Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
12.3.2012 | 03:46
Hryggð
er eiginlega orðið yfir þær tilfinningar sem hrærast í brjósti Íslendings þegar hann er búinn að dvelja í hálfan mánuð meðal Bandaríkjamanna.
Af hverju er þjóð okkar svo höll undir að trúa því fólki sem segir því að hvergi í heiminum hafi fólk það betra en um þessar stundir undir þess stjórn?
Að hvergi i Evrópu búi menn við lægra besnínverð en sé á Islandi undir þess skattlagningarstiga. sem sé sanngjarn og nauðsynlegur til að halda upppi norrænu velferðarkerfi á Íslandi?
Á Íslandi sé hugsað svo vel um einstæðar mæður, aldraða, fatlaða og öeyrkja að hvergi sé betur gert. Ekkert stjórnmálaafl nema þau sem við stjórnina sitja um þessar mundir, hugsi svona vel um þarfir lítilmagnans. Í Ameríku éti allir lítilmagnar það sem úti frýs.
Af hverju trúir þjóð okkar þessum málflutningi? Af hverju kýs hún það fólk sem heldur þessu bulli fram? Við séum einhver Evrópuþjóð að þeira sögn og miðum okkur því við Samband Evrópuríkjanna. Þaðan hljóti öll okkar viska að koma.
Þó við viljum kannski ekki greiða því atkvæði í þjóðaratkvæðagreðslu að ganga í Evrópusambandið, þá segja valdhafar að við eigum þar heima sem Evrópumenn og hljótum í fyllingu tímans að sjá ljósið að verða þjóð meðal þjóða eins og þeir Góðkratar segja. Sem sagt að við skulum verða þjóð meðal þeirra 92 % þjóða heimsins sem standa utan ESB.
Að nokkur Íslendingur skuli líta á sig sem fremur en Ameríkumann en Evrópumann, má eki einu sinni ræða. Það er búið að ákveða hina skoðunina eins og staðarval Landspítalans, Schengen og aðra óbreytanlega hluti á svo óbreytanlegan háttt og því verður ekki breytt.
Ég er búinn að horfa nokkuð á hvernig tiltekin einstæð móðir lifir hér i Bandaríkjunum. Hún á tollalausan bíl sem hún notar til að keyra barnið í fóstur og sjálfa sig svo í vinnuna langa vegu. Heilbrigðisyfirvöld fylgjast grannt með barninu og hún fær greitt úr kerfinu meira en hún greiðir i það. Hún er dugleg stúlka með færni í samsetningu flókinna raindafatækja. Bensínið á bílinn hennar kostar hana minna en einn dollar á lítra. Það lægsta sem gerist meðal Evrópuþjóða er þá bráðum svona pí sinnum hærra en í USA og Steingrímur segir okkur á þetta sé með því al-lægsta sem hugsanlegt sé. En bensínið sjálft er samt úr sömu uppsprettu í Arabíu eða Norðursjó. Aðeins munur á innflutningsaðferðum og skilningi.
Á móti þessu bandaríska ástandi skattleggja þau Jóhanna og Steingrímur J., okkar barnvænu stjórnvöld, bíla eins og þeir séu reiðhjólafjandsamlegur lúxus. Ekki með hliðsjón af þeirri staðreynd sem sést í umferðinni, að efnahagslífið gengur á bílnum og bensínverðinu? Bíll er lúxus þeirra ríku í þeirra augum þó þau sjálf keyri á lúxusbílum hverja spönn.
Hvoru tveggja, bensín og bilverð er frumforsenda framfara. Sem byrjuðu í Ameríku fyrir margt löngu síðan. Í Ameríku býr íslensk þjóð sem er jafnstór þeirri sem síðast bjó á Íslandi áður en hún byrjaði á að afhenda það il annarra þjóða. Af hverju skyldu þá Íslendingar vera Evrópumenn fremur en Ameríkumenn? Af hverju látum við segja okkur endurtekið svona bull?
Verður maður ekki hryggur af því að sjá þjóð sína ekki skilja samhengið og kjósa sér endurtekið fákænt fólk til forystu?
Af hverju er þetta allt svona hryggilegt? Af hverju eru þau Jóhanna og Steingrímur J.og Svandis Svavarsdóttir eins og þau eru? Er ekki hægt að laga þau? Fræða þau? Opna augu þeirra?
Af hverju elska þau ekki lítilmagnann á borði sem í orði? Af hverju sjá þau ekki hver er orsökin fyrir óförum okkar sem þjóðar heldur friða Þjórsá? Af hverju eru þau svona innilokuð,heimaalin, þröngsýn eða sannfærð um andstöðu við allar framfarir? Er þessi barnatrú bolsévismans eins og Islam, eitthvað sem maður losnar ekki við hvað sem á gengur og þrúgar ævilangt?
Af hverju kýs fólkið okkar þetta fólk endurtekið til forystu? Er ekki eitthvað að þekkingu fólksins? Er hægt að víkja þessari hryggð til hliðar?
Íslensk pólitík er í raun hryggilegri en að tárum taki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.3.2012 | 17:15
Þór þrykkir inn
með réttlætingu sína á árásum á lögmenn og rukkara.
Hann segir:"
Það hefur vakið athygli mína í fjölmiðlaumfjöllun um það voðaverk sem framið var á lögfræðistofu hér í bæ í gær þar sem starfsmaður var slasaður lífshættulega í morðtilraun, að flestir sem hafa tjáð sig segjast ekki skilja hvernig svona getur gerst....Hitt er svo annað mál að það að slíkt skuli gerast í því ástandi sem hefur verið viðvarandi hér á landi undanfarin tæp fjögur er hreint ekki undarlegt eða óskiljanlegt.
Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand örvæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér. Íslenskt samfélag samtímans hefur á sér yfirbragð samfélags þar sem meginstoðirnar eru grautfúnar, réttarríkið vafa undirorpið og stjórnvöld afskiptalaus og jafnvel vitlaus.
Samfélag þar sem ósanngirni, óréttlæti og jafnvel hrein glæpamennska viðgengst þar sem yfirvöld hafa gefist upp fyrir ástandi sem þau ráða ekki við vegna skilningsleysis, kjarkleysis og þvergirðingsháttar æðstu ráðamanna. Slíkt samfélag mun fyrr eða síðar verða dómstól götunnar að bráð hvort sem mönnum líkar vetur eða verr,...... Ótal fjölskyldur hafa splundrast og ótal manns hafa í örvæntingu tekið eigið líf og nú virðist sem nýjum áfanga í ömurðinni hafi verið náð með morðtilraun á lögmanni í innheimtugeiranum. Í þessu samhengi er tilgangslaust að benda á þá sem ekki skulda, þá sem hafa flutt til landsins og þá sem hafa samt haldið sjó.....Slíkur samanburður breytir engu fyrir hina sem fyrr voru upptaldir og þó að ríkisstjórnin haldi á lofti statistík með tölum um minnkandi halla á ríkissjóði, aðflutta í stað brottfluttra og fjölgun fæðinga þá breytir það heldur engu fyrir hina sem fyrr voru upp taldir,
Hvernig væri að Þór Saari skoðaði þessi ummæli sín í ljósi þess að hann hefur látið kaupa sig til þess að halda lífinu í ríkissjórn sem hefur skapað og viðheldur þessu ástandi. Það er Þór Saari sem er ábyrgur fyrir því að vonleysið er framlengt mánuð eftir mánuð til þess eins að hann fái kaup sem þingmaður á kostnað hnípinnar þjóðar í þrengingum. Er þetta stórmannlegt?
Þór þrykkir inn í mig áliti á honum sjálfum sem ekki breytist svo glatt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2012 | 19:44
Hestamenn
eru ótrúlegur þrýstihópur. Ég hef margoft upplifað hvernig þeir ráðast til atlögu við stjórnmálamenn með þvílíku offorsi og hótunum um að fella þá með samstilltu átaki í kosningum ef þeir ekki makki rétt. Og ég hef jafnoft séð stjórnmálamenn pissa undir af hræðslu við þetta fólk sem auðvitað gæti aldrei staðið við stóru orðin.Eru ekkert nema venjulegt fólk án pólitísks samtakamáttar.
Nýjasta dæmið er skv. Mogga " Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem hefur kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp þar sem lagt er til að fasteignagjöld á hesthús verði færð til um flokk sem leiða myndi til lækkunar gjalda. Með lögunum er ákvarðað að hesthús falli undir flokk með íbúðarhúsum og fleiri mannvirkjum.
Frumvarpið snýst um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum. Breytingin er í a-lið 3. málsgreinar 3. greinar sem í dag er þannig:
Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
Skotið er inn orðinu hesthús á eftir tengd eru landbúnaði og eru hesthús þannig felld undir gjaldflokk sem bera skatt sem miðaður er við allt að 0,5% af fasteignamati. Framkvæmd sveitarfélaga varðandi skatthlutfall á slíkum eignum hafa ekki verið einhlít en með lagabreytingunni er textinn skýr hvað þetta varðar. Þá segir í ákvæði til bráðabirgða að sveitarstjórn sé heimilt að lækka álagningu fasteignaskatts á árinu 2012 á hesthús þannig að álagningarhlutfall þeirra eigna sé það sama og annarra fasteigna skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laganna.
Frumvarpsdrögin hafa verið send þingflokkum stjórnarflokkanna til afgreiðslu en þingflokksfundir eru haldnir í dag."
Hvað skeði? Jú, fasteignagjöld á hesthúsum voru færð í sama flokk og flugskýli einkaflugmanna. Sá hópur nýtur einskis nema fjandskapar af opinberri hálfu af hendi allra stjórnmálamanna sem nálægt koma. Þeir sæta ítrustu skattlagningu og gjaldtöku sem drýldnir embættismenn geta upphugsað allt frá Ólafi Ragnari Grímssyni sem fjármálaráðherra greiddi þeim þyngsta höggið með virðisaukjaskatti á einkaflugvélar. Síðan er er varla nokkur leið að stunda einkaflug sem er þó grasrótin að flugmannastéttinni sem við virðumst hafa not fyrir í flugstarfseminni.
En truntukallar sem eru bara að skemmta sér og leggja ekkert till samfélagsins nema óþrif og skítalykt, þeir fá ráðherrann til að hlaupa til og lækka fasteignagjöld af hesthúsum, sem honum kemur akkúrat ekkert við þar sem það seru sveitarfélögin sem fara með skattlagningarvaldið á bæði flugskýli og hesthús. Að hugsa sér hversu stórkostlegur þessi þrýstihópur hestmanna er,sem getur látið ráðherra hlaupa til með þessum hætti.
Það er líklega ekki mikil hætta á að þessi sami ráðherra eða þingmenn í stjórnarflokkunum eða jafnvel öðrum flokkum gjói svo mikið sem einu auga til einkaflugsins, sem borgar fullt gjald af sínum fátæklegu skýlum meðan hesthús með sánum og palisanderklæðningum í hólf og gólf eiga að fá sérmeðferð.
Einkaflugmaðurinn verður að kosta nám sitt og síþjálfun sjálfur, borga læknisskoðanir árlega sem kosta tugþúsundir, borga stórgjöld til ríkisins vegna "skoðana og eftirlits" flugvélanna sem er varla nokkuð í raun enda óþarft með öllu, sæta bensínverði einokunarolíufélaganna sem leika flugið grátt með samstilltu okri á flugbensíni. En truntukallinn borgar ekki neitt, hesturinn ekki heldur en heimtar að lagðir séu reiðvegir fyrir hann um allt land án þess að borga þungaskatt af bikkjunni.Látið mig þekkja þetta lið, ég var á hestbaki sjálfur í þrjátíu ár jafnframt fluginu.
Svei þér Ögmundur fyrir að láta fara svona með þig af þessu liði.Og svei þeim þingmönnum sem láta þetta fram fara án þess að æmta né skræmta.
Flugmenn og hestamenn, þeir eru greinilega misþungir í atkvæðavægi í hugum jafnaðarmanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2012 | 16:47
Vonbrigði
fólks með Lífeyrissjóðakerfið eru mikil.
Fólkið var á sínum tíma skikkað inn í kerfi sem það hafði enga aðkomu að nema mjög óbeint. Til varð stétt pólitískt kjörinna sjóðstjóra sem áttu að tryggja 3.5 % lágmarksávöxtun. Alir vita að ekkert gekk eftir og sumir sjóðir hafa glatað helmingi eigna sinna. Allir pólitískir skuggabaldrar eru á höttunum eftir að stela restinni í formi fjárfestinga í hinum ýmsu hugðarefnum sínum. Lífeysissjóðirnir komi að þessu eða hinu. Helst öllu nema að greiða lífeyri.
Í Viðskiptablaðinu stendur:
"..Þá er ljóst að lífeyrisréttindi hvers og eins eru ekki trygg og á valdi stjórnmálamanna að íhlutast um ýmislegt sem þeim tengjast. Hins vegar töldu flestir að svokallaður séreignarsparnaður væri nánast að fullu eign hvers og eins. Það kerfi byggir meira á fyrirhyggju en forræðishyggju þar sem launafólk hefur val um greiðslu í séreignarsjóð og um þá peninga gilda aðrar reglur hvað varðar útgreiðslu og erfðir.
Þegar Helgi Hjörvar fór að tala um skattlagningu á séreignarsparnað áttar fólk sig endanlega á því hversu berskjaldaður sparnaður þess er fyrir afskiptum stjórnmálamanna. Þeir eru tilbúnir að fórna langtímahagsmunum fyrir skammtímahagsmuni eignafólks sem skuldar fasteignalán. Hægt er að breyta leikreglum eftirá jafnvel með einu pennastriki. Engin trygging er fyrir því að þeir sem greiða skatt núna af inngreiðslum viðbótarlífeyrissparnaðar þurfi ekki líka að gera það þegar lífeyririnn er greiddur út....."
Brennt félagsfólk í Lífeyrissjóðunum á að fá valrétt til þess að láta greiða inn fyrir sig á bundna reikninga í Seðlabanka á nafni hvers og eins, sem ekki vill taka þátt í þessu lánlausa braski misvitra sjóðastjóra með lífeyrinn. Ég hef ekki þörf fyrir að sækja einhvern gamlan kommúnista til Austfjarða til að braska með minn lífeyrir í einhverjum sérstökum sjóðum, hugsanlega að undirlagi Steingríms J. og VG sem ég hef ekki valið að taka þátt í.
Valrétt í stað vonbrigða.
4.3.2012 | 15:54
Mórall
er það sem kom yfir Fianna Fail flokkinn á landsfundi þeirra.
Svo stendur á Evrópuvaktinngi:
"Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, írska stjórnmálaflokksins, sem hafði leitt Írland lengi, þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008, bað írsku þjóðina skilyrðislausrar afsökunar á því að flokkurinn hefði leitt þjóðina til þess að leita alþjóðlegrar neyðarhjálpar í ræðu á landsfundi flokksins í Dublin í gærkvöldi, þar sem saman voru komnir 4000 flokksmenn. Þetta er 73. landsfundur flokksins og sá fyrsti frá 2009.
Martin sagði að flokkurinn hefði gert mistök. Það væri ekki nóg að benda á verstu fjármálakreppu á heimsvísu í 80 ár eða á evrukrísuna. Ekki heldur að benda á að stefnumál annarra flokka hefðu leitt til enn verri stöðu. Þeir yrðu að svara fyrir sig. Við vorum í ríkisstjórn sagði Micheál Martin og hefðum átt að standa að málum með öðrum hætti en við gerðum. Við tókum rangar ákvarðanir. Þar er ekkert undanskilið. Engar afsakanir. Horfumst í augu við verleikann...."
Urðu menn varir við að Steingrímur J. Sigfússon hefði einhvern móral þegar hann breiddi úr sér á fimmtíumannafundi VG sem er kallaður landsfundur? Baðst hann afsökunar á framgöngu sinni og félaga Svavars í Icesave málinu? Hefur hann beðist afsökunar á framgöngu sinni í Evrópusambandsmálinu? Svarar hann yfirleitt nokkrum spurningum um málefni nema með gorgeir og gaspri?
Hann Steingrímur hefur sko ekki móral.
4.3.2012 | 14:53
Úðakerfi í öll hús
Ekki eru eldsvoðafréttir helgarinnar uppörfandi.Einn látinn,annar illa haldinn.
Ekkert af þessu gerist þar sem úðakerfi er ininbyggt í húsið.Sáralítið mál ef drifið er í þessu í við byggingu hússins.Í Scottsdale í Arizona ákváðu bæjaryfirvöld að spara sér að kaupa nýja slökkvibíla og láta bæjarbúa kosta sprinklerkerfi í öll ný hús.
Eftir 20 ár hafði enginn dáið og brunatjón fallið margfalt í stað venjulegrar tíðni.
Ef fólk myndi skoða úðakerfi í aksjón á t.d.youtube,þá verða menn hissa.
Úðakerfi í öll hús og enginn deyr í eldi.
1.3.2012 | 20:03
Mörgu logið um Bandaríkin
Á Íslandi. Hér á að vera allt í einhverri nýfrjálshyggju sem leiðir fólk í glæpi og vændi af því að ríkið gerir ekkert fyrir þegnana.
Ég hef spurnir af einstæðri móður sem verður að vera mikið heima vegna veiks barns á fyrsta ári. Hún trúir ekki á brjóstagjöf og auðvitað þykist ég vita að það sé hugsanleg orsök fyrir veikindum barnsins. En vinnuveitandinn hefur lýst mér hversu vel sé gert við hana og barnið af opinberri hálfu og sýnist mér að það sé ekki svo mikið öðruvísi en við þekkjum.
Þessi unga móðir þarf hinsvegar að keyra barnið á leikskólann og sjálfa sig í vinnuna. Hér eru ekki tollar af bílum og verðlag á bílum er verðið heima deilt með pí. Bensínið er hérna undir einum dollara á lítra. Steingrímur J. segir okkur að bensínverðið hjá honum sé með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Meira en tveir dollarar lítrinn og meira en helmingurinn beinn skattur til ríkisins.. Þetta er sönnun þess að hann og VG bera einstæðar mæður fyrir brjósti og þarfir þeirra. Og RÚV birtir þessi ummæli hans athugasemdalaust.
Verð á íbúðum hér í Florida er svona íslenskt verð pr. M2 deilt með pí. Auðvitað ekki neinn lúxus en íbúðir samt. Flest vara og lífsnauðsynjar kosta líka íslenskt verð deilt með pí. Ríkið gefur fátæklingum mat hérna. Fólk sveltur hér ekki.Fólkið er stolt af því að vera Bandaríkjamenn og sýna fánanum virðingu þó hann megi blakta við hún á nóttunni ef ljósker er í nánd. Fáninn er í flestum skólastofum og nemendur er kennd saga Bandaríkjanna án þess að neinn skammist sín fyrir.
Bandaríkin er stór.Miklu stærri en við. Megaþjóð með megavandamál.Heimska stjórnmálamenn í bland eins og við. Líka góða. Þar býr fólk eins og við. Ég kem ekki auga á það að það sé svo mikið frábrugðið okkur af því að okkur er innrætt að við séum Evrópumenn sem eigi heima þar. Flestöll okkar tækni er þó héðan komin. Og það er jafnstór íslensk þjóð hér vestan hafs og býr á Íslandi án þess að telja útlendingana þar með. Af hverju erum við þá endilega Evrópumenn sem eigum að ganga í Evrópusambandið?
Af hverju er bara ein skoðun rétt á Íslandi? Af hverju látum við ljúga að okkur á hverjum degi?
Af hverju er svona miklu logið opinberlega á Íslandi um Bandaríkin?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko