Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Forsetinn staðfestir !

lögin segja talsvert  margir í Laugunum. Þar er grimm umræða í gangi um hvað Ólafur muni gera. Margir segja að hann geri alltaf það sem menn búast síst við og afli honum sjálfum sem mestrar athygli.

Ég held því fram, og er stimplaður sérvitringur með sífelld samsæri á heilanum, að minni hraði í undirskriftasöfnuninni hafi hér mikil áhrif. En ég vísa til þess að skipulagðar árásir á vefsíðuna www.kjósum.is hafi haft þau áhrif að hægja á söfnunni. Og því finnst mér auðvitað nærtækt að tengja þær við hagsmuni þeirra sem vilja fara í Evrópusambandið, þar sem allir vita að ófrágengið Icesave er fleinn í holdi þessara afla. Sem sagt kratanna.

Allskyns sögusagnir bætast við. Flokkskrár Heimdallar áttu að hafa farið inn á síðuna í heilu lagi og þannig fram eftir götunum. Samsæriskenningar blómstra á báða bóga.

Ég vona sjálfur að Forsetinn bíði með að stimpla í nokkra daga að minnsta kosti þangað til að línur skýrast um það  hversu gjáin verður breið og hvort hún myndast með afgerandi hætti. Þá ætti að verða ljóst hvort Forsetinn staðfestir eða ekki.  


Ég er Framsóknarmaður

auk þess að vera flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Mér fannst ekki forsvaranlegt að láta Framsóknarmenn eina um það að raða á framboðslistann sinn s.l.vor og gekk því í Framsóknarflokkinn. Að vísu kaus ég svo ekki vegna fjarveru.

Þeir Framsóknarmenn í Kópavogi eru hinsvegar sömu hlandaularnir og við í Sjálfstæðisflokknum, sem leyfðu 700 kommum og krötum að kjósa í prófkjörinu hjá okkur án þess að rukka þá um félagsgjald ! Gáfum þeim millur sem okkur sárvantar núna. Frammararnir í Kópavogi hafa ekki ennþá sent mér rukkun og flokkspassa sen ég vil endilega fá. Þá get ég farið að mæta hjá þeim á fundi og hjálpa þeim til nokkurs þroska á minn hátt.

Og það veit sá sem allt veit að ekki ætla ég að láta einhvern 50 manna fund í Samfylkingunni kjósa næstu frambjóðendur á listann hér í Kópavogi án þess að ég komi þar til hjálpar. Þá geldi ég allavega Guðmund vin minn Oddson þó ekki sé annað. Þetta fólk fer sér hreinlega að voða ef maenn eins og ég passa ekki uppá það !

Og svo get ég sagt það án þess að stuða nokkurn að ég er hrútánægður með formanninn minn eftir Icesave-snúninginn. Hann er sko betri en önginn!


Baráttan harðnar

um Icesave lll. Evrópusinnar hafa séð að beita verður öllu afli til þess að keyra samninginn í gegn á sem allra mestum hraða. Liður í þeirri baráttu birtist í árás töluvþrjóta á vefsíðu undirskriftalistans www.kjosum is. Með því að halda fjölda udirskrifta niðri minnka auðvitað líkur á að Forsetinn muni telja ástæðu til að blanda sér í málið.

Steingrímur J. var enda ekki seinn á sér að fara með samþykkt frumvarpið til Bessastaða og án efa ekki sparað sig í að reka á eftir staðfestingu Forsetans. Hugsanlega hafa fleiri flokksformenn hottað á Ólaf. Áreiðanlega standa á Bessastaðabóndanum öll spjót í að hafa nú engin undanbrögð eða hik í 6 sólarhringa við að kvitta á plaggið.

Athygli vakti fjárhagsinnspýting Evrópusambandsins í Baugstíðindin í dag, Þar birtist heilsíðuauglýsing um ágæti inngöngu Íslands í sambandið. Maður getur bara ímyndað sér hvaða summa hefur fylgt auglýsingunni til að smyrja kratamaskínuna. Einu sinni þurfti Rúsaagull til að greiða fyrir útbreiðslu fagnaðarerindisins um Sovét Ísland. Líklega er tilgangslaust að spyrja um upphæðina þegar leynimakksið er aðalsmerkið í stjórnsýslunni. Ekki sá ég neina svona auglýsingu í Mogga og áreiðanlega fengi hann ekki sama gjald fyrir og hitt blaðið.

Hvaðan skyldi það fé koma sem var notað í árásirnar á vefsvæði www.kjósum is í dag? Er baráttan ekki bara farin að harðna og færast út til Brüssel ef ekki vill betur ?


Komi Helvíti og Heitt Vatn

áður en ég hætti að vera hissa á því að þingmennirnir mínir kalla mig á fundi til að skýra út fyrir mér hvað þeir séu búnir að gera.! Maður heyrir i Sjónvarpinu að Kristján Þór sé að mæla fyrir 2.minnihlutaáliti í fjárlaganefnd um að samþykkja Icesave lll án þess að hafa fengið að ræða það við hann. Ég fæ að mæta í Valhöll og klappa fyrir formanni mínum þegar hann segir að þingflokkurinn hafi ákveðið að samþykkja Icesave lll.

Tryggvi Þór var búinn að koma á fund með okkur og segja að hann teldi að samþykkja ætti Icesave úrfá sjónarhóli sínum sem bísnessmaður. Hann sagði líka að hann væri þingmaður þjóðarinnar og hann myndi gera það sem þjóðin segði honum. Nú virðist hann ekki þurfa á neinni þjóð að halda þegar hann samþykkir samninginn á Alþingi án þess að nokkurt þjóðaratkvæði fylgi með.

Hvað er að þessu liði yfirleitt? Af herju þarf þennan gusugang? Af hverju spyr Pétur Blöndal hvað liggi á? Af hverju þurfti að trufla Sigmund Davíð við fiskátið með því að taka málið úr nefnd og til afgreiðslu án þess að hann hefði grænan grun?

Fólkið spyr að því hvað við sjálfstæðismenn höfum fengið borgað fyrir að ganga í Icesaveliðið með Icesave-kölska sjálfum í mynd Steingríms J. Sigfússonar? Mér finnst það hreint ekki merkilegt að einhverjir spyrji svo.

Ég bara skil ekki neitt sjálfur. Þessir þingmenn mínir virðast ekki þurfa kjósendur eins og flokkurinn þurfti í gamla daga og Ólafur Thors heillaði atkvæðin uppúr skónum með því að míga með þeim á planinu.

Ég held ég nenni varla að mæta á fleiri fund með þessu liði til að heyra hvað þeir séu búnir að gera. Ég vildi einu sinni ræða hvað þeir legðu til að gera. Fá leiðsögn og útskýringar. Nú má ég bara stýra fortíðinni eins og Sigmundur Davíð sem svelgdist á stirtlunni við stórtíðindin. Og ég sem hélt að við sjálfstæðismenn værum í politik og eindregið á móti ríkisstjórninni!

Nú held ég að mér sama hvað þeir gera. Ég bíð heldur eftir því hvað Óli Forseti gerir þegar hann fær allar þessar unirskriftir.

Og nú er ég orðinn grjótharður í minni sannfæringu. Komi Helvíti og Heitt Vatn áður en ég samþykki þessa samninga! Eða yfirleitt nokkra samninga. Við borgum bara ekki neitt sem okkur ekki ber.

www.kjosum.is


Kommúnistarnir herða tökin

á hálsi þjóðarinnar. Sama fólkið ogkemur fram með Mávi Seðla til að tala um afléttingu gjaldeyrishaftanna hefur minnkað það magn gjaldeyris sem ferðamaður má fá út á farseðil úr 500.000 kr.. í 350.000 kr. Auk þess eru komnar reglur sem banna fólki að kaupa þennan gjaldeyri nema það eigi launareikning í bankanum þar sem beðið er um gjaldeyrinn.  Bráðum ná þeir því marki að læsa þjóðina inni í stofufangelsi eins og var í A-Þýzkalandi hjá Honnecker. Sovét Ísland, óskalandið, er komið nær en margur heldur.

Alþýðulýveldið Ísland tekur á sig sífellt skýrari mynd. Snaran herðist að hálsi fólksins hægt og hægt. Flest  sem sagt er er lygi og svik frá rótum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ríkisstjórn kommúnista og helstefnunnar sem á að keyra þessa þjóð niður í svað Icesave-skulda og ósjálfstæðis.

Kommúnistar herða tökin hér eins og allstaðar þar sem þeir komast að.


http://vala.blog.is

er slóða til Völu Andrésdóttur lögfræðings í Bandaríkjunum. Þetta er ágæt lesning fyrir þá sem vilja velta fyrir sér málsástæðum í Icesave.

Val segir m.a.:

"

..... Það er skoðun mín að Alþingi (og alla aðra en skattgreiðendur persónulega) skorti í þessu máli bæði stjórnskipunarlegt vald og umboð til að gera einkaskuldir glæpamanna að almennum skuldum íslenskra skattborgara. Það er ekkert fordæmi fyrir því að íslenska ríkið gangist í ábyrgðir fyrir jafn háum skuldum, hvað þá einkaskuldum, og hvað þá án nokkurrar aðkomu dóms og laga.  .....

Sem lögfræðingur sem starfar við meðhöndlun sáttasamninga og gerðardóma á erlendri grund er frá mínum bæjardyrum séð hvorki eðlilegt né ráðlegt að aðilar semji um "skaðabótagreiðslu" í máli þar sem réttarstaða er jafn ótrygg og málsatvik eru jafn opinber og raun ber vitni í Icesave. Það væri samkvæmt mínum skilningi mun eðlilegri farvegur að gagnaðilar Íslands í Icesave lögfestu málið fyrir einhverjum dómstól og að íslenska ríkið léti fyrst reyna á frávísun (e. summary judgment). Ef málið lifði af (í hluta eða heild) tillögu íslenska ríkisins um frávísun væri tími til komin að setjast að samningaborðinu, enda gætu lögfræðingar íslenska ríkisins þá fyrst lagt kalt mat á haldbær lög og rökfærslur sem finna mætti í málsskjölum sem gagnaðilum ber að leggja fram til að forðast frávísun og gæti lagateymi íslenska ríkisins þá fyrst raunverulega metið þá áhættu sem gæti blasað við í slíku dómsmáli, í stað þess að velta fyrir sér hreinum tilgátum líkt og nú.

En Icesave málið hefur aldrei komist svo langt að vera lögfest en samt er ríkið til í að skrifa undir samning um fullar skaðabætur vegna ótta við dómsmál reist á tilgátum sem aldrei hafa verið vefengdar fyrir rétti og er allskostar óvíst að haldi nokkru vatni.Hvort núverandi Icesave tilbúningur er örlítið "betri" en einhver fyrri tilbúningur skiptir mig nánast engu máli því ég er einnig þeirrar skoðunar allir erlendir einkabankaskuldafjötrar sem Alþingi reynir að setja á íslenskan almenning (án þess að skuldaþrælarnir íslensku gefi fyrir því skýrt samþykki með þjóðaratkvæði eða stjórnarskrárbreytingu) eru ekki bara siðlausir heldur ganga þeir þvert á náttúrurétt einstaklinga sem búa í stjórnarformi því sem við köllum lýðveldi.

Náttúruréttur einstaklinga eru hin óafsakanlegu mannréttindi sem við fáum fráskaparanum/náttúrunni.  Í lýðveldi heldur þjóðin þessum grundvallarréttindum utan stjórnvaldisins og því getur stjórnvaldið hvorki veitt þau né tekið.  Þessi grundvallarréttindi saklauss manns til lífs (sem er tími hans á þessari jörð), frelsis og eigna eru þó ekki nema stafur í bók ef ódæmdur einstaklingur getur, án síns samþykkis, verið neyddur af stjórnvaldi til þess að gefa líf sitt og eigir (í hluta eða heild) til aðila sem eru honum réttarfarslega ótengdir. Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga krónu af Icesave vegna þess að það er einfaldlega ekkert réttarfarslegt orsakasamband á milli íslensks skattgreiðanda og skaða innistæðueiganda einkabanka í Bretlandi eða Hollandi (hvort sem bankinn er íslenskur eða erlendur) og skaðabótaskylda getur ekki orðið til milli tveggja aðila nema á milli þeirra sé slíkt orsakasamband.  Maður sem verður fyrir bíl getur ekki kært alla bílaeigendur, og þó að bílaumferð sé leyfð á landinu þýðir það ekki að landsmenn séu búin að samþykkja að bæta persónulega allt tjón sem verður af notkun þeirra.  Það gilda engar sérreglur um menn sem nota banka í stað bíla til að valda tjóni. ...."

Ég held að ég telji einboðið að þjóðin segi sitt álit á Icesave lll sem nú er verið að keyra á hraðferð í gegnum Alþingi Íslendinga. Ég hvet alla til að skrifa sig á listann www.kjosum.is og biðja um að fá að greiða atkvæði um þetta mál.

Lyktir þessa máls í þjóðaratkvæðagreiðslu munu annaðhvort verða jákvæðar eða neikvæðar.Ein  niðurstaðan er sú að þeir stjórnmálamenn sem taka afstöðu á Alþingi í atkvæðagreiðslunni en verða undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni,   munu margir gjalda fyrir með pólitísku lífi sínu.

Er svo vel eða illa?


Forsetinn frábær!

í Silfri Egils, sem ég er nú mest hættur að nenna að horfa á vegna einhæfni viðmælendanna, sem eru oftar en ekki einhverjir vinstri blesar, sem maður er búinn að hlusta alveg nóg á. Sífelldir álitsgjafar ofan úr Háskóla sem eiga það yfirleitt sammerkt að hafa vitlaust fyrir sér í öllum spásögnum.

Þarna kvað aftur við nýjan tón. Dr. Ólafur er mörgum klössum fyrir ofan flesta þingmenn okkar að yfirsýn og reisn. Þingkurfarnir eru margir eins og lúðar til fara, slifsislausir eins og slátrarar, og svo óupplýstir eftir því, að manni verkjar í hausinn að hlusta á þá suma.

Ólafur talaði eins og sannur leiðtogi og heimsborgari sem talar kjark í sveit sína. Ekki sífellt múður og þunglyndi heldur kjarkur og þor. Ísland á alla möguleika ef menn ná að standa saman en ekki sífellt sundraðir. Þjóðir heims bíða eftir að eiga við okkur orð.

En það er tómt mál að tala um þegar maður hugsar til þess endemis liðs sem situr í stjórnarráðinu og skreytir sali Alþingis. Flest af því kemst ekki upp úr baunadisknum og sér ekkert nema böl og þraut. Vonandi koma bráðum kosningar og sem allra mest af þessu núverandi liði kveður og kemur aldrei aftur.

Ég ætla að kjósa Dr. Ólaf ef hann býður sig fram aftur. Og ekki spillir hún Dorrit dæminu fyrir mér!


Ný kratastjarna í Kópavogi

Sú var tíðin að Guðmundur Oddsson var kratastjarnan í Kópavogi. Hann var mikill hrossabrestur í pólitíkini, rómsterkur og kvað fast að orði. Og skemmtilegur gat hann verið og orðheppinn og yfirleitt fremur hæðinn en ódrengilegur í málflutningi.

Hafsteinn Karlsson hefur nú tekið við leiðtogahlutverkinu á móti frú Guðríði Arnardóttur, Nýja krataforystan er alger andstæða Guðmundar. Yfirleitt stúrin og fýld og gersamlega gjörsneydd öllum húmor.

Hasteinn Karlsson er embættismaður bæjarins og hefur verið lengi til vandræða vegna óhlýðni við sín embættisverk, þar sem honum virtist yfirleitt fyrirmunað að skilja að hann ætti að reka sinn skóla eftir fjárhagsáætlunum.

En nú er Hafsteinn kominn í þá aðstöðu að geta passað sig sjálfur og hafa frítt spil með bæjarkassann. Látið hann borga fyrir sig málskostnað vegna tilfallandi meiðyrðamála og haldið sér ríkmannlegar veislur á kostnað skattgreiðenda svo eitthvað sé nefnt.

En svo kemur að pólitíkinni. Þá er húmorinn hans Guðmundar horfinn en einhverskonar eðli komið í ljós sem einu sinni var eignað vissum manni af vissum manni.

Nú er stund hefndarinnar runnin upp fyrir bæjarstarfsmanninum Hafsteini. Kominn tími til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum. Og hver er aðferðin? Hún birtist í eftirfarandi línum um Gunnar Birgisson og svo raunar slla Sjálfstæðismenn í Kópavogi:

"Á þeim tíma jós hann úr sjóðum bæjarins sem væru þeir hans eign. Keypti lendur fyrir milljarða, lét teikna skýjaborgir, hélt fólki veislur og gaf því gjafir. Sumir fengu meira en aðrir. Létti jafnvel undir kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins síns."

Sem sagt Gunnar er þjófurí augum Hafsteins og Sjálfstæðisflokkurinn uppvís að misnotkun almannafjár í Kópavogi.

Hugsanlega myndi einhverjum mönnum mislíka þessi ummæli og sárna. En af því þau koma frá Hafsteini þessum, þá er ekki víst að menn nenni að elta ólar við þau þar sem þau standa fyllilega undir þeim væntingum sem menn hafa til þessarrar nýju kratastjörnu í Kópavogi.


Af hverju ekki þjóðaratkvæði?

Nú er hafin undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings því að Icesave samningnum sem Alþingi vill samþykkja verði vísað til þjóðaratkvæðis.

Manni skilst á sumum þingmönnum að þetta máli henti ekki til þjóðaratkvæðis. Ekki veit ég hvernig ber að skilja það öðruvísi en að þjóðinni sé ekki treystandi til að taka rétta ákvörðun í málinu.

Það er sjónarmið útaf fyrir sig að þjóðinni geti verið mislagðar hendur í svona flóknu máli. Tilfinningasemi þjóðar geti borið rökhyggju ofurliði. Þjóðum sé nauðsynlegt að viðhafa fulltrúalýðræði vegna þess að kjósendur geti ekki haft þá yfirsýn sem til þarf í öllum málum.

Tæknilega hyllir undir það að til dæmis posakerfið eða heimabankakerfið geti staðið undir víðtækum atkvæðagreiðslum sem megi allavega nýta til skoðanakannana ef ekki annars.Framtíðin kann að bera með sér tíðari þjóðaratkvæðagreiðslur en verið hafa og tæknilegri. Til góðs eða ills.

Fyrir ári síðan fengum við áskorun frá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að samþykkja Icesave ll. Þeir bönnuðu sínu fólki að fara á kjörstað og gengu á undan með góðu fordæmi í andstöðu sinn við inngrip Forsetans í samningaferlið.

Þá er líklega nærtækt að spyrja sig að því, að hafi sú atkvæðagreiðsla verið góð og niðurstaðan rétt, hvað er þá í veginum með að endurtaka hana? Er það ekki nema styrkur fyrir Alþingi og samninganefndir af hafa reynt að rata rétta leið og geta vísað til þjóðaratkvæðis því til styrktar?

Hvað hefur breyst sem gerir Icesave málið núna ófært til þjóðaratkvæðagreiðslu?


Helstefnan

Svo segir í Mogga í dag:

" Hækkandi skattar letja fólk til vinnu og fyrirtæki til framleiðslu og eru þess vegna það versta sem hægt er að bjóða hagkerfinu upp á þegar kreppir að og sérstök þörf er á að efla atvinnulífið. Þess vegna er átakanlegt að skoða útreikninga útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Ramma, sem einnig var sagt frá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í vikunni. Í samtali við Unnar Má Pétursson, fjármálastjóra Ramma, kemur fram að útgjöld fyrirtækisins hafi í fyrra aukist töluvert, en af þessum auknu útgjöldum hafi starfsmenn aðeins fengið tæp 15% í sinn hlut. Ríkið hafi hins vegar tekið til sín rúmlega 71% af aukningunni, en stéttarfélög og lífeyrissjóðir afganginn. Þessi mikla aukning til ríkisins stafar að stærstum hluta af verulegri hækkun tryggingagjalds og staðgreiðslu.

»Það má orða það sem svo að ef hækka ætti launin hjá starfsmanni um 1.000 kr. væri kostnaður fyrirtækisins 7.000 kr. en 1.000 kr. færu til lífeyrissjóða og stéttarfélaga og svo 5.000 kr. til ríkisins. Áhrifin af breytingunum á skattkerfinu á liðnu ári eru mun meiri en prósentutalan ein og sér segir til um,« segir Unnar....."

Verð á bensíni hækkar dag frá degi. Mest skattur til ríkisins. Ætli norrænu velferðarstjórninni þyki þetta vera styrkur við einstæðar mæður sem þurfa að keyra börnunum í leikskólann meðan þær stunda láglaunavinnu? Bensínsalan dregs saman um nærri 10 af hundraði milli ára. Fær þetta blóðið til að streyma örar um æðar þjóðarlíkamans?

Skattlagning áfengis, skilar svipað fallandi tekjum. Tekjur af fjármagnskatti falla þrátt fyrir stórhækkanir. Fjármagnseigendur flykkjast undir jörðina eða úr landi. Því fé hefur sömu náttúru og sauðfé, það leitar í skjólið. Það kemur aðeins til þín ef þú veifar heybrúsk.

"Öll lífsins gæði ber að skattleggja " er haft eftir helsta ráðunauti fjármálaráðherrans. Ríkisvæðing atvinnulífsins hefur náð þvílíkum hæðum, að annað hvert fyrirtæki er í eigu ríkisins. Hagfræðikenning fjármálaráðherrans er greinilega um það að aukin skattlagning opinberra starfsmanna muni standa undir velferð þegnanna í bráð og lengd.

Það er þessi helstefna í efnahagsmálum sem fer að opna augun á okkar Hamlet fyrir því að eitthvað sé rotið í Danaveldi. Það sé eitthvað sem sé ekki að ganga upp. Atvinnuleysið minnkar ekki. Fjárfesting fyrirtækja hefst ekki. Allt þjóðlífið liggur í dvala og sefur Þyrnirósarsvefni. Prinsinn ætlar ekki að koma úr ríkisstjórnarflokkunum.

Helstefnan í efnahagsmálum hvílir á þjóðinni sem helsi og hindrar kraftana í að brjótast út.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband