Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Opinberir starfsmenn eru leiðandi verkalýðsafl

er furðuleg staðreynd í vestrænu lýðræðisríki. 

Oftar en ekki eru opinberir starfsmenn vinstra fólk  sem síður en svo leiðist að gera hægri stjórnum skráveifu.  Þess þá heldur er það ómögulegt að ræða af alvöru við hinn raunverulega verkalýð þegar ómögulegt er að vita hvað ríkisstarfsmenn semja upp á.

Það þarf með öllum ráðum að semja verfallsréttinn burt af þessum opinberu stéttum ef landið á að geta keppt á alþjóðlegu mörkuðum. Þær hafa sýnt að þær kunna ekkert með slíkt efnahagsvald að fara. Ekkert alvöru þjóðfélag getur þrifist með svona flokka yfir höfði sér sí og æ.

Ríkið hefur ekki þrek til að standa á móti kröfum nema í hálfan mánuð, hversu vitlausar sem  þær eru. Verkfall sem stendur í meira en þrjár vikur er orðið óviðráðanlegt nema að leysa með uppgjöf og játa að borga kaupið afturábak. Annars  myndu verkföll aldrei borga sig til baka til launþega.  Eða þannig er þetta í reynd.

Íslensk verkföll eru bara sýndarmennska og pólitík eins og allt er í pottinn búið. Það nennir þessu enginn í raun og veru nema til þess að geta bent á vondu kallana sem kollvarpa efnahag landsmanna.  

Íslendingar er í rauninni fornaldareðlur sem enn eru að bisa við að starfa eftir hundrað ára gamalli vinnulöggjöf. Nútíma þjóðfélag gengur ekki á svoleiðis uppskriftum. Einkavæðing á nær öllum sviðum er það eina sem sýnist geta bjargað einhverri skynsemi inn í þetta furðulega kjarapex.

Það er verið að spyrja allskyns heimskulegra spurninga eins og af hverju getum við ekki lifað á átta tíma vinnu eins og þeir á Norðurlöndum? Af hverju fáum við ekki meira kaup?

Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Fólkið er hér latara og slúgsar miklu meira en annarsstaðar þannig að framleiðnin er allt of lítil.Enda er kaupið svo lágt að það er ekki hægt að ætlast til að menn reyni á sig fyrir það. Þetta er lenskan hér.  Frídagar allt of margir. Eftir því sem mér sýnist vinna Pólverjar yfirleitt helmingi hraðar en Íslendingar á flestum vinnustöðum. Þeir eru ekki með gsm síma sem er í notkun oft á hverjum klukkutíma hjá flestum starfsmönnum. Ættu að vera bannaðir á vinnustöðum.

Ef ég væri í stjórn á verkalýðsfélagi myndi ég steinþegja á meðan ríkið dílar við sitt lið. Látum þetta fólk semja og segjum svo bara sama fyrir okkur.Enginn tilkostnaður bara bíða.

Opinberir starfsmenn eru hið leiðandi verkalýðsafl.

 


Stefanía Jónasdóttir

 

 frá Sauðárkróki er skelegg og einbeitt í málflutningi að vanda í MBl. Í dag. Hún segir m.a.

…“Búið að selja olíubirgðastöðina í Hvalfirði, sem er ekki bara minjar, heldur gætum við sjálf þurft að nýta hana, – en nei, seld til Svía, er þetta hægt? „…

Þetta fór fram hjá mér. Ég hélt að þessi stöð væri á vegum NATO og þjónaði öryggishlutverki. Svo segir Stefanía að þá sé búið að selja hana til hlutlausrar  þjóðar? Ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott út frá hreinu öryggisjónarmiði.

Svo lítur Stefanía yfir sviðið og finnst nóg um það sem hún sér:

……..“Alls staðar flóir út úr yfirfullum mannvitsbikurum. Hér ríkir óstjórn. Alþingismenn eru uppteknir við að rífast, tuða og ofurviðkvæmni og geðshræring kvenna er til trafala í stjórnmálum. Ó, okkur sárnar svo þetta og hitt. En svona álíka og RÚV endurtekur þingið sig dag eftir dag, en á meðan nýta sér aðstæður hinir gráðugu og framkvæma hitt og þetta með eigur þjóðarinnar, sem væru þær þeirra einkaeign. Þeir misnota frelsið…“

‚eg er tilbúinn að viðurkenna að mér fundust lyktir byssumálsins vera mjög  í ætt við það sem Stefanía segir um geðshræringar. Eins og Georg Lárusson sagði þá virðist  Íslendingum um megn að ræða öryggismál af einhverri  yfirvegun og rökvísi.

 Ef maður horfir á hina alvarlegu stöðu í þjóðmálunum í dag , þar sem að einhverju leyti pólitísk verkföll eru að hvolfast yfir þjóðina af fullum þunga, þá koma slík orð í hugann. . Nýlega sérleiðréttar ljósmæður fara framarlega í þeim flokki sem heimtar sömu leiðréttingar og læknar fengu.  Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir þeirri prófraun sem fleiri stjórnir hafa fengið. Hvort ríkisvaldið hafi í rauninni styrk gegn Alþingi Götunnar? Eða hvort úrslitin séu þegar ráðin?  

En Alþingi Götunnar virðist vera  stjórnað úr þeim  skúmaskotum sem enginn þekkir en marga grunar að til séu..

 

….“. Stjórnvöld halda þjóðinni upptekinni með leik, menningu og hjálpi mér, allir fyrirlestrarnir, þar er endalaust blaðrað og verið að finna upp hjólið og lítið kemur út úr því, nema að láta ljós sitt skína. Hvað greiðir þjóðin mörg þinglaun og hvað fara margir milljarðar í að reka alla stjórnmálaflokkana sem koma manni á þing? …“

Ég  er mjög sammála Stefaníu um að það beri að afnema alla styrki til stjórnmálaflokka. Það er siðleysi að svona klúbbar skuli geta skammtað sér aðgengi að eyri ekkjunnar með þessum hætti. Ef stjórnmálaflokkar geti ekki barist af eigin afli  þá eiga þeir ekkert erindi meða að fita forystumenn sína á skattfé almennings eins og nýleg dæmi sanna.

Hvað varðar opinbera umræðu þá er hugsanlega sannleiksvottur fólginn í orðum Stefaníu. Hugsanlega er ekki allt málskrúðið viljandi afvegaleiðing. Hinsvegar er ruglandin oft svo mikil að fólk dofnar og hefur ekki við að trúa.

 

 

….“Að auki er unnið markvisst að því að rífa niður siði okkar og menningu í þágu fjölmenningar. Það er látið eins og við séum milljón manna þjóð og engin sé hætta á að við verðum í minnihluta í eigin landi.  Allt er falt hjá okkur og það veit umheimurinn, svona álíka og vitað er hversu auðvelt er að komast hér á sósíalinn. „

                                                                                      

Hér kemur Stefanía að hlut sem er mörgu fólki áleitinn. Hver hefur ákveðið það  að á Íslandi skuli ríkja fjölmenning?  Hefur ekki hingað til verið sagt að innflytjendur skuli læra Íslensku og verða Íslendingar? Taka upp íslenska siði og menningu? Eða eiga þeir að halda sínum síðum og trúariðkun þvert á það sem Ljósvetningagoðinn sá fyrir þúsund árum?

Á þeim forsendum einum vil ég taka á móti flóttamönnum og framandi lýð að þeim sé gert að semja sig að okkar siðum . Að þeim sé heimilt að hafa hér sjaríalög og sérsiði sína samþykki ég aldrei fyrir mig og þess vegna  hlýtur fjölmenning að takmarkast við að þetta fólk bjóði okkur upp á eitthvað í þekkingu, lífsháttum  eða iðnaði sem við annars fáum ekki.  Að velja ekki innflytjendur með tilliti til okkar þarfa heldur taka fólk bara eftir ítölu, er fráleitt.  Ghettó að sænskri fyrirmynd , hvað þá prédikanir um íslamskt ríki  er ekki það sem verða skal hér.  Að ö‘ðrum kosti munu rísa hér upp alvöru öfgahópar hverra aðgerðir geta orðið ófyrirséðar.

Stefanía Jónasdóttir á þakkir skildar fyrir einbeittan málflutning og hreinskilninú sem oft áður.


Frestum öllum verkföllum

í 6 mánuði.

Tíminn verði notaður af hörku til að fá botn í kjararingulreiðina sem ríkir.

Allt annað er ábyrgðarleysi sem enginn vill í raun og veru en er komið á sjálfstýringu í anda Freysgoðans til sjálfseyðingar.

Það er þess virði að láta reyna á það hver stjórnar í þjóðfélaginu.

Frestum verkföllunum með lögum.

 


Stærsti flokkur þjóðarinnar

situr oftast hjá í atkvæðagreiðslum á Alþingi.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur setið hjá í 66% atkvæðagreiðslna.Hann tekur bara upplýsta afstöðu segir hann. Vel ef hún er þá upplýst.

Verður ekki Alþingi því betra eins og lögreglan þegar það skiptir sér af fæstu? Passar á leiðindamál eins og skattahækkanir, náttúrupassa og svoddann trívíalítet.

Ef maður skiptir sér ekki af málum leysast þau ekki yfirleitt af sjálfu sér? Svo segir Murphy að minnsta kosti. Og er það ekki oft svoleiðis líka?

Er það ekki bara það sem þarf? Leyfa málum að þróast og renna sitt skeið. Vera ekki að æsa sig?

Stærsti flokkur þjóðarinnar veit hvað þarf til.


Einkavæðing fangelsa

á Íslandi er orðin tímabær. Bygging fangelsis á Hólmsheiði sýnir glögglega vanmátt ríkisframkvæmda í fangelsismálum. Kostnaður fer fram úr öllum böndum vegna sérsjónarmiða. Í ríkisfangelsum er erfitt að greina fanga í sundur vegna eðlis afbrota.

Í Bandaríkjunum er verulegur hluti afplánunar fyrir önnur brot en ofbeldisbrot á vegum einkafyrirtækja. Þau láta fanga sína framkvæma hin ýmsu verk fyrir stórfyritæki Bandaríkjanna og greiða þeim yfirleitt lágmarkslaun fyrir. Sem eru ekki svo slæm af ýmsum ástæðum. Um þetta má lesa á Wikipediu og annarsstaðar. 

Bandaríkin eru stærsta fanganýlenda heimssögunnar og hafa stærri hluta þegnanna í fangelsi en nokkur önnur þjóð. Auðvitað fremstir þar sem í öðru. Fylgikvillar eru auðvitað strangir dómar og annað slíkt. Auk sakfellingarþrýstings frá eigendum fangelsa.

En hvað skal gera hjá þjóð sem ekkert getur eins og Íslendingar? Getur ekki borgað umönnunarstéttum kaup, hvað þá getur ekki séð fyrir ellibelgjum og öryrkjum. Getur ekkert á flestum sviðum samfélagsþjónustunnar nema kjaftað og kjaftað niðri á Alþingi.

Má ekki leita leiða til að gera fangelsisrefsingar skilvirkari og ódýrari með einkavæðingu?


Magnaður maður

per sæviksem tengist Íslandi í gegn um Fafnir Offshore Steingríms Erlingssonar og fleira stórmennis er hann Pétur Sævík.

 

http://www.sysla.no/2015/04/03/grunderne/har-tatt-storre-sjanser-enn-jeg-liker-a-tenke-pa/

Þarna geta menn lesið um hinn magnða mann Per Sævik í Heröy og Fossnavåg. Leikmannaprédikari, f. 1940, og lærisveinn Hans Nielsen Hauge, leikmannaprédikara, sem á þúsundir áhangenda sem kalla sig "Haugianer-a". Hauge þessi var maður sem ég hafði ekki hugmynd um þar til áðan og lést 1829, aðeins 53 ára, sem stærsti iðnrekandi Noregs með 7000 manns í vinnu eftir að hafa sætt ofsóknum og dvalið mörg ár í fangelsum.

Per Sævik lýsir öllum iðjuhöldum Noregs, síðan meistara hans Hauge leið, sem smáguttum. Sjálfur er hann aðeins með 3000 manns í vinnu hjá Havila Shipping , skipasmíðastöðinni Havyard og ferjuskipafélaginu Fjord 1.

Hann byrjaði með tvær hendur tómar 15 ára á trillu. Stofnaði þrisvar til stórrekstrar á ævinni og missti margt. Tók stærri viðskiptaáhættur en hann kærir sig um að muna. Býr enn í fyrsta húsinu sem hann og kona byggðu fyrir húsnæðismálalán 1970. Hefur setið á Stórþinginu. Bindindis- og bókstafstrúarmður sem reynir að lifa sjálfur eftir eigin prédikunum.Hefur eytt meiri tíma í ketilgalla og klofstígvélum en í jakkafötum. Talinn eiga eina 40 milljarða.  

Skipasmíðastöð hans er að byggja skip númer 2 fyrir Fáfnir Offshore Íslendinga. Hið fyrra er Polarsyssel sem er í þjónustu Sýslumannsins á Svalbarða. Seinna er vistvænt hybrid skip sem gengur mikið til fyrir rafmagni. Bæði eru dynamic positioning skip, eða skip sem halda stöðuhniti í sjó með mörgum tölvustýrðum skrúfum og því líklega þrefalt dýrari en skip af svipaðri stærð. 

Væri nú ekki úr vegi að senda menn til Per Sævik til að tala við hann um nýja Vestmannaeyjaferju. Byggja hana sem vindskip eftir prinsipi Terje Lade þar sem öruggur vindur er alltaf aðra leiðina milli lands og Eyja sem gefur fría ferð. 

Per Sævik er nefnilega magnaður maður.

                            

vindskiphoved-800x450VINDSKIP


Samkomulagi við Írani fagnað

á Vesturlöndum.

Friðkaup hafa tekist við blóðugu múllana.

Stendur eitthvað um það í þeirra trúarbók að halda skuli samninga við villutrúarmenn?

Styrjöldin sem var við dyrnar núna verður þá ekki fyrr en seinna þegar Merkel og Obama fljúga heim frá sinni München.

Það bíður arftaka þessara tveggja kjörnu leiðtoga að greiða úr stöðunni. Rouhani erkiklerkur glottir út að eyrum svo fullkominn viðsemjandi sem hann er. Hann hefur fengið andrúm og leikið á þetta fólk allt saman.

Allah og Múhameð standa með honum og fólki hans í Iran sem er allt sem hann þarf. Tími reikingskaparins mun renna upp þar sem hinir vantrúuðu munu hljóta makleg málagjöld.

Íslendingar gerðu vel í að hafa hátt viðbúnaðarstig gagnvart einræðisríknu Íran. þaðan getur mörg óværan borist. En stund reikningskaparins fyrir pennafólkið á myndunum mun trúlega renna upp innan sjö ára eða svo. Það er ekki hægt að semja við einræðisöfl. Þau hafa einfaldlega aðrar leikreglur.

Spyrjum samt að leikslokum þegar við fögnum samkomulagi við Íran. 


Ísland úr Nato og herinn burt!

Myndin af Svavari Gestssyni á hvítri ráðherraskyrtunni með bindið í vasanum  dansa um sviðið í Sigtúni klappandi saman lófunum og syngjandi þetta stef hefur greypst í minningu mína.

Hún rifjast upp núna þegar ég var að heyra að að tillaga um úrsögn úr Nato hefði fallið á aðeins 7 atkvæðum á landsfundi Samfylkingarinnar.

Þennan úlf í sauðargæru kratismans sem Samfylkingin er, kýs jafnvel fjórði hver Íslendingur. Þetta er langt yfir því hlutfalli sem íslenskir kommúnistar voru vanir að ná meðal kjósenda.

Hvað er að íslenska kjósandanum? Hvað vill hann í raun og veru?

Vill hann virkilega úr Nato? 


Hvað ertu að kjósa?

þegar þú kýst Samfylkinguna?

Í grein Finns Magnússonar Lögmanns í Morgunblaðinu í dag stendur:

"..Á nýafstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt ályktun sem bar yfirskriftina „Náttúran er lífsnauðsyn“.

Umrædd ályktun hefur vakið umtalsverða athygli þar sem hún felur í sér stefnubreytingu hjá Samfylkingunni í umhverfismálum. Í þessari grein verður þessi stefnubreyting gerð að umtalsefni og fjallað um það hvort hún kynni að hafa einhver áhrif í för með sér ef hún yrði síðar ríkjandi stefna íslenskra stjórnvalda varðandi olíuleit.

Í nefndri landsfundarályktun segir m.a.: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands […].

Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.“

Ljóst má vera að landsfundarályktunin felur í sér grundvallarstefnubreytingu frá fyrri stefnu Samfylkingarinnar í þessum efnum, en fyrrverandi ráðherrar Samfylkingarinnar leituðust eftir því á sínum tíma að erlendir aðilar hæfu olíuleit á hinu svokallaða Drekasvæði.

Athygli vekur að í ályktuninni kemur fram að „[n]ú þurfi að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum“ en ekki er tiltekið hvernig það skuli gert.

Það kann að vera vandkvæðum bundið í framkvæmd þar sem líkur eru á því, að afturköllun fyrri stjórnvaldsákvarðana í andstöðu við réttmætar væntingar þeirra sem leita olíunnar, brjóti gegn íslenskum lögum og valdi þeim er vinna við olíuleit..."

Hverskonar endemis stjórnmálaflokkur er þessi Samfylking? Hvernig geta menn kosið svona skrípaflokk sem segir eitt í dag og framkvæmir og kúvendir svo á morgun sem getur gert alla milliríkjasamninga síðan ómerka og kallað á skaðabætur eins og lögmaðurinn rekur?

Þetta er ekki bjóðandi í stjórnmálum. Jafnvel þó að Jón Gnarr hafi lofað að svíkja öll kosningaloforð sín þá er ástæðulaust fyrir jafnvel Árna Pál að vera formaður í Samfylkingunni. Sigríður Ingibjörg er mun betur að því komin.

Hvað ertu eiginlega að gera á kjörstað og kjósa svona furðuflokk eins og Samfylkinguna?


Lok byssumálsins

eru framundan með fullum sigri sérvitrasta hluta þjóðarainnar.

Í viðtali við Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar stendur þetta m.a.:

"....Víkur þá talinu næst að byssunum frá norska sjóhernum, sem deilt var um hvort hefðu verið gjöf eða ekki. Niðurstaðan var sú að byssunum yrði skilað og segir Georg það líklegast verða um miðjan maí næstkomandi.

„Ætli við sendum ekki út tilkynningu til fjölmiðla um það og gefum þeim kost á að fylgjast með flutningnum,“ segir hann og brosir. Hvernig sem að málum var staðið þá liggur fyrir að Landhelgisgæslan og lögreglan þurfa að endurnýja sinn vopnabúnað en elstu vopnin eru um 100 ára gömul og flest frá því í síðari heimsstyrjöldinni.

Við erum friðelskandi og herlaus þjóð og ætlum að vera það áfram. En við þurfum að eiga lágmarksbúnað, rétt eins og að á hverjum bóndabæ er að lágmarki til ein kindabyssa. Í þessum efnum höfum við ekki gengið lengra en svo að eiga nokkur vopn sem nágrannar okkar hafa aflagt. Í þessu tilfelli stóð okkur til boða búnaður hjá Norðmönnum sem við hugsuðum til að standa straum af viðhaldi og afföllum á næstu árum.

Í verkefnum okkar erlendis er því ekkert að leyna að við þurfum að hafa vopn og það eru mikil afföll á þeim, þau fara í sjóinn og skemmast við æfingar. Þó að þessi umræddu vopn fari úr landi verðum við ekki í neinni neyðarstöðu en við eigum hins vegar engan afgang og megum ekki við miklum áföllum,“ segir Georg, og bætir við að byssumálið hafi verið merkileg reynsla og Landhelgisgæslan lært mikið af henni.

„Fyrst og fremst kynntumst við því að við Íslendingar höfum ekki neinn þroska til að geta rætt um öryggismál af yfirvegun. Sama gildir um alla umræðu sem tengist varnar- og öryggismálum almennt. Ástæðan er mögulega sú að í okkar huga er það einhverra annarra að sjá um þau mál enda má líka segja að við séum alls ekki fær um að annast varnarmál ein og því erum við í varnarbandalagi með öðrum þjóðum.

Við þurfum eftir sem áður að hugsa um og ræða þessi mál, fylgjast með og huga að okkar eigin vegferð. Við þurfum líkt og heimili landsins að eiga plástur og búnað til fyrstu hjálpar, þó að Landspítalinn sé nálægur.“

"Kellingarnar" í umræðunni á Alþingi og annarsstaðar hafa sem sagt lagt sitt af mörkum til að íslenskir sjómenn eru varnarminni gagnvart glæpagengjum við skyldustörf á Miðjarðarhafi en vera þyrfti. 

Mér finnst sérstök ástæða til að staðnæmast við setningarnar:"Fyrst og fremst kynntumst við því að við Íslendingar höfum ekki neinn þroska til að geta rætt um öryggismál af yfirvegun. Sama gildir um alla umræðu sem tengist varnar- og öryggismálum almennt." Er ekki komið gott af þeim áhrifum sem kjaftavaðli er leyft að hafa áhrif á nauðsynleg störf valdstjórnarinnar hverju sinni? 

Lok byssumálsins eru með þvílíkum endemum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband