Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.12.2021 | 12:52
Willum fer vel af stað
og virðist ætla að nálgast slökun ofan frá en ekki gusast upp.
Núgildandi aðgerðir áttu að renna út á morgun. Reglugerðin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem skilaði af sér minnisblaði um helgina.
En þótt aðgerðir verði óbreyttar næstu tvær vikur virtist Willum hóflega bjartsýnn á framhaldið og viðurkenndi að hann hefði mátað allskonar breytingar á reglugerðinni. Þegar allt hefði komið til alls hefði hann ekki haft vísindin á bakvið slíkar ákvarðanir.
Hann útilokaði ekki að breytingar yrðu gerðar á reglugerðinni fyrr og sagði þar skipta máli ef það kæmu fram gögn sem sýndu að omíkron-afbrigðið væri ekki jafn skætt og upphaflega var óttast. "
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, hefur sagt að fyrstu gögn bendi til þess að veikindin af völdum omíkron séu ekki alvarleg og í sama streng er tekið í nýju minnisblaði norska sóttvarnayfirvalda.
Hann sagði ólík sjónarmið innan ríkisstjórnarinnar um hversu hratt ætti að slaka á takmörkunum. Það hefði verið skoðað að hafa opnunartíma skemmtistaða klukkutíma lengur og færa fjöldatakmörk úr 50 í 100 en það er ekki gott að taka ákvarðanir af því bara.
50 manns mega koma saman með þeirri undantekningu að ef fólk fer í hraðpróf mega 500 vera í sama rýminu. Þá er eins metra regla í gildi og grímuskylda þar sem ekki er unnt að verða við henni.
Fjöldatakmörkun, nálægðarmörk og grímuskylda eiga ekki við um börn sem fædd eru 2016 eða síðar. Veitingastöðum og öldurhúsum er gert að loka á ákveðnum tima og fjöldatakmarkanir eru í gildi í sundlaugum, skíðasvæðum og líkamsræktarstöðvum".
Slaka hægt og vera frekar á eftir en undan. Mér sýnist Willum skilja þetta vel.
5.12.2021 | 18:33
Búrfell var ekki mistök
þegar við réðumst í þær framkvæmdir og álverið.
Nú er opinbert fé notað í stórum stíl til að berjast á móti virkjun fallvatnanna á þeirri forsendu að taka megi orkuna af stóriðjunni og afhenda hana heimilunum og þá þurfi ekki fleiri virkjanir og vernda þurfi eitthvað túristaútsýni.
Allskyns félagsvísindatröll og spekingar hlaupa um velli og boða þessa trú og byggja allt á því að hamfarahlýnun loftslags sé í gangi sem engin sönnun er fyrir. Það virðist engin meðábyrgðartilfinning mannkyns í gangi meðal okkar Íslendinga að betra sé að framleiða ál á Íslandi með fallvatni en með kolum í Kína.Þess vegna beri okkur alveg eins skylda til að virkja græna orku fyrir mannkynið í stað þess að styðja við notkun mengandi orku í Kína eins og að takmarka útblástur á CO2 sem framlag til mannskynsins eins og notað er sem rök fyrir skattlagningu hérlendis. Vill enginn sjá samhengi þarna á milli?
Búrfell og álverið í Straumsvík voru ekki mistök heldur er orðin bráðanauðsyn að endurvekja þá hugsun og hætta að hlusta á virkjanaféndur eins og Ómar Ragnarsson og Hjörleif Guttormsson og fara að hugsa um eitthvað vitrænt til að framleiða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2021 | 20:37
Kínverjar brenna 55 % allra kola heimsins
halda menn að það sé að verða búið?
Þeir auka stöðugt innflutning á olíu, gasi og kolum.
Þeir eru mörgum sinnum fleiri en allir Vesturlandabúar. 15 milljarðar.
Allur áliðnaður Íslands væri hættur og við komnir á hausinn ef ekki Kínverjarnir keyrðu verðin svona upp.
Katrín Jakobsdóttir ræður bara ekkert við þá því þeir brenna svo miklu af heildinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2021 | 16:28
Heimastjórn, fullveldi og sjálfstæði og menningararfur
Vilhjálmur Bjarnason, hann Villi Bjarna eins og sem þjóðin þekkir hann,hefur það fram yfir okkur marga blekbullara sem viljum láta ljós okkar skína, að geta staðið fótum í bókmenntum jafnt sem hagfræði.
Villi skrifar á föstudag gott yfirlit yfir kafla úr menningarsögu okkar og rekur á skemmtilegan hátt hvernig sérviska okkar fléttast saman við málefni líðandi stundar.
Hann tæpir þar á gjaldmiðlinum okkar og spyr hvort við þurfum að skipta.
Ég hef ekki komið auga á það hvernig við Íslendingar gætum framkvæmt slíkt með svo marga Seðlabanka starfandi í landinu. Félag Flugumferðarstjóra, Hjúkrunarfræðinga, Náttúrfræðinga, Eflingu og 200 félaga röð sem öll eru með stöðvunarvald og gíslatökuheimildir. Hver horfir á hinn og býður upp á höfrungahlaup vegna leiðréttinga sem gera þurfi á taxtamálum.
Menn horfa á Þýzkaland og spyrja sig af hverju þeir fari ekki í verkföll og hækki kaupið í stað þess að dragnast með stöðugt verðlag og hófsemi í hækkunum? Hvað valdi því að þeir geti flutt út lúxusbíla og allan andskotann þegar enginn geti neitt nema emjað?
Tekið við milljón kalli af flóttamönnum og komið þeim fyrir á sósíalnum eins og að við myndum gleypa tvær tugþúsundir flóttamanna og kyngt þeim?
Látið okkur hafa það?
En Villi skrifar betur en ég get gert:
Heimastjórn, fullveldi og sjálfstæði og menningararfur
Aldrei er of mikið rætt um fullveldi og sjálfstæði þjóðar. Það er heldur of mikið talað um andlag þessara hugtaka, það er þjóðina, sem nýtur fullveldis og sjálfstæðis. Það er jafnvel erfitt að skilgreina þjóð.
Hefur þjóð eitthvað með sameiginlegan uppruna að gera? Verður þjóð skilgreind með erfðagreiningu?
Á að skilgreina þjóð eftir sameiginlegum hagsmunum? Eru þeir sem eiga fiskveiðiheimildir og þeir sem ekki eiga fiskveiðiheimildir tvær þjóðir? Er þjóð eitthvert safn af fólki, sem hefur sameiginlega tungu?
Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. (Snorri Hjartarson)
Sá er þetta ritar vandist við það í æsku, við lestur Íslandssögu, að Ísland og íslensk tunga hefðu aðeins átt óvin af einum uppruna, það voru Danir og dönsk tunga. Næsta ógn sem kom til sögunnar var útvarpsstöð varnarliðsins með ensku og 1958 birtist einn óvinur enn, það voru Bretar og breskir veiðiþjófar.
Reyndar var það um aldir að Íslendingurinn þoldi vel hvers kyns köpuryrði, nema ef til vill að hann væri talinn danskur.
Laugi í Silfurtunglinu, nóbelsskáld og verðandi stórmeistari
Hann Laugi í Silfurtunglinu sagði eitt sinn: Við Íslendingar erum lítil og fátæk þjóð, og allir útlendingar halda að við séum skrælingjar, og þessvegna hef ég sagt: ef við getum einhverja ögn af einhverju tagi, alveg sama hve lítið það er, þá eigum við að vera það í augum als heimsins. Þannig þótti lýðveldinu gott að sýna Evrópu eldgos í Heklu á fyrstu árum þess.
Þess vegna hefur sá er þetta ritar velt upp því álitamáli hvort Ísland og íslensk þjóð hafi fyrst orðið frjáls og fullvalda um áramótin 1955 og 1956, en þá hafði Halldór Kiljan Laxness hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels og Friðrik Ólafsson teflt til sigurs á skákmóti í Hastings, en í orrustunni við Hastings bar Vilhjálmur hertogi af Normandi sigurorð af Haraldi Góðvinssyni konungi Engilsaxa árið 1066. Vilhjálmur sigurvegari og Friðrik gerðu jafntefli.
Nóbelsskáld og verðandi stórmeistari gerðu Ísland að þjóð meðal þjóða.
Afkoma þjóðar
Það er merkilegt að lesa sér til um stjórnarfar á heimastjórnarárum, í aðdraganda fullveldis. Öll stjórnmálabarátta einkenndist af afstöðu til Dana. Þeir voru mestir sem höfðu afdráttarlausasta afstöðu til Dana og danska konungsins. Enda fór það svo að Kristján X konungur var orðinn hundleiður á Íslandi og Íslendingum. Konungi kvað hafa sárnað þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði á meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum. Reyndar tóku Íslendingar aldrei mark á konungum, nema fjallkóngum
Á heimastjórnarárunum þótti það mest og best í stjórnmálum að vera skáld eða eiga til skálda að telja. Virtist sem helst væri hugsað um kaffi og kvæði. Heimastjórn einkenndist af skelfilegu stjórnarfari.
Það er aldrei talað um á hvern veg afkoma þjóðarinnar yrði. Hvernig átti þessi hópur, sem átti sameignlega tungu, að lifa af í landinu? Það er helst að Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti Íslands, gerði sér grein fyrir því hvað þyrfti til í landinu til að iðnvædd þjóð, þjóð sem var að skríða út úr landbúnaðar- og skútualdarsamfélaginu, gæti lifað af. Lögmaðurinn Sveinn vissi hvað þyrfti til að viðskiptasamfélag gæti þrifist
Fljótt kom í ljós að Ísland taldi sig ekki þurfa að fara að háttum siðaðra manna í viðskiptum eftir að frjáls viðskipti urðu almenn í heiminum með tilkomu alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Útlendir peningar voru alltaf taldir dýrmætir vegna þess að gengi innlendra peninga gagnvart útlendum peningum var helst alltaf rangt skráð.
Þjóð og menningararfur
Það hefur ávallt verið hægt að sameina þjóðina gegn útlendingum vegna ógnar. Icesave var gott sameiningarafl þegar þjóðin hafði tapað á heimsmóti í fjármálaheiminum. Barátta gegn þorskveiðum Breta umhverfis landið var auðveld leið til sameiningar. Bretar flúðu með togara og herskip.
Arfur þess umkomulausa drengs úr Dölum, Árna Magnússonar prófessors, var notadrjúgur til sameiningar. Handritasafn hans, safn íslenskra handrita frá fyrri öldum, var í stofnun, sem við hann var kennd í Kaupmannahöfn. Það þótti Íslendingum afleitt. Heimkoma menningararfsins, sem fólginn var í handritunum í Árnasafni, var viðburður. Þjóðin hélt niður á hafnarbakka til móts við handritin. Vær så god Flatøbogen dugði ekki til að halda lífi í ríkisstjórn.
Svanir Jóns Stefánssonar
Myndin Svanir, frá 1935, er tvímælalaust eitt af öndvegisverkum Jóns Stefánssonar og jafnframt eitt stærsta verkið hans. Okkur gefst tækifæri til að skoða list Jóns í öðru samhengi, þegar við getum sýnt þetta höfuðverk hans.
Svo mælti dr. Ólafur Kvaran þegar danska hirðin færði þjóðinni þetta öndvegisverk Jóns Stefánssonar árið 2004. Þá færðu Danir þjóðinni menningararf 20. aldar eftir að hafa fært íslensku þjóðinni menningararf fornaldar til sameiginlegrar varðveislu.
Íslendingar heiðruðu drottningu sína með því að færa henni málverkið að gjöf 1935.
Heyrið vella á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja í veri:
Íslands er það lag.
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskorum bruna:
Íslands er það lag. (Grímur Thomsen)
Hvað er þá eftir í Danmörku?
Fullveldi og sjálfstæði
Fullveldi og sjálfstæði byggist á því að þjóðin og valdamenn semji sig að háttum siðaðra þjóða. Fullveldi og sjálfstæði felst einnig í því að geta gert frjálsa samninga við aðrar þjóðir, jafnvel þótt í slíkum samningum felist að einhverju marki gagnkvæmt framsal sjálfsákvörðunarréttar. Seturéttur í alþjóðastofnunum er af sama toga. Þjóð er fullvalda með aðild að alþjóðastofnunum og atkvæðisrétti. Velferð þjóðar byggist á frjálsum viðskiptum og frjálsum samningum. Einn hluti fullveldis er að eiga gjaldmiðil sem nýtur trausts meðal annarra þjóða
Takist ekki að skapa þetta traust vegna innra ójafnvægis og smæðar hagkerfis kann lausnin að felast í stærra myntsvæði. Aðrar þjóðir hafa valið þá leið þótt stærri séu. Enginn efast um fullveldi þeirra.
Ég kem ekki auga á það, að Svíar séu yfir sig spenntir að fá að fleygja sænsku krónunni fyrir Evruna né að Dönum hafi legið á nema með brögðum. Ég þekki ekki aðstæður víðar. En ég veit ekki hvernig Vilhjálmi gengi að sannfæra Eflingu um óþrot Evrubankans og almenning um vaxtalækkun nú þegar að verðbólgan á Evrusvæðinu er að toppa Ísland.
Er allt gull sem glóir? Krónan hefur nefnilega iðulega sýnt okkur að hún getur hækkað í verði við réttar aðstæður .
Dæmalaus kaupmáttarhækkun sem hér hefur orðið hefur ekki orðið til af sjálfu sér heldur af því að hagvöxtur á Íslandi hefur ráðist af öðrum föstum og atvikum en í landluktum Evrópuríkjum.
Heimastjórn, fullveldi og sjálfstæði og menningararfur líka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2021 | 10:11
Látið hann Kára í friði
þegar hann er að bjarga þjóðinni.
Pargröff hja Persónuvernd finnst mér að eigi ekki við hér.
Maðurinn er að hjálpa okkur.
Látið hann Kára í friði og þakkið honum heldur.
4.12.2021 | 07:34
Málfundur stjórnarandstæðinga um fjárlög
er að fara fram í þessu.
Þeir mest áberandi eru Píratar sem eru mættir í sínu fínasta slátrarapússi, Björn Leví ógirtur meira að segja á Forsetastóli en er samt fjallmyndarlegur og reffilegur á stólunum og bjallar vel og skipulega.
Sigmar úr Sjónvarpinu fer mikinn og oft í pontu en þess að ég muni mikið af því sem honum er á tungu.
Áberandi finnst mér hversu drjúgur tími fer hjá nýjum þingmönnum í að hrósa síðustu ræðumönnum fyrir þeirra loknu ræður. Skiptir svona málskrúð máli á Alþingi?
Látum vera þó að Þorgerður Katrín geti ekki séð ESB, vextina og Evruna í friði andartak. Þessi mál eru held ég ekki til umræðu í kvöld. Því fer ég fyrr að geispa en ég ætla og er hérumbil hreint að sofna af tómri einbeitingu.
Mér finnst það afrek út af fyrir sig að halda svona málfund um fjárlög út sem megi borga vel fyrir ekki meiri truflana af meirihlutanum.
3.12.2021 | 13:10
68 x færri á spítala
vegna Covid19.
Segir þetta eitthvað fyrir andróðursfólk bólusetninga?
Svo segir á RÚV:
Frá þessu er greint í samantekt á vef Stjórnarráðsins.
Nú hafa 113.677 íslendingar fengið örvunarskammt og 76% landsmanna teljast fullbólusettir, eða 285.726 manns.
Nýgengi smita er hæst meðal barna sem ekki eru fullbólusett, eða 993. Næst hæsta nýgengi er meðal fullorðinna sem ekki hafa verið fullbólusettir, eða 782. Nýgengi fullbólusettra fullorðinna er 480 og barna er 223.
Í gær greindust 143 smitaðir af COVID-19 hérlendis, þar af 6 á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita er 502 síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa sem er örlítið hærra en í gær.
1.566 einstaklingar eru í einangrun, 1.772 í sóttkví og 171 í skimunarsóttkví. Þá eru 22 á sjúkrahúsi með veiruna, þar af 3 á gjörgæslu."
Hvað velur þú fyrir þig og barnið þitt, 68 sinnum fækkun spítalavista einstaklingsins eða ekki??
1.12.2021 | 18:23
Helgi eldfjall
úr Góu var með athyglisverða nálgun á húsnæði fyrrum Hótels Sögu í þætti á Hringbraut hjá Sigurði Kolbeinssyni.
Breyta því í eldri borgara íbúðir.
Þvílík sýn og hugmyndaflug.Allt fyrir hendi fyrir félagsaðstöðu, hjúkrunarheimili, búsetu.
Er þetta ekki eitthvað sem þarf að skoða áður en farið er að belgja út félagsvísindadeild kvenna í Háskóla Íslands?
Helgi í Góu er sannkallað eldfjall hugmynda.
1.12.2021 | 12:48
Frábær fullveldisgrein
formanns okkar í fullveldisfélaginu, Jón Magnússon hrl.
Yfirveguð og staðreyndaþrungin grein sem við skulum ekki gleyma og mikilvægis dagsetningarinnar.
" Sjálfstæð fullvalda þjóð
Sjálfstæði og fullveldi Íslands og íslensku þjóðarinnar er ekki sjálfsagt eða sjálfgefið og hefur
aldrei verið það.
Okkur sem erum fædd eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 17.júní 1944 hættir til aðtelja að stjórnskipuleg réttindi, fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar séu sjálfsagður hlutur. Því
miður er ekki svo farið og smáþjóð verður stöðugt að vera á varðbergi til að verja réttindi sín menningu og eiginleika.
Ísland naut skammvinns sjálfstæðis frá því að land byggðist þangað til höfðingjar landsins vegna
eigin sundrungar og skammsýni neyddust til að játa Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi hollustu sína og ganga honum á hönd með samþykki hins svokallaða Gamla sáttmála árið 1262.
Frá þeim tíma til 1.desember 1918 lutum við erlendu valdi. Fyrst valdi Noregskonunga og síðar Danakonunga eftir að Noregur tapaði sjálfstæði sínu og Danir tóku þar völdin.
En sjálfstæðisviljinn var alltaf til staða með íslensku þjóðinni. Íslendingar litu jafnan á sig sem
sérstaka þjóð með sína sérstöku menningu og tungumál. Áshildarmýrarsamþykktin 1496 er dæmi
um það að bændur á Suðurlandi töldu að þeir ættu ákveðin réttindi, sem þeir gætu krafist af
konungi að fá að njóta, sem sjálfstæðir menn. Sömu viðhorf var ekki að finna í Evrópu á þeim tíma og er Áshildarmýrarsamþykktin einstök og mjög merkileg í sögu og viðleitni þjóðarinnar til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt sinn.
Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar birtist með ýmsum hætti í áranna rás.
Íslendingar vildu ekki játast
undir einveldi Danakonungs árið 1662 en gerðu það nauðugir.
Foringi þeirra sem vildu gæta að íslenskum hagsmunum og lýðréttindum á 19.öldinni, Jón Sigurðsson þurfti að hyggja að mörgu. Í fyrsta lagi að Ísland væri ekki hluti af Danmörku eins og margir í Danaveldi vildu skilgreina þjóðréttarlega stöðu Íslands.
Jón þurfti líka að berjast á fleiri vígstöðum til að gæta að landsréttindum þjóðarinnar m.a. með því að sýna fram á, að við hefðum ekki verið sérstakir bónbjargarmenn í samskiptum okkar við Dani heldur hefðu þeir frekar en við haft fjárhagslegan hag af nánum samskiptum þjóðanna.
Á ýmsu gekk og iðulega var það sundurlyndi íslenskra stjórnmálamanna og vanþekking, sem tafði fyrir í sjálfstæðisbaráttunni, en svo fór um síðir eftir nokkuð samningaþóf, að Ísland var viðurkennt frjálst of fullvalda ríki 1 desember 1918 fyrir rúmri öld. Þann dag var þeim mikla áfanga náð að Ísland varð fullvalda ríki. Íslendingar höfðu haft fullan sigur í sjálfstæðisbaráttu sinni.
Þó Ísland hefði haft fullan sigur í sjálfstæðisbaráttunni 1 desember 1918, þá deildi íslenska þjóðin fullveldi sínu með Dönum með ýmsu móti. Mikilvægast var að Danir fóru með
utanríkismál fyrir Íslands hönd og Ísland var í konungssambandi við Danmörku. Konungur Dana var líka konungur Íslands. Árið 1944 þann 17. júní ákvað íslenska þjóðin að taka stjórn allra mála í sínar hendur. Það var henni heimilt samkvæmt sambandslagasamningnum 1918.
1. desember er því merkasti dagur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, þá lá fyrir, að við værum fullvalda þjóð. Sagt var að margir baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands hefðu fellt tár, þegar Danir
féllust á það að Ísland skyldi verða fullvalda ríki.
Okkur er hollt að minnast þess og þakka Dönum fyrir, hve vel þeir komu fram við okkur, þá sérstaklega þegar viðræður voru teknar upp um réttarstöðu og sjálfstæði Íslands. Við vorum þá
sem betur fer þeirrar gæfu aðnjótandi að vera undir veldi, þar sem mannúð og skynsemi hefur lengst af ráðið ríkjum.
Á sama tíma og við fögnum að njóta sjálfstæðis og fullveldis sem þjóð, þá má það aldrei gleymast, að sjálfstæðisbaráttunni og fullveldisbaráttunni er aldrei lokið. Fámenn þjóð eins og
íslendingar þurfa jafnan að gæta að því hvað það er, sem gerir hana að þjóð og varðveita þann þjóðararf, sem er svo dýrmætur og var svo mikilvægur í sjálfstæðisbaráttunni.
Sameiginleg tunga okkar íslenskan, uppruni og menning eru hornsteinar þess að við týnumst ekki í þjóðahafinu og getum jafnan gert tilkall til að á okkur sé litið sem sjálfstæða fullvalda þjóð.
Í fjölþjóðasamfélagi nútímans eru því ýmsar áskoranir. Okkur er mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við aðrar þjóðir, en við verðum líka að gæta þess að glata ekki neinu af því sem
áunnist hefur.
Okkur er mikilvægt að vera í erlendu varnarsamstarfi með aðild að Atlantshafsbandalaginu til að tryggja varnir og sjálfstæði. Aðild að Atlantshafsbandalaginu mikilvægasti hornsteinum öryggis og varna landsins.
Samband okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar eru líka mikilvægt þar sem við getum sótt mikið til þeirra þjóða sem okkur eru skyldastar og vonandi miðlað líka ýmsu til þeirra.
Annað samstarf getur verið þess eðlis, að þörf sé á sérstakri aðgæslu og getur leitt til þess, að við gerum sérstakar kröfur um atriði sem þurfi að gilda fyrir okkur vegna fámennis. Í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með framkvæmd EES samningsins. Með EES samningnum er farið á ystu brún varðandi það að deila fullveldi þjóðarinnar í fjölþjóðasamvinnu.
Við þurfum að taka þann samning til endurskoðunar sem fyrst ekki síst vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á
samskiptum og samþykktum þjóða, sem mynda EES. Við þurfum í öllum tilvikum að hafa stjórn á eigin landamærum og verðum því að ná fram samkomulagi í EES samstarfinu, að við getum
takmarkað innflæði fólks vegna vinnu eða menntunar, ef innflæðið verður okkur um megn þannig að við getum ekki sinnt þjóðréttarlegum skyldum okkar um að gæta að hagsmunum þeirra sem hingað koma. Þá verður Ísland líka að gæta þess að týnast ekki í þjóðahafinu.
Á undanförnum árum hefur verið mikil barátta fyrir gildi fjölmenningar. Menning allra þjóða sem eru opnar fyrir hugmyndum eins og okkar samfélag, er ekki einmenning sem hverfist um allt það sem íslenskt er og ekkert annað.
Íslensk menning er í eðli sínu þjóðleg, en hefur náð að taka
margt gott frá erlendri menningu. Þar er líka vandratað meðalhófið og skiptir máli að gæta að því
sem er okkar og gerir okkur sérstök sem þjóð og glata því ekki á sama tíma og mikilvægir
menningarstraumar fá að leika um samfélagið. Við verðum að gæta þess að forpokast ekki í einmenningu eins og það fólk hefur gert, sem sækir að víða úr heiminum og neitar að aðlaga sig
að háttum og siðum þeirra þjóða,sem það gerir kröfu til að koma til og búa til frambúðar.
Á sama hátt og við verðum að gjalda varhug við að framselja fullveldið í fjölþjóðlegu samstarfi verðum
við líka að gjalda varhug við að þeir sem ætla sér ekki að aðlagast íslenskri þjóð og
þjóðmenningu búi á Íslandi til frambúðar án þess að læra tungu þjóðarinnar eða aðlaga sig að
siðum hennar eða háttum að neinu leyti.
Það er bjart "yfir íslensku þjóðlífi þó áskoranir séu margar. Það afl sem sjálfstæði þjóðarinnar og
fullveldi leiddi úr læðingi á að vera okkur ævarandi veganesti til að nema ný lönd framfarasóknar
íslensku þjóðarinnar."
Jón Magnússon á þakkir skildar fyrir þetta yfirlit og upprifjun þegar heilir stjórnamálaflokkar gera nú harðar atlögur að fullveldi Íslands og vilja framselja það til erlendra tollabandalaga.
1.12.2021 | 10:53
Buslum frekar með Bjarna
Í Staksteinum Morgunblaðsins er vakin athygli á stöðugleikanum sem ríkir á Evrusvæðinu.
Þar segir:
"Verðbólga á evrusvæðinu mælist nú meiri en nokkru sinni frá því að sameiginlega myntin, evran, var tekin upp fyrir meira en tveimur áratugum. Greint var frá því í gær að verðbólgan næmi 4,9% í nóvember, sem er jafnvel hærra en meðalspámaður svæðisins hafði gert ráð fyrir, en hann hafði spáð 4,5% verðbólgu. Ekki nóg með það, verðbólgan á evrusvæðinu er hærri en verðbólgan hér á landi. Þar munar að vísu litlu, 0,1%, en eftir innlendar verðbólgutölur sem ollu áhyggjum fyrir skömmu er óneitanlega athyglisvert að evrusvæðið slái þær út.
--- Hér á landi hefur verið brugðist við með þeim hætti sem búast mátti við, þ.e. hækkun vaxta Seðlabankans. Á evrusvæðinu er ólíklegt að gripið verði til sambærilegra aðgerða enda efasemdir um að undirliggjandi efnahagsástand þoli slíkar aðgerðir.
--- En það er umhugsunarvert hvað veldur verðbólgunni á evrusvæðinu. Vandi með aðföng, sem tengist kórónuveirunni, er hluti skýringarinnar, en ört hækkandi orkuverð vegur þungt.
--- Sú verðhækkun verður ekki skrifuð á kórónuveiruna nema að litlu leyti, en aðallega á orkustefnu Evrópusambandsins. Þar á bæ hafa menn keppst við að draga úr þeirri orkuframleiðslu sem best dugar en reyna í staðinn að taka upp aðra og síður örugga, auk þess að treysta á gas frá Rússum.
--- Inn í þetta evrópska orkuklúður hafa jafnvel sumir viljað, af mikilli skammsýni, draga okkur."
Það er heldur aumkunarverð viðtölin við leiðtoga landsöluflokkanna sem kjósa að tala sitt í hvoru lagi þó spekin sé sú sama. Göngum í ESB og Evrópuherinn, tökum upp Evru, leysum vandamálin með samevrópskum atvinnuleysistölum. Jafnvel Bieltved hugmyndafræðingur slær þá ekki út í efnahagsspeki sem er þó töluvert.
Allt verður betra með Brussel og sameiginlegri orkustefnu.
Fyrir mína parta vil ég heldur reyna að busla með Bjarna sem sjálfstæð þjóð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 3419725
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko