8.3.2014 | 22:35
Platitík?
gæti verið afbrigði af pólitík.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vakti fyrst athygli mína á því að slíkt afbrigði gæti verið til. Hún tilkynnti eitt sinn í ríkisútvarpinu að Borgarsjóður væri nú rekinn með afgangi eftir óstjórn íhaldsins. Eitthvað seinna kom á daginn að það var einhver níuhundruðmilljóna halli á Borgarsjóði. Þá spurði RÚV(ætli það myndi gerast núna?) Ingibjörgu um þetta atriði og þá sagði hún einfaldlega: "Það var undirliggjandi halli" Nú sagði fréttamaðurðurinn eitthvað í þá veru að hún hefi talað um hallalausan rekstur. Þá sagði Ingibjörg Sólrún orð sem mér líða ekki úr minni: "Það var þá" Og svo kom innsogið EEeeeeeeeeeen Sjálfstæðisflokkurinn.......
Þar endaði viðtalið og ekki var spurt meira af fréttamanninum. Pólitík? Platitík?
Ragna Árnadóttir hefur gegnt miklu hlutverki fyrir Samfylkinguna á undanförnum árum. Hún var dómsmálaráðherra utanþings um tíma. og ekki sett mikið útá það. Nú var hún sett yfir nefnd sem er skipuð alvöru fólki til að finna flugvallarstæði innan Borgarlandsins. Áður en henn gafst tími til að kynna niðurstöður leitarinnar, sem hefur víst áður verið gerð með misjöfnum árangri, þá getur leiðtoginn Dagur B. ekki beðið lengur með að hefja byggingar á flugvellinum þar sem kosningar eru framundan. Hann boðar stórbyggingar Valsmanna á braut 06/24. Pólitík eða platitík?
Einhverjir nefndarmenn hefðu getað móðgast við þessa afgreiðslu. Standa uppi sem nytsamir sakleysingjar og kratísk brúksáhöld. En ekki Ragna blessunin. Hún má bara fara með versið "ours is just to do or die, ours is not to reason why" eins og allir fótgönguliðar vita.
Gæti maður ekki hugsað til Hamlets Danaprinss? Pólitík eða platitík? það er spurningin.
7.3.2014 | 17:02
Hælisleitandi
biður um samúð og landvist í Fréttablaðinu.
Þar segir:
"Þetta er allt í lagi, við höfum það ágætt en samt ekki. Við erum hér núna en vitum ekkert hvað verður á morgun. Við erum í sömu stöðu og áður þannig séð." segir Christian Kwaku Boadi, 35 ára Ganabúi, sem sótti hér um hæli við komuna til landsins fyrir réttu ári.
Hann var búsettur í Reykjanesbæ, líkt og aðrir hælisleitendur sem komu hingað til lands, allt þar til í janúarmánuði þegar hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann býr nú ásamt þremur öðrum hælisleitendum í íbúð í austurborginni. Þessi vistaskipti voru í tengslum við samning milli Reykjavíkurborgar og innanríkisráðuneytisins, sem gekk í gildi um áramót, um að borgin myndi þjónusta um fimmtíu hælisleitendur.
Christian segist hafa lent í vandræðum í föðurlandi sínu og þess vegna hafi hann, árið 2007, yfirgefið föðurland sitt.
"Ég fór til Ítalíu þar sem ég fékk dvalar- og atvinnuleyfi og hóf nám." Eftir að náminu lauk gekk honum ekkert að finna sér vinnu og gat því ekki séð sér farboða. "Þess vegna ákvað ég að koma hingað til Íslands til að leita hælis og ég vil alls ekki fara aftur til Ítalíu."Christian er sáttur við flutningana í borgina, eins langt og það nær, enda er meira við að vera í borginni.
"Við getum rölt um, farið á söfn og fleira og verið innan um fólk," segir hann og bætir við aðspurður að það sé ólíkt auðveldara að falla inn í fólksfjöldann í borginni heldur en í Reykjanesbæ. "Í Keflavík var oft horft einkennilega á okkur þegar við vorum úti í bæ, en hér í borginni er það síður þannig. Fólk er almennt ekkert að gefa sér hvað maður er að gera hér á landi eða hvernig maður kom hingað."
Christian segir að biðin sé erfið. "Þeir segja að mál mitt heyri undir Dyflinnarreglugerðina og þess vegna sé ekki hægt að samþykkja umsóknina mína, en nú er þetta komið fyrir innanríkisráðherra og ég bíð eftir þeirri niðurstöðu. Þó ég hafi það ágætt þannig séð og fái hér mat og húsaskjól, er þetta erfitt. Ég er manneskja og það er erfitt að sitja hér og hafa lítið fyrir stafni, á meðan ég hugsa til dætra minna tveggja heima í Gana."
Mikil gersimi er þessi maður og guðsgjöf fyrir íslensku þjóðina? Finnst okkur gaman að hafa iðjulausa hælisleitendur á rölti um borgina? Vandræði í heimalandinu valda því að hann flýr föðurland sitt og skilur eftir dætur sínar umkomulausar.Hvaða vandræði eru þetta í réttarríkinu Ghana? Af hverju fer hann ekki heim eins og maður og fer að vinna fyrir dætrum sínum í stað þess að væla hérna?
Á hann að ráða því hvort hann fer aftur þangað sem hann kom? Verðum við að borga honum stórfé fyrir að fara ekki þangað?
Ætlaði ekki innanríkisráðherran að fara að gera eitthvað í hraðafgreiðslu þessara hælisleitendamála?
6.3.2014 | 17:48
Eigum við ekki að salta þetta
ESB aðildarviðræðumál fram yfir sveitarstjórnarkosningar? Var þessi Landsfundarályktun nokkuð tímasett? Þarf ekki stjórnviskan að velja tímann betur?
Er það ekki bara vont fyrir íhaldið sem er á blússandi siglingu allstaðar nema kannski i Reykjavík að leyfa Samfylkingunni að vera að þeyta alla þessa lúðra? Eigum við ekki að salta þetta?
6.3.2014 | 17:42
Úkraína
var eiginlega næstum gengin í ESB var það ekki? Var henni ekki hjálpar að vænta úr þeirri átt?
Hvað segir Össur um styrk sambandsins þegar aðildarríki eiga í hlut?
Hvað eru bandarísk herskip að gera á Svartahafi? Af hverju eru þeir komnir á vettvang þegar kviknar í bakgarði ESB eins og var í Bosníustríðinu? Er ekki þetta ESB það sem koma skal?
Hvað segja JÁ-menn um utanríkisstefnu ESB og herskyldu meðlimaríkjanna samkvæmt Lissabonsáttmálanum ?
Þarf ekki að sækja Össur í Kastljós til að útskýra fyrir okkur hvaða kosti Úkraína fái við inngöngu í ESB sem vegi upp fýlu Pútíns lánardrottins landsins?
5.3.2014 | 20:17
Hælisleitandi
kemur til Íslands frá Grikklandi. Allt í einu varðar það fjörbaugsgarð fyrir okkar yfirvöld að senda hann til baka. Við eigum að greiða skaðabætur til hans fyrir að senda hann til baka? Þaðan sem hann kom?Og fáum svo að eiga hann áfram um aldur og ævi? Og hans fjölskylduvandamál um alla framtíð?
Hvernig eru þessi mál eiginlega vaxin?
Hvaða skilaboð eru þetta til allra sem í flóttamannabúðum eru?
Hælisleitendur allra landa komið hingað?
5.3.2014 | 17:26
Hvað myndi ESB segja
ef ríkisstjórnin bæði um framhald aðildarviðræðna um sjávarútvegskaflann? Myndi Stefán Fúle ekki verða hugsi og spyrja hvort ríkisstjórninni sé alvara með að vilja ganga inn? Gæti ríkisstjórnin svarað öðruvísi en neitandi ?
Hversvegna hún óski samt eftir endurupptöku aðildarviðræðnanna sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu lagði niður í samkomulagi við ESB? Það sé vegna þess að hún þurfi að svara aðildarsinnum sem viti ekki hvaða tilslakanir ESB sé reiðubúið að gera í sjávarútvegsmálum svo þeir hinir sömu geti tekið upplýsta afstöðu.
Ef vísað er til sjónvarpsupptöku af viðræðum Össurar og Stefáns Fúle þar sem Össur lýsir trausti á hugvitsemi ESB til að finna lausn, getur nokkur maður skilið hvernig nokkur vitiborinn Íslendingur geti séð fyrir sér svona atburðarás? Barið bumbur í afkáraleikhúsinu? Kallað samflokksmenn sína svikara, svartstakka og frekjupúnga? Ærst fullkomlega?
Er því ofaukið í þingsályktunartillögunni að aðildarviðræður verði ekki hafnar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu? Er það ekki Alþingis framtíðarinnar að fara með það mál?
Er þetta Alþingi ekki aðeins að álykta um að halda ekki áfram aðildarviðræðum sem hafa legið niðri allt núverandi kjörtímabil? Var það ekki það sem landsfundur vildi? Engar aðildarviðræður? Af hverju eru ekki allir ánægðir? Hvað er fólk eiginlega að æsa sig?
Allt þetta upphlaup og rifrildi á öllum rásum er óþarfa heimska, óhugsandi fáránleiki og óframkvæmanlegur. Það er ekki hægt að bera svona á borð fyrir vitiborið fólk í ESB þó það sé hægt á Íslandi.
4.3.2014 | 03:01
Svartstakkur og frekjupúngur
er ég og þau kannski 95 % sem samþykktu að standa fyrir utan ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt úrskurði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem eitt sinn var meira að segja varaformaður flokksins.
Á þeim sama Landsfundi reyndu fimmtuherdeildarmenn JÁ-liðsins að planta sér inn í alla umræðuhópa og höfðu áður reynt að gegnsýra ályktanir fundarins með áróðri sínum. Þetta mistókst algerlega Seinni Landsfundur varð afdráttarlaus í því að hætta viðræðunum. Því tók minnihlutinn afar illa með Þorgerði og fleirum innanborðs.
Það væri ekki nokkur vandi fyrir mig að tvinna saman einhver lýsingarorð á Þorgerði Katrínu sem ég kann frá bísadögunum úr Norðurmýrinni. En í alvöru, verðum við ekki að fara að sækja okkur fyrirmyndir til siðaðra þjóða hvað orðfæri í pólitík varðar. Ég held að þeir noti ekki sum skrautblómin sem hjá okkur hafa heyrst nýlega á þingi og utan þess in the House of Commons á Englandi.
En getur einhver séð fyrir sér í alvöru að þeir Sigmundur Davíð og Bjarni færu fyrir nýrri aðildarviðræðunefnd tl Brussel. Jafnvel þó þeir hefðu þjóðaratkvæði á bak við sig um að klára aðildarviðræðurnar? Er ekki hætt við að það myndi reynast bæði þeim og Stefáni Fúle erfitt viðfangs? Hvernig ættu þeir eiginlega að bera upp erindin um undanþágur þegar þeir yrðu að byrja á að lýsa því að þeir ætli alls ekki þangað inn? Vilji sjæalfir enga samninga heldur bara fara heim sem fyrst?
Eru Íslendingar og Indjánar á Austurvelli almennt svo vitlausir að þeir upplifi þetta sem pólitískan möguleika? Tilhugsunin um framhald og klárun aðildarviðræðna fái þá til fljúga með höndunum og æða með fótunum að hætti Jóns Vídalíns? Finnst þeim svona gaman að kosningadögum?
Já, ég er sjálfsagt svartstakkur og frekjupúngur í augum Þorgerðar Katrínar. Kannski er ég það bara í raun og veru? En varla bara í afstöðunni til ESB. Þessvegna hugnast mér að láta kjósa um það hvort við viljum í ESB. Eða biðja um hlé á viðræðum vegna þess að við þurfum að ræða betur saman sjálfir að hætti VG. Við munum að sjálfsögðu koma til baka þegar þjóðin hefur fengið að tjá einhug sinn í málinu. Búin að gefa svartstökkunum frí.
2.3.2014 | 03:30
Ég vil ekki lifa í svona þjóðfélagi
öskrar hann frændi minn og kommúnistinn Illugi Jökulssson, titlaður rithöfundur, á Austurvelli í dag. Úr sömu tjöldunum, af sömu pöllunum og uppröðuninni og voru þarna í búsáhaldabyltingunni 2009.
Þá var sagt að Jón Ásgeir hefði kostað öll mótmælin. Hefur eitthvað breyst annað en að Illhugi er kominn í stað Harðar Torfa?
Illugi segir orðrétt:
"Og ég vil ekki lifa í þjóðfélagi þar sem hátíðleg loforð eru hermd upp á stjórnmálamenn og viðbrögðin eru fyrirlitning og hroki, lygar og ennþá meiri valdníðsla, og svo er slett framan í okkur: So what?
Ég vil ekki lifa í svona þjóðfélagi, og ég vona að ekkert okkar vilji lifa í svona þjóðfélagi, hvaða flokk sem við kunnum að styðja í kjörklefanum á fjögurra ára fresti, og sama hvaða skoðun við höfum á aðild að ESB. Ef ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar ætlar að skapa svona þjóðfélag, þá þurfum við að láta ærlega í okkur heyra við viljum ekki slíkt þjóðfélag, við viljum það ekki, nei, nei og aftur nei. "
Mér er í rauninni ekki sama þó Illugi Jökulsson neyðist til að flytja til fyrirheitnu landanna þar sem Evran er Guðinn. Ég vil ekki hælisleitendur frá Afríku eða flóttamenn frá Kólumbíu í staðinn fyrir hann Illuga því hann Illugi er frændi minn. Þó hann skrifi ekki neitt fyrir mig sem mig vantar að lesa þá skrifar hann þó á íslensku og les fornsögurnar. Hann Illugi er Íslendingur þótt svo óeirinn sé. Mér finnst hann því gera úlfalda úr mýflugu með tilliti til niðurstöðu Reykjavíkurbréfsins. Þeir eru varla svona vondir sem hann segir þá vera, þeir Simmi og Baddi.
Hver skyldi afstaða Illuga til þess sem lesa má í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag? Hann og Guðfaðirinn studdu ríkisstjórnina sem hér ríkti 2009-2013. Sveik sú stjórn ekki neitt að mati Illuga? Hver var afstaða Illuga til Icesave I, II, og III? Hver er afstaða Illuga til sýknudóms ESB-dómstólsins í þeim málum? Hver var afstaða Illuga til samstarfsins við Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins? Hver var afstaða Illuga til fríverslunarsamningsins við Kína eða Huangs Nubo til Grímsstaða á Fjöllum? Hver er afstaða Illuga Jökulssonar til fornrita íslensku þjóðarinnar? Er honum svo sama hvað verður um rit Sturlu Þórðarsonar að hann vill ekki lengur búa á Íslandi þeirra Simma og Badda eða Hádegismóans? Eða var hann bara að apa Martein Lúther King til að skemmta Samfylkingunni sem finnst núna allt í einu svona gaman að þjóðaratkvæðagreiðslum?
Í hvernig þjóðfélagi vill hann Illugi eiginlega búa?
1.3.2014 | 21:38
Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins er með háðskasta móti sem þar hefur sést. Og raunar lengi í íslenskum stjórnmálaskrifum. Voltaire gamli eða Benedikt Gröndal hefðu sjálfsagt kímt út í annað hefðu þeir mátt lesa það. Þar segir svo:
"Nú er fokið í flest skjól fyrir ríkisstjórnina. Þeir eru væntanlega orðnir logandi hræddir, sem þar fara fyrir. Jóhanna Sigurðardóttir hefur bæst í fjölmennan hóp þeirra beggja, Benedikts frænda og Helga Magnússonar. Þótt einhverjir reyndu að halda því fram, af veikum mætti, að það væri fullmikið sagt að þessir þremenningar væru ofurefli liðs, þá hafa þeir sömu ekki gætt að einu. Því í raun eru þau þrjú ekki ein á ferð. Því Steingrímur J. Sigfússon, sem er þekktur fyrir að taka ekki til máls á þingi nema endrum og eins, fékk ekki lengur orða bundist.
Svik í tafli sagði páfinn
Eins og Jóhanna, Helgi og Benedikt er hann miður sín út af kosningasvikum. Það sýnir alvöru málsins í hnotskurn, að Jóhanna, Helgi og Benedikt hafa aldrei nokkru sinni sakað Steingrím J. og VG um kosningasvik og síst af öllu í málum sem tengjast aðild að Evrópusambandinu. Sjálfur hefur Steingrímur ekki heldur verið með ásakanir um slíkt í sinn eigin garð. Hann hefur ekki minnst á svik í ESB-málum, um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ógurlega eða um svik á öllum loforðunum sem þau Jóhanna gáfu svo greiðlega í tengslum við kjarasamninga á síðasta kjörtímabili og er þá fátt eitt nefnt af því marga, sem Steingrímur veit manna best að hann hefur ekki svikið. Enda er þjóðin öll upplýst um að þau tvö eru eins og hvítskúraðir englar upp úr Ajax, þegar kemur að því að standa við loforð. Þessi fjögur ár sem þau sómahjú dvöldu á Hótel Skjaldborg og tryggðu íslenskri þjóð norræna velferð voru því gæfurík tíð. Þau einhentu sér til verka. »Einn, tveir og þrír« töldu þau í takt og áttu þá við Icesave I , Icesave II og Icesave III, sem þau tóku í þrístökki og töldu sig þá hafa stokkið lengra í þeirri grein en Vilhjálmur E. Íþróttafréttaritarar, sem leyfðu sér að draga það síðasta í efa, hafa nú, ekki vonum fyrr, beðist afsökunar. Það gerðu þeir dreyrrauðir, þegar í ljós kom að þau tvö höfðu átt við Vilhjálm E(gilsson) en ekki hinn. Því má með sanni segja að þau Jóhanna og Steingrímur J. hafi ekki átt skilið að fá mikið minna fylgi en þau fengu í síðustu kosningum. Það er ástæðan fyrir því að forysta núverandi stjórnarliðs varð svona óskaplega hrædd þegar hún áttaði sig á að ekki væri útilokað, að vegna afstöðunnar til ESB gæti það hæglega gerst að hvorugt þeirra Jóhönnu og Steingríms J. myndi kjósa annan hvorn stjórnarflokkinn í næstu kosningum. Þær eiga að fara fram árið 2017 og það mun gera Steingrími J. óskaplega erfitt fyrir, því að þá verða nákvæmlega 100 ár liðin frá rússnesku byltingunni, sem þeir dásömuðu svo lengi hann og Már Guðmundsson. Byltingin sú var gerð þegar nákvæmlega 4 ár voru liðin frá því að Morgunblaðið var stofnað og ekki er vafi á að fleiri en hugsanlega þeir Steingrímur J. og Már sjái samhengið þarna.
Spennið beltin sagði flugfreyjan
En nú getur bréfritari ekki lengur farið undan í flæmingi og reynt að komast hjá því að birta hið afdrifaríka blogg Jóhönnu, sem hleypt hefur svo miklum skjálfta og mörgum í núverandi stjórnarflokka, að Ragnar, frændi bréfritara, (svo fleiri séu ættfærðir en Benedikt frændi) hefur varla undan að mæla.
Þetta er Jóhönnu-bloggið: »Stjórnarflokkarnir eru staðráðnir í að svíkja kosningaloforð sín um að þjóðin fái að ráða hvort framhald verði á aðildarumsókninni að ESB. Valdahrokinn og yfirgangurinn er algjör. Bjarni, Sigmundur Davíð, og allir hinir ráðherrarnir ætla að ráða. Þá skiptir engu þó 82% vilji þjóðaratkvæðagreiðslu eða að 40 þúsund manns hafi krafist að valdið verði hjá þjóðinni, en ekki þeim. Þeir hafa ofmetnast í ráðherrastólunum og telja sig bara geta gefið fólkinu langt nef. Svona stærilæti og ósvífni gagnvart þjóðinni er ekki hægt að líða.«
Það kemur ekki á óvart að mörgum verði um að heyra þess háttar dóm úr munni stjórnmálakonu, sem mátti ekki vamm sitt vita og var svo orðvör að til þess var tekið. Þegar hún sagði, sem hún gerði með mjög jöfnu millibili til að undirstrika að þar færi jafnaðarmaður, að nýjar tillögur um hjálp við aðframkomin heimili myndu verða birtar »öðru hvoru megin við helgi« nefndi hún aldrei við hvaða helgi var átt. Það hlýtur þó að hafa verið freistandi. Ákafur stuðningsmaður hennar hélt helst, að með »helgi« meinti hún »Helgi« magri og óttaðist örlítið að tillögurnar gætu orðið magrar kæmu þær öðru hvoru megin við hann. Öðrum þótti það þó ótrúlegt. En annar (sem áður hafði legið með liði Jóhönnu andvaka í Þjóðvaka) að »RÚV,« sem sagði samviskusamlega og gagnrýnislaust frá öllum fundunum, eins og þar færi fyrsti fundurinn en ekki sá tíundi eða tuttugasti, hefði þá ritað »helgi« með stórum staf í textavarpinu. Öðru máli hefði gegnt ef Þorlákur helgi hefði átt í hlut og Jóhanna hefði ætlað að vera annað hvort fyrir framan hann eða aftan þegar hún kæmi loks með tillögurnar. Það benti ótvírætt til að þær yrðu birtar síðasta dag fyrir jól, á Þorláksmessu. En auðvitað hefði verið óvarlegt að nefna við hvaða jól væri miðað, en Jóhanna hefði þarna þrengt skilgreininguna niður í síðasta dag fyrir einhver jól, frá því að vera öðru hvoru megin við einhver jól, á þessari öld eða hinni næstu, ef vel tækist til. En aðalatriðið væri að börnin fengju að hlakka til.
Hyggjum að aðalatriðum
I. En slíkar skýringar skipta ekki meira máli en aðrar helgisögur, en staðreyndin er sú, að hið varfærna orðalag um að tillögurnar um aðstoð við hina lakast settu kæmu »öðru hvoru megin við helgina« urðu til þess að Jóhanna varð alls ekki vænd um svik. Engu breytti þótt tillögurnar væru ekki enn komnar fram, þegar kjósendur og aðrir aðdáendur höfðu óvænt afskipti af veru hennar og Steingríms í stjórnarráðinu. Og þá eru það góðu fréttirnar: Ekki er loku fyrir það skotið að hið óvænta blogg Jóhönnu bendi til þess að tillögurnar komi núna strax eftir þessa helgi.
II: Það er ekki aðeins að Jóhanna og Steingrímur væru bólusett gegn því að svíkja nokkru sinni nokkurt loforð, heldur viku þau sér aldrei undan ábyrgð. Það er til stakrar fyrirmyndar. Dæmin um það eru mörg:
a) Þegar að Hæstiréttur Íslands ógilti stjórnlagaþingskosningarnar þeirra öxluðu þau strax ábyrgð og sögðu af sér.
b) Þau höfðu sagt ásamt seðlabankastjóra að yrði Icesave fellt í þjóðaratkvæði yrði efnahagslegt öngþveiti á Íslandi. Þegar hátt í 100 prósent kjósenda tóku ekkert mark á þeim hótunum sögðu þau auðvitað strax af sér og bentu á að það væri það sem gert væri meðal siðaðra þjóða.
c) Þegar að þjóðin felldi næsta Icesave-samning í þjóðaratkvæði sögðu þau samstundis af sér.
d) Jóhanna tilkynnti að hún gæti lofað því að stjórnlagaráðstillögurnar yrðu afgreiddar eigi síðar en á hennar síðasta þingi. Þegar ekki ein einasta tillaga stjórnlagaráðs var samþykkt sagði Jóhanna strax af sér, eins og forsætisráðherrar gera í siðum löndum.
e) Össur Skarphéðinsson hefur sagt í bók og Ingibjörg Ingadóttir í grein, að þau hafi bent Jóhönnu á strax árið 2012 að stjórn hennar væri komin í minnihluta í þinginu og hún ætti að boða til kosninga og segja af sér. Þótt þau nefni það hvorugt getur enginn vafi ríkt á því að Jóhanna hefur þá sagt af sér þegar í stað, enda er það gert í siðuðum löndum, þegar þannig er komið. Siðprýði hennar var slík, að hún var ekki að spyrja Pétur eða Pál um stöðuna og frétti því ekki af því að hún væri komin í minnihluta fyrr en Össur og Ingibjörg upplýstu hana um það. Fyrr gat hún ekki tekið upplýsta ákvörðun, eins og er nú í tísku. Að vetrarlagi er best að gera það undir kösturunum á Laugardalsvelli. Það hefur Jóhanna vafalaust gert.
Kjósendur verða að
fylgjast betur með
Hitt er annað mál, að það sýnir aðeins hvað kjósendur fylgjast illa með, að þrátt fyrir að þau Jóhanna og Steingrímur hafi sagt svona oft af sér, þá varð ekki betur séð en þau væru enn hangandi í stjórnarráðinu þegar gengið var til kosninga.
En allt þetta gerir það að verkum að öllum Íslendingum verður svo mikið um þegar þau Jóhanna og Steingrímur saka einhvern um svik.
Það er ekki langt að sækja samanburðardæmin, sem undirstrika hvers vegna áfallið yfir ásökunum úr þessari átt er svona stórbrotið: Þegar Gróa á Leiti sakar menn um rógburð, þegar Baldur hans Konna sakar menn um búktal eða Jón Ásgeir sakar menn um skuldasöfnun er það svo sem nógu slæmt, en þó ekki nándar nærri eins alvarlegt og þegar að hvítskúraðir englar upp úr Ajax og klóri, eins og Steingrímur og Jóhanna, saka aðra stjórnmálamenn um svik.
Það er toppurinn.!
Þessi bloggari feitletraði og stækkaði letur á tilvitnunina í blogg "heilagrar Jóhönnu" eins og Jón Baldvin nefndi hana oftast. Ef menn velta fyrir sér orðkynnginni í textanum og þeirr sannfæringu sem þar að baki liggur, þá hljóta menn að velta fyrir sér því sem fram fer í höfðinu á heilagleikanum?Hvert sambandið sé við veruleikann og raunveruleikann?
Sama máli gegnir raunar um Steingrím J. sem nú ásakar núverandi ríkisstjórn um svik. Var ekki einhverntímann talað um að menn sem búa í glerhúsum ættu ekki að henda grjóti?
Er það virkilega svo að álit fólks í stjórnmálum á minni og dógreind þess fólks sem stundum eru kallaðir kjósendur, sem eru einskonar endur sem fljúga fjórða hvert ár, sé með þeim hætti að það megi segja við þá ástarljúf orð eins og "það var þá"eða þau sem Jóhanna skrifar nú á bloggið sitt, til þess að þeir gleymi stað og stund?
Það er erfitt viðfangs í stjórnmálum þegar menn hafa fílsminni og beita því. En það eru margir atjórnmálamenn sem virðast lifa eftir ráðum gamla doktors Göbbels. En hann sagði að endurtæki maður lygina nógu oft þá yrði hún að sannleika.
Reykjavíkurbréfið vekur upp margar spurningar um innræti og aðferðir sem menn geta velt fyrir sér ef þeir þá nenna því.
27.2.2014 | 16:08
Handritin heim og meira sement!
var hrópað á stúdentafundum í gamla daga. Við vorum ungir og vildum lyfta þjóðinni upp úr hjólförunum.
Gerðum við það?
Ég veit það eiginlega ekki. Það var önnur kynslóð en mín sem gerði áætlunina um Sementsverksmiðjuna. Sú kynslóð endurheimti líka handritin. "Værsgod, Flatöbogen" sagði foringinn sem frægt er orðið. Það var líka sama kynslóð sem gerði áætlanirnar um Áburðarverksmiðjuna. Mín kynslóð vann við að byggja þetta og notuðum framleiðsluna. Og mín kynslóð með hjálp þar næstu kynslóðar kenndri við bréfaguttanna, við eyðilögðum báðar þessar verksmiðjur. Svo nú framleiða Íslendingar hvorki áburð né sement heldur flytja allt inn fyrir gjaldeyri og tala um hvað eigi að gera við orkuna ef útlendingar vilji ekki byggja álver?
Það er talað um fæðuöryggi. En hvorki áburðar-né sementsöryggi? Sem þó er býsna nátengt ef maður hugsar um það.
Ég fagna því sem gamaldags Íslendingur, og því ekki tækur í Samfylkinguna, að Framsóknarmenn hafa nú lagt fram frumvarp um nýja áburðarverksmiðju. Ég hefði viljað að Sjálfstæðismenn hefðu þá látið sig örlög Sementsverksmiðjunnar á Akranesi einhverju varða. Verksmiðjan er þarna enn þá, höfnin og hvað eina. Hvað þarf til að endurreisa hana veit ég ekki. Ég veit það bara að hún framleiddi góða vöru síðast. Af hverju ekki aftur? Hvorutveggja áburður og sement er orkufrekur iðnaður.
Er ekki augljóst að þjóðin þarfnast bæði sements-og áburðaröryggis alveg eins og þess að Íslendingar verði ekki svo útþynntir af hælisleitendum og öðrum innflutningi óþjóða að þeir hætti að geta lesið handritin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2014 | 23:20
Ekki brást Helgi Seljan
væntingum mínum um almenn andstyggilegheit í þráspurningum sínum til Bjarna Benediktssonar um hvort hann vildi ekki játa á sig svik þegar þjóðaratkvæðagreiðsla getur greinilega ekki farið fram með neinum vitrænum hætti um framhald aðlögunarviðræðna við Evrópusambandið.
Bjarni reyndi án sýnilegs árangurs að skýra það fyrir Helga sem máli skiptir, að það er annað að standa í aðildarviðræðum núna sem þjóð þegar skipt hefur verið um þingmeirihluta og ríkisstjórn. Þegar skipt hefur verið algerlega um stefnu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið.
Helgi gat ekki séð neinn mun á þessum breyttu pólitísku aðstæðum. Líklega hefur hann ekki velt því fyrir sér hvort líklegt væri að Þorsteinn Pálsson myndi leiða framhald aðildarviðræðnanna eða til dæmis að Vigdís Hauksdóttir eða Unnur Brá kæmu í hans stað? Skyldi Helgi virkilega telja að allt myndi vera óbreytt frá tilhögun fyrri ríkisstjórnar í viðræðunum? Að Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon myndu fara fyrir sendinefndinni?
Bjarni Benediktsson rifjaði upp að í byrjun aðildarviðræðnanna sagði Steingrímur J. Sigfússon að þeim skyldi slitið þegar í stað ef í ljós kæmi að ekki næðist samkomulag um landbúnaðar og sjávarútvegskaflana. Fyrri utanríkisráðherra og samninganefnd hans tókst í 4 ár að komast hjá því að opna þessa kafla heldur aðeins að tala um aukatriði sem ekki var ágreiningur um. En áminnstu málin sem skipta öllu voru látin í friði meðan hótað var refsiaaðgerðum vegna makrílsins samtímis samningaviðræðum. Nú kalla þeir hinir sömu þessa ríkisstjórn verklausa fyrir ársafmælið.
Hefur Helgi Seljan velt því fyrir sér hvað myndi gerast, ef ný sendinefnd færi til Brussel núna skipuð fólki sem ekki lægi á þeirri skoðun ríkisstjórnar Íslands og þeirrar þjóðar sem kaus hana og Alþingis að Ísland ætlaði sér ekki inn í þetta Evrópusmband? Slík hefði niðurstaða kosninganna verið? Eða lítur Helgi Seljan svo á að þær kosningar hafi ekki verið marktækar? Það sé meira virði að pexa og þráspyrja Bjarna í pólitískum tilgangi um hvort hann vilji ekki játa á sig svik eins og Þorsteinn Pálsson kallar stöðvun viðræðnanna heldur en að hugleiða tilgang frekari fjármunabrennslu sendinefnda í Brussel?
Það er svo óhugnanlegt að hlusta á mann á kassa á Akureyri í fréttum RÚV lýsa því að hann voni að einhverjir skoðanabræður hansr séu núna væntanlega að hreinsa út úr Alþingishúsinu í Reykjavík í þeim töðuðu orðum sínum. Varðar ekki svona hryðjuverkatal við lög?
Það er hinsvegar algerlega í stíl við málflutninginn um svik við þjóðina að efna ekki til þjóðaratkvæðis um framhald aðildarviðræðna sem myndu þá útiloka aðild að Evrópusambandinu þar sem nýtt erindisbréf viðræðunefndar myndi einkennast af vilja þeirra og stefnu sem nú eru með umboð þjóðarinnar. Hvernig yrði viðmót Brusselmanna við það tækifæri?
Það er staðan í þessu máli, hvort sem Helgi Seljan eða aðrir ámóta vilja skilja það eður ei, að það er ríkisstjórn í þessu landi sem ekki vill ganga í ESB. Það er Alþingi í þessu landi sem ekki vill ganga í ESB. Það er þjóð í þessu landi sem ekki vill ganga í ESB. Þetta fólk mun ekki senda Þorstein Pálsson, Vilhjálm Bjarnason, Össur Skarphéðinsson eða aðra Evrópusinna til Brussel til að halda áfram aðildarviðræðum.
Helga Seljan bregst þar bæði dómgreindin og bogalistin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.2.2014 | 16:44
Hinn nýi löggæslustíll?
birtist í frásögn frænda míns dr.Ágústs fv.menntaskólakennara og grasafræðings:
"Frásögn Ágústs H. Bjarnasonar:
Reykjavík, 24. febrúar 2014
Eg var að aka klukkan rétt rúmlega átta að morgni s.l. sunnudags 23. febrúar norð-vestur Laugaveg. Eg var rétt kominn yfir gatnamót Laugavegar og Kringlumýrarbrautar, þegar lögreglubifreið með blikkandi ljós var fyrir aftan mig. Eg gaf stefnumerki og ók inn á hliðarskot stuttu síðar og nam þar staðar. Eftir stutta bið sté eg út úr bílnum og þá kom umræddur maður askvaðandi og sagði mér að setjast inn í bíl, því að eg ætti ekki að fara út úr honum fyrr en þeir kæmu að.
Hann hafði engan frekari formála en sagði: Ertu fullur, sýndu mér ökuskírteinið.
Nei, sagði eg, en eg get ekki nálgast skírteinið nema stíga út, þar sem það er í þröngum buxnavasa.
Þá sté eg út aftur.
Varstu að drekka í nótt?
Síðan sagði hann eitthvað, sem eg heyrði ekki og hváði. Ertu heyrnasljór?
Eg er kannski ekki með alveg fulla heyrn (sem reyndar er satt) og heyri illa í þvoglumæltum mönnum.
Eg rétti honum ökuskírteinið.
Þú varst að drekka í nótt, sagði hann.
Hvers konar fullyrðing er þetta, eg er allsgáður.
Svaraðu spurningunni.
Eg þarf ekkert að svara þessari spurningu, því að eg er allsgáður, og var reyndar að gera allt annað í gær. Og þá greip hann fram í fyrir mér.
Þér ber skylda til að svara spurningum lögreglunnar. Vertu ekki með þvælu.
Það er ekkert tilefni til að svara rakalausum aðdróttunum, enda er eg allsgáður.
Þú ert með útúrsnúninga, við förum með þig niður á stöð og þú verður sviptur ökuréttindum. Þú varst að drekka í nótt.
Hvers konar þvæla er þetta, sagði eg þá.
Í þessu þreif hann í jakka minn og ýtti mér í átt að lögreglubílnum. Settist eg inn í bílinn og stóð umræddur maður fyrir utan. Síðan fékk eg að blása eftir tvær tilraunir, því að í fyrstu ýtti hann mælinum í höku og í annað sinn hélt hann því fram, að eg blési ekki rétt. Niðurstaða mælingar var að lokum 0.
Þá fór eg að segja hinum manninum nákvæmlega, hvað eg hafði verið að gera kvöldið áður. Sá maður bauð af sér góðan þokka. En þá greip hinn fram í og sagði að eg ætti ekki vera að þvæla og koma mér út.
Þegar eg gekk í burtu spurði eg hann að nafni, en hann gaf aðeins upp númer, sem hann sagði 0621.
Að svo mæltu hvarf eg á braut.
Eg vil að það komi skýrt fram, að umræddur maður sýndi óeðlilega hegðun, lá við að hann öskraði og greip sýknt og heilagt fram í fyrir mér, svo að eg fékk tæplega að ljúka við neina setningu. Framkoman var fyrir neðan allt velsæmi, hroki, oflátungsháttur og hreinn dónaskapur.
Hefði hann boðið mér að blása strax, hefði málið verið úr sögunni. En hann fór fram með dylgjum, órökstuddum fullyrðingum og heimskulegum spurningum. Það er von, að manni blöskri.
Þá leikur mér forvitni á að vita, hvers vegna þeir stoppuðu mig. Þá er eg beið á ljósum á horni Laugavegar og Kringlumýrarbrautar, þustu þeir í norðurátt. Þeir hafa því ekki séð neitt til aksturslags, sem gaf þeim vísbendingu um, að ölvaður maður væri á ferð.
Með kveðju
Ágúst H. Bjarnason
Svona til viðbótar hef ég alltaf haldið að Gústi hafi alla tíð verið alger bindindismaður og því ólíkur mér og fleiri frændum okkar.
En ég hef enga ástæðu til að rengja hann Gústa frænda. Það er þá illt ef fleiri svona eintök eins og þessi 0621 prýða lögregluliðið sem ég hef alla tíð stutt til góðra verka og raunar aldrei átt nema bestu samskipti við. Fólk á að geta treyst lögreglunni sinni til að kunna mannasiði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko