28.7.2014 | 10:30
Ein ástæða
sem kemur mér á óvart varðandi þá hroðalegu venju sumra múslima að "umskera" stúlkubörn, dett ég um á bloggi Guðrúnar H. Eyþórsdóttur sem ég hef þekkt frá barnsaldri. En ég "misnotaði" hana ásamt henni dóttur minni með því að láta þær stöllur hlaupa með VOGA upp hálar tröppur og troða þessu íhaldsmálgagni í póstkassana í Kópavogi meðan ég sat í makindum í upphituðum bílnum og kláraði þannig minn útburðarkvóta sem þá var úthlutað til flokksmanna. Einhver áhrif hefur þetta uppeldi mitt samt haft því þær eru núna báðar starfandi í Sjálfstæðisflokknum.
Guðrún bloggar allt í einu eftir langt hlé Guðrún segir m.a.:..
...."Einn samnemanda minna er frá Súdan. Hún er stjórnandi á spítala og í kjölfar þessa atviks fann hún greinilega fyrir nægilega miklu trausti til að ræða umskurð stúlkna. Maður fann greinilega fyrir því að andrúmsloftið þyngdist enda flestir með mjög sterkar skoðanir á þessum aðgerðum. Hún benti á, að þrátt fyrir að vera ekki fylgjandi þessum aðgerðum enda tilheyrir hún sjálf ekki þeim ættbálkum sem fara fram á þessa aðgerðir, hefðu foreldrar margra stúlknanna bent á að ef þær væru ekki umskornar þá vildi enginn maður úr þeirra röðum giftast þeim. Það þýddi aðeins hungursneyð og dauða fyrir stúlkurnar því vegna spennu milli ættbálka og minnihlutahópa í Súdan (ég hef ekki næga þekkingu til að útskýra hér) giftust þær ekki þvert á þá.
Lausnin felst því ekki, samkvæmt henni, að fordæma aðgerðirnar heldur að finna lausn til að stilla til friðar í Súdan og auka möguleika karla og kvenna til læsis og uppýsingar. "
Þetta er óhugnanleg frásögn en hún er samt nauðsynleg til að við megum skilja að það geta legið margar ástæður fyrir hlutum sem við umsvifalaust flokkum sem villimennsku. Villmennska byggist auðvitað oftast á heimsku, venjum og ekki síst trúarbrögðum sem erfitt er að fást við með því að segja af því bara. Eiga þá ekki ærumorðin og dráp á stúlkum sem hefur verið nauðgað sér dýpri rætur meðal þessa fólks en við sjáum við fyrstu sýn?
Þessvegna er uppeldi stundum ein ástæða þess að ekki er hægt að gera allt fólk að óflokkuðum innflytjendum til siðaðra samfélaga okkar á Vesturlöndum. Það ber ekki þessar venjur sínar og ættflokka sinna utan á sér. Fólk sem alið er upp í slíkum háttum er ekki líklegt til að aðlagast íslensku samfélagi hvað sem hver segir annað.
Er ekki ástæða til að fara með gát í innflytjendamálum?
27.7.2014 | 20:24
Þeygróttar þruma í Þykkvabæ
nú rétt undir kvöldið. Að vísu eru þrumurnar meira í ætt við blæinn í laufi heldur en þórdunur máttarins. Þeygróttarnir hvísla hljóðlega sem maður heyrir ekki fyrr en maður kemur alveg að þeim. Rauðir blikvitar vísa veginn til þeirra úr fjarskanum. Tígulegar eru þær tilsýndar drifhvitar í með fannir fjallanna í baksýn.

Þarna eru á ferðinni 600 kw VESTAS vindmyllur sem nú senda mest 1.2 Mw orku sína inn á íslenska raforkunetið. Þessi vindorka er nú þáttur í allri raforku Íslands.
Það er fyrirtækið BIOKRAFT ehf. sem þeir standa að Steingrímur Erlingsson útgerðarmaður og Snorri Sturluson forstjóri Seco raftæknifyrirtækisins, sem hefur hrundið þessu í framkvæmd.
Undirritaður hefur átt því láni að fagna að fá að fylgjast með athöfnum þeirra félaga á langri leið og getur því samglaðst þeim sannarlega í kvöld.
Leið þeirra félaga að markinu hefur sannarlega verið þyrnum stráð. Þeir ætluðu upphaflega fyrir tveimur árum að reisa þeygróttana á eignarlandi Steingríms í Vorsabæ. En mótspyrna, aðallega sumarhúseiganda af höfuðborgarsvæðinu, auk órökstudds sundurþykkis sveitarstjórnar í framhaldi af því, olli því að félagið hrökklaðist í burtu og varð að afskrifa mikla undirbúningsvinnu og framkvæmdir. Sá mikli kostnaður liggur óbættur hjá garði. Það er einstakt í Íslandssögunni að jarðeiganda sé bannað að nýta land sitt bótalaust og býsn mikil sé grannt skoðað.
Þess má geta að það var fólk af þessu sama svæði sem reið suður til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla komu símans sællar minningar. Þetta sama fólk lagði þó líka Flóaaáveituna svo því sé líka til haga haldið og þarna eru nú líka ræktaðar býflugur og kerti steypt.
Félaginu Biokraft og áformum þess var hinsvegar tekið opnum örmum af sveitarstjórninni í Rangárþingi Ytra undir forystu sveitarstjórans þar Drífu Hjartar.
Íbúar tóku kynningu málefnisins vel á fjölmennum fundi og að öllum forsendum uppfylltum hófust framkvæmdir í aprílbyrjun s.l. og ná nú hámarki í kvöld með því að gróttarnir hefja fullan rekstur.
Hefur félagið hvarvetna mætt mikilli velvild íbúa og yfirvalda í R.Y. og vill undirritaður þakka öllu því góða fólki sem hann hefur kynnst í sambandi við þetta verk sem hefur verið all ævintýralegt á stundum. Og má sérstaklega geta Birgis Haralds byggingafulltrúa RY sem hefur verið mjög áhugasamur og tillögugóður við allt verkið.
Undirritaður sendir þeim félögum hamingjuóskir með þennan áfanga og óskar þeim velfarnaðar. Þeir eru nú þess albúnir að reisa fleiri myllur af öllu stærðum og gerðum bæði fljótt og vel. Þeir hafa nú sannað að þeir setja fé sitt þar sem fullyrðingar þeirra eru. Þeir hafa sannað að þeir bæði geta og vilja. Ekkert bull, ekkert mas. Aðeins framkvæmdir og fyrirhyggja.
Nú geta menn velt því fyrir sér hvort Landsvirkjun sé sá eini rétti aðili sem eigi að reisa vindmyllur eftirlitslaust og án útboða á Íslandi eins og myllurnar tvær sem fyrirtækið reisti við Búrfell í ríkisframkvæmd. Hvað þá vindorkugarð á þeim slóðum eins og fyrirtækið hefur haft við orð. Það eru komnir einkaaðilar í vindverktöku sem geta komið að borðinu. Beislun vindorku er samskonar virkjun íslenskra orkuauðlinda eins og beislun fallvatnanna og jarðvarmans er sem Landsvirkjun býður út á almennum markaði.
Biokraft eru sendar hamingjuóskir í tilefni dagsins þegar þeygróttarnir þruma í Þykkvabæ.
26.7.2014 | 09:36
Friðkaupastefnan
eða Apeacement, sen tók á sig mynd eftir för Chamberlains á fund Hitlers og er núna á uppleið um Vesturlönd. Skaðaðu ekki skálkinn svo hann skemmi þig ekki var máltæki sem Íslendingar þekktu hér áður.
https://www.youtube.com/watch?v=uoeuh-EGj7s
Mér finnst að þessi maður hafi verið leiðtogi með skýra sýn umfram marga sem hafa á eftir honum komið. Hann segir á þessu myndbandi að þau landamæri séu til sem frjálsir menn megi aldrei láta ofbeldismenn stíga yfir í skiptum fyrir stundarþægindi. Friðkaupastefnan verði að enda þar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
26.7.2014 | 09:13
Forpokun Feminismans
er fyrirbrigði sem ég velti fyrir mér.
Í dag er Druslugangan farin til að mótmæla þeim orðum lögreglustjóra í Toronto að konur eigi ekki að klæða sig eins og druslur sem dragi að þeim kynferðisglæpamenn. Sama hugsun og margir Múhameðsmenn hafa gagnvart konum. Sé konum nauðgað þá hafa þær unnið til þess og þeim beri að refsa en ekki árásaraðilanum. Fyrir liggja næg dæmi um framkvæmd slíkra mála meðal óþjóða án þess að hérlendir Femínistar láti sig miklu varða. Þessvegna eru konur best geymdar í búrkum með grímu.
Nú mun vandfundinn sá etnískur Íslendingur sem tekur undir sjónarmið þessa skringilega lögreglustjóra. Þess meiri furðu vekur hvernig þeir sem kenna sig til Femínisma geta þaggað þær fréttir sem berast af pyndingum og morðum á fórnarlömbum nauðgana í hinum múslímska heimi. En sömu aðilar geta verið þess háværari í málum sem snerta afleiðingar ofbeldis sem múslímar eiga upphaf að? Reyni að sveigja alla umræðu frá óþægilegum staðreyndum eins og umskurn kvenna og umsnúnu ofbeldi þar sem fórnarlömb verða að gerendum? Beini hvessri sjónum að ómerkilegri þáttum eins og kynjahlutfalli á kontórum uppi á Íslandi og launamun?
Hafa Femínistar forpokast í fáskiptum sínum fyrir fantaskapnum í furðuveröldum fatwa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2014 | 10:16
ÍSLAND Í NATO
og herinn kjurt hrópuðum við á móti í huganum að minnsta kosti þegar Svavar Getsston þá kommúnisti og síðar sendiherra þjóðarinnar dansaði um sviðið í Sigtúni, sló saman lófunum og æpti kjörorðið þeirra kommanna.
Ég minntist þessa þegar ég las afbragðs grein Vilhjálms A. Kjartanssonar í Morgunblaðinu í dag. Það er þörf upprifjun á stöðu Íslands og Íslendinga í heiminum. Þessu vilja kratar henda frá sér, galopna land sitt fyrir hverjum sem er og framselja fullveldið til Brüssel. Þessvegna fannst mér þessi grein athyglisverð og uppörfun til okkar hægri manna að láta hvergi deigann síga:(bloggari feitletrar að vild sinni)
"Aldrei nokkurn tímann í sögu okkar litla lands hafa örlög fólks verið jafn samofin okkar eigin ákvörðunum. Laus frá hlekkjum kúgunar og alræðis og í faðmi velmegunar frjálsra viðskipta og einstaklingsfrelsis erum við herrar okkar eigin lífs. Reglulega minna þó örlögin á sig að enginn veit sinn vitjunartíma. Fórnarlömb hryðjuverka og stríðsátaka hvorki búast við né bjóða upp á árekstur við hið illa. Kringumstæður ráða því oft að hlutskipti fólks og örlög eru ekki alltaf í eigin höndum. Friður á grundvelli velmegunar, frelsis og mannréttinda er hvorki sjálfsagður né auðunninn og andstöðunni við alræðishyggju og ofbeldismenn lýkur aldrei.
Á stöðugu varðbergi með öðrum vestrænum þjóðum hafa Íslendingar verið þátttakendur í samstarfi frjálsra lýðræðisríkja um frið og velmegun í Evrópu og um allan heim. Aldrei hefur stærð eða máttur verið sterkasta vopn Íslands, heldur staðfesta okkar, lýðræðishefð og vestræn samvinna. Vera Íslands í NATO er frumforsenda öryggi landsins og frelsi, vinátta og samstarf við Bandaríkin hefur verið okkur gæfuríkt og samstarf innan Evrópu, þó við kjósum réttilega að vera utan Evrópusambandsins, verið okkur lífsnauðsynlegt.
Á víðsjárverðum tímum þegar yfirgangsseggir virða ekki fullveldi og sjálfstjórn nágranna sinna, sannast það að vestræn gildi og samvinna er hornsteinn öryggis og frelsi samfélagsins. Engin ákvörðun í sögu þjóðarinnar hefur tryggt öryggi landsins með jafn víðtækum og skýrum hætti og inngangan í NATO því herlaus alla okkar lýðveldistíð hefur Ísland hvorki verið vanmáttugt né áhrifalaust á alþjóðavettvangi. Með bandamenn okkar við hlið hefur Ísland markað spor sín í veigamiklum málum og hefur lagt lóð á vogarskálarnar þegar ákall berst um mannúðaraðstoð eða lausn flókinna deilumála. Að standa hlið við hlið með þjóðum sem deila þeim gildum með okkur að allir einstaklingar skuli njóta grundvallarmannréttinda sem m.a. eru fólgin í tjáningarfrelsi, trúfrelsi og rétt til eigna sinna gerir okkur kleift að vera boðberi sömu gilda um allan heim. Staða Íslands er fáheyrð í veraldarsögunni, sjaldan eða aldrei hefur jafn fámennt land haft eins víðtæk áhrif á alþjóðavettvangi. Tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut.
Það er nokkuð síðan það datt úr tísku að tala um vestræna samvinnu. Fall Sovétríkjanna gerði okkur værukær en það hafa alltaf verið til þeir sem minna okkur á mikilvægi samstarfs og samvinnu við önnur vestræn ríki. Á fundi um friðar- og varnarmál sem ég sótti fyrir nokkrum árum tók Jón Hákon Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri KOM, til máls og benti gestum fundarins á að þó að markaðir í Kína heilli og frjáls viðskipti gætu opnað dyrnar fyrir mannréttindi, einstaklingsfrelsi og lýðræði í Kína, mætti aldrei gefa afslátt á þeim gildum sem við stöndum fyrir og aldrei gleyma þeim bandamönnum sem tryggja þau með okkur. Jón andaðist fyrir viku síðan og er mikill missir af honum. Fyrir hann og alla aðra sem á undan honum komu, höldum áfram að tryggja frið, frelsi og mannréttindi við hlið vinaþjóða okkar og bandamanna. "
Hér er skörulega að orði komist og hollt fyrir okkur að rifja þessi grunngildi upp. Alræðis-og ofstjórnarhyggjan er aldrei langt undan og má minnast nýliðinnar ráðherratíðar Steingrím J. Sigfússonar í því sambandi. Skemmdarverk hans í þjóðlífinu voru með þvílíkum ósköpum að mörg ár tekur að vinda þau öll til baka. Sum verkin hans verður aldrei hægt að bæta og ekki er séð fyrir að núverandi ríkisstjórn endist aldur til allra þeirra hreingerningastarfa sem bíða eftir þennan mann.
En mestu skiptir að kommúnistar breyttu ekki ÍSLAND Í NATO þótt herinn sé burt.
23.7.2014 | 19:32
Niðurboð á klósettum
á Akureyri. RUV segir frá því að Akureyri taki aðeins 100 kall fyrir að hleypa fólki á klósett í miðbænum. Á ríkisklósettunum á Hakinu á Þingvöllum kostar 200 krónur að pissa og þar eru ekki teknar evrur eða þýsk EC-kort heldur aðeins spegilfagrir íslenskir hundraðkallar. Gengið á þeim hjá mér er ein evra og borga menn það glaðir sem þurfa virkilega.
Ég skora á Akureyringa að vera ekki að bjóða niður klósettin og hækka verðið strax í 200 krónur eða 2 Evrur eða 2 dollara. Gróðavon í klósettum verður þá hugsanlega til þess að menn fara að byggja klósett alveg eins og hótel. Því fátt skortir meira á Íslensku almannafæri en klósett.
Klósett á ekki að niðurbjóða heldur að selja eins dýrt og hægt er og auka tekjurnar þannig tekjurnar af ferðaiðnaðinum til hagvaxtarauka.
23.7.2014 | 19:18
Alaska-Öspin
er búin að breyta miklu í ásýnd þessa lands. Þetta hraðvaxta tré prýðir sveitir landsins nú víða og breytir ásýndinni til hins betra.
Ekki hefur Alaska-Lúpínan verið lítilvirkari. Sár landsins á uppblásturssvæðum hafa víða lokast með grænum breiðum af þessari dásamlegu plöntu, sem getur vaxið á berum klöppum sem og örfoka melum.
Þessir innflytjendur Alaska-Öspin og Alaska-Lúpínan hafa virkilega bætt okkar fagra land.
23.7.2014 | 19:04
RUV segir frá
voðatburðunum í Palestínu:
"Ísraelskir hermenn sáu skýrar myndir af baðströnd á Gaza þegar þeir tóku ákvörðun um að varpa sprengjum á hana með þeim afleiðingum að fjögur börn létust og nokkur hlutu djúp sár eftir sprengjubrot. Þetta fullyrðir Peter Lerner, undirofursti í ísraelska hernum.
Lerner segir að upplýsingar hafi legið fyrir um að virkur liðsmaður Hamas samtakanna væri á baðströndinni. Ekki sé ljóst hvað fór úrskeiðis en aldrei hafi staðið til að valda almennum borgurum tjóni og málið sé mikill harmleikur. Lerner segir að hermenn hefðu ekki átt að eiga í erfiðleikum með að sjá börnin á ströndinni en málið sé í rannsókn.
Samkvæmt upplýsingum barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru börn nær þriðjungur þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraela á Gaza. Ísraelar hafa drepið að minnsta kosti 146 börn og sært meira en 1.100 í sprengjuárásum sem nú hafa staðið í 16 daga.
Ísraelsku mannréttindasamtökin BT'selem segja að á einum stað hafi 25 manna fjölskylda verið drepin með sprengju; í þeim hópi voru 19 börn. Ísraelsher hefur ítrekað skotið á sjúkrahús og gert árásir á 85 skóla þar af 48 skóla, sem starfræktir eru af Sameinuðu þjóðunum."
Á Útvarpi Sögu greindi Valdimar Jóhannesson frá því að HAMAS geymdi vopn sín í kjöllurum undir skólum, moskum og sjúkrahúsum. Notuðu fólk sem skildi fyrir sér til að síður yrði skotið á þá. Er þá ekki landhernaður skilvirkari en flugsprengjur? Fara hús úr húsi og leita þessa staði uppi sem Mossad hlýtur að vera búin að kortleggja.
Hverskonar yfirvöld eru þetta á Gaza sem horfa á HAMAS liðana skjóta rakettum sem þeir vita að kallar hörmungar yfir þeirra eigið fólk? Á ég vona á því að einhver stingi upp á því að við Íslendingar bjóðum þeim HAMAS-liðum sem vilja hætta að vera svona vondir og til vandræða, landvist á Íslandi. Færri HAMAS-liðar, færri rakettur? Eða hvað dettur okkur í næst í hug eftir að Sigmundur er búinn að skrifa Nethanyahu og biðja hann að vera góðan?
Er ekki allavega gott að RUV skýri okkur frá skilmerkilega frá hörmungum þeim sem Ísrael veldur á saklausum borgurum í Palestínu án þess að minnast á neinar ástæður fyrir fúlmennskunni?
21.7.2014 | 21:58
Fréttablaðið
er ekkert slæmt blað þegar maður flettir því.
Ég var steinhættur að lesa blaðið og var með ruslpóstvörn á bréfakassanum mínum til þess að forðast það. Miðinn er víst farinn að snjást og því eru nýir útburðir farnir að troða þessu í kassann minn. Áður en ég endurnýja miðann þá hef ég verið að fletta blaðinu undanfarið.
Fréttablaðið er proppfullt af auglýsingum, Það er vel umbrotið, og bara sjálegasta blað. En opnan er skelfilegur lestur fyrir mig. Því undantekningarlítið er hún fyrir mig hundleiðinleg Samfylkingarfanatík, sem snýst að vanda um að hata Davíð, Hannes Hólmstein, Sjálfstæðisflokkkinn og nú síðast rasismann í Framsóknarflokknum undir forystu Sveinbjargar.
Helgargreinar Þorsteins Pálssonar beinast flestar að því að rakka ríkisstjónrina niður og þá Sálfstæðisflokkinn í framhjáhlaupi auk þess ajuðvitað að lofsyngja ESB. Það situr hugsanlega í honum ennþá að flokkurinn afþakkaði hans forystu fyrir margt löngu þó að ég styddi hann þá.
Frændi minn Guðmundur Andri Thorsson er með rætnustu rógtungum sem skrifa um pólitík í blöð yfirleitt. Hann fer hiklaust með hreinar lygar þegar Sjálfstæðisflokkuinn á í hlut og svífst einskis til að koma höggum á flokkinn, Hannes Hólmstein og Davíð Odssson sem virðast greinilega útsendarar andskotans í rauðheimum huga hans. Líklega er margt líkt með skyldum þegar kemur að ósvífninni.
Í dag endurtekur hann Samfylkingarlygina um að Sjáflstæðisflokkurinn hafi lofað því að kjósa um framhald aðioldarviðræðnanna. Það gæti að því einu leyti verið sönn fullyrðing að viðræðunum hafi verið formlega slitið og verið væri að ræða um að hefja þær að nýju. Það var skilyrði flokksins í kosningunum að hefja þær viðræður ekki á ný án undangengins þjóðaratkvæðis. Ekki um það hvort þorsteinn Pálsson og Össur hafi átt að halda áfram nýliðnum viðræðunum.
Skítkastið í Hannes og Davíð eru svo auðvitað fastir liðir eins og venjulega hjá þessum frænda mínum sem ég hef ekki kynnst ennþá þó yfirleitt frændrækinn sé.
Leiðararnir í blaðinu eru hver öðrum hundleiðinlegri fyrir mig í linnulausri þjónkun við Samfylkinguna, ESB og Framsóknarhatur. Það er sama hver þar um pennann heldur. Útúrsnúningum og lygum er beitt jafnfætis hálfsannleika til að ásaka frambjóðendur Framsóknarflokksin um rasisma og mannvonsku. Þetta fólk sem leiðarana skrifar er hinsvegar gjarnan það sama fólk sem hefur búið til innflytjendavandamálið á Íslandi með alþjóðlegri víðsýni kratiismans, sem gengur út á að eyðileggja Vesturlönd með stjórnlausum innflutningi fólks frá vanþróuðum löndum undir yfirskyni einhverrar mannúðar. Þeir sem hafa aðrar skoðanir en þessir menningarvitar eru kallaðir fíbjakk, rasistar og fulltrúar mannvonskunnar.
Svo er hossað sér yfir miklum lestri Fréttablaðsins umfram önnur blöð. Hræddur er ég um að lesturinn sé nú ekki í hlutfalli við upplagsfjöldann miðað við þá meðferð sem maður sér á blaðinu á víðavangi þar sem leifarnar velkjast fyrir vindum. Það væri gaman að gera skoðanakönnun um það hvað það er sem fólkið les í Fréttablaðinu. Hver hlutur opnunnar sé í heildarlestrinum?
En Göbbels sálugi sagði að endurtæki maður lygina nógu oft þá yrði hún að sannleika. Það virðist það boðorð sem ríkir á pólitískri ritstjórn Fréttablaðsins þegar opnan er skrifuð.
En fyrir utan opnuna er Fréttablaðið bara ágætt blað enda ókeypis því varla myndu margir kaupa það frekar en Moggann.
21.7.2014 | 08:46
Hvað líður uppgjöri?
föllnu bankanna?
Mér skildist á forystumönnum flokkanna að það yrði ekki endalaust hangið yfir þessu án þess að taka af skarið. Skilanefndirnar sitja dag eftir dag yfir því vonlitla verkefni að semja einhverja nauðasamninga sem Seðlabankinn fellst ekki á vegna þess að við getum ekki séð af gjaldeyrinum.Af hverju er þá ekki tekið af skarið og farin hin rétta lagalega leið sem átti kannski að fara frá byrjun samkvæmt íslenskum lögum? Allt sem unnið hefur verið síðan hefði eins getað verið unnið undir skiptastjóra. Nema þá hefði verið ljóst hvað væri verið að gera.
Það er þvælt og þráttað um gjaldeyrishöftin eins og þau séu eitthvað sem almenningi liggi á að losna við? Almenningi er slétt sama því þessi höft hafa lítið komið við hann. Gjaldeyrir hefur fengist til daglegra nota. Það eru helst einhverjir forréttindaaðilar sem finnst að sér þrengt. Að öðru leyti trufla þessi höft fæsta. Aflétting þeirra mun hinsvegar varla fara fram hjá almenningi. Svo þess vegna er skárra bara að hafa þau áfram en að setja hér allt á annan endann með einhverju svaka gengisfalli þó skammvinnt kynni að vera.
Það þarf víst að semja við óþolinmótt fé sem hér er í kví. Ef fé er gefið vel á garðann vill það yfirleitt ekki sjá að fara eitthvað annað. Öðru fé þarf að klappa og annað fé ofalið þarf hugsanlega að svelta eða rýja duglega. Þannig er hægt að vinda ofan af ástandinu með tímanum. Sem er greinilega nægur því hrunið það á 6 ára afmæli í haust og verður svo 7 ára eftir augnablik þar næst meðan flest gengur okkur í haginn. það er oft betra að gera bara ekki neitt og bíða og bíða eins og hún Margrét Þorbjörg ráðlagði manni sínum honum Thor Jensen stundum að gera þegar illa horfði en hann óþolinmóður.
Kannski er LÍKA best, eins og hann Árni Oddsson sagði stundum, að gera bara ekki neitt í þessum haftamálum annað en það sem við erum að gera í dag?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.7.2014 | 08:25
Dr. Sigmundur
Guðbjarnarson er löngu heimsfrægur fyrir lífeindarannsóknir sínar eða hvað þetta svið er annars kallað. Hann verður seint vændur um að trúa á kellingabækur. Það er því ástæða til að staldra við grein sem hann skrifar í Fréttablaðið á föstudaginn var 18.júlí.
Hann segir:
"Í tímaritinu Focus birtist nýlega (júní 2014) athyglisverð grein um ýmis ný meðferðarúrræði við krabbameinum sem væru í þróun og lofuðu góðu. Fjallað er um einar sex mismunandi leiðir í baráttunni. Þessar rannsóknir eru komnar mislangt og verða meðferðirnar væntanlega mjög kostnaðarsamar. Hefðbundnar meðferðir við krabbameinum hafa gefist misvel, stundum tekst að lækna meinið en of oft skilar meðferðin ekki tilætluðum árangri. Bent er á að enn sé aðeins hægt að lækna um helming krabbameinssjúklinga. Þótt stór hluti sjúklinga sé aldraðir þá er mikill fjöldi fólks á fertugs- og fimmtugsaldri að deyja úr krabbameinum.
Mikill áhugi er á óhefðbundnum meðferðum við krabbameinum og hafa menn farið ýmsar leiðir í örvæntingarfullri leit að leiðum til að stöðva vöxt á krabbameininu og jafnvel eyða því þegar hefðbundnar meðferðir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Stundum hefur slík leit skilað þeim árangri sem að var stefnt. Læknar eru tregir til að mæla með óhefðbundnum meðferðum og vilja eðlilega bíða eftir klínískum rannsóknum á gagnsemi slíkra meðferða. Klínískar rannsóknir taka oft langan tíma og eru verulega kostnaðarsamar. Áhugi lyfjafyrirtækja er yfirleitt lítill á náttúruefnum ef ekki er unnt að taka einkaleyfi á virku náttúruefnunum.
Hér í þessari grein verður bent á eina óhefðbundna meðferð á krabbameinum sem hefur í mörgum tilfellum skilað mjög góðum árangri, stöðvað vöxt á krabbameininu og jafnvel eytt æxlunum. Íslenskir og erlendir einstaklingar sem voru með krabbamein hafa fengið bata. Aðferðin er einföld og ódýr og hráefnið er krydd sem er fáanlegt í næstu matvöruverslun.
Kryddjurtir og krabbamein
Eitt af þeim efnum sem mikið er rannsakað og fjallað verður um
er curcumin sem er í rótinni á turmerik en það er einkum í kryddblöndunni karrý. Kryddjurtir hafa verið notaðar til að styrkja forvarnir í baráttu við ýmsa sjúkdóma. Rannsóknarvirkni á þessu sviði fer ört vaxandi og er unnt að fylgjast með fjölda ritrýndra vísindagreina í gagnagrunninum PubMed (US National Library of Medicine). Þar má sjá að 2.540 greinar hafa verið birtar um curcumin og krabbamein, 279 greinar um engifer og krabbamein og 42 greinar um svartan pipar og krabbamein. Þessar rannsóknir sýna að efni þessi geta hindrað vöxt margvíslegra krabbameina og jafnvel stuðlað að eyðingu þeirra. Erfitt reyndist að finna leið til að auka frásog eða upptöku curcumins í blóðið því frásogið var lítið og niðurbrotið var ört. Farnar hafa verið ýmsar leiðir en einfaldasta leiðin reyndist vera að nota samhliða túrmerikdufti svartan pipar.
Virka efnið í turmeric er curcumin og tvö önnur áþekk curcumin efni en piperine nefnist virka efnið sem er í svörtum pipar. Frásog eða upptaka curcumins í blóðið gengur hægt og curcumin brotnar einnig hratt niður í líkamanum og gefur því minni virkni en við var búist. Með því að nota samtímis svarta piparinn þá dregur piperine sem kemur úr piparnum úr niðurbrotinu á curcumin og margfaldar upptöku eða frásog á curcumin og gerir það miklu virkara.
Rannsóknir sýna að curcumin og piperine eru skaðlaus efni sem virka gegn krabbameinsfrumum og krabbameinsæxlum og einnig almennt gegn bólgum og ýmsum bólgutengdum sjúkdómum. Er mönnum bent á að kynna sér þessa umfjöllun á netinu. Sýnt hefur verið í fjölda klínískra rannsókna að turmerik og pipar eru örugg til neyslu enda hafa þau verið notuð um aldir sem krydd við matseld.
Ef þið hafið hug á að prófa curcumin jurtaseyði (þ.e. túrmerik og pipar ásamt engifer, sem er að finna í kryddhillum matvöruversl
ana) þá er hér ein ódýr uppskrift: Takið einn lítra af eplasafa (eða vatni) og hitið að suðu. Látið tvær teskeiðar af túrmerikdufti og eina teskeið af möluðum svörtum pipar út í vökvann ásamt um 2-3 grömm af niðursneiddu afhýddu engifer og hrærið vel. Hitið að suðumarki í 5-10 mín., kælið niður og síið svo í gegnum grisju. Látið síðan jurtaveigina á glerflösku og drekkið 1 glas á dag í forvarnarskyni en 3-4 glös ef hugað er að meðferð við krabbameini. Þessi drykkur fær bragð af engifer og bragðast ágætlega. Engin neikvæð áhrif hafa komið fram við neyslu og hafa margir krabbameinssjúklingar haft mikið gagn af þessu seyði. Hafa sumir krabbameinssjúklingar jafnvel notað þetta seyði samhliða lyfjameðferð en ráðlegt er þá að gera það með vitund læknisins.
Tilvísanir:
n
Curcumin: a promising agent targeting cancer stem cells.
n
Zang S, Liu T, Shi J, Qiao L. Anticancer Agents Med Chem. 2014;14(6):787-92.
n
Curcumin in chemoprevention of breast cancer. Terlikowska K, Witkowska A, Terlikowski S.
n
Postepy Hig Med Dosw (Online). 2014 Jan 2;68(0):571-8. doi: 10.5604/17322693.1102294.
n
Curcumin and lung cancer-a review. Mehta HJ, Patel V, Sadikot RT. Target Oncol. 2014 May 21. [Epub ahead of print]
n
Molecular approaches toward targeted cancer prevention with some food plants and their products: inflammatory and other signal pathways. Khuda-Bukhsh AR, Das S, Saha SK. Nutr Cancer. 2014;66(2):194-205. doi: 10.1080/01635581.2014.864420. Epub 2013 Dec 30. "
Áreiðanlega myndi ég telja að óhætt sé að prófa þennan drukk úr því að dr. Sigmundur gefur uppskriftina. En hann hefur fært okkur lækningamátt íslensku hvannarinnar í gegn um rannsóknir sínar og félaga í Saga-Pro blöndunni og fleiri slíkum vörum.
Ekki er að efa að margt leynist í náttúrinni sem getur "dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar" Dr. Sigmundur er einmitt að leita að þessum dropa til að veita birtu í mannheima.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2014 | 10:01
Birgir Bragason
sem vitnað er til hér í fyrri færslu var myndarmaður á sinni tíð eins og sést á mynd sem Keli sendi mér. Ávallt prúður í framgöngu á okkar árum saman, léttur í lund, hnyttinn, hagmæltur listamaður. Hann spaugaði með sjálfan sig þegar ég hitti hann síðast á taugadeildinni á Landspítalanum 1980, þar sem faðir minn háði sína síðustu glímu við Alzheimerinn. Biggi sagðist hafa fengið smá-slag og væri þessvegna tímabundið að taka stöðuna þarna og hann skyldi líta til með gamla manninum sem hann þekkti vel frá fyrri tíð sem hann og gerði.
Þannig er þetta líf. Vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna...
Birgir Bragason var listamaður sem hugsanlega kvaddi okkur með sín bestu ljóð ósungin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 3421383
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko