Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
30.11.2010 | 23:36
Þjóðarþingið
um stjórnarskrána virðist mér vera býsna einsleitt SilfurEgilslið og Evruspekingar. Ég bið afsökunar ef ég alhæfi of mikið enda þekki ég ekki nærri alla sem bendir til þess að ekki séu þarna margir Sjallar.
Hvernig skyldi annars pródúktið verða sem frá þessu þingi kemur ? Og hvað skyldi Alþingi gera mikið með það þegar landsbyggðina vantar hérumbil ?
Lítur þetta eitthvað sérlega þjóðarþingslega út svona til að byrja með ?
30.11.2010 | 08:28
Félagi Svavar er forsetafúll
í Fréttablaðinu í dag. Hann er ekki kominn yfir það að Forsetinn kom í veg fyrir það að þeim félögum Svavari og Steingrími J. tækist að koma Icesave klafanum á þjóðina, sem hefði orðið henni óbærilegur sem allir vita. Þessir tveir áskrifendur ríkislaunatékka hafa ekki skilið það ennþá útá hvað það mál gengur og munu ekki skilja það héðan af.
Allt vegna þess að Forsetinn sagði einfaldlega á Blomberg að ef þjóðin ætti að borga erlendar skuldir (óreiðumanna) einkabanka þá ætti hún að hafa eitthvað um það að segja. Þetta þolir ekki þessi kommúnisti og líkir Forsetanum við Pútín og Medelev í sama manninum. Tekur undir með félaga sínum Steingrími sem tútinn af bræði ísjónvarpinu sakaði Forsetann um að vita ekki að það væri þingræði á Íslandi.Og svo auðvitað líka fúll yfir að átta sig á því að EU setur frágang Icesave sem skilyrði fyrir inngöngu Íslands. Pínleg pattstaða í aðlögunarpotinu.
Forsetafúll er félagi Svavar.
30.11.2010 | 08:16
Jóhanna þagnaði
skyndilega eftir stjórnlagakosninguna.
Skv. Merði árnasyni var þáttökuleysið Moggaklíkunni og Davíð að kenna.Samt var Mogginn ekki lesandi síðustu vikurnar fyrir greinum frá frambjóðendum til þingsins.Blað allra landsmanna, Fréttablaðið, sem hefur 187 % yfirburði yfir Mogga þandi sig í að hvetja vinstrafólkið til að kjósa. Einhverjir Sjálfstæðismenn létu lista ganga á milli sín með ábendingum um nöfn úr frambjóðendagerinu.
Allt kom fyrir ekki. Þjóðin, sem samanstendur af "fíflum sem kjósa fífl til að hjálpa fíflum að stela peningum" skv. Jónasi kristjánssyni, kom ekki á kjörstað að kjósa hann sjálfan á þingið.
Hversu lengi þegir Jóhanna?
29.11.2010 | 23:06
Á ekkert að gera?
Maður dettur um gamla frétt :
"Í yfirlýsingu sem Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group, sendi frá sér í apríl síðastliðnum, mátti lesa milli línanna að þrír milljarðar króna sem hurfu af reikningum FL Group skömmu fyrir kaup Fons hafi verið nýttir til að fjármagna kaup Fons. Peningarnir skiluðu sér þó aftur til FL Group um það fjórum mánuðum síðar, eða um svipað leyti og Sterling sameinaðist danska flugfélaginu Maersk. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, sagði í samtali við Morgunblaðið 21. apríl síðastliðinn að millifærslan sem um ræðir væri rannsökuð sem alvarlegt efnahagsbrot.
Það var síðan í lok desember 2006 að félagið NTH var stofnað til að kaupa Sterling og Iceland Express af FL Group. Þá þótti forsvarsmönnum FL Group tímabært að koma Sterling og Iceland Express af efnahagsreikningi félagsins. Í pósti sem Jón Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri FL Group, sendi til samstarfsmanns var varpað fram eftirfarandi spurningu: »Er ofmat IE jafnmikið og á ST, hlutfallslega?
Það er lykilatriði,« en þarna vísar Jón til félaganna Iceland Express og Sterling. Ofmat á eignum var því lykilatriðið í viðskiptunum. Tilgangurinn, var eins og áður sagði, að lappa upp á efnahagsreikning FL Group. Eins og áður sagði var sala Fons á Sterling til FL Group afkomutengd. Þau markmið sem miðað var við höfðu ekki náðst, þannig að FL hefði getað krafið Pálma um tæpa sex milljarða króna. Það var ekki gert, heldur var lausnin sú að stofna NTH sem keypti Sterling á enn uppsprengdara verði, 20 milljarða króna. NTH varð gjaldþrota fyrir ári, eignalaust með öllu. "
Pálmi þenur sig út í blöðunum og þykist vera að bjarga Íslandi á hverjum degi. Jakob Valgeir kaupir kennitölur og afskrifar milljarða, Jón Ásgeir þýtur um heiminn, Hannes Smárason býr í höll í London, Ólafur Ólafsson býr í Sviss í vellystingum.Eva Joly og Al Thani farin, Rúv og Fréttablaðið þegja. Bótasjóðir Sjóvár hurfu í hít Milestone bræðra og Seðlabankinn og þjóðin situr uppi með klúðrið. Eins og Húsasmiðjuna, Steypustöðina, Pennann, BYR, Landsbankann, Arion, Íslandsbanka.
Var þetta hrun þá bara allt í lagi ? Þarf bara ekkert að gera?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2010 | 08:28
Fjórflokkurinn
vann sigur í stjórnlagakosningunum.
Allar miklu messurnar um nauðsyn persónukjara, þjóðaratkvæða, 186 % yfirburða Fréttablaðsins yfir Morgunblaðið, virtust ekki breyta þeirri skoðun Marðar Árnasonar að Mogrgunblaðsklíka Davíðs hafi eyðilagt kosninguna. Hvað þá þegar Jónas Kristjánsson lýsir Íslendingum svo í þessu yfirburðablaði að "fífl kjósi fífl til að auðvelda fíflum að stela peningum. Þegar fólkið fær í fyrsta sinn að kjósa persónur fram hjá fjórflokknum, Þá nennir neyzlufólk bara alls ekki á kjörstað....."
Þjóðin virðist ekki vilja hlýða forsögn vinstri-elítunnar en setur traust sitt á stjórnaskrána sína sem leyfir Forsetanum að verja hana gegn því versta. Peningabrennsla ríkisstjórnarinnar í ævintýrum eins og aðlögunarviðræðunum eða stjórnlagaþingskosningunni virðist samt ekki hafa mikil áhrif á skuldugan almenning sem virðist trúa enn á fróman tilgang forystumanna stjórnarinnar.
Steingrímur hlaut þannig yfirburða traustsyfirlýsingu hjá sínum flokki, heil 38 atkvæði á móti 28 atkvæðum Phyrrosar Gíslasonar. Já, það er mikið fengið með því að hafa baklandið í lagi þegar maður hugsar til 1900 manna landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem fór sínu fram í Evrópumálunum. Jóhanna hvatti alla til að fara og taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, öfugt við það þegar hún hvatti fólk til að sitja heima í atkvæðagreiðslunni um Icesave. Það er merkilegt að skoðanir þjóðarinnar virðast alltaf snúa 180 gráður við skoðanir forsætisráðherra þjóðarinnar svo ekki sé minnst á utanríkisráðherrann. Meiri munur en er á kaffi og tei til dæmis.
Fulltrúalýðræðið er greinilega það sem fólkið telur vænlegasta stjórnarfarið. Rógsherferðin á hendur fjórflokknum virðist bundin við vinstri-elítuna , álitsgjafa Háskólans, RÚV og Fréttablaðið. Virðist traustið liggja frekar Morgunblaðsmegin, ...- og þá Davíðs?.
28.11.2010 | 21:03
Lítill fugl
er að tína eitthvað upp í sig í rennusteininum þegar ég kem æðandi á stórum bíl með ljósum eftir götunni. Fuglinn hoppar uppá gangstéttarkantinn meðan ég fer framhjá og sé í baksýnisspeglinum að hann hoppar niður aftur og heldur áfram að tína.
Getur einhver sagt mér hvernig þessi litli fugl með svona agnarlítinn heila getur farið að því að vita það að bíllinn minn, sem hlýtur að líta út eins og risaolíuskip í mínum augum sé ekki nærri eins hættulegur og kötturinn sem lúrir í garðinum og situr um hann. Hvernig getur þessi litli fugl vitað að það er land hálfan hnöttinn í burtu sem bíður þess að hann komi þangað eins og venjulega? Og hann gleymir því ekki á sólarströndinn í hitanum þar að á Íslandi er bjart allan sólarhringinn á sumrin?
Er ekki lífið undursamlegt og makalaust ? Hvernig getur svona lítill fugl vitað öll þessi ósköp? Eða þá hvernig laxinn getur ratað um hin rámu regindjúp til Borgarfjarðar?
Er maður ekki í raun stoltur af því að tilheyra mannkyninu þegar maður sér myndir frá Hubble- sjónaukanum af endimörkum alheimsins billjón ljósár í burtu? Að svona lítill maur eins og maðurinn geti vitað allt þetta? Og svo hversu lítið hann veit um margt annað ? Hvernig þráin eftir því að eignast kjarnorkusprengju til að geta hent á hina óguðlegu knýr hann áfram til hetjudáða fyrir Guð og ættjörðina
Hvað á þessi litli fugl?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.11.2010 | 12:40
Gáttaður
og kexaður er maður gersamlega að lesa í Morgunblaðinu á aðfarir Landsbankans og Jakobs Valgeirs Flosasonar í kvótabraski. Ekki seinna vænna að þessi maður fái sinn hlut í aukningu veiðiheimilda eins og Friðrik í LÍÚ heimtar fyrir hans hönd.
,,,,,,"félag, sem áður hét Salting ehf., skiptir einnig um nafn og heitir nú Völusteinn ehf.
Hið nýnefnda félag Salting er svo selt öðru félagi, B15 ehf., og er salan gengin í gegn 1. september. Þann dag tekur ný stjórn Salting til starfa, en hana skipa þau Jakob Valgeir Flosason og Björg H. Daðadóttir, eiginkona Jakobs. Félagið B15 ehf. er að öllu leyti í eigu Bjargar. Verðið sem B15 greiddi fyrir Salting mun vera rúmur milljarður króna og var að stærstum hluta yfirtaka á skuldum félagsins við Landsbankann. Var það gert með samþykki bankans. ..."
Ég vona að sem flestir lesi þessa grein í Morgunblaðinu um athafnir mannsins sem lék lykilhlutverk í fjárglæfrunum sem í ljós komu þegar Stímabrakið í Glitni féll með Jóni Ásgeiri og Pálma í Fons í fararbroddi. En Pálmi þessi auglýsir núna hvað mest hversu góður hann sé við þjóðina í nafni félags síns Iceland Express.
Er ekki rétt að Jakob Valgeir fari að vekja athygli þjóðarinnar á því hversu góður hann sé og konan hans séu? Væru ekki heilsíðuauglýsingar í Fréttablaðinu góð byrjun fyrir bæði þau og Jón Ásgeir?
Er þetta birtingarform endurreisnarframlags ríkisstjórnarinnar til bráðnauðsynlegrar uppbyggingar nýja Landsbankans, sem auglýsir sig svo sem stoð og styttu almennings í landinu? Er það þetta sem fólkið í skuldavandanum vantar mest?
Er það bara ég sem er gáttaður og kexaður?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2010 | 11:30
Mörður
Árnason setur fram sína skoðun um dræma þáttöku í kosningunum til Sjórnalagaþings:
...."Aðra ástæðu má finna í afstöðu Sjálfstæðisflokksins, einkum Moggaklíkunnar, til kosninganna. Davíð og félagar hömuðust gegn tóku þessari lýðræðistilraun, og því miður tóku ýmsir aðrir miðlar undir og fluttu einkumum hana neikvæðar fréttir sem hröktu kjósendur frá þátttöku þetta væri svo flókið og svo ómerkilegt og frambjóðendur svo margir og vitlausir. Langflestir fjölmiðlarnir tóku svo þá stefnu að hleypa ekki að neinum frambjóðendum, notuðu til þess hlutlægnisrök en létu í rauninni stjórnast af leti í skársta falli í stað þess að þora að velja með einhverjum hætti (Ríkisútvarpið hefði sannarlega átt erfiðara með þetta en hinir)."
Ég er nú yfirleitt ekki að elta ólar við sumt sem frá þessum Merði kemur. En ég er alls ekki sammála honum um afstöðu sjálfstæðismanna. Ég hef verið mikið með almennum sjálfstæðismönnum um helgina og ég varð hvergi var við þessa afstöðu. Þvert á móti fannst mér fólk hafa talið það skyldu sína að mæta.
Og alls ekki hefur mér fundist Morgunblaðið hafa dregið af sér að birta greinar frá frambjóðendum. Nema mér að vísu, því ég fekk enga grein af tveimur sem ég sendi birta, og ekki einu sinni eftirmæli um vin minni sem ég sendi.Ég veit ekki hvað olli þessu en ég trúi því að einhver mistök hafi átt sér stað frekar en einhver skipulögð herferð Davíðs gegn mér eða stjórnlagaþingskosningum hafi verið í gangi.
Ég held miklu fremur sé um að kenna sambandsleysi ríkisstjórnarflokkanna við almenning. Fólki bara finnst önnur mál vera þýðingarmeiri að leysa en stjórnarskrárbreytingar.
Jón Magnússon hrl greinir málið meðal annars svona:
..."Mikill meiri hluti kjósenda hefur engan áhuga á Stjórnlagaþingi. Niðurstaða kosninganna liggur fyrir að því leyti. Um eða undir 40% kjósenda mættu á kjörstað. Það þýðir að 6 af hverjum 10 höfðu ekki áhuga á málinu. Sjálfur taldi ég nauðsynlegt að hvetja fólk til að nýta kosningaréttinn þó ég hafi frá upphafi verið á móti þessari leið og bent á aðra heppilegri.
Frá upphafi hef ég talið þessa leið hið mesta óráð og hrapað væri að máli sem fella yrði í annan farveg. Vinstri sinnaða háskólaelítan, ásamt mörgum fjölmiðlamönnum og lukkuriddurum töldu breytingar á stjórnarskrá hins vegar það mikilvægasta sem gera þyrfti í framhaldi af bankahruninu. Nú hefur þjóðin talað með því að sitja heima og neita að taka þátt í kosningunum. Hinn þögli meiri hluti hefur því tjáð sig þannig að ekki fer á milli mála. ....
...Enn eru öll þau mál óleyst sem ég taldi 2008 og tel enn vera forgangsverkefni til að leysa þá kreppu sem er í landinu. Þess vegna verður kreppan lengri og illvígari en hún hefði orðið ef réttir hlutir hefðu verið settir í forgang."
Ég held að Mörður ætti að líta sér nær.
26.11.2010 | 21:21
Heill forseta vorum og fósturjörð
KOMMA-Ísland lifi !
Þetta kom í hugann þegar ég horfði á Steingrím J. afmyndaðan í bræði sinni útí Forsetann fyrir að gera öllum ljóst að kröfum á þjóðina um að greiða kröfur vegna einkabankanna yrðu bornar undir hana sjálfa.
Félagi Svavar og Steingrímur vita það núna, að þeir geta ekki skrifað undir neitt samkomulag við Breta og Hollendinga án þess að Forsetanum sé að mæta fyrir hönd þjóðarinnar.
Össur og landssöluliðið hans eru skák og mát í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið því að uppgjöf í Icesave er skilyrði fyrir innlimun þjóðarinnar í tollabandalagið.
Heill Forseta vorum og fósturjörð, -Ísland lifi!
26.11.2010 | 16:42
Fjórflokkurinn
er orð sem margir nota í niðrandi merkingu af þeim spekingum sem mest tala á útvarpi Sögu til dæmis. Nýtt fólk og burt með spillinguna segir fólkið. Hreinsum út segir það.
Það virðist ekki hvarla að neinum að venjulegt fólk sé hugsanlega misjafnlega heiðarlegt að upplagi og hver geti otað sínum tota ef hann kemst í færi til þess. Jafnvel Steingrímur J.og Jón Bjarnason. Spillingarnáttúran finnist víðar en í fjórflokknum. Og jafnvel sú staðreynd að fæstir þeir sem settu Ísland á hausinn voru í Sjálfstæðisflokknum breytir ekki afstöðu þessa ágæta fólks sem vill fjórflokkinn burt.
Það nefnir heldur ekki hverjir eiga að koma í staðinn og stjórna með þeim Alvari, Bubba og Eríki Stefánssyni. Enda er vandséð þegar fjórflokkurinn hefur fengið meira en þrjáfjórðu atkvæða í öllum kosningum hvernig á að breyta þessu.
Verður fólk ekki að hugsa aðeins lengra áður en það alhæfir með þessum hætti. Fjórflokkurinn er birtingarform lýðræðisins þó kjördæmaskipunin sé það ekki.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 3419870
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko