Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

www.kjosendur.is

Þetta er að batna. Núna voru 9 á mínútu síðustu 5 mínútur.

6 á mínútu núna !

núna 12:45-12.55. Þetta er betra. Áfram með smjörið ! þetta getur komið á einni viku. Má ekki taka lengri tíma að ná í 50.000 kall.

Bara 5025 !

komnir kl 12:45 í dag. Hvað er að ykkur ? Við þurfum 50.000!

Eruð þið dauð eða bara ánægð?

þegar ekkert gengur með að safna undirskriftum til Jóhönnu um að boða til kosninga. Aðeins 700 hafa bæst við síðan í morgun. Er Samfylkingin, ESB og Stefán Fúli í sókn eftir greinina hans Stebba í Mogga í morgun? Vel skrifað hjá kallinum skal viðurkennt og einhverja sannfærir hann.

Er eitthvað að mér úr því mér fannst þetta sniðugt ?


Linkan við hælisleitendur

er áréttuð í grein Einars S. Hálfdánarsonar hæstaréttarlögmanns og löggilts sendurskoðanda í MBL.í dag. Mér finnst ástæða til að undirstrika nokkra punkta úr þessari grein Einars:

"... Á Íslandi er talað um norræna velferðarkerfið með sömu andakt og trúaðir nefna Paradís. Samt er það svo að grípi maður niður í danskt blað er eilíft umfjöllunarefni þar hvenær þetta sama velferðarkerfi verður gjaldþrota. Eitt helsta meinið er að innflytjendur eru þung byrði á kerfinu. Nú heyrist sagt »uss«. Þetta er forboðið mál. Stimpillinn sem kórréttir útdeila hljóðar útlendingahatari, kynþáttahatari og så videre.....

..Við erum svo heppnir, Íslendingar, að ekki hefur skapast grundvöllur fyrir flokka sem geta notað sér andúð á útlendingum til að afla sér fylgis. En stjórnmálaflokkarnir hér verða að koma sér upp ábyrgri stefnu í málefnum útlendinga. Stefnu sem byggist á heilbrigðri skynsemi og aga, en einnig á mannúð....

..Við búum í landi þar sem býsna margir álíta að lífeyrissjóðirnir, þar sem gamla fólkið hefur lagt fyrir ævisparnaðinn, geti hvort tveggja í senn gefið eftir eignir sínar og greitt gamla fólkinu og öryrkjunum óbreytt eftirlaun. Betur ef svo væri. Það sama á við um velferðarkerfið, meira að segja þetta norræna; hverri krónu verður aðeins ráðstafað einu sinni. - Sem sé, annað hvort eyðir barnaverndarnefndin fénu til barnanna sem komu með fölsuðu vegabréfin eða þeirra sem búa við óviðunandi aðstæður hér heima sökum, t.d. óreglu foreldra sinna....

Frá »hinum Norðurlöndunum« getum við dregið lærdóma. Innflytjendur frá mismunandi svæðum spjara sig mismunandi vel. Frá einu landi enda 90% á framfæri ríkisins til langframa, frá öðru 75%. Einn hópur frá hluta einnar heimsálfu stýrir stórum hluta eiturlyfjasölunnar, eitrar fyrir ungmennin. Annar hópur er glæpaógn á öðru sviði. ..... Svo eru, sem betur fer, fjölmennir hópar sem standa sig og það heldur betur. Það tekur þá tvær kynslóðir að fara fram úr okkur á öllum sviðum.

Það tíðkast mjög nú um stundir að útvatna mannréttindahugtakið. Hver þjóð ræður sínu landi líkt og hver fjölskylda íbúð sinni. Enginn á rétt á að flytja inn í autt herbergi í annars húsi, hvað þá að krefjast framfærslu fjölskyldunnar. Íslensk lög og reglur og alþjóðlegir sáttmálar eiga að ráða hver hér sest að. Verði útlendingi á, þá eru það ekki meðfædd mannréttindi hans að neita flutningi til heimalands síns til að taka þar út refsingu. Það er líka afbökun af versta tagi á mannréttindahugtakinu að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að sannreyna aldur manns án samþykkis viðkomandi. Og það berst fljótt út, eins og nýjustu dæmin sanna, ef talið er auðvelt að hafa íslensk yfirvöld, fjölmiðla og almenning að fíflum, raunar að athlægi.
Að lokum þetta: Er ég einn um að finnast ógnvekjandi að menn komist svo auðveldlega hingað án gildra skilríkja? Er öryggisins gætt með sama móti á öðrum sviðum?

Hver er, eða ætti að vera, ábyrgð skipa- og flugfélaga, eru þau stikkfrí? " segir Einar að lokum.

Nú hefur það lengi verið svo að einhverjir sjálfskipaðir hópar einoka skoðananmyndun á innflutningi fólks til landsins. Virðist leggja áherslu á að við eigum á engan hátt að velja okkur lögunauta heldur taka við því sem að okkur er rétt. Dirfist einhver að vilja ræða málin eru viðkomandi valin slagorð í stað rökstuddra svara.

Afeliðing er allsherjar linka við svonefnda hælisleitendur, þar sem óafgreidd mák hrannast upp vegna þess að þessu fólki er ekki snúið við á landamærunum vegna Schengen og vegabréfaleysisins.


www.kjosendur.is

Loksins hefur myndast hreyfing fólks til að þrýsta á núverandi Alþingi að láta af tilraunum sínum til að ná Íslandi út úr kreppunni.

Þráteflið á þinginu sýnir að núverandi skipan þess er ófær um að leysa vandamál þjóðarinnar og höggva á þá hnúta sem við blasa.

Opnuð hefur verið áskorunarsíða til þess að enda daga þessarar ríkisstjórnar með því að forsætisráðherrann viðurkenni að það þarf að gefa upp á nýtt í islenskum stjórnmmálum.

Þetta framtak kemur á réttum tíma og vonandi verður því vel tekið. Aðeins með mikilli þáttöku mun þetta skila árangri. Og það má minna á hversu miklu svona áskoranir hafa í raun áorkað á síðustu árum.

Aðstandendur kynna sig með þessum hætti:

" Við erum starfshópur sem myndaður var um þetta verkefni fyrir um ári síðan. Var það gert vegna óánægjuradda þeirra sem heyrst hafa í kringum okkur vegna stjórnmálaástandsins á Íslandi. Verkefninu var ekki ýtt úr vör fyrr en nú þar sem að enginn vildi helst ÞURFA að fara af stað með það því það sýnir hve illa stjórnmál á Íslandi eru stödd í raun.

Við biðjum fólk um að hafa eftirfarandi í huga:

Við vinnum alla vinnu í sjálfboðavinnu.

Hér er ekkert launað og engin fríðindi. Kostnaður af uppihaldi síðunar er greiddur af okkur og verður birtur hér jafnóðum.

(Vefsíðan er unnin af velgjörðarmanni kostnaðarlaust)
Hver og einn skrifar nafn sitt undir á sínum eigin forsendum.

Enginn okkar er að standa í þessu af öðrum hvötum en þeim að við viljum fá virkar aðgerðir fyrir landsmenn.

Við erum s.s. ekki að fara af stað í sjálfboðna vinnu fyrir einhvern stjórnmálaflokk - þetta er einfaldlega lýðræðislegur valkostur sem við viljum gjarnan eiga þátt í að bjóða upp á.

Ábyrgðarmenn:
Ásta Hafberg 867-5538
Addý Steinars 821-2488 "

Ég þekki þetta fólk ekki hið minnsta en ég er mjög sammála þeim og styð þetta framtak heilshugar. Það eru þegar komnar á fjórða þúsund undirskriftir.

Áfram www.kjósendur.is!

Þetta framtak eykur manni trú á þjóðina og framtíð hennar!


Tvær flugur ?

í einu höggi verða hugsanlega slegnar um bæði stjórnlagaráðsvitleysuna og framhald aðildarviðræðnanna að ESB. Þetta er ásættanleg niðurstaða ef tillaga Vigdísar Hauksdóttur nær fram að ganga. Höfundur þessa bloggs getur ekki annað en verið ánægður með að þessi uppástunga hans hér á síðunni hafi nú náð inná Alþingi.

En sem fyrr ræðst framgangurinn af mikla Þór og hans fólks. Og svo eru það kratarnir í íhaldinu þær Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem ásamt Siv í gömlu Framsókn eru tilbúnar að hlaupa útundan sér í hvaða máli sem er ef það þjónar hagsmunum ESB.

Er ekki talið hagræði í því að slá tvær flugur í einu höggi? Þrjár flugur væru þó betri, eins og til dæmis þingkosningar við sama tækifæri?


Hver á Mílu?

er nauðsynlegt að fá á hreint. það þarf líka að fá það á hreint með pólitískum ráðstöfunum að íslenska ríkið verði þar einn eigandi. Úrásarvíkingar og vogunarsjóðir skuggabaldra verði hreinsaðir í burtu.

Sala Símans var mikið óráð á sínum tíma. Koparnetið um allt land sem tók heila öld og kynslóðir að byggja upp er sameign þjóðarinnar og verður að vera það alveg eins og engum dettur í uig að selja vegakerfið í landu eða menntakerfið.

Míla verði í ríksieign!


Túlkar óskast!

"Við munum áfram vinna með sama hætti og áður og styðja öll góð mál, sama hvaðan þau koma, en ríkisstjórn sem ekki hefur getu til að takast á við brýnasta vanda samtímans getum við ekki stutt.

Margrét Tryggvadóttir,

Birgitta Jónsdóttir og

Þór Saari "

Þau geta ekki stutt ríkisstjórnina. En góð mál geta þau stutt, sama hvaðan.

Getur einhver túlkað fyrir þeim Bjarna og Sigmundi hvort þrenningin styður vantraust á rikisstjórnina eða ekki?


Ofmat á Steingrími

er líklega býsna útbreitt. Vissulega hefur hann ekki dregið úr ágæti sínu sjálfur og fylgismenn hans taka svo við og syngja honum hósíanna þannig að hálf þjóðin trúir.

Dr.Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, leggur hinsvegar ekki mikla trú á frásögn Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um að honum hafi verið boðið starf í Grikklandi.

Steingrímur upplýsti í Silfri Egils um helgina að honum hafi verið boðið að taka við stjórn efnahagsmála í Grikklandi. Sagði hann að þetta hafi verið nefnt við hann „á göngunum“ þegar hann sótti fund á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á dögunum.

Ég sagði nú nei takk,

sagði Steingrímur í þætti Egils Helgasonar.

Í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu sagði dr. Lilja, sem er fyrrum félagi Steingríms í VG, að henni finnist frásögn ráðherrans „ótrúverðug“.

Benti dr. Lilja á að Steingrímur væri jarðfræðingur að mennt og á vettvangi sem þessum, það er Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væri fyrst og fremst horft til menntunar þegar skipað væri í stöður sem þessar.

Enn á ný skýtur það upp kollinum að Steingrímur sé jarðfræðingur að mennt. Sambærilegur þá við dr. Sigurð Þórarinsson,  Guðmund Bárðarson, Þorvald Thoroddsen  og dr. Helga Péturss svo einhverjir séu nefndir.

En þetta er talsverð ofrausn. Steingrímur hefur aðeins fremur slakt BS próf í jarðfræði sem er einskonar fyrrihlutapróf´ til jarðfræðingstiltils.  BS lögfræðingar teljast til dæmis ekki lögfræðingar í þeim skilningi og verða að ljúka Meistaraprófi.  Steingrímur J. er því fremur jarðfræðistúdent en jarðfræðingur, sem gerir hann auðvitað menntunarlega heldur ófýsilegri kost fyrir AGS  að fela honum að taka við efnahagsmálum Grikkja heldur en dr. Lilja metur..Satt að segja bendir ferill Steingríms ekki til þess að hagfræði liggi mikið fyrir honum, sbr. Icesave og allur sá glæsileiki.

Svo lengi geta menn miklað eigið ágæti og sagt af sér frægðarsögur að menn fari að trúa þeim eins og því ofmati sem lagt var á Munchhausen forðum daga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband