Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
31.7.2014 | 08:50
Mér er ekki skemmt
við þau tíðindi að Árni Þór Sigurðsson hafi verið skipaður sendiherra.
Ég heyrði að Canadamenn hefðu spurt í forundran á sinni tíð þegar kommúnistinn og Icesave snillingurinn Svavar Gestsson var skipaður sendiherra þar í landi:"Hvað höfum við eiginlega gert ykkur?" Hvert skyldi eiga að senda þennan Árna Þór eiginlega? Timbúktú?
Ég hélt að stefnt hefði verið að því að fækka sendiherrum og umsvifum í rekstri sendiráða um allan heim. Ég viðurkenni fúslega að ég hefði þessvegna frekar viljað sjá Geir Hilmar Haarde fara að gera eitthvað annað, til dæmis að fara í Seðlabankann. En kannski skuldum við Bandaríkjamönnum það að senda þeim almennilegan mann eftir alla þessa krata eða þannig.
En svona sendiherraskipanir fyrrverandi stjórnmálaforingja verð ég að viðurkenna að pirra mig sem Sjálfstæðismann. Mér er hreint ekki skemmt við svona tíðindi.
31.7.2014 | 08:37
Skörulega mælt
í grein Ársæls Þórðarsonar í Morgunblaðinu í dag: Islamistar og naivistar (Bloggari feitletrar)
"Fyrirsögnin er bókartitill. Bókin er sögð ein af metsölubókum í Danmörku árið 2006. Höfundar bókarinnar eru Karen Jespersen, kynnt sem þingmaður og ráðherra, og maður hennar, Rolf Pittelkew, sem gegndi m.a. störfum sem lektor við Kaupmannahafnarháskóla og sem pólitískur ráðgjafi forsætisráðherra Danmerkur. Þau hafa bæði starfað við blaðamennsku.
Eins og fram kemur á bókarkápunni skrifa þau hjónin bókina af mikilli þekkingu og vilja vekja athygli Vesturlandabúa á þeirri ógn sem steðjar að vegna andvaraleysis og afneitunar gagnvart ágangi íslamista á vestræn samfélög. Bókin er í raun fræðirit um þessi mál og ætti að vera kennslubók í grunnskólum. Bókin túlkar vítt sjónarhorn og er í raun rannsóknarrit yfir sýnileg áhrif árekstra tveggja gjörólíkra menningarheima þar sem fákænska og undanlátssemi gengur í lið með yfirgangsöflum. Höfundar bókarinnar eru á þeim stalli þekkingar um málefnin að enginn getur efast um trúverðugleika ritsins enda er meira og minna vitnað til alþekktra atburða úr fréttaheimi fjölmiðla svo jafnvel ungir lesendur þekkja vel til mála.
Útgáfa þessarar bókar er þjóðþrifamál og þeir sem stóðu að þýðingu og útgáfu hennar eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Ég hvet alla til að lesa þessa bók sem er vel þýdd, á skiljanlegu máli fyrir alla aldurshópa.
Kosningasigur »Framsóknarflokks og flugvallarvina« í sveitarstjórnarkosningunum hefur vakið upp hin ótrúlegustu viðbrögð og allt annað verið til umræðu en það að borgarfulltrúar framboðsins hafi unnið sigurinn vegna mannkosta sinna, trúverðugrar framkomu og góðra málefna, sem ég held þó að kjósendur framboðsins hafi fyrst og fremst horft til. Nokkrar greinar hef ég lesið varðandi málin og það er ótrúlegt hvað jafnvel mætustu menn, þar á meðal bæði fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn, lúta lágt við að snúa út úr málefnastöðu framboðsins með dylgjum og illgirni í drápsanda eineltis. Svo ekki sé nú minnst á »flokksbræður« sigurvegaranna sem eru sumir svo öfundsjúkir að þeir hafa ekki einu sinni vit á að skammast sín og þegja.
Þessi hatrömmu viðbrögð hafa fengið mig til að skoða orð eins og »rasisti« og »hægri öfgamenn«. Orðið rasisti virðist löngu orðið merkingarlaust og er notað eins og svipa til að hindra lýðræðislega umræðu í umdeildum málum. Hugtakið »hægri öfgar« er í svipaðri stöðu en öllu meira hugtak. Alla þjóðernisvitund vilja fjölmenningarsjúkir »Íslendingar« flokka undir hugtakið. Væntanlega líka þjóðskáldin. Auk þess er orðið notað sem refsivöndur af fjölmenningarvellunni yfir alla sem líta á það sem lýðræðislegan rétt að ræða mál þeirra innflytjenda sem fastir eru í fjötrum haturs í garð vestrænna menningargilda. Ef þetta er »hægri villa« í hverju liggur þá »vinstra vitið«? Tilgreina má nokkur atriði þar um.
Kommar, sem ekki eru laumukommar, flagga trúleysi. Þær/þeir sem kúga vilja samlanda sína til að meðtaka trúpólitíska stefnu og þvinga vilja menningu sína inn á aðra eins og íslam. Öfgasjónarmið »kynlífsdólga« á öguð menningarviðhorf gamalla siðferðisgilda eins og t.d. skólayfirvöld á Akureyri og vísa ég þar til máls Snorra Óskarssonar, má jafnvel flokka hér með. Hér flokkast líka ýmsir nytsamir sakleysingar auk kommúnista, trúleysingja og múslima. T.d. meirihluti borgarstjórnar Reykjavík og í raun allir sem tilheyra fjölmenningarvellunni. Niðurstaða: »vinstra vitið«, einkenni: skert lýðræðivitund sem birtist í virðingarleysi fyrir skoðanafrelsi og ritfrelsi annarra og tilhneigingu til einræðis. Til frekari skýringa má nefna íslamskar refsiaðgerðir meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart borgarfulltrúum »Framsóknar og flugvallarvina« í formi barnalegs ótuktarhátts »Hí, hí, á þig, þú færð ekki að vera með í nefndum!«. Naívismi þar á bæ virðist orðinn stjórntæki, samanber sjónvarpsfréttir á RÚV um að mynd af Bjarna Benediktssyni fv. borgarstjóra og forsætisráðráðherra er tekin af stofuveggnum í Höfða og sett í geymslu. Sögulegt minningarverðmæti um merkan borgarstjóra fær ekki að vera í friði fyrir sögulegum barnaskap vinstri öfga sem þola ekki samanburðinn við gamla lýðræðishöfðingjann, sem virti kristin gildi og íslenskan menningararf. Bjarni lifði bjarta daga atvinnulífs við höfnina en stefna núverandi meirihluta borgarinnar í atvinnumálum er að byggja íbúðablokkir á bryggjunum. Bjarni sá samgöngurnar blómstra á Reykjavíkurflugvelli en stefna núverandi meirihluta í flugsamgöngum borgarinnar og framlag til öryggismála varðandi sjúkraflug er að reisa íbúðablokkir á flugvellinum. Skammarheitið »hægri öfgamaður« er víst ekki hrósyrði en »vinstri öfgamaður« er óskapnaður, afkvæmi pólitískra erfðagalla.
Í gyðingahatri og agaleysi ganga nýaldarkratarnir á Vesturlöndum fram í pólitískri óskhyggju. Oft með sér verri samstarfsflokkum eru þeir tilbúnir í að braska með lýðræði þjóða sinna fyrir falskan frið einræðisafla. Íslenskir fjölmenningarsinnar eru barnið á koppnum í pólitíkinni, allt í senn nytsamir sakleysingjar og hættulegir öfga-vinstrimenn.
Ég bið landi og þjóð Guðs friðar."
Hér er skrifað um kjarna málsins. Þessa yfirþyrmandi visku vinstra liðsins og sannfæring um að þeir viti allt öðru fólki betur. Þeir einir hafi hinar réttu skoðanir meðan við hinir séum hægri öfgamenn og rasistar. Miðað við þau málefni sem rædd eru við þau tækifæri sem við fáum þessar nafngiftir, þá er ég stoltur af báðum þessum sæmdarheitum. Ég túlka þau sem viðurkenningu þeirra skynsemissjónarmiða í innflytjendamálum og þjóðernisumhyggju sem við andófsmenn reynum að halda fram gegn frussuganginum í þessu vinstra kaffæringarliði.
Ég er ánægður með þessi einörðu og skörulegu orð Ársæls húsasmiðs.
30.7.2014 | 23:20
Vel ber í veiði
hjá Reyni Trausta og hans pólitísku stuðningmönnum í kring um DV. En það blað er víst eitt af þessum svonefndu Baugsmiðlum að því að maður les á heimasíðu 365 miðla.
Hyllir undir það að blaðinu takist að flæma innanríkisráðherru úr ríkisstjórnini? Varaformann Sjálfstæðisflokksins hvorki meira né minna? Þýðir þetta ekki tundurskeyti í skotfærageymsluna fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Það væri nú aldeilis frétt í DV? Saksóknari, umboðsmaður Alþingis. Allir virðast trúa fréttum DV um leka úr innanríkisráðuneyti án þess að neinn hafi játað ábyrgð. Hafa svörin sem borist hafa verið sérlega sannfærandi fyrir vinstri hjörðina sem ýlfrar eins og blóðþyrstir úlfar við undirleik púkablístru Reynis Traustasonar? Um hvað lekinn snérist skiptir greinlilega engu.
Getur ríkisstjórnin haldið trúverðugleika við þessar aðstæður? Er ráðherrunni sætt meðan víxlsagnir hrannast upp og æðstu embættismenn farnir að skrifa henni bréf og heimta svör? Lögreglustjórinn í Reykjavík segir af sér og fer í auðvelt starf hjá Degi B. og EssBirni. Frábær embættismaður og vinsæll á besta aldri færir sig skör neðar.
Hvað er eignlega í gangi?
Hefur ríkisstjórnin ráð á því að dragnast með svona mál yfirleitt, -sönn eða login? Og að hugsa sér að þetta komi allt útaf einhverjum hælisleitanda sem Norðmenn vildu ekki sjá af okkur óþekktum ástæðum en á að vera nógu góður ofan í okkur að dómi þeirra landa okkar sem allt vita um nauðsyn fjölmenningar?
Þurfum við ekki að taka upp vegabréfaskyldu sem fyrst til að fría þjóðfélagið við svona vandamálum? Af hverju á ríkisstjórnin að vera að fita DV með því að gefa svona færi á sér þegar aðkallandi mál bíða eins og að lækka skatta, lina gjaldeyrishöft og koma hælisleitendum úr landi ? Hætta að flytja inn betlilýð sem kássast upp á guðhræddar konur á Laugaveginum og heimtar money money með barnavagna í eftirdragi? Eru ekki næg vandmálin hérlendis þó að við séum ekki að leita þau uppi erlendis frá?
Það ber sannarlega vel í veiði hjá DV og Degi B. þessa dagana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2014 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2014 | 08:33
Aðgerða er þörf?
til að bæta stærðfræðikunnáttu segir skólameistarinn Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir í Fréttablaðinu í dag.
Þar kemur helst fram sá skilningur að það sé skorturinn á háskólamenntun reikningskennara í skólunum( og væntanlega launflokkum einnig) sem veldur hinni hroðalegu stöðu í þessum málaflokki sem birtist í hverri úttektinni af annarri.
Grípum niður í grein skólameistarans:(bloggari feitletrar)
"Fyrr í þessum mánuði var birt úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Samkvæmt niðurstöðum hennar er staða stærðfræðinnar í skólakerfinu vægast sagt dapurleg hvort sem litið er til kennslu, kennslugagna, námskrárviðmiða eða gæðaeftirlits.
Í níu framhaldsskólum sem skoðaðir voru, hafði meirihluti kennara minni menntun í stærðfræði en krafa er um í lögum og reglugerðum. Þannig störfuðu samtals 73 stærðfræðikennarar í skólunum níu. Aðeins 18 þeirra voru með háskólapróf í stærðfræði og þar af kenndu 11 í Menntaskólanum í Reykjavík. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að nemendur setjast á skólabekk í framhaldsskóla afar misvel undirbúnir úr grunnskóla.
Námsundirbúningur og námshæfni nemenda annars vegar og gæði kennslunnar hins vegar eru augljóslega þeir þættir sem mestu ráða um árangur. En getum við sætt okkur við það að lítill hluti nemenda í íslenskum framhaldsskólum fái kennslu kennara sem eru menntaðir í stærðfræði? Er réttlátt að það séu fyrst og fremst nemendur sem koma inn í framhaldsskólann með háar einkunnir úr grunnskóla sem fá að njóta kennslu fagmenntaðra kennara á framhaldsskólastigi? Á tímum þar sem hrópað er á meiri kunnáttu í tæknigreinum, sem allar byggja fyrst og fremst á stærðfræðimenntun, vanrækjum við grunninn. Við verðum að bæta úr þessu þegar í stað. Góð stærðfræðimenntun á að vera almenningseign og ekki standa einungis til boða þeim nemendum sem læra fljótt og auðveldlega. Allir eiga rétt á að læra mikla stærðfræði. Góð stærðfræðimenntun er ein tryggasta leiðin til góðra starfa og afkomu á þeirri tækniöld sem nú er gengin í garð.
Hvað er til ráða? Skýrsluhöfundar leggja til ýmislegt. Það er mikilvægt að skoða tillögur þeirra vandlega og hefjast handa við áætlanagerð. Hugmynd þeirra um fagráð sem vakir yfir stærðfræðikennslu í landinu er borðleggjandi. Rétt væri að stofna það strax. Einnig þarf að grípa á lofti tillögu þeirra um að veita núverandi stærðfræðikennurum viðbótarmenntun í stærðfræði til að styrkja kunnáttu þeirra í greininni. Setja þarf inn einhvers konar hvata, til að greiða fyrir því að kennarar grípi tækifærið og sæki sér frekari menntun.
Um væri að ræða bráðaaðgerðir. Ég óttast að við höfum ekki tíma til að bíða eftir því að nógu margir einstaklingar ljúki háskólaprófi í stærðfræði og öðlist réttindi til að kenna í framhaldsskólum. Þeir fáu sem útskrifast með háskólamenntun í stærðfræði sækja að öllu jöfnu í önnur störf, sem njóta meiri virðingar og eru betur launuð en kennarastarfið hefur verið til þessa.
Ef til vill er kostur að sækja til útlanda góða og vel menntaða stærðfræðikennara. Enn ein lausn til að bæta almenna stærðfræðimenntun og gæta jafnræðis gagnvart nemendum er að hefja umfangsmikla framleiðslu á kennsluefni á myndbandi sem sett yrði á netið. Fyrirmynd eru fyrirlestrar Khan Academy, sem margir íslenskir nemendur njóta nú þegar góðs af, ásamt stærðfræðinemendum um heim allan. Slíkt efni á íslensku greiðir fyrir sjálfsnámi, jafnar tækifæri nemenda og getur orðið kennurum í skólunum ómetanlegur stuðningur.
Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur þegar lýst því yfir að skýrsluna beri að taka alvarlega og að hrinda þurfi af stað aðgerðum til að bæta stærðfræðimenntun í landinu. Við skólafólkið þurfum síðan að fylgja málinu í höfn. Í meðfylgjandi töflu er gróf flokkun á athugasemdum skýrsluhöfunda ásamt tilraun til að tilgreina undir hverja úrbætur um einstök atriði heyra.
Við getum vel breytt þessu ef við tökum höndum saman! "
Er ef til vill sá vandi sem konan talar um að kennarar sem eru að kenna reikning í framhaldsskólum séu sjálfir fórnarlömb þeirra vitlausu kennslu sem leitt hefur til ófærni í reikningi í áratugi? Kunni sjálfir ekkert of vel að reikna? Samhliða fækkun karlkyns reikningskennara í framhaldsskólunum held ég líka þar sem ég minnst fárra góðra kvenkennara í reikningi um mína daga.
Ég efast um að hann Gunngeir Pétursson hafi haft nútíma háskólamenntun í að kenna reikning í Gaggó þegar ég var þar. En þessi maður kunni að kenna og æfa okkur. Lét okkur reikna og reikna og við allir krakkarnir elskuðum þennan einstaka mann. Hópuðumst í kring um kennaraborðið þar sem hann hjálpaði hverjum og einum og við fundum framfarirnar koma yfir okkur. Við vorum ekkert öðruvísi en krakkarnir í dag. En kennararnir okkar voru öðruvísi en kennararnir í dag þó þeir hafi kannski ekki haft prófskírteinin í glerrömmum. Við Gunngeir urðum vinir ævilangt og áttum mörg samkipti eftir þetta sem öll voru á sama veginn vegna ljúfmennsku hans.
Ef þessi ágæta kona vildi gera sér ljóst, að geti nemandi ekki margfaldað saman þriggja stafa tölu með blýanti á blaði(án reiknivélar eða síma) hiklaust í síðasta bekk í grunnskóla eða deilt á sama hátt, þá þýðir ekki að reyna að fara að kenna þessum nemanda algebru eða flatarmálsfræði í Gaggó. Hann verður vonlaus og stefnir í brottfall.
Þetta væri einfalt próf fyrir Illuga að framkvæma ef hann vill fá nákvæma stöðu "stærðfræðikennslu" í landinu. Og áreiðanlega skilvirkari en rándýrar útttektir. Þessi nauðsynlega færni nemenda hefur ekkert að gera með háskólamenntun stærðfræðikennara eða launaflokka að gera. Þetta er bara spurning um smá vinnu sem felst í því að nemandi kunni margföldunartöfluna. Utanað, án tölvu eða síma.
Reikningur krefst æfingar og skýrrar skriftar. Aftur og aftur. Þetta er bara spurning um nemendur læri þær aðgerðir sem reikningur byggist á og sé æfður í þeim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2014 | 22:51
Af hverju ekki vegabréf?
við komu til Íslands?
Schengen samkomulagið bannar slíkt segja sérfræðingar. Samt heimilar samkomulagið beinlínis vegabréfaskyldu við sérstakar aðstæður.
Íslendingar eru nú talsvert sleipir að túlka aðstæður sér í hag ef þeir kæra sig um. Til dæmis höfum við ekki uppfyllt ákvæði EES-samningsins í allmörg ár eða síðan í hruni. Danir tóku sér einhliða frí frá opnum landamærum. Hver er sá sem segir að við getum ekki tekið upp vegabréfaskyldu eins og Bretar?
Hverjir yrðu kostirnir við þá framkvæmd:
1. Hingað kæmu engir hælisleitendur inn í landið.
2. Miklu betra eftirlit væri með að glæpamenn kæmust ekki inní landið.
3. Stórsparnaður yrði vegna fólks sem ekki kemur hingað.
4. Fjölmenningarumræðan myndi minnka.
5. Íslendingar myndu læra að vera stoltir af þjóðerni sínu og fullveldi.
Boðorðið sem að okkur er rétt um að Ísland eigi að vera fjölmenningarsamfélag hafa Íslendingar aldrei samþykkt. Allar líkur benda til þess að þessi hugmynd eigi svo til engan stuðning meðal landsmanna. Af hverju er þetta ekki kannað svo óyggjandi sé?
Af hverju má ekki spyrja almenning í þessu landi hvort hann kæri sig um einhverja óskilgreinda fjölmenningu? Þýðir fjölmenning að til dæmis múslímsk menning og sharíalög verði jafnrétthá þeirri sem fyrir var? Og þá í hvaða hlutföllum?
Hversu mörgum negrum eða múlöttum , sem eru ólíkir okkur í útliti, erum við reiðubúin að taka við sem innflytjendum á hverju ári? Hversu mörgum Pólverjum, Litháum, Lettum sem eru líkir okkur í útliti? Hversu mörgum læknum, rafvirkjum, verkfræðingum?
Má ekki spyrja um menntun og fjárhag þeirra sem vilja gerast innflytjendur?
Farandverkamenn og erlendir námsmenn eru allt annað en innflytjendur og koma þessu máli ekki við. Þeir geta haft sín vegabréf.
Af hverju er bannað að tala um negra, múlatta, tíu litla negrastráka, múslíma, stríðsmenn, araba osfrv.? Hver ákveður íslenska málnotkun?
Af hverju ekki að stjórna því sjálf með vegabréfum hverjir koma til landsins í þeim tilgangi að setjast hér að?
29.7.2014 | 09:25
Auðlegðarskatturinn
er sá skattur sem þeir kumpánar Steingrímur J. og Indriði H. fundu upp og sá fyrrnefndi innleiddi, sem sannanlega hefur lent á þeim sem síst skyldi.
Hinsvegar hafa fáir gjaldendur þorað að láta í sér heyra og sú staðreynd speglast áreiðanlega í afstöðu núverandi ríkisstjórnar í því að láta skattinn renna sitt skeið án þess að hrófla við hans ranglæti.
Því duttu mér dauðar lýs úr höfði þegar ég las af tilviljun leiðara Fréttablaðsins um suðlegðarskatt.
Þar segir Fanney Birna Jónsdóttir svo:(bloggari feitletrar að vild)
"Þingmaðurinn Helgi Hjörvar kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld með gamalkunna tuggu um hinn svokallaða auðlegðarskatt sem var lagður á í hinsta sinn á þessu ári. Hélt hann því fram að ríkissjóður "yrði af" níu milljörðum króna vegna þessa. Hann þuldi svo upp skilyrðin fyrir þolendur skattheimtunnar til að sýna örugglega að aðeins hinir ríku hefðu þurft að greiða skattinn. Þessi skattur var upphaflega lagður á árið 2009. Hann var frá fyrsta degi merki lýðskrums af verstu sort. Rökstuðningurinn fyrir því var meðal annars sá að hópur fólks hefði í aðdraganda hrunsins notið þess að skattar á fjármagnstekjur hefðu verið lágir og reglur hagstæðar. Fullyrt var að þeir hefðu borgað lægri skatta á meðan almenningur hefði axlað þyngri byrðar. Því væri eðlilegt að þeir þyrftu að greiða auðlegðarskatt. Með öðrum orðum þá var það vonda efnaða fólkið eitt sem græddi á því að skattar hérlendis voru lágir fyrir hrun.
Þetta stenst enga skoðun. Lágskattastefnan fyrir hrun þýddi að hver einasti launamaður hafði meiri kaupmátt um hver mánaðamót en ella. Hagstæðar skattareglur á fyrirtæki höfðu það í för með sér að hjól atvinnulífsins snerust með tilheyrandi atvinnumöguleikum og svigrúmi til kjarabóta fyrir launamenn. Fjölmargir hafa bent á að fráhvarf frá þessari stefnu hafi hægt verulega á því að efnahagslífið rétti úr kútnum. Auðlegðarskatturinn var miðaður við þá sem höfðu komið betur en aðrir út úr hruninu. Vandamálið var að stór hluti þessa fólks var ekki nýríkir útrásarvíkingar heldur eldri borgarar. Fólk sem hafði sýnt ráðdeild og fyrirhyggju á meðan aðrir tóku lán sem þeir réðu ekkert við. Þessi hópur hafði ekki spilað á hagstætt skattaumhverfi eða verið með allt sitt í einkahlutafélögum heldur einfaldlega lagt fyrir, borgað af lánum og "auðlegð" þeirra var oft bundin í skuldlausri fasteign. Það er víða pottur brotinn varðandi lífeyrisréttindi þessarar kynslóðar og hjá mörgum hefur söluverðmæti skuldlausrar fasteignar komið í stað hefðbundins lífeyris og á að endast út æviskeiðið. Það átti því ekki að koma á óvart að 66 prósent greiðenda skattsins höfðu 5 milljónir eða minna í árslaun. Þannig þurftu eldri borgarar að selja eignir til að hafa efni á því að borga skattinn. Á síðasta ári greiddu hundruð þeirra meira en helming tekna sinna í skattinn og jafnframt fjórfaldaðist fjöldi þeirra sem greiddu auðlegðarskatt sem var hærri en tekjur þeirra.
Þessi eignaskattur er skýrt dæmi um ósanngjarna skattlagningu. Hann var keyrður í gegn þegar þjóðin var enn í losti. Rökstuðningurinn ól á tortryggninni sem var í þjóðfélaginu gagnvart þeim áttu að hafa borið ábyrgð á hruni ."
Svo sagði í leiðaranum.
Ef til vill er þarna verið að gera grein fyrir vondum áhrifum skattsins á eigendur Fréttablaðsins eftir pöntun. Hvað sem því liður er útkoman þarna dómur um það hvernig hin dauða hönd vinstri manna leggur sína ísköldu krumlu á allt þjóðlífið og kyrkir möguleika fólksins til að vinna sig út úr vandanum eins og varð með tilkomu Steingrímsstjórnarinnar 2009.
Þarna sjá kjósendur svart á hvítu hvers er að vænta ef menn greiða félagshyggjuöflunum atkvæði sitt í stundartilfinningu þess að með því geti þeir refsað öðrum flokkum! Með því er kjósandinn hinsvegar aðeins að hýða sjálfan sig og situr uppi með skarðari hlut en ella.
Í Morgunblaðinu segir hinsvegar svo um skattana:
"Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur liðlega 260 milljörðum og hækkar um 7% á milli ára. Álagður fjármagnstekjuskattur hækkaði um tæp 24% á milli ára. Mest munar um meira en tvöföldun tekna af söluhagnaði. Þær hækkuðu úr 8,6 milljörðum 2012 í 19,2 milljarða á síðasta ári.Auðlegðarskattur er lagður á 6.534 gjaldendur, alls um 6,2 milljarðar króna sem er liðlega 10% hækkun frá síðasta ári. Viðbótarauðlegðarskattur á hlutabréfaeign er lagður á 5.735 gjaldendur, samtals 4,7 milljarðar kr. sem er um 35% hækkun frá árinu á undan. Samanlagt nemur auðlegðarskatturinn um 11,9 milljörðum króna og hækkar um 20% á milli ára.
Fjármálaráðuneytið bendir á að auðlegðarskatturinn hafi verið lagður á sem tímabundin aðgerð. Núverandi ríkisstjórn ákvað að framlengja hann ekki. Skatthlutfallið er 1,5% af eignum yfir 75 milljónum hjá einhleypum og 100 milljónum hjá hjónum og 2% umfram 150 milljónir hjá einhleypum og 200 milljónir hjá hjónum.
Framtaldar eignir heimilanna námu tæpum 4 milljörðum í lok síðasta árs og jukust um 3,3% á árinu. Framtaldar skuldir heimilanna námu 1.788 milljörðum og standa nánast í stað. Þar af eru skuldir vegna íbúðarkaupa 1.174 milljónir sem er 1,3% aukning frá því ári fyrr. Ráðuneytið vekur athygli á að eigið fé heimila í fasteign sé nú í heild um 58% af verðmæti eignanna en var 49% í lok 2010 þegar það var lægst..."
Þetta ár er bráðum liðið í aldanna skaut og auðlegðarskatturinn verður ekki lagður á á næsta ári ef þessi ríkisstjórn lifir.
28.7.2014 | 10:47
Blaðaútgáfa vegna hugsjóna
28.7.2014 | 10:30
Ein ástæða
sem kemur mér á óvart varðandi þá hroðalegu venju sumra múslima að "umskera" stúlkubörn, dett ég um á bloggi Guðrúnar H. Eyþórsdóttur sem ég hef þekkt frá barnsaldri. En ég "misnotaði" hana ásamt henni dóttur minni með því að láta þær stöllur hlaupa með VOGA upp hálar tröppur og troða þessu íhaldsmálgagni í póstkassana í Kópavogi meðan ég sat í makindum í upphituðum bílnum og kláraði þannig minn útburðarkvóta sem þá var úthlutað til flokksmanna. Einhver áhrif hefur þetta uppeldi mitt samt haft því þær eru núna báðar starfandi í Sjálfstæðisflokknum.
Guðrún bloggar allt í einu eftir langt hlé Guðrún segir m.a.:..
...."Einn samnemanda minna er frá Súdan. Hún er stjórnandi á spítala og í kjölfar þessa atviks fann hún greinilega fyrir nægilega miklu trausti til að ræða umskurð stúlkna. Maður fann greinilega fyrir því að andrúmsloftið þyngdist enda flestir með mjög sterkar skoðanir á þessum aðgerðum. Hún benti á, að þrátt fyrir að vera ekki fylgjandi þessum aðgerðum enda tilheyrir hún sjálf ekki þeim ættbálkum sem fara fram á þessa aðgerðir, hefðu foreldrar margra stúlknanna bent á að ef þær væru ekki umskornar þá vildi enginn maður úr þeirra röðum giftast þeim. Það þýddi aðeins hungursneyð og dauða fyrir stúlkurnar því vegna spennu milli ættbálka og minnihlutahópa í Súdan (ég hef ekki næga þekkingu til að útskýra hér) giftust þær ekki þvert á þá.
Lausnin felst því ekki, samkvæmt henni, að fordæma aðgerðirnar heldur að finna lausn til að stilla til friðar í Súdan og auka möguleika karla og kvenna til læsis og uppýsingar. "
Þetta er óhugnanleg frásögn en hún er samt nauðsynleg til að við megum skilja að það geta legið margar ástæður fyrir hlutum sem við umsvifalaust flokkum sem villimennsku. Villmennska byggist auðvitað oftast á heimsku, venjum og ekki síst trúarbrögðum sem erfitt er að fást við með því að segja af því bara. Eiga þá ekki ærumorðin og dráp á stúlkum sem hefur verið nauðgað sér dýpri rætur meðal þessa fólks en við sjáum við fyrstu sýn?
Þessvegna er uppeldi stundum ein ástæða þess að ekki er hægt að gera allt fólk að óflokkuðum innflytjendum til siðaðra samfélaga okkar á Vesturlöndum. Það ber ekki þessar venjur sínar og ættflokka sinna utan á sér. Fólk sem alið er upp í slíkum háttum er ekki líklegt til að aðlagast íslensku samfélagi hvað sem hver segir annað.
Er ekki ástæða til að fara með gát í innflytjendamálum?
27.7.2014 | 20:24
Þeygróttar þruma í Þykkvabæ
nú rétt undir kvöldið. Að vísu eru þrumurnar meira í ætt við blæinn í laufi heldur en þórdunur máttarins. Þeygróttarnir hvísla hljóðlega sem maður heyrir ekki fyrr en maður kemur alveg að þeim. Rauðir blikvitar vísa veginn til þeirra úr fjarskanum. Tígulegar eru þær tilsýndar drifhvitar í með fannir fjallanna í baksýn.
Þarna eru á ferðinni 600 kw VESTAS vindmyllur sem nú senda mest 1.2 Mw orku sína inn á íslenska raforkunetið. Þessi vindorka er nú þáttur í allri raforku Íslands.
Það er fyrirtækið BIOKRAFT ehf. sem þeir standa að Steingrímur Erlingsson útgerðarmaður og Snorri Sturluson forstjóri Seco raftæknifyrirtækisins, sem hefur hrundið þessu í framkvæmd.
Undirritaður hefur átt því láni að fagna að fá að fylgjast með athöfnum þeirra félaga á langri leið og getur því samglaðst þeim sannarlega í kvöld.
Leið þeirra félaga að markinu hefur sannarlega verið þyrnum stráð. Þeir ætluðu upphaflega fyrir tveimur árum að reisa þeygróttana á eignarlandi Steingríms í Vorsabæ. En mótspyrna, aðallega sumarhúseiganda af höfuðborgarsvæðinu, auk órökstudds sundurþykkis sveitarstjórnar í framhaldi af því, olli því að félagið hrökklaðist í burtu og varð að afskrifa mikla undirbúningsvinnu og framkvæmdir. Sá mikli kostnaður liggur óbættur hjá garði. Það er einstakt í Íslandssögunni að jarðeiganda sé bannað að nýta land sitt bótalaust og býsn mikil sé grannt skoðað.
Þess má geta að það var fólk af þessu sama svæði sem reið suður til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla komu símans sællar minningar. Þetta sama fólk lagði þó líka Flóaaáveituna svo því sé líka til haga haldið og þarna eru nú líka ræktaðar býflugur og kerti steypt.
Félaginu Biokraft og áformum þess var hinsvegar tekið opnum örmum af sveitarstjórninni í Rangárþingi Ytra undir forystu sveitarstjórans þar Drífu Hjartar.
Íbúar tóku kynningu málefnisins vel á fjölmennum fundi og að öllum forsendum uppfylltum hófust framkvæmdir í aprílbyrjun s.l. og ná nú hámarki í kvöld með því að gróttarnir hefja fullan rekstur.
Hefur félagið hvarvetna mætt mikilli velvild íbúa og yfirvalda í R.Y. og vill undirritaður þakka öllu því góða fólki sem hann hefur kynnst í sambandi við þetta verk sem hefur verið all ævintýralegt á stundum. Og má sérstaklega geta Birgis Haralds byggingafulltrúa RY sem hefur verið mjög áhugasamur og tillögugóður við allt verkið.
Undirritaður sendir þeim félögum hamingjuóskir með þennan áfanga og óskar þeim velfarnaðar. Þeir eru nú þess albúnir að reisa fleiri myllur af öllu stærðum og gerðum bæði fljótt og vel. Þeir hafa nú sannað að þeir setja fé sitt þar sem fullyrðingar þeirra eru. Þeir hafa sannað að þeir bæði geta og vilja. Ekkert bull, ekkert mas. Aðeins framkvæmdir og fyrirhyggja.
Nú geta menn velt því fyrir sér hvort Landsvirkjun sé sá eini rétti aðili sem eigi að reisa vindmyllur eftirlitslaust og án útboða á Íslandi eins og myllurnar tvær sem fyrirtækið reisti við Búrfell í ríkisframkvæmd. Hvað þá vindorkugarð á þeim slóðum eins og fyrirtækið hefur haft við orð. Það eru komnir einkaaðilar í vindverktöku sem geta komið að borðinu. Beislun vindorku er samskonar virkjun íslenskra orkuauðlinda eins og beislun fallvatnanna og jarðvarmans er sem Landsvirkjun býður út á almennum markaði.
Biokraft eru sendar hamingjuóskir í tilefni dagsins þegar þeygróttarnir þruma í Þykkvabæ.
26.7.2014 | 09:36
Friðkaupastefnan
eða Apeacement, sen tók á sig mynd eftir för Chamberlains á fund Hitlers og er núna á uppleið um Vesturlönd. Skaðaðu ekki skálkinn svo hann skemmi þig ekki var máltæki sem Íslendingar þekktu hér áður.
https://www.youtube.com/watch?v=uoeuh-EGj7s
Mér finnst að þessi maður hafi verið leiðtogi með skýra sýn umfram marga sem hafa á eftir honum komið. Hann segir á þessu myndbandi að þau landamæri séu til sem frjálsir menn megi aldrei láta ofbeldismenn stíga yfir í skiptum fyrir stundarþægindi. Friðkaupastefnan verði að enda þar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko