Bloggfærslur mánaðarins, september 2014
29.9.2014 | 15:27
Gróðurhúsamenn byrja með blekkingar
í Morgunblaðinu í dag. Þar segir svo:
"Áætlað er að 50-60 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi losni út í andrúmsloftið frá eldgosinu í Holuhrauni á hverjum degi. Frá því að gosið hófst í lok ágúst má því ætla að losunin nemi 1,6 til 1,7 milljónum tonna. Það er rúmlega þriðjungur af heildarlosun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum árið 2012. "
Samtals innflutningur jarðefnaeldsneytis til Íslands er áætlaður 724.000 tonn Ef þetta breyttist allt í koltvísýring sem það gerir nú ekki, og varla getur þetta þyngst við að brenna, þá segir fréttin í Mogga að heildalosun Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum sé 5 milljónir tonna á ári og aðeins sjöundi partur væri þá að koma frá öllum 300 þúsund bílunum okkar og skipunum. Er þá stóriðjan restin? Eða eru hverirnir og kulnuð fjöll á okkar ábyrgð eins og kýrrassarnir?
Nú er áður búið að áætla að allt að 60.000 tonn af brennisteinslofti geti komið úr Holuhrauni á sólarhring. Hvað kemur þá af gufu og koltvísýringi? Upp er komið hraun sem nemur 0.5 kúbikkílómetrum, líklega þá hátt í billjón tonna af föstu efni á 30 dögum eða þúsundmilljón tonn . Á dag gerir þetta 33milljónir tonna. Tvö prómill af þeirri þyngd fara þá upp í loftið sem brennisteinn eða 60.000 tonn. Hvað fer þá mikið af CO2 sem þeir Goremenn óttast svo mjög?
Útblástur CO2 frá jarðhitavirkjunum er að meðaltali þrítugfalt magn af CO2 á hverja einingu af brennisteini eftir því sem tölur frá Orkustofnun segja mér frá 2001, þó dreifing sé vissulega mikil milli staða. Þá gætu verið að fara út um Holuhrauni um tvær milljónir tonna gróðurhúsalofttegunda á sólarhring eða ársútblásturinn á svona þremur dögum. Fær þetta mig ekki til að efast um útreikninga Morgunblaðsins?
Gróðurhúsaáróðurinn í fyrstu málsgrein Morgunblaðsgreinarinnar heldur því fram að eldgosið hafi engin teljandi áhrif í samanburði við heildarlosun Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum sem nemi 5 milljónum tonna.
Enn segir í Morgublaðinu:
"Koltvísýringslosun eldfjalla heimsins, ekki aðeins í eldgosum, er áætluð á bilinu 65-320 milljón tonn á ári, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Losun af mannavöldum er hins vegar af stærðargráðunni 35 milljarðar tonna á hverju ári og fer vaxandi."
Holuhraunið er þá langt komið með alheimskvóta eldfjalla Veðurstofunnar á einum mánuði. Eftir þessari frétt eru 350 þúsund Íslendingar svo persónulega ábyrgir fyrir 1.5 prómillum af útblæstri mannkynsins en eru varla hálft prómill mannkyns. Erum við svona stórveldi? Eigum við að trúa öllu sem stendur í Morgunblaðinu hvað þessar tölur varðar?
Mér finnast allar þessar tölur ekki renna styrkum stoðum undir loftslagsvísindin enn sem komið er. Auðvtað er erfitt að telja hundrað flær á hörðu skinni eða gasuppstreymi úr eldfjalli. En er ástæða til að rayna að blekkja okkur með því að eldgos hafi engin áhrif á boðskap Al Gore og hans nóta um uppsöfnun svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2014 | 09:02
"Mjólk er góð"
eru vísdómsorð höfð eftir St.Guðna.
Út af þeim leggur frændi minn Gumundur Andri Thorsson í Fréttó í dag svofellt.
"Svokallaður Kristsdagur vakti athygli nú nýlega fyrir mörg og ýtarleg bænarefni sem Guð var beðinn um uppfylla næst þegar hann leiðir hugann að Íslandi.
Þannig var Tollstjóraembættið nefnt alveg sérstaklega í þessu sambandi svo að öllum hlýtur að hlýna um hjartarætur sem þekkja hina snjöllu dæmisögu Krists um faríseann og tollheimtumanninn þegar sá fyrrnefndi vildi þakka Guði fyrir að vera ekki eins og sá síðarnefndi.
Stjórnmálamenn voru nefndir og Guð beðinn um að færa þeim visku, sem má svo sem segja að full ástæða sé til, þó að fáir menn í veröldinni þurfi á hinn bóginn minna á Guði almáttugum að halda en einmitt íslenskir stjórnmálamenn - þeir njóta sérstakrar náðar íslenskra kjósenda algerlega óháð frammistöðu sinni. Sérstaka athygli vakti að Guð skyldi vera beðinn um að vaka yfir kvótakerfinu í sjávarútvegi; þó vandséð sé hvernig hann geti gert meira fyrir útgerðarmennina en þegar er búið að gera: kannski að gefa þeim vatnið líka og allt þetta nýja hraun? Fleiri ráðamenn voru nefndir, svo sem vera ber, þó að furðu gegni að hafi gleymst sjálfur Kaupfélagsstjórinn yfir Íslandi - þessi sem situr á Sauðárkróki og kemur þaðan að deila út Kaupfélagskortum og kvótaleyfum.
Guð er beðinn um að breyta viðhorfum til fóstureyðinga - sem maður skyldi ætla að hann væri búinn að gera hefði hann á því áhuga og væri það á hans færi og hann hefði ekki álpast til að gefa mönnunum frjálsan vilja. Ekki var hins vegar beðið fyrir fórnarlömbum kynferðisofbeldis á þessari ráðstefnu eða þeim beðið blessunar sem verða fyrir barðinu á fordómum vegna hörundslitar, menningar eða kynhneigðar eða Guð beðinn um að breyta viðhorfum þeirra sem hata meðborgara sína út af slíkum hlutum. En það er náttúrlega ekki hægt að muna eftir öllum. Sumum þó: aðstandendur biðja fyrir "landbúnaðinum og iðnaði tengdum landbúnaði" og kannski ekki vanþörf á, en sakna má þess að ekki skyldi beðið fyrir sjálfri Mjólkursamsölunni sem svo sannarlega þarf á fyrirbænum allra sinna velunnara að halda nú þegar maður horfir á alls konar fólk skimandi um afkima í mjólkurkælum stórverslana í leit að mjólk keppinautanna, eins og allt þetta fólk sé komið í leikinn gamla "Fela hlut" - en enginn heitur, allir kaldir, öllum kalt.
Það gleymdist með öðrum orðum að biðja fyrir MS. Úr þessari þörf hljótum við að reyna að bæta.
Fyrirgefðu okkur, Guð, syndir okkar gagnvart Mjólkursamsölunni og þakka þér fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir okkur. Leiddu hana áfram í sínu góða starfi. Og hjálpaðu okkur að verðskulda gjafir hennar.Rétt eins og þú ert einn og við skulum ekki aðra guði hafa þá er Mjólkursamsalan ein og við skulum ekki aðrar mjólkursölur hafa.Megi Mjólkursamsalan halda áfram að finna nýjar aðferðir við að hrúga upp í börnin okkar sem allra mestum sykri sem allra fyrst á ævinni, í nafni kalkneyslu, tannverndar og íslenskrar tungu.
Guð, láttu Mjólkursamsöluna finna vaxtarsprota samkeppnisaðila um leið og þeir stinga upp kolli, svo að henni megi auðnast að kæfa þá í fæðingu í nafni kalkneyslu, tannverndar og íslenskrar tungu. Og megi Mjólkursamsalan losa sig við alla sína keppinauta, svo sem vér og fyrirgerum vorum keppinautum.
Megi Mjólkursamsalan áfram eiga alla mjólk sem til er á Íslandi. Megi hún áfram hafa að minnsta kosti 95 prósent markaðshlutdeild og helst meira. Og megi henni takast að nota markaðsráðandi stöðu sína áfram til að auka þá hlutdeild. Guð, hjálpaðu Mjólkursamsölunni að koma áfram í veg fyrir frjálsa verslun með matvöru á Íslandi. Megi Mjólkursamsalan halda áfram að selja okkur þann ost sem hún réttir að okkur úr sannri
íslenskri mjólk, undir frægum alþjóðanöfnum og koma í veg fyrir hvers kyns innflutning á hinum raunverulegu ostum, sem búnir eru til úr óhreinni erlendri mjólk í nafni útlenskrar tungu. Megi Mjólkursamsalan áfram geta gengið að atkvæðum meirihluta íslenskra kjósenda vísum til stuðnings óbreyttu kerfi. Megi íslenskir neytendur áfram vera Mjólkursamsölunni óþrótandi auðlind.
Í nafni tannverndar, kalkneyslu og íslenskrar tungu,
Mjólk er góð. "
Þó að það kosti það að ég verði að viðurkenna að hafa flett Fréttablaðinu í dag finnst mér rétt að taka þetta upp þar sem flestir nenna ekki að lesa blaðið heldur lesa bara auglýsingarnar. Það veitir nefnilega ekki af því að við blessum Mjólkusamsullina eftir að upplýst er að forstjórinn Einar Sigurðsson ber öngva ábyrgð á meintu verðsamsæri gegn fólkinu í landinu eftir því sem Höllustaðastrákurinn sagði. Það var ótætis fyrirtækið sem gerði þetta eins og þjóðþrifafyrirtækið VISA þegar Höskuldur bankastjóri Arajón stjórnaði því og fleira má nefna. Það eru þessi ólukkans fyrirtæki sem eru sífellt að ráðast á neytendur ef þeim eru ekki senda réttar hugsanir og fyrirbænir.
Í Bandaríkjunum var öllu snúið á haus. Forstjórar Westinghouse, Emron, Maddoff-Securities og General Electric voru settir lóðbeint í tugthús þegar bölvuð fyrirtækin fóru að svindla á fólki. Svei bara.
Já, Guð blessi kvótakerfið, LÍÚ, ÁTVR og atkvæðamisvægið í stjórn landsins.
Amen. Mjólk er Guð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2014 | 21:55
"Fasisminn klæðir sig í felulitum"
er vísindaleg ályktun dr. Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um uppgang þess fyrirbrigðis sem hann kallar þjóðernispópúlisma í Evrópu sem inniheldur Framsóknarflokkinn íslenska.
Ég skal alveg viðurkenna að ég hef lengi verið illa haldinn af fordómum í garð Eríks Bergmanns. Fyrr á árum, löngu áður en hann fór að skreyta sig með doktorstitli til að skerpa á málflutningi sínum fyrir ESB, var hann titlaður stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur. Skrifaði mikið af áróðursgreinum fyrir inngöngu í ESB. Ég hef ekki lagt mig eftir því hvernig hann komst yfir doktorstitil, sem ég yfirleitt ber nú virðingu fyrir. En mér er nær að halda að mér yrði ekki upplyfting að lesa þær ritgerðir. En málflutningur hans eftir upptöku titilsins hefur í engu breytt tilfinningum mínum þegar ég sé greinar eftir hann eða viðtöl í vinstri pressunni, sem ekki breytast neitt að því mér sýnist að vinnubrögðum né innihaldi.
Miðinn utan á pótskassanum mínum sem sagði lengi vel að ég frábiðji mér ruslpóst er líklega orðinn það máður að Fréttablaðið er farið að koma í hann reglulega. Ég þarf að endurnýja þennan miða hið fyrsta hjá Póstinum. Ég er farinn að standa mig að því að fletta Fréttablaðinu og jafnvel lesa eina og eina grein,sem yfirleitt kemur mér aðeins í vont skap og hér áður oft verra um helgar.Slíkur er málflutningur þeirra vinstri manna sem í þetta blað skrifa.En auglýsingadálkarnir létta mér lundina aftur og margt leynist stundum forvitnilegt þar.
Nú hnýt ég um viðtal við þennan doktor og prófessor í stjórnmálafræði, Eirík Bergmann. Að vísu er hann orðinn prófessor uppi í sveit á Bifröst þannig ég ætti ekki að vera að æsa mig. Afi minn var prófessor við Háskóla Íslands þannig að ég er sjálfsagt nokkuð snobbaður. En ég get varla orða bundist í þessu tilviki þegar doktor Eiríkur eys af brunnum visku sinnar í Fréttablaði helgarinnar í felulitum fræðimennsku.
Ég hélt að stjórnmálafræði væru fræði tl greiningar á stjórnmálum og gangi þeirra. Ekki prédikunarstóll öfgamanns eða saltari til að lesa kenningar upp úr fyrir aðskiljanlegar náttúrur og smekk prestsins heldur til þess að draga ályktanir og spá fram í tímann. Handtök dr. Eiríks á fræðunum eru svona líkt því að Darwin hefði flokkað kaflana í Uppruna tegundanna eftir því hvaða dýr honum fyndust fallegust sjálfum. Eða Einstein hefði viljað fá þær pólitískar niðurstöður úr afstæðiskenningunni að þeir kapítalistar sem ekki væru Gyðingar væru verri en aðrir. En í þennan farveg renna flestar dýpstu ályktanir dr. Bergmanns. Hann virðist ekki geta dregið aðrar ályktanir af gangi mála en þær sem honum hugnast sjálfum. Hann er ekki að greina viðburði eða þróun heldur vill hann vara lesendur við þróun þeirri sem hann sér standa yfir og ráðleggur mönnum að varast þessar afleiðingar samtímans sem honum eru ekki að skapi sem fræðimanni.
Grípum niður í hugrenningar dr. Eiríks sem að mínu mati eru ekki greining heldur áróður fyrir hans pólitíska hugarheim:
""En það sem gerist eftir fjármálakrísuna er að þessar hreyfingar skipta um taktík og fara meira inn í meginstraumsstjórnmál. Þær flytja sig af jaðrinum og inn í það þóknanlega. Skýrasta dæmið um þessar breytingar er í Bretlandi. Þar hafði Breski þjóðernisflokkurinn mestan stuðning slíkra flokka, en meðlimir hans viðurkenndu að þeir væru rasistar. Þá kemur fram UKIP [Sjálfstæðisflokkur Bretlands] sem tekur þessa stöðu en þeir nota ekki fasíska retórík. Þetta er breytingin og þetta eru Svíþjóðardemókratar að gera. Þeir eru byggðir á flokki sem var beintengdur nýnasistum en skipta einfaldlega um nafn. Samt er sama fólkið þarna og alltaf eru að nást á myndbönd ummæli sem voru þau sömu og þau voru fyrir. Þau bara nota þau ekki í opinberri umræðu."
Eiríkur telur eðlilegt að hafa áhyggjur af þessum uppgangi hægri öfgaflokka í Evrópu, því oft kemur þjóðernispopúlismi þeirra aftan að fólki. "Fasisminn felur sig alltaf. Hann klæðir sig í þann felubúning sem þykir ásættanlegur á hverjum tíma. Hann birtist ekki í sama formi og slíkar hreyfingar voru í annarri tíð, heldur í þeirri tíð sem gildir. Að því leytinu til fer hann mjög leynt."
Þvílík röksemdafærsla vísindamanns sem ætlar að greina meginstrauma í samtíma sínum. Fullyrðingar og uppnefni sem maður hélt að aðeins götustrákar myndu nota. Fasistar og rasistar í felulitum. Það eru orð sem dr. Eiríkur notar til að skilgreina þær milljónir að kjósendum sem nú rísa upp á Vesturlöndum þar sem þær telja sig greinilega vera búnar að fá of mikið af leiðsögn þeirrar krataelítu sem dr. Eiríki finnst hann tilheyra.
Og eins og þetta sé ekki nóg þá bætir hann í:
"Hins vegar höfum við séð að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa núna í seinni tíð tekið upp sum af þeim stefnumálum og aðferðum sem er beitt í þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu."
Hann nefnir Framsóknarflokkinn sem dæmi og moskumálið sem tröllreið samfélaginu skömmu fyrir síðustu þingkosningar þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóð til Félags múslima. Einnig nefnir hann fleiri dæmi úr Framsóknarflokknum eins og áherslu hans á þjóðmenninguna, að hið íslenska sé einhvers konar andsvar við hinu útlenska og að meiri afmörkun ætti að vera á milli "okkar" sem tilheyrum þjóðinni og "hinna" sem eru fyrir utan hana. "Ég hef notað tíu einkenni þjóðernispopúlistaflokka og íslenski Framsóknarflokkurinn tikkar í allmörg box af þeim," segir Eiríkur. "Framsóknarflokkurinn var ekki stofnaður sem þjóðernispopúlistaflokkur en hann hefur mjög djúpar rætur til íslenskrar þjóðmenningar. Að því leytinu til er hann á einhvern hátt þjóðernishreyfing."
Að sögn Eiríks er Framfaraflokkurinn í Noregi líklega mýksta útgáfan af þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu en Svíþjóðardemókratar myndu flokkast með hörðum slíkum hreyfingum. "Það er klárt að ef við myndum flokka Framsóknarflokkinn með þjóðernispopúlistum þá væri hann svona í mýkri endanum."
Ef þetta eru vísindi og rökhyggja þá held ég að ég geti alveg eins verið blá kaffikanna með loki. Samhengi eða afleidda rökfræði er mér ómögulegt að finna í þessum orðum doktorsins og prófessorsins frá Bifröst.
Því finnst mér það tilvitnaða hér að framan sem frá doktor Eiríki Bergmann kemur með milligöngu Fréttablaðsins, vera einfaldur kratískur áróður í felulitum fræðimennsku fremur en að teljast til stjórnmálafræða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
26.9.2014 | 13:29
Gjaldflokkun bifreiða
er með þeim hætti að stórir bílar borga mun hærri aðflutningsgjöld. Þetta kemur sérstaklega niður á bandarískum bifreiðum sem eru oft myndarlegri en hrísgrjónabílarnir eða evrukerrurnar.
Bíll fyrir barnmargar fjölskyldur, eins og til dæmis Chrysler Town & Country, lendir í hæsta gjaldflokki. Þar að auki þarf að borga TÜV í Þýskalandi 500$ aukreitis fyrir vottorð þess efnis að þetta sé hættulaus bíll fyrir Evrópusambandið.
Á að halda þessari vitleysu áfram? Holuhraunsgosið sendir út meiri brennistein á einum degi heldur en allur bílafloti heimsins gerir á árum. Svo til hvers er íslenska ríkið að gera barnafjölskyldum sínum lífið erfiðara með áframhaldi þessarar vitleysu? Halda áfram að sýna Bandaríkjunum fjandskap með viðskiptahindrunum í formi íþyngjandi regluverks EES?
Hvernig væri að ríkisstjórnin héldi nú fund og gerði eitthvað í málinu strax? Eða geta engar ríkisstjórnir eitthvað gert strax? Þær vitleysur sem Evrópudaðrið hefur fært þjóðinni skulu blífa um eilífð. Það má ekki einu sinni ræða það að breyta einu né neinu, hvorki í EES, Schengen eða innflytjendamálum. Þá rjúka þeir upp Jón Baldvin og Össur. Þeir aleinir vita eins og dönsku kóngarnir gerðu.
VG leggur fram tillögu um um endurupptöku auðlegðarskattsins til að byggja spítala. Símapeningarnir hans Davíðs ætla bersýnilega ekki að duga til þess. Endurupptaka auðlindagjaldsins á sjávarútveginn er ekki langt undan. Vinstri menn kunna aðeins eina aðferð í stjórnmálum: Að skattleggja og eyða. Hagsýni er þeim lokuð bók. Allar áætlanir vinstrimanna verður að margfalda með pí til að fá fram raunkostnað.
Gjaldflokkun bifreiða sem byggist á magni brennisteins í útblæstri er nátttröll í eldbjarmanum frá Holuhrauni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.9.2014 | 10:12
Losunarkvóti
gróðurhúsalofts gengur kaupum og sölum. Loftslagsbreytingabullið ríður húsum. Al Gore hefur skapað sjálfum sér auðævi og lifibrauð meðan Sólin sjálf sleppur að mestu.
Við Íslendingar eigum að fara efir einhverjum útreikningum frá Brussel um brennisteins- og koltvísýringslosun vegna stóriðjunnar okkar. Það er hægt að fá borgað fyrir að planta skógi í skiptum fyrir kolefniskvóta. Og Dagur B. Eggertsson með fína hjálminn lætur mynda sig við að hjóla til til að minnka útblástur brennisteins í borginni hans. En allir bílar Íslendinga, fiskifloti og Hellisheiðarvirkjun eru að blása út kannski einhverjum 2-4 tonnum af brennisteini út árlega.
Ekki er að efa að það er meinhollt fyrir Dag B. að hjóla. En það er þetta fjárans eldgos í Holuhrauni. Það er búið blása út 20-60 þúsund tonnum af brennisteini, 15 sinnum árlegt magn Íslands! OG NÓTA BENE : BARA FRÁ ÞVÍ UM SAMA LEYTI Í GÆR ! Heildin af brennisteini í Holuhrauni er orðin kannski 10 milljónir tonna eða verður það bráðum. Ekkert lát er á gosinu.
Hvað hafa þessar Evróputilskipanir og Kyotobókanir verið að færa okkur ? Hvernig getur Dagur B. hjólað í kapp við þetta?
Hversu mikið magn af losunarkvóta þurfum við Íslendingar að kaupa af Brussel fyrir Holuhraunsgosið?
24.9.2014 | 12:33
Er virkilega?
verið að gæla við það að veita manni landvistarleyfi sem hefur verið til sífelldra vandræða í mörg ár? Eftir allt sem á undan er gengið kærir hann lögregluna sem þurfti að binda hann til að koma honum í fangaklefa?
Verður svona maður virkilega til hagsbóta fyrir land og þjóð? Þarf þetta virkilega að vera svona flókið?
24.9.2014 | 08:57
Óli Björn enn á ferð
í Morgunblaðinu í dag:
"Það er merki um góða fjármálastjórn að Bjarni Benediktsson skuli annað árið í röð leggja fram frumvarp til fjárlaga þar sem gert er ráð fyrir afgangi af rekstri ríkisins. Þannig er fyrri lotan að vinnast en sú síðari er eftir; að greiða uppsafnaðar skuldir og hagræða í rekstri.
Ríkissjóður er hættur að safna beinum skuldum. Verkefnið á komandi árum er að greiða niður skuldir og skapa þannig raunveruleg tækifæri til að fjárfesta í innviðum samfélagsins allt frá heilbrigðisþjónustu, til samgangna og menntastofnana. Um leið er lagður traustur grunnur að lækkun skatta til frambúðar og samhliða því að auka möguleikana til að standa sómasamlega við bakið á þeim sem þurfa á aðstoð að halda.
Lækkun skulda og þar með vaxtagreiðslna er gríðarlegt hagsmunamál allra kynslóða. Fyrir ungt fólk er þetta spurning um lífskjör á komandi áratugum. Þung skuldabyrði verður ekki borin með öðrum hætti en með hærri sköttum og verri þjónustu hins opinbera á öllum sviðum. Skuldsetning ríkisins og hins opinbera í heild ógnar ævikvöldi þeirra sem nú eru á miðjum aldri. Sligandi vaxtagreiðslur koma í veg fyrir fjárfestingu í innviðum og þjónustu heilbrigðiskerfisins ekki síst þegar kemur að öldrunarþjónustu. Lífeyris- og almannatryggingakerfinu er ógnað.
57% af skatttekjum
Í langtímaáætlun er ekki gert ráð fyrir að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki að nafnverði. Á næstu fjórum árum mun ríkissjóður því greiða í heild nær 340 milljarða króna. Þetta jafngildir liðlega 57% af öllum skatttekjum á komandi ári samkvæmt fjárlagfrumvarpinu.
Gangi áætlun fjármálaráðuneytisins eftir er ljóst að vaxtagreiðslur íslenskra skattborgara á tíu árum, frá 2009 til 2018, nema samtals liðlega 785 milljörðum á verðlagi hvers árs. Þetta þýðir að landsmenn »missa út« eitt ár og tveimur mánuðum betur - þ.e. allar tekjur ríkisins í 14 mánuði hverfa í greiðslu vaxta.
Nettóskuldir ríkissjóðs námu um 828 milljörðum króna í lok síðasta árs að teknu tilliti til krafna ríkissjóðs og handbærs fjár. Í heild námu skuldirnar hins vegar 1.459 milljörðum og við þær bætast ábyrgðir sem hvíla á ríkissjóði en þar vega þyngst skuldir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Þessu til viðbótar eru 408 milljarða króna lífeyrisskuldbindingar sem jafngilda um 69% af heildartekjum ríkissjóðs á liðnu ári.
Um 38 milljónir á fjölskyldu
Í heild nema skuldir, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkisins um 3.092 milljörðum eða nær 38 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu, sem er ígildi 4-5 herbergja íbúðar á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta eru vondu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru þær að sameiginlega eigum við töluverðar eignir og við eigum mikla möguleika að reka ríkið með hagkvæmari hætti en nú er gert.
Eigið fé fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu ríkisins nam í lok síðasta árs um 489 milljörðum króna samkvæmt ríkisreikningi. Í heild er verðmæti þessara fyrirtækja töluvert meira en bókfært eigið fé, þótt sum standi ekki undir því sem fært er til bókar. Þessu til viðbótar koma ýmsir beinir og óbeinir eignarhlutir í gegnum sjóði og stofnanir ríkisins. Þá eru ótaldar aðrar eignir.
Á meðfylgjandi yfirliti yfir fyrirtæki í eigu ríkisins sést að verðmætasta eignin, sé miðað við bókfært eigið fé, er Landsbankinn. Þar á eftir kemur Landsvirkjun en verðmæti hennar er a.m.k. helmingi hærra en bókfært eigið fé.
Hér er ekki lagt til að öll ríkisfyrirtæki verði seld að hluta eða öllu leyti. En það verður ekki hjá því komist að fram fari hreinskiptin umræða um hvaða eignir sé rétt að selja til að lækka skuldir.
Hvaða hag hafa landsmenn af því að eiga Landsbankann eða hluti í öðrum fjármálafyrirtækjum? Hlutur ríkisins í eigin fé banka og sparisjóða er um 265 milljarðar króna og söluverð er líklega töluvert hærra. Ríkissjóður skuldar 213 milljarða vegna þessara eigna.
Er ekki skynsamlegt að ræða kosti þess og galla að selja lífeyrissjóðunum helmingshlut í Landsvirkjun? Slík sala getur verið bundin þeim skilyrðum að ríkissjóður hafi einhliða kauprétt á hlutum lífeyrissjóðanna. Hagur lífeyrissjóðanna (landsmanna) styrkist, dregið er úr þenslu á eignamörkuðum, skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur lækka og líklega mun lánshæfismat Landsvirkjunar hækka og þar með afkoman batna. Hverjir tapa á slíkum gjörningi?
Með þessum hætti á að fara í gegnum allar eignir ríkisins. Vega og meta þá kosti sem við stöndum frammi fyrir.
Enginn annar kostur
Þeir sem vilja ekki ræða hugsanlega sölu ríkiseigna eiga um tvennt að velja:
Þeir geta sætt sig við sligandi vaxtakostnað á komandi árum og áratugum og þar með skerta möguleika okkar til að byggja upp velferðarkerfið eða fallist á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda, enda má öllum vera ljóst að ekki verður seilst dýpra í vasa einstaklinga og fyrirtækja á komandi árum (þvert á móti).
Hægt er að orða þetta með öðrum hætti: Sé það almennur vilji að byggja upp innviði velferðarsamfélagsins er enginn annar kostur en að lækka skuldir ríkissjóðs verulega. Það verður ekki gert nema með því að selja eignir og hagræða í rekstri. Þetta þurfa íslensk fyrirtæki og heimili að gera á hverjum degi.
Aðeins búskussinn reynir að velta vandanum á undan sér og neitar að horfast í augu við staðreyndir."
Margt þarflegt er í þessari grein sem vekur athygli á skuldastöðu ríkisins. Við eigum hinsvegar ekki aðeins um tvennt að velja.
Tillögur Óla Björns til lausnar eru hinsvegar sumar afleitar eins og hugmyndir að selja lífeyrissjóðum Landsvirkjun. Miklu meira atriði er að lækka skuldir ríkissjóðs. Hluti af því er að ríkissjóður hætti að hlaða upp tugum milljarða árlega af fé sínu í lífeyrissjóðunum. Það er búskussaháttur af ríkinu að selja lífeyrsisjóðunum eignir sínar gegn greiðslu í fé sem ríkissjóður á. Eða hvað?
Ríki og sveitarfélög eiga þegar þúsund milljarða af fé lífeyrissjóðanna í formi framtíðarskattgreiðslna. Sjálfsagt þýðir ekki að stinga upp á þvíað það fé verði sótt. En byrjandi í dag má hætta að draga ekki staðgreiðsluna af framlagi launþega og atvinnurekenda í lífeyrissjóðina. Á þeim forsendum til dæmis að þegar er komið nóg fé í sjóðina sem þeir eru í vandræðum með og er farið að valda usla í hagkerfinu og skekkingu og lýðræðishalla til langframa. Þetta er einföld aðgerð og skilvirk til að lækka skuldir ríkissjóðs og sveitarfélaga.
það er búskussaháttur að hirða ekki um eigur sínar þegar þörfin fyrir þær er augsýnileg.
24.9.2014 | 08:36
Happafengur?
eða ekki?
Svo segir í frétt í Morgunblaðinu:
"Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður tekið á móti þremur hópum flóttafólks á þessu ári. Hafnarfjarðarbær tók að sér móttöku sex manna fjölskyldu frá Afganistan og Reykjavíkurborg tekur á móti hópi hinsegin flóttafólks frá fjórum löndum og sýrlenskum flóttamönnum sem koma hingað frá Tyrklandi. Í hópunum þremur eru samtals 24 einstaklingar; þrettán fullorðnir og ellefu börn.
Eygló Harðardóttir. félags- og húsnæðismálaráðherra, og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, undirrituðu í gær samning um þau verkefni sem Rauði krossinn mun annast vegna móttöku flóttafólks á þessu ári. Þegar tekið er á móti hópum flóttafólks gerir velferðarráðuneytið annars vegar samning við sveitarfélagið þar sem fólkið mun setjast að um ýmsa aðstoð og stuðning því til handa og hins vegar við Rauða krossinn sem einnig kemur að því að veita fólkinu liðsinni.
Stærsta verkefni Rauða krossins er að skipuleggja störf þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem koma að málum, þ.á m. eru stuðningsfjölskyldur sem hafa reynst flóttafólki sem kemur hingað til lands afar mikilvægar, segir í frétt frá ráðuneytinu. "
Eru verulegar líkur á að þetta fólk muni styrkja íslenskt samfélag? Hvernig er valið í svona hóp? Er bannað að vera á móti þessum innflurtningi flóttafólks?
Hvað er fólk að flýja frá Afgahnistan eða Sýrlandi? Hvaða sérstöðu hefur þetta valda fólk í vandamálum þessara landa eða fjórum löndum hinsegin fólks? Hvað eru læknar að flýja frá Íslandi?
Er þessi starfsemi Rauða Krossins einhver happafengur fyrir land og þjóð?
23.9.2014 | 21:30
Hlutafé einhver?
Svo segir í Morgunblaðinu í dag:
"Tap af rekstri WOW air á árinu 2013 nam 330 milljónum króna og nemur uppsafnað tap síðastliðinna tveggja ára yfir 1.100 milljónum króna. Eigið fé félagsins var 350 milljónir króna í árslok 2013, þrátt fyrir að hlutafé þess hafi verið aukið um 500 milljónir króna á því ári.
Hlutafé WOW air er allt í eigu Títans fjárfestingafélags ehf. sem er í eigu Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda félagsins. Hlutafé WOW air var aukið um 20 milljónir króna að nafnvirði á genginu 25 í nóvember síðastliðnum og nam því heildarfjárhæð aukningarinnar 500 milljónum króna. Fram kom í tilkynningu í tengslum við hlutafjáraukninguna að hún væri meðal annars til komin vegna fyrirhugaðrar sóknar félagsins á Norður-Ameríkumarkað.
»Við erum mjög ánægð með hvernig sumarið og haustið hefur þróast,« segir Skúli »Hins vegar urðum við fyrir verulegum kostnaði þegar við þurftum að fresta Norður-Ameríkuáformum okkar síðastliðið vor. Þessi breyting gerði það að verkum að við þurftum að leggja niður eða breyta flugi fleiri þúsund farþega með tilheyrandi kostnaði.«
Skúli segir afkomu fyrstu sex mánuði ársins vera verri en stjórnendur félagsins höfðu gert ráð fyrir. »Allt útlit er hins vegar fyrir góða afkomu á seinni hluta ársins. Ljóst er að þriðji ársfjórðungur er sá besti í sögu félagsins bæði hvað varðar sætanýtingu, tekjur og afkomu.«
Spurður um mögulega hlutafjáraukningu, svarar Skúli því til að WOW air sé skuldlaust félag sem hafi alfarið verið fjármagnað af Títan fjárfestingafélagi, sem hafi lagt WOW til 1.500 milljónir til þessa.
»Títan mun halda áfram að styðja við bakið á félaginu eins og þarf en jafnframt gæti verið áhugavert að fá inn fleiri fjárfesta að félaginu þegar fram líða stundir,« segir Skúli.
Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort eða hvenær félagið fari í hlutafjáraukningu.
»Við erum að fjárfesta mikið þessa dagana í Norður-Ameríkuáformum okkar og áframhaldandi uppbyggingu WOW. Við gerum ráð fyrir að fjölga farþegum um 60% á milli ára og áætlum að þeir verði um 800.000 á næsta ári, úr 500.000 farþegum í ár,« segir Skúli.
Fram kemur í ársreikningi WOW air að í nóvember 2013 hafi þrotabú IEMI, áður Iceland Express, sett fram kröfu um greiðslu 166,4 milljóna króna vegna meintra eftirstöðva af umsömdu kaupverði rekstrarhluta og tilgreindra eigna Iceland Express á árinu 2012. Stjórnendur WOW telja hins vegar að kaupverðið sé nú þegar að fullu greitt og því sé krafan óraunhæf. Að sögn Skúla á WOW air enn í viðræðum við þrotabúið vegna þessa, en að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um gang viðræðna."
Hvað er það sem knýr athafnamanninn og snilling eins og Skúla Mogensen til að berjast í þessum lággjaldaflugrekstri? Hvað er það sem knýr MP-banka(sem Skúli ræður eitthvað líka) til að ýta frá sér venjulegum viðskiptamönnum sem vilja eiga venjulegan reikning í einkabankanum sem var þó eini bankinn á íslenskum markaði sem ekki var í eigu erlendra vogunarsjóða eða ríkisins.
Einkabanki sem við einfaldir trúðum einlæglega á eftir skellinn 2008 og fyrir Skúla. Er þetta fórnarlund hjá Skúla eða þrá eftir að útdeila ölmusu til bágstaddra? Eða vill hann líkjast Jóni Ásgeir? Warren Buffet kaupir aldrei hlutafé í flugfélögum. Álítur þau líklega ekki arðgæf til lengdar.Líklega enn síður í lággjaldaflugfélögum. Enda er Buffet líklega gamall og úreltur en Skúli ungur og áræðinn.
Vill einhver kaupa hlutafé til að hjálpa Skúla?
22.9.2014 | 23:09
Gjaldmiðlastefna?
er eitthvað sem bögglast fyrir fólki sem ekki hefur hugleitt til hlítar hvað séu gjaldmiðlar og hvernig þeir verða til.
Gunnar Rögnvaldsson sá góði bloggari hefur að mörgum ólöstuðum, sökkt sér niður í þetta hugtak og velt því fyrir sér. Hann skilur manna best að ekkert varir að eilífu. Krónan eða dollarinn í dag er ekki sama og krónan og dollarinn fyrir áratugum. Verðbólga hrjáir alla peningaseðla heims. Það er innbyggt í hagkerfin sem nota peninga, að allskyns áhrif og hræringar verða sem gefa engin grið. Allt verður að vera á fleygiferð og ekkert stendur kyrrt nema dauðinn. Hagkerfi sem ætlar að standa kyrrt er dautt og allir sem ætla að lifa með því.
Gengisfelling íslensku krónunnar gagnvart dollar er ekki nema hálf sagan því dollarinn hrynur sjálfur ár frá ár. Það eru víst aðeins eftir fáein cent eftir af dollaranum hans Rossewelts og enn minna af dollaranum hans Lincolns. Það eru 100 cent í dollaranum hans Obama sem Kínverjar safna í gríð og erg og láta sitt strit fyrir. Þeir skilja ekki að Kanarnir hafa þá í greip sér, ekki öfugt eins og margir halda.
Gunnar Rögnvaldsson skrifar pistil um gjaldmiðilinn okkar sem í tísku er að níða niður við öll tækifæri. Af fullkomnu þekkingarleysi eða vísvitandi undirferli leiðir málflutningur margra gegn krónunni til eflingar þeirra sem vilja landið efnahagslega feigt og varnarlaust fyrir fyrirhuguðu framsali fullveldisins til Brussel. Gunnar ritar pistilinn til þeirra sem flykkja sér undir merki Bjartrar Framtíðar en hann á erindi til miklu fleiri í öllum flokkum.
Hann hljóðar svona:
"
"In the long run we are all dead"
- John Maynard Keynes
Það er átakanlegt að hlusta á talsmenn hrópsins "Björt framtíð" óska eftir "gjaldmiðlastefnu til framtíðar (já, í fleirtölu, fliss) þ.e.a.s. óska eftir mótun stefnu í peningapólitískum málum hins peningapólitíska hluta hagkerfisins inn í framtíðina þegar enginn kjósandi hefur hugmynd um hver framtíðarstefna þessa flokks er næstu klukkustundirnar
Þessi hópur af einhverju, eða öllu heldur, þessi hópur af hverju sem er hvenær sem er, óskar sér framtíðarstefnu í peningamálum þjóðar, svo að flokkurinn geti gert hverjum kjósanda hvað sem er hvenær sem er, á hinu háa Alþingi Íslendinga. Enginn veit hvað flokkurinn stendur fyrir þar, nema ef vera skyldi þokulúðrun og spunnar gaddvírsflækjur til að festa sig við stólana á kostnað skattgreiðenda. Enginn veit einu sinni af hverju flokkurinn er til
Öll þau ríki sem vegna stórfelldra kosningasvika stjórnmálamanna áratugum saman, eru svo ólánsöm að þurfa búa viðgjaldmiðilsstefnu munaðarlausrar myntar, eru öll evruríki
Þau ríki sem hins vegar sjálf eiga raunverulegar myntir sem búa við þjóðríkið og þjóna því, eru afar lánsöm; þau þurfa ekki að búa við mynt, heldur kjörna fulltrúa þeirrar þjóðar sem á myntina. Myntin þjónar þjóðríkinu. Þjóðríkið þjónar ekki myntinni; er ekki þræll hennar, nema þegar um perverst malignant gjaldmiðilssvæði er að ræða eins og evrusvæðið
"Mig langar", er hið gegnum gangandi falska stef of margra stjórnmálamanna sem kjósendur þurfa að búa við án þess að þeir geti hvorki séð fyrir haus né sporð á stefnu þeirra, nema svo sem einn centimeter inn framtíðina. Nær væri að trallsmaður Bjartrar þátíðar upplýsi kjósendur um til hvers hann stendur þarna. Hvert er hlutverk hans annað en að sitja fast og búa til gaddavírsflækjur
Það sem Björt framtíð ætti hins vegar að auglýsa eftir er þetta; Framtíðarstefnu fyrir nýtt fjármálakerfi þjóðarinnar. Fær fjármálakerfi lýðveldisins aftur að koma sér upp uppblásnum og allt of stórum spákaupmennskuknúnum (e. speculative driven) hluta innan íslenska fjármálakerfisins, sem er án nokkurs samhengis við þjóðhagslegt hlutfall fjármálakerfisins í þjóðarbúskapnum í heild? Og fjármálakerfið, það er ekki það sama og peningakerfið, bara svo það sé á hreinu
Að fjármálakerfið verði ekki eins og flokkurinn Björt framtíð: pólitískt spákaupmennsku knúinn hluti lýðræðisins, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið og sjálft lýðræðið í landinu. Við höfum fengið of stóran skammt af svoleiðis pólitískt-spákaupmennsku-knúnum stjórnmálamönnum
"Fixed fortifications are monuments to man's stupidity."
- George S. Patton
Íslenska þjóðríkið býr ekki við mynt. Það er hins vegar myntin okkar sem býr við þjóðríkið Ísland. Það er hið fróma hlutverk alvöru myntar. Að þjóna, en ekki drottna. Og það hefur íslenska krónan svo sannarlega gert. Eins og happafleytan sjávarútvegur og landbúnaður. Skipin þjóna sjávarútveginum sem um leið þjónar þjóðinni sem einn allsherjar björgunarbátur knúinn V8 strokka mynt lýðveldisins; íslensku krónunni. Þannig land sekkur ekki til botns, eins og til dæmis evrulönd eru að gera
ESB- og evrulöndin sökkva og sökkva. Ár eftir ár, áratug eftir áratug, þar til allt er um seinan; ERM fasarnir I og II og III hafa sökkt meginlandi Evrópu allar götur frá 1977, er hið peningapólitíska ERM-viðrini og drápsvél velmegunar á meginlandi Evrópu var í heiminn borið af valdasjúkum á öxli Lotharinga.
Að búa við Bjarta framtíð er hins vegar engin framtíð, heldur er það þátíð, því flokkurinn byggir á því sem búið er að gerast; þátíðinni sjálfri. Hann hefur ekkert lært. Ekkert lært
"A good plan, violently executed now, is better than a perfect plan next week."
- George S. Patton
Mitt ráð til allra stjórnmálamanna er þetta: Labbið ykkur vinsamlegast niður í Seðlabanka íslenska Lýðveldisins og biðjið um að fá að skoða gjaldmiðilsstefnur þessarar æðstu stofnunar íslenska lýðveldisins í peningamálum. Það er til nóg af þeim stefnum og þær koma í öllum regnbogans (xL) litum. Og þær hafa í sameiningu haft þau áhrif að þjóðríkið Ísland er á undraskömmum tíma orðið eitt af ríkustu löndum veraldar
Þegar þeirri heimsókn er lokið, þá er hægt að símhringja inn íAlþjóða Gjaldeyrissjóðinn og spyrja hvers vegna sú stofnun sé rétt nýlega búin að henda 31-árs gamalli gjaldmiðilsstefnu sjóðsins til framtíðar, ofan í ruslatunnur sjóðsins. Það gerði sjóðurinn á þessu ári. Hin ómögulega þrenna hefur jafnvel kennt þursunum þeim eitt og annað; e. the impossible trinity"
Man einhver eftir Bretton Woods samkomulaginu? Man einhver eftir því þegar Nixon sveik dollarann með einu pennastriki og rauf gullfótinn? Man einhver nýkrónuna íslensku og hvað Gunnar Thoroddsen sagði þá? Man einhver lengur hvað Einar Oddur og Guðmundu Jaki sögðu um verðbólguna?
Bak við íslenska fimmþúsundkallinn stendur akkúrat ekki neitt annað en það, að landsmenn hafa komið sér saman um að nota hann sem reiknieiningu sín á milli. Bara af því að Seðlabankinn skiptir honum í dollara fyrir þá sem óska. sættir landslýður við þessa bréfsnuddu sem skuldaviðurkenningu. Þannig er hægt að kaupa vörur frá útlöndum. Hvaðan fær Seðlabankinn dollara? Vegna skilaskyldu á þeim gjaldeyri sem útflutningsaðilar fisks og ferða afla í útlöndum. Allt annað er bara bródéring og blekking. Ríkið þykist skulda einhver ósköp en skuldar ekki neitt þar sem það á fyrir skuldunum í lífeyrisjóðunum. Það þorir hinsvegar ekki að sækja þá vegna hávaðans í Samfylkingunni og VG. Og ríkið þorir heldur ekki að rugga bátnum því þá beinist athyglin að lífeyrismálum opinberra starfsmanna sem eru stikkfrí í fjárhagsáhyggjum hins venjulega öldrunarfólks.
Að halda því fram að það sé nauðynslegt vegna sálarheillar landsmanna að banna verðtryggingu á sama tíma og bannað er að taka erlend lán og tala um leið um vaxtaokur á Íslandi sem sé ekki annarsstaðar, þar sem lán eru í erlendri mynt, er ekki nema kverkataki vinstripressunnar á opinberri umræðu að kenna. Það er ekki hægt að ræða vitrænt um fjármál öðruvísi en að öskuraparnir upphefji sinn hávaða. það er ekki hægt að ræða skattamál við ASÍ af sömu ástæðum. Það er raddstyrkurinn í elítunni sem stjórnar efnahagslífi Íslendinga, ekki skynsamlegt vit. Því fer sem fer.
Gjaldmiðlastefna til framtíðar eða fortíðar, skiptir ekki nokkru máli miðað við framleiðslu og frið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2014 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko