Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
30.10.2010 | 14:22
Fiktað við Flateyri
Tilraun var gerð á Taiwan sem var sú að hverju mannsbarni var send úttektarheimild í tæwönsku efnahagskerfi upp á 150 evrur eða jafngildi um tuttuguþúsund króna. Fjögurra manna fjölskylda fékk þá um 80 þúsund króna úttektarheimild í hendur.
Þetta er einhverskonar afbrigði af þjóðlánastefnunni sem okkur var sagt í skólanum í gamla daga að hefði gefist illa þar sem hún hefði verið reynd. Því eins og John K.Galbraith segir þá eru peningar annaðhvort miklir og óábyggilegir eða litlir og áreiðanlegir. Hvortveggja er okkur Íslendingum í fersku minni.
Bankar geta aðeins þrifist í frjálsu hagkerfi ef innlán eru til staðar. Á þann hátt geta þeir búið til meiri peninga. Á Íslandi er eiginlega ekkert hagkerfi þar sem lögmál kapítalismans eru úr smbandi tekin og Seðlabankinn er nærri einn um ávöxtun viðskiptabankanna. Það er engin eftirspurn eftir lánsfé á markaði og ekkert í boði heldur. Og sparnaður er að hverfa burt í umhverfi neikvæðra vaxta.
Ríkissjóður þeirra á Taiwan átti pening fyrir þessu. Þeirra kenning var sú, að þetta skilaði sér margfalt til baka. Og Jón Gunnarsson vinur minn segir mér þaðan að þeir Tæwanar hafi sagt sér að þetta hafi svínvirkað. Efnahagslífið hafi tekið fjörkipp þó auðvitað ekkert sé eilíft.
Setjum svo að ríkissjóður ætti afgang hér og þetta væri gert. Virðisaukaskattur myndi strax koma inn aftur sem 30 evrur. Síðan kæmu tekjuskattar af umsvifunum sem við gætum giskað á að næmu 20 evrum. Síðan kæmu inn allskyns önnur áhrif sem lífeyris-og tryggingagjöld sem og minnkun bóta og styrkja, segjum hugsanlega 10 evrur í viðbót. Vinsamlega athugið að þetta eru skot í bláinn en ekki útreikningar.
Svo er hin spurningin um hvort bætur myndu skerðast vegna aðgerðarinnar og hvort hún yrði skattlögð, sem mér finnst líklegra en hitt. Allt þetta gæti þýtt endurheimtur uppá kannski 10 evrur í viðbót öllu áðurtöldu. Nettó útstreymi ríkissjóðs yrði því kannski aðeins helmingur upphæðarinnar. Samtals tuttugumilljón evrur eða svona þrír milljarðar króna. Sem við að vísu eigum ekki.
Hvaða áhrif hefur þriggja milljarða innspýting á efnahagslífið? Hvað skyldi væntingavísitalan hækka mikið? Hvað myndi slík hugarfarsbreyting endast lengi? Ekki hafa fréttir af afskriftum lána útrásarvíkinganna nein slík áhrif. Né heldur auglýsingar frá Iceland Express, Samskipum, Fréttablaðinu og Stöð 2, Húsasmiðjunni, Bónus, Pennanum, steypustöðvunum, og ríkisbankakvartettinum.
Sala bankanna og Landsímans höfðu þau áhrif á sínum tíma að stundarhagur ríkissjóðs batnaði. Hann hefði haft ráð á þessari tilraun þá en kaus að byggja hátæknisjúkrahús í staðinn og auka eyðslu sína sem aldrei fyrr.
Þar sem þessi glaðningsstefna í anda þess sem þeir gerðu á Taiwan átti sér föðurland var í Albertafylki í Canada. Þar varð flokkur með þessa hugmyndafræði stór þó að ekki kæmi hann stefnunni fram einni og sér. Hún varð ekki framkvæmd beinlínis með þessari formúlu. En olíutekjur fylkisins breyttu áherslum þar eins og allar slíkar ríkistekjur.Ég er ekki kunnugur framhaldi málsins en flokkurinn er enn til í smækkaðri mynd.
Er ég að leggja það til að við prófum þetta?
Nei og já. Þarf ekki eitthvað að gera?
Hvernig væri að senda hverjum landsmanni landsmanni aflaheimild uppá einhver aukin þorskígildiskíló? Það væru raunveruleg verðmæti sem fólkið gæti nýtt sér en kostuðu ríkissjóð ekki neitt. Nýlega eru allir stjórnmálamenn búnir að staðfesta að þjóðin eigi fiskinn. Útvegsmenn töpuðu því engu beinlínis en yrðu auðvitað fúlir. En hver yrðu áhrifin fyrir hinar aðþrengdu fjölskyldur ? Þurfa þær ekki einhverja huggun? Ekki batnaði bjartsýnin við gengislánadóminn á Selfossi sem þýðir endalok fjölda heimila og aukinn landflótta ekki síðar en eftir staðfestingu Hæstaréttar.
Í stað tilraunar frá Taiwan gætum við þá ekki fiktað við Flateyri?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2010 | 19:21
Flokksræði
er orð sem margt fólk tekur sér í munn þegar rætt er um stjórnmál. Flestu er þessu fólki sameiginlegt að það hefur lítt starfað í stjórnmálum. Heldur er það ákveðið í þeirri skoðun að stjórnmálamönnum gangi fátt annað til en að hugsa um eigin rass og maga.
Það er eignlega tilgangslítið að mæla stjórnmálaflokkum bót við þetta fólk. Það setur alla í sömu skúffu sem framagosa sem hafi ekki aðrar hugsjónir en þær sem áður var getið. Það vill þó flest fá að kjósa eftir mannkostum, þennan af þessum lista og hinn af hinum. Einhverskonar stjórnlagaþing eins og nú er í bígerð að kjósa.
Hvernig sjá menn það fyrir sér að svoleiðis fyrirkomulag muni virka? Á stjórnlagaþingið eiga að veljast 25 menn sem hafa hugsanlega aldrei hitzt áður. Vita ekkert hvorn um annan eða skoðanir hvers annars. Vita ekki hvort þeir deila einhverjum grunnhugsjónum eða ekki. Sitja með sfinsk- og uglusvip til þess að ekki skíni í vanbúnaðinn. Eða láta móðan mása um hluti sem þeir skilja varla sjálfir. Hvernig í veröldinni á þetta lið að byrja að skrifa stjórnarskrá? Verður það ekki að byrja á því að fara á blindfyllerí saman til að kynnast? Eftir svoleiðis veislu fara hugsanlega að myndast kunningjahópar, sem hugsanlega er ekki mikill vinskapur á milli. Þetta verður því að örstjórnmálaflokkum, sem byrja að ná saman um einhver atriði. Smám saman vex skoðanaágreiningurinn og sumir flokkarnir stækka og aðrir minnka. Einhverjir fara að tala meira og aðrir minna. Einhverjir fara í fýlu og vilja ekki taka þátt í vitleysunni með hinum. Hugsanlega fæst eitthvert plagg sem enginn er ánægður með en hugsanlegt er að meirihlutinn geti sætt sig við í bili.
Fara menn ekki að sjá hversvegna stjórnmálaflokkar myndast yfirleitt eftir þessa æfingu í slembikjörnu hópstarfi um jafn einfalt verkefni eins og skrifa stjórnarskrá fyrir eitt lýðveldi? Þremur Bandaríkjamönnum tókst þetta verkefni fyrir álíka mörghundruð árum síðan og dugar enn. Trúum við því að framleiðsla þessa stjórnlagaþings okkar þings verði eitthvað haldbetri?
Af því að hér varð hrun og skelfing þá hafa óprúttnir stjórnmálamenn hent því fram fyrir lýðinn að það vanti stjórnarskrá mest af öllu. Af hverju? Er það til annars en að dreifa huga fólksins frá þeirra eigin afglöpum og þætti í ógæfunni? Draga athyglina frá neyðinni sem fólkið býr við vegna þeirra ráðstafana eða ráðstafanaleysi? Brauð og leikir fyrir lýðinn til að halda völdunum sjálfir? Og fólkið refsar stjórnmálamönnum fyrir aulaháttinn með því að kjósa einhverja grínista.
Ég er þeirrar skoðunar að við verðum að hefja stjórnmálaflokka aftur til vegs og virðingar. Núna eru í gangi allskyns æfingar með fólki sem eru fulltrúar fólksins sem gerði uppreisn gegn því sem það kallaði flokksræði og taldi andstæðu lýðræðisins. Jón Gnarr og Þór Saari eru aðeins dæmi um slíka fulltrúa svo ágætir sem þeir báðir eru. En án hóps fylgismanna og bandamanna, koma svona riddarar einhverju afgerandi til leiðar sem flokkarnir gömlu geta ekki? Því miður er engin leið önnur en að leyfa þessu ferli að ganga til enda. Flokksbrot rísa og hverfa hérlendis og hafa sýnt sig að vera til einskis varanlegs gagns. Aðeins vandaðir stjórnmálaflokkar með heilsteyptar stefnuskrár vara. Og því betur gefast þeir sem þeir eru færri og stærri. Berum saman Ítalíu og Bandaríkin hvað þetta varðar.
Stjórnmálaflokkar eru farvegur fólks sem getur náð saman um skoðanir sinar. Þeir eru ekki apparöt sem einhverjir "flokkseigendur" ráða. Forystusveit sem nýtur trausts flokksmanna sem kýs þá fær þessa nafngift umsvifalaust af þeim sem fyrir utan standa. Þeir fyrir utan segja flest af Ólafi kóngi eins og löngum hefur loðað við. Innávið eiga menn að deila í stjórnmálaflokkum en standa saman útávið eins og samlyndra hjóna er háttur.
Þegar á Alþingi er komið, hvernig sjá þessir flokkafordæmendur fyrir sér að þingmenn kosnir í stjórnlagaþingsstíl myndu geta komið einherjum málum áfram? Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn að rökræða þetta í alvöru. Hvergi í veraldarsögunni eru þess dæmi að slíkt stjórnarfar hafi til árangurs leitt. Það er fulltrúalýðræðið sem hefur allstaðar sýnt sig að vera nauðsynlegt. Þjóðaratkvæðagreiðslur duga ekki nema í einstöku málum. Sem regla ganga þær ekki, það ætti að blasa við hverjum sem vill hugsa.
Það verður að vera flokksræði. Svo einfalt er það.
28.10.2010 | 11:53
Stefnuskrá Steingríms
hefur stundum þvælst fyrir mér að skilja útfrá sjónarhóli kjósenda VG.
Á heimasíðu VG er þessi klausa:
"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."
Kemur þetta ekki prýðilega vel saman við þær stjórnarathafnir formannsins að vera nú í aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Sem nýjustu fréttir herma að gangi vel og séu jafnvel að nálgast lokastig.
Eitt af þeim skilyrðum sem uppfylla verður af Íslands hálfu er að gengið sé frá Icesave málinu. Formaðurinn og foringi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hafa marglýst því yfir að þeir séu að vinna að frágangi þess máls og lausn sé að nálgast. Hugsanlega samrímist lausnin þjóðaratkvæðagreiðslunni frá í vor. En sjálfsagt skiptir meira máli að láta Icesave málið ekki tefja frágang aðildarinnar.
Hugsanlega hafa einhverjir flokksmenn huggað sig við það, að stefna flokksins sé óbreytt þó að gert hafi verið hlé á henni tímabundið til þess að halda flokknum í stjórn. Menn hafa stundum orðið að sætta sig við málamiðlanir og þrýsting. En hversu lengi ? Og hversu langt geta menn gengið? "Brinkmanship"(sú stjórnlist að tolla á barmi hengiflugsins án þess að hrapa) var þekkt hugtak á tímum kalda stríðsins og nær sjálfsagt yfir þessi mál líka.
Það er vissulega gott til þess að vita fyrir okkur andstæðinga Evrópusambandsaðildar að þjóðin lúti ráðherraleiðsögn formanns flokks með jafn skýra stefnuskrá og Vinstri Hreyfingarinnar Græns Framboðs.
Vonandi er stefnuskrá Steingríms sjálfs jafn afdráttarlaus og tilvitnaður textinn hér að ofan. En ég er samt ekkert alltof viss.
27.10.2010 | 16:38
Minnihlutinn traðkar á meirihlutanum
þegar einhverjir kommatittir í menningarnefndum ætla að banna íslenskar siðvenjur og hefðir svo sem litlu jólin og kristnifræði í skólunum bara af því að einhverjir minnihlutahópar þoli ekki biflíuna eða sálmasöng. Minnihlutahóparnir sem eru með múður eru venjulega fólk sem er alið uppí einhvejum miklu vitlausari trúabragðaheimi en við eigum að venjast hérlendis. Margir Íslendingar gefa lítið fyrir trúarbrögð yfirleitt. En flestir þeirra hafa þann þroska að láta aðra í friði með sitt kukl og særingar.
62. grein stjórnarskrárinnar mælir hinsvegar fyrir um að evangelíska kirkjan sé ríkiskirja sem ríkisstjórnir eigi að styrkja. Meðan þetta er í gildi þá eigum við ekki að hlusta á einhverja sérvisku minnihlutahópa frekar en hommar og lesbíur eigi að breyta giftingarformálum eða brúðarsálmum þjóðkirkjunnar.
Ég get ekki séð að við þurfum eitthvað umburðarlyndi umfram það sem aðrir sýna okkur. Fá íslensk börn undanþágu frá Kóranfræðum ef þau ganga í arabíska skóla? Hversvegna eigum við að lána míslímum Háskólakapelluna til þess að reka þar upp rassinn? Ætli þeir myndu vilja lána okkur moskurnar sínar heima hjá sér undir þorrablót til dæmis?
Ég man eftir því að fáeinum börnum strangvantrúaðra foreldra var bannað að vera í kristnifræðitímum og tóku ekki próf í bibblíusögum þegar ég var í barnaskóla. Ég sótti þessa grein þó lítttrúaður væri og tók uppsláttarpróf sem hífði upp meðaleinkunnina. Ég hef ekki orðið var við neinn varanlegan sálarskaða hjá mér vegna þessa lærdóms frekar en annað sem maður hefur lært. Allur lærdómur þjálfar heilann og ég þekki engin dæmi þess að menn skaðist af því að vita eitthvað. Hinsvegar er fáfræði mörgu fólki fjötur um fót. Getur það ekki verið orsökin fyrir alýktunum menningarráðs Reykjavíkurborgar fremur en einhverjir göfugir umburðarlyndiseiginleikar ?
Það var meira að segja einhver kristnifræði 1.bekk í Gaggó minnir mig og krakkarnir gengu til prestsins til að fermast og fengu frí í tímum til þess þó ég gerði það ekki. Ég fékk enaga sérstaka umbun útá það og var ekki einu sinni fúll.
Málið er að ef þjóðin ákveður og styðst við stjórnarskrána að námskráin í skólunum skuli vera kristin þá er hún svoleiðis og engar nefndir skipaðar einhverjum kommatittum úti í bæ eiga að breyta því fyrr en komin er ný stjórnarskrá og námsskrá. Einhver tillitssemi við litla minnihlutahópa, hvort heldur eru illakristnir Íslendingar,múslímakrakkar eða gyðingar á hér ekkert við.
Ef þessir minnihlutar þola ekki meirihlutann útaf einhverjum trúarbrögðum, mismunandi afstöðu til þjóðsagna eða orgelspils, þá eiga þeir bara að fara annað og hætta að traðka svona á meirihlutanum.
27.10.2010 | 08:33
"...og ló víða til "
Össur Skarphéðinsson fer mikinn í fjölmiðlum til að gylla Evrópusambandsinngönguna fyrir Íslendingum. Eitt af því sem honum er tamt er að lýsa uppgangi Maltverja eftir inngöngu þeirra. Það er ekki á færi vesælla bloggar að etja kappi við mann sem hefur heilt ráðuneyti til þess að matreiða fyrir sig réttina. En reyna má stuttlega að skyggnast um í boðskapnum.
En hvað er Malta?
Þetta er fátækt ríki í litlu landi með 406 þúsund sálir og 65 þingmenn. Algerlega háð ferðamennsku þar sem 35 % af tekjum þeirra kemur þaðan. Þýðir allstaðar sama og láglaunastörf. Iðnaðarframleiðsla er aðeins 25 % og þjóðartekjur 24 þúsund dollarar sem er aðeins þrír fjórðu af meðalatali eymdarinnar í 27 löndum öðrum en Þýzkalandi í EU. Atvinnuleysi er 7 % eða svipað og hér þrátt fyrir að hafa haft evruna frá 2008. Landið er í Schengen og við vitum hvað það þýðir. Malta er líka fríhöfn þar sem erlend fyrirtæki geta athafnað sig að vild.
Malta á að fá 840 milljónir evra í þróunarstyrki frá Evrópusambandinu til 2013. Landið er sem sagt á framfæri Þjóðverja í Evrópusambandinu með hinum vanþróuðu ríkjunum. Fjórföldun á litlu þarf ekki að vera mikið eða skipta sköpum þó að Össuri finnist það.
Maltverjar róa að því öllum árum að laða til sín Tortolaliðið", vogunarsjóði með allsherjar skattleysi sem og erlenda skattsvikara til þess að koma með peninga og bjóða eftirlitsleysi og frelsi í staðinn. Sjálfsagt skýrir þetta tölur Össurar um aukningu erlends fjármagns á eyjunni. Meðal annars er Actavis í mikilli uppbyggingu þarna og væru því hæg heimatökin fyrir Össur að afla sér upplýsinga um ástæðurnar. Íslendingar verða að fá sér önnur stjórnvöld en Össur ef þeir eiga að geta haft tækifæri til svipaðrar útrásar eins og er í gangi á Möltu og aðra meðreiðarsveina en Steingrím J. Sigfússon og Má í seðlabankanum. Kyrrstaða, höft, AGS og bönn eru ekki það sem Maltverjar eru að þróa hjá sér.
Vonandi nennir einhver að rannsaka fullyrðingar Össurar um hitt og þetta þegar hann er að skrifa sínar áróðursgreinar með Evrópusambandsaðild. Þegar hann talar um atvinnuuppbyggingu hérlendis á vegum Evrópusambandsins sem svar við atvinnuleysi okkar þá talar hann um Möltu en ekki Spán, Írland og Litháen, þar sem atvinnuleysið er margfalt. Væntanlega fær hann jarlstign hjá ES fyrir liðveisluna við að koma landinu í hendur konungs eins og Gissur í gamla daga.
Íslendingar verða að varast orðræður Össurar í Baugstíðindum um ágæti Evrópusambandsins. Um hann má segja eins og öðrum spunameistara var lýst eitt sinn, .."og ló víða til".26.10.2010 | 15:11
Hvað með sjónmengun
þar sem kristin trúarhof blasa við? Eru þau ekki uppáþrengjandi fyrir mannréttindaráðið? Gæti beint huga barna á rangar brautir? Er ekki hættulegt að biflían sé á almannafæri? Gæti það ekki stuðað einhverja?
Er hann ekki óbærilegur þessi léttleiki tilverunnar.
Enn óljóst með samskipti trúarhópa við skólabörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2010 | 08:44
Furðuflokkur
er er þessi Vinstri Hreyfing Grænt Framboð.
Flokkur sem segist vera eindregið á móti aðild að Evrópusambandinu lýtur alræðisvaldi Evrópusinnans Steingríms J. Sigfússonar. Formaðurinn og ríkisstjórnin siglir þöndum seglum til aðildar ásamt Samfylkingunni. Evrópusambandið fær að dæla hér inn milljörðum til að liðka fyrir skilningi landsmanna á kostum aðildar. Þessir fjármunir renna greinilega að langmestu leyti til Samfylkingarinnar og fyrirtækja henni tengdra. Fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs og konu hans verður þar auðvitað mikilvirkast og sér því fram á batnandi fjárhag sem ekki mun veita af með langan gjaldþrota-og afskriftahalann á eftir sér.
Hjörleifur Guttormsson er með múður hins áhrifalausa flokksmanns í Morgunblaðinu í dag. Hann telur að flokksmenn eigi að hafa um það að segja hvaða stefna sé framkvæmd af ríkisstjórninni gagnvart sambandinu. Þvílíkur barnaskapur.
En auðvitað kemur það fyrir ekki. Steingrímur er að því leyti líkur Adolf Hitler að hann er gersamlega sannfærður um að þjóðin geti ekki án þess verið að sé ráðherra. Allir aðrir hafi einfaldlega rangt fyrir sér. Það beri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Það sé hans persónulega mikla hlutverk í mannkynssögunni sem skipti meira máli en einhver villutrú í röðum óbreyttra flokksmanna eða sauðsvarts almennings.
Verkefni ríkisstjórnarinnar virðist vera að beygja almenning í landinu þar til hann örvæntir og gengst konungi á hönd. Það verkefni gengur ágætlega. Kreppan dýpkar og vonleysi almennings vex. Gjaldeyrishöft verða hér árum saman ef svo fer fram sem horfir og útlendingar heimta sína 1000 milljarða útúr hagkerfinu. Ríkisstjórnin er búinn að breyta krónuinneignum þessa fólks í gjaldeyriskröfur til að þóknast AGS.
Vöruflutningar til landsins dragast nú saman sem aldrei fyrr. Og raunar í heiminum öllum sem bendir til dýpkandi alþjóðlegrar lægðar en ekki hins gagnstæða. Við þessar aðstæður er stjórnmálaforysta Steingríms J. Sigfússonar einmitt það sem þessi þjóð þarf á að halda?
Á meðan Róm brennur leikur þessi furðuflokkur á fiðlu.
25.10.2010 | 08:21
Áfram stelpur, áfram Jónína Ben!
Í dag er kvennafrídagurinn. Þó ég hafi alltaf verið þeirrar skoðunar að konur ráði því sem þær ráða vilja, þá hef ég ekki á móti því að þær haldi okkur við efnið. Kannski ættum við karlar að klæðast búrkum í dag kl. 2:45 svo að við bendum þeim á hverjir hafi völdin ?
Ég ætla að viðurkenna hér og nú að ég hef lengi verið í aðdáendaklúbbi hennar Jónínu Ben. Hún bregst ekki væntingum mínum í Mogganum í dag. Þar skrifar hún sem fyrr akkúrat það sem ég vildi sagt hafa. Fyrir þá sem ekki lesa Mogga er rétt að undirstrika þær spurningar sem hún telur upp:
Jónína segir meðal annars:
"Finnst ykkur eðlilegt að aðeins einn innherjadómur hefur fallið tveimur árum eftir hrun?
Finnst ykkur eðlilegt að aðeins einn útrásarvíkingurinn hefur verið úrskurðaður gjaldþrota - það er Björgólfur Guðmundsson?
Finnst ykkur eðlilegt að vita ekki hverjir eru eigendur einkavæddu bankanna tveggja og allra sparisjóðanna sem tæmdir voru innan frá?
Finnst ykkur eðlilegt að dæla tugum milljarða inn í andvana fjármálafyrirtæki og fjárglæfra-tryggingafyrirtæki?
Finnst ykkur eðlilegt að afskriftir í bönkum flytjist ekki til almennra skuldara meðan útrásarvíkingar njóta vildarþjónustu og djamma sem aldrei fyrr?
Finnst ykkur eðlilegt að kúlulánafólk og hrunverjar stýri skuldaaðlögun fórnarlamba sinna úr bönkunum?
Finnst ykkur eðlilegt að Jóni Ásgeiri og Högum sé boðið upp á milljarða afskriftir í 1998 og nú aftur í Högum og áður í Baugi, FL Group, Landic Property... á sama tíma sinnir hann ráðgjafastörfum fyrir þrotabú Baugs í Bretlandi?
Finnst ykkur eðlilegt að skiptastjóri Baugs hafi setið í stjórn Baugs?
Finnst ykkur eðlilegt að Samfylkingin ráði kúlulánþega úr Landsbanka og pólitíska handlangara í dúsínum án auglýsinga í störf á vegum ríkisins?
Finnst ykkur eðlilegt að allir skattar séu hækkaðir á landsmenn en »eignir« útrásarvíkinga ekki frystar?
Finnst ykkur eðlilegt að skatturinn sé ekki á fullu að innheimta frestaðan gervisöluhagnað hlutabréfa fyrri framtala hjá útrásarvíkingum?
Finnst ykkur eðlilegt að FL Group/Stoðir, Exista, Eimskip, Egla o.fl. fái nauðasamninga til að komast hjá riftun á samningum og rannsókn á bókhaldi sem óháður skiptastjóri þrotabús myndi leiða?
Finnst ykkur eðlilegt að lífeyrissjóðir landsmanna taki þátt í þeim blekkingarleik með útrásarvíkingum með því að láta löngu dauð fyrirtæki lifa og þar með nýta komandi ár til afskrifta?
Finnst ykkur eðlilegt að lífeyrissjóðir landsmanna hafi ekki enn kallað eftir opinberri rannsókn á meðferð fjármuna í hrunfyrirtækjum?
Finnst ykkur eðlilegt að stjórnir lífeyrissjóða eru óbreyttar (ein eða tvær undantekningar) frá því fyrir hrun?
Finnst ykkur eðlilegt að ekki hafi verið krafist styrkjalista hjá Glitni?
Finnst ykkur eðlilegt að Arion banki hafi afhent Ólafi Ólafssyni Samskip?
Finnst ykkur eðlilegt að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans liggi vaxtalausar í London?
Finnst ykkur eðlilegt að kúlulánakóngur frá Glitni, handgenginn Magma Energy, sé ráðinn framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun án auglýsingar?
Finnst ykkur eðlilegt að Jón Ásgeir og frú galdri fram spilapeninga í reksturinn á gjaldþrota fjölmiðlasamsteypu?
Finnst ykkur eðlilegt að nýskeindir bankamenn skili 24, 15 og 12 milljarða hagnaði ?
Finnst ykkur eðlilegt að íbúðalán sem voru flutt frá gjaldþrota bönkunum til endurreistu bankanna með 45% afföllum skili sér ekki strax til almennings, en honum í staðinn lofað útburði og eignaupptöku á þessu ári?
Finnst ykkur eðlilegt að Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem nýtur trausts stjórnvalda, hughreysti almenning með því að segja að það gæti verið að íslenskur banki færi á hausinn án þess að hann vissi af því?
Finnst ykkur eðlilegt að Jón Ásgeir staðfesti að stjórnendur Baugs tóku út vörur fyrir milljónatugi úr verslunum fyrirtækisins á 40% lægra verði en viðskipvinir? Skatturinn gerir ekkert til að rannsaka hvort hafi verið greiddur skattur af þessum fríðindum.
Er það eðlilegt að Einar Karl Haraldsson fái fimmtu vinnuna hjá ríkinu á innan við einu ári?
Er það eðlilegt að vaxtagreiðslur ríkissjóðs vegna sértryggðra innistæðna hlaupi á hundruðum milljarða tæpum tveimur árum eftir hrun? Enn og aftur eru það skattgreiðendur sem borga brúsann.
Finnst ykkur eðlilegt að opinbera fyrirtækið HS veitur sé veðsett fyrir 10 milljarða?
Finnst ykkur eðlilegt að Gaumur Jóns Ásgeirs og fjölskyldu fái kyrrstöðusamning við einn bankann sem þýðir að ekki er hægt að ganga að hrunvaldi Íslands ?
Ég skildi ekki hvar þið voruð þegar landinu var rænt og ég botna ekkert í því hvar þið eruð núna, þegar verið er að ræna því öðru sinni. "
Mér finnst eðlilega að þetta sé skörp og hnitmiðuð greining. Þetta er eðlilega akkúrat það sem ég vildi vita sjálfur.
Mér finnst ekki eðlilegt að maður heyrir tröllasögur um spillingu á vegum skilanefnda bankanna og að verið sé afhenda völdum aðilum eignir á tombóluverði.
Mér finnst ekki eðlilegt að skilanefndirnar virðast staðráðnar í því að skila engu af sér heldur starfa til eilífðarnóns á kauptöxtum sem slaga uppí gamla Kaupþingsbankann þegar hann var og hét.
Mér finnst ekki eðlilegt að engin tímamörk virðist gilda í uppgjörum bankanna og áframhaldsrekstri fallíttfyrirtækjanna.
Áfram stelpur !
Og áfram Jónína Ben!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2010 | 07:48
Umskipun
á Íslandi er orðið slagorð í hugleiðingum manna um fríverslun. Í grein eftir Óla Björn stendur þetta:
"Flest bendir til að á komandi árum opnist ný siglingaleið á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs þvert yfir Norður-Íshaf með minnkandi ís og nýrri siglingatækni þar sem ísvarin stórflutningaskip brjóta sér leið í gegnum ísinn árið um kring. Því eru góð skilyrði á Íslandi fyrir umskipunarhöfn sem þjónað gæti flutningum milli meginlanda Evrópu og Ameríku um Norður-Íshaf til Asíu. Bráðnun íshellunnar mun einnig opna aðgang að náttúruauðlindum og breyta aðgengi að ýmsum fiskistofnum. Þessar breytingar hafa veruleg áhrif á »geópólitík« í Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu. "
Gott ef satt væri. En loftslagsbreytingar geta farið á hvorn veg sem er og hnattræn hlýnun er alls ekki sjálfgefin. Sólinni getur þóknast að grípa inn í það ferli.
En það er þetta með umskipunina. Ég kem bara ekki auga á það að hér leggi að skip til að skipta út gámum sem eiga að fara á mismunandi staði.Ekki frekar en menn færu að skipta vörubílshlassi við Suðurlandsvegamót vegna þess að hluti eigi fyrir sér að fara til Selfoss. Virka flutningakerfi yfirleitt svona?
Ég er alveg sammála Óla Birni um nauðsyn fríverslunar og og betri möguleika Íslands til að versla við þau 192 þjóðríki sem eru í Sameinuðu Þjóðunum fyrir utan þröngt tollabandalag með 27 ríkjum í litlu Evrópu. Ég skil þau ríki líka vel að þau sjái möguleika sína vaxa með því að hremma Ísland. Þessvegna þurfum við ekki að nota vafasamar röksemdafærslur.
Við þurfum ekki að tala um umskipun sem rök gegn landsölustarfsemi Steingríms og Össurar.
24.10.2010 | 17:17
Kaup fyrir komma
Heildarútgjöld Fjármálaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar nema 57 milljörðum króna. Ófyrirséð útgjöld nema fimm og hálfum milljarði króna og eru fjórði stærsti útgjaldaliður ráðuneytisins. Til viðbótar kemur 1 milljarður í viðbót í ýmislegt. Samtals slumpareikningur eftir smekk ráðherrans í þessu ráðuneyti meira en 10 % af heildarútgjöldum. Þetta þætti nú flott í venjulegum fyrirtækjum.
Eftirlaun ríkisstarfsmanna nema nærri 6 milljörðum. Eftirlaun ríkisstarfsmanna eiga greinilega ekki að skerðast því þau borgum við launþegar og lífeyrisþegar almennu lífeyrisjóðanna. En fjármálafíflin sem þeim stjórnuðu fyrir okkur án þess að við kysum þá, afrekuðu það að okkur eru réttir reikningar með tugprósenta skerðingum. Allt vegna afglapa forstjóranna og stjórnanna sem við kusum ekki.
Og nú eru þessir sjóðir farnir að reka Húsasmiðjuna og álíka fallíttfyrirtæki fyrir framtíðarlífeyririnn okkar. Ekki gátu forstjórarnir unnt ríkissjóði að láta taka skattinn strax af innborgunum í sjóðina. Það hefði rýrt spilapeningana hjá þeim en leyst allan bráðavanda ríkissjóðs. En þetta var líka tillaga frá Sjálfstæðismönnum og norræna velferðarstjórnin hlustar ekki á þá.
En eftirlaunamenn ríkissjóðs skulu ekkert taka þátt í almennum bágindum þjóðarinnar og eiga einskis í að missa af sínum betri eftirlaunum. Væri til of mikils mælst að þeir tækju á sig smáskerðingu eins og aðrir eftirlaunamenn í þessu landi ? 10 % lækkun hjá þeim myndi langt til borga nýja sendiherrabústaðinn í London til dæmis.
Fjármálaráðherrann okkar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna Evrópusinna getur valsað með milljón á hvern einasta klukkutíma allt árið að eigin geðþótta. Ráðið fólk til starfa í gegnum opið tékkheftið. Leikið sér í sérverkefnum á sinn gagnsæja hátt sem voldugasti maður landsins eftir Jón Ásgeir.
Hann getur getur borgað talsvert kaup fyrir komma án þess að við hin höfum hugmynd um það.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko