Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
12.1.2014 | 10:29
Landsbyggðin
á bara fréttaritara í Madrid. segir landsbyggðarmaðurinn. Honum finnst allt ómögulegt, enginn þingmaður sé fyrir landsbyggðina. Okkur finnst það ekki hér fyrir sunnan, okkur finnst landsbyggðin fá alla bensínpeningana meðan ekkert er gert í samgöngumálum hjá okkur sem borgum.
Það er ekki bara landsbyggðin og þéttbýlið. Stúlkan vill fara leið skynseminnar.
12.1.2014 | 10:25
Sprengisandur
byrjar vel þegar Sigurjón hvetur okkur til að reyna að slökkva bálið sem er byrjað að loga með hækkunum sem eru á valdi ríkisstjórnarinnar,
Svo kemur landsbyggðarlið i þáttinn og byrjar hatursáróður gegn samfélaginu þar sem höfuðborgarsvæðið er sagt soga allt til sín. Auðvitað er ekki hægt að gera öllum til hæfis. En það er þess virði að kveikja á þættinum sem er núna á Bylgjunni.
Sprengisandur er núna á 99.8
11.1.2014 | 18:35
Hinir góðu hirðar
verðbólgunnar á Íslandi birtast núna sem hér segir:
10.1.2014 | 09:46
Leiðari Morgunblaðsins
í dag á erindi við þá sem ekki lesa það blað:
"Kjarasamningarnir sem náðust skömmu fyrir jól í samvinnu Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og stjórnvalda geta skipt sköpum um þróun efnahagslífsins hér á landi á næstu misserum og árum. Þar með geta þeir haft mikið um það að segja hvernig kjör almennings þróast og hvort hann fái raunverulegar kjarabætur á næstunni eða lítið annað en krónutöluhækkanir og jafnvel kaupmáttarrýrnun.
Úrvinnsla þess sem samið var um í desember snýst um þetta og þess vegna er afar mikið í húfi að hún verði farsæl og að allir leggist á eitt um að efnahagslífið og kjör almennings þokist skref fyrir skref í rétta átt. Þetta kallar á þolinmæði og stefnufestu og stundum fórnir til skamms tíma, en til lengri tíma litið er hagur alls almennings best tryggður með því að stöðugleiki haldist samhliða batnandi kjörum. Í þessum efnum eins og ýmsum öðrum er sígandi lukka best.
..... Náðst hafi kjarasamningur sem samrýmist verðstöðugleika og gengisþróunin hafi verið með þeim hætti að hún styðji við stöðugt verðlag. »Fyrirtækin hafa því enga fSamtök atvinnulífsins hafa réttilega minnt félagsmenn sína á að ábyrgðin á að halda aftur af vorsendu fyrir miklum verðhækkunum á þessum tímapunkti. Það er á ábyrgð fyrirtækjanna að við náum að fylgja þessum kjarasamningum eftir svo þeir skili raunverulegri kaupmáttaraukningu á samningstímanum......
Hið sama á við um álögur ríkis og sveitarfélaga, hækkunum á þeim þarf að stilla mjög í hóf og æskilegast væri ef þær gætu staðið í stað og helst lækkað. Dæmi um mögulega lækkun væri ef horfið væri frá óþörfum reglum ríkisins um íblöndunarefni í eldsneyti og það fyrirsjáanlega tekjutap sem þær fela í sér væri notað til að lækka allt of há eldsneytisgjöldin.
En ábyrgðin er einnig þeirra sem eru með opna kjarasamninga og eru að undirbúa samningaviðræður. Þeir hafa sumir talað með þeim hætti að ef gengið yrði að kröfum þeirra þyrfti ekki að ræða um mögulegan verðstöðugleika í landinu á næstunni, aðeins hversu mikill óstöðugleikinn yrði.
Mikilvægt er, á meðan stöðugleikanum er náð, að allir leggist á eitt. Takist það er tiltölulega stutt í að almenningur fari að finna fyrir auknum kaupmætti og bættum hag. Mistakist það getur þess verið langt að bíða að tækifæri bjóðist á nýjan leik. "
Við lifum núna þá tíma að við getum með skynsamlegri hegðun búið við lægri vexti, brottfall verðtrygginaráhrifa,lægra gengi dollarans sem þýðir lækkun vöruverðs Hvort vilja menn frekar. Stöðugleika og batnandi lífskjör eða hækkana kapphlaupið sem sum okkar muna eftir. Kapphlaup þar sem tvöhundruðþúsund kallinn vermir skóinn álíka lengi og þekktur vökvi.
En þetta verður aðeins mögulegt ef almenningsálitið fellur í eina átt. Saman getum við lyft Grettistökum. Séum við ekki samstíga ræður Grettir einn ferðinni.
Leiðari Morgunblaðsins var þörf lesning að þessu sinni.
10.1.2014 | 09:36
200.000 króna launahækkun
á mánuði er það sem BHM fer fam á.
Fyrir gerð þjóðarsáttarinnar fyrir meira en 30 árum hafði Ólafur Ragnar gert við þá kollsteypusamning sem hefði sprengt upp launaskallann yfir línuna. Ólafur var neyddur til að draga undirritunina til baka af þrýstingi þjóðarinnar sem vildi gera tilraunina um að ná böndum á víxlgengi launa og verðlags.
Nú eru enn á ferð öfl sem segja "hvað varðar mig um þjóðarhag", Kata í Lýsi hækkar um 7 % meðan Helgi í Góu hefur ekki hækkað neitt frá 2009 þrátt fyrir tvöföldun á kókossmjöri. Helgi er alvöru maður sem meinar það sem hann segir. Ég ætla að hætta að drekka lýsið mitt á morgnana og fá mér frekar súkkulaðirúsínur frá Helga. Hætta að éta Opal. Brúnegg, hætt að drekka gos frá Vífilfelli og skipta um bjórtegund,,kalla ekki á fæðingarlælkni eða fara á heilsugæslustöð. Helst ekki fara til til Reykjavíkur og borga í bílastæðasjóð.
Því miður eru margar einokunarstofnanir sem maður er neyddur til að versla við sem hækka mikið eins og Síminn, Rarik, og þessháttar apparöt. Mörg hækkunarfyrirtækin eiga það þó sameiginlegt að Bjarni Ben getur hugsanlega haft áhrif á þær með hrútshornum ef með þarf.
Það sem nú þarf er vitundarvakning almennings. Ef almenningur stendur þétt að andstöðu við öll tilræði við þjóðarhag þá er hægt að hafa áhrif. Afskiptaleysi og þögn er það versta sem við getum gert.
200.000 króna launahækkun er skammgóður vermir eins og sagan um kuldann og skóinn.
9.1.2014 | 14:23
Meiri reglur og lög
er það sem Íslendingar trúa á heitar en almættið.
Við höldum upp til hópa að bankafallið og Icesave hafi orðið til af því að það vantaði lög og reglur.
Eða var það bara svo?
Við settum lög sem segja:
........ 22. gr. Tímabundin starfsemi og yfirtaka eigna.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er því aðeins heimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem um getur í þessum kafla að það sé tímabundið og í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila. Tilkynning, ásamt rökstuðningi, hér að lútandi skal send Fjármálaeftirlitinu. Hafi viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, eða dótturfélag þeirra, þurft að grípa til aðgerða skv. 1. málsl. og tekið yfir a.m.k. 40% eignarhlut í viðskiptaaðila sínum skulu ákvæði VII. og VIII. kafla laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, gilda um viðskiptaaðilann eftir því sem við á.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 3. málsl. enda sé fjárhagslegri endurskipulagningu lokið innan sex mánaða frá því að viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, eða dótturfélag þeirra, hóf starfsemina. Fjármálaeftirlitið metur hvort fjárhagsleg skilyrði 1. málsl. séu uppfyllt og skal endurskipulagningu lokið áður en 12 mánuðir eru liðnir frá því að starfsemi skv. 1. málsl. hófst. Fjármálaeftirlitið getur framlengt tímafrest skv. 5. málsl. og skal í umsókn rökstutt hvaða atvik hindra sölu.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er heimilt að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. Eignirnar skulu seldar jafnskjótt og hagkvæmt er... "
Ákvæðið sem hljóðar:."...skulu seldar jafnskjótt og hagkvæmt er..". virðist gefa bönkunum frítt spil til að gera það sem þeim sýnist.
Þessi lög eru brotin á hverjum eiansta degi af algerri fyrirlitningu embættismannanna á almenningi. Hvað með fasteignafélögin? Nöfn eins og Regin og Eignasafn SÍ og um Hildu ehf., koma í hugann. Þau félög þurfa ekki einu sinni að skila ársreikningum af því þau eru stikkfrí.
Það sem er ekki búið að selja gæðingum á sérkjörum er áfram í beinu eignarhaldi opinberra aðila eða banka. Það blasir bara við spilling og llögbrot hvert sem maður horfir.
..."þegar hagkvæmt er." Er það furða þó fólk sé orðið svekkt og nenni varla lengur að ræða neitt af skynsemi. Það er hægt að láta núverandi og fyrrverandi ráðherra rífast til skemmtunar um fyrirbrigði eins og hvort loforð fyrri stjórnar séu skuldbindandi fyrir núverandi ríkissjórn. Án þess að minnst sé á kosningarnar sem fram fóru síðasta vor. Svo getum við farið í verkföll til að leiðrétta kjör þeirra sem hafa dregist aftur úr og hækkað allt verð á opinberri þjónustu um mörgum sinnum 2.8 %.
Getum við ekki sett reglur sem banna mönnum að hafa efasemdir um neitt sem stjórnvöld gera. Alveg eins og í Norður-Kóreu. Fengið hundaræktarfélagið til samvinnu?
Setjum endilega meiri reglur og lög og gáum hvort ekki allt lagast?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2014 | 09:32
Umræður um hagfræði
mættu fara fram á til dæmis á einhverri hlutlausum vettvangi ef hann fyndist. Það yrði áhugaverð umræða og mætti marka djúp spor í hagsögu Íslands.
Þar myndi Snorri Magnússon formaður Lögreglufélagsins, Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM, Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB og Kristín Á.Guðmundsdóttir formaður sjúkraliðafélgsins og Árni Stefán Jónsson formaður SFR , koma saman og ræða í alvöru um hagfræði Íslands og framtíðarhorfur í verðbólgu. Ræða um næstu framtíð í efnahagslífi þjóðarinnar. Af hverju fjölgun krónanna er betri en lækkun vöruverðs. Jafnvel mætti finna fleiri formenn marktækra félaga svo sem Ljósmæðrafélagsins og HAXA. Ólíklegt finnst mér þó að slíkur þáttur yrði Kastljósþáttur hjá Sigmari á RÚV sf nokkuð augljósum ástæðum.
Snorri yrði spurður um hvaða áhrif 20 % kauphækkun til allra myndi hafa á gengi krónunnar og á stýrivexti Seðlabankans. Hvort Lögreglumenn gætu fellt sig við slíka lausn ef aðrir fengju það líka?. Þó auðvitað ekki ASÍ því þá yrðu þetta ekki leiðrétting. Inn í þetta mætti skjóta viðtölum við Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson um áhrif svona myndarlegra hækkana á skattgreiðslum á ríkissjóð. Svo mætti líka spyrja Má Guðmundsson um áhrif þessa á stýrivexti? Þetta yrði ekki bara efni í einn þátt heldur marga þannig að fólk geti fylgst með atburðum líðandi stundar.
Af hverju ekki að ræða við þetta fólk um annað en kjarasamninga þess sjálfs? Af hverju ekki ræða við það um framtíð þjóðarinnar og þjóðarhag. Ræða um gjaldeyrishöft, útflutning, stóriðjustefnu og afstöðuna til pakkans frá ESB? Hið raunverulega efnahagslega vald liggur nefnilega hjá þessu fólki en ekki Alþingi.
Mætti ekki í framhaldi boða til útifundar á Austurvelli þar sem aldraðir og öryrkjar geta tekist á við félagsmenn þessa fólks?
Ég er ekki að reyna að skrifa eitthvað fyndið heldur í fúlustu alvöru.
Talan sem ég nefni til viðmiðunar er vegna þess 20 % af því að 1971 var svona einföld aðgerð framkvæmd af þáverandi vinstristjórn hinna vinnandi stétta eins og það nefndist þá. Opinberir starfsmenn voru ekki komnir með verkfallsrétt þá eins og núna. Þá var þetta allt auðveldara en núna efir gríðarlega lýðræðislega dreifingu stöðvunarvaldsins. Kaup í landinu var hækkað um 10 % og vinnuvikan stytt um sama hlutfall. Með einu pennastriki.
Afleiðingin varð auðvitað engin fyrir íslenskt efnahagslíf eða þannig? Hefur ekki stöðugleikinn ríkt allar götur síðan? Nema kannski að dollarinn fór úr 6 krónum í tuttugfalda þá upphæð um leið og hann meira en helmingaðist sjálfur. Sömu sögu er að segja um dönsku krónuna. Hefur ekki bara allt verið með kyrrum kjörum síðan?
Þá var ég ungur maður og gat mætt forynjum. Nú á ég að byrja nýtt líf í nýjum veruleika.
Núna getum við alveg eins haft styttingu vinnuvikunnar hærri til að fækka yfirvinnustundum hjá lögreglunni. En þar er yfirvinna ekki launauppbót ofan á smánarleg byrjunarlaunin 271 þúsund auk vaktaálags. Við getum haft 10 % kauphækkunina 20 % svo allir verði ánægðir nema kannski Gylfi og þeir sem fengu 2.8%
Það verður að fá ábyrga aðila að efnhagsstjórn þessa lands. Ekki að vera að tala við einhverja hagfræðinga og spekinga sem sjá ekkert yfir það sem raunverulega þarf að gerast.
Inná með Snorra, Guðlaugu, Elínu og Kristínu. Látum þau vísa okkur veginn í efnahagsmálum. Þetta er fólk sem skilur hið stóra samhengi hagfræðinnar. Ekki einhverjir kjörnir fulltrúar á Alþingi Íslendinga.
Blessuð sé minnig þeirra Einars Odds Kristjánssonar og Guðmundar J.. Þeir gátu rætt hagfræði á sérstakan hátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2014 | 10:21
Baldur í Múrbúðinni
lýsti því í viðtali á ÍNN hvernig hann fer útúr samkeppni við bankana. Þeir hafa afskrifað milljarða á stóru byggingavöruverslanirnar frá hruni. Baldur hefur ekki fengið krónu eftirgefna. Hinir stóru beita hann öllum bellibrögðum, dumpa verðum á þeim spýtum sem Baldur á mest af, en hækka þær sem hann á ekki. Og svo framvegis.
Þetta er auðvitað svínarí. En Íslendingar gefa ekkert fyrir svona upplýsingar og fara bara eitthvað annað en í Múrbúðina. Fara bara í Íslandsbanka og Aríonbanka eins og ekkert hafi ískorist og þetta séu gömlu góðu bankarnir okkar sem voru allra vinir og þjóðareign. Undir stjórn gamalreyndra og jafnvel alræmdra fjármálamanna. Hvað er að Íslendingum?
Stundum finnst mér að Óli Björn Kárason sé eini Sjálfstæðismaðurinn sem er eftir. Hann er óþreytandi við að skrifa fyrir litla manninn og halda fram gildum Sjálftæðisstefnunnar. En það er eins og enginn hlusti. Óli er bara varaþingmaður og enginn hlustar á svoleiðs fólk. Hitt fólkið er allt upprekið af allskyns skraursýningum, umhverfismálum, menningu og þessháttar. Enginn nennir að hugsa um litla manninn lengur. Enginn hugsar um litla atvinnurekandann sem er ofsóttur af eftirlitsiðnaðnum.
Grípum niður í grein Óla Björns í Morgunblaðinu í dag:
".......... Ríkið og sveitarfélög hafa á undanförnum árum verið dugleg við að leggja steina í götur einkafyrirtækja. Lög hafa verið sett og reglur hertar sem þrengja að einstaklingum í rekstri, auka kostnað og fækka möguleikum þeirra.
Það hefur andað köldu í garð einkafyrirtækja allt frá hruni fjármálakerfisins. Í hugarheimi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna var sjálfstæði atvinnurekandinn litinn hornauga. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins í borgarstjórn hefur fylgt hugmyndafræði vinstri stjórnarinnar dyggilega allt frá byrjun.
Einkafyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að safna lífrænum úrgangi frá heimilum í Reykjavík, en fær ekki. Borgarráð hafnaði beiðninni á þeirri forsendu að um »grunnþjónustu« sé að ræða sem sveitarfélag eigi að veita. Engu skiptir þótt Reykjavíkurborg sinni ekki þessari þjónustu. Einkafyrirtæki skal ekki fá leyfið....
..... Yfirvöld samkeppnismála sitja þögul hjá og aðhafast
Fyrir hrun bankakerfisins glímdi sjálfstæði atvinnurekandinn við stórfyrirtæki sem höfðu, að því er virtist, ótakmarkaðan aðgang að láns- og áhættufé. Staðan var ójöfn og varð verri undir stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þeir sem höfðu rekið fyrirtæki sín af skynsemi og forðast skuldsetningu voru látnir axla þungar byrðar í formi hærri skatta, aukins eftirlits og flóknara regluverks. Ég hef bent á það áður í greinum hér í Morgunblaðinu að eftir hrun var innleidd ný vinnuregla: Stór og skuldsett fyrirtæki voru sett í gjörgæslu, þeim stungið í súrefnisvélar banka og lífeyrissjóða, skuldir afskrifaðar og þeim gert kleift að halda rekstri áfram. Eigendur annarra fyrirtækja sátu eftir og urðu að sætta sig við að aftur væri vitlaust gefið. Sjálfstæði atvinnurekandinn hefur því þurft að berjast við stórar fyrirtækjasamsteypur sem fengu nýtt líf samhliða því að verjast ágangi hins opinbera líkt og varnarbarátta Gámaþjónustunnar sýnir.......
..Það er verkefni ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að snúa þessari þróun við. Það verður gert með einfaldara regluverki, lægri opinberum gjöldum og jákvæðu viðhorfi til atvinnurekstrar...."
Sofa allir nema Óli Björn Kárason ? Af hverju gerist ekkert af þessu sem Óli talar um?
Hvert eiga gamlir Sjálfstæðismenn að fara til að leita að gömlu stefnunni okkar? Er hún bara draumsýn sem á ekkert skylt við veruleikann? Galdraþula sem er farið með til hátíðabrigða á Landsfundum og slíkum samkundum?
Hefur enginn samúð með Baldri í Múrbúðinni eða öðrum einkafyrirtækjum nema Óli Björn Kárason?
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2014 | 08:51
Eigum við að taka afstöðu?
hverjum Evr+opustríðin voru að kenna?
Styrmir Gunnarsson skrifar svo á Evrópuvaktinni:
" Evrópuþjóðirnar deila um margt. Nýjasta dæmið er að nú eru að blossa upp umræður á ný um það hverjum fyrri heimsstyrjöldin sé að kenna. Hverjir hafi byrjað. Skýrt dæmi um það er grein eftir Boris Johnson, borgarstjóra í London í Daily Telegraph í dag, þar sem hann skammar vinstri menn í Bretlandi fyrir að vilja ekki viðurkenna eða alla vega ekki hafa orð á af kurteisisástæðum að Þjóðverjar hafi byrjað leikinn.
Þessar umræður, sem mörgum munu þykja barnalegar sýna hvað samskiptasaga Evrópuþjóðanna getur haft mikla þýðingu í samskiptum þeirra nú. Á milli þessara ríkja hafa öldum saman staðið svo mikil átök og þau hafa háð svo mörg stríð sín í milli að það er erfitt fyrir þau að komast upp úr þeim skotgröfum.
Hvernig er saga Evrópu kennd í skólum í einstökum aðildarríkjum Evrópusambandsins? Það blasir við að hún er kennd með mjög mismunandi hætti og út frá sjónarhorni hverrar þjóðar fyrir sig. En jafnframt hefur sögukennslan mikil áhrif á viðhorf og sjónarmið hverrar nýrrar kynslóðar, sem kemur fram á sjónarsviðið.
Þessar þjóðir munu aldrei geta komið sér saman um sameiginlega sýn á sameiginlega sögu þeirra, sem er þyrnum stráð. Rifrildi um það hundrað árum seinna hver hafi byrjað heimsstyrjöldina fyrri sýnir það betur en margt annað.
Í raun og veru er Sagan myllusteinn um háls Evrópuþjóðanna í viðleitni þeirra til að auka og bæta samstarf sín í milli."
Ég hef orðið var við það í Þýskalandi svona meðal manna og óopinberlega, að þeir eru ekki endilega á því máli að þeir hafi byrjað öll þessi stríð. Stríðunum var neytt upp á þá. Ég þekki ekki nægilega til í Frakklandi til að vita þeirra afstöðu en ég geng út frá því að þeir séu saklausir af Napóleonsstríðunum. Það sé misskilningur hjá Þjóðverjum að vera fúlir úti franska keisarann fyrir að hafa drottnað yfir Þýskalandi. Hann var aðeins og stilla til friðar..
Fornar deilur gleymast seint. Í fersku minni eru okkur hvernig Serbar og Króatar gátu auðveldlega tekið upp gamlar deilur milli langafa sinna og byrjað sallarólegir að drepa hvorn annan aftur. Á Englandi viðurkenna menn að þeir séu annað hvort Hvítrós eða Rauðrós sem er enn eldra þó þeir hafi haldið friðinn nokkuð lengi. Skotar eru enn Tudorar.í hjörtum sínum.
Með hverjum eigum við að halda þegar við erum komnir í Evrópusmambandið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2014 | 08:35
Hvílíkur léttir
er að vita að íslensk réttvísi hefur langa arma. Þessi frétt var í Mogga:
"
Lopes var fundinn sekur um að hafa lagt til frænda síns með hnífi í júní 2009, stungið hann margsinnis í brjóst, kvið og útlimi, með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut alls ellefu skurði. Fórnarlambið hlaut að auki blæðingu í kviðvöðva og sár inn í vöðvann, loft í vinstri nárabláæð, skaða á slagæð í hægri úlnlið, auk þess sem sin sem stýrir hægri þumalfingri fór í sundur.
Lopes var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann 2009 en rauf farbannið í ágúst sama ár. Hann var handtekinn í Þýskalandi fjórum árum síðar og framseldur til Íslands 8. nóvember síðastliðinn. "
Ekki fylgir sögunni hvar Hr.Lopez muni halda til þar til afplánun hefst. Þá bíður hans væntanlega betrunarvist fyrir austan fjall. Sérherbergi með sálfræðimeðferð, tölvu og kynlífsheimsóknir vinkvenna um helgar. Eignist hann hér afkvæmi þá er framhalds landvist hans væntanlega tryggð um langan aldur.
Hvernis skyldu fangelsi í hans upprunalandi annars líta út?
Fréttir bárust af því að í Frakklandi deildu jafnvel 9 fangar 11 fermetra klefum. Miðað við uppdrætti af Hólmsheiðarfangelsi sem ég hef séð og fréttum af algjöru skorti á vistunarúrræðum fyrir aldraða sem ég hef lesið um og hlustað á Helga í Góu segja frá,, þá er hér allt með öðrum brag. Hér tökum við á vandamálum þjóðfélagsins með "forgangsröðun", svo sem slíkum deilum sem hr.Lopez lenti hér í, auk þess sem við refsum harðlega fyrir lögregluodbeldi við skirpandi konur.
Hvílíkur léttir fyrir Lopez að fá að vera hér hjá okkur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko