Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
28.6.2012 | 11:00
Merkisdagur
er í dag.
Þetta er eina dagsetningin sem er með fullkomnum tölum. 6 og 28 eru fullkomnar tölur en þær hafa þá eiginleika að þær eru sjálfar summan af deilanleikum sínum, þannig er 6 fyrsta fullkomna talan því að hún er jöfn 1+2+3. Hin næsta er 28, sem er jöfn 1+2+4+7+14. Sú næsta er 496 og þarnæst 8,128. Sem komið er þekkja menn 47 fullkomnar tölur og sú stærsta er 2´43,112,608 × (2´43,112,609 - 1),og var uppgötvuð 2001(tveir í veldinu 43milljónir......).
Hversu margar fullkomnar tölur skyldu vera til? Eru til einhverjar fullkomnar ójafnar tölur?
Fullkomnar tölur eru eins og fullkomnir menn, mjög sjaldgæfar sagði heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Rene Descartes.
28.júní er því merkisdagur og áreiðanlega fyrir margar sakir aðrar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2012 | 07:36
Lán eða ólán
þar er vafinn ef maður reynir að vera Hamletískur á þessumm sólskinsmorgni.
Þegar fólk gat lagt fyrir á Íslandi þá gátu menn lagt fyrir á verðtryggðum reikningum. Menn gátu líka átt steinsteypu. Peningasparnaður var bundinn til einhvers tíma, 3 ára minnir mig. Þessi verðtrygging var eins reiknuð og verðtrygging útlána. Ofan á verðtrygginguna komu smávextir.
Það voru líka verðtryggð lán í boði til lengri tíma, frá 3 árum og lengur. Jafnvel líka styttri. Ofan á verðtrygginuna komu hærri vextir
líklega helmningi hærri eða þrisvar eða fjórum sinnum sinnum hærri en vextirnir ofan á verðtryggðu innlánin. En þetta voru lágir vextir á báða bóga.
Þetta kerfi þýddi það að lífeyrissjóðakerfið átti að ganga upp. Sjóðirnir áttu að varðveitast og borga forstjórunum furstakaup að auki og kaupa digra jeppa handa þeim. Þetta brjálaða kerfi fjölda lífeyrissjóða sóaði fé í kóngaleiki með tilheyrandi spillingu og sukki þegar sjóðirnir fóru að lána þeim sem voru innundir og spekúlera eins og stóru strákarnir á börsanum. Þá fóru þeir auðvitað líka að tapa. En féið streymdi svo hratt frá unga fólkinu inn að lífeyrisgreiðslurnar voru einhversstaðar langt úti í framtíðinni að menn voru alveg svalir fyrir smátapi.
Grunnhugsunin með fjölda lífyeissjóðanna var víst að dreifa áhættunni.Nú sjá flestir að þetta var reginvitleysa. Það átti að leggja þetta verðtryggt inn á einkareikninga í Seðlabankanum á engum vöxtum ofaná. Taka átti fulla staðgreiðslu strax af inngreiðslupeningunum og hefði þá vandi ríkissjóðs orðið miklum mun minni og almennir tekjuskattar mun lægri. Af inneigninni fengju menn svo lífeyrinn sinn án skerðinga vegna vitleysunnar og spillingarinnar í sjóðasukkinu.
Ef einhverjir spara þá geta aðrir fengið lán. Málið er bara að að lána ekki út án nægra trygginga. Vextir eiga að greiðast í peningum á 3 mánaða fresti. Ein vanskil og lánið er eindagað. Þannig var það í Þýskalandi. Á Íslandi er skuldakóngunum lánað fyrir vöxtunum og svo afborgununum aftur og aftur þangað til í óefni er komið og þeir sömu fá milljarða afskriftir meðan boðið er upp hjá litla manninum. Þetta þekkja allir úr sinni náhirð.
Sparisjóðirnir gömlu voru stofnaðir til þess að hjálpa litla manninum að byggja yfir sig. Þeir gátu svo ekki náð í bólupeninga eins og banksterarnir og urðu því fórnardýr sömu manna eftir allskyns möndl með samþykktirnar. Þeir stálu heilu sparisjóðunum og tæmdu. Örfáir sömu menn.
Nú er ellt í klessu og menn væla hástöfum yfir verðtryggingunni.Hún er náttúrlega stökkbreytt eins og gengislán. En Alþingi hefur ekki burði til að taka á því. Vogunarbankarnir eða lífeyrissjóðirnir eða íbúðalánasjóður munu ekki leiðrétta neitt nema tilneyddir þannig að engin lausn er í sjónmáli nema ef Sjálfstæðisflokkurinn fái aðstöðu til að standa við Landsfundarsamþykktir sínar eða fái ekki ástæðu til að svíkja þær í samsteypustjórn.
En hvar er sparandinn nú til dags? Getur nokkur sparað? Er fólk ekki bara að basla við að skrimta frá degi til dags. Sjálftökuliðið í skilanefndunum er hugsanlega aflögufært, en fjöldinn er lítill. Það sem vantar er vinna fyrir fólkið og tekjur. Vinnan hefur ekki farið út af teikniborði Jóhönnu Sigurðardóttur ennþá nema á leið sinni til Noregs.Fjöldi fólks er búið að venja sig á líf ánn vinnu sem er skelfileg þróun enda liggur doði kratismans yfir landinu og linnir ekki fyrr en stjórnin fer frá. Framkvæmdir við orkuna verða að hefjast á ný ef vandinn á að leysast á fastalandinu.Innstreymi peninga hækkar gegni krónunnar og lífskjörin batna. Til sjávarins er allt í blóma og þar lifir nú önnur þjóð en sú á bótunum í landi. Ef gengið hækkar þá þarf ekki að spá í hækkun veiðigjalds.
Fólk verður að hætta að hugsa alla tilveruna byggða á lánum. Hún verður að byggjast á vinnu og sparnaði en ekki lánum. Því lán eru ólán í flestum tilvikum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2012 | 09:00
Sannfæringarkraftur
er eitthvað sem greinaskrifendur um forsetaframbjóðendur telja sig hafa umfram annað fólk. En er þetta svo?
Ég var að lesa Moggann að vanda með kaffinu svo ég geti farið í sundið. Þar skrifar fólk sem sumt hvað ég þekki og virði allajafna fyrir góðar skoðanir. Nú kemur það með allskyns vinkla á frmbjóðandur til embættis Forseta sem ég hef ekkert beðið um að fá. Alveg á öndverðri skoðun við það sem ég hef ákveðið fyrir mig. Auðvitað veit ekki Villi Bjarna til dæmis að ég er búinn að kjósa utankjörstaða þannig að þýðir ekki að hræra í mér. Svenni Guðjóns ekki heldur.Sigurlaug ekki heldur, Baldur forseti, Hannes Friðriks, Indriði á Skjaldfönn, Helgi Seljan og Hjörleifur Hallgríms sömuleiðis.
Hvað heldur þetta lið að það sé? Dettur því ekki í hug að sumt fólk sé þeirrar gerðar að það nægi mér til að kjósa aldrei með því? Ef Steingrímur J. myndi til dæmis skrifa um að hann ætli að kjósa Ólaf Ragnar myndi það rugga bátnum verulega hjá mér. Ég kýs aldrei frambjóðanda frá Samfylkingunni.Period!
En svo skrifar Guðmundur Franklín um bankaafrek Steingríms J. og þá staldrar maður við. Að baki Kaupþings og Íslandsbanka/Byr sem Steingrimur gaf til Tortólagreifanna stendur forynja sem á 2500 milljarða til að beita hérlendis gegn skjaldborginni. Og Steingrímur J. veit ekki einu sinni nafnið á henni. Guðmundur á þakkir skilið fyrir að kynna okkur þessi mál.
Verða menn ekki að kynna sér þetta mál betur eins og Helgi Helgason minnir á með hann Nupo og kínverska drekann að baki honum. Það er ekki alveg sama hver heldur á valdinu.Þeta skildi Hermann Jónasson þegar hann neitaði nafna sínum Göring um flugvelli á Íslandi.
Þessvegna ríður lífið á að enda valdatíð Steingríms J. sem allra fyrst. Hvernig við vindum ofan af heimskupörum hans er svo annað mál. Til þess mun þurfa ósvikinn sannfæringarkraft.
25.6.2012 | 15:05
Atvinnuleysi peninga
er meginvandamál heimskreppunnar. Þeir eru atvinnulausir vegna þess að bankarnir hafa fjölgað þeim stjórnlaust. Og núna, þegar vanskilaríkin birtast eitt af öðru, þá stendur fjármagnið frammi fyrir því að það hefur hvergi beitilönd. Þau eru öll í höndum landeigenda sem enginn treystir. Traustið er farið úr heiminum.
Pappírshrúgan er í uppnámi. Hvað á hún til bragðs að taka? Það vill hana enginn sem á nóg og þeir sem vilja hana hafa ekki traust til að fá hana. Catch 22. Hvað geta bankastrákar gert?
Það er hugsanlega hægt að fara í stríð eins og 1939 og brenna allar skuldir Evrópu og Asíu og veð upp. Fækka mannkyninu um nokkra milljarða. Hætt er við að sú lausn gangi ekki upp heldur nú til dags. En sífellt fleiri milljarðar fólks og sífellt fleiri peningar hljóta að eiga sín takmörk einhversstaðar.Jörðin er ekkert að stækka, vatnið og loftið ekki heldur.
Hinn hagræni maður hegðar sér aldrei hagrænt. Hann vill ekki lána neinum þeim fimmtíukallinn sinn sem hann heldur að geti ekki borgað til baka. En hann er til að leggja fram og veðja hundrað kalli með tapsáhættu ef hann á sjans á tíkalli í gróða. Því í flestum tilfellum á hann sjálfur ekki hundraðkallinn, hann er bara tala á blaði því hann er bara rafrænn peningur bankakerfisins.
Murphy segir sjálfur, að það sé ósiðlegt að láta bjálfa halda peningum sínum. Þetta veit bankakerfi heimsins upp á hár og stjórnmálamenn vita þetta líka margir hverjir nema þeir allra vitlausustu. Bjálfinn kann ekkert að fara með umframpeninga. Fyrsta skrefið er því að ljúga bjálfann fullan og vekja upp græðgina í honum, eftir það gengur allt eins og í sögu.Bernie Madoff sannaði hversu flest fólk sem á aura er gráðugt og hversu auðvelt er fyrir refinn að spila á græðgina. Hann átti miklu fremur að fá Óskarsverðlaun heldur en að fara í tugthús því að svona menn eru uppspretta hagvaxtarins sem svo sárlega vantar þegar þeir hverfa.
Því þegar bjálfinn hættir að trúa þá verða peningarnir atvinnulausir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2012 | 14:38
Verslun með kjósendur
er víst komin í gang. Liðsmenn Samfylkingarinnar vilja nú kaupa Ara Trausta til að draga framboð sitt til baka og skipa stuðningsmönum sínum að kjósa Þóru. Ekki hef ég heyrt hvað þeir bjóða honum mikið fyrir en hann verður að fá ríflega fyrir kostnaði finnst manni til að byrja með. Sama má hugsa sér að bjóða hinum frambjóðendunum því það munar um hvert prósentið nú þegar svo mjótt er á mununum.
Ekki hefur heyrst að þeir Samfylkingarmenn hafi boðið Ólafi Ragnari neitt fyrir að gera það sama, draga sig til baka og styðja Þóru. Líklega er verðmiðinn of hár í ljósi þess að Baugsveldið gamla er bara svipur hjá sjón. En það má velta upphæðinni fyrir sér svona í ljósi þess þegar þeir voru að bjóða í Davíð á árum áður. Tölurnar yrðu væntanlega háar.
Hestamenn hafa svipaðar aðferðir í sínum baráttumálum.Hér í Kópavogi hóta þeir meirihlutanum fyrir kosningar að þeir muni ekki kjósa flokkinn ef þeir geri ekki veg hestamanna beinan. Okkar pólitísku ráðamenn hafa venjulega glúpnað og sagt já án þess að kynna sér fjölda hestamanna með kosningarétt í Kópavogi frekar eða hvort þeir hlýði formönnum sínum yfirleitt í pólitík. Spurning hvort forsetaframbjóðandi getur verslað á þennan hátt svo tryggt sé.
Einu sinni man ég eftir því að við í Þýskalandi vorum beðnir Sjálfstæðismenn meðal stúdenta að fara til Bonn og kjósa kratana til að bjarga viðreisninni. Það var erfitt fyrir marga að skrifa A en ekki D og ég veit ekki hversu margir sviku lit eða ekki.
Menn geta gert ýmislegt með samtakamætti sem annars gengur ekki.Kannnski er erfitt að að þurfa að kaupa heimsku annarra af sér eins og Þjóðverðjum hlýtur að svíða lánin til Grikkja og Spánverja.
En er þetta lýðræði ekki allt verslun hvort eð er?
23.6.2012 | 20:11
STÓRASTA LAND Í HEIMI
er það sem ÍSland getur orðið þegar það losnar við núverandi ríksisstjórn afglapa og óhappa.
Nú eigum við kost á að kjósa Forseta lýðveldisins. Síðustu ár hafa sýnt okkur að embættið er ekki tilgangslaust hafi einhverji haldið það. Allir Forsetar hafa mundað svipuna en aðeins einn sá sig tilneyddan að beita henni.
Metamorphosis.
Það er þróunarsaga nín í afstöðu minni til dr.Ólafs Ragnars Grímssonar forsetaframbjóðanda. Mér finnst eftir áhorf á hann síðustu ár vera næsta lítið eftir af gamla kommanum sem maður fyrirleit og hataði eins og pestina fyrr á árum,líklega meira með röngu en réttu því maður var stundum fanatískur og er enn.
Nú veit eg engan kost betri en að kjósa hann sem þann markaðssinna og talsmann Íslands sem hann hefur orðið á síðustu árum. Hann hefur bætt við sig vísdómi, reynslu og visku að mínu viti.
Ég hlusta ekki lengur þegar meðsjálfstæðismenn mínir segja: Oj, ÞÚ getur ekki gert þetta! En ég sór þess heit í seinni Icesave og ég stend við það. Ég kýs Ólaf Ragnar þó ég þekki hann ekki neitt nema í sjón og hann ekki mig. Hann er einfaldlega búinn að ganga í gegn um
Metamorphosis
Og svo það líka sem miklu máli skiptir í mínum huga:
Dorrit.
Hún er stjarna og hetja í mínum augum. Munið eftir henni þegar hún gekk úr Dómkirkjunni og deplaði ekki auga framhjá Austurvallarindjánunum sem hentu grjóti grímuklæddir og kveiktu í Oslóar-jólatréinu og bekkjum Reykvíkinga. Og komust upp með það.
Þessi brjálaði kommmúnistaskríll sem engu eirði gat auðveldlega drepið menn hvað þá konur fékk ekki það táragas sem hann verðskuldaði eins og skríllinn 30.mars á sínum tíma.
Austurvallarindjánarnir vor fjármagnaðir af þið vitið hverjum í pólitískum tilgangi og takturinn sleginn úr Alþingishúsinu af þið vitið hverri.
Meðan Dorrit gekk næst vitleysingunum skaust lítill Mökkurkálfi í hnipri hinumegin mannhringsins og skaust inn um bakdyr þinghússins.
Sannar mér alveg nóg til að vita að þesari manneskju treysti ég bæði fyrir Ólafi og húsfreyjustarfi á Bessastöðum.
Þetta er minn
Metamorphosis.
Fyrr á árum hefði orðið að segja mér það þrim sinnum að ég myndi kjósa kommann Ólaf Ragnar. En nú geri ég það af því að það er besti kosturinn án þess að ég ætli að tala neitt um hina frambjóðendurna upp eða niður.
Menn eiga alltaf annað tækifæri og Ólafur Ragnar hefur sannarlega nýtt sér lífið og tímann. Ég hef ekki enn heyrt betri málflutning eða betur framfluttan eins og sagt var um Höfuðlausn Egils fyrir Ísland en þann sem hann hafði uppi á öllum rásum heimsins eftir hrunið. Maðurinn talar eins og markaðssinni sem ég held að sé hans sannfæring. Hann er vaxinn upp úr stjórnlyndiskenningunum á gamla rauða ljósinu meða gamla kommanum Jóni Bakdvin.
Nú er Ísland enn á lífi og á alla þessa mögleika framundan ef við bara losnum við Mökkurkálfa og óeirðastjórnendurna úr áhrifastöðum. Þó þeir sem við taki séu kannski engin séní þá getur það varla ekki orðið verra. Það getur orðið
Metamorphosis
Þá getur Ísland orðið aftur orðið
STÓRASTA LAND Í HEIMI!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2012 kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.6.2012 | 23:13
Evrópudómstóllinn og Hæstiréttur
eru langt frá því að vera sammála þegar kemur að breytingum á láns-og vaxtakjörum. Svo sleppt sé alveg spurningum um lögmæti gengistryggðra lána og vöxtum af þeim.
'I máli C-618/10 komst Evrópudómstóllinn (Court of Justice of the European Union) að því að "A national court cannot revise the content of an unfair term in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer").
"Where it finds that a term is unfair, the national court is required solely to set that term aside".
Hvað þá ef ákvæði er nú ólöglegt eins og gengisviðmiðun íslensks skuldabréfs sem verðtrygging skv. lögum nr 38/2001?. Gilda þau bara ef hentar? Hæstiréttur dæmir 4:3 að slík lán séu lögleg ef textinn er nógu loðinn í fyrirsögninni þó að íþyngi neytandanum. Hann dæmir vaxtalög Árna Páls og Steingríms lögleg þótt þau íþyngi greiðendum og til hafi staðið hjá höfundum að gera svo afturvirkt.
Ég bið afsökunar á minnkandi trú minni á íslenskt réttarfar. Ég get bara ekki varist því að efast þess lengur sem ég horfi á þetta allt. Það er eins og allt séríslenskt sé í lagi hvað sem líður EES og þeim samningum öllum. Þessir samningar virðast bara notaðir af stjórnvöldum eins og þeim hentar hverju sinni.
Evrópudómstóllinn getur verið ósammála Hæstarétti án þess að það sé sérstakt tiltökumál eða teljist til tíðinda.
Meginmáli virðist skpta að verja útlendu bankana,vogunarsjóðina, kerfið og báknið kjurt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.6.2012 | 22:14
Orkuveitan mengar
umhverfið en gerir bara ekkert í því. Ætli einkaaðili kæmist upp með það?
Þeir gefa út útreikninga um að brennisteinsmegngunin sé bara stundum yfir mörkum þegar þeir mæla. Þessu sé alveg óhætt. Seinna ætli þeir að dæla þessu niður í jörðina og búa til jarðskjálfta og fast berg.
Þeir útskýra ekki hversvegna háspennumöstrin á Hellisheiði og við Hveragerði eru orðin rauð af ryði. það getur ekki verið af þeirra völdum því þeir mæla bara sjaldan of mikið. Ef ég ætti þessi möstur væri ég farinn að ókyrrast og farinn að leita orsakanna. Hvernig skildi bilanatíðni refindatækja vera í Hveragerði miðað við aðra staði? Ryðga ekki bílar og allt járn þar meira efir að virkjunin kom? Vill Orkuveitan kannski rannsaka það? Mér sagði útvarpsvirki að slík tæki biluðu þeim mun meir í Reykjavík sem nær drægi Hellisheiði.
Sem venjulegur ferðalangur í tugi ára um Hellisheiði sé ég að hefur orðið mikil breyting á gömlu háspennumöstrunum. Þau eru kannski ónýt hvort sem er og Orkuveitan byggir bara ný.
Einhver mengar hinsvegar sem ekki var þarna áður. Of margir PPB geta verið hættuleg segir Orkuveitan. Allt of margir eru banvænir segja þeir líka.
22.6.2012 | 21:32
Steingrímur J. afhjúpaður
í þætti heimastjórnarinnar á ÍNN í kvöld.
Þar lýsti Guðmundur Franklín því í smáatriðum hvað Steingrímur J. Sigfússon nákvæmlega gerði heimilunum í landinu þegar hann prívat of persónulega gaf útlendum vogunarsjóðum og öðrum reyfurum, sem vel geta verið íslenskir Tortólagæjar, Íslandsbanka og Aríon banka. Kröfurnar á íslensk heimili voru seldar á 2 cent á dollarann, svo 3 cent til meðal annars Burlington Investments sem er frontur fyrir útlenda fjárglæframenn, sem eins geta verið gamlir útrásarvíkingar. Núna hafa þessar kröfur tífaldast í gangverði vegna þess hve bankarnir eru duglegir að innheimta og bjóða upp íslenskar eignir fyrirtækja og heimila.Burlington er búið að græða stjarnfræðilegar upphæðir á heimsku Steingríms og auðvitað borga íslensk heimili og fyrirtæki brúsann. Skandalar Steingríms með SpKef,Sjóva, VBS, Saga Capital eru smáaurar miðað við þetta.
Þessir bankar eru núna að rukka íslensk heimili af fullum þunga, dollar fyrir dollar með fullum vöxtum. Þessi Steingrímur sem laug sig inná kjósendur með því að hann ætlaði að standa vörð um hagsmuni heimilana og standa vörð um að Íslendingar yrðu ekki prakkaðir inn í Evrópusambandið, hvann stendur uppi afhjúpaðu sem mesti fjármálaafglapi og óhappamaður sem nokkru sinni hefur inn í íslensk stjórnmál komið.
Þegar Steingrímur gaf þessa banka frá þjóðinni í botnlausri heimsku sinni, þá fór hann endanlega með möguleika Alþingis að geta nokkuð gert,hvorki nú né síðar, til að létta undir með íslenskum skuldsettum heimilum. Aríon og Íslandsbanki eru í eigu samviskulausra reyfara sem ætla að sjúga hvern eyri sem þeir geta útúr skuldunautum sínum með stökkbreyttu lánin í þessum bönkum.
Hvernig getur nokkur sannur Íslendingur átt viðskipti við þessa banka í þessu eignarhaldi? Hvaða sjálfsvirðingu hefur þessi þjóð? Hvað ætlar íslenskur kjósandi að gera þegar Steingrímur kemur með nýtt lygaprógram í næstu kosningum?
Steingrímur J. Sigfússon hefur verið afhjúpaður sem mesti fjármálavitleysingur þessarar aldar og líklega hinnar líka. Að kjósa hann er álíka og að trúa glansauglýsingum Aríon og Íslandsbanka sem segjast vera vinir þínir til þjónustu reiðubúnir. Því fólki verður ekki bjargað.
Guðmundur Franklín á þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þessum hrikalegu staðreyndum. Hann er í framboði með nýjan stjórnmálaflokk, hægri græna.Mér finnst maðurinn allrar athygli verður í samnburði við kúlulánafólk og heilu afskriftagengin sem nú ætla að frelsa lýðinn á framboðslistum gömlu flokkanna. Því miður eiga litlir flokkar erfitt uppdráttar vegna taumlausrar valdafrekju þess liðs sem safnast í kringum upphafsmennina, sem oft eru góðir og gegnir menn. Því miður er reynslan óljúgfóðust um þetta. Guðmundi Franklin hefði verið tekið með opnum örmum í alvöru flokkum og hans kraftar hefðu nýst þar betur. Hann getur enn komið á óvart og komist til áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Ég hefði kosið að hann hefði farið aðrar leiðir og skilvirkari.
En Steingrímur stendur núna uppi afhjúpaður með sannleikann á herðunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2012 | 08:15
Fýkur yfir hæðir
og frostkaldan mel. Svo stendur í góðu kvæði.
Nú er þingið farið heim og sumir segja að fólk sé fegið. Það er líka gott veður flesta daga og menn gleyma jafnvel Steingrimi J. og öllu því sem honum fylgir. En menn skyldu nú ekki gleyma þvíað líka segir einhversstaðar að nagi Níðhöggur nætur og daga, Málinu er ekki lokið þó svikalogn sé á dottið.
Þegar Jóhanna er dæmd fyrir jafnréttisbrot eftir eigin lögum þá nertir það engann ofan á allt sem áður var gengið. Það er bara sumar og sól sem skiptir máli. Forsetaframbjóðendur halda sjálfsagt að fólk hugsi ekki um annað en þá. Það er miskilnigur mikill og ofmat. Fólk er búið að taka ákvörðun fyrir löngu.Úrslit eru ráðin. Fólk horfir á staðreyndir og sér hvað við blasir.
Íslendingar eru samt staddir á reit 1. Járntjald hafta, ófrelsis og átthagafjötra umylkur þetta land. Atvinnuleysi, félagsleg óáran og kyrkingur er í þjóðlífinu. Allir hata bæði ríkisstjórn og Alþingi en geta ekkert gert i því. Því að stjórnarandstaðan vekur engar væntingar með fólkinu því að svo margir úr henni eru bara vafagemlingar sem losna ekki úr viðjum fortíðarinnar. Það er eins og fók vilji ekki gefa neinum annað tækifæri nema að hann heiti Ólafur Ragnar.
Fýkur yfir hæðir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko