Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
22.2.2013 | 09:03
Blind hrifning...?
Ég fékk skemmtilega athugasemd frá bloggvini um að ég væri sleginn blindri hrifningu yfir formann mínum og ræðunni hans á Landsfundi. Ég fór að hugsa að margir virðast ekki þora að ganga í flokk af því að þá séu þeir að selja sál sína. Þeim yfirsést með samtakamáttinn sem drífur flokkana. Ég svara þessu með samlíkingu:
Að vera í flokki þýðir að vera í flokki. Hefur ekkert með blinda hrifningu að gera. Ef þú kallar á mig og þrjá aðra til að ýta bílnum þínum sem er fastur á veginum fyrir framan okkur og við komumst ekki áfram, þá er það af því að einn geturðu ekki náð honum upp úr vilpunni og við komust heldur ekki áfram. Ef við náum honum upp allir saman þá táknar það ekki að við séum slegnir blindri hrifningu í þinn garð. Þinn bíll er þá allavega ekki lengur að teppa veginn fyrir okkur, sem gæti verið gott fyrir okkur alla. Ef þú vilt svo ekki taka þátt í að moka ofan í holuna verðum við að gera það. Þá er ekki víst að við hugsum til þín í blindri hrifningu.
En við þurftum að vera saman til að ná bílnum upp. Það var galdurinn við að koma saman í flokk. Flokk sem mokar ofan í holuna og kemst áfram. Við keyrum allir okkar veg og hugsum hlýlega til hvors annars. Við kannski heilsumst á götu eftir þetta og við erum ríkari eftir atburðinn. Af hverju megum við ekki reyna að þetta saman og ná árangri fyrir aðra vegfarendur. Okkur gæti meira að segja dottið í hug að allir vegfarendur hentu einum steini í holuna sem myndi óðara fyllast og enginn myndi festa sig í henni aftur. Þetta er eiginlega það sem er að vera í stjórnmálaflokki. Auðvitað sitja einhverjir götustrákar á girðingunni við veginn og hæðast að okkur öllum eða henda í okkur hrossataðskögglum.Það breytir ekki öllu.
Það er nauðsyn að standa saman í flokki fyrir stór átök og hefur ekkert með einhverja blinda hrifningu að gera. Ekki bara í Sjálfstæðisflokknum hans vegna heldur hreyfingarinnar vegna, bjartrar framtíðar þjóðarinnar og dögunar í nánd sem við sækjum fram til saman.
Fjarlægði gerir fjöllin blá og mennina mikla. Hvar er mjöll sem féll í fyrra spurði Pétur Gautur.
Blind hrifning hefur hinsvegar oft orðið skammærri en menn varir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2013 | 21:51
Bjarni setti Landsfund Sjálfstæðisflokksins
með bravör og brilljans í eftirmiðdag.
Þeir sem ég hitti voru allir á einu máli að nú hefði ræða formanns hitt í mark. Jafnvel gamall keverúlant og þrasari eins og ég varð að viðurkenna að ég hefði barasta ekki getað gert þetta betur sjálfur svo ég vitni til gamla sýslumannsins aftur. Og auðvitað hitti ég marga aðra þrasara en merkilegt nokk, þeir voru mér sammála að þessu sinni.
Bjarna formanni tókst að taka á öllum þeim málum þar sem eldarnir brenna heitastir. Hann lofaði úræðum í vandamálum heimilanna og boðaði lausnir í gegnum skattakerfið sem myndi gefa frádrátt vegna afborgana húsnæðisskulda á svipaðan hátt og séreignasparnaður.
Hann vildi greinilega ekki ganga í Evrópusambandið við mikinn fögnuð fundarmanna. Hann taldi að við yrðum að búa við krónuna enn um sinn og uppskar aftur lófatak. Við yrðum að byggja up stöðugleika áður en við gætum rætt upptöku annars gjaldmiðils. Meira lófatak.
Hann boðaði að taka á uppgjöri á þrotabúum bankanna með þeim hætti sem þjóðin þarfnaðist þar sem hún gæti ekki horft á hrægammasjóði rústa gjaldeyrisstöðu hennar. Mikið lófatak fundarmanna. Hann boðaði afnám gjaldeyrishaftanna í framhaldi af því.
Hann lofaði afléttingu skattahækkana vinstristjórnarinnar. Við myndum byrja á tryggingagjaldinu og vitnaði í finnska stjórnmálamanninn sem lýsti því hvernig Finnar hefðu brotist út úr sinni kreppu fyrir tveimur áratugum með því að lækka skatta á fyrirtækjum fyrst og hleypa vexti í atvinnulífið.Síðan yrði þrepaskipting tekjuskattsins afnumin og annað eftir því.
Sjálfstæðismenn myndu stækka þjóðarkökuna svo allir fengju meira mótsett við vinstristjórnina sem aðeins kynni að skera þynnri sneiðar handa hverjum og einum. Við yrðum að fara leið sparnaðar og ráðdeildar á öllum sviðum í meðferð skattfjár, Við yrðum að hætta að leggja ósanngjarnar álögur á sjávarútveginn einan og sér sem væru óháð afkomu fyrirtækjanna.
Það væri umfram allt verkefnið að finna starfsorku fólksin viðnám. Það skipti mestu máli. Of sterkur gjaldmiðill þjóðar skapaði ekki umræður um kjaramál heldur þýddi bara fyrirvaralaus uppsagnabréf. Við slíku yrði ekki brugðist á annan hátt. Það þýddi ekki að tala um að taka upp evru um leið og umræður um kjaramál. Við gætum litið til evrulandanna. Hann las upp tölur um atvinnuleysi ungs fólks í evrulöndunum sem skipti tugum prósenta og væri nú yfir 50 % í Grikklandi sem væri í efsta sæti.
Við Íslendingar skynjuðum að Evrópusambandið seildist til sívaxandi áhrifa og inngripa í fullveldi okkar og landa sinna. Fullveldisframsal hérlendis gæti brotið í bága við stjórnarskrána. Samfylkingin vildi þá bara breyta stjórnarskránni og segði það skiljanlegt því að ESB væri orðið svo þreytt á EES samningnum EFTA-ríkjanna. Bjarni sagðist fyrir sitt leyti vera orðinn þreyttur á Samfylkingunni og hlaut gríðarlegar undirtektir við þeirri yfirlýsingu.
Hann ræddi málefni sjúkrahúsanna og lýsti hvernig hann hefði jafnvel bæði misst barn sitt og konu fyrir ári síðan ef svo hæft fólk sem raun ber vitni mannaði ekki spítalana okkar. Við yrðum að finna leiðir til að halda uppi heilbrigðisþjónustu í landinu. Annað væri ekki í boði fyrir þjóðina.
Hann vakti athygli á að konur munu verða um helmingur þingmann flokksins í vor. Hann sagðist skyldu sjá til þess að kynjajöfnuður yrði í ráðherraliði flokksins. (Og eru það eitt mikil tíðindi fyrir almenning en auðvitað vond fyrir efstu menn kjördæmanna sem hafa þóttst eiga embættin innskot kverúlantsins.) Hann sagðist hlakka til að fara fyrir glæsilegum frambjóðendum flokksins í kosningunum í vor og tók þar af skarið með vangaveltur sumra.
Fundarsetningin var hin glæsilega og Laugardalshöll þéttsetin og fólk á svölunum líka. Fundurinn verður með öðru sniði þar sem fólk verður kosið í nefndirnar með sérstökum framboðum. Veit ég ekki hvernig það virkar en kverúlantar fá sjálfsagt að þenja sig í umræðunum til að stöðva vitleysur eða búa til nýjar.
Ræða Bjarna formanns var góð . Ekki endilega í flutningnum sjálfum, leikrænni tjáningu eða steingrímskum öskrum. Heldur voru það málefnin sem hittu í mark. Það var upplifun að skynja undirtektir meira hálfs annars þúsund manna við ræðu formannsins. Hann náði með þessu beint til fólksins á yfirvegaðan hátt. Það væri ömurlegt ef kosningar fara þannig að þesi stefnumál ná ekki brautargengi. Því miður er slíkt ekki sjálfgefið ef semja þarf um afslátt við aðra flokka.
Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fara mikinn á þessum Landsfundi og ætlar sér að höfða til landsmanna sem hafa fengið nóg af úrræðaleysi vinstristjórnarinnar.
Fram til sigurs !
X-D
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2013 | 15:58
Þór mikli!
dregur vantraustið til baka. Telur koma til greina að brúka það seinna. Hvernig var með strákinn sem æpti alltaf úlfur úlfur? Kom ekki bara úlfurinn að lokum og át hann?
Er það þá bara slifsistauleysið það helsta sem stendur óhaggað eftir veru Þórs á þinginu ?
Er hann ekki stórbrotinn stjórnmálamaður hann Þór Saari?
20.2.2013 | 21:17
Velferðin gjaldþrota
norræn eða bara íslensk eftir píslargöngu landmanna undir samstjórn Jóhönnu og Steingríms síðan 2009.
Viðtal Sigmundar Davíðs á ÍNN við Önnu Gunnarsfóttur formann Læknaráðs Landspítalans, eða eiginlega líka viðtal Önnu við Sigmund sannfærði mig endanlega um að heilbrigðismálin eru of stór til að þessi ræfils þjóð okkar geti leyst þau.
Ræfilsþjóð segi ég vegna þess að hún er heltekin af mikilmennskubrjálæði. Heldur að hún geti sett milljarða á milljarða ofan í dellur og dillur einstakra pólitískra afglapa. Þannig er um Stjórnlagarskrármálið, sem Sigmundur startaði nú sjálfur að einhverju leyti, umsóknina um ESB sem var fyrirfram vonlaust pólitískt spil minnihlutahóps í þjóðfélaginu, eftirsókn eftir sæti í Öryggisráðinu, gríðarlegan kostnað vegna margföldunar stjórnunarkostnaðar innanlands vegna EES samningsins, taumlausan fólksinnflutning af þeim sömu völdum og Schengen samstarfsins, sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lofsyngja á landsfundi sínum og þannig má lengi telja.
Trúðsháttur og skyndidellur ráðherranna virðast stjórna gerðum þeirra. Guðbjartur Hannesson kveikti í púðurtunnu á Landspítalanum með ófyrirséðum afleiðingum. Sama hvert litið er, rammaáætlun um Ragnarök í orkumálum,fjandskapur við fjárfestingar, endalaus virðist ógæfa Íslendinga síðustu ár. Þjóð sem fyllir lungnadeildir af reykingafólki, raðar drykkjusjúklingum inná geðdeildir, og borgar skemmdir yfir geðveikt kynlífstengt fyllerí almennings á öldurhúsunum í stað þess að reyna að grípa á vandanum með löglegu vændi og róandi hassbúlum að hætti borgarstjórans, er of erfitt viðfangsefni fyrir venjulegt fólk eins og kjósandann sem hefur ekki við að gleypa við hverri flugu sem beittt er fyrir hann.
Við getum ekki rekið heilbrigðismálin í þessu landi eins og við viljum hafa þau. Því miður, það vill enginn borga. Það er sama hvað Sigmundur spennir fingurna og talaði um forgangsröðun þegar formaður Læknaráðs tók hann í bakaríið, hann getur ekki komið með ábendingu um hvernig eigi að fjármagna málin.
Það er ekkert annað í boði ef ekki á að borga, en að hætta valkvæðum úrræðum á vettvangi heilbrigðiskerfisins. Það er ekki hægt að leggja öldrunarsjúklinga inn á spítalana. Við getum líka heldur ekki læknað elli. Ef við ætlum að gera eitthvað verða borgarnir að gera átak eins og þeir gerðu þegar Grund var stofnuð. Helgi í Góu er löngu búinn að gera sér þetta ljóst og benda á að lífeyrissjóðirnir verði að gera eitthvað annað en að spila Matador. Það verður að upphugsa hvernig á að leysa öldrunarmálin. Helgi í Góu eða slíkir menn þurfa að fara fyrir fjöldahreyfingu eigi eitthvað að gerast.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ætlar að fjalla sérstaklega um fangelsismál. Á milli manna á netinu gengur brandari sem segir að best sé að gamlingjar skuli fara í fangelsin en bófarnir á gamlamennahælin. Fangelsin eru ein fær um að veita gamlingjum viðunandi umönnun í lúxusnum þar. Þurfum við þá ekki frekar að kaupa vistun fyrir íslenska bófa í erlendum fangelsum sem eru fangelsi en ekki fimm stjörnu hótel eins og á að byggja á Hólmsheiði? Hvað kostar að kaupa vistun fyrir harðsoðna ofbeldisfanga erlendis og er það hægt?Og auðvitað að senda útlenda glæpamenn umsvifalaust á sína heimasveit með endurkomubann.
Ég er ekki trúaður á það að verðlauna Þór Saari með ráðherrastarfi í einn mánuð fyrir vantraustið. Þessi stjórn getur alveg eins setið aðgerðalaus áfram fram að afmælisdegi Foringjans 20 apríl.
Við þurfum að fá nýtt þing til að reyna að hugsa málin. Ég hef ekki lausnina en velferðin okkar er gjaldþrota sýnist mér.
20.2.2013 | 19:18
Nú er tækifærið fyrir Steingrím
efnahagssnillinginn heimsfræga að eigin áliti að fara til Grikklands til að leysa málin þar. 30 % atvinnuleysi og allsherjarverkfall.
Hefur hann nokkuð að gera hérlendis þar sem Þór Saari hefur loks tekið af skarið og lagt fram vantraust á hann?
Verður ekki fróðlegt að sjá hvað ESB umsækjandinn Steingrímur getur lagt til við Grikki í gjaldmiðilsmálum til dæmis?
Nú er tækifærið fyrir Steingrím!
19.2.2013 | 08:04
Heilbrigðisstéttirnar í herferð
gegn krónunni.
Nú vilja allir á Lansanum sigla upp að hlið hjúkrunarfræðinga. Allir hafa dregist afturúr.
Er engin leið að komast að með skynsemi? Vill enginn skilja að taxtahækkanirnar munu hverfa með haustinu. Og meira en það. Breytast í mínus þegar frá líður. 4000% taxtahækkanir skiluðu kaupmáttarlækkun á síðustu öld. Og svo áfram í spíralinn gegn krónunni.
Mávur Seðla er búinn að boða gagnráðstafanirnar. Vaxtahækkun og lausafjárbindingu ef almennur markaður vogar sér að skrifa upp á sömu taxtahækkanir og opinberu stéttirnar. Kúbukommúnisminn klikkar ekki. Afleiðingin er kreppa í efnahagslífinu á almennum markaði. Blóm í haga hjá opinberum starfsmönnum.
Viva Guðbjartur! Aumingja krónan!
Af hverju eru akkúrat opinberir heilhrigðisstarfsmenn í herferð gegn henni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2013 | 07:56
"Nuts!"
skrifaði McAuliff á blaðið sem þýski herforinginn við Bastogne sendi honum með tilboði um uppgjöf um jólin 1944 í Ardennasókn Þjóðverja.
Mér datt þetta í hug þegar ég hlusta á Valgerði Bjarnadóttur þrasa um gengisleysi stjórnarskrárfrumvarpsins. Það er svo gersamlega tilgangslaust af henni að heimta uppgjöf Sjálfstæðisflokksins í stjórnlagaþingsfrumvarpinu og fá það í gegn.
Færi svo að sá flokkur hleypti þessu dellufrumvarpi í gegn, sem engin eining er um meðal þjóðarinnar eins og verður að vera um stjórnarskrána eins og 1944, þá yrði það einfaldlega fellt á næsta þingi. Svo hvað er það sem aumingja konan ætlar að vinna?
"Nuts!"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2013 | 20:20
Einfaldur og einlægur
var Steingrímur í Kastljósinu í kvöld.
Í allri einfeldni sinni virðist Steingrímur Jóhann einlæglega trúa því að hann hafi bjargað Íslandi með stjórnvisku sinni. Mótsett við Winston Churchill sem lýsti sjálfum sér og sínu hlutverki í styrjöldinni þannig: "The nation had the lion´s heart. It was but for me to give the roar."
Ég fór að velta því fyrir hvert framlag Steingríms hafi verið í raun og veru? Kom hann með atvinnu inn í landið ? Kom hann með huggun eða talaði hann kjark í þjóðina? Kom hann með utanaðkomandi fjárfestingu til landsins? Voru auðlindir landsins beislaðar?
Voru skattarnir hækkaðir? Fóru þúsundir úr landi sem ekki teljast til atvinnuleysingja? Féll gengi krónunnar? Voru landsmenn settir í gjaldeyrishöft? Tvöfölduðust tekjur í útflutningsiðnaði í íslenskum krónum? Minnkaði kaupmáttur krónunnar ekki við gengisfallið? Tóku landsmenn ekki á sig meiri launalækkanir en Steingrímur?
Var það ekki þjóðin sem axlaði byrðarnar? Býr hún ekki enn við stórskert lífskjör? Hefur eftirlaunaskuldbinding okkar vegna Steingríms lækkað?
Svo hvað gerði Steingrímur í raun og veru? Gaf hann öskrið eins og Churchill?
Svarið er það að Steingrímur gerði ekki neitt nema leggja byrðar á landsmenn. Hann skipti skortinum einum milli fólksins. Landsmenn hafa stritað og horfst í augu við hrunið og eignamissinn. Breska þjóðin tók því að Churchill hafði ekkert að bjóða nema blóð, svita, þrældóm og tár. Íslenska þjóðin tók á sig byrðarnar.
Steingrímur gerði ekkert til að telja kjark í þjóðina. Hann öskraði bara á þá sem bentu á aðrar leiðir. Talaði þjóðina og helstu samstarfsmenn sína niður.Flykkist fólk um hann núna? Mun hann skipa stall í sögu okkar eins og Churchill meðal Breta?
Einlægur en einfaldur forystumaður kveður. Einlægur í þeirri barnslegu trú sinni að hann hafi skipt máli. Einfaldur í því að sjá ekki að þjóðin vann sig út úr erfiðleikunum þrátt fyrir hann og hans axarsköft.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2013 | 18:32
Munu englaaugun?,
hennar Katrínar Jakobsdóttur ekki hvítþvo V.G. í augum kjósenda? Kom hún nokkuð nærri hinni vondu stjórn gamlingjanna Steingríms og Jóhönnu? Var hún ekki líka mest ósýnileg þennan tíma Jóhönnu sem nú er liðinn? Ný, ung og fersk?
Alveg eins og að hún Jóhanna kom hvergi nærri hrunstjórninni hans Geirs eða undirbúningsstjórn hrunsins þeirra Davíðs og Baldvins, sjá allir að englaaugun eru hrein og saklaus? Mun ekki hin litla kona bjóða Store Stygge Ulv byrginn og horfa upp á móti myndavélunum eins og Ingibjörg Sólrún á sinni tíð þegar hún var að berjast við hann stóra Satan? Skynja samúðarfullir kjósendur ekki strax að í þessum augum býr jöfnuðurinn og velferðin?
Var Steingrímur annars nokkurn tímann í þessum flokki? Var það ekki fremur hann Hjörleifur sem barðist við auðvaldið og tók þá í bólinu með hækkun í hafi? Man einhver svo langt aftur?
Verður V.G. ekki nýr og ferskur flokkur sem ber enga ábyrgð á núverandi ríkisstjórn? Fyllilega til jafns við friðsama Samfylkinguna með nýjan og ferskan Árna Pál sem hefur ekki verið ráðherra óralengi? Það góða sem þessir flokkar gerðu ekki var vegna málþófs andstæðinganna og skorts á stjórnarskrá? Og óábyrgir þingmenn að stökkva fyrir borð?
Geta svo ekki Lýðræðisvaktin, Björt Framtíð eða Dögun dugað fyrir þá sérvitringa sem þurfa "eitthvað annað" en gamla "fjórflokkinn"? Eitthvað nýtt og ferskt eins og vaktstjóra lýðræðisins? Fæddan 18.júlí 1951.
Munu englaaugun ekki þerra allan vafa og ESB fortíð úr brjóstum kjósenda?
17.2.2013 | 16:27
"Hækkum bara vextina!"
eru úrræði Mávs Guðmundssonar Seðlabankastjóra við komandi verðbólgu af völdum kauphækkana yfir línuna. Herðum að fyrirtækjunum eru ráð þessa gamla byltingarsinna af Kúbuskólanum. Harðari lausafjárstýring. Er það ekki binding í stíl Frosta og Framsóknar?
Þýðir þetta ekki kreppu hjá öllum nema opinberum starfsmönnum? Eru það ekki opinberir starfsmenn sem eru að búa til verðbólguspíralinn sem Már talar um uppi á Landspítala?
Til gamans punktaði ég hjá mér það sem Már sagði á Sprengisandi eftir bestu getu. Þetta var helst:
Már viðurkennir minni hagvöxt. Hann segir að að það sé of mikið um kvikar krónueignir í erlendum höndum. Snjóhengjan er samt ekki 1200 milljarðar eins og sumir halda fram. Ef við höldum á þrotabúunum eins og apakettir bætast 217 milljarðar frá þrotabúunum við þá 400 milljarða sem enn standa eftir af 570 milljörðum upphaflega. Það hefur tekist að lækka þetta mikið. Ef bankarnir verða seldir fyrir gjaldeyri bætist ekki í snjóhengjuna.
Mikil niðurskrift þarf að eiga sér stað í hendur innlendra eða erlendra aðila. Hvað kemur inn af gjaldeyri ræður losun haftanna. 400 milljarðar eða núll? Allt þetta fjármagn er þó ekki eins kvikt og áður.
Annar fasi málsins þarf að vera að fjármagnseigendur geti ekki farið nema greiða útgöngugjald. Þetta gátum við ekki gert strax. Við getum þetta núna.
Það eru engin höft á því hvað við getum flutt inn. Nú er afgangur á ríkissjóði(þetta segir Már væntanlega sem stjórnarsinni enda ráðinn af henni?)og allt orðið betra og bankarnir þurfa að verða nógu traustir til að geta að lifað án hafta. Stærra plan er búa til aðstæður til að afstýra því að krónan fari í dýfu við afléttingu haftanna. Útgönguskattur kemur áður en það verður gert. Hann er hluti af víðtækri áætlun um regluverk og ríkisfjármál. Snjóhengjan 400 milljarðar verður ekki alveg farin en hún mun hafa lækkað. Lækkunin er komin í farveg þannig að þetta fer hún fer ekki út í einu.
Krónusnjóhengjan er hluti vandamálsins , hitt eru þrotabú bankanna og til viðbótar kemur þung erlend greiðslubyrði hjá stórum aðilum hafa ekki aðgang að fjármagnsmarkaði erlendis, Orkuveitunni osfrv.Þetta setur þrýstingi á krónuna. Eitt stærsta vandamálið eru skuldabréfin milli gamla og nýja Landsbankans(sem Steingrimur bjó til), byrjar að bíta 2015. Þó að 120 milljarða afgangur sé á þjónustu-og viðskiptajöfnuði þá dugar það varla til að borga af skuldabréfi Landsbankans uppá 80 milljarða. Við verðum að fá framlengt. Allt þetta leysist ef bankinn kemst á erlendan lánsfjármarkað.
Horfurnar fyrir ríkssjóð batnað það var lykilatriði.(Sjónarmið frá VG eða staðreynd? Hvað með uppsafnaðan halla ríkisstjórnarinnar 400 milljarðar? Hefði Sigurjón ekki mátt spyrja um það?) Lykilatriði að fall bankanna lenti ekki á ríkissjóði(Voru það ekki neyðarlög Geirs Haarde sem Steingrímur var á móti?), kröfur þrotabú bankanna eru ekki kröfur á ríkissjóð skyldu menn athuga.(Hver sagði að við myndum ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna?) Stærri gjaldeyrisforði er nú fyrir hendi. Ísland er í skilum. Ríkissjóður er að komast í afgang(Er þetta fullyrðing sem stenst? Eða frá manni sem er í vinnu hjá stjórninni?). Það er vaxandi áhugi á að huga að lánum til íslensku bankanna. Ef svo fer þá lagast málin.
Aflandskrónurnar valda óánægju það er rétt. Lágmarkið hefur verið lækkað Skilyrðin sömu fyrir alla. Það verður samt að eiga löglegan gjaldeyri, taka á sig kvaðir um margra ára bindingu til að fá betra gengi. Við viljum hafa þetta sanngjarnt og jafnt fyrir alla.
Allir útflytjendur eru skilaskyldir á gjaldeyri. Skilaskyldan er nauðsynlegt lykilatriði. Ekki höft á gjaldeyri sem var í eign fyrir hrun. Erlendir aðilar koma líka. Könnum uppruna peningana. Innfluttur gjaldeyrir má ekki vera skilaskyldur gjaldeyrir. Mörg mál eru í kærumeðferð, peningaþvætti er kannað og mörg dæmi eru um neitanir. Samherjamálið var nefnt lauslega af Sigurjóni.Már svaraði að feykilegur ávinningur væri ef svindlað væri án þess að fara nánar út í það.
Þjóðin borgar fyrir allt svindl. Mörg mál eru í gangi. Þau mega taka tíma. FME-rannsókn tekur stundum 4 ár og það eru bara forransóknir,síðan tekur dómsmál við. Við vöruðum við of háu lánshlutfalli húsnæðislána á sinni tíð.(Sem var rétt. Banksterarnir reyndu að nota þetta til að eyðileggja Íbúðalánasjóð fyrir utan að þetta eyðilagði fjölda heimila sem nú eru búin að missa allt. Þurfa þeirra ekki að bíða rækilegar rasskellingar fyhrir ódæðið? )
Þá höfum við séð yfirlit yfir það sem Már er að hugsa um höftin og hagstjórnina. Þetta var að mörgu leyti upplýsandi viðtal og eiginlega vekur vonir um að allt sé ekki alveg jafn kolsvart og menn héldu.
Erum við ekki meðal annars að horfa á þá afleiðingar þeirrar reginvitleysu að gera bankana ekki gjaldþrota og borga út úr búunum í íslenskum krónum? Allar skilanefndirnar óþarfar. Bara skiptastjórar uppá fast kaup. Allt fyrir fíflaskap Steingríms J. sem gaf bankana og endurreisti Landsbankann með þessum afarkostum sem Már lýsti. (Segir maður ekki á breska understatement vísu good riddance eftir tíðindi helgarinnar?)
Höfum við ekki séð þessa peningastefnu Seðlabankans áður? "Við munum stíga bremsurnar " segir Már. Bremsurnar munu skella á einkarekstrinum en ekki opinberum starfsmönnum. Þar getur maður séð inn í það svartnætti ríkir undir Svörtuloftum Seðlabankans.
Klemma að einkafyrirtækjunum þegar opinberir starfsmenn eru búnir að sprengja upp launamarkaðinn? Það er hagstjórnin.
Gamli komminn Már hefur ekkert lært og engu gleymt.
" Hækkum bara vextina! " .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko