24.9.2016 | 09:33
Braut 01 í Reykjavík
gæti mér dottið í hug að væri viðbót möguleika ef eitthvað yrði að í flugtaki þungrar vélar af braut 11 í Keflavík. Viðbót við Keflavíkurveginn og sjóinn. Er Hvassahraunið betra þegar og ef það kemur?
Ég hef auðvitað ekki næga reynslu til að dæma um þetta. En það koma upp tilvik hjá flugstjórum eins og Sullenberger lenti í að fáir kostir eru í boði og fer hratt fækkandi.
Og hversvegna sjá Reykvíkingar enga kosti í því að geta stigið beint í millilandavél í Reykjavík og sett stefnuna á Kaupmannahöfn eða London eftir flugtak af 01? Fjögurra hreyfla Færeyjaþotan kemur nærri daglega til Reykjavíkur án þess að trufla marga.
Af hverju vilja Reykvíkingar fremur torvelda samgöngur en greiða fyrir þeim? Hvað er það sem skilur þá frá öðru fólki?
Braut 01 í Reykjavík gæti verið til margra hluta nytsamleg fyrir nútímafólk.
23.9.2016 | 17:29
Afhending bankanna var lögbrot
Mér finnst menn skauta furðu létt yfir það að þegar Steingrímur J. Sigfússon afhendir slitabúnum hina nýstofnuðu ríkisbanka, þá er hann að afhenda eigur ríkisins. Slíkt þarfnast athugunar við
Bankarnir þrír (þeir nýju sem nú eru starfandi) voru stofnaðir á kostnað almennings sem ríkisfyrirtæki.
Er einhver sem mótmælir þessu?
Þegar eignarhlutir í þeim voru síðar framseldir til slitabúanna var engin heimild fyrir því á fjárlögum.
Sú afhending eða defakto "sala" ríkiseigna, var því fullkomlega löglaus aðgerð.
Hliðstæð því var sala innanríkisráðherra Hönnu Birnu á landinu undir neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir því lá ekki heimild í fjárlögum þess árs. Dómur Hæstaréttar gekk út á að taka afstöðu til þess hvort ráðherra væri yfirleitt heimilt að réttum forsendum að gera samning um að selja land ríkisins. Svo var talið rétt.
En þær forsendur voru ekki fyrir hendi á söludegi þar sem fjárlög þess árs fjölluðu ekki um söluna.
Afhending bankanna var lögbrot og salan á neyðarbrautinni einnig.
23.9.2016 | 09:08
Viltu láta hengja þig eða skjóta?
er spurning sem vaknar eftir að hlusta á leiðtogaþáttinn í sjónvarpinu í gær.
Viltu sækja fram til enn betri lífskjara í stöðugleika og skynsemi þess möguleika?
Eða viltu kjósa tætingsliðið í kring um þá Bjarna Ben og Sigmund Davíð?
Viltu fara í Evrópusambandið fyrr eða síðar?
Viltu byltingu í sjávarútvegi fremur en rólegar breytingar?
Viltu koma saman raunhæfum fjárlögum?
Hvort viltu eiginlega heldur lifa eða láta hengja þig eða skjóta?
23.9.2016 | 08:58
Ga,GA!
Svo segir í Mogga í dag:
"Lagt er til í frumvarpi til fjáraukalaga að fjárframlag til Útlendingastofnunar vegna hælisleitenda verði aukið um 640 milljónir króna fyrir árið 2016. Framlag vegna hælisleitenda í fyrra var 757 milljónir króna en á því ári var fjöldi hælisleitenda 354.
Búist er við að hælisleitendur á þessu ári verði um 700 talsins, sem væri um 98% aukning á milli ára.
Fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag að fjöldi hælisleitenda á þessu ári er orðinn um 500.
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stofnunin hefði í fjárlögum þessa árs fengið fjárveitingu sem miðaði við að hælisleitendur á þessu ári yrðu um 300 talsins.
Það lá þannig alveg fyrir í upphafi að um vanáætlun væri að ræða. Þessi fjárhæð sem lögð er til í frumvarpinu um fjáraukalög er því viðbót við okkar upprunalegu áætlanir, sem gerðu ráð fyrir fjárþörf á bilinu 600 til þúsund milljónir á árinu, sagði Kristín.
Þessar 640 milljónir króna munu þannig allar fara í umönnunar- og þjónustukostnað. Fjölgaði starfsfólki í vor Kristín segir að Útlendingastofnun hafi í vor fengið vilyrði fyrir 55 milljóna króna aukafjárveitingu, sem þegar hafi verið ráðstafað.
Ég réð fólk inn í stofnþjónustuna hjá okkur. Loksins er kominn fjármálastjóri að Útlendingastofnun, sem jafnframt er mannauðsstjóri. Þá voru tveir skrifstofumenn ráðnir, en áður voru hér engir skrifstofumenn og auk þess voru ráðnir fjórir lögfræðingar til þess að þjónusta hælisleitendur, sagði Kristín.
Við óttumst ástandið núna, því það streyma hratt inn hælisleitendur. Við höfðum aldrei úrræði fyrir svona marga í einu, því það var aldrei gert ráð fyrir að þjónusta þyrfti fleiri en 300 manns á hverjum tíma.
Nú losa þeir 500 sem þýðir það að jaðartilvikin, einstaklingarnir sem ekki var gert ráð fyrir í þjónustu, verða alltaf dýrari. Þar á ég við þegar við verðum að kaupa gistingu á hótelum eða gistiheimilum, vegna þess að okkar fyrirframumsömdu úrræði eru fullnýtt, sagði Kristín.
Því sé stofnunin að skoða önnur tímabundin úrræði, þar til kerfið geti farið að virka aftur og Útlendingastofnun nái fjöldanum niður í það að vera að þjónusta 300 einstaklinga á hverjum tíma. Ég tel mjög æskilegt að við komum hlutum í slíkt horf sem fyrst, því þannig gætum við sinnt allt að þúsund einstaklingum á ári, sagði Kristín Völundardóttir.
Í frumvarpi til fjáraukalaga um hælisleitendur segir m.a.: Annars vegar er óskað eftir 600 m.kr. viðbótarframlagi á liðnum vegna verulegrar fjölgunar hælisleitenda umfram forsendur fjárlaga. Kostnaður fjárlagaliðarins hefur aukist verulega síðustu árin, frá því að vera 60 m.kr. árið 2011 í 757 m.kr. árið 2015 en þá var fjöldi hælisleitenda 354.
Áætlað er að fjöldi hælisleitenda verði um 700 á yfirstandandi ári, sem er tæp 98% aukning frá fyrra ári, og að heildar- útgjöldin verði nærri 1.200 m.kr. eða meira en tvöfalt hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum.
Nú eykst fjöldi hælisleitenda úr 354 í fyrra í 700 á þessu ári. Við ráðum ekki við það og verðum að leigja hótelherbergi sem þýðir að framboð minnkar til almennra ferðamanna.
Þó að þetta sé röskleg hækkun á milli ára er aflið til að tífalda þessar tölur til staðar. Hvað ef fjöldinn vex í 7000 á næsta ári? Ætlum við að halda áfram sama verklagi? Engin 48 tíma regla í gangi? Engin viðleitni til að sýna mannúð með afgreiðslum? Halda áfram að hleypa fólki inn á vandræði?
Er þetta náttúrulögmál?
Eða er þetta bara Ga,GA aðferðafræði?
22.9.2016 | 13:53
Af hverju?
rekur Útlendingastofnun þessa stefnu gagnvart hælisleitendum?
Kom útlendur landshornasirkill til landsins án skilríkja og lýgur því sem honum hentar, þá er honum útvegaður samastaður, afhentir peningar og gefið veiðileyfi á íslenskan almenning með mögulegt ónæmt berklasmit, aids eða hverslags aðra smitsjúkdóma sem við höfum verið að strita við að útrýma. Lygarnar skapa honum ekki refsiábyrgð við síðari veitingu ríkisborgararéttar í boði Unnar Brár og Útlendingalaganna.
Norðmenn gefa sér 48 klukkustundir til að ákveða hvort senda eigi þrjótinn til baka eða ekki. Bandaríkin sekta það flugfélag sem kemur með svona kóna til landsins um 10,000 dollara og skylda það til að skila honum til síns heima.
Af hverju er þetta svona galið hjá okkur? Af hverju gengur þessi lýður, líklega margir bardagavanir hermenn og manndráparar, laus í Arnarholti og fær að terroríséra nágrannana? Af hverju eru þeir ekki læstir inni til öryggis? Eða eiga ráðgerðar móttökubúðirnar að vera opnar?
Af hverju?
22.9.2016 | 13:27
Steingrímur sterki
Jóhann er ótrúlegur.
Ég var að hlusta á Arnþrúði á Sögu rifja það upp, að þingflokkur VG samþykkti í júní 2009 að flokkurinn samþykkti ekki Icesave samninginn. Steingrímur skrifað samt undir hann og lagði drápsklyfjarnar á íslenskan almenning.Þessu var svo afstýrt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir milligöngu Forseta Íslands.
Þingflokkur VG tvístraðist og Ásmundur Daði, Lilja Mós, Jón Bjarna og Atli Gísla gengu út. Steingrímur sat eftir með handbendi sínu Katrínu Jakobsdóttur og fleirum, einbeittur í brotavilja sínum gegn þjóðinni.
Ég held að svona leiki fáir eftir Steingrimi sterka í pólitík.
22.9.2016 | 08:58
Ný Samfylking auglýsir
í málgagni sínu Fréttó í dag:
"Við tökum undir ákall 87.000 Íslendinga um meira fé til heilbrigðismála.
Það gengur ekki að spítalar séu ársveltir á meðan efnahagur er á stöðugri uppleið og útgerðin græðir á tá og fingri.
Veikir Íslendingar og fjölskyldur þeirra eiga að hafa forgang. Við eigum öll að geta gengið að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu um allt land. Ókeypis. Alltaf.
Og vel á minnst, við höfum efni á þessu. Við bjóðum einfaldlega út kvótann til að ná því sem upp á vantar. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Við ætlum að reisa nýjan Landspítala, án tafar
Við ætlum að efla heilsugæslu, sem tekur á móti öllum Við ætlum að útrýma biðlistunum, þeir eru óþolandi
Við ætlum að byggja fleiri hjúkrunarheimili
Við ætlum að styrkja sálfræði og geðheilbrigðisþjónustu"
Bara ein spurning:
Af hverju gerðu þeir ekkert í þessu þegar þeir voru í stjórn?
Ný eða gömul Samfylking?
X-S
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2016 | 08:53
Enn hrærir Þorvaldur
gömlu steypuna um stjórnlagaráðið í Fréttó í dag:
".... Þar eð lýðræði á nú víða undir högg að sækja mega Íslendingar fyrir enga muni gefast upp heldur þurfa þeir að sýna umheiminum svart á hvítu að þeir sömdu ekki og samþykktu lýðræðislegustu stjórnarskrá sem nokkurn tímann hefur litið dagsins ljós til þess eins að henni yrði tortímt."
Það er sama hversu oft er rifjuð upp sagan af stjórnarskrárskrípi prófessors doktors Þorvaldar Gylfasonar og félaga og afgreiðsla þjóðarinnar og dómstóla á því máli, það hefur engin áhrif.
Endurtaktu lygina nógu oft og lengi þá verður hún að sannleika sagði doktor Jósef. Hrærðu bara og hrærðu nógu lengi þá verður steypan að musteri sannleikans.
22.9.2016 | 08:46
Bakdyr Björgvins
Guðmundssonar opnast í grein hans í Fréttablaðinu í dag.
Björgvin er eins og allir vita óþreytandi baráttumaður gegn svikum stjórnmálamanna á loforðum til eldri borgara. En erfitt er að álykta annað en að hræsnin ein ráði málflutningi stjórnmálaflokka þegar þeir gráta kródílstárum yfir kröm eldri borgara.Þeir meini bara ekki neitt með fagurgalanum heldur er þeim í raun skítsama um eldri borgara, þar sem þeir eru ekki neitt pólitískt afl. Gætu þeir sameinað kraftana kæmi annað hljóð í strokkinn. En sundraðir föllum vér.
Björgvin segir:
"Eiga stjórnvöld eitthvað með að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði? Ég segi: Nei. Þau eiga ekkert með það.
Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar neitt. Ef slíkar ráðagerðir hefðu verið uppi, hefði launafólk aldrei greitt neitt í lífeyrissjóðina.
Þegar ríkisstjórn er að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum eins og gerist nú, er eins og ríkisstjórnin sé að fara bakdyramegin inn í lífeyrissjóðina og láti greipar sópa þar um eigur okkar sjóðfélaga. Áhrifin eru nákvæmlega eins. Það verður að stöðva þetta strax. Það er ekki nóg að draga úr skerðingum. Þetta er ekkert samningsatriði.
Við eigum þennan lífeyri í lífeyrissjóðunum. Við viljum fá hann óskertan á eftirlaunaaldri, hvorki meira né minna. Stjórnvöld þurfa ekki að vera að gorta af því að þau dragi úr skerðingum. Það á að afnema skerðinguna alveg, rétt eins og Bjarni Ben lofaði fyrir síðustu kosningar 2013 þó hann sé nú búinn að gleyma þessu loforði!
Þekkist ekki á Norðurlöndunum.
Þessar miklu skerðingar, sem hér eru, tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar þann lífeyri, sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð óskertan. En auk þess er grunnlífeyrir þar miklu hærri en hér, þrefalt hærri. Hann er 120-130 þúsund krónur á mánuði þar. Heildarlífeyrir er einnig miklu hærri þar. Samt er hagvöxtur meiri hér og afkoma ríkissjóðs góð.
Eftir hverju eru stjórnvöld þá að bíða? Aðstæður til þess að greiða öldruðum og öryrkjum hærri lífeyri eru góðar. Það vantar bara viljann.
Aldraðir greiða sjálfir mest af ellilífeyrinum
Athuganir hafa leitt í ljós, að lífeyrisþegar hér greiða miklu stærri hlut sjálfir í lífeyrinum til aldraða en gerist í hinum norrænu ríkjunum. Það stafar af því, að lífeyrissjóðirnir greiða svo mikið af lífeyrinum og ríkið skerðir á móti sínar greiðslur á vegum almannatrygginga.
Tölur leiða í ljós, að hér greiða lífeyris- þegar sjálfir 60% af ellilífeyri sínum. Þetta er miklu hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Þar verður ríkið að greiða megnið af ellilífeyrinum en hér greiða eldri borgarar sjálfir stærsta hlutann af lífeyrinum. Samt kvartar og kveinar ríkið miklu meira hér en annars staðar á Norðurlöndunum og vill ekkert gera fyrir eldri borgara. Það er eins og ríkisstjórnin hér sé á móti eldri borgurum."
Já, þarna bendir Björgvin á þá svívirðu að láta eldri borgara greiða sjálfa fyrir lífeyri sinn. Það er skorin rófan af hundinum til þess að gefa honum að éta eins og fræg mynd (StormsP eða Engströms?) sýndi.
Það er aðdáunarvert hvernig Björgvin endist til að berjast við tilfinningalausar forynjurnar í stjórnmálaflokkunum. Þeir meintu akkúrat ekkert með kosningafagurgalanum þegar upp er staðið.
Björgvin hefur bent á bakdyrnar sem stjórnmálamennirnir nota við svikin.
21.9.2016 | 23:03
Forherðing Bjarkeyjar
Olsen þingkonu VG er með eindæmum. Í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttir lét þessi þingkona útúr sér að 9000 fjölskyldur hefðu ekki farið á hausinn og misst eigur sínar vegna hrunsins heldur vegna þess sem undan var gengið. Sem sagt, það var Sjálfstæðisflokknum að kenna að þau misstu aleigur sínar.
Það var ekki svikum Jóhönnu og Steingríms á loforðinu um að slá skjaldborg um heimilin að kenna. Það var ekki stökkbreytingu lánanna að kenna sem voru rukkuð in full af bönkunum sem Steingrímur gaf vogunarsjóðunum. Nei þau fóru á hausinn af því að fyrri ríkisstjórn hafði lánað þeim.
Aðra eins veraldar heimsku og forherðingu hef ég aldrei heyrt frá nokkrum þingmanni, jafnvel ekki frá Steingrími sjálfum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.9.2016 | 21:46
100 hælisleitendur
í viðbót í boði Dags Bé og Halldórs Auðar Svanssonar Pírata.
Hversu margir íslenskir einstaklingar verða reknir út á götuna þegar Borgin yfirbýður húsnæðið til að troða þessu liði í það?
Það þýðir ekkert að yppta öxlum. Það er húsnæðisskortur í Borginni og fleiri en einn um hvert pláss. Þetta heimboð kostar húsnæðisleysi hjá einhverjum þeim sem nú hafa húsnæði.
Það stefnir í kosningar. Allir stjórnmálaflokkar, nema íslenska Þjóðarfylkingin forðast að ræða innflytjendamálin. En við megum ekki láta þá komast upp með að þagga þessi mal niður. Þau snerta hvern einasta Íslending.
Það sýnist algerlega nauðsynlegt að innflytjendamálin verði eitt af aðal- kosningamálunum, svo alvarleg ógn við velferðar-og heilbrigðiskerfið okkar þau eru.
Hvernig getum við verið að hleypa inn múslímskum hælisleitendum með langveik börn meðan við getum ekki keypt lyf fyrir okkar eigin börn?
Sýnist Kára Stefánssyni heilbrigðiskerfið okkar vera aflögufært? Vill hann ekki skrifa heilsíðugrein í málgagnið sitt Fréttó um það hverjir eiga fyrst að fá hjálp, okkar eigið fólk eða hælisleitendur?
Þjóðin á heimtingu á að vita af hverju er ekki hægt að nota 48 tíma regluna gegn hælisleitendum hérna eins og í Noregi?
Af hverju getur Útlendingastofnun ekki unnið vinnuna sína og afgreitt málin með hraði og hætt að safna þessu fólki saman í ringulreið og skort?
Er kannski of margt ákvarðanafælið fólk komið í þessi störf hjá Útlendingastofnun sem getur ekki tekið ákvarðanir? Hvernig er kynjahlutfallið á þessari stofnun? Bara að hann Árni stóri væri kominn aftur til starfa.
Hvert 100 hælisleitenda skapar vandamál fyrir 1000 Íslendinga, beint og óbeint.Það er það sem Dagur Bé. þarf að svara fyrir hvernig verði leyst.
20.9.2016 | 13:47
VG-maður vitkast!
Bloggkóngur Íslands,Páll Vilhjálmsson blaðamaður, sem hefur viðurkennt opinberlega að hafa kosið VG, skrifar svo:
"Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerir meiri breytingar á lífeyriskerfinu en sést hefur frá tilurð þess.
Jöfnun réttinda launafólks í opinberum störfum og á almenna vinnumarkaðnum til lífeyris verður fylgt eftir með jafnaðarstefnu í launamálum þessara hópa.
Ríkisstjórnin vinnur breytinguna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem í áratugi hafa sett jöfnuð lífeyris á oddinn.
Ríkisstjórn allra stétta hlýtur að fá endurnýjað umboð frá þjóðinni við næstu þingkosningar. Allt annað er glapræði."
Að mestu leyti hefur pallvil rétt fyrir sér. Næsta ríkisstjórn með Birgittu og ámóta lið innanborðs er ekki líkleg til stórræðanna. Áhrif þjóðfylkingar verða vonandi einhver þar sem þessi ríkisstjórn virðist ekkert ætla að gera gegn innrás múslíma sem virðast ætla að leggja undir sig okkar samfélag.
En í heildina get ég ekki séð að önnur skárri ríkisstjórn sé í boði. Því var gersamlega óþarfi fyrir hana að gefast upp og fara í kosningar nú þegar allt er í lagi og meirihlutinn tryggur.Þetta stjórnarandstöðulið á Alþingi hefði þá getað gargað í friði í hálft ár í viðbót án þess að skaða þjóðina.
Því lengur sem þjóðin horfir á Birgittu og lýðræðið hjá Pírötunum þeim mun betra. Alveg eins og Truman sagði þegar hann frétti að McArthur ætlaði að bjóða sig fram á móti honum: Látið hann bara tal, látið hann bara tala." Og McArthur talaði og Truman vann.
95 % þjóðarinnar á Sögu vilja ekki sjá Steingrím J. aftur í stól fjármálaráðherra. Ég heldur ekki. Ég vil sömu flokka áfram en vona að þeir vitkist í hinum þjóðhættulegu innflytjendamálum.
Það segir samt eitthvað og glæðir manni von ef þó ekki nema einn VG-kjósandi vitkast.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 3421211
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko