Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Á grundinni við réttarvegginn

situr myndarkona úr sveitinni.  Hún fleygir vænu beini í hundaþvöguna fyrir utan réttina. Þar verður uppi fótur og fit og bendan snýst í æðislegu gjammi og glefsi. Slagsmálin fanga athygli allra réttargesta og allt annað eins og óþurrkarnir og sprettuleysið gleymist.  Konan brosir til fjallkóngsins og saman fá þau næði til að velja vænstu sauðina úr safninu.

Þegar beinið er uppurið og fólkið fer aftur að horfa inn á fjársafnið fyrir innan kemur konan með annað bein og fleygir útfyrir, Og það verður aftur friður fyrir innan en æðislegt fjör fyrir utan.

Þetta finnst réttarfólkinu hin besta skemmtan og  dáir konuna fyrir myndugleikann, rausnarskapinn og hugmyndaflugið. Það felur sig henni og fjallkónginum á vald því það er svo margt sem upp kemur í umræðunni um þessa atburði.  Slíku fólki sem fangar athygli fólksins er best treystandi fyrir því fjársafni sem fyrir innan er þó engin séu heyin í augsýn né fólkið fyrir utan myndi sig  til að draga í dilkana.

Svo verður bráðum líka kosið til stjórnlagaþings. Og svo.. og svo.. 

"Á grundinni við réttarvegginn gengið er í dans..."


Hvað er satt?

Björn Bjarnason segir á Evrópuvaktinni að Íslendingar séu ekki í aðildarviðræðum við EU heldur aðlögunarferli, sem muni standa yfir í nokkur ár.

Kratarnir eru þá að ljúga því að okkur að verið sé að kanna hvað í boði sé eins og séra Þórir vinur minn heldur.Kratarnir segja líka að áður en landið gangi inn verði greidd atkvæði um það. Aðrir segja hinsvegar að fyrst verði Alþingi látið samþykkja inngönguna og svo megi þjóðin greiða atkvæði ef Alþingi ákveður. Sem er ekki vitað hvort verður.

Björn segir:

"Hlutverk sendinefndar ESB á Íslandi er að miðla upplýsingum til Íslendinga um eðli ESB og tengsl Íslands og ESB. Sendinefndin hefur fallið á fyrsta prófinu með því að snúast ekki gegn rangfærslum utanríkisráðuneytis Íslands um eðli viðræðna Íslands og ESB."

Er Þorsteini Pálssyni þá ekki treystandi til að segja Sjálfstæðismönnum satt um gang viðræðnanna?

"Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar að flestir ljúga."

Hver orti þetta annars?


62.greinin

í stjórnarskránni er meðal annars sú sem stjórnlagaþing mun ræða.

Það er eðlilegt að sértrúarhópum eða heiðingjum finnist það fúlt af mér sem frambjóðanda að styðja þessa 62 grein stjórnarskrárinnar um ríkiskirkjuna.  Ég geri það vegna þess að þjóðin er greinilega kristin og ég get ekki séð að það fari henni ekki ágætlega. Og mér líður í rauninni vel með þessu.  Jólahald, kirkjur, páskar, prestar og prelátar  og hvað þetta allt er, er meiripartur af þjóðlegri menningu.  Margir prestar eru vinir mínir og suma met ég mikils sem mér meiri menn að viti og vísdómi vegna reynslu þeirra sem ég öðlast aldrei.

Ég sé ekki að tilkoma múslíma, júða eða búddamanna eigi að setja allt hér á annan endann. Geta sérvitringar  ekki bara verið með okkur hinum sem blóta á laun samkvæmt boði Ljósvetningagoðans sem er enn í fullu gildi ? Sem þarf auðvitað að kynna fyrir þeim svo að þeir skilji hvernig við viljum hafa það.

 Hinsvegar á þjóðkirkjana ekki að standa í aurastríði við aðra kristna söfnuði eins og Fríkirkjunar. Það hlýtur Alþingi að geta leyst.

 


Afstaða Sjálfstæðisflokksins

til aðildarviðræðanna er alveg skýr. FLokkurinn vill hætta þeim skv. landsfundarsamþykkt.

Páll Vilhjálmsson skrifar svo á bloggi sínu: "Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra handvaldi Þorstein Pálsson fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins til að taka sæti í viðræðunefnd Össurar vegna aðlögunarferlis Íslands í Evrópusambandið. Þorsteinn átti að byggja brú mill Samfylkingar og aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum.

Orð Þorsteins um að ríkisstjórnin hafi ekki bolmagn til að ljúka aðlögunarferlinu staðfestir einangrun Samfylkingarinnar í íslenskri pólitík.

Össur Skarphéðinsson og feigðarförin til Brussel eru gangandi pólitískt stórslys á vinstri væng stjórnmálanna. Það mun fljótlega renna upp fyrir samfylkingarfólki að til að ná vígstöðu á ný þarf að fórna umsókninni og Össuri með. Samfylkingin fórnaði Ingibjörgu Sólrúnu fyrir minni sakir. "

Páll Vilhjálmsson hefur rétt fyrir sér um þessar viðræður eins og síðar. En ekki um brúarbyggingar milli fylkinga. Það eru  nefnilega mjög fáir  aðildarsinnar EU  í Sjálfstæðisflokknum með einhver áhrif í flokknum. Lítill hópur reyndi að blása sig út á síðasta landsfundi en mistókst með öllu. Og gengu sumir á dyr þegar þeir voru að engu hafðir. Þorsteins Pálssonar hef ég ekki orðið var við á síðustu landsfundum né hvað þá  séð til hans við einhverjar brúarsmíðar í þá veru.

Páll Vilhjálmsson ofmetur stærð aðildarsinnahópsins innan flokksins því aðildarviðræður voru  felldar með ca. 95 % greiddra atkvæða. Slíkur flokkur er einhuga en ekki klofinn eins og aðildarsinnar og Samfylkingarfólkið og klofningurinn úr VG  eru sífellt að gefa í skyn.

Afstaða Sjálfstæðisflokksin til aðildarviðræðnanna í Brüssel undir forsæti Þorstein Pálssonar er alveg skýr.

 Flokkurinn vill hætta viðræðunum tafarlaust.


Blaut tuska frá BYR

small í trýni stofnfjáreiganda BYR á morgni fundar slitastjórnar félagsins hans þar sem hann verður gerður eignarlaus samkvæmt áætlun.

Blússaðu með BYR til Berlínar og bergðu BIER, gæti auglýsing hljómað með djöflaþýskum framburði frá hinum nýja ríkisbanka á nýrri kennitölu sem nú getur auglýst eins margar heilsíður og hann vill á ostnað skattgreiðenda. Bravó fyrir BYR!

Skyldi Bjarni Ármannss verða fararstjóri? Án efa verður hann betri en blauta tuskan í Baugstíðindum.


Er Bjarni Ármanns að bergja BYR?

Á morgun er fundur slitastjórnar BYR þar sem hún hafnar öllum kröfum stofnfjáreigenda og beiðnum þeirra um réttlæti. En viðurkennir kröfur Bjarna Ármannssonar og félags hans Landsýnar.

Vitað er að Lífeyrissjóðir launþega landsins hafa setið á leynifundum undanfarið. Getgátur eru uppi um að þar sé ráðum ráðið til þess að koma BYR í ból Bjarna.

Allir stofnfjáreigendur sem voru ginntir í einu stærsta fjársvikamáli Íslandssögunnar þegar nýtt stofnfé var sótt í vasa þeirra, eiga að éta það sem úti frýs. Höfuðpaurinn, Jón Ásgeir og hans nótar frílysta sig í útlöndum meðan á þessu fer fram.

Þetta er allt í besta bananastíl.

Bwana Bjarni, multo bene! 

Bæ bæ BYR.


Bönkum er bannað að bjóða í

á uppboðum í Bandaríkjunum. Þetta telja Bandaríkjamenn sjálfsagt því það gefur auga leið að annars eru viðskiptabankar farnir að stunda fjárfestingabankastarfsemi.

Hvaða gagn er í viðskiptabanka sem er kominn með verulegan hluta fjár síns í fasteignir ? Hættir hann ekki að uppfylla kröfur um banka?

Myndi banki sem hefði þessar reglur yfir sér lána 100 % útá fasteign? Myndi slíkur banki ekki gæta sín vandlegar ?

Af hverju skyldum við Íslendingar alltaf vera svona sérstakir? Af hverju erum við með þrisvar sinnum mannfrekara bankakerfi en Bandaríkjamenn? Af hverju erum við með ríkisrekið bankakerfi?

Bönnum bönkum að bjóða í á uppboðum bönnum þeim að leggja vexti ofan á hækkandi höfuðstól skuldar og við fáum heilbrigðara þjóðfélag. Sem verður þó ekki fyrr en þessi ríkisstjórn fer frá.


Icesave skal í ykkur !

Stöð 2 sagði frá því kl. 18.30 að samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hafi komið sér saman um grundvallaratriði nýs samkomulags um Icesave-málið. Þar er talað um 40–60 milljarða kr. höfuðstól og 3% vexti. Hér kunna samningaviðræður, sem voru teknar upp aftur í júlí, að vera að nálgast sín endalok.

Í peningamálum Seðlabanka er sagt svo:

"Enn er mikil óvissa um vaxtakostnað ríkissjóðs í tengslum við Icesave-skuldbindingarnar"

Styrmir Gunnarsson segir svo á Evrópuvaktinni:

..."Hverjir gengu einna harðast fram í því á eftir Bretum og Hollendingum að halda því fram, að okkur Íslendingum bæri skylda til skv. EES-samningunum að greiða Icesave? Það voru ekki sízt Danir og Svíar.nóvembermánuði 2008 áttu íslenzkir sendimenn fund með fulltrúum Dana og Svía hjá Evrópusambandinu, sem töluðu með augljósum hætti niður til Íslendinganna. Í skýrslu þeirra um fundinn sagði m.a.:

"....fyrst yrðum við að viðurkenna greiðsluskyldu okkar. Þetta hefði mikil neikvæð áhrif á trúverðugleika okkar nú og til framtíðar. Sagði danski sendiherrann, að þeir væru að gefa okkur ráð, sem við ættum að fara eftir svo að við gætum haldið andlitinu. Það væri bezt fyrir Ísland."

Í desember sama ár sagði Jan Henriksson, Svíi, sem þá átti sæti í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlanda, að Norðurlöndin mundu engin lán veita til Íslendinga nema þeir viðurkenndu skyldu sína til að borga Icesave.

Það hefði verið gagnlegt ef sænski forsætisráðherrann hefði notað tækifærið og útskýrt fyrir okkur Íslendingum hvers vegna Svíar gerðu þessar kröfur á hendur okkur í máli, sem sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur viðurkennt að við bárum enga ábyrgð á.

Ein Norðurlandaþjóðanna veitti okkur ótvíræðan stuðning. Sú fátækasta (fyrir utan okkur Íslendinga). Færeyingar sýndu okkur einstæðan drengskap. En það sama verður ekki sagt um Svía og Dani. Norðmenn fóru með löndum en hölluðu sér frekar í hina áttina en til okkar. Hvernig stendur á því, að enginn íslenzkur þingmaður á þingi Norðurlandaráðs hafði dug í sér til þess að vekja athygli á þessum staðreyndum? „

Halda hinar Norðurlandaþjóðirnar virkilega að þetta sé gleymt? Halda þær að afstaða þeirra muni engin áhrif hafa á samstarf okkar við þær á næstu árum? Það er mikill misskilningur.

Eða það skyldi maður ætla.

Er kannski enginn þingmaður á Alþingi, sem er tilbúinn til að standa upp á alþjóða vettvangi og verja málsstað sinnar eigin þjóðar?"

Íslenska þjóðin hafnaði greiðsluskyldu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Íslands ætlar samt að semja við Breta og Hollendinga um að borga skuldir einkafyrirtækisins Landsbanka Íslands.

Maður skilur að Össur Skarphéðinsson og gestasveit hans er tilbúin að greiða hvaða verð sem er til að koma föðurlandi okkar undir vald Evrópusambandsins. Hann hlýtur dóm Íslandssögunnar fyrir vikið.

En hvað gengur Steingrími J. Og félaga Svavari til ?. Maður hélt að þeir hefðu ekki verið svo hallir undir alþjóðaauðvaldið að þeir myndi falla fram á ásjónur sínar í svaðið með þessum hætti.

Það er ömurlegt að vera undir stjórn þvílíkra afla sem ætla að keyra Icesave í okkur hvað sem tautar.


Meira trúboð

í Össuri utanríkisráðherra og áróðurspresti EU   í Morgunblaðinu í dag. Hann hrærir þar steypuna með reglulegu millibili. 

Össur segir m.a.:

 

...... "Norðurslóðir eru því hagsmunamál fyrir mörg ríki. Fyrir fáar þjóðir geta þær þó haft jafnmikla þýðingu og fyrir okkur Íslendinga. Verði til að mynda olíuslys á norðurslóðum ógnar það okkur, ekki síst í ljósi fimbulkulda norðursins sem veldur miklu hægara niðurbroti olíu en annars staðar. Íslendingar þurfa líka sterka stöðu til að geta spornað gegn mögulegri rányrkju sjávarauðlinda á norðurslóðum. Ekki má heldur gleyma að spili Íslendingar rétt úr sínum kortum getur þjónusta við norðurslóðasiglingar og sanngjörn hlutdeild í sjálfbærri nýtingu auðlinda haft jákvæð efnahagsleg áhrif á Íslandi og skapað fjölda starfa til framtíðar. ..."

 

Trúa menn því virkilega að norðurslóðaskip muni koma hér við til að flytja gáma á milli sín?

Össur hrærir enn:

 

...." »Stórveldin virða aðeins risa« sagði Rocard og því kunni að verða erfitt fyrir lítið ríki eins og Ísland að hafa áhrif á eigin örlög.

 

 

....."Hvernig tryggjum við þá hagsmuni Íslands á norðurslóðum? Grundvallaratriði er að eiga áfram sem nánasta samvinnu við önnur ríki, hvort sem er innan Norðurskautsráðsins eða á öðrum þeim vettvangi þar sem fjallað er um málefni norðurslóða. Ísland má aldrei verða eitt á báti og einangrað, það er grunnur íslenskrar utanríkisstefnu og einn helsti lærdómur hrunsins....."(Erum við ekki sjálfstæð þjóð í NATO?)

 ..... "Þess vegna er ég sammála Michel Rocard um að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi verulega styrkja stöðu Íslands í umfjöllun um norðurslóðir. ...... Með aðild og ábyrgu framlagi til stefnumótunar gæti Ísland haft allt Evrópusambandið á bak við sig í málaflokknum."

 

 

......"Því hefur verið haldið á lofti að Evrópusambandið sé einungis áhugasamt um aðild Íslands vegna þess að það vilji komast í auðlindir Íslands, og norðurslóða. Þetta er tilbrigði við fullyrðinguna um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins. Umsáturskenningin er staðleysa. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið og aðildarríki þess vita að þróun mála í þessum heimshluta mun snerta hagsmuni þeirra. Þess vegna vilja þau hafa áhrif til að tryggja jafnvægi á milli sjálfbærrar nýtingar auðlinda og verndunar umhverfis, og koma í veg fyrir ofveiði, rányrkju....." .

Hvaða erindi eiga hin landluktu ríki í MiðEvrópu á Norðurslóðir? Framtíð Þýskalands er á höfunum sagði keisari þeirra. Hver eru stórveldin í EU?

 

Svo er vitnað í sjávarútvegráðherra Skota. Hann segir:

..."Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB hefur svo að segja gengið af skoskum sjávarútvegi, sem áður var stolt Skota, dauðum. Hún hefur hvatt til ofveiði og sóunar. Milljónum tonna af góðum fiski er kastað dauðum í hafið ár hvert vegna veiða umfram kvóta. Damanaki, sjávarútvegsstjóri, verður að breyta hinni óarðbæru og eyðileggjandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, áður en skoskur sjávarútvegur hverfur með öllu....."

Trúir virkilega nokkur maður þessu rausi í Evrókratanum Össuri ? Eru áróðurspeningar frá EU hugsanlega farnir að streyma til Morgunblaðsins til að greiða fyrir svona trúboð eins og þessi Össur ber á borð á síðum þess meðan aðrir fá þar ekki birtar greinar?



 


Hversu lengi

ætla landsmenn að líða ríkisstjórninni að skjóta sér á bak við bankana sem innheimtuaðila á hendur hweimilunum. Steingrímur talar alltaf eins og Fjármálastofnanirnar séu eitthvað sér æðra. Sem er hrein blekking því svo gott sem allt bankakerfið lýtur hans stjórn. Það er hann sem ræður öllu hvernig fram er gengið í ríkisbönkunum.  Það ríkir nefnilega algert sovétskipulag á Íslandi í fjármálum og Steingrímur J. ræður því sem hann ráða vill.

Af hverju var ekki farin sú einfalda leið, að taka öll verðtryggð lán og gengislán  og reikna þau til baka til 2008, taka svo allar verðbætur og vexti til 2010 í eina upphæð og lána lántakandanum hana sem kúlulán til 25 ára  óverðtryggt á lágum vöxtum?  Ekkert bókhaldslegt tap í Kveldúlfskum stíl.

  2011 er svo byrjað á lánunum upp á nýtt á gengi ársins 2008.  Eitthvað einfalt sem allir skilja. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband