27.9.2019 | 15:57
Stjórnarskrárbreytingar
virðast ekki liggja þungt á hinum venjulega Íslendingi.
Björn Bjarnason veltir þessu fyrir sér og segir m.a.:
"...rúmum 10 árum eftir að skipulagðar árásir á stjórnarskrána hófust kynnir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands niðurstöður skoðanakönnunar þar sem aðeins 8% þátttakenda eru mjög óánægð með gildandi stjórnarskrá. Sögðust 19% svarenda frekar óánægð með stjórnarskrána.
Samtals eru því 27% svarenda óánægð eða frekar óánægð með stjórnarskrána. Þá voru 37% svarenda ánægð eða mjög ánægð með hana en 36% segjast hvorki ánægð né óánægð..."
Eina gagnið sem ég tel mig hafa haft af stjórnarskránni var þegar Ólafur Ragnar Grímsson fór ótroðna slóð í Icesave deilunni og tók sér vald sem enginn hafði trúað að væri til staðar. Þetta valt þá greinilega á því hver skipaði forsetaembættið.
Vigdís lagði ekki í að að gera þetta þegar EES samningurinn kom á dagskrá. Margir hafa haldið því fram að sá samningur hefði þá verið felldur í þjóðaratkvæði.Sem hefði verið þjóðinni fyrir langsamlega bestu þegar horft er til baka á vitleysuna sem hefur fylgt.
Stjórnarskráin sjálf hefur ekki nein áhrif í máli eins og Orkupakkamálinu sem margir héldu að væri svo. Sömuleiðis myndi umsókn um aðild að ESB sigla sína leið án hennar. Það er alltaf nóg framboð af mönnum ofan úr Háskóla sem eru tilbúnir að gefa lögfræðiálit til að bakka upp hvaðeina sem þingmönnum dettur í hug að keyra í gegn.
Niðurstaða mín er því að mér komi stjórnarskráin ekkert sérstaklega við. Hún breyti engu hvað hér gerist vegna þess að þingmennirnir gera það sem þeim sýnist í hverju máli. Hún hefur nú verið þarna síðan 1944 að mestu og allt gengið sinn gang án stóráfalla.
Ef þingmenn vilja sölsa undir sig náttúruauðlindir eða eigur ríkisins hafa þeir sýnt að þeir geta alveg gert það. Og þeir munu sýna það eðli sitt aftur hvernig einkavæðing gengur fyrir sig þegar bankarnir verða framseldir til einkavina þeirra, Landsvirkjun seld og þjóðareigur sendar úr landi til ávöxtunar í umsjá vina þeirra.
Eina vörn hins venjulega manns gegn hinu illu innræti þingmanna er hversu gersamlega ósamstæður hópur þeir eru og frámunalega deilu-og dellugjarnir þannig að hávaðinn er það eina sem fælir þá frá því versta sem þeim í hug kemur. Þeir óttast helst illt umtal en láta þó það ekki hindra sig í verkum sínum hvað svo sem þeir segja annað.
Mér er því nákvæmlega sama þó að stjórnarskráin verði látin í friði og jafnvel þó Sturla bílstjóri verði kosinn forseti. Ég hef akkúrat ekkert gagn af einhverjum breytingum á henni úr því að nákvæmlega enginn vilji er til þess að atkvæðisréttur manna sé jafn en ekki flatarmálstengdur.
27.9.2019 | 07:53
Götustokkar
á Miklubraut og Sæbraut skildist mér af viðtali við lækninn Dag B. Eggertsson myndu leysa umferðarmálin í Reykjavík samkvæmt samningi við dýralækninn Sigurð Inga sem myndu leysa umferðarvandann í Reykjavík og nágrenni.
Dagur er nýbúinn að eyða hundruðum milljóna á Miklubraut við Klambratún þar sem voru byggði grjótgarðar meðfram götunni sem breikkaði ekkert. Göngubrautarljósin fyrir ofan Lönguhlíð og niður við Klambratún eru hinsvegar óbreytt en þau stífla umferðina á Miklubraut niður á Grensásveg með reglulegu millibili sem hægt er að stilla klukku eftir. Sem allir sjá nema Borgaryfirvöld.
Dagur kynnti þá draumsýn sína að borgarbúar ættu að breyta ferðavenjum sínum og nota almenningssamgöngur sem yrðu í formi Borgarlínu sem hefur ekki verið skilgreind ennþá öðruvísi en að hún verði einskonar superstrætó sem gangi þétt ef ekki bara sporvagnar.
Borgaryfirvöld gerðu samning fyrir 7 árum við Vegagerðina um milljarðsframlag á ári í Borgarsjóð gegn því að engar gatnaframkvæmdir í stofnvegum yrðu gerðar, s.s. mislæg gatnamót(að undanskildum Bústaðavegsgatnamótum sem voru talin svo mjög hættuleg og yrðu byggð þá strax).
Í stað þessa skyldu almenningssamgöngur efldar og hlutdeild þeirra færð úr 4 % í 12 %. Nú 7 milljörðum seinna er hlutur þeirra enn 4 % en einkabílum hefur fjölgað mikið. Enda vita allir nema Dagur og hans félagar að venjuleg barnafjölskylda þarf 2 bíla til að geta lifað og starfað með öllu sem til þarf á víðlendu höfuðborgarsvæðinu.
Dagur lítur núna á milljarðinn sem tekjupóst sem ekki sé hægt að vera án.
Nú eru götustokkar það sem koma skal hjá læknunum. Hvað er götustokkur nema gryfja þar sem götunni er sökkt niður í. Þarna er slysahætta margföld, björgunarleiðir þarf að tryggja og svo þarf að dæla útblæstrinum upp í loftið. Þarna sér Dagur líklega að hann geti byggt blokkir ofan á götunni og rennt reiðhjólum yfir stokkinn á völdum stöðum. Þvílíkur umferðarsnillingur er þessi læknir sem nú eyðir miklu fé í Óðinstorg þar sem hann býr sjálfur.
Það virðist aldrei koma til umræðu hjá þessu vinstra og góða fólki að séu götur greiðfærar þá greiðast almenningssamgöngur ekki hægar en bílaumferðin. Fólkið hefur hinsvegar valið sér einkabílinn sem samgöngumáta. Dagur vill breyta þessu vali með þvingunum og fá almenningssamgöngur upp í 12 %. Eftir stendur að 88 % velja einkabílinn jafnvel þó að Degi yrði að ósk sinni.
Auðvitað blasir við á Miklubraut hvað þarf að gera til að umferðin flæði eðlilega og þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Svipuðu máli gegnir auðvitað um Sæbraut og Sundabraut þarf að koma þó Dagur vilji hana ekki.
En götustokkar eru áreiðanlega dýrasta lausn umferðarmála sem hægt er að hugsa sér þar sem nægt land er fyrir hendi og himininn hár.Allstaðar annarsstaðar en í Reykjavík eru byggðar brýr í umferðarmannvirkjum og gæti Dagur séð slíkt í Florida ef hann færi þangað.
Borgarlínan er þvílíkt utanlegshugarfóstur frá upphafi að vinna þarf að því að kveða þær hugmyndir allar niður áður en meira tjón hlýst af. En það er verkurinn að það er ekki hægt að stöðva þetta fólk með nokkru móti frá því að neyða ranghugmyndum sínum upp á borgarana sem kusu þá frá í síðustu kosningum en kusu óvart annað fólk sem kom því óvænt til bjargar. Þannig er pólitíkin því miður oft ófyrirséð og það er langt í næstu kosningar.
Samgönguáætlunin sem þeir læknarnir kynntu er því miður ekki líkleg til að leysa neinn aðkallandi umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins en mun skapa mörg vandamál með boðuðum götustokkum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2019 | 21:59
8 Gigaton
af kolum brenna í kolakyntum raforkuverum heimsins á ári. Hvert tonn myndar 2.86 tonn af CO2 sem fer út í andrúmsloftið.Nærri 23 Gigaton af þeim 37 sem heimslosunin er sögð af mannavöldum.Náttúrlega uppstreymið af CO2 er áreiðanlega ekki minna en sú tala.
Íslendingar blása út 0.007 Gigatonnum af þessu byggingarefni lífsins á jörðinni sem CO2 er og hefur ekki verið lægra hlutfall af því í andrúmsloftinu á 600 milljón ára tímabili.Bara upp úr Kötlu stíga dag hvern 20 þúsund tonn af CO2 eða jafnmikið á ári og allir Íslendingar losa á ári hverju í sinni lífsbaráttu.
Er ekki Katrín Jakobsdóttir stórkostleg að leggja á okkur kolefnisskatta í því skyni að berjast við hamfarahlýnun jarðarinnar?
Litla Ísland gengur fram fyrir skjöldu í baráttu hennar og trúarvísindanna með Grétu Thunberg gegn heimshlýnuninni. Umhverfisráðherrann okkar sem enginn kaus vill moka ofan í Flóaáveituna og aðra skurði til að styðja þessa baráttu.
Sagði ekki Bruno á bálinu: Oh, Sancta Simplicita.
Flytur ekki Steingrímur Jóhann bara hundraðmilljón kíló af kolum til Húsavíkur þar sem þeim er brennt án hreinsibúnaðar?
Maður verður vitlaus af öllum þessum núllum. En eru 8 Gt.ekki 8.000.000.000.000 kg af kolum ekki klumpur sem er í það minnsta kílómetri á kant eða slagar upp í Esjuna?
Hvað eigum við að borga fyrir 8 Gigatonn af kolum sem aðrir en við brenna alla daga?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2019 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2019 | 12:39
Sá einhver?
26.9.2019 | 12:26
Þörf ádrepa
er leiðari Morgunblaðsins í dag.
Hann fjallar um þá hnignun lýðræðisins sem er að eiga sér stað í okkar þjóðfélagi þar sem upphlaupshópar hafa hrifsað til sín æ meiri völd til niðurrifs.
Smáflokkakraðakið og Píratasiðferðið á hér hlut að máli með sleggjudómum sínum og siðlausum upphrópunum.
Leiðarinn hljóðar svo þar sem ekki allir lesa Mogga:
"Það er heldur ólíklegt að almenningur viti út á hvað upphlaupið gagnvart ríkislögreglustjóra gengur. Jafnvel þeir sem fylgjast betur með helstu fréttum en aðrir og fá borgað fyrir það sjá enga glóru.
Það hefur ekkert komið fram í öllum þessum fréttum um að þessi embættismaður hafi brotið af sér. Þeir sem hafa lotið agaviðurlögum af hans hendi neita því ekki að slík tilefni hafi verið fyrir hendi. Og fjarri er því að viðurlögin sýnist hafa verið úr takti við tilefnin. Einu efnisatriðin sem að öðru leyti hafa verið nefnd í umræðunni snúast um búninga og aldur og viðhald bifreiðaflota.
Nú er það svo að ríkislögreglustjóri, aðrir yfirmenn lögreglumála og talsmenn lögreglumanna hafa hvað eftir annað vakið athygli á því að niðurskurður á framlögum til öryggisgæslu borgaranna hafi gengið allt of langt og niður fyrir hættumörk.
Upp á síðkastið hafa komið fram jákvæð ummæli frá fjárveitingavaldinu sem jafna má til fyrirheita um að bætt verði úr í áföngum á næstu árum. Það er vissulega gott og blessað þótt taka hefði mátt fastar á en þetta um svo mikilvægan þátt.
Hin fámenna hugrakka íslenska lögregla réði úrslitum í búsáhaldabyltingu um að tryggja að múgurinn bryti ekki niður lýðræðislegar stofnanir þjóðarinnar. Sú hetjudáð lifir í minningunni en jafnframt framkoma nokkurra kjörinna fulltrúa á Alþingi sem lögðu fjandmönnum lýðræðisins lið gegn lögreglunni.
Íslandi tókst á fyrstu vikunum eftir áfallið að koma sínum málum í farveg sem aðrar þjóðir, sem lentu í samkynja hamförum, fundu ekki eða gátu ekki nýtt vegna þess að þær höfðu afsalað sér lokaorðinu. Og í framhaldinu skipti mestu að íslenskar hetjur í lögregluliðinu komu í veg fyrir að vel skipulögðum öflum með stuðningi fjársterkra manna sem höfðu sumir verið helstu leikendur í spilinu sem felldi fjárhags landsins, tækist að laska lýðveldið varanlega.
Það er sérstaklega minnisstætt og sárt að öryggistækið RÚV ýtti undir sundurlyndi í landinu og hampaði æsingaröflunum. Sú stofnun hefur aldrei beðist afsökunar á fyrirlitlegri framgöngu.
Athyglin beinist nú að formennsku í þingnefndum. Það var í góðum tilgangi gert að treysta stjórnarandstöðu fyrir formennsku í nokkrum þingnefndum þótt þingstyrk skorti. Rökin fyrir þessum breytingum voru ekki endilega sterk. Áhrif kjósenda á þróun síns þjóðfélags minnka sífellt og minnkuðu enn örlítið við þessa tilgerð sem reynst hefur illa.
Ráðherrar verða sífellt máttlausari í ráðuneytum sínum og koma oftar en áður fram sem blaðafulltrúar þeirra en ekki eins og þeir sem alla ábyrgð bera.
Embætti eins og það sem þó er kennt við þingið sjálft hefur breyst í að verða helsti talsmaður skrifræðis í landinu og fleira kemur til sem verður til að völd ráðherra minnka með degi hverjum. Og þar með minnka um leið þau óbeinu áhrif sem kjósandinn hefur með atkvæðum sínum.
Lagasetningarvaldið er að auki flutt æ oftar úr landinu í fullkomnu heimildarleysi og nú síðast var stigið risaskref í þá átt þegar nafnlausir embættismenn sannfærðu kjarkleysingjana í kringum sig um að framvegis mætti ekki hafna neinu því sem frá ESB kæmi í nafni EES-samningsins, þrátt fyrir grundvallarákvæði hans sjálfs. Þar með hefur verið ákveðið að fara bakdyramegin inn í sambandið.
Mannaval kerfisins hefur smám saman verið tekið úr höndum ráðherrans og fært að sögn til alviturra excel-skjala. En þau eru í höndum manna af holdi og blóði rétt eins og ráðherrann er, en hafa ólíkt honum ekkert raunverulegt umboð frá fólkinu í landinu og bera enga ábyrgð á sínum ákvörðunum sem þó eru sagðar endanlegar!
Stjórnmálamenn eru fjarri því að vera hvítskúraðir englar. En það er hættuspil að kaupa þá ofsatrú á að excel-skjölin séu guðlegir pappírar eða öllu heldur þeir sem undir þau skrifa.
Þar sem kosningar hafa sífellt minni lýðræðisleg áhrif og flokkar skipta þess vegna æ minna máli er það röng nálgun að sleppa því líka að láta kosningar, úrslit þeirra og meirihlutamyndun, ekki endurspeglast í formennsku í þingnefndum. En verði stjórnmálamenn nútímans spurðir um þetta þá munu þeir leita eftir svörum frá fagmönnum og fá þau á disk eða spólu og ýta á play og það verður lokasvarið af þeirra hálfu."(leturbreytingar eru bloggarans)
Því miður er bitur sannleikur fólginn í þessum orðum. Það má líka minnast þeirra ungu hetja, sem stilltu sér upp fyrir framan hina úrvinda lögreglumenn og buðu kommaskrílnum byrginn sem einskis sveifst í árásum sínum á lýðveldið Ísland.
Skrifara líður ekki úr minni þegar þekktur rithöfundur á ríkisframfærslu lamdi bíl forsætisráðherra að utan afmyndaður af hatri í framan með morðglampa í augum.
Það voru illir tímar þegar þetta var og allt að því meira en búsáhaldabylting í lofti. Vonandi verður langt í slíka atburði aftur þegar einkavæðing ríkisbankanna hafði sýnt sig og sannað.Það er því skiljanlegt að margir hafi andvara á sér gagnvart endurtekningu slíkra hugsjóna og setji sama sem merki milli einkavæðingar og einkavinavæðingar.
Stjórnmálin og tiltrú fólksins slösuðust illa við þessa atburði og hefur virðing Alþingis ekki náð sér á strik síðan.
Þessi leiðari Morgunblaðsins er þörf ádrepa til þeirra sem hana eiga skilið.
25.9.2019 | 18:36
Hvernig í fj....
fer Donald J. Trump að því að flytja svona ræðu eins og hann flutti á S.Þ. án þess að reka í vörðurnar. Er maðurinn frábær ræðumáður eða er þetta tækni sem við kunnum ekki?
Það er ekki hægt að gera þetta betur, fj.... hafi það.
25.9.2019 | 14:29
Á fundi með Jóni Gunnarssyni
í Valhöll nú í hádeginu varpaði ég fram þeirri hugmynd að sérstakt tryggingagjald yrði lagt á laun útlendinga sem hingað sækja til atvinnu.
Um er að ræða jafnvel um 20.000 manns. Auðvitað hefur okkar atvinnulíf þurft á þessu fólki að halda. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að þetta fólk eigi að hafa óheftan aðgang að öllum okkar innviðum til jafns við okkur sem hafa búið í þessu landi um langan aldur og byggt upp innviðina svo sem heilbrigðiskerfið og menntakerfið auk vegakerfisins og orkukerfisins.
Við höfum varið ævi okkar í að byggja innviði landsins upp með sköttum okkar. Jón Gunnarsson benti á að ríkisstjórnin hefði aukið útgjöld til heilbrigðismála um 51% að raungildi og hvergi í heiminum væri greitt hærra kaupgjald en hér á landi hverju sem Þorvaldur Gylfason heldur öðru fram með útúrsnúningum sínum.
Af hverju skyldu útlendingar sem hingað sækja í eiginhagsmunaskyni ekki greiða innviðagjald í formi sérstaks tryggingagjalds, sem gæti numið 1-2 %. Væri það ekki sanngjarnt þegar þeir verða fullgildir aðilar að öllum kjarasamningum sem við höfum gert hér innanlands auk fyllstu réttinda til annarrar þjónustu sem hér stendur til boða?
Til hvers eru landsmenn að standa í verkföllum til að hækka kaupgjald ef allur ávinningur er afhentur útlendingum sem hvergi koma nærri?
Jón vísaði þessum hugmyndum á bug og taldi okkur bera nauðsyn til að fá þetta fólk til kynbóta. Vissulega rétt en eru hin sjónarmið mín svo fráleit? Kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu er sanngjörn tillaga að mínu mati fannst mér á þessum ágæta fundi með Jóni Gunnarssyni sem er ritari hins nýja 18.3 % Sjálfstæðisflokks.
24.9.2019 | 15:44
Fríverslun við Bandaríkin
virðist vera möguleg undir framsýnni stjórn Trumps Bandaríkjaforseta sem gerir sér betur ljóst en forverar hans hversu þýðingarmikill bandamaður Ísland getir verið Bandaríkjunum.
Í ræðu Matthíasar Bjarnasonar ráðherra á Alþingi 13.03.1983 komu upplýsingar um tolla fram. En Matthías var sem kunnugt er í Sjálfstæðisflokknum þar til flokkurinn gekk úr Matthíasi síðar, eins og gerst hefur víst nú hugsanlega aftur hjá einhverjum með (fasískri?) ofbeldisafgreiðslu þingflokksins á 3. Orkupakkanum í trássi við vilja almennra Sjálfstæðismanna.
Í ræðunni kom eftirfarandi fram:
"Athugun á útflutningi okkar til Bandaríkjanna sýnir að helstu útflutningsvörur okkar eru að mestu tollfrjálsar í Bandaríkjunum.
Þannig er enginn tollur á frystri fiskblokk, frystri rækju, frystum humri, frystum hörpudiski, þorskalýsi og niðursoðinni reyktri síld. Heilfrystur og ísaður fiskur er tollfrjáls nema karfi, 0,5 senta tollur er lagður á pundið.
Tollur á frystum flökum er 1,875 sent á pund fyrir fyrstu 15 millj. pundin og mun sá tollur gilda um allt innflutningsmagnið frá og með árinu 1987.
Þessi magntollur svarar því til 1,25% verðtolls.
Hins vegar eru tollar á ullarvörum 15-20% ásamt magngjaldi, 2-31 sent á pundið.
Tollur á ullarlopa og ullarbandi er sem næst 9%.
Ekki verður séð að tollar séu sérstakur Þrándur í götu aukinna viðskipta við Bandaríkin. Einna helst er bent á að allháir tollar séu á ullarvörum í Bandaríkjunum, en útflutningur íslenskra ullarvara til Bandaríkjanna hefur verið hverfandi lítill í samanburði við heildarútflutninginn eða innan við 5% að undanförnu.
Þá hefur verið bent á að allháir tollar séu á unnum fiskafurðum. Af þeim sökum hefur hins vegar verið byggt upp mjög öflugt fiskvinnslu- og fisksölukerfi á vegum Sölusambands hraðfrystihúsanna og Sambands ísl. samvinnufélaga eins og öllum hér er kunnugt."
Öllu þessu hefur nú verið glutrað niður og allt sölu-og vinnslukerfið sem var svo blómlegt í USA eyðilagt. Var ekki vörumerkið Icelandic líka selt? Auðvitað ráða hér viðskiptahagsmunir miklu, því styttra er til Evrópu en USA.
En hvernig sem allt er þá ætti fríverslunarsamningur við Bandaríkin að vera Íslandi mikilvægir. Til dæmis munu bandarískir bílar vera gerðir hér dýrari vegna þvingunaraðgerða ESB og á fleiri sviðum þar sem sérreglur ættaðar frá eru hér íþyngjandi. Allt slíkt myndi að sjálfsögðu hverfa með fríverslunarsamningi við Bandaríkin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2019 | 15:08
Þjóðarsjóður
til hvers?
Af hverju á ég að taka minn sparnað, sem ég geymi til dæmis í Landsvirkjun,og geyma hann handa einhverju fólki sem ég ekki þekki og mun aldrei kynnast?
Af hverju á ég að hossast á ónýtum vegum og eyðileggja bílinn minn til þess að eitthvað fólk sem ég þekki ekki og mun aldrei kynnast geti tekið þennan sparnað minn og malbikað fyrir sig?
Af hverju á ég ekki að taka þennan sparnað minn og byggja virkjun fyrir hann núna sem lækkar rafmagnið hjá mér eftir 3 ár sem ég á sjans á að lifa?
Af hverju á ég að taka þennan sparnað minn og leggja í einhvern banka í Asíu svo að einhver ungur maður geti fengið atvinnu af að fylgjast með? Sjái u að ég fái ca. 5 % á ári í ávöxtun að greiddum kostnaði eftir 5 ár héðan frá. 15 % eftir 5 ár ef ég er heppinn og unglingurinn hefur engu tapað?
Hversvegna vil ég ekki fá að leggja sparnaðinn í arðbærar framkvæmdir strax hér innanlands sem ég get notið meðan ég lifi? Hvað veit ég hvað dellu kjósendur eru reiðubúnir að gera eftir 5 ár? Af hverju á ég að taka minn sparnað og leggja í hendurnar á þeim fíflum? Geta þau bara ekki séð um sig sjálf? Af hverju á ég að sjá fyrir þeim? Ætla þau ekkert að gera?
Af öllu þessu er þessi hugmynd um þjóðarsjóð fyrir mér algerlega galin og sem ég styð aldrei svo óskynsamsöm mér finnst hún.Hvar væri hlutur Sturlu Sighvatssonar eða Jóns Loftssonar ef þeir hefðu átt að leggja fram í varasjóð þjóðarinnar sem nýttist Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu í hruninu 2008?
Þjóðarsjóður er ekki hugmynd sem mér hugnast því ég vil fá eitthvað meðan ég lifi en ekki í eilífðinni.
24.9.2019 | 14:05
Guðmundur og Geirfinnur ?
skipta örlög þeirra engu máli lengur? Eiga aðstandendur þeirra engar bætur skilið?
Þessir tveir menn voru að öllum líkindum myrtir og hurfu sporlaust. Þar var margt fólk grunað sem nú hefur verið sýknað. Vegna skorts á sönnunum um sekt eða sakleysi eða af því að það var raunverulega undir fölskum grun?
Hefur enginn samúð með þessum horfnu mönnum? Hvaða grimmum örlögum mættu þeir ekki? Áttu ættingjar þeirra bara að bera harm sinn í hljóði. Brást samfélagi þeim ekki neitt í því að vera máttvana í að fá fram sannleikann í máli þeirra? Svipta þá ástvinum sínum?
Er aðalmálið að ákveða hverjir eigi að fá milljarða af skattfé ættingja fórnardýranna fyrir að hafa verið sterklega grunaðir um morð og setið í gæsluvarðhaldi svo sem lög mæla fyrir um?
Er engin samúð afgangs eftir handa þessu fólki sem átti sárast um að binda fyrir ástvinamissi sinn?
Skipta grimmileg örlög Guðmundar og Geirfinns engu máli í þessu samfélagi fréttafíkla og öfgasamúðar vinstri sinna og góða fólksins?
Voru grunaðir menn sýknaðir í Guðmundar og Geirfinnsmálinu vegna þess að ekki tókst að sanna neitt á þá eða blasti sakleysi þeirra svo ótvírætt við?
24.9.2019 | 12:06
Átökin um Eflingu
vöktu athygli þegar Fjárglæframaðurinn fyrrverandi og nýkommúnistinn Gunnar Smári Egilsson gekk í bandalag með Sólveigu Önnu til að taka yfir stéttarfélagið Eflingu sem ræður yfir digrum sjóðum.
Það skipti engum togum að formaðurinn sem náði kjöri með 8 % atkvæða hó þegar að fyrirskipa útgreiðslur úr sjóðum Eflingar til Gunnar Smára og hans fjölskyldu. Þegar embættismenn Eflingar mótmæltu voru þeir einfaldlega flæmdir úr störfum. Félagið auglýsti eftir ritsnillingi til fastráðningar sem beindist greinilega að ákveðnum manni. En þá var orðinn það mikill hávaði í kring um málefni Eflingar að Sólveig Anna og Gunnar Smári sáu sitt óvænna og fóru að draga afskipti sín í skugga.
En áhrif hins nýja kommúnistaflokks Gunnar Smára Egilssonar. sem einhverjir hafa uppnefnt fjögurralaufasmárann eftir fjölda gjaldþrotanna sem hann var viðriðinn, teygja sig víða og inn í Borgarstjórn Reykjavíkur ásamt með stuðningi við framgöngu kommúnistans Sólveigar Önnu á hinu pólitíska sviði.
Einhverjum gæti dottið í hug yfirtaka Jimmy Hoffa og Mafíuaflanna á Temasters Union í Bandaríkjunum sem hliðstæða. Þar sem eru fjármunir án hirðis dragast skuggabaldrarnir yfirleitt að. Það hefur verið fremur fátítt á Íslandi en Eflingarmálið kallar samt á vissar hugsanir.
Átökunum um Eflingu er hvergi nærri lokið og fyrrum starfsmenn eru langt frá því sáttir við framgöngu 8 % formannsins Sólveigar Önnu.
24.9.2019 | 11:49
Aðförin gegn Ríkislögreglustjóra
sem hefur gegnt embætti sínu í 22 ár án stóráfalla er athyglisverð.
RÚV hefur tekið að sér forystuhlutverk í aðförinni. Það vekur upp hugsanir um það hjá einhverjum að búið sé að að stilla upp vinstri manni sem eigi að taka við þessu embætti. Nafn hans hef ég ekki heyrt ákveðið en það hlýtur að liggja fyrir.
Það er hinsvegar merkilegt að Haraldur Johannessen sem hefur setið þetta embætti í talsverðum friði í tvo áratugi hefur verið minna umdeildur heldur en til dæmis lögreglustjórinn í Reykjavík sem hefur verið í linnulausum deilum innan síns embættis og í mörg vafasöm málum.Það er athyglisvert ef skyndilega undirmenn ákveðins embættismanns geti samþykkt skyndilegt vantraust á honum og komið honum frá með órökstuddum upphrópunum eða skjallegum sönnunum um afglöp í starfi. Látum vera að bílamiðstöð lögreglunnar hafi verið misheppnuð. En er sá rekstur eitthvað óafturkræft tjón?
Hver hefur eiginlega húsbóndavaldið í embættakerfi landsins. Almenningur,fréttastofa RÚV, starfsmannafélög eða kaffiklúbbar starfsmanna?
Ef að reka á Harald Johannessen á grundvelli samþykktar undirmanna hans í lögregluumdæmum, þá er spurn hvert sé ástandið hjá þessum umdæmum og hvort þar sé allt hafið yfir allan vafa?
Hver er efnisleg ástæða fyrir aðförinni að embættismanni sem hefur tveggja áratuga vammlausan feril að baki á móti mun minni starfsreynslu undirmannanna?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko