Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
17.4.2011 | 11:10
Kjarabætur í krónum !
eru nú loks mögulegar.
Það er mikið talað um nauðsyn á þriggja ára kjarasamningi. Ef það tekst ekki vegna kvótamálanna, þá er talið hægt að semja til skemmri tíma. Og nú eru þær aðstæður í þjóðfélaginu, að það er hægt að semja um raunverulegar kjarabætur til allra. Í fyrsta sinn lengi. Af hverju?
Það eru núna gjaldeyrishöft í landinu. Genginu er handstýrt af Seðlabankanum. Það er mikið talað um að Íslendinga skorti alvörugjaldmiðil eins og þeir kalla það. Hann verður að heita eitthvað annað en króna segja þeir. En hversvegna ekki að gera krónuna betri?
Látum Má hækka gengi krónunnar um 10 % Í stað þess verða engar taxtahækkanir. Fylgt verði eftir að allur innflutningur lækki í takt við gengið. Allir fá meira fyrir krónuna sína í búðinni. Bensínið lækkar, brauðið lækkar. Allt lækkar nema kannski kaupið hjá skilanefndunum.
Sjálfsvirðing Íslendinga vex sem afleiðing af þessu. Traustið innanlands vex.
Af hverju ekki að semja um kjarabætur í krónum í stað þess að semja um hreina verðbólgu eins og venja er í okkar hefðbundnum "kjarasamningum"
Fáum okkur kjarabætur í krónum !
17.4.2011 | 09:20
Afdalamenn í kaupstaðarferð?
dettur manni í hug í sambandi við för Steingríms J. og Árna Páls til Washington. Ekki finnst mér þeir reisulegir að sitja fyrir framan matsfyrirtækin og grenja um gott veður. Þeir hefðu átt að gefa þeim sitt undir hvorn og leggja áherslu á fánýti vinnubragða þeirra í einkunnagjöfinni til hrunbankanna 2008.
Segja þeim að skammast sín og líta raunhæft á málin sem gætu ekki verið annað en jákvæð til skemmri tíma að minnsta kosti vegna þess að ríkissjóður er ekki með neinar skuldbindingar vegna Icesave.
Þess í stað grenja þeir og kvíða fyrir einhverjum dómsmálum sem kannski aldrei koma
Treystum við þessum þreyttu mönnum ?
Eru þetta ekki bara afdalamenn í kaupstaðarferð til faktorsins fúla?
16.4.2011 | 13:02
Við klöppuðum í Valhöll
fyrir Bjarna formanni þar eð honum mæltist vel. Hann fór yfir muninn á því hvernig Sjálfstæðismenn vildu nálgast þau vandmál heimila og fyrirtækja og hvaða leið ríkisstjórnin fetar. Hann var þungorður um framgöngu bankanna gagnvart fyrirtækjum. Í raun væru þeir ekki að bjóða neitt annað en 100 % skuldsetningu, sem engin von væri til að eigendur þeirra hefðu áhuga á að taka þátt í. Bjarni lagði áherslu á nauðsyn þess að eigendur væru við stjórn í fyrirtækjunum. Fyrirtæki gengju ekki án áhuga og atorku eigenda sinna sem hefðu alla þekkinguna og viðskiptasamböndin sín megin. Þeir hefðu ekki áhuga að reka fyrirtækin sem skuldaþrælar bankanna. Hann vildi taka þessi mál bankanna hörðum tökum ef hann mætti. Hann vildi banna eignfærslu banka á lánum fyrirtækja sem væru í vanskilum.
Líflegar umræður urðu um þessi mál og voru fundarmenn einhuga um að þjóðinni lægi á að leysa atvinnumálin. En forsendan væri að þessi ríkisstjórn færi frá og kosningar yrðu haldnar. Það væri stóra verkefnið sem við blasti að mati fundarmanna.
Formaðurinn skýrði frá því að hann og meirihluti þingflokks hefðu viljað samþykkja Icesave lll en minnti jafnframt á að Sjálfstæðisflokkurinn allur hefði lagt áherslu á vilja sinn til að málinu yrði skotið til þjóðarinnar til endanlegrar afgreiðslu. Það væri nú að baki og tíminn myndi núna vinna með þjóðinni að lausn málsins.
Við klöppuðum í Valhöll fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn veit hvað hann vill gera en getur ekki gert vegna helstefnu ríkisstjórnarflokkanna, sem hanga við völdin eins og hundar á roði.
16.4.2011 | 07:19
Orkuveitan einkamál?
Reykvíkinga?
OR selur afurðir sínar miklu víðar en bara í Reykjavík. Henni er skipuð hver stjórnin eftir aðra. Þar er misjafn sauður í mörgu fé.
Uppsafnað ástandið eftir regeringstíð orkukóngsins Alfreðs Gíslasonar, oddamanns Framsóknar í R-listanum, er það að stórfelldar taxtahækkanir eru sagðar nauðsynlegar til að fyrirtgækið geti borgað af lánum á næsta ári. Heitavatnið er að verða tvöfalt dýrara í Kópavogi, Garðabæ, Mosó, Akranesi,Grímsnesi, uppsveitum Árnessýslu og Guð veit hvar ekki, heldur en það verð sem dugar Hitaveitu Seltjarnarness. Í rafmagninu er enginn samanburður þar sem búið er að rústa góða fyrirtækinu RARIK í Evrópubandalagsvanskapning með lagkökuskiptum valdapýramída RARIK-Orkusalan, og óþarfa milliliðum. Sjálfsagt er sama vitleysan þar í gangi með öllum silkihúfunum.
Ég er viss um að hefðu fulltrúar allra sveitarfélaga á orkusölusvæði OR setið í stjórninni með "Alfreð the Great", þá hefðu umræður um Tetralínu, Línu-Net, Risarækju og hvað það hét alltsaman, tekið lengri tíma og kannski orðið til þess að hægar hefði verið farið. Ég hugsa til dæmis að Gunnar Birgisson hefði hugsað meira um orkuverðið til Kópavogsbúa heldur en pendúlinn og eldhúsið í Orkuveituhúsinu svo eitthvað sé nefnt.
Af hverju fá fórnardýrin í jaðarbyggðunum ekki að hafa áhrif í stjórn Orkuveitu sinnar? Það er ekkert einkamál Reykvíkinga hvað heitavatnið kostar í Kópavogi.
15.4.2011 | 20:56
Fundur í Valhöll
með formanni og þingflokki. Líklega á að skýra hversvegna þingflokkur mínus fjórir ákvað að ganga til liðs við VG um að samþykkja Icesave.
Venjulegir Sjálfstæðismenn botna ekkert í því hversvegna þeir gerðu þetta ? Hvaða nauður rak þá til þess að ganga í þessi njörg kommúnista og krata?
Ætli eigi að skýra út fyrir okkur hversvegna allt þetta var svo þaulhugsað að við bara föttum ekki snilldina? Ætli eigi að sannfæra okkur um dómgreind þingflokksins mínus fjórir til þess að vísa þjóðinni veginn í öðrum málum? Hugsanlega er enn hægt að grípa til gamla trixins að sem hljóðaði svo: "Munið það piltar að þó við séum vondir þá eru aðrir verri",svo ég minnist orða Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns flokksins yfir hausamótunum á okkur fýlupokunum í gamla daga.
Spurning sem ég velti fyrir mér um stjórnmálaforingja yfirleitt, hvort ekki sé betra að hafa samband við flokkinn sinn áður en menn gusast í svona stór útspil eins og Icesave samningarnir voru.
Mikið ef Steingrímur og VG eru ekki farnir að velta þessu fyrir sér?
Allavega er fundur í Valhöll á morgum og þar klöppum við sem aldrei fyrr.
15.4.2011 | 20:41
Það er ekkert að stjórnarskránni
sem réttlætir það að láta Jóhönnu Sigurðardóttir hafa þjóðina og þingið að fíflum með að búa til Stjórnlagaráð eftir að Stjórnlagaþingið klikkaði, eins og það væri einhver þörf á því að búa til nýja stjórnarskrá.
Þjóðin sá stjórnarskrána virka þegar gjá myndaðist milli þings og þjóðar og Forsetinn hlýddi kalli kjósenda. Það er ömurlegt að horfa á það hvernig ríkisstjórninni líðst að brenna upp peningum í þetta hugarfóstur sitt, kosningarnar frægu sem Hæstiréttur ógilti og svo farsinn og óvirðingin á Hæstarétti sem fylgdi á eftir. Ef hér verða kosningar þá ætti það að verða fyrsta verkið á eftir því að skipa annan Seðlabankastjóra að reka stjórnlagaráðið heim og loka sjoppunni.Frá þessu bullráði kemur ekkert sem neinn varðar um. Það er Alþingis að breyta stjórnarskránni ef einhver þörf er á og einskis annars og eitthvað lið úti í bæ hefur þar ekkert að segja.Ekki frekar enn fyrri stjórnarskrárnefndir frá 1944.
Mörgum finnst að Alþingi hafi verið tregt að breyta kosningafyrirkomulaginu þannig að lýðræði myndi ríkja á Íslandi fremur en jöfnuður á milli flokka eins og nú er. Eitthvert ákvæði um einhverja þjóðareign á fiskinum er algerlega óþarft þegar Alþingi ákveður að úthluta honum til gæðinga sinna og gefur skít í einhverja rómantík. Ómar Ragnarsson eða Þorvaldur Gylfason geta engu breytt í þessu efni og ættu þess vegna að sinna einhverju öðru. Ómar að skemmta okkur og Þorvaldur að fara í taugarnar á okkur, hér eftir sem hingað til.
Það er ekkert að stjórnarskránni sem getur batnað við afskipti þessa liðs sem ér stjórnlagaráð Jóhönnu Sigurðardóttur og kommúnista. Það er ekkert annað en venjuleg rakettusýning óhæfrar ríkisstjórnar til að tala um annað en eigið getuleysi.
15.4.2011 | 08:29
Eftirlaunahugsjónin
er hugsanlega einhver þáttur í afstöðu Birgittu,Eyglóar,Sivjar og Guðmundar þegar þau greiða atkvæði á móti þingrofi en ekki á móti vantrausti. Þessir háttvirtir þingmenn reikna greinilega ekki með því að eiga afturkvæmt í þingsali eftir næstu kosningar. Að vonum ?
Sumum finnst óþarfa prjál í því að þingmenn tali um hvorn annan sem háttvirta og hæstvirta. En af hverju er þetta svo?
Amma mín Sigríður Jónsdóttir Ólafssonar ritstjóra og margkjörins þngmanns, sem sagði m.a. af sér þingmennsku vegna þess að hann gæti ekki setið með slíkum fíflum og þar væru saman komnir, sagði mér ástæðuna. Hún var sú, að faðir hennar, sem hún hafði í hávegum þrátt fyrir að hafa verið álitinn mesti ritsóði í orðbragði(sem þætti líklega ekki mikið í dag),hefði ofboðið orðbragðið á þingmönnum sem kölluðu hvorn annan öllum illum nöfnum úr ræðustóli Alþingis. Sögðu líklega upphátt það sem nútíma þingmenn hugsa til hvors annars á stundum. Hann fékk því til leiðar komið að þeir myndu eftirleiðis ávarpa hvorn annan með kjörforsendum sínum s.s. hæstvirtur 3.landskjörinn osfrv. Ef til vill hafa þeir samþykkt þetta vegna þess að þetta kom frá mesta skammakjafti þjóðarinnar á þeim tíma, þó ekki kæmi amma mín með þá tilgátu, því hún hafði föður sinn í hávegum.
Til hvers er annars verið að treina setu þessa Alþingis? Er þessi samkunda ekki búin að sýna það og sanna að hún er til einskis afgerandi megnug? Þjóðin er sammála um að of hægt hafi gengið. Þúsund rafiðnaðarmenn eru farnir og þúsundir úr öðrum stéttum. Þessi ástæða er ærin einkunnagjöf fyrir þetta þing því straumurinn heldur áfram. Í dag eru stórir fundir "Agenta" til að fá fólkið okkar til Noregs, svipað og var fyrir fyrri aldamót um Vesturferðir. Hvað er þessi ríkisstjórn að þráast við að viðurkenna að henni hefur ekki miðað sem skyldi ? Þarf að berja hana út á Austurvelli eins og henni var komið inn?
Blasa hugsjónir þingmanna við okkur í þessari slímsetu? Snúast þær virkilega um eigin rass og þægindi? Um það að safna eftirlaunarétti?
14.4.2011 | 07:42
Til hvers er Alþingi
núna þegar ljóst er að ríkisstjórn landsins getur ekki komið neinum málum í gegn nema semja til hægri eða vinstri við stjórnarandstöðuna í sínum flokkum eða öðrum ?
Er þjóðin ekki meira og minna á sjálfstýringu embættismannanna ? Hefði Sir Humpfrey ekki talið þetta sína stóru tíma? Skyldi blaðafulltrúi Vegagerðarinnar ekki geta upplýst okkur um stöðu mála á hans stofnun til dæmis?
Nú er hafin undirskriftasöfnun gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Biðlað er til Forsetans að taka í taumana og væntanlega setja málið í þjóðaratkvæði. Víst eru ótrúlegir hlutir í því frumvarpi sem betra væri að vera án.
Ríkisstjórninni er enn einu sinni að takast að búa til rakettusýningu sem fær fólkinu eitthvað annað að tala um en ástandið sjálft. Nú getur Steingrímur hnjóðað í Forsetann og Stjórnarskrána,Þorvaldur Gyhlfason getur boðað þjóðinni fagnaðarerindi stjórnlagaráðsins um kvótann í Fréttablaðinu þeirra Baugshjónanna. Jóhanna lofað Bretum gulli og grænum skógum í bætur hvað sem þeim möguleika líður að Ísland sé sýknað saka og eigi sitt þrotabú sjálft. Allt má ræða nema vandamálið sjálft. Kreppuna, atvinnuleysið, landflóttann.
Hinsvegar er athygli vert að stuðningur við þingrof var mun minni en traust á ríkisstjórninni. Er stjórnarandstaðan þá enn talin hræðilegri en hin hræðilega ríkisstjórn? Eða að þingmenn bresti kjark til að takast á við vandamálin? Eða þeir séu svo hræddir um stólana sína í nýjum kosningum?
Hefur virðing Alþingis vaxið meðal fólksins eftir fall vantraustsins og eins atkvæðis meirihluta stjórnarinnar?
Hugsanlega mælir einhver stöðu Alþingis núna í hugum fólksins?
13.4.2011 | 13:04
Okkar Marokkó
dagur gæti verið í dag. Fólkið vill frelsi frá áþján ríkisstjórnar ráðleysis, sundurlyndis og skattahækkana. Þeir sem halda völdum í andstöðu við fólkið láta þau yfirleitt ekki sbr. Marokkó, Egyptaland, Lybíu.
Okkar gæfa er sú að okkur býðst þetta tækifæri í dag. Því miður eru flestir núverandi þingmenn meira að hugsa um eigin rass heldur en þjóðarhag.
Því eru endir þjáninganna og kreppunnar líklega ekki í augsýn. Við verðum því áfram í okkar gamla Marokkó án vonar um betri tíð.
13.4.2011 | 11:05
"Við vorum beittir nauðung"
sagði Pétur H.Blöndal á Útvarpi Sögu í morgun og átti þá við yfirlýsingar ráðamanna okkar um samningsvilja við upphaf Icesave-málsins haustið 2008.
Staðan var svo alvarleg þá að hvorki var fyrirséð að nauðsynjar gætu borist til landsins né að gjaldeyrir fyrir útflutning okkar bærist hingað. Þjóðin var sama sinnis þá og hún er núna að vilja ekki borga það sem henni ekki ber. Við vorum sem maður í skógi sem ræningi miðar á byssu og heimtar af honum veskið. Og nauðungareiða er ekki talið að menn þurfi að efna.
Pétur fletti yfir stjórnmálasögu okkar síðan og rakti í skýru máli hversvegna flestar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattheimtu síðan þá hafi verið rangar. Hækkun fjármangstekjuskatts ræðst gegn sparnaði, minni sparnaður ræðst gegn fjárfestingum, minni fjárfestingar valda skorti á atvinnu. Svo einfalt er þetta samband þegar Pétur lýsir því að flestir mættu skilja.
Skattstofnar láta undan þegar skattar eru hækkaðir mikið. Steingrímur teldi það ígildi skattalækkana að skatttekjur hefðu minnkað.Slíkt væri grundvallarmisskilningur vinstri manna. Ennfremur skildu þeir ekki sambandið milli sparanda og fjárfestinga. Þeir gerðu sparandann að fjármagnseiganda sem væri af hinu illa. En sparnaður væri forsenda útlána og útlán forsenda fjárfestinga.
Varðandi síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu taldi Pétur nauðsyn bera til að þingmenn yrðu að endurnýja umboð sitt þegar 44 þeirra eru á öndverðum meiði við þjóðina. Kosningar þyrftu að fara fram í þágu þjóðarinnar og þingsins sjálfs.
Í dag er til umræðu vantrauststillaga á ríkisstjórnina. Ég hef þá trú, að þeir þingmenn sem fræddastir eru um endurkjörsmöguleika sína, muni þjappa sér um að forsætisráðherra neyðist ekki til að beita þingrofsvaldi sínu. Því tel ég að Hreyfingin, Siv og Guðmundur Steingrímsson muni greiða atkvæði á móti vantrauststillögunni. Þeir sem sitji hjá eru hinsvegar að mínu mati að greiða tillögunni atkvæði sitt og vísa þá til orða Napóleons, að hver sem ekki er fyrir mig, hann er á móti mér.
Við Íslendingar ættum nú að stokka upp spilin og hætta að tala um nauðsyn samninga um Icesave. Við verðum að tala máli þjóðarinnar útfrá þeirri stöðu sem upp er komin. Eftir yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra að lokinni kosningunni hljóta menn að efast um að þessi ríkissstjórn sé fær um þetta.
Við vorum beittir nauðung í upphafi Icesave málsins og verðum að kynna það sjónarmið fyrir þeim sem hæst láta um það að við séum samningsrofar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko