekktum lotubundnum hitastigssveiflum á jörðunni mun samt e.t.v. á þessu árþúsundi kólna aftur mun meir en þessari hlýnun nemur.  Til lengri tíma verður þá kuldinn skæðari óvinur lífs á norðurhveli en hitinn.

Morgunblaðið hefur gert góða grein fyrir straumum og stefnum í loftslagsmálum, og þann 27. nóvember 2019 flutti það frétt undir ískyggilegri fyrirsögn:

"Losunin eykst enn og nú stefnir í 3,2 stiga hlýnun":

Miðað við allt sem kemur frá ráðamönnum okkar, og ekki hvað síst frá forsætisráðherranum okkar um gjöld á almenning vegna losunar CO2, þá er maður eiginlega hættur að nenna að steyta sig yfir þessu kolefnisbulli öllu saman.Meðan jafnmikið stígur upp úr Kötlugíg af CO2 á sólarhring og allir Íslendingar losa af því góða efni,og það á meðan meðan hún lætur vera að gjósa, alveg án þess að taka önnur íslensk eldfjöll með í reikninginn eða þá hinn miklu stærri Mið-Atlantshafshrygg,þá er augsýnilegt flestum sem nenna að hugsa, að kolefnisbullið er krassað.

Hvað sem Katrín Jakobsdóttir og Umhverfisráðherrann sem enginn kaus segja, þá bara vex CO2 í andrúmsloftinu og Kínverjar bæta við einu kolakyntu raforkuveri á viku hverri.Sem betur fer er það svo lítið að það hefur engin áhrif til hlýnunar andrúmslofts og einu gildir þó kolefnisbullið krassi eins og Bjarni Jónsson útlistar.  


Örvænting/Sannfæring?

stjórnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings þegar hún samþykkir,230/197 eða 53.8% meirihluta   að stefna Trump til embættismissis  þegar vitað er nokkuð visst að Öldungadeildin muni ekki samþykkja hana.

Sökin er að biða Úkraínuforseta um að rannsaka brask Biden-Feðga í því landi. Trump flokkar þetta sjálfur til nornaveiða.

Óneitanlega hefur margt gengið svo vel hjá karlinum Trump að það stórsvekkir Demókrata. Mér finnst um margt athyglisvert hvað hann hefur verið djarfur að tala við óvinina erlendis og náð fram slökun á ýmsum sviðum. 

Ég held að Styrmir Gunnarsson sé of svartsýnn varðandi áhrifin á stjórnmál heimsins þegar hann segir:

"Eitt er hins vegar víst. Svo lengi sem Donald Trump er forseti Bandaríkjanna munu bandalagsþjóðir þeirra frá því í heimsstyrjöldinni síðari og síðar í kalda stríðinu ekki líta til þeirra, sem forysturíkis lýðræðisríkja í heiminum."

Flestir utanaðkomandi sem á horfa aðfarirnar flokka þessar árásir Demókrata til þess sem þær eru, frekar Örvæningu en ekki Sannfæringu.

 

 

Hvort þetta er örvænting Demókrata yfir að Hillary skyldi tapa eða Sannfæring  þeirra fyrir réttlæti mun samt tíminn leiða í ljós.


Hinn nýi stjórnmálastíll

birtist manni í framferði Pírata. Persónuárásir, afkáraskapur  og hverskyns útúrboruháttur eru einkennin að mér virðist.

Þeir hafa gert sér dælt við að ata Ásmund Friðriksson auri og kalla hann þjóf. Ég þekki Ásmund ekki neitt en hann hefur skemmt mér ærlega í fyrirlestri á góðu kvöldi sem sýnir hann kraftmikinn fjörkálf.

Björn Leví skrifar iðulega mér til sárra leiðinda á miðsíðu Mogga. Ekki í eitt einasta sinn hef ég séð neitt bitastætt koma frá þeim manni, hvað þá að hann hafi fengið mig til að brosa út í annað, svo gersamlega húmorlaus og rætinn er maðurinn og hundleiðinlegur að ég verð að neyða mig til að lesa.

Þórhildur Sunna er sama markinu brennd enda sálufélagi Björns.Þau eru hinn nýi stíll í íslenskum stjórnmálum. Rætin, illgjörn og leiðinleg fyrir minn smekk.

Að hugsa sér ef þetta fólk yrði leitt til valda í stjórnmálum yfirgengur mann.

Björn Leví kallar Ásmund Friðriksson mannleysu opinberlega fyrir að reyna að verjast árásum Þórhildar Sunnu. Ég er feginn að geta sleppt því að skrifa niður hugsanir mínar um persónu Björns Leví Gunnarssonar, slíkt hefði engan tilgang fyrir mig né aðra.

 


Boeing er í djúpum ...

núna þegar Maxinn er búinn að vera.Forever.

Icelandair á ekki um neitt að velja held ég. Þeir varða að losna við þetta dót. Það er erfitt að ímynda sér að fólk fáist til að fara um borð í þetta rusl. Og það er erfitt að fá nokkurn til að trúa á skýringar og lygar Boeing.Ég held að Boeing sé komið í djúpan skít flæktir í eigin lygum og undanbrögðum.

Þeir verða að koma með mod á 757 sem gerir hana sparneytnari.737Maxinn er búinn að vera, ég færi aldrei upp í hana eftir að hafa horft á myndbandið af Lion 610 farast með manni og mús. Agalegt að horfa á allt fólkið ganga um borð vitandi það að allir eru dauðadæmdir, eiga eftir nokkrar mínútur ólifaðar. Vegna vísvitandi lyga stjórnenda Boeing.

Af hverju eru menn komnir svona langt frá uppruna  flugsins að það skuli ekki vera takki sem slær öllum lygaþvælukerfunum út og gerir mönnum kleyft að handfljúga ágætri flugvélinni sem td. Ómar færi létt með að gera fyrirvaralaust og margir aðrir venjulegir flugmenn.

Þetta virðulega félag,listflugmannsins William P. Boeing sem flaug með Rickenbacker og Chennault síðan 1917, Boeing, er í dýpri skít en mann hefði getað órað fyrir vegna óhæfra stjórnenda.


Ill meðferð á dýrum

finnst mér það vera að eiga hross á útigangi og hugsa ekkert um að þau geti komist í skjól ef veður versnar. Gömul háspennukefli og hvaðeina dót geta bjargað skjóllausum hrossum í sárri neyð. Er það forsvaranlegt að eiga svona skepnur í bjargarleysi? Grænlendingar binda hunda í keðjum við staura úti og láta fenna yfir þá. En þeir fóðra þá. Hér sér maður hrossahjarðir krafsa snjó án þess að eigendur fleygi í þá heyi sem er nóg til af.

Er yfirleitt forsvaranlegt að bændur megi eiga hrossahjarðir í haga á víðavangi án þess að gera neinar ráðstafanir til að skepnurnar geti bjargað sér undan veðrum.Ekki hefði ég samvizku til þess að vita af mínum hrossum í svoleiðis aðstæðum.

Ómar Ragnarsson finnst mér skauta fram hjá vandanum þegar hann skrifar:"Örmagna bændur, sem þurftu að leggja dag við nótt í að bjarga hinum illa stöddu dýrum, hlutu að gefa björgunarbaráttunni forgang."

Var þetta ekki bara allt of seint og fyrirhyggjulaust? Er þetta ekki bara ill meðferð á dýrum og drullusokksháttur eins og hann gerist verstur.


737Max/757?

Ég hef ekki hundsvit á flugrekstri eða hagfræði flugvélategunda. Ég fór nokkrar ferðir með lærimeistara mínum honum Ingimari K.Sveinbjörnssyni á B757 og þar áður á B727 milli heimsálfa í gamla daga.

Ingimar var Flugmaður með stórum staf og mér fannst hann alltaf hafa ófreskigáfu hvað varðaði veður háloftanna, hvernig hann gat þrætt flugið milli þrumuklakkanna sem lýstu eins og perur á jólatrjám, beygt til vinstri en ekki hægri þegar vélin var á tampi sinnar getu, og komið okkur út úr óveðrinu. Mér fannst hann alltaf tala með virðingu um 757una, að hún væri afbragðs flugvél sem hann treysti.Við áttum marga ógleymanlegar stundir á lofti og hann reyndi að troða einhverri flugvizku í minn heimska haus. Það litla sem festist er honum alfarið að þakka.

Nú tala þeir um að 737MAX framleiðslu sé hætt en Icelandair ætli samt að setja þær aftur inn í vor. Spá þeir ekkert í það hvort einhver vilji fara um borð í þær?

Það er enginn hræddur við 757. En það eru margir smeykir við 737Maxinn vegna sögunnar. Er útilokað að fljúga bara á 757 en ekki 737? Verri afkoma sjálfsagt en það er þó jákvæð afkoma og öruggur rekstur.

Spyr sá sem ekki veit um 737/757.


Því verr gefast ..

heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Lítt hefur verið deilt um vísdóm þessara orða hjá fólki sem er vant því að hafa einn formann aðeins á hverjum báti.

Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn Reykjavíkur hafa vakið athygli á því megineinkenni vinstri manna að fjölga sem allra mest í umræðuhópum um allt milli himins og jarðar í hvaða máum sem er.Líst mér á og líst mér á sagði gamli sjómaðurinn á sexæringnum, fimm formennirnir, þegar áhöfnin deildi um hvort reyna ætti lendingu.

"Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram til­lögu í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur þar sem skorað er á Alþingi að end­ur­skoða fjölda borg­ar­full­trúa sam­kvæmt lög­um og að þess í stað verði borg­ar­stjórn gefið sjálf­dæmi um fjölda þeirra.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með til­lög­unni að samþykkt hafi verið í borg­ar­stjórn í sept­em­ber á síðasta ári að fjölga borg­ar­full­trú­um úr 15 í 23.

„Þetta hef­ur haft veru­leg­an kostnað í för með sér þrátt fyr­ir að öðru hafi verið haldið fram. Laun 15 borg­ar­full­trúa árið 2017 voru um­tals­vert lægri en laun þeirra 23 borg­ar­full­trúa sem nú þiggja laun og hafa fengið um­tals­verðar launa­hækk­an­ir til viðbót­ar. Ekki hef­ur feng­ist staðfest tala fyr­ir launa­kostnað borg­ar­full­trúa en m.v. þá viðauka sem borg­in hef­ur þurft að ráðast í er ljóst að hér er um veru­lega fjár­muni að ræða. Hér skort­ir því gagn­sæi. Ný­samþykkt­ur var viðauki vegna kostnaðar við borg­ar­stjórn upp á 56 millj­ón­ir króna, því sem áður hafði verið áætlað fyr­ir árið 2020,“ seg­ir enn frem­ur.

Þetta sé annað árið í röð sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hafi lagt fram viðauka vegna auk­ins kostnaðar við borg­ar­stjórn. Á síðasta ári hafi verið um að ræða 70 millj­ón­ir króna. Þá hef­ur ein­skipt­is­kostnaður verið hár en kostnaður við breyt­ing­ar á borg­ar­stjórn­ar­sal hafi numið að minnsta kosti 84 millj­ón­um króna og breyt­ing­ar á vinnuaðstöðu borg­ar­full­trúa um 16,5 millj­ón­ir króna.

„Sam­tals er því um að ræða hundruð millj­óna í kostnaðar­auka, þvert á það sem sagt var í aðdrag­anda breyt­ing­anna. Með fjölg­un borg­ar­full­trúa í 23 hef­ur jafn­framt fjölgað flokk­um í borg­ar­stjórn og eru þeir nú átt tals­ins. Óhjá­kvæmi­lega leng­ir þetta fund­ar­tíma, fjölg­ar fyr­ir­spurn­um, kall­ar á frek­ari stoðþjón­ustu, mat og ferðalög en þetta eyk­ur ekki á skil­virkni í borg­ar­kerf­inu. Það er því ekki ein­göngu fjár­hags­leg rök fyr­ir því að hverfa frá fjölg­un borg­ar­full­trúa í Reykja­vík held­ur önn­ur fag­leg rök fyr­ir til­lög­unni.“

Auðvitað kemur mér það ekki við hvaða dellur Dagur B. heldur áfram að gera í Borgarstjórn Reykjavíkur. Skrifræðið og kostnaðurinn blæs út hvar sem sá maður kemur. Legíó aðstoðarmanna kemur í veg fyrir að borgarbúar geti fengið viðtal við Goðið sjálft og flækjustig stjórnsýslunnar vex við hvern dag sem líður.

En það er auðvitað að þessi vinstri stefna smitar út til nágrannasveitarfélaganna þar sem vinstra fólkið vill ótt og uppvægt fjölga í bæjarstjórnum hjá sér. Þó að sporin hræði vex þrýstingurinn í þá átt að safna saman ráðum hinna heimskari.


Meiri ríkisafskipti

eru boðuð af Framsóknarflokknum. Lilja Alfreðsdóttir skrifar pistil í Morgunblaðið í dag:

"Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi fjölmiðla með tilkomu samfélagsmiðla og nýrra miðlunarleiða. Flestir fjölmiðlar byggja afkomu sína á auglýsingum og áskriftum og þegar báðir tekjustraumarnir minnka verulega verður staðan erfið.

Tekjusamdrátturinn er rakinn annars vegar til þess að sífellt stærri hluti auglýsinga er birtur á vefjum erlendra stórfyrirtækja og hins vegar aukins framboðs á ókeypis fjölmiðlaefni.

Stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við þessari þróun með því að veita fjölmiðlum styrki eða bætt rekstrarumhverfi þeirra með öðrum hætti. Sömuleiðis hafa Norðurlandaþjóðir verið í fararbroddi í stuðningi við fjölmiðlun um áratuga skeið. Í upphafi miðaðist hann einkum að dagblöðum en hefur á síðustu árum einnig tekið til annarra tegunda fjölmiðlunar, svo sem netmiðla og hljóð og myndmiðla.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram fyrirheit um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Því hefur verið smíðað frumvarp þess efnis sem er í þinglegri meðferð. Markmið frumvarpsins er að efla stöðu íslenskra fjölmiðla með því að styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Til að ná því markmiði er gert ráð fyrir að heimilt sé að veita einkareknum fjölmiðlum fjárhagslegan stuðning sem felst í því að endurgreiða þeim hluta þess kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Stuðningurinn verður annars vegar í formi endurgreiðslu á allt að 18% af launakostnaði viðkomandi fjölmiðils vegna ritstjórnarstarfa og hins vegar í formi 4% sérstaks stuðnings, sem einnig er miðaður við tiltekið hlutfall af launakostnaði.

Einnig er gert ráð fyrir að endurgreiðsla til fjölmiðils geti ekki orðið hærri en 50 milljónir króna, en ekki er þak á sérstökum stuðningi sem miðast við 4% af framangreindum launakostnaði.

Vert er að taka fram að endurgreiðsluþáttur frumvarpsins er í anda annarra kerfa sem stjórnvöld hafa sett á laggirnar á síðustu árum til að styðja við menningu á Íslandi og nefni ég þar endurgreiðslur er varðar kvikmyndir, hljóðritun og bókaútgáfu. Einnig má nefna styrki til nýsköpunarfyrirtækja. Hér er um að ræða endurgreiðslu á kostnaði úr ríkissjóði til einkaaðila hvort heldur í menningar- eða í nýsköpunarstarfsemi.

Ég vonast til þess að sá stuðningur sem frumvarpið gerir ráð fyrir geri fjölmiðlum kleift að efla ritstjórnir sínar, vera vettvangur skoðanaskipta og tjáningarfrelsis og með þeim hætti rækja hlutverk sitt sem einn af hornsteinum lýðræðisins.

Mál þetta hefur verið á döfinni í mörg ár en því hefur ávallt verið ýtt til hliðar. Nú hlakka ég til að fylgja þessu frumvarpi eftir því það er heillaspor fyrir íslenska fjölmiðlun í heild sinni."

Hvað verður um trúverðugleika Útvarps Sögu þegar það fyrirtæki er orðið ölmusuþegi Framsóknarflokksins? Stundin og Kjarninn og álíka vinstrisneplar sleikja út um enda komnir á hausinn fyrir löngu. Ég get ekki séð að nein eftirsjá væri í því ef eigendur þeirra hætti útgáfunni. RÚV hefur áfram sína forgjöf. Fólk sættir sig við RÚV ef hægt væri að hreinsa kommabakteríuna út úr fréttastofunni og er furðulegt að slíkt skuli ekki vera hægt.

Ég hef gefið út blað, www,samufostri.is í mörg ár.Það blað kemur út án styrkja. Náist ekki að afla auglýsinga í það kemur það bara ekki út. Svo einfalt er það og enginn myndi sakna þess.

Prentmiðlar eiga bara einn óháðan styrktaraðila og það eru þeir sem vilja leggja þeim lið í skiptum fyrir auglýsingar. Aldrei myndi mér detta í hug að sækja um útgáfustyrk fyrir þetta blaðabrölt mitt. Rekstrartap eiga eigendurnir eða styrktaraðilar  að borga en ekki ríkið. Allt annað er sósíalismi andskotans.

Meiri ríkisafskipti í útgáfustarfsemi að hætti Lilju Alfreðsdóttur er ekki til að sópa fylginu að Sjálfstæðisflokknum sem er nú ekki beysið þessa dagana. 


Hælisleitendadekrið

fjallar hann Trausti Sigurðsson um í Mogga:

Hann segir:

"Ein er sú stofn­un í land­inu sem ég vildi ekki vinna hjá, það er Útlend­inga­stofn­un. Sama hvað hún ger­ir og allt lög­lega þurfa ein­hverj­ir að finna að því. Síðasta sem var blásið upp í öll­um fjöl­miðlum var þegar ófrísk kona var send til síns heima í Alban­íu. Hafi það verið áhætta að senda hana ófríska í flug þangað, hvað má þá segja um þann sem kom með hana ólétta til Íslands í al­gera óvissu, nema e.t.v. þá vissu að Íslend­ing­ar viður­kenna ekki Alban­íu sem ótryggt land. Það virðist vera mjög vin­sælt að koma með ófrísk­ar kon­ur frá hinum ýmsu vand­ræðalönd­um og virðist það ein­mitt gert til að spila á aum­ingja­samúðina sem nóg virðist vera á Vest­ur­lönd­um.

Jafn­vel verka­lýðshreyf­ing­in sem ég hélt að væri kom­in með upp í háls af ódýru vinnu­afli og und­ir­boðum á vinnu­markaðinum steyt­ir hnef­ann út í loftið með ann­arri hend­inni meðan hún skrif­ar á kröfu­spjöld­in á ensku.

Svo er eitt­hvað til sem heit­ir dag­ur ís­lenskr­ar tungu. Lík­lega eru það ein­hverj­ir þjóðern­is­sinn­ar og po­púl­ist­ar sem vilja halda þannig í ís­lensk­una. Nei, Vest­ur­lönd eiga ekki að taka við fólki frá ör­ugg­um ríkj­um sem er að flýja sinn eig­in aum­ingja­skap, nóg er samt af fólki sem hef­ur meiri þörf en fólk frá Alban­íu.

Nú er ég lík­lega kom­inn í hóp hinna vondu en ég hef það mér til máls­bóta að ég er kom­inn af vondu fólki á Snæ­fellsnesi.

Höf­und­ur er eft­ir­launaþegi. traustit­ann@gmail.com"

Svo flytur Ögmundur Jónasson lofgjörð og hvatningu í sama blaði til þess að auka dekrið á hælisleitendum af hvaða toga sem þeir eru. Hann er fulltrúi góða fólksins sem vil opna hér allt upp á gátt, fleygja fullveldinu fyrir björg og spreða ríkisborgararéttinum og samhjálpinni í hvaða landhlaupa sem hingað rekast.

"Tvær ábend­ing­ar til Íslands

Þess­ar ábend­ing­ar til Íslands voru:

Í fyrsta lagi að tryggja að fólk sem kem­ur á eig­in veg­um og sæk­ir um alþjóðlega vernd njóti sam­bæri­legr­ar þjón­ustu hvað varðar hús­næði, at­vinnu og tungu­mála­kennslu og flótta­fólk sem kem­ur á veg­um stjórn­valda.

Í öðru lagi að setja laga­bálk sem taki til allra þátta mis­mun­un­ar og mis­rétt­is í sam­ræmi við grund­vall­ar­regl­ur Evr­ópuráðsins. Í þess­um grund­vall­ar­regl­um er vísað til þess að til staðar þurfi að vera sjálf­stæð mann­rétt­inda­stofn­un, óháð rík­is­vald­inu, en með trygga fjár­mögn­un til að fylgja því eft­ir að farið sé að lög­um.

 

Já­kvæð viðbrögð Íslands

Í yf­ir­ferð nefnd­ar­inn­ar á ný­af­stöðnum fundi var horft til aðgerðaáætl­un­ar sem rík­is­stjórn­in kynnti í upp­hafi þessa árs varðandi sam­ræmda mót­töku flótta­fólks, óháð því hvernig það kem­ur til lands­ins, og fyr­ir­heita stjórn­valda um fjár­mögn­un áætl­un­ar­inn­ar. Varðandi síðari ábend­ing­una var horft til laga sem sett hafa verið síðan nefnd­in birti skýrslu sína fyr­ir nær þrem­ur árum. Vísað var til þess að sett voru lög nr. 85/​2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðern­is­upp­runa og lög nr. 86/​2018 um jafna meðferð á vinnu­markaði.

Þess­um lög­um var fagnað sem mik­il­væg­um áföng­um og í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar ECRI-nefnd­ar­inn­ar þótt enn skorti á að grund­vall­ar­viðmiðum væri al­ger­lega full­nægt. Þar er átt við að heild­stæða lagaum­gjörð skorti enn og svo einnig að enn er ekki til staðar óháð mann­rétt­inda­stofn­un."

Brýna nauðsyn ber til þess að íslenskir fullveldissinnar og þjóðernissinnar stilli saman strengi sína og skilyrði stjórnmálalegan stuðning sinn þvert á flokkslínur þar sem enginn flokkur hefur til þessa þorað að hafa aðra stefnu en uppgjafarstefnu í hælisleitendamálum síðan Sigríður Andersen var hrakin úr embætti af prófasvindlaranum úr Háskólanum.


Wá. Steingrímur borgar sjálfur!

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur kolefnisjafnað allar flugferðir sínar til og frá útlöndum á þessu ári úr eigin vasa.

Vakin er athygli á framtakinu á vef Alþingis þar sem segir að einstaklingar og fyrirtæki séu í auknum mæli farin að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kolefnisjafna flugferðir.

Fjármálaskrifstofa þingsins býður þingmönnum aðstoð sína við kolefnisjöfnun og vísar á þá þrjá aðila hér á landi sem taka slíkt að sér, Kolvið, Votlendissjóð og Icelandair. Eru þingmenn hvattir til að nýta sér þetta. „Ég hef farið tíu sinnum til útlanda á þessu ári,“ segir Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. Kostnaður við kolefnisjöfnunina nemi rétt um tíu þúsund krónum fyrir allar ferðirnar.... "

Þvílík tíðindi. Steingrímur borgar eitthvað sjálfur. Og sér til þess að Ríkið sjái um að kynna landsmönnum afrekið siðlega.

Hvernig væri að Kata borgaði eitthvað fyrir 20 þúsund tonnin af CO2 sem stíga upp úr Kötlu hvern dag? Vill hún ekki kolefnisjafna.

Wá, þvílík rausn að skila einhverju aftur af áratuga dreifbýlisstyrknum!


Framsóknarmenn sameinist!

Eigi að vera mögulegt að koma á samhentri stjórn á Íslandi ber bráða nauðsyn til að Framsóknarmenn og Miðflokkurinn renni formlega saman í fyrra horf. Sigmundur Davíð er sigurstranglegri sem formaður þess sameinaða flokks þó margt sé vel um Sigurð Inga.

Davíð Oddsson ritar svo um stöðu íslenska flokkakerfisins:

 skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna sem MMR birti í gær, var enginn hástökkvari sem skar sig úr. „Virðist sú grein hafa verið sett til hliðar um hríð og einungis keppt í því hvaða flokkur gæti orðið hæstur í lágstökki,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í leiðara blaðsins í dag.

„Sjálfstæðisflokkurinn mældist þannig með 19,8% fylgi sem einhvern tíma hefði þótt saga til næsta bæjar og jafnvel til bæjarins utan við hann.
Hinn burðarflokkur íslenskra stjórnmála, Framsóknarflokkurinn, mældist aðeins með 8,8% fylgi og bætir þó við sig einu prósentustigi frá síðustu mælingu, sennilega eftir að hann tók afgerandi afstöðu í orkupakkamálinu,“ segir ennfremur í leiðaranum.

Þar er jafnframt vikið að minnkandi stuðningi við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

„Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar mikið á milli kannana eða um 5,3 prósentustig og minnkar stuðningurinn þannig um 16%. Það er eftirtektarvert því ekki verður séð að ríkisstjórnin hafi fengist við erfið mál fram að þessu og eins fer fjarri að stjórnarandstaðan birtist þjóðinni sem heildstæður og sannfærandi kostur,“ skrifar ritstjóri Morgunblaðsins."

Smáflokkakraðakið er ekki líklegt til að veita þjóðinni þá forystu sem hún þarf. Hversu margir hafa trú á að samstjórn Pírata, Viðreisnar,Samfylkingar eða Flokks Fólksins komi fram með framtíðarsýn og úrræði? Gætu Sjálfstæðisflokkur og sameinaður Framsóknarflokkur ekki frekar náð saman um þjóðþrifamál heldur en fyrri sýnin?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3421099

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband