Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Hraðakstur

er eitthvað sem allir vilja fá að framkvæma og flestir gera einhvern tímann. Í öllum akstri verða slys,hugsanlega fleiri og alvarlegri eftir því sem hraðar er ekið.

Louis Hamiltom og Michael Schumacher eru ímynd gladiatoranna í hugum okkar, karlar í krapinu. Við viljum stundum keyra eins og þeir. Þá er það helst löggan með radarinn sem maður þarf að óttast.

Það er átakanlegt að horfa á og hlusta á móður drengs sem lét lífið í umferðarslysi. það þýðir hinsvegar ekki fyrir okkur að vera að reyna að endurlifa einstakan atburð eða gömul slys. Slysið varð og slys verða. Spurningin er er hægt að gera ráðstafanir til þess að það verði lengra í næsta slys?

Lögreglan er mis-töff eftir stöðum á hnettinum. Refsingar eru misjafnar. Maður kærir sig ekki um að missa teinið eða borga háa sekt fyrir að fá að kitla pinnann á súperbíl, eins og ég var að prófa í gær. Góðhest, trylltan gæðing. Maður varð bara ungur aftur. Það lá við að ég lenti í háfnum fyrir spyrnu en ég slapp.

Ég fór að hugsa á meðan, hvort þetta væri góður byrjendabíll? Hvort ég hefði haft gott af að fá svona bíl í hendur með nýtt próf 17 ára. Ég held að það hefði ekki breytt neinu. Pabbi átti áttagata tryllitæki þegar ég fékk prófið og ég var kaldur við að gefa í og sýna öðrum að ég hefði í fullu tré við þá. Ég gerði vitleysur en slapp bara með það.Var heppinn, sanngjarnt eða ekki. Ég var bara strákur eins og þeir voru og verða alltaf, vildi sýnast og vera kall í krapinu. Auðvitað var maður alltof kaldur, ábyrgðarlaus og hugsaði ekkert um mömmu eða pabba eða systkinin, hvað þá lífið, hjólastóla eða örkuml. Bílslys sem voru þó ekkert óalgeng þá frekar en nú. En maður þekkti enga lamaða í hjólastólum. Maður var ósæranlegur sjálfur og slysin hentu auðvitað bara aðra.

Hefði maður geta lifað við að fá ökuskírteini 17 ára bundið við 60 hestöfl? Verða að keyra með stórt L á bílnum ? Hefði maður geta lifað við reglur um sviptingu ökuleyfis fyrir 17 ára við 55 km hraða, 18 ára 60 km, 19 ára 65 ,20 ára 70 km? Geta farið á kvartmíluna til að spyrna? Keypt tíma á formúlubíl og fengið tilsögn? Maður fór að vinna á stórum vörubílum þá fyrir tvítugt þar sem gamla prófið var þá í gildi. Nú er þetta allt í einhverjum Eevrópureglum og ekkert má.

Hugsanlega hefðu einhver svona ákvæði einhver áhrif. En samt held ég að einfaldlega eitt hefði áþreifanlegustu áhrifin: Töff lögga. Maður er til dæmis skíthræddur við lögguna í Ameríku. Hún er allstaðar og er vægðarlaus ef maður brýtur af sér. Hún lætur mann í friði ef maðir keyrir eins og maður og gerir allt rétt.Hún er yfirleitt ekki með óþarfa áreiti eins og þefaraganginn sem er svo vinsæll hér. Í Ameríku er bíllinn framhald af heimili þínu þar sem þú ert húsbóndinn og því friðhelgur meðan þú ert ábyrgur og fylgir reglunum. En ef þú gerir eitthvað sem er hættulegt öðrum þá er emgin elsku mamma...

Bíll er hættulegt verkfæri eins og allt sem hægt er að nota líka sem vopn. Hvort sem það eru byssur, hnífar eða barefli, getur allt valdið skaða við beitingu. Það er hinsvegar ekki verkfærið sem veldur, það er sá sem á heldur. Maður verður líka að spyrja sig með hverjum viltu aka? Treystirðu bílstjóranum? Ég fer ekki upp í flugvél hjá hverjum sem er. Unglingur verður að hugsa svoleiðis líka áður en hann sest uppí.

Það er síðast og síst maðurinn sjálfur, rækt hugans, uppeldið sem máli skiptir þegar forðast skal hraðakstur. Og að fylgja bönnum vægðarlaust eftir af opinberri hálfu.


Bankaleynd

er hugtak sem Mávi Seðla þykir hentugt að grípa til þegar spurt er um seljendur aflandskróna.

Meðal siðara þjóða eru leyndarmálin sklgreind sem þrjú.Bréfaleyndarmál, ríkisleyndarmál og bankaleyndarmál.Á Íslandi er ekkert af þessum leyndarmálum í gildi.

Á Íslandi er bréfum og tölvupóstum stolið og þau birt í hagnaðarskyni.

Ríisleyndarmálum er lekið óátalið og þau seld á sama hátt. Eina leiðin er að neita að svara og gefa ekki upplýsingar eins og Jóhanna gerir.

Ríkiskerfið afnam bankaleyndina þegar það fékk að beintengja skattkerfið við reikninga bankanna. Á þann hátt getur kerfið hundelt gamlingja sem á sparisjóðsbók og fær vexti til þess að draga af honum bæturnar.

Þessu lugu kerfiskurfarnir úr öllum flokkum inná þjóðina undir því yfirskyni að það væri svo gott að geta forprentað skattframtölin.Afleiðingin er sú að ríkið veit allt um alla og enginn getur átt pening inni í banka án þess að setja sig í hættu.Peningurinn hverfur því ofan í holur og í neðanjarðarhagkerfið eins og í Frakklandi.

Enginn gamlingi á Íslandi getur átt bankareikning án þess að líða fyrir það fjárhagslega.En kerfið heimtar að hann eigi bankareining til að leggja bæturnar inn og þá koma vextir og skattur á verðbólguhagnaðinn sem er notaður til að lækka bæturnar. Catch 22.

Svo tala kommarnir um bankaleynd þegar það passar þeim. Það hljómar bara eins og brandari í því þjóðfélagi haturs og tortryggni á þessu landi sem unnið er við að búa til.Enginn getur treyst neinum nema til ills.

Útsendari stóra bróðurs er allstaðar. Nema auðvitað í svarta hagkerfinu, þar hafa báðir hag af því að halda kjafti. Þar eru leikreglur virtar og handsalið enn ennþá einhvers virði. Öfugt við hið opinbera kerfi landsins, stjórnsýsluna, Alþingi eða hinn opinbera vettvang, þar sem allt er til sölu, ekkert er heilagt, sannleikurinn einskis virði, hver situr um annan og sá er mestur sem lýgur best.

Er það ekki ömurlegt ef það er mál margra manna að í svarta hagkerfi lýðveldisins Íslands séu núorðið einu staðina að finna þar sem heiður, sannleikurinn og hin gömlu gildi eru í einhvejum heiðri höfð? Þar sé hann Íslendingurinn eins og við þekkjum hann frá í gamla daga, hjálpfús, almennilegur og orðheldinn? Heiðarlegur svindlari?

Bankaleynd? Kunnið þið annan þarna niðri í Seðlabanka?


Ragnar Gunnlaugsson

er maður úti á landi, fyrrverandi bóndi að eigin sögn, sem skrifar skemmtilegan pistil á blogg sitt. Mér finnst hann eiga erindi við fleiri og set hann hér inn í leyfisleysi;

"Reynt að skyggnast í hugarheim Jóhönnu Sigurðardóttur.

Aldrei að velja frið ef ófriður er í boði.

Ef fólk er ósammála mér sína þá hroka og fyrirlitningu ef það dugar ekki þá er að beita hótunum og það síðasta er að boða samráð sem auðvitað er engin meining með bara vinna tíma.

Atvinnuleysi er ágætt,það fólk styður mig og mænir upp til mín og vonar að molar falli úr hendi minni,ég held að atvinnureksturinn sé ekki of góður að greiða þessu fólki bætur.

Sjávarútvegur þar er uppspretta als hins illa þar sem ég á þar fáa stuðningsmenn, þar vil ég færa aflaheimildir frá þeim sem hafa verið að kaupa kvóta og stunda öfluga útgerð til þeirra sem eru búnir að selja sinn nýtingarrétt vegna gróðahyggju eða voru við það að fara á hausinn. Skítt með þó bankarnir fái vænan skell með þessari ráðstöfun,það er betra en að þeir séu að bjarga fólki í vanda.   Fátækt fyrir alla er mitt kjörorð.

Ef ég á að velja á milli útgerðarmanna eða þeirra sem gengu út úr bönkum og fyrirtækjum með miljarðatugi þá er ekki spurning að ég stend með þeim síðar nefndu enda gáfu þeir vel í kosningasjóði Samfylkingarinnar það man ég vel.

Síðast en ekki síst skal mér takast að koma þjóðinni inn í ESB áður en ég hætti þar sem nokkuð öruggt er að þá mun það ástand sem ég hef skapað mun viðhaldast, þá mun verða erfitt fyrir helv.... Íhaldið að skapa hér atvinnu og hagvöxt ef það kæmist nú til valda.

Svei bændum."

Þetta er auðvitað skrifað af hinum mesta húmorista í Spaugstofu stíl. En það er gaman að þessu samt hjá Ragnari Gunnlaugssyni þó að upptalningin hans sé engan vegin tæmandi um það sem Jóhanna hefur ekki gert. 

Ábyrgðarleysi að lesa ekki

Morgunblaðið en bara Fréttablaðið.

Berum saman miðopnur blaðanna, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins í dag.

Fréttablaðið skartar leiðara sem gyllir Evrópusambandið á allan hátt og dregur úr öllum efasemdum sem menn kynnu að hafa.

Svandís Svavarsdóttir skrifar um umhverfisstefnu sína sem er samstofna við að nýta ekki náttúruauðlindir og fria landið fyrir búsetu.

Þorvaldur Gylfason lofsyngur Stjórnlagaráðið og gáfur þeirra 552 sem buðu sig fram og hvernig þetta hefði allt verið stórkostlegt og að bestu manna yfirsýn.

Valgerður Bjarnadóttir rakkar nður landbúnað á Íslandi og lofsyngur Brüssel.

Skrípamynd sem ég skil ekki þekur fjórðung opnunnar og svo auglýsingar fjórðung.

Allt er þetta einhliða trúboð, innræting og afvegaleiðing(Disinformation).

Morgunblaðið ræðir í leiðara sínum tvennt.

Sá fyrri er um skemmdarverk ríkisstjórnarinnar á þingstörfum og stjórnkerfinu.

Í seinni leiðara er rætt er um Forsetann og ríkisstjórnina og samksipti þessara aðila. Svo er rætt um aðildar viðræðurnar og sett er útá frammistöðu fulltrúa Íslands.

Kolbrún Bergþórsdóttir skammar stjórnarandstöðuna fyrir að gefa ríkisstjórninni ekki góð ráð og leiðbeiningar svo hún gæti gert eitthvað því ríkisstjórninni detti sjálfri ekkert í hug.

Grein um áfengisúrræði fyrir fanga og endurhæfingarúrræði kynferðisafbrotamanna, sem virðast bera árangur.Allt mjög brennandi mál.

Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar ítarlega stóra grein um Huan á Grímsstöðum og dregur fram kosti og galla og upplýsir um manninn frá Kína.Mál sem hlýtur að varða hvern einasta Íslending

Svo er íþróttamynd mynd yfir fimmtung opnunnar um brimbrettasiglingu, sem er lítið útbreitt hérlendis.

Allt eru þetta málefni dagsins þar sem upplýsingar og rökræður um málefni koma fram sem hjálpa fólki til að skyggnast um sviðið.Atriði sem kjósendur verða að mynda sér afstöðu til.

Baugstíðindin býsna sig af því að vera lesið af helmingi fleirum en Mogginn. Dæmt eftir fjölda póstlúga sem því er troðið inn í.Sem þarf ekki að vera lestur mótsett við Moggan, sem menn kaupa til að lesa. Er ekki í upplagstölum Fréttablaðsins bara að leita skýringa á slöku gengi þjóðarinnar? Og auðvitað með stuðningi annarra Baugsmiðla. Sem allt leiðir til skorts á upplýsingum í stað innrætingar? Skýringanna á því að aðeins 50 % þjóðarinnar ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eftir tveggja ára afmæli vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar?

Er ekki bara hreint ábyrgarleysi af fólki að lesa ekki Morgunblaðið?


Rógsherferðin gegn Bjarna

Benediktssyni herðir ferðina. Nú hefur Capacent bæst í hópinn með því að gera skoðankönnun um hversu margir vilja fá Davíð aftur í formennsku í Sjálfstæðisflokknum.Auðvitað verður niðurstaðan notuð til að klekkja á Bjarna Benediktssyni. Það verðu galað :Bjarni nýtur ekki trausts, fólkið vill Davíð eða Hönnu Birnu !Bjarni verður felldur á landsfundi!

Þetta er svo greinilega maskínerað af hatursöflum Sjálfstæðisflokksins úr Samfylkingunni og Baugsmiðlunum, að það dylst engum sem vill sjá. Auðvitað liggur það fyrir, hér á síðunni til dæmis, að Davíð nýtur meira en þrefalds trausts á við nokkurn annan íslenskan stjórnmálamann. Þó hann sé hættur ! Það er því algerlega lúalegt af þessu Capavent fyrirtæki að láta nota sig til þess að rægja núverandi formann Sjálfstæðisflokksins með þesum hætti.

Af hverju spyr ekki Capacent líka um það hversu margir treysti Davíð Oddssyni betur en Jóhönnu eða Steingrími J.? Hvað þýddi niðurstaðan fyrir þau? Jú, fylgi við áframhaldandi forystu þeirra í sínum flokkum myndi snarminnka og er þó ekki beysið fyrir. Þetta verður túlkað með því að flokksfólkið þeirra vill ekki sjá þau ef kostur er að fá einhvern annan. Þau eru búin að vera, niður með þau!

Auðvitað væri Davíð aftur til forystu fyrir þjóðinni tíu sinnum betri kostur fyrir þjóðina en að hafa þau Jóhönnu og Steingrím áfram í Stjórnarráðinu.Það yrði örugglega niðurstaða samkvæmt könnunum Capacent. Eini gallinn við þetta er bara sá, að það eru ekki kosningar og Davíð hefur ekki boðið sig fram. Sem sagt tilgangslaus spurning en auðvitað hægt að nota niðurstöðuna í pólitískri refskák.

Gæti ekki þetta fyrirtæki ekki alveg eins spurt hvort menn vilji ekki fá Ólaf Thors eða Bjarna Benediktsson eldri aftur til valda? RÚV stóð sig að vonum vel í því kvöld, að fá einhvern mann til að ráðast á Bjarna Benediktsson eldri, sem var líka formaður Sjálfstæðisflokksins, og láta þennan einhvern í viðtali velta honum upp úr því að hann hafi beðið Bandaríkin um að eyðileggja Kiljan? Birta mynd af J.Edgar Hoover og Johnson til að sýna tengingu skuggabladrannna við Sjálfstæðisflokkinn.

Enn eitt sprekið í bálköst Bjarna Benediktssonar núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins!

Af hverju spyr ekki Capacent um hvort landsmenn vlji ekki bara fá Jesús Krist í Stjórnarráðið frekar en heilaga Jóhönnu, Steingrím. Hafa kannski Davíð með? Hver skyldi verða númer eitt? Það væri ljótan ef Davíð yrði númer tvö?

Vinstri öflin tefla nú öllum rógi og undirferli fram til að reyna að draga úr vaxandi trausti fólks á Sjálfstæðisflokknum sem er komið yfir helming landsmanna undir formennsku Bjarna Benediktssonar núverandi fomanns. Þeir snúast til varnar með því að gripa til rógsins og villandi upplýsinga.

Er ekki rökréttur leikur þessa rottuhóps í stöðunni er að grafa undan formanni Sjálfstæðisflokksins með síbylju um hver eigi að taka við formennskunni af Bjarna á landsfundinum næsta?

Af hverju svörum við ekki Sjálfstæðismenn ekki sem um munar? Látum okkur það varða að Jóhanna ætlar að halda áfram í Samfylkingunni? Getum við ekki fundið nóg á hana? Eigum við ekki að finna kandídata á móti henni? Eða væri þetta okkur ekki sæmandi?

Af hverju stöndum við þá ekki upp og verjum flokkinn okkar og formann hans? Kommana og kratana varðar ekkert um innri mál Sjálfstæðisflokksins. Það er okkar flokksmanna að ráða fram úr þeim.

Sjálfstæðsimenn ! Tökum ekki meðvirkan þátt í þessari skipulögðu rógsherferð á hendur núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni.


Ræfilstuskan

hann Björn Valur að lenda í því að segja ljótt í ræðustól þingsins.Ég er viss um að hann ætlaði ekki að segja þetta en missti þetta út úr sér í hita leiksins. No big deal í mínum augum.

En þetta smáatriði er ekki það alvarlega við hann Björn Val Gíslason. Það er það hvernig að kommúnisminn bannar honum allra bjargir annað en að brjótast um í bræði sinni yfir gengi Sjálfstæðisflokksins. Hvernig kommúnistar bregðast við gagnrýni yfirleitt. Alveg eins og Steingrímur J. sem er alltaf brjálaður ef einhver segir eitthvað sem honum líkar ekki.

Kommarnir virðast trúa því beinlínis að það þurfi ekki neina stjórnarandstöðu ef stefnan er rétt eins og einn komminn sagði við mig í gamladaga á dögum Ulbrichts þegar við ræddum ástandið í A-Þýskalandi.

Björn Valur sagði á Eyjunni:

..."Það vekur því furðu að nú rúmum tveim árum eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni á orsökum og aðdraganda efnahagshrunsins, skuli sjálfstæðisflokkurinn nú vera með hátt í 40% fylgi meðal þjóðarinnar.
Kannski verður einhverntímann sett á fót rannsóknarnefnd til rannsaka hvernig það getur gerst að jafn dauðasekur stjórnmálaflokkur og sjálfstæðisflokkurinn er getur öðlast slíkt fylgi meðal þjóðar sem hann hefur kvalið jafn mikið og þá íslensku...."

Makalaust er það með skipstjóra og þingmann eins og hann Björn Val
að vera svona lokaður fyrir pólitík. Hvað er að, hvað er að ! æpir Björn í örvæntingu sinni. Hversvegna vill fólkið mig ekki, sem er svo góður og göfugur? Af hverju vill fólkið Sjálfstæðisflokkinn?.

Skyldi Björn aldrei hafa lesið sjálfstæðisstefnuna ? Hún er búin að vera óbreytt síðan 1929 og enginn hefur séð ástæðu til að breyta henni.

En hún er svona: Flokkurinn ætlar að... "vinna í inannlandsmálum að þjóðlegri og víðsýnni umbótastefnu, á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsi, með hagsmuni allra stétta fyrir augum." Til viðbótar vill Sjálfstæðisflokkurinn "standa vörð um sjálfstæði landsins" eins og nafnið gefur til kynna. En Björn Valur styður ríkisstjórn sem hefur þá stefnu að selja sjálfstæðið með fiskveiðiforræðinu til Brüssel. Og aðrar auðlindir með. Hvað skyldi Björn Valur annars vera búinn að vera í mörgum kommaflokkum með jafnmargar stefnuskrár? Hvað hétu þeira allir, Kommúnistaflokkur Íslands, Sameigingarflokkur Alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, Æskulýðsfylkingin, Alþýðubandalagið, Vinstri hreyfingin-grænt framboð.

Vill hann ekki vera svo vænn að skrifa upp fyrir okkur stefnuskrá VG sem hann er þingmaður fyrir? Ef hann hefur hana í númeruðum liðum þá er auðveldar fyrir okkur að haka við og bera saman orð og efndir. Hann er þá búinn að vinna einhverja forvinnu fyrir kosningarnar næstu, því þá verður þetta allt rifjað upp. Björn Valur, hvað hefurðu efnt?

Þá getum við kannski séð ástæðuna fyrir fýlu Björns útí Forsetann? Menn geta bara orðið svona svekktir á gengisleysinu hjá ríkisstjórninni, ræfilstuskunni þeirri, að aðfinnslur fari í taugarnar á manni.


Margföldunartaflan

var kennd í barnaskólanum mínum. Í tíuára bekk kunnu hana flestir. Í tólfára bekk var enginn sem ekki kunni hana.Í Gaggó kunnum við mismun tveggja kvaðrata utana að ug líka (a-b)í öðru veldi og að leysa annarar gráðu jöfnu.

Eftir tíma skólarannsókna sem sænskmenntaðir sálfræðingar og námsráðgjafar stunduðu um árabil, risu mengjasólir og innsæismýrarljós yfir skólakerfinu. Fækkað var í bekkjum grunnskólans um þriðjung og hætt var að raða í A,B og C bekki eftir námsgetu. Afleiðingin er sífellt vera pródúkt í skóla sem öllum leiðist í. Sem skilar sér svo beint uppí Háskólana, sem geta ekki talið stúdentspróf nægilega sönnun á erindi nemandans í Háskóla.

Gætu ekki þessir kennslufræðingar ekki gert könnun fyrir Háskólann á því hversu mörg prósent barna í 12 ára bekk kunna margföldunartöfluna afturá bak og áfram? Hreint akademískt því ekki förum við að ætlast til að angra börn með utanaðbókarlærdómi. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem ekki má þvinga til eins eða neins. Annars fær skólastjórinn bara óþvegið framan í sig:"See you in court!"eða þaðan af verra. Kennslukonan færi á taugum við svoleiðis verkefni.

Bara einfalda könnun til að vita hversu margir 12 ára kunni margföldunartöfluna. Og bera svo saman meðaleinkun á stúdentsprófi núna og fyrir 50 árum í M.R..


Enn rembist Steingrímur

eins og rjúpan við staur að sannfæra Íslendinga um að hann hafi haft rétt fyrir sér með Icesave.

Nú reiknar Fjármálaráðuneytið út að ef allt greiðist af búi Landsbankans þá skuldum við enn 30 milljarða í vexti til Breta og Hollendinga.Og enn meira ef gengið fellur hjá Mávi Seðla.

Hvað vorum við eiginlega að fella í atkvæðagreiðslunum um Icesave? Að borga innistæðutryggingar? Að borga erlendar skuldir óreiðumanna? Og vexti af þeim? Eða höfnuðum við kröfum Breta og Hollendinga sem ólögmætum eins og Landsfundur Sjálfstæðiflokksins?(Þó að þingflokkurinn hafi svo að mestu gleymt því)

Hvenær samþykktum við Íslendingar að afhenda þrotabú Landsbankans til Breta? Stálu þeir ekki af okkur með hryðjuverkalögunum bæði Heritable Bankanum og svo Singer og Friedlander auk öllu lauslegu fé Landsbankans sem þeir gátu náð í? Ég hélt að við Íslendingar skulduðum þeim ekki neitt þó að að Landsbankinn, alíslenskt fyrirtæki í einkaeigu, hafi svikið út fé í Englandi og Hollandi? Kúguðu Bretar okkur bara ekki með byssu AGS til að verjast ekki árás þeirra meðan við lágum flatir? Á ekki að gera þennan banka upp innanlands því hann er íslenskt fyrirtæki?

Íslensk stjórnvöld hirða bara þrotabúið af okkur hluthötunum og setja í eitthvern Nýjan Landsbanka sem þeir ætla svo að eiga sjálfir ? Hvaðan kemur ríkinu heimild til að stela öllum fasteignum og málverkum úr þrotabúinu og skilja okkur gömlu hluthafana eftir á köldum klaka, ef fyrirtækið reynist svo ekki gjaldþrota þegar allt eer talið ? Ef eitthvað er eftir eigum við hluthafarnir ekki frekar restina en Bretar eða Hollendingar?

Af hverju er búi Landsbankans ekki skipt upp og selt eins og önnur innlend þrotabú? Hvað kemur okkur við hér á Íslandi að einhverjir aðilar í Bretlandi og Hollandi hafi látið skrúfa sig af íslenskum glæpamönnum? Við litlu hluthafarnir kusum ekki glæpamennina í stjórn bankana né réðum bankastjórana sem settu bankann í þrot og bjuggu til Icesave með tærri snilld sinni.Réðum við ferðinni til Bretlands með Björgólfunum?

Ég hélt að með höfnun Icesave I, II og III værum við að hafna samningum um þetta Icesave mál. Ekki það að nú myndi einhver Steingrímur fara að reikna á okkur vexti og moka útúr þrotabúi Landsbankans öllu sem mokað verður og svo úr ríkissjóði þar sem því sleppir?

Mega ekki Bretarnir rukka Sigurjón digra og Björgólfana og aðra stjórnarmenn Landsbankans alveg eins og þeir vilja? Erum við úr íslensku þrotabúi nokkuð skuldbundnir að borga innistæðutryggingar fyrir Landsbankann frekar en við borguðum ekkert til íslenskra innistæðueigenda hvað sem einhverjum ímynduðum innistæðutryggingum í huga blankra ráðherra okkar leið? Hvað þá vexti af ímyndaðri skuld sem Bretar og Hollendingar eru að reikna út?

Hversvegna er Steingrímur að remast svona?


Hvernig getur Evran?

staðist á Íslandi þegar kauptaxtar eru hækkkaðir um prósentur sem nema margföldum hagvextinum?

Ef við hefðum haft Evru frá 2008 hefðu öll laun í landinu þurft að lækka um -6.7 %árið 2009, -4 % árið 2010 og -2.7 % fyrri helming þessa árs.Bæði hjá Forsætisráðherra og Mávi Seðla, leikskólakennurum, flugumferðarstjórum og flugfreyjum.

Gerðu þau það?

Bara til þess að komast hjá verðbólgu sem þessu nemur, sé Evran jafn stabíl eins og margir virðast halda sem rakka niður krónuna. Þeir ganga útfrá að Evran sé eins og heimsfastinn hjá Einstein, eilífur og óumbreytanlegur. Hagvöxtur=kaupmáttaraukning.

Ég vildi að einhver af þessum Evruprédikurum, allt sviðið frá Eiríki Stefánssyni á Útvarpi Sögu til Benedikts Talnaglögga Jóhannessonar í Evrópusambandsarmi Sjálfstæðisflokksins, gæti skýrt það fyrir mér hvernig Evran getur leyst málin hjá verkalýðsþjóð með heilögu samningsfrelsi og verkfallsrétti eins og Íslendingum?


Ólafur Ragnar svarar fyrir sig

á Bylgjunni.

Lúaleg árás Steingríms J. Sigfússonar og sjálfsupphafning í Icesave málinu varð kveikjan að því að Ólafur Forseti svaraði fyrir sig í RÚV. Hann útskýrði orð sín á Bylgjunni síðdegis.

Aðalatriðið var að það, að hann sagðist ekki sitja undir því sem Steingrímur ber á borð þegar hann reynir að endurskrifa söguna sér í hag. En Steingrími er skiljanlega í mun að snúa þeirri staðreynd á haus, að hann var dyggasti málsvari þess að láta undan kröfum Breta og Hollendinga frá upphafi Icesave mála til enda. Þegar við blasir að úr málinu ærlar að spilast á mun skárri hátt en nokkur sá fyrir, þá ætlar þessi Steingrímur að þakka sér það og að hann hafi alltaf vitað þetta. "Sáuð þig hvernig ég tók hann" er það sem Steingrímur sterki ber á borð fyrir þjóðina núna í stíl við fyrri kraftamann.

Árás Jón Baldvins á Ólaf var svikalaus eins og við mátti búast. Hann klykkjir út með að segja að það verði að koma böndum á þennan "President Ga-ga" eins og hann nefnir hann, til þess að hann eyðileggi ekki Evrópusambandsaðildina fyrir sér og öðrum krötum í það minnsta.

Ég las svo hjá Þorsteini Pálssyni,að hann krafðist þess að Jóhanna Sigurðardóttir bókaði á Ólaf á ríkissráðsfundi vegna ummæla hans um herkvína um Ísland sem Evrópusambandið studdi með ráðum og dáð að dómi Ólafs en Jóhanna vill hvorki auðvitað hvorki sjá né heyra.

Það er ekki ónýtt fyrir Evrópussambandið að eiga þessa þrjá skeleggu talsmenn á Íslandi, Steingrím J Sigfússon og þá Baugspennana Jón Baldvin og Þorstein Pálsson. Skoðanankannanir benda samt tl þess að þeirra vísdómur allra nái þó skemmra að eyrum þjóðarinnar heldur en þess Ólafur Ragnar greinir frá um Icesave málið, sem þjóðin, ekki hann, afgreiddi með afgerandi niðurstöðu sem þessum vitringum þremur þóknaðist hvorki þá né síðar.

Í vönduðu viðtali Þorgeirs Ástvaldssonar, sem er fyrirmyndar spyrill sem aðrir mættu gjarnan draga lærdóm af, við Ólaf Ragnar komu fram vangaveltur um það hvort Ólafur ætlaði aftur í framboð. Ólafur vísaði því frá með heimspekilegu svari um dauðans óvissa tíma. Hann væri búinn að sitja í 15 ár.

Mér finnst reynsla Ólafs Ragnars í Forsetaembættinu og reynsla okkar af honum skipta máli. Stjórnlagaráð eða ekki, þá lofaði ég sjálfum mér því í seinni þjóðaratkvæðinu að veita Ólafi Ragnari það sem ég mætti ef honum lægi lítið við. Við það ætla ég að standa hvað sem hver segir.

En þó má ég mninast þess að ég hef aldrei kosið Forseta til þessa svo það er ekki á vísan að róa fyrir þann sem ég styð frekar en fyrri daginn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419728

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband