2.1.2012 | 18:48
Dagur Sjakalans
er upprunninn. Svavar Gestsson er aftur kominn í áhrifastöðu með Steingrími um afdrif Icesave málsins.
Mega Bretar og Hollendingar eiga von á því að Íslendingar verði nú meðfærilegri með vaxtagreiðslurnar ? Í Kryddsíldinni segir Steingrímur að fyrst hafi menn stefnu og svo velji menn fólk til að framfylgja henni. Þjóðin tók völdin af þeim félögum í tvígang þegar þeir ætluðu að steypa henni í klær hins erlenda auðvalds og vaxtafen. En það gerðist fyrir tilstuðlan Ólafs Forseta sem tók völdin af Alþingi í tvígang.
Nu ætlar Ólafur Forseti að hætta. Það ber því vel í veiði með það að hann þvælist ekki meira fyrir óskum þessara höfðingja. Stefnan var til fyrir segir Steingrímur. Nú er rétta fólkið komið, sem á að framfylgja stefnunni. Þeir kumpánar eiga því nú frítt spil með því að ná fram "glæsilegri niðurstöðu" í þessu máli sem sem Steingrímur sagði að væri svo skelfilegt að ekki væri hægt að hugsa sér annað en að leysa það strax árið 2009. Enginn Árni Páll til að að vera að þvælast fyrir viðræðum.
Dagur Sjakalans kom um síðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2012 | 13:57
Jæja, nýr Forseti
verður að finnast úr því að Ólafur Ragnar ætlar ekki að fara fram aftur. Ég er hundfúll því að nú þarf að fara að leita að öðrum vinstrimanni til að fara að gera það sem Ólafur er búinn að læra svo vel á sínum fjórum kjörtímabilum. En að vera Forseti þjóðar lærir enginn á skömmum tíma.
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið í stöðugum vexti sína embættistíð. Núna er hann fullskapaður í embættinu en þá segir hann upp flytur í Mosfellsveit. Sem er skiljanlegt með tilliti til aldurs og mér og öðrum ber auðvitað að virða það.
Þetta leiðir hugann að kjörinu sjálfu. Bjóði tveir eða fleiri sig fram, þá er ekki hægt að halda því fam, eins og Ólafur gerði í nýjársávarpinu, að Forsetinn sé þjóðkjörinn. Til þess verður að kjósa í tveimur umferðum þannig að Forsetinn hafi ótíræðan meirihluta að baki sér. Ég kann ekki með hvaða hætti slíkt yrði framkvæmt ef það er þá hægt yfirhöfuð. En það gera Frakkar til dæmis.
Stjórnarskrártillögur Jóhönnu liggja nú fyrir. Þar rekur sig flest á annars horn og til viðbótar eru tillögurnar sem snerta breytingar á Forsetaembættinu sjálfu ekki öllum að skapi. Það er gersamlega útilokað að greiða atkvæði um þessar tillögur sem pakka eins og Jóhanna hefur haldið fram að gera eigi. Stjórnarskrárbreytingar á Alþingi að gera þegar þörf er á. Einhverjar skyndiráðstafanir eiga þar ekki við og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa þar litla burði til að hafa þar um forystu.
Ég vil þakka Ólafi forseta fyrir þjónustuna og allt það sem hann hefur gert fyrir þessa þjóð. Hann hefur verið mikilvirkur talsmaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og mun þýðingarmeiri en flestir gera sér grein fyrir. Ég var ekki hrifinn af honum þegar hann var kjörinn fyrst. En hann vann sig inn á mig og ég hefði núna engan annan kosið til embættisins á móti honum eftir Icesave. Ég óska honum velfarnaðar og hans ágætu konu henni Dorrit, hún er ekki hans sísta prýði slík manneskja sem hún greinilega er.
Jæja, þá getur vinstri-elítan farið að leita að nýjum Forseta úr sínum röðum,- aðrir munu ekki koma þar að.
1.1.2012 | 12:20
Gleðilegt ár!
allir bloggvinir. Líklega verður úr nógu að moða úr pólitíkinni ef svo fer fram sem horfir.
Ekki veit ég hvernig færi fyrir okkur bloggurum ef við hefðum ekki þessa ríkisstjórn til að sjá okkur fyrir stöðugu skemmtiefni. Uppákomurnar eru með þeim endemum að engann endir tekur. Ef hún gæfist upp á rólunum eins og hún Grýla gamla myndi fara fyrir mörgum bloggaranum eins og Ingibjörgu Sólrúnu í Borginni,þegar hún missti Davíð.Hún varð eiginlega klumsa eftir það að hafa hann ekki til að sparka í á hverjum degi til að draga athyglina frá lóðaskortsstefnu R-listans meðan Kópavogur blés út af þeirri ástæðu helstri.
Þá er búið að fækka ráðherrunum niður í níu og sameina ráðuneytin. Sé þetta hagræðing spyr maður sig hversvegna þetta var ekkki gert fyrr? Við eigum hinsvegar eftir að sjá hversu tryggir stuðningsmenn þeir brottreknu reynast húsbændunum? Hversu lengi Steingrímur getur troðið andlitinu á flokknum sínum græna niður í stjórnarskálina og sagt honum að éta ESB gúmmúlaðið úr Samfylkingunni? Allt skýrist þetta þegar þingið fer að sjá okkur fyrir upákomum aftur síðar í mánuðnum.
Þangað til förum við sauðsvartir á vigtina í Sundlaugunum og veltum fyrir okkur hvenær sé best að byrja á megruninni. Því víst er um það að hátíðarnar okkar flestra eru hátíð munns og maga. Drekkum í dag-iðrumst á morgun er sálareinkennið okkar hvort sem er. Hvað um það. Takk fyrir gamla og:
Gleðilegt ár!
31.12.2011 | 13:22
Ekki er allt sem sýnist
innanstokks í Samfylkingunni.
Kristrún Heimsisdóttir talar hreinskilnislega um það hvernig Árni Páll hafi orðið til þess að bjarga ríkisstjórninni á fundinum í gærkveldi á elleftu stundu. Þá höfðu allir valdafantarnir farið hamförum fyrir því að láta undan venjulegri Machtpolitík Jóhönnu og hótunum um stríð og stjórnarslit. Enda virðist Jóhanna aldrei hafa kunnað aðra leið í stjórnmálum en aðferð hins steytta hnefa ef marka má frásagnir fyrrum samstarfsmanna.
Á fundinum fóru þar fremstir Össur, Dagur og Hrannar í því að hóta mönnum hörðu. Svo merkilegt sem það hljómar, þá virðast fundarmenn í þetta sinn ekki hafa verið sammála um að láta berja sig til hlýðni. Þarna voru uppi harðar skoðanir sem ekki gáfu sig fyrr en Árni Páll beygði þær. Þetta boðar nokkur tíðindi um það að Össur virðist ekki vera sérstakur spámaður um forystumálin í þeim flokki.
En eins og þessi lýsing Kristrúnar er hreinskilin um gang mála hjá Samfylkingunni þá er meira á huldu hvernig Steingrímur fór að því að fá flokkinn til að slátra Jóni Bjarnasyni. Steingrímur grét að vanda yfir þeirri sorg sem hann bæri í hjarta yfir þessari blóðfórn. Ekki hefur verið mikið um fréttir af framgöngu einstakra manna á þessum fundi en út kom Steingrímur með það sem hann var búinn að semja um við Jóhönnu þó hann særi og sárt við lagði að þetta hefði ekkert með brotthvarf Árna Páls að gera. Enda virðist alræði Steingríms vera með þeim hætti, að allir flokksmenn glúpna fyrir sjónum hans þegar á hólminn er komið. Það er helst að menn áræði að senda honum tóninn úr öruggri fjarlægð og brúka jafnvel hin sverustu lýsingarorð um framgöngu formannsins sem yfirleitt ekki heyrast í öðrum flokkum.
Fyrir almenning sem tekur annarsvegar við fréttum um það hvernig ríkisstjórnin sé að leysa allra vanda og svo fréttum aaf þessu framferði öllu, er þetta varla ástæða til að fyllast sérstöku trausti til forystu ríkisstjórnarinnar. Það er varla mikil hvatnig eða forysta fólgin í ríkisstjórn serm virðist eyða meiri orku í að sjálfa sig og hagsmuni einstakra valdamannamanna heldur en hún eyðir í það að leiða þjóðna fram á við úr feni landflótta, hafta og atvinnuleysis.
Það er merkilegt að velta fyrir sér stöðu Hreyfingarinnar og Þráins Bertilssonar í þessu sambandi. Það virðist ekki þurfa lengur að kaupa þá með öðru en ábendingum um það að ella geti þeir orðið skyndilega kauplausir við að detta út af Alþingi. Og Guðmundur Steingrímsson virðist ekki hafa neitt að selja,- sem ýmsir töldu sig vita löngu fyrir þessa atburði.
Svo áfram heldur stjórnarlífið með flugeldasýningum og sprengingum eins og verið hefur. Enn er ekki fulllreynt, því enn er eftir Steingrímslota í bardaganum.
Það er heldur ekki allt sem sýnist fremur venju.
31.12.2011 | 12:47
Hvaðan kom féið?
Svo hefur Morgunblaðið eftir Steingrími J. um afrek sín við endurreisn bankanna:
Sem betur fer er hægt að fullyrða að í tilfelli Íslands mun ríkið fá fjármuni sína að mestu til baka eða halda verðmætum eignarhlutum í fjármálastofnunum ella. Ríkið hefur bundið samtals um 185 milljarða kr. í stóru bönkunum við endurreisn þeirra í formi eiginfjárframlaga og víkjandi lána. Ef staðan í dag er skoðuð er ljóst að ríkið hefur haft mjög góða ávöxtun á því fé sem það varð að binda í þetta verkefni, sem er um 250 milljörðum minna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Ætla má að ríkið fái þessa peninga að fullu til baka og komist frá endurreisn stóru bankanna án nokkurs taps í þeim skilningi að arðgefandi eignir og/eða endurseljanlegar eignir standi fyllilega undir því fé, sem ríkið hefur bundið í verkefnið, miðað við efnahagsreikninga bankanna. Þannig hafa fjármunir ríkissjóðs ekki farið í botnlausa hít heldur þvert á móti verið festir í verðmætum eignum. Í framtíðinni verður hægt að nota þessa fjármuni eða arðinn af þeim til þess að greiða niður skuldir og halda áfram við byggja upp íslenskt samfélag, segir Steingrímur.
Veltir nokkur því fyrir sér hvernig Steingrímur fékk þessa 185 milljarða.
Var það eitthvað grundvallarlega öðruvísi en hinn illi prins sem blandaði kopar í silfurpeninga sína til að féfletta þegna sína ?
Er ekki auðvelt að þykjast vera bjargvættur þjóðar en beita sjónhverfingum sem fólkið lætur óátalið? Skilja menn ekki hversvegna stjórnin varð að fá sinn mann í Seðlabankann?
Hvaðan kom féið?
30.12.2011 | 19:47
Gúttóslagurinn
er eitthvað sem ASÍ hreykir sér af. Sendir landsmönnum jólakveðjur þar sem slagnum er jafnað til Vökulaganna og Þjóðarsáttarinnar.
Í Gúttóslagnum réðust bullur úr skríl á lögregluna okkar. Stórslösuðu marga góða drengi að ósekju, sem báru þess ævilöng merki. Menn sem ég man eftir.
Ég frábið mér jólakveðjur frá samtökum sem hrósa sér af þessu verki.
Gúttóslagurinn var sorgaratburður en ekki sigur verkalýðsins.
30.12.2011 | 19:28
Rabbatt !
er í augsýn í ríkisstjórnnni. Hún byrjaði með 12 ráðherra.Svo var slegið af tveimur. Og nú er búið að uppgötva að það þurfti bara 9 til að stjórna landinu. Enginn smá rabbatt það, úr 12 í 9.Það er búið að taka Vaskinn af.
Miðað við allt það sem þessi ríkisstjórn hefur framleitt má þá ekki búast við að nýja stjórnin framleiði í hlutfalli fjórðungi minna en hún byrjaði með? Fjórðungi minna af bjargráðum ? Verður ekki að hækka kaupið hjá þeim sem verða að vinna öll þessi verk fyrir hina? Skilja þeir ekkert pláss eftir sig?Hvað fær Hreyfingin? Hvað fær Sif? Verður ekki kaballinn að ganga upp?
Kemst blessað fólkið yfirleitt yfir þetta ? Raunar skildist manni á Steingrími að hann væri búinn að redda svo miklu í Fjármálaráðuneytinu að það væri í rauninni lítið eftir Oddnýju að gera. Rabbattstjórnin röskva.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.12.2011 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 15:54
Næsti þáttur
í hinni æsipennandi þáttaröð hjá ríkisstjórninni okkar er á morgun. Dagurinn á morgun verður mikill dagur í sögu lýðveldisins . Ekki bara vegna áramótaskaupsins heldur líka hvernig spilast úr fundinum á Bessastöðum. Fer Jón, fer Árni, kemur Þór?. Kemur leynigestur sem óvænt bjargar málunum? Hvar er Sif? Nær Össur að fá Jóhönnu til að hætta? Hver er arftakinn? Hvað verða margir eftir í VG með Steingrími? Hvað gerir Guðmundur?
Missið ekki af næsta þætti í hinni æsipennandi framhaldsþáttaröð um skjaldborgina um velferðina. Sjáið hvað Ólafur Forseti verður glæsilegur þegar hann blessar fundinn. Verður hann eða fer hann? Tilkynnir hann eitthvað um það á Nýjársdag?
Maður getur varla beðið eftir næsta þætti.
29.12.2011 | 15:22
Þéringar
báru á góma hjá okkur Jóni Ragnari rétt áðan.
Jón sagði svo:...." Svo vildi Margrét Tryggvadóttir hætta að segja "hæstvirtur" og "háttvirtur" af því að hún bæri ekki virðingu fyrir þessu fólki sem sat með henni á þingi. Hún áttaði sig ekki á því að ofangreind ávörp eru ekki til þess að gera einstaklinga háttvirta eða hæstvirta, heldur til þess að efla háttvísi í ræðustól. Svo er embættið sem viðkomandi gengir hæstvirt eða háttvirt, ekki endilega einstaklingurinn sjálfur. Ýmsar siðvenjur tíðkast í siðmenntuðum ríkjum, þær eru mikilvægar undirstöður sem fá okkur til að bera virðingu fyrir lögum og reglum og ef þessar siðvenjur verða aflagðar, þá hefur það neikvæð áhrif á samfélagið í heild sinni, kannski gætir þeirra ekki svo mikið í fyrstu, en þá er lagt af stað í ákveðna vegferð sem ekki sér fyrir endann á. .."
Ég svaraði þessu svona:
" Það er gaman að þú minnist á háttvirtan og hæstvirtan. Þsð var nefnillega langafi minn og nafni þinn , Jón Ólafsson ristjóri sem kom þessari hefð á. Og alveg eins og þú segir, til að efla háttvísi. Honum Jóni, þeim landsþekkta skammakjafti, ofboð lágkúra þingmanna eins og líklega Margrét líkist mest núna, sem báru enga virðingu fyrir fólkinu sem með með sat hvað þá stofnuninni þar sem þeir voru staddir í. Þegar svona alþýðlegar flatlendis... komu ofan úr afdal rmeðal manna, sögðu þeir hver öðrum til syndanna á alþýðumáli sem þeir voru vanir að nota í réttunum, sem gekk fram af Jóni, sem var búinn að dvelja langdvölum vestanhafs og lært þar mannasiði. Honum ofbauð þessi hegðun og sá auðvitað að mannasiðir voru forsenda þess að þingstörf gætu skilað árangri en færu ekki í keppni í bölvi og ragni. "
Það er miður ef þingmenn átta sig ekki á því sem að baki ávörpunum hæstvirtur og háttvirtur býr.Það er auðvelt að sjá fyrir sér að ekki verður mikið úr þingstörfum ef menn eru uppteknir af þvi að svivirða hvorn annan með skrúðmælgi en gleyma málefninu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2011 | 10:46
Kúbein
er verkfærið sem Hreyfingin virðist ætla að beita til að koma sér inn í Jóhönnustjórnina.
Þeir senda út fréttir um að þeir krefjist að forsetinn skipi þjóðstjórn. Svo greiði þjóðin þjóðaratkvæði um þessa þjóðstjórn. Og ef þjóðin vill ekki þjóðstjórnina þá verði bara Alþingiskosningar. Þeir segja ekki hvað þeir geri ef Jóhanna lætur undan.
Geta þessi "við eplin með" komið með stærri yfirlýsingu?
Það er skiljanlegt að þeir reyni að sprikla eitthvað meðan þeir eru enn á Alþingi. Því með ólíkindum væri ef þeir eigi einhvern hlut að máli eftir þingkosningar. Slík er afrekaskrá þeirra á þingi.
Þeir hafa þó komið einu fram sem halda mun nafni þeirra á lofti. Þeir hættu að mæta með slifsi á þingfundi. Það er að segja karlarnir. Ég veit ekki hvað konurnar gerðu?
Kannski þær hafi bara keypt sér kúbein?
29.12.2011 | 10:37
Hálfsannleikur
eða rangupplýsingar er það sem einhverjir í bókabransanum eru að dreifa í auglýsingaskyni fyrir jól og áramót. Þeir gefa út einhverja metsölulista yfir þær bækur sem mest seljist. En það fylgir aldrei nein einasta sölutala. Brakið selst mest , svo Arnaldur ofrv. Vá, voða spennandi! En veit nokkur neitt um raunverulegan eintakafjöldann?
Mér var sagt hér um árið að til dæmis Bónus og fleiri slíkir stórmarkaðir léku það að taka út þúsundir bóka hjá forlögunum og setja undir borðin hjá sér til þess að litlu bóksalarnir næðu ekki í neitt. Allir voða glaðir í forlaginu og höfundarnir að rifna úr monti yfir því að vera metsöluhöfundar. Svo kæmu endursendingarnar í janúar. Þá lækkuðu nú sölutölurnar umtalsvert. Og utan af landi er svo verið að senda afganga næstu tvö árin þannig að endanleg tala fæst aldrei.
Svo að enginn veit í raun og veru hvaða bók hefur raunverulega selst og í hvaða magni. Þetta er bara partur af auglýsingamennskunni að blekkja fólk til þess að það kaupi þessa bók en ekki hina af því að hún seljist svo vel.
Og það veit ég af eigin raun, að án auglýsinga selst engin bók. Púnktur. Auglýsingar geta hinsvegar selt Norðurljósin níu sinnum ef því er að skipta.
Hálfsannleikurinn selur hinsvegar heilmikið.
28.12.2011 | 23:39
Samfylkingin ber ábyrgð
á Lýbíustríðinu. Össur gat komið í veg fyrir það en gerði það ekki.
Í viðtali á ÍNN kom eftirfarandi fram:
"Davíð sagði að stuðningur Íslands hafi aldrei verið neitt annað en pólitískan þar sem aðkoma þjóðarinnar hafi ekki verið nein að þeirri innrás umfram það. Líbía hafi verið allt annar handleggur. Þar hafi Nato farið í stríð og sá reginmunur sé á að þegar Atlantshafsbandalagið fari í stríð verði allar þjóðir þar innan að samþykkja það, þær hafi neitunarvald. Davíð gekk svo langt að segja Samfylkinguna hafa staðið að árásunum á ríki sem ekki hafði gert árás á bandalagið. Vinstri grænir hafi látið sér duga að bóka eitthvað í ríkisstjórninni sem hægt verði að lesa eftir 30 ár.
Hann gagnrýndi þá sem hæst höfðu um þátttöku Íslands í innrásinni í Írak, sem hafi verið engin, en á sama tíma hafi þeir farið af stað í aðgerðir gegn Líbíu. Þangað sem menn áttu ekkert erindi og þá er látið eins og það sé ekkert atriði, sagði Davíð. Og gekk jafnvel enn lengra og sagði Samfylkinguna bera fulla ábyrgð á því sem í Líbíu gerðist við loftárásir Nato."
Er það virkilega svo að Össur hefði getað beitt neitunarvaldi? Hefði hann gert það, hvað þá? Hugsanlega verra? . En það er umhugsunarvert að NATO fór í stríð við aðila sem ekki hafði ráðist á það.
Nú dugar ekki að segja, ekki benda á mig!Á þessu ber Samfylkingin ein ábyrgð!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 12
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 3421117
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
dr.Gylfi Þ. Gíslason er í hópi þeirra kennara sem ég haft besta á lifsleiðinni. Hann var afburðamaður og fjölvígur, Við urðum góðir kunningjar síðar á ævinni og hann óx í mínum augum til æviloka. Hann gekk ríkt eftir þvi að menn þéruðuust í þriðja bekk. Kennararnir gerðu það líka flestir en sumir voru minna fyrir það.
þéringar voru lagðar af í einhverri alþýðu-niðurávið-snobbmennsku sem komst í tísku. Þá tók þjóðin stórt stökk niður á við í almennri siðmenningu. Þéringar eru allstaðar notaðar meðal siðmenntaðra þjóða. Ekkert af neinu snobbi heldur til að ná meiri árangri í umræðum og starfi því menn vanda sig betur og gera kröfur til sjálfs sín og annarra. Ég held að agavandamál í skólum séu mikið af þessum toga. Einar Magg sagði í tilefni þess að Kristinn Ármannsson varð rektor: "Kristinn er séntilmaður, það brúkar enginn kjaft við séntilmann." Það varð og svo að Kristinn hafði góða stjórn á skólanum og allir báru virðingu fyrir honum.
Ég held að þéringar í framhaldsskólum og á Alþingi milli stjórnmálaflokka að minnsta kosti gætu vrið til gagns.