Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
2.10.2010 | 23:25
Skuggi hins illa..
getur manni dottið í hug þegar maður horfir á myndina af Steingrím J. í Mogganum með fjárlagafrumvarpið undir hendinni. Frumvarpið sem óhjákvæmilega mun stórauka á eymd og atvinnuleysið á landinu.
Er ekki komið nóg af forystu þessa manns? Af hverju þurfum við að þjást lengur með honum? Þarf ekki að leita annarra leiða en bara hækka skatta og draga saman ne bregða færi fyrir alla atvinnustarfsemi?
Er ekki rétt að fara í kosningar til Alþingis áður en skuggi hins illa leggst yfir þjóðina til langframa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2010 | 13:29
Kosningar eru óhjákvæmilegar
þegar mörg þúsund manns koma saman til mótmæla setningu Alþingis á Austurvelli. Við getum ekki ætlast til þess af fámennu lögregluliði okkar að það standi í bardögum við borgarana til að vernda það hyski sem nú hersetur Alþingi. Það hefur sýnt sig ófært til að ráða við þann vanda sem það var kjörið til. Fólkið fyrir utan segir að tíminn sé liðinn sem því var ætlaður til verka.
Þetta fólk á Austurvelli mun heldur ekki skilja að nú sé rétti tíminn fyrir dúfnaveislur á kostnað almennings eins og Landsbankinn er að halda í kvöld. Einskonar sigurhátíð bankans með kampavínsfrauði fyrir allar húseignirnar sem hann er búinn að láta slá sér úr hópi mótmælendanna sem stóðu á Austurvelli í gær. Þar var fólk úr millistéttinni sem hefur misst alla þá undirstöðu sem millistéttin á Íslandi hefur byggst á og hét "eign fyrir alla". Þetta bruðl gjaldþrota ríkisfyrirtækis er þvílík blaut tuska í andlit þessa fólks að engu tali tekur. Vonandi láta einhverjir óboðnir í sér heyra fyrir utan þetta samkvæmi.
Hvað eigum við að gera ef stórfjölgar í hópi mótmælenda? Þá fjölgar glæpamönnum líka í hópnum, hættulegu grímuklæddu fólki, sem er til alls víst. Viljum við hætta öllu samfélaginu, lögum þess og reglum, lögregluliðinu og lýðræðinu fyrir það eitt að núverandi þingmenn og ráðherrar á borð við Steingrím Jóhann og Jóhönnu Sigurðardóttur, haldi áfram að þiggja laun og eftirlaun fyrir að eyða tímanum í ekki neitt sem skiptir þetta mótmælafólk máli? Þetta fólk varðar akkúrat ekkert um Landsdóm eða aðrar maðksmognar klækjabrellur kommúnistanna fyrir innan gluggana.
Eina ráðið til þess að slá á reiði fólksins, sem allir, líka ónytjungarnir í ríkisstjórninni á þinginu, viðurkenna að sé mikil og skiljanleg, er að fólkið í landinu fái að velja sér nýja fulltrúa á þing. Alþingi en ekki einhverja trúðasamkundu eins og þjóðfund eða ráðgefandi stjórnlagaþing. Hvort þeir nýju fulltrúar verði hótinu betri en þeir núverandi veit enginn. Né heldur vitum við hverjir verða kosnir. En það verður nýtt fólk að hluta til og ný hlutföll flokka. Núverandi hlutföll þingsins eru ófær með öllu til að ná saman um neitt sem máli skiptir. Fólkið er ekki tilbúið að bíða lengur eftir að ráherrarnir hugsi málin og komi einhvertímann með tillögur um skjaldborg til varnar heimilunum.
Kosningar eru óhjákvæmilegar ef ekki á illa að fara.
2.10.2010 | 08:41
Hugrekki Dorritar
blasti við sjónvarpsáhorefendum þegar hún gekk hnarreist í fremstu röð að Dómkirkjunni og horfðist einbeitt á við mótmælendurna og grímuklæddan skrílinn sem grýtti eggjum og öðru að þingmönnum. Kjarkurinn skein úr andlitinu, hún deplaði ekki auga og flýtti sér hvergi heldur gaf sér góðan tíma til að bjóða sig fram til viðtöku skeytanna meðan þingliðið skaust inn í kirkjuna að baki henni.
Sama gerðist á leiðinni til baka, Dorrit gekk næst Austurvelli föstum skrefum og brá sér hvergi. Fjær mátti sjá hina minni spámenn hlífa sér sem best þeir máttu. Meðal annars má sjá í lítinn sköllóttann kall skjótast Tjarnarmegin í skjóli Forsetafrúarinnar á forsíðumynd Baugstíðinda í dag. Hugsanlega áttu mótmælendur heldur ekkert sérstakt erindi við manninn þar sem hrunið var ekki honum að kenna og maðurinn norrænn velferðarsinni.
Ég var stoltur af Forsetafrúnni minni, henni er greinilega ekki fisjað saman.
Og Apropos mótmælendur. Hversvegna er ekki rifjað upp að í Lögrelusamþykkt einhvern tímann var lagt bann við því að ganga grímuklæddur á almannafæri. Mér finnst ótækt að líða huglausum svartklæddum lambhúshettumönnum að hlaupa um í röðum kjarkaðra mótmælenda. Þessir mögulegu glæpamenn eru til alls vísir í skjóli grímubúningsins og svona Mökkurkálfar koma óorði á heiðarlegt fólk sem er mætt til að mótmæla í krafti eigin sannfæringar.
1.10.2010 | 18:57
Er summa lastanna konstant?
Ég hitti mann sem þekkir til á fasteignamarkaði. Hann sagði að skilanefndir væru að selja unnvörpum fasteignir á afsláttarprísum til vildarvina sinna. Allt niður í 50.000 kall fermetrann fyrir nýjar eða nýuppgerðar íbúðir.
Einn Ameríkani hefði keypt fjörtíu íbúðir um daginn á slikk. Annar keypti fjórar íbúðir að svo góðum lánakjörum að hann hefur tugþúsindir í afgang af útleigunni þegar öll gjöld og afborganir hafa verið greidd. Það gefur auga leið að verðið hefur ekki verið hátt við þessar aðstæður.
Er að rísa hér upp ný stétt eignafólks sem er að fá eignirnar sem bankarnir eru búnir að láta slá sér í neyð fólksins fyrir k.. og kanel og geta leigt húsnæðisleysingjunum með stórhagnaði? Er þetta hið nýja norræna velferðarsamfélag Steingríms J. Sigfússonar?
Hversu lengi eiga þessar skilanefndir að geta rakað til sín launum sem nema tugþúsundum á tímann og geta svo hugsanlega verið að útdeila gjafapökkum til vina og vandamanna? Hefur einhver eftilit með þessum apparötum sem virðast hafa sjálftöku launa og kostnaðar? Er líklegt að slík apparöt muni einhvern tímann ljúka störfum né klára nokkuð af upphaflega verkefninu? Verði mörg ár til viðbótar í þessum störfum?
Og svo eru það bankarnir og lífeysissjóðirnir. Þeir virðast núna ráða öðruhverju fyrirtæki landsins og reka í samkeppni við þau fáu sem enn hjara á horriminni. Virðast þessi fyrirtæki ekki auglýsa þess meira og flottara sem þau eru vonlausara gjaldþrota? Ryðjast ekki jafnvel þekktir skynsemismenn fram á ritvöllinn til að verja þetta fyrirkomulag ef svo ber undir?
Hvað er orðið af markaðshagkerfinu sem við mörg trúðum á í gamla daga? Var ekki fyrirtækjum sem fóru á hausinn og gátu ekki borgað laun eða virðisaukaskatt ekki einfaldlega lokað? Var þetta ekki svona í því kerfi? Núna virðist ekkert fyrirtæki mega fara á hausinn nema að það sé handvalið til þess að smekk einhverra nafnlausra bankastráka eins og virtist vera í tilviki Sigurplasts? Virtist dómur Hæstaréttar um ógildingu gengisviðmiðunar lána ekki gilda þar og skuldirnar voru töfaldaðar? Almenningur æmti ekki né skræmti og enginn þingmaður né fjölmiðill krafðist rannsóknar. Líklega hefur Jón Ásgeir ekki átt fyrirtækið?
Kemur bara endalaust opinbert fé til þess að halda þessu öllu gangandi af því þeir segi að fólk missi annars vinnuna? Hvað með fólkið sem flytur daglega til útlanda? Er virkilega engum rekstri ofaukið í þessu hagkerfi þar sem þrisvar sinnum fleiri bankastarfsmenn halda úti umfangsminna bankakerfi heldur en gerist í Bandaríkjunum?
Er þetta ekki þessi sósíalismi andskotans eins og einhver skilgreindi það? Geta menn til viðbótar spurt sig hvort ný spilling þrífist á rústum hinnar gömlu? Hvort summa lastanna sé áfram konstant eins og Sveinn heitinn í Völundi sagði stundum á góðri stund?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419731
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko