4.10.2011 | 19:40
Af hverju borðar fólkið ekki bara kökur
ef það á ekki brauð?
5.906 hafa flutt úr landi síðan Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra.4 menn á dag meðan Jóhanna túlkar hávaðann við Alþingishúsið sem mótmæli við stjórnarandstöðuna.Ein íbúð tæmist á hverjum degi.
Á AMX stendur: ..."Smáfuglarnir hafa í morgun rannsakað tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga. Þar kemur fram að frá árinu 2008 hafi 5.906 Íslendingar flutt frá Íslandi umfram þá sem fluttu til landsins. Erlendir verkamenn eru ekki inni í þessum tölum þar sem aðeins er átt við þá sem skráðir eru íslenskir ríkisborgarar....
Tölurnar eru sláandi og til marks um algjört vonleysi þúsunda Íslendinga. Nær ótrúlegt er að síðustu fjögur árin hafi að jafnaði fjórir Íslendingar á dag ákveðið að flytjast búferlum frá Íslandi. Það merkir að fjórum fleiri Íslendingar á dag flytjast frá landinu en til þess. Það er heil fjölskylda á hverjum einasta degi!
Jóhanna Sigurðardóttir hefur hækkað alla skatta, hækkað gjöld, þanið út hið opinbera og ráðist gegn atvinnulífinu. Íslendingar flýja nú í þúsundavís.
Til að setja tölurnar í samhengi má hugsa sér að ein íbúð tæmist á degi hverjum og sú fjölskylda sem þar bjó sé nú flutt til útlanda og sest þar að. Þetta er veruleikinn undir vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur."
Smáfuglarnir velta því fyrir sér hvort Íslendingar sætti sig við þennan veruleika næstu 570 dagana fram að kosningum? Ef svo þá munu 2.280 Íslendingar - 4 á dag - flýja land til viðbótar. Hversu margir af þessu fólki eru læknar? Eða kennarar? Eða fólk sem þörf er á hér á Íslandi?
Smáfuglarnir ítreka töluna, 5.906 frá því að Jóhanna tók við völdum."
Bætum þessum tölum við skráð atvinnuleysi. Þá getum við farið að hlusta á Steingrím J Sigfússon tala um landrisið sem er alveg handan við hornið í samhengi.
Heilsugæslustofnanir um allt land eiga að skera niður hjá sér um 60-70 milljónir hver. Allstaðar er hörfað frá draumnum um norræna velferðarstjórn.
Alþingi ætlar á meðan þetta fer fram að fara að leika sér með að boða til þjóðaratkvæðis um tillögur Stjórnlagaráðs. Þór Saari virðist vera kominn í sandkassaleik niður við Austurvöll og nýstirnið Guðmundur Steingrímsson með honum.
Af hverju borðar fólkið ekki bara kökur ef það á ekki brauð?
4.10.2011 | 15:45
Galin áform
og óframkvæmanleg boðaði Ólafur Ragnar við þingsetninguna, Björn Bjarnason hefur dregið saman nokkur aðalatriði um þessi mál á síðu sinni. Grípum niður í grein hans:
... Ólafur Ragnar misbeitti forsetavaldinu og veitti umboð til að mynduð yrði minnihlutastjórn án þess að beita hefðbundnum aðferðum í stjórnarmyndunarviðræðum.
Nú 33 mánuðum eftir stjórnarmyndunina og tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum sem Ólafur Ragnar ýtti úr vör síðar en báðar urðu ríkisstjórninni til niðurlægingar flytur hann ræðu við þingsetningu þar sem hann hæðist að ríkisstjórninni í túlkun sinni á tillögum stjórnlagaráðs og setur alþingi afarkosti við stjórnarskrárbreytingar, annars verði forsetakosningar 30. júní 2012 marklausar.
Í ræðu sinni minnti Ólafur Ragnar á að stjórnarskránni yrði ekki breytt nema á tveimur þingum með kosningum á milli. Með því að lýsa þeirri einföldu staðreynd hnekkti hann tali Jóhönnu Sigurðardóttur um að kjósa mætti um tillögur stjórnlagaráðs við forsetakosningarnar 30. júní 2012 og þar með væntanlega breyta stjórnarskránni. Er raunar með nokkrum ólíkindum að forseti lýðveldisins setji á þann hátt ofaní við forsætisráðherrann um stjórnskipunarmál. Sannar það enn veika stöðu Jóhönnu í hinu háa embætti sínu að unnt sé að hanka hana á slíku grundvallaratriði.
Jóhanna sagði í Kastljósi sjónvarpsins fimmtudaginn 29. september að hún vildi ekki kosningar í augnablikinu. Ólafur Ragnar krafðist í raun kosninga í augnablikinu í þingsetningarræðunni þegar hann taldi óhjákvæmilegt að þingið tæki af skarið um nýja stjórnarskrá og þar með stöðu forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 30. júní 2012.
...Ólafur Ragnar segir að stjórnlagaráðið hafi dregið mjög úr valdi ríkisstjórnar og einstakra ráðherra. Þeir muni ekki lengur eiga sæti á Alþingi né heldur fastan seturétt á þingflokksfundum; atbeini þeirra við setningu laga sé verulega takmarkaður. Ráðherrar muni ekki að jafnaði geta tekið þátt í umræðum á alþingi nema þeir séu sérstaklega til kvaddir. Einnig sé skertur réttur ráðherra til að skipa í embætti.
Forseti telur tillögur stjórnlagaráðsins einnig þess eðlis að vægi stjórnmálaflokka og flokksforingja í gangvirki stjórnkerfisins verði til muna minna en verið hafi allan lýðveldistímann. Alþingi verði í ríkum mæli vettvangur einstaklinga sem náð hefðu kjöri í krafti persónufylgis; tök flokkanna á störfum þingsins myndu veikjast til muna.
Um tillögur stjórnlagaráðs um forseta Íslands segir Ólafur Ragnar að þær muni efla umsvif forsetans á vettvangi stjórnkerfisins, færa embættinu aukna ábyrgð. Stjórnlagaráðið vilji ekki breyta ákvæðum í 26. gr. núverandi stjórnarskrár, það er um málskotsréttinn svonefnda. Engin takmörk séu því sett um hvaða mál komi þar til greina vilji forseti neita að skrifa undir lög frá alþingi. Forseti þurfi að samþykkja val á dómurum og ríkissaksóknara og geti aðeins tveir þriðju hlutar Alþingis hnekkt ákvörðun hans.
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórna taki einnig miklum breytingum; verði mun sjálfstæðara. Í stað þess að formenn stjórnmálaflokka móti valkosti forsetans eins og tíðkast hafi frá lýðveldisstofnun myndi forseti sjálfur hafa frumkvæði að viðræðum við einstaka þingmenn og þingflokka. Hann gerði síðan tillögur til Alþingis um forsætisráðherra og væri þá ekki bundinn af því að velja þingmann til þess embættis.Yrði fyrsta tillaga forsetans ekki samþykkt hæfi hann að nýju viðræður við þingmenn og þingflokka.
Í stað þess forystuhlutverks sem formenn flokka hafi í áratugi haft við myndun ríkisstjórna feli tillögur stjórnlagaráðs í sér nýja skipan þar sem beinar viðræður forsetans við þingmenn yrðu afgerandi. Ríkisráð yrði lagt niður og ráðherrar mundu ekki lengur leggja lagafrumvörp fyrir forseta til samþykkis. Það yrði verkefni forseta alþingis sem jafnframt yrði í forföllum forseta eini handhafi forsetavalds. Forsætisráðherra hefði ekki tillögurétt um þingrof. Það yrði ákveðið af alþingi og staðfest af forseta. Þannig ykju tillögurnar á ýmsan hátt bein tengsl forseta Íslands og alþingis.
Ólafur Ragnar segir tillögur stjórnlagaráðs fela í sér mun valdameiri forseta en þjóðin þekki nú. Hann telur þess vegna brýnt að afstaða Alþingis til þessara tillagna liggi fyrir í tæka tíð fyrir forsetakosningarnar 30. júní 2012. Annars bæri Alþingi ábyrgð á því að þjóðin vissi ekki hver staða forsetans yrði í stjórnskipun landsins þegar hún gengur að kjörborðinu. Forsetakosningarnar yrðu þá algjör óvissuferð, sagði Ólafur Ragnar...."
Ræða Ólafs Ragnars við þingsetninguna er með hreinum ólíkindum og er raunar óskiljanleg venjulegu fólki. Björn Bjarnson á þakkir skildar fyrir að greina höfuðatriðin í sinni samantekt.
Öll ræða Ólafs Ragnars snerist um áform um tvennar Alþingiskosningar kosningar fyrir endurkjör Ólafs Ragnars árið 2012.
Hreint galin áform.
4.10.2011 | 15:23
Ísland styður Sharíalög í Lýbíu
sem uppskeru árásar okkar á það ríki.
Í grein Ámunda flugstjóra í Mbl.í dag kemur fram að við höfum bæði hjálpað Bretum og Frökkum við að stela olíunni af Lýbíumönnum og fengið þeim innfæddu Sharíalög til að lifa eftir með öllu því sem þeim fylgir,- umskurn kvenna meðtalin.
Þetta hlýtur að vera ein merkasta arfleið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Vinstri Hreyfingarinnar-Græns Framboðs sem vert er að óska til dæmis Atla Gíslasyni sérstaklega til hamingju með.
Hvort skyldi hag alþýðu í Lýbíu vera háttað betur eða verr eftir þetta herhlaup Íslendinga suður þangað? Skyldi niðurstaðan verða aðeins sú að skipt verði um harðstjóra og Lýbíumönnum fenginn annar betur að sér í múslímaspeki en hófsmaðurinn Gaddafi?
Hvað kostar það Lýbíumenn að við Íslendingar skyldum koma þeim undir Sharíalög? Og geta ekki Bretar gefið Íslendingum afslátt á Icesave vegna borðliggjandi olíugróða þeirra?
Stoltir megum við vera Íslendingar af stuðningi okkar við Sharíalög.Er ekki við hæfi að við tökum þau upp sjálfir?
3.10.2011 | 13:56
Eitthvað rotið í ríki Ísraels
sýnist manni eftir lestur greinar ísraelska sagnfræðingsins Benny Morris um land sitt í Newsweek.
Ríkið sem stofnað var til á grundvelli jöfnuðar og stighækkandi teksjuskatts í anda hins snauða Ben Gurions býr núna við það að efsti tugur launþega aflar 31 % teknanna og 15 % Júðanna sjálfra og 20 % allra Ísraela, lifir undir fátæktarmörkum við flatan tekjuskatt í landinu. Neðstu 10 % afla 1.5 % af launatekjunum. Sungið er á samkundum Bibi)væntanlega Benjamin) á 3 íbúðir, þessvegna átt þú enga. Arabiski minnihlutinn í landinu telur sig æ meira hliðholla Arabönum í nágrannaríkjunum og vill skilgreininguna á Ísrael sem Júðaríki burt. Hátækniiðnaður Ísraela heldur þjóðfélaginu uppi og kostar völd hægrimanna,sem stuðla að frekara misrétti með styrkjum til landnemabyggða og strangtrúarhópa, sem leggja ekkert til samfélagsins .
Stöugur fólksflótti og spekileki er frá landinu af þeim betur settu og menntuðu. Strangtrúar-Júðar sem hvorki vinna né gegna herþjónustu eiga 8 börn á móti 3 venjulegra heimila og hafa áhrif þeirra á þinginu því vaxið úr hófi. Í Berlín(sic!) einni eru núna 10.000 brottfluttir Ísraelar sem borga þar 15.000 króna leikskólagjald á móti 140.000 í Ísrael. Benjamín Netanyahu er teiknaður í SS búningi með Hitlersskegg í egypsku blaði sem tákn um vaxandi andsemítiskar tilfinngar í mið-Austurlöndum.
Höfundur er ekki meira en svo viss um að Ísraelsríki eigi sér langa framtíð. Hluti af því sé Aröbunum sjálfum að kenna því Arafat neitaði tilboði Ísraela árið 2000 um að taka við 100 % af Gaza og 95 % af vesturbakkanum, vildi allt eða ekkert.
Hvaða áhrif hefur þetta á heiminn og Ísland?
Gætum við reynt að bjóða ungum og menntuðum Ísraelum landvist hér sem flóttamönnum? Reyna að troða upp í spekilekann sem við búum við og fylla flóttmannakvótana með slíku menntafólki í stað ómenntaðs og framandi fólks sem streymir hingað?
Upplausn Ísraelsríkis innanfrá kallar á meiri átök í Bandaríkjunum sem óneitanlega hafa haldið uppi tilveru Ísraelsríkis með fé og vopnavaldi um allan þess aldur fyrir áhrif Gyðinga.Þetta minnkar líka vonir manna um einhvern frið fyrir botni Miðjarðarhafs og þetta dregur úr mætti Ísraela þegar vaxandi hópur þegnanna neitar að þjóna Ísraelsher. Auðvitað sökkva öll lífskjör í þessum heimshluta ef hlutur ísraelskra bænda, hátækniiðnaðar og menntafólks færi minnkandi.
Það er eitthvað meira en lítið rotið í ríkinu Ísrael en maður hefur hugsanlega gert sér grein fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2011 | 18:05
Staðgreiðslu af lífeyrissjóðsgjöldum
má draga af öllum inngreiðslum í sjóðina sem greidd eru í landinu.
Lífeyrissjóðafurstarnir, sem ég ekki kaus, hafa ekki sýnt eigendunum lífeyrisins, mér, það, að þeir séu sérlega flinkir við að passa það sem þeim er trúað fyrir. Þeir eru hinsvegar ekki í vandræðum með að lækka lífeyririnn þegar spekúleringar þeirra hafa klikkað og skella þá skuldinni bara á einhverja aðra en sjálfa sig eins og til dæmis Lehman Brothers og Jón Ásgeir.
Þegar þeir hinsvegar tapa þá eru þeir að tapa peningum ríkisins líka, þar sem ríkið fær aldrei staðgreiðsluna af því sem þeir töpuðu. Í atvinnurekstri er það fangelsissök að stela skattskuldum eins og að skila ekki staðgreiðslu eða virðisaukaskatti. Hversvegna gildir annað um tap hjá lífeyrissjóðunum? Í Kópavogi voru menn sem engu stálu hinsvegar ákærðir fyrir að reyna að passa uppá að tapa ekki peningum lífeyrissjóðsins. Og eir sitja með málið yfir sér núna í tvö ár án þess að neitt sé gert. Er ekki allt eins, liðið Steingríms?
Hversu mikil vissa er fyrir því að Framtakssjóður græði á sínum fjárhættuspilaæfingum? Af hverju keypti Warren Buffet ekki N1 ef það var svona sniðugt?
Ef við færum þessa leið eru vandamál ríkissjóðs leyst og bið getum borgað bæði lögreglunni og spítölunum, jafnvel byggt nýju vitleysuna sem einhver ætlaði víst að borga með símapeningunum, og átt afgang.
Má ekki spyrja Pétur Blöndal að því, hvort ekki hægt sé að draga staðgreiðsluna af öllum iðgjöldunum í stað aðeins séreignariðgjöldunum?
1.10.2011 | 18:40
Framtakssjóður
er skrímsli þar sem sjálftökumenn á lífeyrissparnaði landsmanna í 16 lífeyrissjóðum búa til ósnertanlegan einnkaklúbb til að spekúlera með peninginn.Framtakssjóður Íslands á að spekúlera með minn lífeyri án þess að ég eða þú hafi neitt um það að segja.
Þessi sjóður hefur nú keypt ráðandi hlut í N1, sem var áður Olíufélagið hf, ESSO, þar sem ég var stoltur hluthafi. Ólafur í Samskip, þessi sem býr í Sviss, þar sem engin lög gilda um framsal glæpamanna, tók af mér hlutabréfið án þess að ég væri um það spurður. Síðan safnaði þetta félag í eigu Engeyjarættarinnar og undir stjórn "rekstrarmanns ársins" 63 milljörðum í skuldum og fór svo kirfilega á hausinn að það var hreint lögbrot að láta það starfa áfram en gefa það ekki upp til gjaldþrotaskipta.En svo var aldeilis ekki þar sem engin lög gilda yfir ríkisvædda bankana.
Í stað þess að láta lögmál markaðarins gilda er rekstrinum haldið áfram og nú með skyldusparnaði almennings undir forystu einhverra silkihúfna, sem enginn kaus. Svona í Evrópubandalagsstíl kommisara og pennaskafta. Hvers á Atlantsolía að gjalda? Eða Olís. Eða Skeljungshylkið sem Express-Pálmi skildi eftir sig þegar hann eyðilagði það góða og gamla félag sem nú er sagt komið í hendur strákanna og eiginkvenna þeirra með Húsasmiðjupeningana? Það á að nota mína peninga til að gera olíudreifingu í landinu enn óhagkvæmari í stað þess að einfalda dæmið og leysa N1 upp. Hversvegna hugsa þessir menn svona? Hver kaus þá til að fá þessa aðstöðu?
Hverskonar þjóðfélag er þetta grannt skoðað? Finnst engum neitt að því hvernig spilling Nómenklatúrunnar er látin óáreitt? Sér enginn neitt athugavert við samráð banka og sparisjóða við að kúga peninga af almenningi? Samstarfsnefnd oíufélaga þótti ekki nógu góð. En Samtök fjármálafyrirtækja eru í lagi? Ríkisvædd spilling?
Hvar er samkeppni bankanna? Eða birtist samkepnni lífeyrissjóða í Framtakssjóði?
1.10.2011 | 15:29
Forsetinn skeiðar út í móa
þegar hann fer að setja þinginu fyrir um hvað það eigi að fjalla í setningarræðu sinni. En öll ræðan snérist í rauninni um Stjórnarskrármál og hvaða áhrif tillögur stjórnlagaráðs hefðu á endurkjör hans eða framboðsgrundvöll annarra á sumri komanda. Algerlert ofmat á þýðingu einhverrar nýrrar Stjórnarskrár fyrir daglegt líf í landi verðbólgu, atvinnuleysis og landflótta. Ef atkvæðisréttur væri jafnaður er í raun ekkert að núverandi plaggi, sem kemur í veg fyrir að nota það lengi enn. Ein lítil viðbót frá Alþingi dygði til þess.
Að Alþingi eigi að fara að eyða öllum sínum tíma í að fjalla um torskilda túrbó-tillögu Thorvaldar Gylfasonar og meðreiðarsveina hans í stjórnlagaráði er út í hött við þær aðstæður sem við blasa. Verkefnið sem Ólafur Ragnar fjallaði um er svo miklu stærra og yfirgripsmeira en svo, að því verði lokið í einhverjum hvelli með öðrum málum fyrir næstu Forsetakosningar. Enda hugmyndir hans um mikilvægi embættis síns nú og í framtíðinni heldur ekki í hlutfalli við raunverleika þjóðarinnar.
Hefur ekki einmitt dr.Ólafur sannað það best sjálfur með embættisfærslu sinni, að Stjórnarskráin í núverandi mynd dugar okkur alveg og þess vegna liggi ekkert á að breyta henni í einhverju hastverki núna? Það eru svo margir mætir menn búnir að reyna að smíða nýja stjórnaskrár sem ævistarf án þess að hafa getað leyst það til fulls, að þessi fyrirliggjandi moðsuðugerð, sem snýr öllu á haus í stjórnskipuninni, fyrir utan að vera þversagnafull og illa grunduð í mörgum atriðum, á ekkert erindi til þess að taka upp tíma Alþingis frá viðblasandi vandamálum eins og atvinnuleysi, gjaldþrotum heimilanna og framtíð atvinnurekstrarins. Væntingar fólksins standa til allt annars af Alþingi Íslendinga.
Forði okkur hamingjan frá því að Alþingi fari að ræða þessa stjórnlagaráðshugarflugu Jóhönnu Sigurðardóttur sem stofnað var til í einu af hennar brelluköstum til að blekkja fólkið og afvegaleiða frá allsherjar vandamálum þjóðarinnar og getuleysi hennar sjálfrar til að leysa þau.
Megi Alþingi snúa sér að vandamálum samfélagsins en láti ekki Forsetann skeiða með sig út í málþófsmóa um stjórnarskrá og drepa þannig mikilvægustu málunum á dreif eina ferðina enn.
1.10.2011 | 14:44
Ekki brást Dorrit
væntingum mínum og gerði miklu meira en ég bjóst við í uppþotinu við þingsetninguna. Ég held að hún hafi gert mikið til að lægja öldurnar og vernda þingmennina. Raunar var líka sómi að Ólafi Forseta þegar hann fylgdi Dorrit og fór til fjöldans með henni.
Eggjakastarar sem dyljast í fjöldanum eru til skammar. Oftar en ekki með lambhúshettur til að dylja sig. Fólk ætti helst að rífa slíkan höfuðbúnað af svona liði þegar það skýst um fjölmennið eins og rottur eða óeinkennisklæddir lögreglumenn ættu að handjárna þá fyrir aftan bak. Svo má leysa þá og skrá þegar atburðuinn er afstaðinn. En hvað um það, skrílslæti eru tiil skammar og gera málstaðnum engan greiða enda gerendurnir líklega skoðanalaus lýður sem vill bara koma illu af stað og fá útrás fyrir sínar lægstu hvatir.
En ég var stoltur af Forsetafrú minni sem sýni að hún er kona í krapinu. Ekki brást hún Dorrit mér frekar en fyrri daginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2011 | 02:50
Afnám verðtryggingar
er það sem ég mun beita mér fyrir segir forsætisráðherran Jóhanna Sigurðardóttir.
En má ég spyrja svona á rönd? Hvernig verður fólki gert kleyft að spara?
Hvernig á fólk að fara að því að geyma aurana sína án þess að verðbólgan éti þá? Hvernig á fólkið að leggja fyrir til elliáranna?
Ég hélt alltaf að Jóhanna væri verndarengill þessa fólks sem ekki græðir á afskriftum og niðurfærslum? Hún hugsaði ekki bara um að þeir sem taka lán þurfi ekki að borga þau til baka? Hún myndi líka hugsa um það hvaðan lánsfé framtíðarinnar á að koma?
Hún myndi ekki hugsa bara um annan þáttinn, sem er afnám verðtryggingar á skuldir?
29.9.2011 | 23:03
Eigendavandamál Iceland Express
koma enn á ný upp þegar nýr forstjóri Iceland Express hættir eftir 10 daga starf vegna samskiptaörðugleika við stjórn félagsins.
Mönnum er í minni þegar Vilhjálmur Bjarnason afþakkaði flugmiða með þessu flugfélagi á grundvelli þess hver ætti það. Slík staðfesta er ekki öllum gefin og játa ég að ég hef flogið með félaginu þó ég deili oftar en ekki skoðunum með Vilhjálmi. Almenningur virðist líka fljúga með félaginu þrátt fyrir eigandann þó ég hafi nú einsett mér að fylgja héreftir fordæmi vinar míns Vilhjálms meðan núverandi eigandaástand varir hjá félaginu.
En flugrekstur er þess eðlis að það má ekki vera efi um siðferðisstigið að baki félaginu. Samviskusemi, heiðarleiki og reglufesta er alger forsenda þess að flugfélag starfi. Enginn má efast í hjarta sínu um að þessi atriði séu allstaðar fyrir hendi í rekstri og æðstu stjórn flugfélags.
Iceland Express er hinsvegar með eigandavandamál á bakinu sem hamlar trúverðugleika starfseminnar.Félaginu er nauðsynlegt að skipta um eiganda til þess að fólk geti litið það réttu auga sem því er bráðnauðsynlegt sem eini sameppnisaðilinn í stórflugi á markaðnum. Félagið verður að verða félag fólksins en vera laust við að vera þjakað af ferilmálum eiganda síns.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2011 | 14:37
Laugardagskvíðinn
þjakar Ólínu Þorvarðardóttur mikið þessa dagana.
Það er vissulega ekki gott að lögreglan skuli ekki geta verið viðstödd til að verja Ólínu og ríkisstjórnarliðið fyrir hugsanlegum fagnaðarlátum stuðningsmanna á Austurvelli.Margsannað er að svona fagnaðarsamkundur geta farið úr böndum og þeir sem hyllinnar njóta þurft að koma sér í skjól fyrir aðdáendum sínum.
Mörgum er i fersku minni þingsetningin í fyrra. Þá gekk frú Dorrit Mussajef hnarreist næst aðdáendahópnum úr kirkjunni að Alþingishúsinu, og deplaði ekki auga þó einhverjir götustrákar væru með ólæti. Menn sáu svo útundan sér einhvern lítinn kall skjótast í hnipri á bak við hina kirkjugestina og hverfa sem örskot innum bakdyr þinghússins og komast þannig hjá fagnaðarlátum stuðningsmanna sinna.Snarráðir menn eru allstaðar í uppáhaldi fyrir vaskleik sinn.
Ætti Ólína ekki bara að biðja hana frú Dorrit að leiða sig þessa erfiðu metra úr kirkjunni? Hinir vinsælustu geta bara tekið þetta á sprettinum bakvið yfir götuna í Alþingishúsið. Ef einhverjir stuðningsmenn nenna þá að mæta svona snemma á laugardegi. Þeir Sjálfstæðismenn sem eru á venjulegum laugardagsfundum í Kópavogi akkúrat á þessum tíma, geta auðvitað ekki komið til að klappa fyrir sínum mönnum. Þeir eeru hugsanlega ekki hrifnir af því að vera með þingsetninguna á þessum tíma en svo verður víst að vera.En stjórnarliðarnir í Kópavogi eru ekki með neina fundi á laugardögum og geta því mætt til að brjóta upp hversdagsleikann hjá sér.
Vonandi verður Ólína með hýrri há og laus úr þessum laugardagskvíða.Hvað er svo sem líka að óttast þegar ástmegir þjóðarinnar fara að bæna sig áður en þeir ganga til sinna vinsælu verka. Frú Dorrit og Herra Ólafur eru jú með þeim og þau heiðurshjónin eru sannarlega fólk fólksins sem það vill að verði áfram á Bessatöðum.
Engan laugadagskvíða Ólína, þú sem ert bæði fögur og fótfrá og kyndilberi hinna fjölmörgu kjósenda þinna.
27.9.2011 | 19:11
Hvað vill kaffibrúsakarlinn ?
hann Howard Schultz gera í ríkisfjármálum Bandaríkjanna? En stöðugt vaxandi vonbrigði eru með frammistöðu stjórnmálamanna í því landi. Orðin sem bandarískur almenningur notar gefa ekki neitt eftir þeim boðskap sem hér heyrist frá Íslendingum.
Hann Howard segir frá bréfi sem hann sendi nýlega út til 100 efstu stjórnenda stórfyrirtækja í Bandaríkjunum. Honum finnst hinir kjörnu leiðtogar úr báðum flokkum hafa brugðist í því að þjóna landinu. Þeir séu uppteknir af eiginhagsmunapoti og hrossakaupum en gleymi fólkinu. Hvað vill hann gera?
Jú, hann hvetur fyrirtækin til þess að hætta fjárstuðningi við stjórnmálaflokkana tvo og frambjóðendur þeirra þangað til að þeir sýni af sér ábyrgð og geri bragarbót. Þannig muni styrkveitendurnir skrúfa fyrir peningana sem hinir sói og spilli undir sviknum loforðum.
Gefum Howard orðið:
"Hvernig ég vil laga hlutina til:
Ég hef nýlega sannfært meira en 100 efstu stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins að skrifa undir tveggja þátta yfirlýsingu.
Í fyrsta lagi er það, að þeir muni ekki leggja pólitísk framlög í sjóðistjórnmálaflokkanna þeirra þar til að örugg, langtíma, og þverpólitísk áætlun um ríkisskuldir og tekjur og fjárhagslegt öryggi hefur verið gerð. Áætlun sem fjallar bæði réttindi og tekjur.
Í öðru lagi, þá skuldbindi þeir sig sjálfir til að halda áfram fjárfestingum til að fjölga störfum fyrir fólkið.
Hvers vegna vildi ég snúa mér til aðgerða? Vegna þess, eins og svo margir Bandaríkjamenn, að ég er fjúkandi vondur. Fjórum milljörðum dollara var varið í forsetakosningarnar 2008. Nú er áætlað að 5,5 milljörðum verði varið til forsetakosninganna 2012. Á meðan fólkið er atvinnulaust, efnahagsástandið heldur áfram að versna og ekkert er verið að gera í því í Washington.
Þetta er ekki lengur forystu-kreppa. Þetta er neyðarástand. Sá skortur á samvinnu og ábyrgðarleysi meðal kjörinna fulltrúa í dag, og það, að þeir hafa sett flokkshagsmuni framar hagsmunum fólksins, er hroðalegur og svívirðilegur. Hugsum okkur bara um hvað allir þessir kosningapeningar hefðu getað gert fyrir menntakerfið, fyrir félagsmálin sem stjórnmálamenn okkar mynda sig sífellt til að skera meira og meira niður?
Hugsum okkur bara um hvernig hagsmunapotið um smáatriði í sölum og göngum þingsins hefur verðfellt orðspor Ameríku um allan heim?
Þetta gæti vel verið verið sú forysta sem við hefðum mátt við að búast. En þetta er ekki forysta sem við eigum skilið.
Þetta var boðskapur minn í bréfinu og hann hefur snert taug. Ég hef heyrt frá mörg þúsund Bandaríkjamanna sem ég hef aldrei hitt, sem tjá mér stuðning og þakklæti. Skoðanabræður mínir í fyrirtækjunum hafa skuldbundið sig til að gera hvað við getum til að skapa fleiri störf, alveg án tillits til þess hvað er að eiga sér stað í Washington . Að minnsta kosti,getum við unnið þannig gegn skemmdunum sem drembnir leiðtogar okkar eru að gera þarna fyrir innan Beltway( í Washington).
Með öðrum orðum, við þurfum að hverfa á brautir trúnaðartrausts sem hverfa af brautum ótta-og öryggisleysis sem nú þjakar land okkar."
Þarna hafa menn það. Hann neitar að leyfa pólitíkusunum að komast lengur upp með lygar og svik og aðgerðaleysi og ábyrgðarleysi sem einkennt hefur ríkisrekstur Bandaríkjanna nú um langt árabil. Hann hótar einfaldlega aðl taka af þeim peningana sem þeir kúga af fyritækjunum. Öfugt við Ísland, þar sem ríkissjóður er látinn borga í auknum mæli starfsemi stjórnmáaflokka en hlutur einstaklinga og fyrirtækja rýrnar.Hverfur ekki hvatinn til að standa sig með þessu fyrirkomulagi? Illu heilli lét Sjálfstæðisflokkurinn draga sig inná þessar brautir af kommaflokkunum, sem ekki gátu aflað neins fjár útá stefnuskrár sínar eða afrek. Sjálfstæðisflokkinn studdu flokksmenn fjárhagslega í gegnum styrktarmannakerfið og flokksmenn beittu áhrifum sínum til að láta fyrirtækin auglýsa og styrkja flokkinn.
Howard vill hætta að borga fyrir svikna vöru í bandarískum stjórnmálum. Halda stjórnmálamönnum til ábyrgðar og orðheldni með því að borga ekki fyrir svik eða stefnuleysi.
Hvaða augum skyldi hann líta á Steingrím J. Sigfússon? Leiðtoga stjórnmálaflokks sem hefur svikið hvert einasta kosningaloforð sem hann hefur nokkru snni gefið sjálfur eða sem flokkur? Eða Jóhönnu Sigurðardóttir, sem virðist ekki sjá hvað er að gerast í kringum hana. Stjórnmálamenn sem ekki skynja neyð fólksins og virðast undrast það mest að fólkið skuli ekki bara borða kökur ef það vantar brauð?
Howard þessi er forstjóri stærsta kaffibrúsa þeirra vestanhafs, Starbucks. Greinilega kaffibrúsakall í krapinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 3420770
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko