Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
12.4.2011 | 07:42
Furðuskrif Fréttablaðsins
eru um að öll stjórsnsýsla lýðveldisins Íslands sé lögst í allsherjar varnarbaráttu við einhverri stórkostlegri vá sem sæki að landinu.Allar ríkisstofnanir bíði í ofvæni eftir næsta lánshæfismati?
Það er verið að leita logandi ljósi að lögfræðingi til að reka málið fyrir EFTA-dómstólnum.Það eru haldnir fundir með erlendum ríkjum. Sendiráðin eru sett í kraftgír. Byrjað er með látum að semja svar við áminningarbréfi ESA og búið er að biðja um neyðarfund með AGS og Már Seðla símar út um allar jarðir.Allsherjar endurmat á ríkisfjármálunum?
Er þetta fólk með réttu ráði allt saman? Er eitthvað að brenna? Er það að sameinast um að sækja fram til að gera hlut Íslands sem allra verstan? Rægja þjóðina um heim allan af því að hún tók aðra afstöðu en apparatinu þóknaðist? Getur það ekki haldið reisn ?
Verðum við ekki að árétta það að ríkisstjórninni sé ekki treystandi til að fara með þessi mál frekar en önnur? Hún þurfi að fara frá sem fyrst.
11.4.2011 | 21:48
Ólafur brillérar á Blomberg
í viðtali við ágenga fréttakonu á þeim bæ. Þrátt fyrir frammígrip og nokkuð ruddalegar spurningar hélt Ólfur svo fast og rökvíst á málstað Íslendinga að betur gerir varla nokkur Íslendingur.
Það er eitthvað meiri reisn og kraftur yfir Forsetanum okkar heldur en skötuhjúunum sem fyrir ríkisstjórninni fara. Málflutningur þeirra Jóhönnu og Steimgríms virðist miklu frekar ganga út á það að keyra Ísland fyrir dómstóla nú þegar þau sjálf hafi orðið þríafturreka með þá fyrirætlan sína að smeygja Icesave beislinu upp í Íslendinga. Hagsmunir Íslands virðast þeim ekki sérdeilis hugfólgnir en hagsmunir gömlu nýlenduveldanna Hollands og Bretlands komi þar langtum framar. mann gæti grunað að þeim sé svona mikið í mun að láta atkvæðagreiðsluna hafa ekki neikvæð áhrif á aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu.
Jóhanna lýsir því að þjóðin hafi valið versta kostinn í stöðunni og að framundan sé upplausn og óáran hjá klofinni þjóð. Steingrímur tilkynnir í beinni útsendingu í BBC að Ísland sé á leið með málið fyrir ESA og jafnvel EFTA dómstólinn. Það er ekki verið að bíða eftir viðbrögðum hinna samningsaðilanna heldur lagt af stað með svona yfirlýsingar fyrir hönd þjóðarinnar.
Við þessar aðstæður er traust að því að eiga svo skeleggan talsmann sem er Forseti vor, prófessor dr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hann rís svo sannarlega yfir fallið flatlendið. Og mælir auk þess svo vel á enska tungu að allir mega skilja.Forsetinn er orðinn einn fremsti markaðsmaður landsins og virðist óþreytandi að vinna hagsmunamálum landsins án þess að hafa til þess sérstakt leyfi frá ráðherrum eða útvöldum þingmönnum.
11.4.2011 | 11:04
Hver á að svara?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2011 | 07:29
Hvílík þjóðhollusta
birtist i ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur í erlendum fjölmiðlum eftir kosninarnar.
"Prime Minister Johanna Sigurdardottir called the results disappointing. She has said a "no" vote would result in political and economic chaos | Voice of America
The Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir has predicted "political and economic chaos as a result of this outcome", but did not say if the government would resign | Sky News
Johanna Sigurdardottir, Iceland's Prime Minister, said the rejection meant "the worst option was chosen" and had split the country in two | BBC
This matter will now be settled in the European Free Trade Associations court, Prime Minister Johanna Sigurdardottir said in comments broadcast by RUV, immediately after the first results were published | Bloomberg
The worst option was chosen. The vote has split the nation in two, Jóhanna Sigurdardóttir, prime minister, told state television, saying it was fairly clear the no side had won. [. . ] The prime minister, who had predicted a No vote would cause economic uncertainty for at least a year or two, did not say whether the government planned to resign | Financial Times "
Hún er forsætisráðherra hjá klofinni þjóð !
Hún virðist ætla að kæra Ísland fyrir EFTA-dómstólnum !
Þjóðin er fífl segir hún !
Erum við ekki stolt af þvílíkri þjóðhollustu sem birtist í orðum forsætisráðherra okkar?
Þarf sú þjóð óvini meðan hún á slíka vini !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2011 | 23:36
Hættið að tala okkur niður
voru skilaboð Ólafs Forseta til forystumanna vinnumarkaðarins. Orð í tíma töluð. Þessi barlómur Villa, Gilla og Finna er óþolandi. Útgerðin geri ekki út nema hún fái eiífðarábúð á kvótanum.
Ekki verði fjárfest í sjávarútvegi fyrr en óvissunni um kvótann verði eytt. Útgerðin er sögð skulda 600 milljarða í það minnsta. Þýðir það ekki að mestöll fjárfestingin hefur verið tekin að láni á undaförnum árum? Sjávarútvegurinn fjárfestir þá væntanlega lítið nema ef ríkisbankarnir vilji lána honum þar sem gróðinn núna hefur greinilega farið annað en í greinina sjálfa.
Fyrir hrun var sagt að enginn þorskur synti í sjónum um Ísland nema með miða á hausnum sem segði að hann væri veðsettur Landsbankanum fyrir þrefalt verðmæti sitt. Nú eru sögur í gangi að sumir útgerðarmenn hafi þegar selt kvótann sinn til útlendinga.
Við núverandi aðstæður og erfiðleika almennings er ótækt að þessir aðilar vinnumarkaðarins beiti þjóðina pólitískri fjárkúgun af þessu tagi. Svartagallsræður í tíma og ótíma telja aðeins upp erfiðleika böl og þraut og landsmönnum er hótað öllu illu ef þeir fá ekki sínu framgengt með festingu kvótakerfisins. Því má aldrei breyta.
Útgerðin hefur varla lifað aðra eins veltitíma og nú meðan gengið er svona lágt. Falli það enn meira verður sjávarútvegur orðinn að gullgreftri. Til viðbótar myndi ný ríkisstjórn líklega auka kvótana í öllum tegundum. Útgerðin ætti því ekki að vera með þennan sífellda "Kristjánska harmagrát" en vera í heldur í startholunum til að rífa þjóðina upp úr táradalnum sem hún hefur verið í á næstliðnnum árum hinna glötuðu tækifæra eins og forsætisráðherrann réttilega gerir sér ljóst.
Forsetinn sér ótal möguleika framundan fyrir Íslendinga. Sem fremstur meðal markaðsmanna landsins hefur hann lýst því að útlendingar bíði í röðum að fá tækifæri til samvinnu við Íslendinga. Þessvegna finnst honum eðlilega brýnt að við hættum að tala okkur niður. Hættum að rakka okkar eigin þjóð niður þó að við höfum fellt Icesave og Moodys sé hugsanlega í fýlu. Það er ýmislegt sem getur breyst ef við getum hrist af okkur krataadoðann sem liggur eins og mara yfir þjóðlífinu. Það verður engin nýsköpun hjá þeim sem liggur í bölsýni og barlómi.
Upp Íslendingar ! Hættum að tala okkur niður ! Tölum okkur heldur upp!
10.4.2011 | 14:14
Kerfisvilla
Dr.Sveinn Valfells lýsti því vel í Silfri Egils hvernig kerfisvillan í bankamálum hefur leikið heiminn. Samkrull fjárfestingarbanka og viðskiptabanka hefur valdið ómældum skaða um alla jörð sem bitnar á öllum almenningi.
Það ætii að vera útilokað að almenningur eigi að borga brúsann af misheppnaðri spákaupmennsku sem þróaðist í framhaldi af kerfisvillunni. Dæmisaga hans um kaupkonuna á Bretlandi sem tapaði hlutabréfum sínum í BP án þess að henni fyndist að breskur almenningur ætti að koma henni til bjargar, er lýsandi dæmi um það, á hvaða stigi hin skekkta umræða um Icesave hefur verið. Allt hefur gengið útá að verja þessu kerfisvillu. Velta tapinu yfir á almenning en einkavæða gróðann.
Hann sagði að Bretar og Hollendingar væru nú að fá allt sitt út úr þrotabúi Landsbankans. En Gunnar Smári spurði hvort rétt væri að farið með þetta þrotabú? Væri ekki verið að svína á lánveitendum bankans ? Og vaknar þá ekki önnur spurning? Eiga Bretar að fá nokkuð annað úr þrotabúinu en innistæðutrygginguna sem er einhverjir 25 milljarðar í sjóðnum? Af hverju eiga þeir einhvern forgang? Getur deilan ekki snúist um þetta á endanum?
Var ekki tryggingasjóðurinn stofnaður að lögum og greitt í hann að lögum EES? Er ekki bannað að slíkir sjóðir séu með ríkisábyrgð ? Hversvegna eiga Bretar þá að fá 674 milljarða úr sjóðnum og 500 til viðbótar? Er ekki verið að ræna Pétur til að borga Páli ?
Voru breskir lánveitendur Landsbankans eitthvað síðri Bretar en þeir Bretar sem fengu borgaðar innistæður sínar? Sveinn minnti líka á að innistæður Íslendinga rýrnuðu um helming við gengisfallið meðan Bretar fá greitt í sterlingspundum. þetta atriði gleymist oft þegar talað er um mismunun í meðferð innistæðueigenda.
Það er hörmung að horfa á Íra engjast svona í snöru evrunnar og spillta bankakerfisins síns sem er þjakað af þessari kerfisvillu. Er það ekki líka hörmung að búa við þá þröngsýnu stjórnarforystu sem við Íslendingar lútum ? Heldur hún ekki ótrauð áfram á gömlu spillingarbrautinni í bankamálum með endalausri ríkisvæðingu og reddingum ?
Verða stjórnmálamenn um víða veröld ekki að fara að laga forritið sjálft eigi fjármálaheimurinn að jafna sig?
10.4.2011 | 13:15
Bravó fyrir Bjarna !
því hann kaghýddi þau skötuhjúin Jóhönnu og Steingrím í Silfrinu. Hann dró ekki dul á að hann ætti sjálfur brekkur framundan gagnvart sínu fólki. En þjóðin þyrfti á kosningum að halda til að geta farið að taka á þeim vandamálum þjóðarinnar sem ríkisstjórnin hefur sýnt sig ófæra um að leysa.
Sigmundur Davíð benti líka á að nú væri laust fé til Búðarhálsvirkjunar sem ekki færi til Bretlands. Hann minnti á að Jóhanna skautaði framhjá þeirri staðreynd að hún sat sjálf í hrunstjórninni sem henni verður svo tíðrætt um.
Bravó fyrir Bjarna og berjumst fyrir kosningum sem allra fyrst. Þjóðn þarfnast nýrrar hugsunar.
10.4.2011 | 12:55
Yfirlýsingar Jóhönnu
í Silfri Egils eru um það, að lífskjör okkar versni núna þegar við höfum hafnað Icsave? Og Steingrímur J. tekur auðvitað tekur undir það og hvetur til samræmds málflutnings, nýkominn úr viðtali við BBC
Hefur það ekki áhrif til batnaðar að borga ekki þrjátíumilljarða í vexti í þessum mánuði? Höfum við ekki frið í næstu mánuði í það minnsta?
Þurfum við svona yfirlýsingar frá Jóhönnu og Steingrími til að tala þjóðina niður ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 12:46
Höfum vð ráð á Steingrími J?
spurði ég sjálfan mig þegar ég heyrði í ráðherranum á BBC. Þar sagði Steingrímur að nú tæki við meðferð hjá ESA og síðan EFTA dómstólnum ef svo við bæri.
Hvað er þessi forystumaður okkar að segja? Ætlar hann að kæra okkur til ESA ? Ætlar hann að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn?
Hvað er maðurinn að fara? Við erum búnir að hafna greiðslu á Icesave. Eiga ekki Bretar og Hollendingar næsta leik ? Eigum við ekki vörn fyrir höndum? Eigum við að sækja málið?
Er ekki óþarfi að Steingrímur J. taki að sér hlutverk einhverskonar þjóðrægjanda sem ákæri þjóð sína til ítrustu sektar ? Dró hann okkur ekki að samningaborðinu í Icesave lll fremur en viðsemjendurnir?
Hafa Íslendingar ráð á Steingrími J.?
10.4.2011 | 11:01
Heimsendaspámaður Ríkisins !
er á sjó dreginn af Eyjunni. Þórólfur Mathíasson auðvitað.
"Í samtali við Pressuna í morgun sagði Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor að Íslendingar væru komnir í svipaða stöðu og Orkuveitan.
Við erum í þeirri stöðu núna að við þurfum að safna gjaldeyri upp á eigin spýtur og standa klár. Þetta er svipuð staða sem við erum í og sem Orkuveita Reykjavíkur er í. Við munum eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna lán og fáum þau á slæmum kjörum ef við fáum þau.
Þá sagði Þórólfur að skammtímaáhrifin yrðu lakari staða á vinnumarkaðinum, lækkandi gengi og aukin verðbólga. Hann sagði að launahækkarnir sem menn hefðu gert sér vonir um myndu ekki verða að veruleika.
Krónan lækkar og við munum fá meiri verðbólgu. Þetta hefur svo auðvitað bein áhrif á kjarasamninga og ef menn töldu sig hafa svigrúm til að hækka laun þá sjá þeir sem reka fyrirtæki það svigrúm farið.
Launahækkanir sem menn gerðu sér vonir um munu ekki sjást. Þetta eru skammtímaáhrifin: Mun lakari staða á vinnumarkaðinum, sérstaklega hvað launaþáttinn áheyrir, lækkandi gengi og verðbólga."
Þjóðin almennt gerir sér grein fyrir að það er ekki verið að semja um kjarabætur á vinnumarkaði. Prósentuhækkanir taxta skila sér beint í allt að tvöfaldri verðbólgu fyrir hvert prósent. Eingreiðslur til þeirra lægstlaunuðu væri hin rétta leið. En allir þekkja örlög almennrar skynsemi í svonefndum kjaraviðræðum yfirleitt. Og svo er auðvitað alþekkt að hálaunafólkið óg opinberir starfsmenn sigla alltaf í kjölfarið til að magna vandann. En þetta er því miður örlög þjóðarinnar að hafa jafnan heimskra manna ráð þegar að kjarmálum kemur.
Krónan mun auðvitað lækka ef við sameinumst um að lækka hana. Hún getur líka lækkað vegna ytri áfalla. En til skamms tíma er þessi fullyrðing prófessorsins ekki gild. Hvað þá síður að hann sjái yfir alla fjármálamarkaði.Hún getur líka verið í skjóli um nokkurt skeið vegna atkvæðagreiðslunnar. það eru ekki að fara 30 milljarðar í sterlingspundum úr landi í næstu viku vegna vaxtagreiðslna til dæmis.
"Að safna gjaldeyri á eigin spýtur" er einhver furðulegasta fullyrðing sem fram hefur komið hjá þessum manni lengi.
Hver annar aflar gjaldeyris fyrir okkur en okkar atvinnurekstur? Hvernig safnar maður gjaldeyri? Með gjaldeyrishöftum og leyfavæðingu? Með skiipulögðu atvinnuleysi ?
Ég verð að játa að mér er raun að því að þurfa að kosta þær endalausu pólitísku yfirlýsingar frá þessum manni sem streyma frá hans læristóli í Háskólanum. En hvenær sem ríkisstjórnin ætlar að draga rangar ályktanir af einhverju, er þessi maður sóttur til að hræða almenning frá mótþróa.
Hvað er hann annars að kenna þarna í Háskólanum? Er hann að innræta nemendum sínum pólitískan rétttrúnað og hagfræði díalektískrar efnishyggju? Hverjar eru þær vísindaafurðir mannsins sem gagnast þjóðinni aðrar en svona heimsendayfirlýsingar?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3419711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko