4.10.2019 | 08:46
"Dauðans alvara"
er útblásturinn af CO2 segja þau á málþingi ASÍ um loftslagsmálin.
Hvað ætlar umhverfisráðherrann sem enginn kaus, Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að gera í því að stoppa 20,000 tonnin af CO2 sem streyma upp úr Kötlu á hverjum degi, 365 daga á ári?
7.3 megatonn alls á ári eða jafnmikið og allt iðnvædda Ísland blæs út á ári fyrir utan flugið á ráðstefnurnar í útlöndum.
Og þá er Eyjafjallajökull,Eldfellið í Vestmannaeyjum, Holuhraunið,Hekla og Askja og Norðuratlandshafshryggurinn allur eftir? Og svo eru öll hin eldfjöllin í heiminum?
Þarf ekki að reka einhverskonar Parísartappa í þessi göt öllsömun?
Moka ofan í Flóaáveituna þegar þau eru búin að moka ofan í skurðina á Bessastöðum?
Er þetta bara dauðans alvara hjá þessu fólki?!
3.10.2019 | 10:18
Stjórnarbylting
er lönngu tímabær í Reykjavík í ljósi endalausrar delluáherslna meirihlutans í umferðarmálum.
Er ekki heilsíða með mótmælum gegn Laugavegslokunum í blaðinu í dag? Eru bíleigendur ekki fastir daglega í stefnu meirihlutans gegn fjölskyldubílnum?
Af hverju fjölgar ekki í strætó? Af hverju kaupir fólk frekar bíla en hjól?
Af hverju gera fjölskyldubílaeigendur ekki uppreisn?
Gera Borgaryfirvöldum lífið leitt með skipulögðum aðgerðum? Krefjast úrbóta í umferðarmálum fyrir fjölskyldubílana og strætó. Heimta "Daglega" mislæg gatnamót og fleiri "Hjálmarskar" akreinar til að fylla af bílum?
Parísarbúar stormuðu Bastillunna á sínum tíma.
Reykvískir bíleigendur gætu til dæmis tekið ráðhúsið í gíslingu svo Dagur og hans 50 aðstoðarmenn komist ekki inn til að gera "braggskar" framúrkeyrslur sínar?
Stöðvað umferð við Alþingishúsið svo þingmenn verði að hugsa sig um?
Nei annars, hinn þögli íslenzki meirihluti gerir aldrei neitt svoleiðis. Hann nennir því ekki. Hann gerir aldrei stjórnarbyltingu heldur muldrar bara ofan í bjórinn sinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.10.2019 | 22:02
Sjálfkeyrandi bílar?
hverjum datt þessi vitleysa í hug?
Hver er munur á sjálfkeyrandi bíl sem þú átt ekki sem fjölskyldubíl af því að hann hentar ekki og Borgarlínunni? Mér skilst að þú eigir að kalla á sjálfkeyrandi bíl með appi og hann kemur og pikkar þig upp þegar hann er laus. Bla bla. Sama bullið.
Þú kaupir þér bíl eftir því sem auglýsingarnar útmála kosti hans umfram aðra og kaupmennirnir gefa þér meiri afslátt. Maður vill sko keyra sinn bíl sjálfur.
Sjáið þið Ómar Ragnarsson eða Benna ekki vilja stýra sjálfir? Það er ágætt að bílar bremsi sjálfir áður en þeir lenda aftan á næsta bíl og það er ekkert stórmál og vel þekkt. En hver vill ekki hafa sinn bíl til að keyra þangað sem hugurinn girnist skyndilega, beygja þegar manni dettur nýtt í hug.
Þetta sjálfkeyrandi bull er jafnvitlaus hugmynd og að Borgarlínan uppfylli þarfir fjölskyldanna. Þær vilja hafa góðar tekjur, kaupa bíla og lifa lífinu í nútímanum.
Þær vilja ekkert gamalt reiðhjól eða svoleiðis vitleysu. Bíllinn er öruggasta farartækið fyrir börnin og þolir vind og veður. Það vantar bara götur og akreinar og mislæg gatnamót, jarðgöng og hvaðeina. Hvað sem Holu-Hjálmar og Dagur tyggja upp í sinni sérvisku með hjálp litlu ljótu sérviskuflokkanna.
90 % fólks vill keyra sinn bíl sjálft. Allt annað er bullshit kommatitta með brenglaða lífssýn og sérvisku sem á ekki heima í nútímanum.
Nútímafjölskyldan þarf að koma börnunum í skóla, leikskóla, bíó, íþróttir og í vinnuna. Hún þarf 2 bíla.
Sjálfkeyrandi bíll er sniðugt kúríósum en hefur ekkert með almenningsþarfir að gera frekar en Borgarlínan.
1.10.2019 | 23:38
EES skýrslan
á vef ráðuneytisins er mikið plagg.
Ég hef haft miklar efasemdir um þennan EES samning og allt það og hef enn.
Ég hafði auðvitað miklar efasemdir um það að Björn Bjarnason og Kristrún Heimisdóttir kæmu upp með annað en óslitið lof um samninginn. Ég vissi ekkert um þriðja félagann Bergþóru Halldórsdóttur til að búast við einhverju né Pétur úr ráðuneytinu.
Ég fór á vefinn og las fyrsta innganginn vandlega sem er afbragðs vel gert sögulegt yfirlit yfir viðskiptasögu hins unga lýðveldis sem var stofnað 1944. Hrakningasaga sveitamanna og hvernig aðstæður voru fráhrindandi og ótal erfiðleikar byrgðu mönnum hugsanlega sýn.
En frá Bretton Woods lá brautin fram fyrir Ísland. Við höfðum ótrú á frelsi manna og höfum enn innbyggt neikvætt traust á heiðarleika almennings. Opinber afstaða embættismanna okkar hefur alltaf verið sú að allir óbreyttir þegnar séu bandíttar sem bíði efir því að hafa rangt við. Allir séu einskonar skítapakk nema þeir sjálfir.
Hundavað mitt yfir næstu kafla er skýrslunni henni ekki samboðin og hindrar mig til að dæma af viti á þessum tímapunkti. En samúð höfundanna með Evrópusamstarfinu blasir við. Hugsanlega skoða ég þetta aftur og skal þá fúslega endurskoða mitt gamla mat í ljósi þess.
Nefndin er sannfærð um lofsönginn um að EES hafi gert allt fyrir land okkar sem hefði ekki verið hægt öðru vísi. Mér finnst samt fullyrðingar um þetta ganga býsna langt enda eru höfundarnir sannfærðir um sína hlið og geta auðvitað ekki dæmt um hvað hefði annars getað gerst.
Ég komst ekki yfir að lesa lengra en þennan fimmtung og veit ekki hvort ég nenni meiru. Ég er nefnilega ekki yfir mig hrifinn af svona samkrulli eins og þetta EES og daður við ESB hefur leitt okkur til og fullyrðingar höfundanna um stórasannleika um allt það góða sem við höfum fengið í okkar hlut án þess að benda á gallana.
Sérstaklega þegar ég sé núna að þingmenn okkar hafa verið svo svo latir að þeir hafa aldrei nennt að setja sig almennilega inn i málin sem að okkur hafa verið rétt og því hafa hlutir farið inn sem hefðu mátt vera öðruvísi.Enda er þeirra andleg spektin ekki alltaf upp á marga fiska.
En fyrsti hlutinn er frábær samantekt sem fólk á að renna yfir bara til að skilja söguna sem leiðir okkur til þessa dags.
En eins og Sportin-Life segir í Porgy and Bess: "The things that youre liable to read in the Bible, it aint neccesarily so."
Björn Bjarnason og Kristrún Heimisdóttir munu seint teljast hlutlausir rannsakendur á samningi sem þau hafa fyrirfram í hávegum og því er EES skýrsla þeirra ekki hafin yfir gagnrýni þó góð sé og inngangurinn sé frábær.
1.10.2019 | 15:19
Vinstri glópar
Sigríður Á Andersen rifjar upp glópsku Steingríms Jóhanns og Jóhönnu í vinstri stjórninni:
lög hreinu vinstri stjórnarinnar um endurnýjanlegt eldsneyti sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafi þvert á móti aukið losunina, valdið stórkostlegri loftmengun í Asíu, auk þess að stuðla að eyðingu regnskóga, ógna líffræðilegri fjölbreytni og ýta undir vinnuþrælkun og illa meðferð á konum og börnum.
Þeir vinstri menn eru núna komnir í hring og vilja núna hætta að blanda lífdísil í bensínið skv. fréttum frá Sigríði Á.
Katrín Jakobsdóttir og hennar fólk vita hinsvegar alveg upp á hár hvernig veðrið verður á Íslandi og í heiminum eftir 30 ár þó erfiðara sé að sjá til næstu jóla.
Vinstri glópskan og loftslagstrúin er hinsvegar sameign alls góða fólksins.
1.10.2019 | 13:36
Barbabrella!
hefur verið gerð með skuldabréfaútgáfu Gamma í vor.
Mörgum fannst merkileg hvernig elítan gat fengið nóg af peningum hjá ríkisbönkunum til að stofna fasteignafélög í gróðaskyni þegar almenningur gat yfirleitt ekki leigt út húsnæði með öðrum hagnaði en verðhækkunum eignanna til lengri tíma.
Hvað þá að allir gætu staðist greiðslumat fyrir eitt húsnæðislán meðan útvaldir gátu keypt íbúðir í lánakippum. Nýséníin gátu grætt á öllu sögðu þau þangað til sannleikurinn kemur í ljós.
Eins og núna með Gamma.
Á tímum Hafskip hefðu hugsanlega einhverjir verið handteknir um nótt og settir í gæsluvarðhald með látum. Núna?
Barbabrella!, allt í plati. Stórtap á öllu saman.Við bara lugum ykkur full í maí til að ná af ykkur peningunum, Ha ha ho ho.
1.10.2019 | 13:13
Glóruleysa
er að giska á að Miklubrautarstokkur kosti 22 milljarða og þá sé hægt að setja Borgarlínuna ofan á hann og byggja blokkir við stokkinn fyrir 2000 fátæklinga?
Samkvæmt margsönnuðu Pí-lögmáli Halldórs(Harpa, Vaðlaheiðargöng Landeyjahöfn svo dæmi séu tekin) þá skal margfalda áætlaðan kostnað stjórnmálamanna af hægri kantinum með pí til að finna endanlegan kostnað(Áætlanir vinstri manna þurfa frekar 2 pí sem margfaldara sbr.bragginn, orkuveituhúsið, blokkarviðgerðirnar, Sorpa).
Þess í stað er hægt að bæta við mörgum akreinum á Miklubraut og brýr yfir þær við Lönguhlíð og Snorrabraut og koma bæði fyrir blokkakumböldum og Borgarlínu í núverandi plani fyrir miklu minni kostnað. En greinilega er ráðgert að byggja boðaða fátækrakumbalda á Klambratúni í þessu sambandi.
Ætli gildi ekki svipað um Sæbrautarstokkinn ef sú framkvæmd yrði skoðuð nánar.
Guði sé lof að núverandi Borgarstjórnarmeirihluti er ekki búin að fullhanna neitt af þessum gríðarlega flóknu mannvirkjum sem stokkarnir eru með öllu sem til þarf og því von til þess að þeim meirihluta verði komið frá áður en þeir geti byrjað þessar glóruleysu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2019 | 14:49
Orð af viti?
held ég a hafi hrokkið út úr Loga Má í Silfrinu þegar veggjöld voru til umræðu og þær flækjur sem upp geta komið við endurteknar ferðir um sama spottann.
Ég heyrði ekki betur en að maðurinn spyrði um kílómetragjöld í staðinn?
Um árabil hafa trukkar greitt þungaskatt eftir nafmæli á hjóli.
Af hverju ekki fólksbílar?
Það er alveg hægt að borga í jarðgöng og brýr fyrir utan það.
Er þetta kannski loksins orð af viti frá Samfylkingunni?
29.9.2019 | 19:40
Stefnum Trump
fyrir að hringja til Ukraínu! Hann er svikari sem við Demokratar skulum setja af! Jafnvel þó að Senatið sé á móti því.
En Joe Biden sem fékk milljónir í kosningasjóð sinn frá Ukraínu og Hunter sonur hans sem er þar orðinn milli? Nei það er engin ástæða til að vesenast út af því eða hvað? Það sjá allir réttsýnir og frjálslyndir Demokratar.
Það þarf bara að negla h....... hann Trump, sem tekur ekki einu sinni kaup fyrir að vera forseti, og stefna honum til embættismissis.
29.9.2019 | 18:42
Þjófagóss?
en ekki ríkiseignir? Eru bankarnir ríkiseignir en ekki bara þjófagóss sem var stolið af eigendum sínum án þeirra löggerninga sem ná yfir gjaldþrot?
Ég var hluthafi í Landsbankanum.Hann átti hús í miðbænum með viðarinnréttingum og málverkum á veggjum. Hver á þetta núna og hvernig fékk sá eigandi þetta til sín? Ég á víst ekkert í þessu lengur eftir að Steingrímur Jóhann fullfjármagnaði hann eins og hann sagði án þess að tiltaka nánar hvernig hann gerði það.
Fór Landsbankinn í gegn um lögbundið gjaldþrotaferli þar sem eigur eru seldar og búinu skipt upp milli kröfuhafa? Ég varð ekki var við það heldur allt í einu á og ræður fjármálaráðherra þessum banka og öllum hans eigum. Sama gildir um hina bankana.
Einhver kona út í bæ er orðin forstjóri Landsbankans. Þessi banki er núna orðinn svo ríkur að hann er að byggja milljarða höll yfir þessa konu á dýrasta stað í Reykjavík.
Björgólfur Thor er með ríkustu mönnum heims og pabbi hans við bestu heilsu. Ég fékk ekki neitt nema fékk að borga allt upp í topp og fékk ekkert afskrifað né heldur fékk ég að flytja skuldirnar yfir í einkahlutafélag sem fór svo á hausinn.
Ég átti líka í Kaupþingi og Glitni. Allt farið og ég á ekki neitt þó allar gömlu eignirnar séu á sínum stað. Nú á að finna nýja Björgólfa, Jóna Ásgeira og Ólavíusa til að einkavæða þetta allt aftur. Stofna svo þjóðarsjóð með eigum Landsvirkjunar held ég sem þeir fá svo að stýra?
Hver á þessa banka? Þó ekki þjóðin er það? Er einhver von til þess að þjóðin fái sendan einhvern hlut í þessum gersimum? Var ekki Sjálfstæðisflokkurinn einhvern tímann með hugmyndir um að þjóðin gæti átt einhverja hluti í þjóðareignum eins og fiskinum í sjónum eða orku fallvatnanna? Hver á þetta allt núna? Ekki ég.
Hver á annars bankana? Símann og Sjóvá?
Eða er þetta kannski bara ekki allt saman þjófagóss?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2019 | 13:10
Silfrið
var að enda.
Sigurður Ingi var í viðtali við Egil. Hann komst vel frá öllum spurningum hans. Margt athyglivert kom fram hjá ráðherranum.
Sérstaklega hvernig 50.000 Færeyingar með 200.000 gesti leysa sín samgöngumál. Danir kosta þau ekki eins og margir halda.
Þeir stofna félag með 20% ríkisframlagi og það félag grefur göng eða byggir brýr fyrir lánsfé sem notendur síðan borga með notkun. Þegar framkvæmdin er uppgreidd lækka gjöldin en falla ekki niður eins og hér.
Sigurður útilokaði ekki að greiða ætti gjöld í öll jarðgöng á Íslandi sem rynni í þær framkvæmdir.Menn greiddu gjöld í nýframkvæmdir vega þegar framkvæmdum væri lokið. Menn eru hinsvegar ekki sammála hvernig gjaldtöku af nýframkvæmda í stofnbrautum.
Fjarðarheiðargöng eru á loksins á dagskrá. Við getum byggt slík göng eins og Færeyingar.
Sigurður sagði að Borgarlína ætti ekki að taka akrein af bílaumferð heldur ætti sérstök akrein að þjóna henni og hugsanlega samnýtingarumferð líka hvernig sem útfærslan væri. Hann taldi að lágbrú fyrir Sundabraut myndi þjóna fleiri markmiðum, svo sem gangandi og hjólandi en jarðgöng.
Sigurður benti á að niðurfelling gjalda á rafbíla hefði numið 3 milljörðum síðasta ár og rafbílar borguðu ekkert til vegakerfisins. Þetta gæti ekki gengið lengur.
Þátturinn byrjaði með viðtali við Eyþór Arnalds, Loga Má, Sigmund Davíð og Þorgerði Katrínu.
Það vottaði vel fyrir skynsemi og rökvísi hjá Þorgerði nema að hún virðist heilaþveginn loftslagstrúarsinni.
Málflutningur Sigmundar Davíðs fannst mér afskaplega skynsamlegur og var ég sammála öllu sem fram kom hjá honum varðandi samgöngusáttmálann sem honum fannst vera sem kosningaprógramm fyrir Dag B. Eggertsson sem auðvitað Logi vildi ekki samþykkja.
Sigmundur kvað þennan samning sem væri aðeins sáttmáli en ekki samningur vera afskaplega takmarkaðan. Ausa ætti fé í Borgarlínu sem enginn vissi hvernig ætti að útfæra og göngu og hjólastíga. Eyþór benti á að miklu minna fé rynni til umferðarmála höfuðborgarsvæðisins heldur en færi út á land. Umferðarástandið í Reykjavík eru í klessu. Jákvætt er að hleypa eigi einhverjum framkvæmdum af stað. En ríkið væri aðeins að auka við einum milljarði frá því sem verið hefði.80% á að koma frá óútfærðri gjaldtöku.Sundabraut væri ekki inni og ekki væri vilji til að leysa hana með því að ýta hafnarstarfsemi út.
Sigmundur sagði að með áætluninni væri verið að festa nítjándu aldar hugmyndir í samgöngum í sessi á tímum tæknibreytingum.
Umferðarmál á Stór-Hafnarfjarðar-svæðinu eins og Þorgerður vill kalla höfuðborgarsvæðið væru í megnu ólestri eftir að búið væri að dæla milljörðum í Borgarsjóð til að efla almenningssamgöngur með núll árangri.Það þyrfti að gera margt til að bæta úr þar með til dæmis snjallvæðingu umferðarljósa sem Dagur B. er hinsvegar nýbúinn að fella í Borgarstjórn sem Logi var tilbúinn að styðja.
Sigmundur Davíð ræddi loftslagsmálin og vildi nálgast þau af skynsemi og vísindum. Undir það tók Eyþór Arnalds sem sagði að mikilsvert væri að skapa hleðslustöðvar í fjölbýlishúsum til að lyfta undir orkuskiptin sem myndi bæta loftgæðin í Borginni. En Eyþór benti á það að fimmti hver Selfyssingur stundaði vinnu á Reykjavíkursvæðinu sem mér finnst segja augljósa sögu úr Borgarstjórn. Sigmundur benti á tvöfeldnina sem ríkti þegar menn kæmu á 1600 einkaþotum til Davos til að ræða loftslagsmál.
Logi Már sagði lítið sem mér fannst vera vit í og elti ekki ólar við það.Þó varð ég sammála honum um eitt atriði sem ég man nú ekki lengur hvað var. Hann gagnrýndi samt að Alþingi hefði ekki verið kallað að málinu og vildi skoða kílómetragjald í stað rukkana í gjaldhliðum.
Eyþór og Sigmundur Davíð voru mínir menn í þessum þætti og stóðu sig báðir frábærlega vel og rökvisst. Það er vel þess virði að hlusta á þennan Silfurþátt Egils.
28.9.2019 | 15:55
Trúverðugleiki
stjórnmálamanna er ekki sá sem hann var fyrir samþykkt
1-3.Orkupakkanna. Það eru ekki allir sem trúa því lengur að þeim sé alvara með yfirlýsingum gegn aðild að Evrópusambandinu.Enginn frýr þeim vits en fremur séu þeir grunaðir um græsku.
Gamli róttæklingurinn Ögmundur Jónasson skrifar í Morgunblaðið um helgar. Niðurlag hans í síðustu greininni er svofellt:
"Ja, það er nú það. Landeigandi á Norðausturlandi, sem segist eiga Dettifoss skrifar grein í Morgunblaðið nýlega og segir augljóst að eftir friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum verði höfðað skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir að svipta landeigendur réttinum til að virkja og þar með tekjumöguleikum.
Þegar orka Norðmanna var komin í hendur auðmanna upp úr aldamótunum 1900 settu þeir lög sem kölluð hafa verið Hjemfallsloven. Þau gengu út á að orka og orkuver í eigu einkaaðila skyldu ganga til almannavaldsins að tilskildum tíma liðnum. Einni öld síðar kærði Norsk Hydro ríkið fyrir mismunun. Og viti menn, Efta-dómstóllinn reyndist sammála Norsk Hydro og sagði að ef rétturinn ætti að ganga til baka fyrir einkaaðila þá yrði hið sama að gilda um félög í opinberri eigu; síðan gætu aðilar bitist um bitann á jafnræðisgrundvelli. Síðustu ár hefur mál þetta verið að velkjast í kerfinu.
En varðandi litlu bændavirkjanirnar sem iðnaðarráðherrann sér fyrir sér að muni fjölga, þá held ég að sá draumur sé að verða að veruleika, nema kannski ekki rétt að kalla alla fjárfestana þar að baki bændur, þaðan af síður að þarna sé á ferðinni margfrægt fé án hirðis því þarna verður hið gagnstæða uppi á teningnum, nefnilega að þessir fjárhirðar koma til með að passa upp á að féð gefi vel af sér. Ef fer sem horfir verður haldið með raforkuna og raforkuverin lengra inn á markaðstorgið, auðmenn fá óáreittir að kaupa upp Ísland, áhugi á vatnsbólum og orkulindum mun oftar en ekki ráða fjárfestingum þeirra og þá mun það gerast sem þegar hefur gerst með kvótann að allur þessi auður kemur til með að streyma ofan í vasa gráðugasta hluta mannkynsins.
Væntanlega mun þá koma að því að almenningur rís upp og dustar rykið af gamalli þjóðnýtingarstefnu.
Nema nú verður hún ný: hvorki meira né minna en krafa 21. aldarinnar!
Þessu væri að sjálfsögðu hægt að afstýra með fyrirbyggjandi aðgerðum. En þeirra er varla að vænta frá þeim sem sofa á verðinum."
Er það virkilega svo að einkavinavæðing þeirra sem þóttust upphátt vera hugsjónalegir hægri menn eigi eftir að breyta einhverjum okkar í nýþjóðnýtingarsinna í ljósi reynslunnar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko