10.5.2011 | 07:14
Yfirvofandi læknaskortur
er fyrirsögn á leiðara Baugstíðinda í dag.
Ritsjórinn er þekktur fyrir djújpt innsæi í flestum lutum, sér í lagi þegar kemur að alþjóðavæðingu landsins og þáttöku í Evrópusamstarfi og niðurfellingu landamæra okkar.
Ritsjórinn kemst að þeirri niðurstöðu að laun lækna hjá okkur séu svo lág að læknar vilji heldur vinna erlendis 2 mánuði en hér í tíu mánuði. Við borgum þeim svo lítið. Nýlega var stór auglýsing í blaðinu hans þar sem íslesnka ríkið auglýsir eftir nemum í læknisfræði við Háskóla Íslands. Það nám er ókeypis fyrir nemendur. Ekki veltir ritstjórinn því fyrir sér vort samhengi sé þarna á milli. Bara borga meira er hans tillaga.
Á spítölum landsins talar stór hluti starfsfólk ekki íslensku. Gangastúlkur,sjúkraliðar osfrv. Allt nema læknar. Þeir verða að tala íslensku. Jafnvel þó sjúklingarnir flestir verði að kunna ensku til að geta talað við starfsfólkið.
Ég spyr mig hvort ekki séu til kínverskir læknar sem tala ensku sem finnast kjör lækna á Íslandi ekki himinhá og starfsaðstaða svo góð, að eftirsóknarverð sé? Yrði þeirra lækniskúnst óbrúkleg hérlendis? Hver á að dæma um það? Læknafélagið?
Hvað er í veginum með að fá erlenda lækna til landsins fremur en aðra vinnumenn þegar þarf að byggja virkjun? Verður sú þjóð sem ekki hefur ráð á því besta verður að sætta sig við eitthvað minna?
Hver ber ábyrgðina ef á að bregðast við yfirvofandi læknaskorti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2011 | 21:59
Einræðisbrölt Jóhönnu
Sigurðardóttur er orðið næsta broslegt. Það er eins og blessuð konan haldi að hún sé einskonar Sólon Íslands, sem hafi það hlutverk að færa henni nýja og breytta stjórnsýslu á öllum sviðum. Fólk horfir með forundran á brölt hennar við að gerbylta Stjórnarráði Íslands og ráðherraskipan. Hún virðist halda að þessar breytingar sem hún ætlar að berja í gegn af sinni venjulegu frekju og ósvífni, muni standa um aldir og ævi. Auðvitað verður þessu öllu snarlega rúllað til baka þegar hún hefur horfið úr ráðuneytinu og sandkassaleikurinn hættir.
Enn eitt skrípamálið er upp komið hjá Jóhönnu blessaðri. Hún stendur í skammabréfasendingum og skætingi við Forsetann sem skiljanlega er ekkert á því að falla fram og tilbiðja hana og dynti hennar um breytingar á stjórnarskrá lýðveldsisins. Forsetinn er auðvitað kjörinn með miklu víðara umboði heldur en hún og hefur auðvitað bein samskipti við Alþingi og svo þjóðina samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins. Það er auðvitað gróf móðgun við Forsetann, að svona tímabundinn forsætisráðherra sé að gera sig breiðan við þjóðkjörinn Forseta lýðveldisins.
Við stuðningsmenn Forsetans treystum Ólafi Ragnari alveg til þess að láta ekki bukka sig af svona ósvífni og einræðisbrölti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2011 | 09:32
Gersamleg blinda
þeirra Stengríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur birtist mönnum sem lesa grein þeirra í Fréttablaðinu í dag. Þar lýsa þau því hvernig þau ætla að láta nýlegu kjarasamningana leiða þjóðina áfram til nýrra tíma undir þeirra forsæti. Og hverjar eeru stuðningsaðgerðirnar?
Úr gjaldþrota ríkissjóði ætla þau að ausa milljörðum til að bjarga landi og lýð, og skapa störf og úrræði fyrir fjölda fólks. Það sem þau segja ekki í greininni er hvaðan þetta fé á allt að koma. Ekki einu orði er vikið að aukinni verðmætasköpun sem hlýtur að vera forsendan. Á vegum ríkisins skal hinsvegar fjölga úrræðum fyrir óhamingjusama.
Það vitum við öll að olíulind þeirra Jóhönnu og Steigríms er að finna í vösum skattgreiðenda. Annarra leiða kunna þau ekki að leita þegar kemur að þvi að framkvæma hugsjónir Jóhönnu um félagslega jólapakka. En það hafa verið hennar einu pólitísku baráttumál alla hennar tíð, að hún geti verið í hlutverki jólasveinsins sem gefur hennar uppáhaldsfólki pakkana í fallegu umbúðunum. Þó svo oftar en ekki hafi svo aðeins verið verðbólguloft í pökkunum þegar upp hefur verið staðið.
Líklega eiga fáir stjórnmálamenn að baki eins lítilvægan þjóðmálaferil að baki og einmitt Jóhanna Sigurðardóttir þrátt fyrir að hafa verið þrjátíu ár á þingi. Því allar sögur um hana hníga að því einu, að hún hafi aldrei látið sig nein önnur mál varða heldur en sitt þrönga áhugasvið á sviði góðgerða með opinberu skattfé.
Fátt hefur í seinni tíð opinberað úrræðaleysi og blindu þessara skötuhjúa heldur en þessi ritsmíð þeirra. Þau bókstaflega sjá ekki út fyrir hring eigin sjálfsánægju og valdasælu, sjá ekki vandamál þjóðfélagsins sem allstaðar blasa við. Þeirra eigin dýrð skiptir þau öllu máli, ekki hvort þau séu að duga í starfi sínu. En um það eru landsmenn orðnir sammála samkvæmt könnunum að svo sé hvergi nærri.
Því ef þau eru þau hin best sjáandi af stjórnarliðinu, hvernig er þá blinda hinna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2011 | 09:06
Geir Haarde ákærður !
fyrir að hafa bjargað landinu við bankahrunið. Maðurinn sem kom í veg fyrir að glæpamönnunum í bönkunum tækist áætlun sín um að ná til sín gjaldeyrisforða landsins og draga Ísland með sér niður í hrunið.
Nokkrir Alþingismenn og lítilmenni stóðust ekki freistinguna til að koma höggi á pólitískan ofjarl sinn með því að samþykkja að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm með hætti sem minnir á réttarhöldin í Moskvu 1936 sem íslenskir andans menn og kommúnistar fóru að skoða og héldu ekki vatni af hrifningu yfir. En í þeim losaði Stalín sig við andstæðinga sína hvað sem þjóðarhag leið. Andlegir arftakar þessa böðuls eru enn við góða heilsu á okkar landi og er vert að halda til haga nöfnum þeirra krata og kommúnista sem úrslitum réðu í þessu máli á Alþingi Íslendinga.
Það er auðvitað nokkur vorkunn í málinu, að í kjölfar hrunsins völdust á Alþingi Íslendinga margt fólk sem er til muna lélegra að allri gerð en við eigum að venjast af Alþingismönnum. Það þing sem nú situr er til muna verra að manngæðum en nokkru sinni hefur setið.
Hvað sem því líður er mikilvægt að við stuðningsmenn Geirs H. Haarde gleymum honum og hans raunum ekki heldur sýnum honum þann hlýhug og stuðning sem við megum. Og jafnframt skulum við vera óvinum hans eins grimmir og við framast megum.
Ákæran á hendur Geir H. Haarde er þjóðarsvívirðing sem við skulum aldrei gleyma.
6.5.2011 | 17:25
Af hverju veiðum við ekki ?
fiskinn sem veður uppi allstaðar? Er það af því að LÍÚ skammtar kvótann til að halda uppi okurverði á honum>?
Hafa þeir ráð á að styggja þjóðina með fíflaskap um þessar mundir ? Cætum við ekki farið að hlusta pólitískt á Jón Kristjánsson frekar en Hafró?
Af hverju veiðum við ekki þegar fiskurinn nærri hoppar sjálfur um borð?
6.5.2011 | 08:23
Hátíð heimskunnar
er innsigluð með brosleitum forystumönnum á vinnumarkaði. Hundraðþúsund kall í landinu hefur fengið fyrirheit um einhverjar sporslur í framtíðinni ef,ef...
"»1. Kaupmáttur launa hafi aukist á tímabilinu desember 2010 - desember 2011 og á tímabilinu desember 2011 - desember 2012 samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands.
2. Verðlag haldist stöðugt á samningstímanum og að verðbólga verði innan við 2,5% í desember 2012 m.v. sl. 12 mánuði.
3. Að gengi krónunnar styrkist marktækt frá gildistöku samningsins til loka árs 2011 og að gengisvísitala íslensku krónunnar verði innan við gildið 190 í desember 2012, miðað við meðalgengi Seðlabanka Íslands (þröng viðskiptavog).
4. Að stjórnvöld hafi staðið við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu-, og félagsmálum, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamning þennan.«"
Miklir mnn erum vér Hrólfur minn. Forsætisráðherrann kemur fram og lýgur því blákalt að Hagstofan hafi reiknað það út fyrir hana að allt þetta gangi upp.
Auðvitað getur enginn reiknað út hvað þetta kostar í vitleysu. En Gilli og Villi hafa unnið fyrir sínum kauphækkunum, Guðmundur í Rafiðn getur hætt eftir að hafa fengið að hóta allsherjarverkfalli.
Almenningur veit að það er verið að hafa hann að fífli rétt eina ferðina enn. Allt þetta hverfur í verðbólgunni og vitleysunni. Og framgangur hennar er tryggður með áframhaldandi setu jafnvitlausustu ríkisstjórnar sem hér hefur setið og hafa þær samt ekki allar stigið í vitið.
Höldum hátíð heimskunnar hátt á loft!
5.5.2011 | 08:07
Kauphækkunarstefnan
hefur unnið sigur. Hagfræðingarnir Gilli og Villi ættu nú að geta fengið bónus fyrir að hafa leitt kauphækkunarsamninga til lykta. Stórkostlegur sigur Alþýðunnar á kapítalismanum. 34 % hækkun á lægstu taxtana. Milltekjuhóparnir fá 4.25 % og 50 þúsund kall í vasann 1.júní. Og svo 3,5 % eftir 8 mánuði og 3.25 % í febrúar 2013. Þvílíkir snillingar eru ekki þessir menn. Hundrað þúsund manns fá svona "kjarabætur"Húrra!Ekkert allsherjarverkfall. Fram þjáðir menn í þúsund löndum...!
Orkuveitan hækkaði heitavatnið 8 % á dögunum, ofan á nýlegar stórhækkanir, og kostar tonnið núna 80 % meira en tonnið á Seltjarnarnesi og 40 % meira en í Mosfellsbæ. Nú er auðveldara að skýra verðhækkanir í ljósi tilskostnaðarauka vegna launa. Framleiðslukostnaður hækkaði til dæmis um 6.7 % í Evrópusambandinu.Við verðum að halda taktinum. Villarnir og Gillarnir í Brüssel verða ekki í vandræðum með það.
Atvinnuleiðin verður ekki farin meðan þessi ríkisstjórn situr ef marka má umræðuna. Hún situr hinsvegar áfram óáreitt. Þingið að fara í sumarfrí sem er í sjálfu sér ágætt eftir Icesave rassskellinn. Allt verður slétt og fellt og við gleymum afrekum þingmannanna í sumardýrðinni og tökum þá í sátt.
Allt verður í keyinu nema kannski hagvöxturinn, sem á að borga þetta allt. Hann mætir ekki þetta árið öðruvísi en að Norðmenn halda áfram að bjarga okkur með atvinnuleysisbæturnar. Væri ekki við hæfi að taka hamar og sigð upp í skjaldarmerki Seðlabankans og kannski líka setja í eitt horn þjóðfánans til þess að heimurinn átti sig betur á staðfestu og styrk þjóðarinnar.
Til hamingju íslenska þjóð. Búin að opna Hörpu og mörg hundruð iðnaðarmenn eru nú reiðubúnir til að takast á við ný verkefni,hérlendis eða erlendis.
Er nokkuð að þegar kauphækkanirnar eru nú í höfn?
4.5.2011 | 11:26
Vaxtalækkunardellan
ríður húsum í þjóðarsálinni. Allar hugleiðingar hennar snúast um það að fá lán án þess að þurfa að borga til baka. Fyrirtæki og einstaklingar syngja þennan söng sýknt og heilagt og stjórnmálamenn krunka undir að atvinnulífið þoli ekki þessa vexti og ausa svoleiðis bulli yfir mann á öllum rásum.
Sveinn B. Valfells vinur minn orðaði vaxtakenningu sína svo: "Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga." Þetta er auðvitað sannleikurinn um vexti eins og annað. Framboð og eftirspurn á að ráða verði. Ekki einhver kommúnisti í Seðlabankanum.
Það á ekki að vorkenna fífli sem tekur lán og vælir svo yfir vöxtunum. Hinsvegar má ekki leyna lántakanda hlutfalli vaxta og afborgana af höfuðstól láns. Svo hefur verið gert hérlendis samkvæmt því sem fram kemur í ágætri grein sexmenninga í Mbl. í dag. Samkvæmt henni er líklegt að ákvörðun Steingríms J, sem svo var staðfest af Hæstarétti, um að vextir af ólögmætum gengistryggðum lánum bankanna skuli vera lægstu óverðtryggðir vextir, standist ekki EFTA reglur. En sexmenningarnir segja:
"Lánveitingar til neytenda heyra undir lög um neytendalán nr. 121/1994, sem sett voru til innleiðingar tilskipunar 87/102/EB um upplýsingaskyldu lánveitenda neytendalána. Í Hrd. 604/2010 reyndi í fyrsta sinn á ákvæði 14. gr. neytendalánalaga en í henni segir: »Nú eru vextir eða annar lántökukostnaður ekki tilgreindir í lánssamningi og er lánveitanda þá eigi heimilt að krefja neytanda um greiðslu þeirra."
Og ennfremur:
"Telja verður að með dómum Hæstaréttar í málum nr. 471/2010 og 604/2010 um vexti gengislána hafi verið brotið gegn réttindum lántakenda, sé tekið mið af markmiðum tilskipana Evrópusambandsins og dómaframkvæmd Evrópudómstólsins, og þar með fyrsta skilyrði skaðabótaskyldu uppfyllt."
Ef til vill eiga menn því að borga höfuðstól gengistryggðu lánanna aðeins og enga vexti. How now brown cow?
En þegar Íslendingar hafa uppi vaxtasíbyljuna sína, þá geyma þeir því alltaf að eigi einhver að geta fengið lán, þá verður einhver annar að hafa lagt til hliðar. Enginn leggur til hliðar eigi umsvifalaust að ræna hann sparnaðinum eins og Steingrímur J. er búinn að koma málum fyrir í bönkunum sínum. Menn spara aðeins ef þeir hafa hag af því. Þá spara menn við sig sjálfa. Annars eyða þeir eða fjárfesta fyrir sjálfa sig í steinsteypu sem er jafngildi þess að grafa gull í jörð og bíða eftir að verð þess hækki. Það getur ekki örvað efnahagslífið fremur en að hækka skattana eins og Steingrímur gerir og neyðir hagkerfið undir jörðina. Kommúnistar skilja ekki hagfræði hagsýnu húsmóðurinnar og því eru þeir ávallt ófærir til að stjórna nokkrum sköpuðum hlut nema leynilögreglu og Gúlögum.
Vaxtalækkunardellan á lánum hlýtur að tengjast kröfum um vaxtahækkun sparenda. Allt annað er fíflarí.
3.5.2011 | 21:39
Lýkur kreppunni?
í bráð?
Ég held að svo sé ekki. Við göngum núna á flötum botni þar sem ekkert sést framundan. Ráðleysið magnast dag frá degi við norður-kóreskt ástand í efnahagsmálum. Bréf Seðlabankans til Samherja vegna smáúttektar af gjaldeyrisreikningi sannfærði mig um að okkur er ekki viðbjargandi um langa hríð enn.
Ég er sannfærður um að kreppunni léttir ekki fyrr en fjármagnsflutningar verða aftur frjálsir. Það er fyrsta skrefið að aflétta gjaldeyrishöftunum í einu vettvangi. Gengið hrynur ofan í aflandsgengi á stundinni og vextir verða að hækka. Gjaldeyrissjóðurinn ætti að þola þetta. Þegar kippurinn er liðinn hjá og verðbólguskotið sem kemur gengur til baka, er fyrst hægt að fara að líta til lofts. Hinsvegar endurheimta Íslendingar ekki nærri strax traust umheimsins. Vestræn þjóð sem getur kosið sér kommúnistastjórn í efnahags-og skattamálum er ekki fýsilegur bandamáður eða traust langtímahöfn fyrir erlent fé. Myndi einhver ykkar vilja koma sínu sparifé fyrir á Kúbu eða í Norður-Kóreu?
Hver dagur sem líður í þessu limbói er bara framlenging á þjáningunni. Hér gerist ekkert. Skattarnir hækka, atvinnan minnkar, fjárfesting hverfur, landflóttinn eykst. Í stað þess að auglýsa eftir nýlæknanemum ætti Háskólinn frekar að loka læknadeildinni tímabundið. Er einhver þörf fyrir þjóð sem getur ekki rekið spítala að mennta lækna sem eiga engan annan kost en að fara erlendis til að fá mannsæmandi vinnu? Og sama gildir um fleiri deildir. Háskólar eru um þessar mundir bara dulbúningur utan um atvinnuleysi og því þörf á að draga starfsemina saman frekar en hitt.
Nú hótar ASÍ allsherjarverkfalli og er það vissulega gleðiefni. Vonandi tekst að koma því á og megi það þá vara lengi þannig að þjóðin noti nú tækifærið og læri eitthvað um alvöru lífsins. Ef hún þá getur eitthvað lært. Verða þiggjendur atvinnuleysisbóta þá skyndilega hátekjumenn og með þeim best settu í verkfallinu?
Kreppunni er ekki að ljúka heldur er hún að dýpka hjá öllum almenningi. Hinar nýju stéttir skilanefnda og sjálftökuliðs hafa það ágætt og geta mælst sem hagvöxtur. En hinir atvinnulausu og landflóttafólkið segja aðra sögu. Ríkisstjórnin er búin að tryggja sér slímsetu út þetta ár og framhald sovéthagfræðinnar.
Vonandi verður samt veðrið sæmilegt í sumar svo fólk geti gleymt sér af og til frá kreppunni sem því miður er ekki á förum.
1.5.2011 | 12:46
1.maí
er haldinn hátíðlegur um víða veröld í dag.Dagurinn á rætur sínar að rekja til baráttu verkamanna fyrir takmörkun taumlauss vinnutíma í Chicago á níunda áratug nítjándu aldar. Barátta sem kostaði miklar blóðsúthellingar og skapaði dýrlinga sem enn eru heiðri haldnir.
Einn þeirra var Joe Hill. Svíi sem var í forystusveitum verkamanna á þessum tíma. Var trúbadúr sem söng sig inn í hjörtu félagsmanna sinna. Hann var tekinn höndum 1914 í tengslum við skotbardaga. Fundinn sekur um víg og tekinn af lífi 1914.
Erfðaskrá sína eftir dauðadóminn setti hann í ljóð svofellt:
"My will is easy to decide,
For there is nothing to divide.
My kin don't need to fuss and moan,
"Moss does not cling to a rolling stone."
My body? Oh, if I could choose
I would to ashes it reduce,
And let the merry breezes blow,
My dust to where some flowers grow.
Perhaps some fading flower then
Would come to life and bloom again.
This is my Last and final Will.
Good Luck to All of you,
Joe Hill"
Minning brautryðjenda er í hávegum höfð og Joe Hill öðlaðist sinn sess í sögunni og margir telja hann píslarvott.
Vökulögin íslensku gengu út á sömu ráðstafanir og menn voru að krefjast á Haymarket í Chicago þar sem uppruni dagsins er. Sem betur fer hefur mikið áunnist í því að efla virðingu fólks fyrir verkafólki og aðbúnaði þess. Hér á Íslandi þekki ég mig ekki á vinnustöðum nútímans og vinnustöðum þeim sem maður þekkti í æsku. Og voru þeir þó hátíð hjá því sem var á tímum stóru kreppunnar, þegar menn voru klæðlitlir að grafa skurði í vetrarveðri í atvinnubótavinnu austur í Flóa. Sem betur fer er slík villimennska ekki í boði lengur þó mörgum finnist öfgarnar í hina áttina séu ærnar orðnar.
En hvað er að gerast í dag? Þetta er kröfudagur um framfarir og bætt lífskjör. Í Chicago stóð auðvaldið gagnvart fátækum verkamönnum.Sovétríkin komu og fóru án þess að færa það sem menn þráðu. Í dag er mannvirðing komin á hærri stig þó stutt sé allstaðar niður á villimennskuna.
Opinberum starfsmönnum hefur stórfjölgað hjá okkur og kjör þeirra orðin meira en sambærileg við það besta annarsstaðar. Svo hverja eru krefjendur að krefja? Verðum við ekki að líta svo á að fólkið sé fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfs síns? Taka sameiginlega á til að allir búi við betri aðbúnað í framtíðinni?
Tímar feitra auðjöfra sem beita öllum brögðum til að traðka á verkafólki er löngu liðinn. Kjör alls almennings hafa batnað ótrúlega síðan á kreppuárunum og þar fyrir. En baráttuandanum er haldið lifandi. Nú er öskrað á Austurvelli gegn auðvaldinu sem er búið að ganga fram af þolinmæði ræðumanns. Hótað er styrjöld í þjóðfélaginu ef ekki verði látið undan. Einskonar minning um baráttu í blóðbaðinu á Haymarket í Chicago.
Allir óska þess að hagur allra megi batna í framtíðinni. En boðað allsherjarverkfall af Austurvelli mun engin áhrif hafa í þá átt. Það er aðeins vinnan sem getur gert það.
Bardagar búa yfirleitt til fátt annað en dauðar hetjur eða dýrlinga eins og Joe Hill.Gleðilegan 1.maí!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2011 | 08:11
Hver gísl?
og hveer ekki?
Sjávarútvegurinn framleiðir 200 milljarða útflutningverðmæti með núverandi handhöfum kvótans.
Vinstri menn telja þá núverandi handhafa óæskilega. Þeir vilja setja sér þóknanlegra fólk sem kvótaeigendur. Ekki breyta kvótakerfinu heldur endurúthluta.
Hvaða útflutningverðmæti skapa þeir Gylfi, Guðmundur og Aðalsteinn sem réttlæta það að neita að ræða framtíðarhagsmuni sjávarútvegsins áður en boðað er allsherjarverkfall? Hvaða nauðsyn ber nú til endurúthlutunar akkúrat núna áður en samið er um næsta verðbólgustig í svonefndum "kjarasamningum"?
Við erum búin að berjast um kvótann í áratugi.Við erum stödd hér. Við teljum mörg að við verðum að finna einhverja sáttaleið án þess að kollvarpa arðseminni. Var ekki starfandi sáttanefnd sem menn bundu vonir við?
Er allsherjarverkfall núna líklegt til að auka hag þjóðarinnar? Er allsherjarverkfall gíslataka? Eða er LÍÚ að taka gísla? Hverskonar sandkassaumræða fer hér ekki fram?
Aðstæður hvers einstaklings breytast stöðugt.Aðstæður í stjórnmálum breytast stöðugt.
Hver er ekki gísl?
29.4.2011 | 07:42
Heilbrigði innflytjenda
er mál sem er í vindinum eftir að Schengen tók gildi. Hingað flæðir óheftur straumur af allskyns fólki frá svæðum þar sem heilbrigðiseftirlit er allt með öðrum brag en við kjósum hér.
Árlega deyja til dæmis nærri tvær milljónir manna úr berklum.Þann vágest þekktum við Íslendingar vel hér áður. Fólk getur komið hingað með þennan sjúkdóm. Ef við beittum einhverju eftirliti með fólki þá gætum við betur fylgst með áhættuþáttum. Nú eru komin berklapróf sem taka 100 mínútur og greina meira að segja einnig hvort bakterían er lyfjaþolið afbrigði. Hvað með AIDS? Varðar okkur ekkert um hver gesta okkar hefur þann sjúkdóm? Bandaríkjamenn til dæmis spyrja alla útlendinga heilbrigðisspurninga.
Við höfum sett vegabréfaskyldu á Íslendinga sem fara til útlanda. Við verðum að sýna passa. Af hverju þurfa útlendingar sem hingað koma ekki passa? Af hverju krefjast Bretar passa? Og nú þeir Sarkozy og Berlusconi?
Varðar okkur ekki neitt um heilbrigði útlendinga sem hingað koma?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko