6.5.2016 | 13:43
Þá skerpast línurnar
bæði í pólitíkinni og Forsetabísnessnum.
Fólk er að átta sig á því að aukinn hagvöxtur, lág verðbólga, betra gengi á norsku krónunni er að gerast núna. Það er atvinna fyrir alla sem nenna að vinna og fleiri. Og Píratar eru ekki í stjórn.
Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem fer með fjármálaráðuneytið í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Þessi ríkisstjórn er ekki á leið í ESB. Þessi ríkisstjórn gengur ekki með drauma um að taka upp annan gjaldmiðil. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að ganga úr NATO.
Þessi ríkisstjórn er ekki með áform um að hækka skatta. Samt fær VG aukið fylgi. Hvernig skyldi standa á því?
Þessi ríkisstjórn vill gera eitthvað í húsnæðismálum og gerir það líklega. Þessi ríkisstjórn er búin að lækka virðisaukaskatt og létta af vörugjöldum. Það voru ekki stjórnarandstöðuflokkarnir eða Píratar sem gerðu það. Eru þeir líklegir til að bæta um betur ef þeir komast að? Er fólkið að velta því fyrir sér þegar það svarar spyrlunum? Vill það að stjórnmálamenn skattleggi og eyði eða vill það sjálft ráðstafa sínu aflafé?
Og svo á að kjósa Forseta. Við vitum hvað við höfum. Við vitum hvað Ólafur Ragnar er búinn að gera. Hvað hann hefur ekki gert vitum við líka. Hann á ríka og glæsilega konu. Hann á kjarkmikla konu sem gekk hiklaust á móti grjótkösturunum á Austurvelli og deplaði ekki auga. Meðan sumir skutust skíthræddir á bak við aðra inn um bakdyr Alþingishússins. Þó að vinstri pressan hatist við alla sem eru ríkir þá held ég að meirihluti þjóðarinnar sé ekki sama sinnis í þessu tilviki. Við erum stolt af Dorrit Forsetafrú.
Guðni sagnfræðingur er mætur maður og glæsilegur. Hann hefur ekkert gert af sér nema vera skemmtilegur og fróður. Við vitum ekkert hvað hann mun gera sem Forseti. Við vitum bara að hann er Evrópusinni og okkur er sagt að hann sé ekki kirkjurækinn. En fyrri prinsar hafa þó jafnað París til einnar messu virði.
Ég er hinsvegar skuldbundinn Ólafi þannig að þetta er ekki erfitt fyrir mig frekar en að kjósa ekki Pírata.
Svo að línurnar eru að skerpast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.5.2016 | 18:30
Fjör í Forsetaleikinn!
færist á morgun. Þá kemur Guðni undan feldinum á fundi í Salnum og tilkynnir um framboð eða ekki. Búinn að segja að enginn velti sitjandi Forseta. Spurningin er hvort að fjölmúlarnir með RÚV í broddi fylkingar séu búnir að þyrla upp svo miklu moldviðri um aflandsfélög Dorritar að Guðni stóli svo á leiðveislu rangupplýsingaveitunnar, að hann geti skákað í því skjólinu?
Guðni er ágætur að tala og búinn að kynna sér söguna og þekkir í hverju þeir hafa lent pólitískt. Hann myndi vinna gagnvart öllum öðrum frambjóðendum en Ólafi. Hann á því meiri möguleika næst því ef hann fellur núna þá væri það verra fyrir það.
En það er þetta með aflandsfélagahysteríuna og hana Dorrit. Rangupplýsingamaskínan gengur dag og nótt við að afflytja Ólaf Ragnar af því að hún Dorrit er auðug kona úr öðrum löndum. Þó hún sé gift Ólafi Ragnari, þýðir það endilega að hann hafi fengið allt að vita um bankabækur tengdapabba? Hversu margir verða slíks aðnjótandi við giftingu inn í aðra fjölskyldu?
Manneskjan Dorrit Mussajef er úr forríkri erlendri fjölskyldu. Dorrit er erfingi þessa alls. Hvar eiga peningarnir að vera í geymslum? Hérna heima hjá Steingrími J eða í vörslu RSK? Hverslags bull er ekki borið á borð fyrir fólk? Það er ekki hægt að koma á ærlegan tilgang þennan fréttaflutning.
Finnst fólki almennt ólíklegt að þau hafi gert kaupmála við giftinguna Ólafur og hún? Á hann endilega að vita allt um fjármál tengdapabba? Er gamli komminn Ólafur Ragnar orðinn erfingi að öllu góssi þeirra Mússajefa?
Þetta er orðið hrein hneisa og farsi hvernig Íslendingar haga sér í þessu áróðursstríði gegn aflandsfélögum sem reynt er að gera samstofna við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson og svo núna líka Ólaf Ragnar Grímsson til þess að geta eyðilagt sem mest. En er fólkið svo heimskt að það sjái ekki í gegn um þessa misbeitingu óvandaðra blaða-og menntunarlítilla og próflausra fréttamanna?
Samsæri alþjóðlegra pörupilta í samstarfi við RÚV allra landsmanna gagnvart grandalausum forsætisráðherra Íslands dugði til að flæma hann úr embætti undir undir olíutunnubarsmíð framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Verður það bara Gísli á Uppsölum eða hans jafningjar sem verða taldir nægilega saklausir í fjármálum samtímans til þess að uppfylla siðferðiskröfur RÚV til frambjóðenda?
Mér finnst rangt að jafnmargir úr minnihluta og meirihluta Alþingis skipi stjórnina á RÚV. Leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að apparatið fer bara eigin leiðir í öllum málum?
Sýnist einhverjum að hið hlutlausa RÚV sé að draga af sér í því að færa fjör í pólitíkina og Forsetaleikinn líka?
4.5.2016 | 09:00
Fjölmenning
verður Árna Matthíassyni að yrkisefni í Mogganum í dag. Hann skilgreinir það sem fjölmenningu að við íslendingar séum búnir að breyta mataræði okkar frá öldum áður.
Þegar ég kom fyrst til Þýskalands vorum við flestir óvanir því að borðið væri ávallt grænt með mat eða salat.Þeir sem fyrir voru sögðust hafa vanist á þetta og teldu það nauðsynlegt. Við fengum að kynnast þýskum mat og flestir voru fljótir að aðlagast kjúklingum, spaghetti,baunum og súrkái, ravioli, rússneskum eggjum, Kasseler Rippe og Bratwust.
Nú vitum við að þetta var víst fjölmenningaruppeldi eftir skilgreiningu Árna. Ég man þá tíð þegar sólarlandaferðir hófust hjá þeim Ingólfi og Guðna að félagi minn sagði að nú myndu Íslendingar almennt taka upp að éta öðruvísi og fjölbreyttara en þeir gerðu. Jafnvel kjúklinga, grænmeti og svín sem þeir gerðu yfirleitt ekki.
Í stríðinu fórum við að tyggja tyggigúmmí og reykja amerískar sígarettur frekar en breskar. Keyra ameríska bíla og flytja inn tækni og vélar. Svo kom tölvutæknin og netið frá Bandaríkjunum og við vorum árum í undan Evrópu í að nýta það. Farsímarnir urðu íslensk almenningseign líka á undan.
En er þetta fjölmenning sem er sama og það að opna landmæri og leyfa þúsundum fólks frá framandi menningarsvæðum að flytjast til Vesturlanda og samlagast ekki þeim sem fyrir eru?. Mynda Ghettó að sinni vild í borgunum eins og í Malmö og Gautaborg til dæmis? Skapa stórkostleg velferðarvandamál án þess að þeir sem fyrir eru hafi neitt um það að segja?
Þeir sem fyrir eru megi ekki velja og hafna hverja þeir vilji fá og hverja ekki? Megi ekki einu sinni ákveða fjöldann?
Ég get ekki fallist á að fólk, siðir og trúarbrögð og dauðir tæknihlutir séu flokkaðir í einn flokk. Það er reginmunur á því sem Árni Matthíasson kallar fjölmenningu og mínum skilningi þess hugtaks.
3.5.2016 | 11:29
Það er vit í Pútín
"Í Rússlandi búa Rússar.Sérhver minnihluti hvaðan sem er, vilji hann búa í Rússlandi til að vinna og borða. skal tala rússnesku og virða rússnesk lög. Ef hann vill Sharia lög þá ráðleggjum við honum að fara þangað sem það eru landslög. Rússland þarfnast ekki minnihluta, minnihlutar þarfnast Rússlands og við munum ekki veita þeim sérstök forrétindi eða breyta lögum okkar til að þóknast þeirra óskum hversu hátt sem þeir hrópa "Misréttti".
Auðvitað mun góðafólkið rífa sig og segja að þetta sé lygi og Pútín hafi aldrei sagt þetta.
Obama mun ekkert læra af þessu. En Trump mun skilja þetta.
En hvaða stjórnmálaflokkur íslenskur þorir hafa svona skoðanir? Ég myndi nefnilega alvarlega hugsa um að kjósa hann.
Mér finnst vit í Pútín á margan hátt.
3.5.2016 | 11:11
So what?
Greiðslukortafyrirtækið Valitor þarf að greiða 500 milljónir króna í sekt til ríkisins, samkvæmt dómi Hæstaréttar frá því á fimmtudag. Valitor hafði kært og síðar áfrýjað úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að leggja sekt á fyrirtækið. Samkeppniseftirlitið taldi að Valitor hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn skilyrðum fyrri ákvörðunar eftirlitsins. Valitor hafi verðlagt þjónustu sína undir breytilegum kostnaði á árunum 2007 og 2008. Sektin var upphaflega hálfur milljarður en héraðsdómur Reykjavíkur lækkaði sektina í 400 milljónir. Hæstiréttur hækkaði sektina aftur í 500 milljónir á fimmtudag. Hæstiréttur taldi rétt að hækka sektina þar sem brot fyrirtækisins hafi snert allan almenning í landinu og fjárhagslegur ávinningur af starfseminni á brotatímabilinu hafi verið verulegur.
Höskuldur H. Ólafsson, sem í dag er bankastjóri Arion banka, var forstjóri Valitor á þeim tíma sem brotin voru framin. Fréttastofa óskaði í gær eftir viðtali við Höskuld en fékk þær upplýsingar frá samskiptasviði bankans að það fengist ekki. Hins vegar fékk fréttastofa eftirfarandi yfirlýsingu frá stjórn Arion banka:
Hæstiréttur hefur nú staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2013 í máli sem snýr að dótturfyrirtæki Arion banka, Valitor. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var tekin til gaumgæfilegrar skoðunar af stjórn bankans á sínum tíma. Vegna fyrirspurnar þinnar þá vísar stjórn Arion banka í yfirlýsingu Monicu Caneman, stjórnarformanns Arion banka, frá 2013 þar sem lýst var yfir fullu trausti til Höskuldar og starfa hans fyrir bankann."
Var ekki annað mál sömu aðila uppi fyrr en þetta?
Hvað varðar ykkur lúsablesana um hvað svona höfðingjar hafast að? Verið ekki að skipta ykkur af því sem ykkur kemur ekkert við frekar en ykkur kemur við hvernig valið er í stjórn Aríon banka.
So what?
2.5.2016 | 19:53
Á virkilega ?
að verðlauna kújónana sem stjórnuðu fjármálum Reykjanesbæjar með því að gefa þeim eftir skuldir?
Á ég að verðlauna bæjarstjórnina í Reykjanesbæ fyrir óábyrga hegðun í fjármálum, sem allir sáu hvert stefndi þegar þeir voru við völd? Á ég að lækka lífeyrinn minn til frambúðar vegna fíflaskapar óábyrgra pólitískra dilletanta? Af hverju á Kópavogur að stritast við að borga? Af hverju eiga Dagur Bé og EssBjörn að fá að velta sinni heimskulegu og óábyrgu óreiðu yfir á Orkuveituna og láta miklu fleiri en Reykvíkinga borga vitleysuna með sér?
Af hverju eiga heimilin að borga allt upp í topp í Íslandsbanka ef Reykjanesbær á ekki að gera það? Af hverju á að verðlauna stjórnendurna þar fyrir fíflaskap í fjármálum þegar almenningur er rukkaður um hvern eyri og kostnað til viðbótar? Af hverju á Reykjanesbær að fá afslátt hjá bönkunum en ekki almenningur?
Engan afslátt til Reykjanesbæjar. Er honum nokkur vorkunn fyrir að missa sjálfstæðið? Á hann það barasta ekki virkilega skilið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2016 | 08:49
Hvað ætla Sjálfstæðismenn?
að gera í kosningaundirbúningi?
Þingmenn flokksins eru sagðir ganga á milli manna og stinga upp á uppstillingu á framboðslistana vegna þess að tíminn til kosninga leyfi ekki venjuleg prófkjör hvað þá landsfund flokksins?
Er þetta svo? Væri tímahrak, af hverju er þá ekki byrjað? Jú, það er af því að kjördæmisráðin eru undir of sterkum áhrifum uppstillingarsinna sem styrkjast með hverjum degi aðgerðaleysis.
Ætlum við Sjálfstæðismenn að ana í kosningar með það í farteskinu að við höfum ekki nennt að taka til höndum fyrir október þegar friðþægingarkosningar við tunnutrymblana eiga að fara fram. Án þess að við flokksmenn höfum verið spurðir.Við höfum ekkert samþykkt þessa tilhögun. Hverjir eiga að ráða?
Við verðum að hysja upp um okkur Sjálfstæðismenn og láta ekki mata okkur af lítilli klíku atvinnuþingmanna. Stjórnmál snúast ekki um að skaffa þeim lifibrauð heldur hugsjónir flokksins og stefnu.
Höfum við svör í innflytjendamálum eða ætlum að láta Unni Brá og Áslaugu Örnu um þann málaflokk? Þurfum við ekki að horfa á það að þjóðin er ekki sammála núverandi gangi mála. Væri annars verið að stofna nýja stjórnmálaflokka vegna þessa málaflokks?
Þurfum við ekki að afgreiða Viðreisnarflokkinn á afgerandi hátt? Eru landsmenn sáttir við okkur í afstöðunni til ESB og hvernig við höfum haldið á þeim málum? Þurfum við ekki að finna svör sem duga?
Verðum við ekki að gera eitthvað Sjálfstæðismenn og það strax til að geta farið í kosningar eftir 200 daga?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2016 | 08:31
Útþensla Kínverja
í Suður-Kínahafi er að verða ógn þó hægt fari. Ástralir eru þeir fyrstu ásamt Fillipseyjum sem verða varir við áganginum. Bandaríkin hafa áhyggjur af þrýstingnum og Japanir eru orðnir uggandi svo mjög, að kjarnorkuvígvæðing er eim ekki eins fjarlæg og áður.
Kínverjar eru makalaus þjóð. Dugnaði hennar og nægjusemi er við brugðið. Hún fær um hina ótrúlegustu hluti í byggingum risamannvirkja. Viðskiptaviti hennar er líka við brugðið. En innviðirnir og efnahagslífið eru feysknir þar sem fjöldinn er svo gríðarlegur og kerfið viðkvæmt. Landið sjálft dugar ekki til að brauðfæða fólkið. Þeir eru upp á Bandaríkjamarkað komnir til að komast af efnahagslega. Líklega eru þeir ekki miklir stuðningsmenn Donalds Trump sem vill draga úr innflutningi á iðnaðarvöru.
Og víst er að það eru blikurá lofti í efnahag Kínverja. Þeir hafa framleitt draugabæi til að halda uppi atvinnu. Þar glitrar stál og steinsteypa engum til nota. Það er holur hljómur í hagvextinum.
Stálframleiðsla þeirra hefur ekki viðtakendur lengur. Hugsanlega eitthvað sem minnir á öxulveldin í gamla daga. Of mikið stál fer gjarnan í hergögn. Kínverjar voru að sjósetja sitt fyrsta alvöru flugmóðurskip. Þeir eru að byggja flugvelli með því að byggja utan á kóralrif. Svipað og við gætum gætum gert við Kolbeinsey í minni skala kannski. Þar sem áður voru hafdjúpin ein eru nú risaflugbrautir sem ógna Ástralíu og öllu Suður-Kínahafi. Hvað gerist ef bakslag verður í heimsviðskiptunum geta menn rétt ímyndað sér. Allur þessi mannfjöldi lýtur einræðisstjórn sem þarf engan að spyrja og engum að standa reikningsskil hugsana sinna. Hefur heimurinn ekki upplifað svipað áður?
Við Íslendingar getum aldrei botnað í kínverskum hugsunarhætti þannig að við getum spáð í hvað þeirra muni gera næst. Þeir eru þó ekki lengra frá okkur en sem nemur vegalengdinni til Grímsstaða ef þeim sýnist svo. Þeir voru að kaupa lönd á stærð við Ísland í Ameríku. Þeir eru ekki eins og við heimskingjarnir sem reikna allt í afkastavöxtum og arðsemi banka. Þeir sjá langt fram í tímann meðan við erum með nefið milli fótanna á okkur.
Það er ástæða til að fylgjast með atburðum á Kínahafi. Þeir munu koma okkur við þegar útþensla Kínverja heldur áfram.
30.4.2016 | 13:03
Skemmtilegur fundur
var hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi nú í morgun.
Enn eitt skiptið var enginn sérstakur ræðumaður heldur ræddu flokksmenn saman um stjórnmálin og málefni flokksins.
Margt bar á góma um haustkosningar, sem flestum líst illa á, Landsfund og prófkjör sem fundarmenn studdu nær einróma.Það er baráttuhugur í fólkinu, ungum sem öldnum.
Einn ræðumanna bað flokksmenn að íhuga hvað það gæti verið sem gerði það að verkum að nærri helmingur flokksmanna ætlar ekki að kjósa hann samkvæmt skoðanakönnunum. Hvað það væri sem orsakaði þetta? Væri það hugsanlega af því að okkur hefði mistekist að halda fram grunngildum flokksins? Við værum föst í dægurmálunum en gleymdum undirstöðunni? Því sem flokkurinn hefði verið stofnaður til að vera 1929? Við gleymdum sjálfstæðisstefnunni vegna málamiðlana?
Þegar maður hugsar um það þá er þetta áreiðanlega rétt. Við Sjálfstæðismenn erum ekki að koma boðskapnum til skila til fólksins. Það sér í okkur eitthvað allt annað en við erum. Það veit ekkert um flokkinn eða um hvað hann var stofnaður eða fyrir hvað hann stendur. Áróðursvél kratanna og RÚV malar dag og nátt við álygar og rangupplýsingar án þess að flokkurinn beri hönd fyrir höfuð sér.
Við gamlir flokkshestar höfum gælt við þá hugmynd að gefa út reglulegt flokksblað sem færi um allt land. Þar myndu okkar forystumenn og aðrir tala beint við almenning í landinu ótruflaðir af frammíköllum andstæðinganna. Sækja fram en ekki liggja í vörninni. Við höldum því fram að þetta getum við gert með velvilja stuðningsmanna flokksins án þess að við þurfum að veðsetja Valhöll frekar en orðið er.
Við trúum því að fólk muni átta sig á því hvað það er sem Sjálfstæðisflokkurinn vill eins og hann Birgir Kjaran skýrði í bókum sínum um félagslegan markaðsbúskap, eign fyrir alla, gjör rétt þol ei órétt og stétt með stétt.
Við trúum því að fólkið muni leggja við hlustir þegar efndir fylgja orðum. Það muni trúa þegar flokkurinn fylgir landsfundarályktunum. Það muni sannfærast þegar forystumenn hafa endurnýjað umboð sín á landsfundi. Okkur gömlu strumpunum finnst að það væri engu til hætt að reyna þetta. Allavega betra að reyna heldur en að láta reka sofandi að feigðarósi eins og nú er gert í áróðusrsmálum flokksins.
Svo er hið nýja og unga lið í flokknum sem segir að blaðaútgáfa sé bara gamaldags atlaga að regnskógunum. En les sjálft Fréttablaðið, DV og Fréttatímann sem eru gegnsýrð af áróðri vinstra gengisins. Það sem gildi í dag sé bara fésbókin og það allt. Svo auðvitað verður bara ekkert gert og við skíttöpum kosningunum til Pírata af því að við rökræðum ekki eða hökkum niður bullið úr þeim eða krötunum.
Það er samt allstaðar áróðursleg óskastaða. Ríkisfjármálin og efnahagslífið standa betur en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnin er sterk af verkum sínnum. Vinstra liðið er með allt niðurum sig í Reykjavík þar sem það ræður öllu. Reykvíkingum svíður niðurlæging borgarinnar í höndum Dags Bé,EssBjarnar og Halldórs Pírata. En Sjálfstæðismenn þar virðast ekki ná vopnum sínum né eyrum fólksins.
Við Sjálfstæðismenn virðumst ekki skilja að við eigum við ofurefli í áróðri að etja um þessar mundir. En við virðumst vera of hræddir til að berjast og of feitir til að flýja eins og einn fundarmanna orðaði það um stöðu flokksins í áróðursmálunum.
Við þökkum fyrirlesara dagsins fyrir að mæta ekki á fundinn.En þetta var samt skemmtilegur fundur hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi í morgun og hreinskilnar umræður um flokksmál eru löngu tímabærar og mættu jafnvel bergmálast lengra inn í kalkaðar grafir aðgerðaleysins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2016 | 09:30
Mikil aukavinna
hefur fylgt starfinu. Viljum minnka hana og vera með fjölskyldum okkar, segir Sigurjón formaður flugumferðarstjóra.
Svona lýsir formaðurinn viðhorfi sínu í Morgunblaðinu. Gagnrýnislaust af blaðinu. En þetta er auðvitað einber rangsnúningur staðreynda í ljósi aðgerða hans. Hann vill bara meiri peninga.
Til þess að leggja áherslu á þessa fjölskyldukröfu þá neitar Sigurjón að þjálfa nýnema eða kalla inn aukamenn eða vinna yfirvinnu meðan skrúfan stendur. Hann á nefnilega flugvellina, alþjóðasamningana og allt það. Já hann og óeirðaflokkur hans en ekki vinnuveitandinn sem er íslenska ríkið og þjóðin.
Þetta er aldeilis kostuleg staða. Ríkið tekur inn alla nýnema í flugumferðarstjórn, að vísu væntanlega aðeins með leyfi félagsins . Það greiðir þeim kaup í náminu og starfandi flugumferðarstjórar eiga að kenna þeim. Starf sem yfirleitt lærist mest með reynslunni og starfstíma eins og margt annað.
Þegar nemar hafa fengið að læra flugumferðarstjórn hjá ríkinu þá keyra þeir eldri þá yngri inn í sitt stéttarfélag gegn ríkinu og gera skrúfu. Heilagt stéttarfélag með "verkfallsrétt" á sama grundvelli og BSRB eða hvaða annað félag ríkisstarfsmanna. Skyldi ekki vera grundvöllur fyrir stéttarfélagi ráðuneytisstjóra, aðstoðarmanna ráðherra, stéttarfélags sendiherra, fyrrverandi forsætisráðherra osfrv.?
Löggan vill fara á á háskólastig til að fá hærra kaup. Hvort vill fólk í neyð frekar fá löggumann eins og þeir voru í gamla daga, rasstóra beljaka sem gátu tekið á ógninni, heldur en einhverja háskólalúða sem aldrei hafa lent í hasar? Væri erlend sérsveit ekki æskilegri en innlend vegna hugsanlegra eftirmála?
Af hverju þurfa flugmenn hérlendis flugumferðarstjóra sem tala íslensku þegar flugið gengur á ensku ef með þarf? Af hverju hefur almenningur engan rétt gegn ofbeldisgengjum sem þykjast eiga einhvern einkarétt á þessu eða hinu af því að þeir vinni við það?
Hvað gerðist ef kæmu hingað erlendir óháðir flugumferðarstjórar? Fengju þeir að fara inn í byggingar ríkisins og stjórna flugumferð? Eða eiga þessir núverandi uppalningar ríkisins sem mynda félag flugumferðarstjóra flugvellina og allan rétt til nýtingar? Getur ríkið ekki rekið þetta óeirðalið eins og Reagan gerði og ráðið annað fólk?
Eða getum við ekkert annað en haldið áfram að láta þetta lið sparka í okkur og kvelja?
Flugumferðarstjórar eru sosum ágætir meðan þeir eru til friðs. En þeir geta verið alveg ónauðsynlegir þar sem mikið almennt farþegaflug er ekki í gangi eins og sést í Bandaríkjunum þar sem engir turnar eru á mörgum stórum flugvöllum almennings.
Má ekki taka þessi flugumferðarstjórnarmál til endurskoðunar til að minnka þörfina og aukavinnuna hjá þessu dekurliði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2016 | 14:58
Andri Snær og Pétur
Gunnlaugsson eru á Útvarpi Sögu til að ræða við fyrirætlanir þess fyrrnefnda um að verða Forseti Íslands.
Pétur er ágætur spyrill þó að alltaf slái út í fyrir honum ef stjórnarskrá stjórnlagaráðs hans og Þorvaldar Gylfasonar ber á góma. Hann kemst bara ekki yfir það að þessu plaggi hefur verið hafnað og er komið út á öskuhaug sögunnar hvað sem þeim Þorvaldi finnst.
En hann spyr Andra Snæ beinskeytt og Andri fer á harðahlaupum undan í flæmingi, reynir að svara útúr þegar hann veit að hans sannfæring er ekki í eftirspurn. Honum bara tekst það ekki. Andri Snær er greinilega Evrópusinni og vill ganga þar inn. Hann vill líka að Bjarni Benediktsson segi af sér eins og Sigmundur án þess að færa sannfærandi rök fyrir því.
Í heild finnst mér Andri Snær stamandi og hikandi við hvert fótmál. Svona eru bara ekki Forsetar í mínum huga.
Andri Snær ætti hugsanlega bara að halda sig við það að skrifa bók fyrir 18 milljónir frá Ríkinu næstu árin eins og hingað til. Flestum eldri borgurum þætti það ágæt sporsla og notaleg innivinna. Þó ég sé þroskaheftur kjósandi þá er ég ekki síamstvíburi krata og Evrópusinna. Enda búinn að sverja Ólafi Ragnari trúnaðareið.
Ég er líka búinn að hlusta á Guðna Th. Þar er maður sem bæði vill og getur. En hann þorir praktískt ekki í Ólaf sem skiljanlegt er núna. En ég held að hann eigi góðan séns þó síðar verði, ungur maðurinn.
Pétur Gunnlaugsson er góður Forsetaspyrill ef hann getur vanið sig af stíl Þorvaldar Gylfasonar varðandi stjórnlagaráðið. Ég held að fáir af núverandi frambjóðendum eigi erindi undir exi Péturs. Andri Snær hafði þar ekki erindi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.4.2016 | 09:10
Engar haustkosningar
heldur verði kosið í lok kjörtímabilsins eins og til stóð.
Það er fáránlegt ef ég á að fá stjórnarandstöðuna með Steingrím J. innanborðs yfir mig fyrr en réttur minn til hvíldar rennur út.Ég get ekki ekki séð að flýta þurfi kosningum þótt Vilhjálmur Þorsteinsson og fleiri aflandsfjárfestar hafi barið olíutunnur á Austurvelli.
Það er réttur landslýðs að fá að lifa í sólskini síðustu kosninga svo lengi sem kostur er. Það er nógu langur tími í hremmingum sem kann að bíða eftir að landsmenn hafa kosið þetta lið yfir sig aftur. Það er óþarfi að fara breyta kjördögum framtíðarinnar yfir í óhentugar haustkosningar vegna einskis tilefnis.
Hvað sem stjórnarandstöðunni kann að finnast og hversu margar ræður hún ætlar að flytja um ekki neitt þar til kjörtímabilið er úti, þá er þó stjórnin með 38 þingmenn í meirihluta þangað til.Virðing Alþingis fer ekki neðar en stjórnarandstaðan er búin að koma henni svo bættur sé skaðinn. Einar K. þarf að sýna sína yfirskilvitlegu rósemi aðeins lengur og umbera kjaftæðið.
Hann verðskuldar æðsta fálkakross fyrir þá þrautseigju sem hann hefur sýnt. Hugsa sér þvílík þrekraun það er að hlusta á Sigríði Ingibjörgu, Árna Pál, Lilju Rafney, Guðmund Steingrímsson, Birgittu Jónsdóttur, Robert Marshall, Björtu Ólafsdóttur, Katrínu Jakobsdóttur, Magnús Orra, Katrínu Júlíusdóttur og svo auðvitað Steingrím J. þó hann sé stundum skárstur á að hlýða, svo einhverjir séu nefndir af þrætubókarfólkinu, og láta aldrei sjá á sér leiða eða geispa?
Höldum þetta út og gefum ekki eftir fyrir ríku trymblunum úr aflandsfélögunum á Austurvelli.
Engar haustkosningar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 3421142
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko