Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
21.3.2009 | 13:54
Ný gjaldþrotalög !
Einn meginþáttur í krafti bandarísks efnahagslífs eru gjaldþrotalög þeirra. Sá sem verður gjaldþrota er gerður upp og málið er búið. Samuel Goodyear varð víst sjösinnum gjaldþrota áður en dekkin lukkuðust hjá honum. Hér á landi hefði hann aldrei risið upp aftur eftir fyrsta fallíttið.
Í Bandaríkjunum skilarðu lyklinum að húsinu þínu til bankans þegar þú getur ekki borgað. Málið er búið. Hérna ertu eltur persónulega útfyrir gröf og dauða við sömu aðstæður. Þú sem einstaklingur ert veðandlagið sjálfur þegar þú færð lán með tryggingu í húseigninni, seljist hún fyrir minna en skuldinni nemur á uppboðinu.
Hlutafélag fer á hausinn eins og þau sem stóru braskararnir notuðu í bankahlutabréfakaupunum og málið er búið. Hvítabirnan er áfram hvít Einstaklingur á Íslandi sleppur hinsvegar aldrei frá sínu gjaldþroti. Svartur er svartur áfram.
Þetta er svínarí og verður að afleggja. Einstaklingur getur orðið gjaldþrota af ýmsum jafnvel óviljandi ástæðum . Það verður að gera upp dæmið við hann og síðan búið mál. Nýr einstaklingur verður að fá að verða til og fá tækifæri til að verða að fullgildum þjóðfélagsþegni aftur. Uppreisn æru eins og ýmisr hafa fengið.
Eiga ekki allir að fá annað tækifæri í lífinu ? Samkvæmt íslenskri gjaldþrotahefð er slíkt ekki mögulegt. Þú ert brennimerktur til lífstíðar og hundeltur.
Þarna finnst mér verðugra verkefni fyrir Alþingi að vinna heldur en að vera skipta sér af bólförum fólks.
19.3.2009 | 21:09
Hver stal 28 BYRmilljörðum ?
Það er deginum ljósara að allir helstu stórþjófar landsins úr bankahruninu ganga lausir og hafa það fínt. Þeir rífa jafnvel kjaft opinberlega og fárast yfir því að fólk sé að fetta útí þá fingur. Þetta var ekkert þeim að kenna heldur mönnum útí heimi. Og svo auðvitað Davíð Oddssyni.
Nú síðast er tilkynnt um að BYR hafi tapað 28 milljörðum sisvona. Í tilefni af því er Kastljós með langt viðtal við sparisjóðsstjórann sem er með allar lagaskýringar á hreinu. Áhugi fréttamannsins beinist bara að því að arðgreiðasta 2007 hafi numið sömu upphæð og nú er beðið um frá ríkinu vegna tapsins síðasta árs. Stjóri segir þetta alls óskyld mál.
Fréttamaðurinn spyr ekki hversvegna 28 milljarða tapið varð. Hver hafi stolið peningunum ?
Það skiptir greinilega engu máli hver þessara þjófa var að verki því það var áreiðanlega einn eða fleiri úr þeim sama hópi. og setti Ísland á hausinn. Aðrir fengu ekki lán nema setja tryggingar eins og venja var í bönkum í gamla daga.
Það er dylgjað með að Jón Ásgeir hafi haft tögl og hagldir í stjórn BYR. Hann er þekktur að því að fá lán án trygginga til dæmis úr almenningshlutafélaginu BAUGi. En sparisjóðsstjórinn harðneitar því og þekkir ekki þann mann. Enda er hann ekki í stjórninni eins og allir geta séð.
Á heimasíðu BYR er gefið upp að eftirtaldir menn séu í stjórninni:
Jón Kristjánsson, formaður
- Jóhanna Waagfjörð, ritari
- Ágúst Már Ármann
- Birgir Ómar Haraldsson
- Jón Kr. Sólnes
Skyldi enginn af þessu fólki vita neitt um það hvernig farið var að því að setja BYR svona kyrfilega á hausinn að það er bara stórmínus í varasjóðnum ? Þekkir enginn þeirra þennan Jón Ásgeir frekar en sparisjóðsstjórinn ? Er þetta allt bankaleynd eins og Sigurður Einarsson krefst að gildi um hans mál í ragnarökum Kaupþings ?
Sem stofnfjáreigandi í BYR, sem skulda GLITNI vegna stofnfjárkaupanna 2007, þá krefst ég þess að að stjórnin upplýsi hvernig hún fór að því að tapa þessum peningum. MÍNUM PENINGUM !
Þetta eru einföld atriði sem málið snýst um fyrir mér :
1.Fóru þessar lánveitingar í gegnum lánanefndir ?
2. Af hverju voru fullnægjandi ekki tryggingar teknar ?
3. Hverjir eru þeir aðilar sem tapinu valda ?
4. Finnst þessum stjórnarmönnum þeir verðskuldi endurkjör á næsta aðalfundi ?
Nei, auðvitað fæ ég engin svör. Enginn af þessum mönnum getur sagt annað en BANKALEYND , BANKALEYND Hvað er sosum 28 milljarðar milli vina ? Ekki þætti þetta mikið í Kaupþingi.
Hvenær verður aðalfundur BYR ? Ætli Guðmundur Oddsson stórkrati verði fenginn að venju til þess að brjóta fundarsköp á sinn hátt á þeim fundi ?
Eigum við ekki stofnfjáreigendur bara að mæta til að horfa á sýninguna og láta ljúga okkur fulla ?
18.3.2009 | 21:58
Pólitískar hreinsanir !
Kommúnistastjórnin beitir sér nú fyrir víðtækum hreinsunum í stjórnkerfi landsins. Ráðuneytisstjórar, bankaráðsmenn, bankastjórar, látnir víkja unnvörpum og dyggir stuðningsmenn settir í þeirra stað. Alveg eins í Tékkóslóvakíu eftir stríðið þegar valdataka kommúnista fór fram eftir stjórnlagaþing. Kommúnistar voru þá búnir að planta sínum mönnum um allt kerfið þannig að eftirleikurinn varð auðveldur.
Það er greinileg viðleitni í gangi til að framkvæma hliðstæðu þessa hér á landi. Það er talað um vilja fólksins, fólkið krefst, heimilin krefjast ..... Allt greinar á sama meiði og áður var þekktur." Í gær var hún kannski brún sú böðulshönd, sem blóðug og rauð ...... "
Allt gert undir bragarhætti frá Bessastöðum eftir að upphlaup og skrílslæti að undirlagi kommúnista buguðu lýðræðisþrek Samfylkingarinnar í vetur. Sjónarspil er nú leikið á Alþingi um aukatriði til þess að dreifa athyglinni frá getuleysi stjórnarflokkanna til þess að ráða við efnahagsvandann og atvinnuleysið. Framsóknarmaddaman leikur hér sitt ábyrgðarlausa hlutverk í þessu ferli öllu, sem menn vonandi muna þeim.
Í komandi kosningum skiptir höfuðmáli að að menn láti ekki fagurgala um félagshyggju og ímyndaðar hefndir á Sjálfstæðisflokknum fyrir bankahrunið blekkja sig til að hverfa frá grunngildum borgaralegrar sannfæringar.
Öll fyrirheit kommúnista um frelsi, jafnrétti og bræðralag eru sem fyrr lygar frá grunni. Þeir stefna ávallt að einræði og kúgun. Í því skyni svífast þeir einskis og beita því núna gamalkunnum undirbúningsaðgerðum. Þáttur í þeim eru yfirstandandi pólitískar hreinsanir í stjórnkerfinu.
18.3.2009 | 09:45
28 milljarðar hvert ?
Nýlega var tilkynnt um að BYR hefði tapað 28 milljörðum.
Enginn spyr hver fékk þessa peninga ? Ég sat eitt sinn í stjórn SPK sem rann svo inní BYR . Þar voru menn sífellt að reyna að finna einhverja til að lána sem voru líklegir til að borga til baka og forðast hina sem ekki voru líklegir til þess. það er líklega alveg hætt að spekúlera í slíkum hlutum í nútíma bankastjórnun eftir því sem fleira er upplýst af afrekum bankastrákanna með háa kaupið. Þeir virðast mér hafa verið fremur fífl eða glæpamenn heldur en þeir snillingar sem þeir sögðust sjálfir vera.
Það var altalað að Jón Ásgeir og hirð hans sem allir þekkja hefðu verið búnir að taka völdin í BYR. Ryksuguðu þeir alla þessa peninga úr BYR ? Og töpuðu þeim auðvitað í rekstrarsnilld sinni úti í löndum eða fluttu til Tortúla.?
Af hverju kynnir Agnes Bragadóttir til dæmis sér ekki hvert þessir aurar úr BYR fóru ? Bankaleynd er ekki lengur í tízku segir ráðherrann.
16.3.2009 | 13:15
Stjórnlagaþing nýs Alþýðulýðveldis ?
Nú virðast kommúnistar og taglhnýtingar þeirra ætla að boða til stjórnlagaþings fyrir Ísland. Þangað skilst mér eigi að handvelja fulltrúa sem eiga að setja íslenzka lýðveldinu hæfilegan stjórnlagaramma.
Er þetta bara ekki samskonar ráðagerð og tékkneskir kommúnistar framkvæmdu á sínum tíma og dugði þeim til hálfrar aldar kúgunar. Verður þetta stjórnlagaþing notað til að tryggja réttu fólki völdin til framtíðar ? Smíða ramma að þeirra geðþótta utanum Alþýðulýðveldið Ísland ?
Fyrir utan hversu þetta er illa undirbúið og í trássi við vilja Alþingis, þá er ráðgerður kostnaður uppá fleiri milljarða bæði svívirðing fyrir þjóð í kreppu: Til viðbótar niðurlægingunni að láta þolendurnar borga fyrir eigin aftöku eins og í Alþýðulýðveldum tíðkast.
15.3.2009 | 12:37
Um hvað á að kjósa ?
Um hvað á að kjósa í apríl ? Bara það eitt að vinstriflokkarnir ætla að starfa saman eftir
kosningar ? Ekki hvað þeir ætli að gera ?
Er það ekki víst að þeir ætli að hækka skatta ? Færa fjármagnstekjuskatt í staðgreiðslu prósentu ? Hækka almenna staðgreiðslu ? Hækka skatta á fyrirtækjum ?
Hækka neysluskatta ? Taka upp eignaskatta og erfðafjárskatta ?
Hvað ætla þeir að gera í atvinnumálum ? Hvaða ætla þeir að gera í peningamálum ?
Hafa þeir hugmynd um það ?
12.3.2009 | 22:15
Kreppuvíxlar !
Mér fannst athyglivert þegar íslenzkur hagfræðingur sem starfar erlendis kom fram í Kastljósi og brá upp eftirtektarverðri hugljómun.
Hann sagði eitthvað sem svo, að horfði maður á jörðina utanúr geimnum myndi maður sjá að allt væri á sínum stað eins og fyrir kreppu. Peningarnir, mennirnir, verksmiðjurnar, auðlindirnar, tækin, húsin. Það eina sem væri farið væri traustið. Traustið milli manna og fyrirtækja. Enginn treysti öðrum og enginn vildi lána öðrum.
Þetta er athyglisverðasta greiningin sem ég hef heyrt á kreppu og orsökum hennar. Við erum hrædd hvert við annað. Við erum hrædd við bankana og þeir eru enn hræddari við okkur skuldarana. Við erum hrædd við náungann og höldum að hann ætli að stela af okkur. Við girðum okkur af bæði huglægt og verklægt.
Hvernig á að leysa kreppuna ?. Pólitískir leiðtogar halda að það verði gert með því að prenta peninga uppí orðin útlánatöp bankanna. Þetta læknar enga kreppu því að ríkisbankarnir eru ekki viðskiptabankar í eðli sínu og þora ekki að lána fólkinu. Þeir bara troða peningunum í götin hjá sér. Á Íslandi eru engir nefnilega engir bankar lengur heldur opinberar innheimtustofnanir, sem hafa það eitt að markmiði að svíða af viðskiptamönnum sínum sem allra mest. Hirða allt sem kló á festir en hætta ekki á neitt. Ríkisstarfsmaðurinn fær sama kaupið meðan hann er ekki rekinn og hangir í vinnunni milli 9 og 5 sálarlaus og áhugalaus um allt nema kaupið sitt. Hann er ekki rekinn ef hann tekur enga áhættu. Því bara svíður hann allt og alla sem hann getur.
Þetta fyrirkomulag dýpkar kreppuna stöðugt. Og kommúnistastjórnin, sem hér situr núna, sér ekkert til bjargar nema hækka skatta á almenningi til að fjármagna sértæk góðverk sín. Það gefur auga leið þegar öll stafsemi er á heljarþröminni og vöxtum er haldið í okurhæðum og gjaldeyrishöft algerlega ráðandi, ekker gengur að gera upp gamla svindlið ,að þetta leiðir beint til enn meiri vandræða, kreppu og kyrrstöðu.
Það sem þarf núna er að hækka ekki skatta og koma verðmætum í umferð meðal almennings. Það verður að vinna upp traustið aftur og lækka vexti í takt við minnkun verðbólguna.
Hið pólitíska vald er ekki megnugt um að koma neinu af stað. Alþingismenn eru ráðalausir hvað sem þeir segjast heita.Fólkið verður að taka til sinna ráða.
Mér hefur dottið í hug að Kauphöllin myndi prenta sérstaka númeraða kreppuvíxla. Þá gætu menn fengið til útfyllingar og selt sjálfir einhverjum vini sínum, sem ætti pening eða vöru sem hann vill selja. Kaupverðið á víxlinum er á milli þeirra. Víxlarnir mega vera í hvaða mynt sem er og til hvaða tíma sem er.
Kauphöllin tekur síðan útfylltan kreppuvíxilinn með samþykkjanda og útgefanda og auglýsir til sölu. Fjárfestir gerir hugsanlega tilboð og það myndast þá gengi á víxlinum og útgefandinn fær peninginn til baka mínus kostnaðinn, sem dregst þá frá hagnaði hans af viðskiptunum. Hann getur þá lánað aftur eða selt.
Kauphöllin heldur skrá yfir obligó hvers einstaklings og sölumöguleikar hinna skuldugu minnka með lægra gengi þeirra víxla en hinir fá betra gengi. Þannig fara viðskiptin af stað aftur í einhverjum mæli. Margfeldisáhrifin segja fljótt til sín og fólkið fær von og traust á sjálfu sér og náunganum.
Pólitíkusarnir og Seðlabankinn geta svo komið inní dæmið með því að greiða fyrir endurræsingunni á efnahagsvélinni. Þeir hafa sýnt það að þeir eru ekki færir um neitt af sjálfum sér sem getur komið efnahagslífinu á stað . Því verður einkaframtakið að höggva á hnútinn með þessum hætti.
Ef við gerum ekkert mun hönd dauðans og kommúnismans leggjast yfir þessa þjóð og valda hér ólýsanlegum skelfingum.
Við verðum að gera eitthvað til að endurreisa traustið milli manna. Þegar traustið kemur aftur þá breytist allt í mannheimi.
9.3.2009 | 21:53
Hærri skatta !
Hagfræðingur frá Bandaríkjunum kom fram í sjónvarpinu okkar í kvöld og ásakaði stjórnvöld þar í landi um að bregðast rangt við kreppunni með því að hafa ekki lækkað skatta. Ekki er líklegt að þessi kenning veki mikla athygli í ríkisstjórn Íslands eða hjá hennar hagfræðingum. Þeir voru aldeilis glaðklakkalegir saman þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson þegar þeir lýstu því í blaðaviðtali nýlega, að hér yrði að stórhækka skatta. Katrín Júlíusdóttir segir í útvarpi í dag að 150 milljarða halli sé á ríkissjóði og því verði að hækka skatta duglega.
Eru þarna ekki komnir snertifletirnir í komandi kosningum ?
Vinstriflokkarnir vilja allir hækka hér skatta sem allra mest. Þeir reyna að telja fólki trú um að breiðu bökin verði látin borga, ekki almenningur. Allir vita að það getur ekki gengið upp. Þeir munu leggja byrðarnar á allan almenning. Hinir eru bara ekki nógu margir til að borga. Vinstri menn hafa aldrei þekkt aðrar leiðir en hækka skatta sem mest til að geta úthlutað til sérþarfahópa.
Eina stjórnmálaaflið sem vill fara sem hægast í auknar álögur á almenning er Sjálfstæðisflokkurinn. Valið er því skýrt þegar til kosninga kemur. Kjóstu Sjálfstæðisflokkinn ef þú vilt hófstillingu í skattamálum. Kjóstu aðra flokka ef þú trúir því að hærri skattar séu það sem þjóðin þarfnast til að komast uppúr öldudalnum. Kjóstu þá ef þú vilt borga hærri skatta !
9.3.2009 | 12:09
Meiri krókaveiði.
Össur Skarpéðinsson ssagði svo í þingræðu 2005:
"Það eru ekki mörg ár síðan, ætli það sé ekki áratugur, að ég hélt hér miklar ræður um gagnsemi þessarar aðferðar við að vernda þorskinn í hafinu. Ég taldi þá að þessi vísindi væru miklu nákvæmari en reynslan hefur svo sýnt. Við höfum hins vegar horft upp á það á síðustu árum að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar sem benda til þess að þær aðferðir sem við höfum notað séu ekki nægilega traustar. Við höfum horft framan í ár þar sem tapast hefur nánast helmingurinn af áætluðum stofni í hafinu. Við höfum séð fram á það að upplýsingar sem hafa komið fram úr t.d. veiðiröllum hafa ekki reynst réttar. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég skrifaði á árum fyrr grein í Morgunblaðið og benti á að ósamræmi væri milli þess sem Hafrannsóknastofnun gaf út í lok þess árs sem æskilegt aflamark og þeirrar niðurstöðu sem kom fram í rallinu. Ég fékk aldrei skýringar á þessu misræmi, mér var einungis sagt að ákveðin aðlögun hefði átt sér stað.
Þetta er ekki traustvekjandi og það er heldur ekki traustvekjandi þegar Hafrannsóknastofnunin slær um sig þéttan varnarmúr og hleypir ekki að þeim aðilum sem gagnrýna kerfið. Ef menn geta fundið eitthvað að þeim aðferðum sem Hafró beitir á það að koma fram. Það hlýtur að vera í þágu vísindanna og þágu greinarinnar að einmitt gagnrýnendunum sé lyft. Við höfum hins vegar séð það aftur og aftur að þeim er kerfisbundið bægt frá.
Ég er þeirrar skoðunar að innan Hafrannsóknastofnunarinnar ríki kreddur. Alls staðar skapast kreddubundið andrúmsloft þar sem frjálsir vindar rökræðu og gagnrýni fá ekki að leika um. Ég er þeirrar skoðunar að með einhverjum hætti verði að skapa umhverfi þar sem samkeppni hugmynda á þessu sviði ríkir. Ég er þeirrar skoðunar að það væri ákaflega farsælt í fyrsta lagi að brjóta upp þetta kerfi sem við höfum í dag, þ.e. að á sömu hendi í sama ráðuneyti séu bæði eftirlit og rannsóknir með auðlindinni og hins vegar ákvörðunartaka um hversu mikið megi taka af henni. Þetta eru andstæðir hagsmunir sem vegast á og það er ekki farsælt.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé orðið mjög óheillavænlegt hvað þessi umræða er lokuð innan veggja Hafró. Við ræddum það fyrr í dag í þessari umræðu hvernig maður hefur stundum á tilfinningunni að öðrum og gagnrýnni skoðunum sé skipulega haldið frá. Annað birtingarform á þessari skoðanaeinokun Hafrannsóknastofnunar birtist í því að við þingmenn getum ekkert lengur hringt í fiskifræðinga og fengið upplýsingar. Við fáum bara upplýsingar sem við þurfum á að halda í gegnum forstjóra stofnunarinnar. Þannig er verið að straumlínulaga skoðanir Hafró og koma þeim á framfæri bara í gegnum einn munn, (Gripið fram í: Einn kanal.) einn farveg, og fyrir vikið verður þetta ákaflega einsleitt. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi hömluleysi hinnar frjálsu hugsunar sem ríkir við háskóla og þar sem samkeppni hugmyndanna er við lýði til þess að brjótast út úr þessum farvegi. Eitt örstutt dæmi: Hv. þingmaður Jóhann Ársælsson nefndi hér 25% aflaregluna. Enginn maður á Íslandi getur sýnt fram á hvernig hún var fundin. Ég hef farið í gegnum það. Ég barðist í gegnum það og skildi ekki. Ég fór og spurði sérfræðingana og þeir sýndu mér útreikninga sem leiddu að annarri niðurstöðu."
Nú er Össur í ríkisstjórn með Steingrími, sem var andstæðingur kvótakerfisins í núverandi mynd. Hafa þeir báðir breytt um skoðun ?
Nú voru fréttir um að hrefnan éti mun meira af bolfiski heldur en við veiðum. Það er því tíabært að fara að gera eitthvað í samkeppninni. Og nú vantar okkur meiri verðmæti á land og því tímabærara að láta smáatvinnureksturinn njóta örvunar á kostnað alþjóðlegra stórútgerða.
Meiri krókaveiði er leiðin sem á að byrja á , það segir enginn fiskinum að bíta á eða ekki. Slíkt getur ekki leitt til ofveiði eins og trollin. Og út með Hvalina á miðin og fækkum þessum afætum í sjónum. Offjölgun hvalanna eru orsökin fyrir síminnkandi afla okkar.
8.3.2009 | 11:59
Enn úti !
Fréttir helgarinnar og blaðaskrif um viðskiptin á fullu hjá Kaupþingsgreifunum vekja mann til umhugsunar um hvernig tekið var á Enrongæjunum í Bandaríkjunum. Okkar gæjar eru enn á fullu úti í London að selja Kaupþing í Luxemburg til Libýu svo að við getum ekki skoðað neinar bækur þar í framtíðinni.
Það er líka upplýst í Morgunblaðinu hvernig sömu menn hreinsuðu Kaupþing innanfrá fyrir hrunið. Þeir halda bara áfram að víla og díla. Ekkert gert í að tala við þá einslega þrátt fyrir nefndir og ráð. Þeir eru bara enn úti og virðast hafa nóg fyrir stafni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3420553
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko