Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
18.3.2012 | 16:51
Ég er Bandaríkjamaður
, bjó þar mest af lífi mínu og ég segi Guði sé lof fyrir Walmart, sérstaklega á þessum tímum. Þeir eru stærsta einkavinnuveitandi og smásali í heiminum og af góðri ástæðu. Með mikilum uppgangi atvinnuleysis og tölfræði sem endurspeglar ekki þá sem hafa einfaldlega gefist upp, þeir hafa verið út af vinnumarkaði svo lengi, Walmart er mikilvægt fyrir þetta fólk til að lifa af.
Frá sjónarhóli neytanda á að skoða, að það eru fjölskyldur sem gætu ekki fætt sig og klætt sig án aðila eins og þeirra. Það eru einnig ótal dæmi um veglyndi þeirra þegar tímar eru erfiðir. Sam Walmart hafði sýn að þeir sem horfa á úr fjarska eru ómeðvitaðir um. Ef einhver er hungraður eða þarf föt, þá mun Walmart ekki snúa bakinu við þeim. Í samfélagi mínu tók lögreglan við gjöfum í hverri Thanksiving og jól frá Club Walmart eða Sam og skilaði til þurfandi.
Það hefur verið mikið af ópi og öskrum um meðferð starfsmanna. Fólkið sem ég þekki sem og vinna þar fá 9 $ á klukkustund sem byrjunarlaun. Núna, myndi ég vera mjög þakklátfyrir að að finna starf á Íslandi sem greiddi mér $ 9 á klukkutíma. Þeir mega vera vissulega vera án verkalýðsfélags en svo eru flestar af þeim litlu mömmu og pabba sjoppum sem allir sakna svo mjög að hverfi. Það eru enn til fullt af þeim ennþá til að að fara í.
Walmart, vinsamlegast komdu til Íslands, mun ég vera fyrst í biðröðinni til að sækja um atvinnu.
Suzanne Kay Sigurðsson, 2012/03/18 kl. 12:39
ég bið Súsönnu forláts á óvvandaðri þýðingu minni en ég er að flýta mér.
Svo eru til fullt af spekingum hérna til að niða þetta fyrirtæki niður.Ekki þessi Bandaríkjamaður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2012 | 02:29
Enn um WalMart
er rétt að taka fram, að hatursmenn fyrirtæksins eru margir. Í athugasemdum við fyrri færslu hef ég fengið þó nokkrar athugasemdir við minn fyrri málflutning.
Það e því rétt að skerpa aðaiens á þeim reginmun sem er á WalMart og þessu klassísku súpermanageruðu fyrirtækjum þar sem sem skrifuð eru lærð viðtöl við pennasköftin sem prýða "middle management" stöðurnar hjá þeim.
Í samræmi við ráðningarstefnu flestra stærri fyrirtækja er til dæmis gamlingi eins og ég, og raunar 20 árum yngri maður útilokaður frá því að fá kerrusöfnunarjobbi í Bónus eða álíka fyrirtæki.
Í WalMart get ég sótt um hvaða jobb sem er og verið ráðinn á verðleikum, burtséð frá æskudýrkun,kynhneigð, holdarfari eða stjórnmálaskoðun.
Ef ég legg mig fram og eyði ekki of miklum tíma í hárgreiðslustofunum, fittness-sentrunum eða hvíldarherbergjum fyrirtækisins og stimpla mig inn til vinnu oft frammi í búð, því ég má fara úr vinnunni eins og ég vil og koma þegar ég vil fram í búð, þá hefur WalMart í þjónustu sinni margt udirmálsfólk eins og mig sem er þá ekki á götunni á meðan.
Tölvurnar passa uppá viðveruna on active duty. Hún sér auðvitað líka hvort þú vilt nokkuð vinna eða ekki og hækkar þig og lækkar í tign eftir því. Þú átt möguleika hjá WalMart sem þú færð hvergi annarsstaðar þar sem MBA-rnir ráða förinni alfarið.
Flestum súpermanagerum eru mannlegheit líklega framandi. Starfsmaur er bara númer á blaði, sem kemur honum ekkert við. Þeir hafa nefið upp í loftið útaf einhverjum æskustöðlum, þyngdarstöðlum,rasisma eða skoðana þó að þeir þykist vera heilagir og objektivíir í öllu atferli því þeir hafi lært þetta allt uooi í háskólanum sínum. Samúð með fólki sem er heimskt, feitt eða fatllað er eitthvað sem þeir þekkja ekki í sínu starfi og hafa aldrei kynnst í MBA-deildinni. Og lífsreynslan hefur ekki verið nægilega löng til að þeir færu að hugleiða slíka hluti þegar aðalkrafan er arðsemi, arðsemi, EBITA og hlutabréfavístala.
Þeir raula kannski um þetta í kirkjunni sinni á sunnudögum eða flytja erindi um þetta í Rotaryklúbbnum sínum þegar WalMart er opinn eins og venjulega og hinn feiti, heimski, svarti eru í því að afgreiða fólk, láta i poka og segja have a nice day með brosi sem manni finnst jafnvel að það meini virkilega.
Því er WalMart fyrirtæki fólksins og næst því að hafa mærri kómmúniska afstöðu til starfsmanna sinna. Kaupið er lágt hér í Bandaríkjunum, svívirðilega lágt í framreiðslu til dæmis. Kaninn veit að blessað fólkið hefur ekkert annað að lifa á en tippin og meta þessvegna þau störf þannig. Allir tippa 20 % því þeir vita að starfsmaðurinn fær í raun ekkert annað.
WalMart getur ekki borgað hátt kaup en hann borgar og svíkur engann um aurana sína eins og þessir flottu managerar stjörnuljósafyrirtækjanna, sen er yfirleitt skítsama þó einhver auminginn niðri á dekkinu fái ekki aurana sína. Ég hef sjálfur alltaf fyrirlitið þá menn manna mest sem svíkja starfsfólk sitt um hýruna þess en eru svo sjálfir með nefið uppí lóft svo að það rignir inn í það Teljið þá saman á Alþingi sem skulda starfsmönnum kaup!
Horfið svo á fólkið í WalMart. Þið mynduð ekki ráða margt af þvi í gegnum flottu ráðningastofurnar á Íslandi, Capacent og hvað þær heita þar sem fullorðin og lífsreyndur maður fer í viðtal hjá einshverri stelpu. Hann veit að auðvitað að spyrjandinn er óreyndur hálfviti, sem tekur ekkert tillit til þess sem hann segir en mun aðeins gera tillögu um að ráða einhvern annan hálfvita sem er með betri kennitölu en gamlingjann. Davíð Oddsons myndi aldrei fá kassatarf í Bónus eftir tillögum frá þessu liði þó honum lægi mikið við. Allt vegna kennitölunnar sem er það eina sem þessi ráðingarfyrirtæki nota sem fyrstu síu.
WalMart er stórkostlegt fyrirtæki og ég held að margt sem andstæðingar þess segja sé byggt á fordómum fremur en rökum. Látum ekki villa okkur sýn með einhverri kommúnistaþvælu um alvonda kapítalista í WalMart. Hrunmyndin sem sýnd var í sjónvarpinu sýndi Austurvallarindjánanan sem myndu skora miklu hærra í viðtali hjá Capacent er hvaða þingmaður sem væri um hvaða stöður sem í boði væru. Lífið er mun harðara en fólk á vernduðum vinnustöðum ráðningafyrirtækjanna og súperstjórnendanna skynjar.
WalMart til Íslands. það er frelsunin sem við þurfum frá þessu steingelda þrasi æskuldýrkunar sem við erum föst í. Jafnrétti er ekki bara femínismi heldur líka krafa um jafnrétti óháð kennitölum. Það sklur WalMaet.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.3.2012 | 21:15
WalMart
til Íslands er eitthvað sem Íslendingar ættu að sækjast eftir.
Línuritin sem voru sýnd hérna um daginn hvernig smásöuverslunin okrar skipulega á Íslendingum þannig að hækkanir eru langt umfram verðbólgu ætti að kalla á söfnun undirskriftalista eins og í bænarskjalinu til Ólafs Ragnars. Við ættum að biðja WalMart að koma til Íslands og gera þeim það kleyft skattalega og gjaldeyrishaftalega.
WalMart er eitt almerkilegasta fyrirtæki heims fyrir margra hluta sakir. Starfsmannastefna þess er líka eitthvað sem ASÍ hefði gott af að kynnast.
Þetta er þjóðinni nauðsynlegt, ekki síst eftir að dánumenn á botð við Hallbjörn og Árna eru að seilast til aukinna áhrifa í Bónus, sem hafði hækkað mest allra markaða á línuritinu að mér sýndist.
Íslendingar þurfa á þessu að halda ekki hvað síst vegna lágra launa Íslendinga og hlutfallslega erfiðari lífskjara alþýðu en annarsstaðar þekkist, líka miðað við Norðurlönd.
Ef alþýðuvinirnir Jóhanna og Steingrímur J. meintu eitthvað af því sem þau segja um umhyggju sína fyrir þeim sem minna mega sín, þá ættu þau að skrifa efst á slíkt bænarskjal til WalMart um að opna verslun á Íslandi.En það gera þau auðvitað ekki frekar en annað og mér er sama.
WalMart, komdu til Íslands plís!
16.3.2012 | 15:33
Smáfuglarnir tísta
svofellt:
"Það rann upp fyrir smáfuglunum, þegar þeir áttuðu sig á því að Jóhanna las ekki rit Seðlabankans fyrir bankahrun, að Ísland er eina landið í vesturheimi sem þarf að þola forsætisráðherra sem er ófær um einföldustu hluti. Smáfuglarnir tóku saman nokkrar staðreyndir.
Jóhanna hefur falið sig bakvið Steingrím J í erfiðum málum. Þekkir ekki efnahagsmál og forðast umræðuna.
Jóhanna er ómenntuð. Hún lauk ekki stúdentsprófi og ekki háskólaprófi. Hún hefur ekki sérþekkingu á nokkru sviði.
Jóhanna er slæmur stjórnandi og forðast að hitta fólk. Hún ræðir sjaldan við ráðherra sína og lítið ef nokkuð við æðstu embættismenn. Hún er skapstirður einfari.
Jóhanna hefur sett upp falskar nefndir svo að almenningur haldi að ráðningarferli seðlabankastjóra væri faglegt. Á meðan samdi hún sjálf við Má Guðmundsson um launakjör og önnur mál þegar nefndin var enn að störfum!
Jóhanna talar engin tungumál og getur ekki tjáð sig á ensku. Hún er eini forsætirsáðherra á vesturlöndum sem þarf túlk á fundi þar sem talað er á ensku.
Jóhanna getur ekki lesið ensku upphátt heldur les texta sem hún ekki skilur á íslensku. Hún er límd við blaðið og stendur sig verr en leiðtogar þróunarlanda á alþjóðlegum fundum.
Jóhanna þekkir ekki sögu Íslands og veit ekki hvar helstu persónur Íslandssögunnar eru fæddar. Hún hélt því til dæmis fram að Jón Sigurðsson væri fæddur í Dýrafirði en ekki Arnarfirði.
Jóhanna skilur ekki efnahagsmál og flutti málaflokkinn úr ráðuneyti sínu um leið og hún tók við sem forsætisráðherra. Þá hefur Jóhanna aldrei rætt kjarna efnahagsmála í sjónvarpi, á fundum eða á þingi frá því að hún varð forsætisráðherra. Steingrímur J. hefur séð um það þrátt fyrir að skilja litlu meira en Jóhanna.
Jóhanna las ekki Icesave samninga sem gerðir voru fyrir Íslands hönd eins og fram kemur í bók Sigurðar Más Jónssonar, Icesave-samningarnir. Afleikur aldarinnar.
Jóhanna hélt ekki uppi vörnum fyrir Ísland á erlendri grundu og forðaðist alla blaðamenn sem hingað komu til að ræða málið við forsætirsáðherra landsins. Hún forðaðist að hitta erlenda leiðtoga vegna málsins og fjölmiðlar náðu ekki í hana vikum saman.
Jóhanna hélt fyrstu og einu kosningarnar í lýðveldissögunni sem dæmdar hafa verið ógildar vegna stórkostlegra galla við framkvæmd. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kosningin væri ógild. Jóhanna gekk yfir réttinn á skítugum skóm og tilnefndi alla sem hún vildi að skrifuðu nýja stjórnarskrá í nefnd. Ókjörna nefnd.
Jóhanna hlaut úrskurð þegar hún braut jafnréttislög og hefur hvergi axlað ábyrgð gjörða sinna. Hún telur ekki að lög um ráðherraábyrgð gildi um sig heldur aðeins aðra.
Jóhanna sat í ríkisstjórn fyrir, í, og eftir bankahrun þar sem hún sá um húsnæðismál og hækkaði verulega hámarkslán Íbúðarlánasjóðs og lækkaði kröfur um eigið fé kaupenda sem hafði þau áhrif að hérlendis varð fasteignabóla sem var meginorsök bankabólunnar og hrunsins sem á eftir fylgdi.
Jóhanna mætir ekki í fjölmiðla til að svara fyrir verk vinstristjórnarinnar og sendir jafnvel fyrrverandi ráðherra til að verja eigin verk.
Jóhanna mætti ekki á árlegt Viðskiptaþing atvinnulífsins þar sem málefni atvinnulífsins eru rædd af forystumönnum atvinnulífs og ráðamönnum. Jóhanna lagði á flótta og gat engar skýringar gefið á fjarveru sinni.
Svona gætu smáfuglarnir talið lengi áfram en ætla, friðar síns vegna, að láta hér staðar numið. Engu að síður er ljóst að verri forsætisráðherra hefur ekki setið á stóli hérlendis."
Þessi orð vekja mann til umhugsunar. Það er erfitt að finna rök gegn þessu tísti smáfuglanna.
16.3.2012 | 13:10
Þjóðarleiðtogi
birtist okkur í ræðustól Alþingis sem bauðst til að leiða þjóðina sameinaða undir erlent vald til að stjórna efnahagslífi Íslands.
Jóhanna Sgurðardóttir var ömurleg að þurfa að heyra og sjá, og ekki í fyrsta sinn, í ræðustól Alþingis sem forsætisráðherra. Forsætisráðherra sem að leiða á þjóðina og blása henni kjark í brjóst kemur í ræðustól til að ráðast að fullveldi þjóðarinnar og flytur níðingsræðu um gjaldmiðil hennar. Æðsti yfirmaður efnahagsmála íslensku þjóðarinnar ræðst á sjálfan gjaldmiðilinn og býður sína forystu til að eyðieggja hann.
Hvar er ég eiginlega staddur? Hvað hef ég til unnið að hafa slíkan forsætisráðherra yfir mér.
Jóhann Sgurðardóttir er dæmi þess hvernig frekjudallar geta komist áfram með orðavaðli og innantómu bulli. Grikkir kynntust svona manngerð í Kleóni sútara fyrir margt lengu og greiddu sitt gjald fyrir.
Vantar mig ekki frekar þjóðarleiðstoga heldur en þjóðníðing?
16.3.2012 | 13:00
Saksóknari Steingríms
brást ekki púkablístru meistarans í sóknarræðu sinni. Snúandi baki í dómssalinn þuldi hún heiftarboðskap meistarans af mikilli trúmennsku.Enda hafði meistarinn sjálfur komið síðastur í vitnastúku til að hnykkja á boðskap sínum fremur en að hann hefði þar annað erindi málsins vegna.
Saksóknari Alþigis er of víðrækur titill yfir þennan embættismann. Hann starfar fyrir nauman meirihluta þess lélegasta Alþingis sem setið hefur frá lýðveldisstofnun. Safni fólks sem búsáhaldabyltingin skolaði þangað óreyndu úr brimskaflinum. Saksóknari þessi starfar undir fyrirlitningu meirihluta þjóðarinnar og stendur alveg undir því þegar málflutningurinn er skoðaður.
Saksóknari Alþingis er Saksóknari Steingríms J. Sigfússonar þegar grannt er skoðað.
14.3.2012 | 17:35
Vond tilfinning
sækir að mér þegar ég virði fyrir mér Landsdómsmálið úr fjarska.
Mér finnst eins og allt þjóðfélagið beinist að því að koma sökinni á hruni bankanna á einhverja aðra en þjófagengið sem framkvæmdi það. Baldur Guðlaugsson situr í Hegningarhúsinu við Skólavörðusíg í boði Hæstaréttar sem veit betur en Baldur sjálfur hvað hann var að hugsa þegar hann seldi bréfin sín í bönkunum á sama tíma og ég og fleiri heimskingjar seldu sín bréf ekki og töpuðu þeim. Við féllum fyrir vefurum keisarans sem breiddu út lygar um trausta stöðu bankanna. Sumir vefararnir komu til að bera vitni í Landsdómsmálinu svo sakfella megi Geir Haarde og heilsuðu viðstöddum með vinstri hönd á kafi í buxnavasanum svona til áherslu á kunnáttu sinnni í mannasiðum. Ég hef vonda tilfinningu fyrir vitnisburði einmitt þessara manna.
Mér finnst ég vera að einhverju leyti vera jafnsekur og Baldur að hafa látið þetta danka en ekki barist gegn því sem þá var augljóst, að bankarnir væru að fara á hausinn fyrir fádæma krosseignatengsl og opinbert stórsvindl í kringum einkavæðingu þeirra. Þeir menn sem þau leikrit léku hafa hvergi verið snertir meðan smásíldir eins og Baldur eru réttaðir og ég og fleiri sitja eftir eins og aular. Þetta var á allra vitorði en enginn gerði neitt.
Svo mætir Steingrímur J. með spánýtt yfirskegg og þvælir hræsnisfullt í vitnastúku fyrir Landsdómi, opinberar að hann skildi ekki hvað fram hafði farið og þykist svo auðvitað blásaklaus af öllu bankahruni. Maðurinn sem miklu frekar ætti að vera fyrir Landsdómi sjálfur en Geir Haarde fyrir að hafa verið á móti neyðarlögunum og svo vegna afglapa sinna og fjárhagslegs tilræðis við þjóðina í Iceasave.Maðurinn sem kom þessum réttarhöldum af stað með glitrandi króódílstár á hvarmi og "sorg í hjarta".Með lögheimili á Gunnarsstöðum hefur þessi alþýðuhetja búið í flottasta húsinu í Breiðholtinu árum saman af augljósum ástæðum.
Bankarnir kæra endurskoðendur sína fyrir að hafa búið til flotta reikninga sem sýndu stöðu þeirra trausta þegar þeir voru gjaldþrota í raun. Og vissulega er það stóralvarlegt hvernig hluthafar voru blekktir með þeim glanspappírum öllum sem kostuðu hluthafana milljónatugi hvert eintak. En er bönkunum sjálfum stætt á að þykjast ekki hafa vitað betur sjálfir hvar þeir voru staddir? Er þjófurinn alltaf stikkfrí en þjófsnautarnir, sem voru vissulega margir, einir sekir?
Ég hef vonda tilfinningu fyrir Alþingi í heild sinni. Ég hef vonda tilfiningu fyrir réttarfari þjóðarinnar. Ég hef vonda tilfinningu fyrir framtíðinni þar sem við ætlum ekki að klára það sem klára þarf. Ég hef eiginlega vonda tilfinningu fyrir þjóðinni allri þegar ég sé hvernig hún lætur fara með sig af skálkum og illþýði.
Það er vond tilfinning ef ekki ríkir traust meðal manna.Þjóð sem býr við vonda tilfinningu innbyrðis er illa stödd.
13.3.2012 | 20:36
Fékk Al-Thani aðra milljarða?
heldur en milljarðana frá Seðlabankanum?
Ég skildi eiðsvarinn vitnisburð Sigurðar Einarssonar þannig að Seðlabankapeningarnir hefðu verið áfram í bankanum við hrunið. Áður hafði verið skýrt frá hundruðamilljarða lánveitingu til Al-Thani á sjálfan hrundaginn.
Misskil ég þetta allt vitlaust eins og venjulega?
13.3.2012 | 20:29
Á foraðið
áfram og dýpra en nokkru sinni fyrr? Nauðsynlegt er að herða gjaldeyrishöftin sem allra mest.
Horfum á þessa ríkisstjórn sem að meirihluta til er skipuð gömlum kommúnistum keyra þjóðina dýpra í foraðið undir flautuleik seðlabankapíparans frá Helvetíu og fyrrum ritstjóra Neistans.Finnst mönnum líklegt að þessi ríkisstjórn muni aflétta gjaldeyrishöftum? Á sama tíma sem hún er búin að setja virkjun og gjaldeyrissköpun í Neðri Þjórsá aftur um minnst eitt ár? Blása af stóriðjuframkvæmdir á Bakka og tefja aðrar hugsanlega til óbóta.
Er einhver tilbúinn að stíga fram og lýsa væntanlegu haftafanáminu fyrir okkur? Verður það 2013? 2014 ? 2015? Og færa trúverðug rök fyrir því hvernig þau Steingrímur og Jóhanna ætli að fara að því? Megum við biðja RÚV um að leita svara við þessu? Til dæmis í Kastljósi með leiðtogunum?
Verður það ekki mesta prófraun íslenska kjósandans frá upphafi hvort hann felur þessu fólki áfram það hlutverk að etja þjóðinni áfram á foraðið? Ef svo tekst til þarf stjórnarandstaðan sannarlega að fara að líta í spegilinn.
12.3.2012 | 15:44
Gísla Martein til Orlando
svo hann geti séð fyrir sér hvaða þýðingu farþegaflug hefur fyrir efnahagslíf borga.
Á Orlando svæðinu eru minnst 2 stórir alþjóðaflugvellir auk aragrúa viðskiptaflugvalla. Hér streyma þoturnar upp og niður allan daginn á 5 mínútna fresti.Hversu margar milljónir dollara streyma með þeim?
Af hverju prófar ekki Gísli Marteinn að skrifa hér í blöð og vekja athygli á því hversu margar byggingalóðir megi fá undan td. McCoy flugvellinum ef ekki líka Orlando Excecutive? Sjá hvernig hérlendir pólitíkusar tækju í svona hugmyndir. Það er alveg óþarfi að vera að þenja byggðina út í víðlendar sveitirnar hér í kring. Hér er nú aldeilis hægt að þétta byggðina til að draga úr bílaumferðinni og fara að reiðhjóla.
Sendum Gísla Martein til Orlando og Samtökin um Betri Byggð í heild sinni með honum. Við hljótum að hafa ráð á einni sætaröð í svo vinsamlegum tilgangi við Bandaríkjamenn sem hafa áreiðanlega ekki velt þessu mikið fyrir sér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko