Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
31.3.2009 | 22:33
Er þetta eitthvað flókið ?
Fór það framhjá nokkrum að Sjálfstæðisflokkurinn var massívur á móti inngöngu í ESB á landsfundi sínum ?
Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði líka skattahækkunarleiðinni sem leið útúr kreppunni.
Geir Haarde lýsti því hvernig hávaxtavaxtapólitík Seðlabankans kynti undir Jóklabréfaútgáfunni og keyrði gengi krónunnar upp í hæðir. Mér fannst Geir segja það berum orðum að Seðlabankinn bæri þannig sína ábyrgð á þeim lás sem við erum nú föst í útaf krónubréfum útlendinganna.
Ef þú kjósandi góður vilt hækka staðgreiðsluna hjá þér í 47 % þá kýstu VG.
Ef þú vilt taka upp 2 % eignaskatt á foreldra þína, afa og ömmu þá kýstu VG.
Ef þú vilt ganga í ESB eins fljótt og auðið er þá kýstu Samfylkinguna, Baug og Fréttablaðið.
Ef þú vilt ekkert af þessu þá kýstu Sjálfstæðisflokkinn undir formennsku Bjarna Benediktssonar, sem er heilli kynslóð yngri en Skallagírmur, Jóhanna og Ingibjörg Sólrún.
Mér finnst þetta bara ekkert flókið !
31.3.2009 | 08:25
Fjölmiðlun verði frjáls á Íslandi !
Ég skal viðurkenna það, að það pirrar mig meira og meira að taka upp Fréttablaðið sem eina prentmiðilinn sem berst til mín á virkum dögum.
Í dag greinir það þó frá því, að erfiðleikar í rekstri neyði það til að taka upp sparnað í dreifingu blaðsins. Eftir sem áður er því komið í hendur yfir 90 þúsund einstaklinga.
Þessi Baugsmiðill, sem dreifir skipulega pólitísku hatri til lesenda sinna, ætti það skilið að þeir sem átta sig á pólitísku og hlutverki Fréttablaðsins, límdu sérstakan miða á bréfalúgur sínar þar sem afþökkuðu blaðið. Legðu þannig sitt lóð á þá vogarskál að hnekkja dreifingu þess sem aftur myndi draga úr auglýsingagildi þess.
Í dag fuðraði ég upp við að lesa leiðara fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann fer hamförum gegn þeirri skoðun meirihluta þjóðarinnar, að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB. Hann hampar auglýsingum frá sértrúarsöfnuðum og viðskiptablökkum sem einu von Íslands til að ganga undir okið og taka upp evru. Ég hugsaði til baka, að þennan mann hefði ég stutt til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum gegn Davíð Oddssyni á sínum tíma. Já, tímarnir breytast og mennirnir með.
Í leiðaranum útnefnir Þorsteinn Steingrím Sigfússon, sem leiðarstjörnu landsins í Evrópumálum og peningastefnu landsins. Hann leggur traust sitt á, að Steingrímur og VG nái lendingu í málinu með Samfylkingunni. Þrátt fyrir það að þessir flokkar láti ekkert uppi um áform sín í efnahagsmálum eftir kosningar.
Áframhald leiðarans finnst mér vera svartnættisraus um áframhaldandi kreppu og margra ára atvinnuleysi á Íslandi ef ekki verði farið eftir ráðum skrifarans. Hann klykkir út með því að heimta myndun þjóðarhreyfingar, sem neyði Ísland inní ESB. Ef til vill var það þvílíkt sjálfsálit á ágæti eigin skoðana sem leiddi til þess að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnaði þvergirðingslund Þorsteins Pálssonar á sínum tíma og kaus Davíð Oddsson í hans stað til að leiða þjóðina til mestu uppgangstíma í hennar sögu.
Að þessu loknu las ég pistil Jónínu Michaelsdóttur um frumkvæði í samskiptum. Ekki er Fréttablaðið albölvað hugsaði ég, þegar maður fær svona grein í stað algengs Evrópuofstækispistils eftir Þorvald Gylfason, eða þá hatursprédikun eftir Guðmund Andra Thorsson, sem oftlega finnast við hliðina á leiðaranum. Hafi Jónína mína þökk fyrir skrifin.
Leiðarasíðuna prýðir svo tilraun Bergsteins til að ófrægja nýjan formann Sjálfstæðisflokksins um skoðanaskipti í Evrópumálum og krefja formann Framsóknarflokksins um iðrun og yfirbót vegna 90 % húsnæðislánanna. Verðug skrif fyrir Fréttablaðið og árétting minnar skoðunar á blaðinu.
Sem sagt, þarna birtist fólki hættan af því að peningavaldið hafi yfirráð yfir svo útbreiddum fjölmiðili eins og Fréttablaðið er. Þarna eru lamdar inn þær skoðanir, sem auðvaldinu eru þóknanlegar og reynt að níða allar aðrar skoðanir niður. Áhrif þess að fjölmiðlalögin voru stöðvuð á sínum tíma birtast þarna enn einu sinni og styrkir þjóðina í alkunnri ást sinni á forsetanum Ólafi Ragnar Grímssyni. En tíminn og skynsemi þjóðarinnar mun að lokum sjá í gegnum þetta moldviðri allt saman um leið og tennurnar detta smám saman úr skolti Baugsófreskjunnar.
Þorsteinn Pálsson gæti ef til vill útskýrt það fyrir okkur, hvernig við tökum upp evru á morgun. Einhverjir vita að evrunni yrði ekki skipt á 160 krónur við það tækifæri. Norski kratinn í Seðlabankanum treystir sér að minnsta kosti ekki til að gefa gjaldeyririnn frjálsan um þessar mundir.Enginn lausn er í sjónmáli hvernig við getum losnað út þeim höftum sem Baugsveldið fyrst og fremst kom okkur í. Og Þorsteinn Pálsson er starfsmaður þessa sama veldis.
Með allri virðingu fyrir Þorsteini Pálssyni þá held ég að hann hafi ekki skýrari Evrópusýn en 1900 landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem höfnuðu ESB aðild. Hann vex ekki sjálfur af því að gera lítið úr skoðnum flokksins og krefjast þess að ný framboð komi fram honum til höfuðs.
Ég er hinsvegar sannfærður um að það væri mjög æskilegt fyrir þjóðina að fá annan prentmiðil innum lúguna hjá sér á morgnana en Fréttablaðið. Ég vildi líka að innlendur fréttaflutningur flytti fréttir sínar með hlutlægari hætti en nú er, þegar hver fréttamaðurinn af öðrum dettur uppí pólitísk störf hjá umbjóðendum sínum og húsbændum til margra ára. .
Ég vildi óska þess að einhver lausn finnist á því að fjölmiðlun yrði aftur frjáls á Íslandi.
30.3.2009 | 14:58
Bjarni Ben á Z !
Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins er á MBL í viðtali. Þessi frumraun formannsins var honum til sóma og voru svör hans einörð, skýr og málefnaleg.
Formanninum tókst að draga fram skilin milli skattastefnu vinstriflokkanna og Sjálfstæðisflokksins og það himin og haf sem skilur heimssýn þessara ólíku hugmyndakerfa.
Sjálfstæðisflokkurinn skilur órjúfanlegt samband heimilanna og atvinnulífsins, að hvorugt gengur án hins. Þetta er vinstriflokkunum hulið þar sem þeir vilja skattleggja heimilin fyrst til þess að fjármagna gæluverkefni sín í atvinnulífinu.
Ríkisstjórnin rekur núna 4 peningalausa ríkisblanka, þar sem dagskipunin er að innheimta með hörku allar skuldir heimilanna en keyra atvinnulífið í þrot með hæstu vöxtum á vanskilaskuldir þeirra sem fyrirfinnast á jarðkúlunni . Ekkert fjármagn er í boði til nýsköpunar eða reksturs. Ríkisfyrirtækjum fjölgar dag frá degi og rekur ríkið nú fjölbreyttan stvinnurekstur frá steypuframleiðslu til flugsamgangna og verktöku. VEB, -Volks Eigene Betriebe hét það þegar sumir af núverandi hagstýrendum landsins voru við nám í A-Þýzkalandi.
Gengi krónunnar hrynur nú dag frá degi undir stjórn norska kratans í Seðlabankanum, sem ætlaði sérstaklega að vernda gengið þegar hann tók við. Vextir, verðbólgan og gengið rekur sig allt á annars horn enda er vinstrimönnum yfirleitt fyrirmunað að skilja efnahagsmál. Atvinnuleysið vex dag frá degi en hvíta vofan ræðir um bann við nektarsýningum og inngöngu í ESB sem helsta áhugamál sitt.
Ég hvet menn að hlusta á Bjarna Ben á Z
.
29.3.2009 | 09:57
Hvað segir Kolbrún ?
Kolbrún Bergþórs skrifar þessar línur í Mogga í dag :
"Það virðist óumflýjanlegt að vinstristjórn taki við eftir
kosningar. Síðan munu nokkrir mánuðir líða og þá verður
þjóðinni ljóst að afturhaldsöflin í Vinstri
grænum sem eygja engar aðrar lausnir en
skattahækkanir á öllum sviðum hafa náð undirtökum.
Þá mun þjóðin verða hugsi og loks
skelfingu lostin og ekkert botna í því hvernig
hún gat kosið þessi ósköp yfir sig.
Vinstri græn eru kokhraust þessa dagana
og það má sjá á þeim að þar á bæ geta menn
ekki beðið eftir að fá umboð hjá þjóðinni til að
koma hugmyndum sínum um skattahækkanir
í framkvæmd. Samfylkingin mun dansa með.
Eina vonin er sú að niðurstöður kosninga
verði þannig að þessir tveir flokkar fái ekki tilskilinn
meirihluta og neyðist til að taka
Framsókn með sér í ríkisstjórn.
Oft er sagt að þriggja flokka ríkisstjórn
sé ekki af hinu góða en þess konar stjórn er
miklu betri kostur en afturhalds-samsull
Samfylkingar og Vinstri grænna. Í þriggja flokka stjórn
mun það verða hlutskipti Framsóknar að halda ríkisstjórninni
í jarðsambandi og koma í veg fyrir að hún festist
í afturhaldsförunum.
Vinstri græn vonast eftir stórsigri í komandi kosningum.
Aðra hryllir við þeirri tilhugsun. Það er ábyrgðarhluti
fyrir þjóðina að kjósa yfir sig vinstristjórn með tilheyrandi
skattahækkunum. Og það er skelfilegt að
samfylkingarfólk sem skilgreinir sig til hægri eða á miðju
stjórnmála geti ekki treyst dómgreind Samfylkingar í
samkrulli hennar við Vinstri græna.
kolbrun@mbl.is"
Þetta er framtíðin eins og Kolbrún sér hana. Útí fenið ætlar þjóðin að ana með opin augun knúin áfram af einhverju óskilgreindu hatri á Sjálfstæðisflokknum sem slíkum .
Eru kjósendur svona vitlausir að þeir hlusti ekki á boðskap Skallagríms um hækkun skatta ? Hvað eiga peningarnir að koma til að borga þá ? Frá útrásarvíkingunum eða þér ?
28.3.2009 | 08:23
Hvar er yfirbótin ?
Nú spyrja kommúnistarnir hverja formenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks væru að biðja afsökunar á þætti sínum í bankahruninu. Einn spyr í Baugstíðindum hvar yfirbótin sé ? Annar spyr á útvarpi Sögu hvort Geir hafi ekki örugglega verið bara að biðja landfundarfulltrúa afsökunar á því sem miður hefði farið ? Ekki þjóðina sem fórnarlömb.
Henry Ford sagði: ¨Never complain, never explain." Þetta meinti hann fyrir hvern þann sem lendir í fjölmðlafári. Útskýringar og svoleiðis þýða aldrei neitt þar sem fjölmiðlungar oftlega skrumskæla, snúa útúr eða ljúga útfrá þeim orðum sem þeim sýnist.
Sturla Sighvatsson var leiddur á milli höfuðkirkna í Róm og hýddur svo að konur máttu eigi vatni halda að sjá svo fríðan mann svo hart leikinn. Sú yfirbót dugði honum Sturlu enda skammt.
Hvað sem verður um fsökunarbeiðnir þeirra Geirs og Ingibjargar, þá dugar það ekkert .Skrílinn vill fá þeu hengd.
Ætti gamli komminn Jón Baldvin ekki að biðjast afsökunar á að hafa innleitt EES ? Þar byrjaði þetta allt ef grannt er skoðað.
Annars fannst mér merkilegast að heyra Geir lýsa því hvernig stefna Seðlabankans í hávaxtamálum hefði snúist uppí andhverfu sína og leitt til styrkingar krónunnar og innstreymi Jöklabréfanna sem nú halda okkur í skák gjaldeyrishaftanna. Mér finnst þessi staðreynd alltaf hafa blasað við öllum sem vilja sjá. Seðlabankinn klikkaði á að stoppa ekki erlendar lántökur bankanna. það gat hann segir Yngvi Örn að minnsta kosti. Skoði menn svo vaxtastefnuna núna í neikvæðri verðbólgu og gjaldeyrsihöftum eins og nú er !
Það dönsuðu allir í kring um gullkálfinn í góðærinu. Mér fannst Icesave stórsniðugt hjá Landsbankanum . Alveg þangað til að mér er sagt að ég og afkomendurnir eigi að borga. Við flutum öll að feigðarósi.Bara skítánægð.
Geir Haarde þarf ekki að biðja afsökunar á neinu. Hann gerði eins og hann gat Það voru bara alltof mörg fífl, fábjánar og glæpamenn í umferð sem fengu að vaða uppi. Hann, Ingibjörg eða heilög Jóhann, sem í stjórninni saman sátu, brugðust ekki við nógu snemma.
Við erum öll samsek og erum saman um afleiðingarnar, að frátöldum glæpamönnunum.. Það er allt og sumt.
27.3.2009 | 17:28
Kommúnistar sýna klærnar !
Lilja Mósesdóttir , hagfræðingur VG, boðar upptöku 2 % eingnaskatta. Þetta er sannarlega gott inleeg í kosningabaráttuna fyrir eldri borgara. Þeir eru helstu eignamenn landsins.
Fyrir var búið að tvöfalda skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna fjármagnstekna af sparisjóðsbókum, sem helst eru líka í eigu eldriborgara.
Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa boðað aukna skattlagningu á almenning. Og að sú skattlagning verði varanleg.
Þá eru línurnar skýrar. Landsfundur Sjálfstæðismanna samþykkti rétt í þessu að fara varlega í allar skattahækkanir. Sjálfstæðisflokkurinn trúir ekki á það að skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki séu þær leiðir sem fara eigi til að skapa þau tuttuguþúsund störf sem nú vantar á vinnumarkaðinn á Íslandi.
Valið er því einfalt í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur einn á móti skattahækkunaráformum vinstriflokkanna allra. Sjálfstæðisflokkurinn trúir á framtak einstaklinganna til þess að vinna þjóðina útúr kreppunni fremur en að stjórnmálamenn eigi að deila og drottna úr ört fjölgandi ríkisfyrirtækjum. SJálfstæðisflokkurinn trúir í innanlandsmálum á þjóðlega og víðsýna umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Þetta hefur ekkert breyst frá stofnun flokksins 1929. Þá hefur þjóðinnni vegnað best þegar áhrif slokksins hafa verið sem mest.
Kaupmáttur á Íslandi jókst um 60 % á síðustu 16 árum í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir hin stóru áföll eru enn eftir 40% af þeirri aukningu. Skattahækkunaráform kommúnistaflokkanna munu þurrka út þann ávinning allan. Því mega launþegar treysta.
Kommúnistarnir sýna nú skattaklærnar, sem þeir vilja krækja í almenning. Verði þeim að góðu sem trúa á þann fagurgala þeirra, að þetta sé allt undir ráðgert yfirskyni jöfnuðar og félagshyggju sem andsvar við nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Innantómt slagorð sem þeir hafa aldrei geta útskýrt hvað merki.
25.3.2009 | 18:26
Tillögur ?
Ó heilaga einfeldni sagði Giordiano Bruno þegar gamla konan lagði hríslu á bálköstinn hans.
Framsóknarkonan, Fanný Gunnarsdóttir, frambjóðandi í 4. sæti í Reykjavík norður, skrifar eftirfarandi klausu í Mogga :
" ÞVÍ VERÐUR ekki á móti mælt að Framsóknarflokkurinn hafði forgöngu um að leggjafram hugmyndir að lausn efnahagsvandans. Í febrúar kynnti Sigmundur Davíð, formaðurflokksins, ásamt þingflokknum átján fjölbreyttar tillögur til úrlausnar. Framsóknarflokkurinn er ófeiminn við að fara ótroðnar slóðir og fékk til liðs við sig hagfræðinga á sviði efnahagsmála. Slík vinnubrögð bera vott um fagmennsku og ný vinnubrögð. Það kom skýrt fram að tillögurnar voru fyrst og fremst innlegg í vinnu ríkisstjórnar og Alþingis en ekki hluti af kosningabaráttu Framsóknar. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki unnið frekar með hugmyndirnarog talaði þær í raun strax út af borðinu án þess að koma með tillögur að lausn vandans. Sem ábyrgur flokkur er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að horfa á allar góðar leiðir við núverandi aðstæður. Með því að leggja fram þessar tillögur eykst pressan á aðra flokka að leggja fram sínar hugmyndir.M.a. var lögð til lækkun stýrivaxta sem og að samið yrðivið þá erlendu aðila sem ættu mikið af íslenskum krónum í jöklabréfum. Það er nauðsynlegt til að styrkja krónuna og koma á stöðugleika. Flýta ber uppgjöri gömlu bankanna, semja við kröfuhafa umhlutdeild í nýju bönkunum og vinna að sameiningu og endurskipulagningu banka og fjármálastofnana.Einnig þarf ríkið að tryggja öruggt starfsumhverfi útflutningsfyrirtækja og það þarf að endurskoða reglur Íbúðalánasjóðs
með það að markmiði að örva fasteignamarkaðinn."
Ef einhver annar en þessi blessuð kona getur lesið það útúr þessu að hér séu um tillögur fremur en draumóra að ræða, þá er vonandi að sá kjósandi leggi höfuðið í bleyti. En kjósendur átti sig á muninum á draumsýnum og veruleika.
Það er náttúrlega ágætt að óska þess að öll vandamálin með krónubréfin leysist með samningum. En gallinn er bara sá að það hefur ekki tekist að semja um þau og þau svífa eins og Damoklesarsverð yfir okkur öllum. Rétt eins og Icesave, sem Skallagrímur treystir Svavari Gestssyni best til að leysa.
Auðvitað væri flott að lækka stýrivexti . En til þess að einhver vilji taka lán verður að vera til peningur. Hann er hvergi á boðstólum. Og tuttuguþúsund atvinnuleysingjar eru ekki að leita að lánsfé heldur vinnu.
Það vantar fé á markaðinn. Framsókn né "Hvíta Vofan " er hvorug að gera eitthvað í því máli. Þeir sjá bara ein leið, hækka skatta á almenningi og draga saman í ríkissrekstri í öllu öðru en ríkisrekstrinum sjálfum eins og Ögmundur sýnir manna greinilegast.
Til þess að tryggja starfsemi útflutningsatvinnuveganna þarf bæði að veiða fisk og selja hann. Hið fyrrnefnda er bannað til þess að hvalirnir hafi örugglega nóg að éta og það er kreppa í útlöndum sem torveldar það síðarnefnda. Allt þetta eru frómar óskir hjá Fanneyju en því miður aðeins og draumsýnir fólks sem veit ekkert um hvað málið snýst. Nema um það að halda Framsóknarflokknum í fjárkúgunaraðstöðu eins og hann var í tíð R-listans í Reykjavík. Geta skákað og staðið í vegi fyrir framförum gegn greiðslum. Vonandi fær þessi ábyrgðarlausi hentistefnuhægrivinstriflokkur studdur af nytsömum sakleysingjum eins og Fanneyju ekki aðstöðu til þess að flækjast fyrir eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er núna umkringdur öllum öðrum flokkum, sem eiga það eitt sameiginlegt að vilja tortíma honum sem stjórnmálaafli. Kommúnistaflokkarnir báðir hafa svarist í fóstbræðralag til að svo megi verða og óska þess heitast að þurfa ekki að kaupa aðstoð til þess frá Framsókn. Með slíkri holtaþoku um ímyndaðar tillögur eins og fram kemur hjá greinarhöfundinum og frambjóðandanum í 4. sæti, Fanneyju Gunnarsdóttur, aukast líkurnar á því að til þess þurfi ekki að koma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 22:00
Það vantar banka !
Það vantar banka strax til Íslands!
Það er með ólíkindum ef einhver erlendur aðili vill ekki koma og verzla hér við Íslendinga á þessum 17 %okurvöxtum. sem nú eru hæstir í heiminum á Íslandi. Vilja þeir heldur vera heima og lána ekkert á núlli ? Hér er þó hægt að græða.
Þessir ríkisbankaræflar, sem eru hér eru til einskis gagns, steingeld og peningalaus apparöt, sem hugsa ekkert um annað en rukka aumingja ,sem ekki geta borgað vegna atvinnuleysis og kyrrstöðu, leysa akkúrat ekki neitt fyrir efnahagslíf landsins. Það vantar peninga í umferð. Og þá vantar strax ! Og þeir eru til ! Það þarf bara að bjóða þá velkomna.
Þessi ríkisstjórnarræfill sem nú situr, -"Hvíta Vofan" ,- hefur engin úrræði né tillögur um það hvernig eigi að draga úr atvinnuleysinu eða koma einhverju af stað. Hún bíður að sögn eftir uppgjöri á gamla svínaríinu. Eins og það geti nú ekki beðið meðan fólkið sveltur. Eina sem vofunni dettur í hug er að tala um að draga saman ríkisútgjöld um leið og Ömmi hækkar þau og boða hækkun skatta á aumingjunum að hætti Indriða og Stefáns.
Algerlega steingeld vinstri vofa sem bara bullar almennt um Shangríla, þar sem einhver félagshyggja á að sitja í öndvegi í stað einhverrar nýfrjálshyggju, hvað sem það nú er.
þAð vantar peninga í umferð !
Það vantar atvinnulíf !
Það vantar líf !
Það vantar banka !
23.3.2009 | 11:55
Enn lengist afrekaskráin !
Þá hefur enn ein skrautfjöðrin bæzt í hatt Baugsmanna og Jóns Ásgeirs. Fyrst ryksugaði hann Glitni, svo BYR, svo SPRON og Sparisjóðabankann. Þvílíkur afreksmaður. Það var við hæfi að hinn þotuglaði forseti vor veitti honum sérstök heiðursverðlaun á síðasta ári.
Og ekki þarf núna að bendla Davíð Oddssyni og hans flokki um þessi afrek, þar sem téður Jón Ásgeir hefur stutt Ingibjörgu Sólrúnu dyggilega allt frá Borgarnesi, Samfylkinguna, mótmælendur og allt sem nöfnum tjáir að nefna í andskotahópum Sjálfstæðisflokksins. Það breytir engu þó að Fréttablaðið, sem er undir stjórn Jóns Ásgeirs , reyni í gegnum Guðmund Andra núna í dag að klína honum pólitískt á Sjálfstæðisflokkinn. Þetta eru ómerkilegar rangupplýsingar og áróður leigupenna Baugs í aðdraganda kosninga.
Hinir mikilvirkustu fjármálamenn þjóðarinnar Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson, Gunnlaugur Sigmundsson, Sigurður Einarsson, Öskjuhlíðar Pálmi í og Bakkabræður hafa ekki vermt stólana í Valhöll. Það er billeg lausn hjá Skallagrími á landsfundi VG að öskra á Sjálfstæðisflokkinn og segja fólki að gera hann ábyrgan fyrir framferði þessara manna.
Kjósendur mun átta sig á því, að það er ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem slíkan að sakast þó að illa hafi farið. Það dönsuðu allir í kringum gullkálfinn meðan spilað var. Þjóðin lifði mestu upgangstíma um árabil. Það var þjóðin, sem kollsigldi sig með þeim stóru. Það þýðir ekkert fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að þykjast hvergi hafa nærri komið né vitað hver hættan væri af ICEsave og Kaupthing-Edge , sem og öðru sem úrskeiðis fór. Hún var um borð í bátnum alveg eins og Ingibjörg Sólrún. Jafnvel þó þær hafi báða verið steinheyrnarlausar þegar Davíð reyndi að tala við þær á ríkisstjórnarfundi.
Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á. Auðvitað átti Seðlabankinn að gera svona en ekki hinsegin. Það sé jafnvel ég núna. En það gerðist bara ekki. Og svo kom lánsfjárkreppan, sem við Íslendingar eða Sjálfstæðisflokkurinn fundum ekki upp.
Þjóðin er slegin vinstri villu um þessar mundir. Vvera kann að leiðin verði grýttari vegna blekkinga og áróðurs vinstriaflanna sem nú verma ráðherrastólana. Því munu mörg mistök verði gerð á leiðinni upp.
Þegar vinstriþokunni léttir og rykmökkinn frá hamförunum hefur lægt, þá mun það bíða Sjálfstæðisflokksins að vísa veginn uppúr öldudalnum á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Því fyrr því betra.
22.3.2009 | 11:39
Valið snýst um vinstri stjórn !
Þegar Jaques Delors hefur opinberlega lýst vantrú sinni á því að evran muni lifa af efnahagsþrengingarnar , þá sjá sumir íslenskir stjórnmálamenn það vænlegast fyrir kosningarnar framundan, að tala um upptöku evrunnar og ræða inngöngu í ESB. Á sama tíma er okkur sagt í fréttum að meirihluti Breta er sagður vilja ganga úr ESB. Ennfremur að ekki sé ólíklegt að Þjóðverjar séu orðnir ekki síður blendnir í Evróputrúnni enda fer þeim röddum fjölgandi í Evrópu, sem hafa efasemdir um að Evrópubandalagið sjálft muni lifa af þá erfiðleika sem við því blasa núna. En er þetta ekki bandalag jafninga heldur hinna ríku og fátæku sem augljóst er að ná ekki saman.
Evrusvæðið er því í raun gjaldþrota og samhjálpin er auðvitað að bregðast. Evrópubandalagið er og verður aldrei jafnoki Bandaríkjanna sem hefur einn fána, eitt þing og eina þjóð á móti 27 sundurlausum ríkisheildum Evrópu, sem eru auk þess illa haldnar af ofstjórnaráráttu sem við Íslendingar eigum erfitt með að þola.
Trúin á Evrópubandalagið hefur samt ekki dvínað hjá Samfylkingunni. Hinn nýi leiðtogi Samfylkingarinnar boðar áframhaldandi faðmlag sitt við VG eftir kosningarnar til þess að leiða þjóðina úr vandanum, -með eða án Framsóknar. Undir þetta tekur formaður VG. Þessir flokkar, sem flestir vita að eru algerlega ósammála um afstöðuna til ESB, ætla sem sé að vera áfram í einni sæng eftir kosningarnar framundan. Að líkindum leiðir það til þess að ekkert gerist í þeim málaflokki meðan sú stjórn hjarir, sem samkvæmt reynslunni af vinstristjórnum verður styttra en eitt kjörtímabil.
Í því ljósi hljóta menn að skoða ræðu Steingríms formanns á landsfundi VG. Formaðurinn sagði þar ekkert um afstöðu flokksins til ESB. Hann lýsti hinsvegar fögrum orðum óskilgreindri ánægju sinni með samstarfið við Samfylkinguna . En sá flokkur undir forystu Ingibjargar gerði ESB afstöðu Sjálfstæðisflokksins að stjórnarslitaástæðu á liðnum vetri. Sem leiddi til valdatöku núverandi ríkisstjórnar eftir óþolandi afskipti og stjórnlagahefðarbrot forseta Íslands sem við var að búast.
Ekki var tal formannsins um væntanlegar skattahækkanir skýrara. Það er því greinilega meira hrein valdagræðgi en grundvallarhugsjónir sem ráða framgöngu formanns VG um þessar mundir. Enda voru þeir Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson búnir að útlista þær skýrt og greinilega fyrir okkur á dögunum. Öfugt við hagfræðinga vestanhafs, sem halda fram skattalækkunum á almenningi til þess að brjótast útúr kreppunni, þá boða íslenskir kommúnistar skattahækkanir og niðurskurð opinberrar þjónustu sem framtíð þjóðarinnar. Allt aðgerðir sem munu dýpka kreppuna en ekki lina.
Renna ekki tvær grímur á einhverja kjósendur við þessar aðstæður ? Hvað bíður þjóðarinnar með þessa þá vinstri forystu sem þeir rauðliðar boða núna eftir kosningar ? Samstjórn flokka sem eru ósammála um flest nema að takmarka vændi, loka Goldfinger og reka Davíð Oddsson. Nefna engin úrræði gegn atvinnuleysinu, hafa enga framtíðarsýn í orkufrekum iðnaði eða hvernig eigi að nýta auðlindir landsins. Fullyrða að stóriðja skili engu til þjóðarbúsins. Sjá ekkert nema skiptingu skorts milli landsmanna.
Japl, fálm og fuður einkennir yfirleitt oftlega framgöngu vinstristjórna. Sjaldnast er gengið hreint til verks. Hefði það ekki skipt meira máli fyrir almenning að álversframkvæmdir stæðu nú sem hæst í Straumsvík heldur en að fá að kjósa Lúðvík Geirsson í 5. sæti Samfylkingar í komandi kosningum ? En sá frambjóðandi og flokkur hans er mest ábyrgur fyrir því að af þeirri framkvæmd varð ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn er því grannt skoðað eina stjórnmálaflið sem landsmenn geta bundið vonir við að viðhafi hófstillingu í skattheimtu og lífskjaraskerðingu. Eina stjórnmálaflið sem er líklegt til að vilja hefja sókn í atvinnumálum og auðlindanýtingu. Enginn getur séð fyrir hvaða afleiðingar það hefur að kjósa Framsókn, slíkt ólíkindatól og tækifærissinni sem sá flokkur er. Atkvæði kastað á litlu flokkanna er atkvæði kastað á glæ.
Valið snýst um vinstri stjórn eða ekki.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko