Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
24.10.2012 | 08:09
Margt er spaklegt í Mogga
dagsins.
Þar ber fyrst að telja það sem segir í leiðara um stjórnlagaráðskosninguna og hversu fáránlega allt það mál ber að. Sigurður Líndal er kallaður til vitnis um það mikla "merkingarleysi og mótsagnir" sem allt of víða er að finna í textanum sem Þorvaldur Gylfason heldur að okkur að sé jafnvirði heilags grals.
Það sem uppúr stendur að þriðjungur kjósenda samþykkti textann sem grundvöll í skoðanakönnuninni en tveir þriðju lýstu frati á þetta brölt allt. Og aumingjans forsætisráðherrunni okkar finnst þetta jafngilda því að mál málanna sé fundið fyrir Alþingi að rísla sér með það sem eftir lifir meðan Róm brennur.
Svo kemur hann Óli Björn sem margt spaklegt hefur skrifað um þjóðmál þannig að fáir láta fram hjá sér fara. Nú fannst mér nokkra prófkjörspest leggja af skrifunum þegar hann vekur athygli á slæmum vaxtakjörum ríkisins sem virðast nema yfir 20% á skuldina sem er 774 milljarðar. Óli Björn vill selja ríkiseignir eins og Landbankann en nota andvirðið til að lækka skatta á almenningi. Auðvitað eru þeir háir en almenningur er samt skuldarinn.
En ég er fyrir mitt leyti búinn að fá upp í kok af þessu tali um sölu ríkiseigna. Ég minni á hvílík vitleysa var gerð þegar Síminn var seldur og lenti mest í höndum ótíndra gæðamanna. Vonandi hirðir ríkið hann til baka við þetta tækifæri en afhendir hann ekki fyrri "eigendum".
Þjóð á ekki að selja undan sér grunnforsendur eins og Alþingi, vegakerfi, skólakerfi, fjarskipti,sjúkrahús, lögreglu,famgelsi, hafnir, flugvelli. Braskarar mega annast alla aðra þætti. Óli Björn þarf ekki að útiloka að ríkið geti ekki rekið neitt og vil ég benda á að til dæmis Landspítalinn virðist ná árangri í rekstri sínum með réttu fólki. Mætti til dæmis ekki árangurstengja laun í ríkisrekstri eins og í einkabankageiranum? Eða verða allir að fá jafnt, Humpfrey eða séra Humpfrey?
Svo skrifar vinur minn Ragnar Önundarsson grein sem sama fnyk leggur af. Ragnar hefur farið hart fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins og telur hann eiga óuppgerð mál við hrunið í augum almennings. Má vera að andlegur skyldleiki dragi menn að hvorum öðrum til bardaga eins og Cecil Lewis lýsir í bók sinni Sagittarius Rísandi sem er holl lesning hverjum sem er.(Er fáanleg hjá pistlaskrifara fyrir lítið). En víst er að Ragnar sér ýmsa hluti í fjármálum betur en aðrir menn og ekki verður ónýtt fyrir þessa þjóð að eiga þá Óla Björn báða í liði flokksins í fjörunni á næsta kjörtímabili og treysti ég þá auðvitað á flokkshollustu þeirra til að berjast hart með liðinu hvaða sæti svo sem kjósendur úthluta þeim í prófkjörinu.
Pólitík á nefnilega að vera samstarf liðsheildar en ekki einleikur fyrirliðans eins og allir þekkja úr boltanum. Megi Mogginn minna okkur stöðugt á það.
Margt er læsilegt í Mogga að vanda og væri erfitt fyrir okkur gamlingjanna og íhaldspúkana að hugsa sér morguninn án þess "að fá línuna" eins og Benni heitinn Davíðs vinur minn kallaði blaðið þegar við hittumst í Sundlaugunum í áratugi. Þá sjaldan sem ég fletti öðrum blöðum því meira sannfærður er ég um nauðsyn Morgunblaðsins enda var ég ólatur við að halda því að vini okkar allra pottverja, ljúfmenninu honum "Benna komma" í þann tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2012 | 08:37
Mergsogin millistétt
er grunnur að miðstýringarkerfi alræðis öreiganna sem kommúnistar trúa á.
Viðleitni þeirra er að veikja millistéttina sem mest og gera hana efnalega ósjálfstæða. Þá vex öreigunum ásmegin til illra verka.Það er heimsmynd þessa hugmyndakerfis sem nú ræður ríkjum í landinu.
Auðlegðarskattur er ein af uppfinningum Steingríms J. Hann er afturganga gamla eignarskattsins þó verri sé í ýmsu tiliti. Sjálfstæðismenn höfðu útrýmt honum í sinni tíð senda er hann tvísköttun í eðli sínu þar sem hann leggst fyrst á tekjur manna og svo á ævisparnaðinn árlega og étur hann upp á fimmtíu ára fresti.
Hann leggst á eignir hjóna sem eru yfir 100.000.000 að 200.000.000 sem 1.5 % og 2 % þar yfir.
Hjón sem eiga skuldlaust einbýlishús á 100 milljónir greiða 1.5 milljón á hverju ári til ríkissjóðs Steingríms J. fyrir utan fasteignagjöld til sveitarfélagsins. Ef þau leigja út frá sér þá skerðast bætur frá tryggingastofnun um leiguupphæðina eins og lífeyrsjóðsgreiðslur gera líka.
Steingrímur J. er upphafsmaður og forgöngumaður eftirlaunafrumvarpsins illræmda, sem síðan hann lét svo kenna við Davíð Oddsson. Samkvæmt því fá flokksformenn og ráðherrar aukinn lífeyri. Þesi réttur er miklu meiri en annað fólk nýtur og að fullu verðtryggður. Mér er ekki kunnugt um hvort njótendur greiða eitthvað af launum sínum í sjóð eins og aðrir launþegar sem greiða minnst 4 % af launum sínum í sjóð auk annars.
Auðlegð Steingríms J. Sigfússonar liggur í þessum lífeyrisrétti fyrir utan annað sem hann hefur nurlað eins og aðrir borgarar. Af henni greiðir hann ekki auðlegðarskatt.
Segjum svo að nettó eftirlaunarétturinn sé milljón á mánuði. Fari Steingrimur á eftirlaun 67 ára og lifi til áttræðs þá er þessi sjálftekna líftrygging hans 157 milljónir virði í dag.
Ef hann væri skattlagður til jafns við hjónin sem fyrr getur þá myndi hann greiða meira en 2 milljónir árlega í auðlegðarskatt af þessum lífeyrisréttindum sínum sem eru svo víst líka erfanlegar betur en hjá öðrum lífeyrisþegum.
Þetta er forgjöfin sem Steingrímur J. hefur úthlutað sjálfum sér í skjóli embættis síns og stöðu umfram almenning. Og hann er ekki einn í hópi sjálftökuliðsins sem á þessi skattfrjálsu og verðtryggðu hnoss í vændum meðan millistéttin er mergsogin.
22.10.2012 | 07:28
Verðtryggingin
er tískuumræðuefni. Við krefjumst afnáms verðtryggingar étur hver upp eftir öðrum alveg án þess að rifja upp söguna eða orsakirnar. Lesa hvað Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá um nauðsyn verðtryggingar og fleiri menn.
ASÍ, þaðan sem flestir verðbólguvaldar Íslendinga rekja ættir sinar til hvernig sem á það er litið, deildi um verðtryggingu á fundi sínum.Svo sagði í fréttum af sverðaglamri:
"Þing ASÍ felldi í dag tillögu um afnám verðtryggingar. 103 studdu tillöguna eða 46% atkvæða, en 121 greiddu atkvæði á móti eða 54%.
Miklar umræður urðu á þingi ASÍ um verðtryggingu. Þingfulltrúar deildu um hvort verðtryggðin væri meinsemd sem hefði leitt fjölda heimila í gjaldþrot eða hvort orsakanna væri að leita annars staðar.
Þeir sem gagnrýndu verðtrygginguna lögðu fram tillögu fyrir þingið þar sem sagði: "Þing ASÍ skorar á Alþingi að afnema verðtryggingu á neytendalánum til einstaklinga og heimila enda er hér um að ræða samfélagslegt mein sem hefur leikið skuldsett heimili skelfilega á liðnum árum og áratugum. Einnig skorar þingið á Alþingi að setja lög sem mæli fyrir þak á vexti á húsnæðislán."
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gagnrýndi tillöguna og sagði að tillaga um að setja þak á vexti fæli í sér að lánveitendur yrðu ekki tilbúnir til að lána ef þeir fengju ekki ávöxtun á fjármagn sitt. Afleiðingin yrði sú að til yrði ástand sem væri svipað því sem var á sjötta og sjöunda áratugnum þegar fólk þurfti að betla lán frá bankastjórum og helst að þekkja einhvern valdamann til að fá lán.
Kristján Þórður tók dæmi af óverðtryggðu láni sem stóð í 20 milljónum í ársbyrjun 2009. Verðbólgan fór upp í 18% það ár. Kristján Þórður sagði að þetta þýddi að mánaðarlegar afborganir af láninu hefðu farið úr 172 þúsund krónur í 400 þúsund. Ef lánið hefði verið verðtryggt hefðu afborganir farið úr 110 þúsund í 111 þúsund. Höfuðstóllinn hefði vissulega hækkað mikið, en hann sagðist ekki sjá hvernig fólk gæti ráðið við afborgun upp á 400 þúsund á mánuði.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn tillöguflytjenda, sagði að afleiðing verðtryggðarinnar væri sú að 50% heimila á Íslandi væru tæknilega gjaldþrota. Hann sagði að verðtryggðin væri meinsemd sem verkalýðshreyfingin ætti að berjast gegn. Fjármagnseigendur væru með belti og axlabönd á meðan lántakar hefðu allt sitt á þurru. Verkalýðsfélag Akraness hefur ásamt Hagsmunasamtökum heimilanna ákveðið að höfða dómsmál til að fá úr því skorið hvort verðtryggingin sé lögleg.
Birgir Már Guðmundsson, stjórnarmaður í VR, sagði rétt sem fram hefði komið í umræðum á þinginu að það væri ekki nægilegt að horfa bara á verðtrygginguna. Meinsemdin væri verðbólga og óstjórn í efnahagsmálum hér á landi. Birgir sagðist hins vegar taka undir að losna þyrfti við verðtrygginguna. Hann sagði að hún hefði leikið sig grátt og hann væri í hópi þeirra sem ættu ekki lengur neitt í húsnæði sínu.
Fríður Birna Stefánsdóttir, stjórnarmaður í VR, sagði að efnahagsstjórn í þessu landi væri "ömurleg" og hún yrði það áfram þó að við gengjum í Evrópusambandið. Hún sagði að aðferðin við að eignast húsnæði væri að spara og leggja fyrir áður en farið væri af stað. Það gengi hvergi í heiminum að kaupa húsnæði á 100% lánum."
Ég hef aldrei náð því hvaðan fjármagn eigi að koma ef ekki myndast sparnaður í landinu? Í gamla daga stóð fólk í biðröðum í Steypustöðinni með koffort full af sparipeningum sem það vildi skipta fyrir verðtryggða steypu. Þá var engin önnur verðtrygging í boði fyrir peninga. Engin trygging nema kvittun frá okkur Svenna. Þá höfðu sumir traust sem er víst bara sagnfræði nú til dags eftir að svik og lygar komust til hávega og daglegs brúks.
Bankarnir núna neita að láta leggja inn á verðtryggt nema bundið í 3 ár. Þetta finnst mér della. Af hverju má ekki fólk velja hvort það vill eiga sparifé verðtryggt til færri mánaða og vaxtalaust eða á núverandi skítavöxtum sem eru minni en verðbólga? Þarna blasir bankasamráðið grímulaust við. Kallað samsæri gegn almenningi ef einhverjir aðrir eiga í hlut en fjármálafyrirtæki.
Fólk ætti að geta valið um verðtryggingu eða óverðtryggð lán.Gengislán eða íslensk lán. Frelsið er það sem okkur skortir en ekki forræðishyggju og fantabrögð gjaldeyrishafta.
Það þarf að gera eitthvað fyrir fólkið sem hrundi á. Stökkbreytingin sem þá var gerð var af mannavöldum. Það gengur ekki að gera ekki neitt í því. Það gengur ekki að láta erlendu bankana halda svona áfram að kyrkja allt og alla. Það gengur ekki að láta allt fara í sama farið og afhenda eignirnar til sömu glæpamannanna aftur.
Við vorum á Landsfundi Sjálfstæðismenn til að gera akkúrat það. Hvað skeði þar? Hver er skýringin á því á því að fólk þar náði ekki betur saman?
Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini vettvangur sem fólk getur bundið vonir við að geri eitthvað af viti í verðtryggingunni sem öðru. Það er gott að eiga ASÍ að bandamanni í því máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 18:31
Hvorki Hádegismóinn
Bjarni Ben, né ég virðumst hið minnsta hafa skynjað hvað þjóðin var að hugsa í þessari stjórnlagakosningu. Okkar sjónarmið voru kolfelld þrátt fyrir hetjulega baráttu. Alveg sama þótt fullt af liði sæti heima. Þjóðin vill örugglega breyta stjórnarskránni á þann veg sem þessi 101 klúbbur þeirra Þorvaldar Gylfasonar og Ómars Ragnarssonar vill. Það er bara svoleiðis.
Eftir á að hyggja hefði það verið skárra fyrir okkur sjallana að við hefðum skipulega setið heima svo að kjörsóknin hefði sýnst aðeins minni. En það er of seint að deila um visku formannsins eftir á, en hann sagði okkur að fara og kjósa og segja nei. Við skítlágum í því.
Þá er það eftirleikurinn. Ætlar Jóhönnuliðið að gusast strax í stjórnarskrárbreytingar og láta önnur mála danka? Má sjálfsagt einu gilda fyrir þjóðina þó ekkert gerist frekar það sem eftir er þessa þings. Hálft ár í eymdinni og úrræðaleysinu í viðbót líður líka. En að það verði lengra er meiri martröð sem mig persónulega langar ekki í.
Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn voru alfarið upphafsmenn þessa stjórnlagakafla 2009 hvað sem einhverjum seinni sinnaskiptum líður. Það er eðlilegt að þeir hugsi sinn gang með stjórnarmyndunarviðræður eftir nokkra mánuði. Eðlilegt framhald fyrir þá er að ganga í þessa stjórn og taka þar forystu í stjórnarskrármálum sem öðru.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ganga afgerandi eitt né neitt. Hann er líka í vanda vegna deilna útaf einstökum mönnum, sem sumir eru að hætta en aðrir eru ekki að hætta sem sumum finnst að ættu að hætta flokksins vegna og enn aðrir leggja ekki í framboð meðal annars vegna brjálaðs kostnaðarins sem skal vera óbreyttur hvað sem nýjum skipulagsreglum líður.Stórkostleg fylgisaukning hefur ekki séð dagsins ljós.
Framundan eru núna ströng prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum sem munu að vanda skilja eftir sig einhver sár meðan litlu flokkarnir hlýta miðstýringu og kynjakvóta við uppstillingu á lista. Svo kemur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í febrúar sem getur sprungið í loft upp við minnsta neista. Fuglinn Fönix flaug að vísu hugsanlega aldrei betur en þegar hann reis uppúr eldinum og vissulega skal ekki vanmeta mátt hreinsunareldsins. En hann verður að loga en ekki liggja falinn undir skán. Hálfvelgja er ekki gott veganesti inn í nýjar kosningar.
Að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum að fullu er eitthvað sem andstæðingarnir auðvitað vilja síst af öllu. Sterkur Sjálfstæðisflokkur er það eina stjórnmálaafl sem vinstri menn óttast. Það er hinsvegar þjóðin sem á mest undir styrk Sjálfstæðisflokksins. Nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki 28 þingmönnum verður Sigmundur Davíð líklega næsti forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn utan stjórnar.
Hádegisgismóinn og Bjarni formaður og þingmenn flokksins bila auðvitað aldrei í baráttunni og herðast við hverja raun. Ég og hinir fótgönguliðarnir verðum líka að reyna okkar besta til að vinna góðum málum framgang og berjast við forynjur afturhaldsins hvar sem þær er að finna. Framtíð Íslands betur komin undir sjálfstæðisstefnunni heldur en undir brekánshorni Evrópusambandsins í boði kratanna og kommanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.10.2012 | 16:09
Nei !
skulum við segja við hinni svívirðilegu aðför að stjórnarskrá lýsðveldisins Íslands sem feður okkar og mæður samþykktu með 95 % atkvæða árið 1944.
Þessi atlaga sýnist mér helst gerð undir þeim formerkjum að ekki sé hægt að afsala fullveldinu til Brussel eftir núverandi stjórnarskrá á nægilega hraðvirkan hátt.
Mér geðjast ekki að þessum aðförum. Að taka upp algerlega nýja stjórnarskrá í bulandi ágreiningi við stóran hluta þjóðarinnar.
Helgi Ólafsson varaformaður SUS orðar ástæðurnar fyrir því að hann ætli að segja nei á morgun þannig í grein þann 16. október s.l.:
" Nei við 1. spurningunni er ekki já við óbreyttri stjórnarskrá.
Það að segja nei við því að stuðst verði við þessar tillögur við ritun nýrrar stjórnarskrár þýðir ekki að sagt sé já við óbreyttri stjórnarskrá.
Stjórnarskránni hefur verið breytt og henni mun verða breytt.
Það að segja nei við því að leggja þessar tillögur til grundvallar að nýrri stjórnarskrá er að segja nei við því að breyta stjórnarskránni í bullandi ágreiningi.
Það er að segja nei við því að snúa frá því vinnulagi að gera ekki breytingar á stjórnarskránni án víðtækrar samstöðu.
Það er að segja nei við því að kasta lýðveldisstjórnarskránni, sem samþykkt var með 95% greiddra atkvæða í kosningu sem 98% atkvæðisbærra manna tóku þátt í, fyrir róða.
Það er að segja nei við því að setja það vald, að skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni, í hendur fámenns og einsleits hóps manna með, í besta falli, takmarkað umboð.
Það er að segja nei við því að eyða tíma og orku Alþingis í átök um stjórnarskrána meðan mörg önnur mun meira aðkallandi mál bíða.
Það að segja nei við fyrstu spurningunni er ekki merki um áhuga- eða skilningsleysi. Það þýðir ekki að einhverjum sé sama um mannréttindi. Það er ekki það sama og að samþykkja hvern staf í núgildandi stjórnarskrá og það er ekki það sama og að segjast aldrei vilja sjá nokkru breytt í stjórnarskránni.
Ég ætla að mæta á kjörstað 20. október og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Ég mun mæta og svara öllum sex spurningunum neitandi."
Mér finnst Helgi hafa sagt allt sem þarf að segja um þetta mál.
Mætum á morgun og segjum nei við fyrstu spurningunni. Ég óttast að höfundar reyni að snúa útúr atkvæðagreiðslunni á þann veg, að hafi maður greitt atkvæði um afganginn af spurningunum, þá vilji maður að frumvarpið sé rætt og hafi því sagt einskonar já.
Því þori ég sjálfur ekki annað en segja aðeins nei við hinni fyrstu og láta hinar eiga sig.
19.10.2012 | 08:55
Vanmat
Össurar utanríkis á eigin ágæti og alþjóðlegu sprelli sínu verður seint talið há honum eins og eftirfarandi skrif hans bera vitni um þegar hann fjallar um stuðning sinn við olíuleit Íslendinga:
"Hraðinn við gerð samningsins undirstrikar líka hversu skilvirk íslenska utanríkisþjónustan er þegar hún beitir sér fast í tilteknum málum. Við höfum verið eins og húsleki með þetta mál á öllum fundum með utanríkisráðherrum, embættismönnum og sérfræðingum hinna ríkjanna, og stöðugt sett á oddinn að ráðist verði í samninginn. Ég tók þessi mál aftur og aftur upp við Jónas Gahr Störe, þáverandi utanríkisráðherra Noregs, og olíusamningurinn var það mál sem ég lagði þyngsta áherslu á þegar ég átti frægan fund með Hillary Clinton í Washington í fyrra. Hún tók mjög fast undir minn málflutning um þetta. Sömuleiðis ræddi ég þetta oftar en einu sinni við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa."
Hvaða frægðareinkunn skyldi Hillary gefa þessum fundi með Össuri?
En Össur er ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu með þeim Svandísi og Steingrími sem gengur um götu þvera til að hindra allar framfarir í landinu með þvi að hindra alla nýtingu auðlinda landsins. Síðast skar hún 13 milljónir króna af Orkustofnun til þess að hún gæti ekki rannsakað frekar gasútstreymi á Skagagrunni þar sem vísbendingar hafa verið um meiri nálægð kolefnissambanda heldur en á Drekasvæðinu.
Allt fellur þetta í skuggann af því að boða Evrópusambandsaðild sem hinn allsherjar lífselexír þjóðarinnar, ferðast um heiminn og stilla sér upp á myndum með erlendum stertimennum. Þar fer ekki hnífurinn á milli gömlu kommanna í ríkisstjórninni okkar eða þeirra sem nú eru í hæstu stöðum í Evrópusambandinu. En skrautleg pólitísk fortíð þeirra sumra hverra er engu síður sprenghlægileg en kommafortíð sprellikallsins Össurar.
Það er eins með Össur og Jóhönnu að þeim hefur tekist að fá almenning að gleyma því að þau voru bæði í hrunstjórninni. En bæði auðvitað blásaklaus og hafa getað hakkað á Sjálfstæðisflokknum síðan þá og kennt honum um allt sem miður fór. En Össur hefur þó eitt framyfir Jóhönnu sem er að það er hægt að hlæja að honum en aldrei að henni.
Það er hinsvegar vanmat Össurar á heilbrigðri skynsemi Íslendinga ef hann heldur að grobbskrif hans um sjálfan sig dugi til þess að Íslendingar treysti á leiðsögn hans í stjórnlagaráðsskoðanakönnuninni á morgun. Enda hefur hann verið þögull um 113.greinina sem opnar þó leið til erfðaveldis í stjórnmálum án þjóðaratkvæðagreiðslu eins og þar stendur skýrum stöfum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2012 | 08:16
13 milljónir
eða hversu lítið sem er. Ef það er minnsti möguleiki að eitthvað gæti orðið þjóðinni að liði í framtíðinni, þá skal það hindrað.Samstillt átak VG er að koma í veg fyrir allt sem getur orðið þjóðinni að liði við verðmætasköpun í framtíðinni. Skoðið feril Svandísar í umhverfismálum til dæmis.Hverju hefur hún ekki komið til leiðar í tefjandi tilskipunum?
Til þess að ekki sé hægt að láta Orkustofnun rannsaka möguleika á kolvetnum á NA
þá kemur Steingrímur J. í veg fyrir að stofnunin fái 13 milljónir í framhaldsverkefni. Sem hafa sýnt sig að vera mjög áhugaverð í jarðfræðilegu tilliti.
En milljarður í stjórnlagabrölt. Þar liggja áherslurnar. Þá skal ekkert til sparað af fyrrum jarðfræðistúdentinum Steingrími J.
17.10.2012 | 23:30
Lögleg lögbrot?
eru það að verða að falsa vegabréf til að komast til Íslands sem hælisleitandi.
Hverskonar bull er þetta? Er skjalafals ekki lengur skjalafals ef það eru útlendingar sem það fremja? Hvaða önnur réttindi eiga hælisleitendur að fá umfram okkur sem eru hér fyrir?
17.10.2012 | 18:04
Boðorðin 10
eru 77 orð.
Engin stjórnarskrá í heimi inniheldur greinar sem eru í andstöðu við inntak boðorðanna 10. Þau eru auðskilin öllum sem vilja skilja. Það þarf enga 300 blaðsíðna greinargerð frá prófessor Þorvaldi Gylfasyni eða Ómari Ragnarssyni til þess.
Stjórnarskrá Bandaríkjanna eru 4501 orð. Við hana voru skrifaðar 10 viðbætur um mannréttindi í upphafi. Síðan þá hafa verið skrifaðar 17 viðbætur af knýjandi ástæðum á 220 árum. Ein viðbót á 13 ára fresti. Og þá aðeins af knýjandi nauðsyn að bestu manna yfirsýn. Sjálfri stjórnarskránni verður ekki breytt meðan Bandaríkin standa.
Stjórnarskrá Bandaríkjanna er einföld og skýr. Ekkert orkar þar tvímælis. Ekkert má því afnema í stjórnarskrá sem stofnendur ríkisins samþykktu allir sem einn. Engir menn geta tekið sér það vald nema í byltingu þar sem hinu gamla er kastað fyrir róða. Og bylting er auðvitað aldrei gerð með samþykki allra heldur traðka einhverjir á öðrum og kúga.
Boðorðunum 10 hefur ekki verið breytt. Sjálfsagt hafa skálkar allra tíma talið sig til þess bæra og nóg framboðð er ávallt af slíku fólki. En þau standa þarna enn og eru grundvöllur undir siðaðri hegðun manna um allan heim. Viðbóta vegna umhverfisaðstæðna, femínisma,samkynhneigðar,loftslagsbreytinga, afnámi þrælahalds og fleiri nýmóðins uppfinninga er ekki þörf. Þau skiljast alveg án þess.
Stjórnaskrá þarf að innihalda aðeins nauðsynleg orð og greinar. Ekkert umfram það né það sem tvímælis orkar. Það er líka vandaverk að breyta plaggi sem menn hafa þróað öldum saman að stofni til þar sem hver setning hefur verið hugsuð mörgum sinnum.
Stjórnlagaráð gat það auðvitað ekki enda er plaggið eftir því. Þjóðin er greinilega heldur ekki sammála um breytingarnar. Þjóðfélagið logar stafna á milli í deilum um plaggið sem höfundar vilja fyrir hvern mun fá að keyra ofan í kokið á þeim sem ekki vilja það.
Aðeins hreinir kjánar geta staðið að stjórnarskrárbreytingum einnar þjóðar með þessum hætti. Okkar vísustu menn hafa legið yfir mögulegum breytingum á núgildandi stjórnarskrá árum saman án þess að treystast til að kveða upp einhverja Salómonsdóma eða fá fram nauðsynlega allsherjar samstöðu um breytingar.
Hér hafa kjánar á Alþingi tekið sér of mikil völd sem þeir að vonum kunna ekki með að fara. Stjórnlagaþingsráðið er vitnisburður um þá fávisku sem getur náð yfirhöndinni í málefnum einnar þjóðar. Og atkvæðagreiðsla um skoðanir er af sama stofni.
Þeir sem nú fara hæst með himinskautum í stjórnarskráráhuga sínum ættu að lesa boðorðin 10 einu sinni yfir sér til skilningsauka á því hvað það er sem til þarf að sameina þjóð.
17.10.2012 | 08:01
Steingrím fyrir Landsdóm !
er nærtæk upphrópun vegna þeirrar margvíslegu fjármálaóreiðu sem fram hefur farið á hans ábyrgð í tíð núverandi ríkisstjórnar. Að því gefnu að yfirleitt eigi nokkur stjórnmálamaður erindi þangað inn sem menn greinir á um.
Ég hef heyrt vera færð lögfræðileg rök fyrir því að séu stjórnarskrárvarin réttindi hvers manns að mega vera grunnhygginn, hálfviti eða jafnvel heimskingi. Hinsvegar sé undirhyggja ekki hálfvitaskapur né heimska heldur vottur um einbeittan brotavilja greinds einstaklings.
Guðlaugur Þór hefur dregið fram í dagsljósið hvernig Steingrímur hefur stofnað til útgjalda ríkissjóðs án nauðsynlegra fylgiskjala fyrir hundruði milljóna í sambandi við gjaldþrot SpKef og Byr. Grein er gerð fyrir smáatriðum í Morgunblaðinu í dag. Óreiðan í kring um þetta getur hugsanlega flokkast undir vanhæfni vegna skorts á hæfileikum og því hugsanlega stjórnarskrárvarin réttindi Steingríms. Þetta getur líka verið refsivert brot í opinberu starfi að öðrum forsendum uppfylltum.
Áður hefur Guðlaugur Þór rakið hvernig Steingrímur ber ábyrgð á ólöglegum taprekstri Sparisjóðsins í Keflavík sem frá því að eiga milljarða í eigið fé fer svo kirfilega á hausinn að í fyllingu tímans leiðir það til 25 milljarða kostnaðar við yfirtöku Landsbankans nýja á sjóðnum. Aftur kemur meðfæddur hæfileikaskortur til álita eða þá undirhyggja.
Þá hafa ýmsar ráðstafanir Steingríms leitt til tugmilljarða tjóns fyrir ríkissjóð. Má nefna VBS og Saga Capital og endurreisn Sjóvár.Þar að auki verður varla hægt að stefna Steingrími fyrir afglöp hans í Icesave, ef menn hugsa sér að það verði ávallt stjórnarskrárvarin réttindi að bera ekki skynbragð á fjármál yfirleitt. Sömuleiðis eru það ráðstafanir Steingríms sem valda því að við stefnum hraðbyri í stórkostlegt nýtt bankaslys með ófyrirsjánlegum afleiðingum.
Óli Björn Kárason rekur svo í sama Morgunblaði hvernig auðlegðarskattur Steingríms þessa hefur farið með skattborgara þessa lands. Auðlegðarskattur hefur lagst af fullum þunga á sparnað í skuldlitlum húsum eldri borgara og samannurluðum efnahag sjálfstæðra atvinnurekenda. Þetta er ekki skattheimta heldur skepnuskapur. Undirhyggja en ekki stjórnarskrárvarin stórafglöp.
En þá kemur að undirhyggjunni sjálfri. Getur hún verið afsakanleg eins og meðfædd heimska? Steingrímur hafði vit á því fyrir sjálfan sig að undaþiggja eigin lífeyrisréttindi auðlegðarskattinum. Er þetta er hin norræna velferðarást jafnaðarmannsins í verki? Að lífeyrisréttindi og eftirlaunaréttur opinberra starfsmanna og þingmanna verði ekki skertur af auðlegðarskatti?
Finnst einhverjum við hæfi að Steingrímur myndi sýna jafnaðarmennsku sína í verki með því að beita sér fyrir því að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þingmanna verði lögð fram til auðlegðarskattlagningar alveg á sama hátt og aðrar eignir? Eða hefur hann aldrei skilið hugtakið jafnaðarmaður vegna annarskonar hæfileikaskorts?
Hvað finnst jafnaðarmönnum um slíkan jöfnuð í skattheimtu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko