Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
31.5.2015 | 18:57
1.júní
er á morgun.
Þann dag á Rögnunefndin alræmda að skila af sér pródúkti sínu sem er að finna annað flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá Dag Bé. og EssBjörn, sem þeir geti notað til að halda áfram eyðileggingarstarfsemi sinni og níði á Reykjavíkurflugvelli.
Sem kunnugt er sáu þeir félagar sitt óvænna í aðdraganda kosninganna eftir að hafa horft upp á ófarir Gísla Marteins innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir urðu því með öllum ráðum að koma í veg fyrir að málefni flugvallarins yrðu rædd í aðdraganda kosninganna. Dagur Bé. hafði snör handtök, skipaði fallega og þekkta frú í forsvar fyrir nefnd um málið, settist sjálfur í nefndina til að tryggja að hann réði niðurstöðunni og svo var tekið til starfa.
Greinlega varð verkefnið Degi erfiðara en hann hélt líklega í fyrstu. Enda lét hann fresta niðurstöðum og öllum tíðindum ítrekað.
Á morgun 1. júní 2015 á svo að sleppa nefndargripunum út eins og kúnum á Helluvaði sem maður horfði á í fréttum í kvöld. Gaman verður að sjá Dag skvetta úr klaufunum og reka upp rassinn í gleði sinni yfir endi þessarar pólitísku leikfléttu sinnar. Nefndarmenn geta huggað sig við milljónirnar í vösunum sínum sem mótvægi við að hafa verið misnotaðir svona herfilega í pólitískum hráskinnaleik þokkapiltanna Dags Bé. og EssBjarnar.
Reykjavíkurflugvöllur bíður örlaga sinna vinafár og lítilsmegandi þennan 1. júní eins og svo marga áður.
31.5.2015 | 16:05
Borgar sig virkilega
fyrir okkur og Vegagerðina að reka malarveg eins og þennan frá Flúðavegi að Gullfossvegi í stað olíumalarvegs?. Stanslaus heflun og íkeyrsla ofaníburðar til að vega á mót þykkum jóreyknum sem fylgir því að keyra á meira en 30 kílómetra hraða í þurrviðri?
Myndi ekki talsvert sparast ef hámarkshraðinn á malarvegum yrði lækkaður í þurrkatíð niður í 30km?
Rútur eru farnar í stórauknum mæli að fara þessa leið með útsýnisfarþega. Borgar sig virkilega að hafa svona malarvegi?
31.5.2015 | 15:46
Kári Stefánsson
fór á kostum á Sprengisandi Sigurjóns M. fyrir hádegið.
Kári talaði yfirvegað um heilbrigðiskerfið okkar sem hann hefur kynnst innanfrá sjálfur. Hann vildi ekki að þær stéttir sem að heilbrigðismálum koma hafi verkfallsrétt. Honum fannst það liggja í augum uppi. En verðum við þá ekki að tryggja þessar stéttir kjaralega á einhvern hátt þannig að ekki megi segja að þær séu að dragast aftur úr eins og það er kallað. Ég hef ekki heyrt því kerfi lýst sem þýðir hinsvegar ekki að það sé ekki hægt að smíða það.
Kári lýsti því hvernig einkastofur gætu létt undir með kerfinu en ekki verið án bakhjarls spítalanna.Málið er að öll viljum við njóta heilbrigðiskerfisins okkar sem er frábært með enn frábærra starfsfólki. En við viljum bara alls ekki borga fyrir það sem það kostar.
Hver nýr ráðherra kemur fram með þær yfirlýsingar að hann ætli að hagræða í heilbrigðiskerfinu í því skyni að lækka kostnað. Svo spörum við og spörum og sendum hundruð sjúklinga út í jáeindaskanna fyrir andvirði margra slíkra tækja. Sem hvert um sig kostar aðeins 6 % af Vaðlaheiðargöngum.
Svo er ákvarðanatakan í kerfinu. Mér finnst að hún sé nokkuð einkennileg. Mér finnst vanta röksemdafærsluna fyrir því að byggja flatarmálsspítala í plani í stað þess að byggja lyftuvæddan rúmmálsspítala upp í loftið. 20 hæða bygging við Hringbraut hefði engin áhrif á Reykjavíkurflugvöll fremur en Hallgrímskirkja. Flatarmálsspítalinn nýi ráðgerði er ekki að breyta neinu um flugmálin.
Hversvegna dettur engum frumkvöðli að reisa alvöru einkaspítala? Svoleiðis er alþekkt fyrirbrigði í Þýskalandi að ég best vissi í den.
Mér finnst ég alltaf forklárast svolítið þegar ég hlusta á hann Kára "klára" Stefánsson setja fram hugsanir sínar sem honum er lagið að setja í einkar auðskilinn búning.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2015 | 11:51
Ferðaþjónustan borgi
fyrir átroðning á landi.
Þorsteinn Pálsson túlkaði skoðanir Sjálfstæðismanns um grunnhlutverk ríkisins um að sinna löggæslu og öryggi borgaranna. Allt annað eigi þeir að borga sem nota.
Vigdís Hauksdóttir sagði að ekki mætti sleppa gjaldtöku vegna seinagangs. Það eigi að rukka alla sem koma um komugjöld til að leggja til náttúrunnar.
Þorsteinn ítrekaði að það væri ekki ríkið sem væri með álagið heldur ferðaþjónustan sem ylli skaðanum. Eftir þessu á að rétta ferðaþjónustunni reikning þegar í stað og láta hana borga.
Ég tek undir þessi sjónarmið. Þeir borgi sem nota. Ferðaþjónustan gerir út á sameign landsmanna svipað og LÍÚ. LÍÚ hefur greitt auðlindagjald og veiðigjald. Ferðaþjónustan núll þó að hún stundi greinilega rányrkju alveg eins og LÍÚ.
Aðalatriðið að byrja að rukka Ferðaþjónustuna ekki seinna en strax.
30.5.2015 | 11:12
Kjarasamningar
hafa náðst með breiðri samstöðu á áður óþekktan hátt. Loks hefur sú skynsemi náð fram við samningaborðið að eigi að semja um verðbólgu er gott ráð að dreifa henni út á lengri samning.
Í samningunum eru ákvæði sem setja það sem skilyrði að ekki verði samið við aðra (bófa- er orðið sem mig langaði að skrifa en þori ekki þó makleg samlíking væri við velþekkt gíslatökusamtök)flokka um hærri friðkaup. Sem fer virkilega fyrir brjóstið a litlu kommunum sem ætluðu að verða stórir. Nú sjá þeir sína sæng upp reidda.
Eftir atvikum er það kraftaverk að þessu skuli hafa verið lent á þennan hátt og eiga allir sem að komu virðingu mína vegna þess að liklega var enginn annar vitrænn kostur í stöðunni.
Svo segir í Mogga um þessa atburði:
"Að samningunum við Samtök atvinnulífsins standa félög innan Flóabandalagsins, VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Stéttarfélag Vesturlands og fimmtán félög úr samningasamfloti Starfsgreinasambands Íslands.
Verslunarmenn gerðu eins samninga við Félag atvinnurekenda.
Samflot iðnaðarmanna var ekki með enda telja félögin að samningarnir komi ekki nægjanlega til móts við kröfur þeirra.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær viðamiklar aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga.
Lækkun tekjuskatts er talin munu kosta 9-11 milljarða.
Í átaki í húsnæðismálum er markmiðið að byggja 2.300 félagslegar íbúðir.
»Við reynum að stilla aðgerðum okkar þannig fram að þær spili saman við meginniðurstöðu samninganna, sem horfir einkum til lægri endans. Okkar aðgerðir koma þá inn og lyfta undir með millitekjuhópunum og við reynum að tímasetja þetta þannig að það sé líklegra en ella að kaupmáttaraukningin verði varðveitt,« segir Bjarni Benediktsson.
Verkalýðsforingjar segja að það sé ekki síður á ábyrgð atvinnurekenda en launafólks að tryggja að launahækkanir fari ekki beint út í verðlagið.
»Ég tel að samningurinn sé ekki það reistur að hann eigi að hleypa hér upp verðbólgu,« segir Sigurður Bessason.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir að launahækkanir samninganna séu umfram það svigrúm sem fyrirtækin hafa. »[E]n á móti kemur að samningurinn er til lengri tíma og við búum við mjög góðan stöðugleika um þessar mundir. Við vonum að þetta nái að skila þeirri niðurstöðu að hér verði um umtalsverða kaupmáttaraukningu að ræða og takist að halda verðbólgu í skefjum en vissulega mun þetta reyna kostnaðarlega á mörg fyrirtæki,« segir hann."
Sjálfstæðismaður af gamla skólanum vonar að fólki verði í sambandi við íbúðirnar gert kleyft að eignast þær með sérstöku átaki.Eign fyrir alla er gömul stefna Sjálfstæðisflokksins sem væri illt ef hann týnir algerlega.
Það þarf að búa til millistétt í þessu landi sem hefur átt mjög undir högg að sækja. Það þarf því að vanda til hönnunar þessa húsnæðis og byggingar þess.
Mér finnst ástæða til að leita til bandarískra byggingafyrirtækja sem hugsanlega gætu byggt nægilega góðar íbúðir hérlendis fyrir lægra verð.
Sveitarfélög verða að sætta sig við að fá lóðir greiddar á mjög löngum tíma með því að eigendur greiði þær niður. Það má ekki gleyma skattfrekju þeirra þegar talað er um skattalækkanir. Hví skyldu þau ekki taka þátt í að létta undir með fátæku fólki.
Eftirleikurinn verður að sannfæra aðra flokka um að meira sé ekki mögulegt. Theodor Roosewelt ráðlagði mönnum að tala rólega en hafa stóran lurk í hendi.
Gangi þetta allt saman upp er ekki ótrúlegt að hinar pólitísku víglínur hafi flutst til á kortunum.Enda hver ríkisstjórn sem kemst í gegn um annað eins og þetta hlýtur að uppskera eitthvað jákvætt, þó að kjörtímabilið sé aðeins hálfnað.
29.5.2015 | 07:27
Fram til kratismans
hljómar úr lúðri Dags Bé.Hann skrifar svo:
"Það eru mikilvægir fundir sem fara fram í Karphúsinu þessa dagana þar sem kjaraviðræðum virðist vera að miða áfram undir forystu Flóabandalagsins og VR. Ekki þarf að fjölyrða um að mikilvægt er að vel takist til.
Ég tek hjartanlega undir með Sigurði Bessasyni formanni Eflingar sem sagði í hádegisfréttum að mjög mikilvægt væri að alvöru
uppbyggingarátak í húsnæðismálum verði hluti af því sem ríkisstjórnin komi með að borðinu. Húsnæði á viðráðanlegu verði er gríðarstórt hagsmunamál fjölda fólks. Raunar virðist öflug aðkoma verkalýðshreyfingarinnar geta orðið úrslitaatriði til að eyða óvissunni um fjármögnun félagslegs húsnæðiskerfis og uppbyggingu og kjör á leigumarkaði.
Reykjavíkurborg styður fjölbreyttari húsnæðismarkað og uppbyggingu leiguhúsnæðis
stúdenta, byggingasamvinnufélög og aðra uppbyggingaraðila sem deila markmiðum um öruggt húsnæði umfram arð. Húsnæðismálin eru algert forgangsmál í mínum hug."
Hinn algjöri sósíalismi ræður hugsun Dags Bé. Millistéttin er ekki til í hans huga heldur stúrdentar og búsetafélög svo og lífeyrissjóðir sem fjárfesta í leiguhúsnæði.
Hin gamla stefna Sjálfstæðisflokksins um eign fyrir alla, stétt með stétt, tilheyrir sögunni. Smáíbúðahverfið er einhver fornaldareðla sem fátækt fólk byggði með eigin höndum.
Nei, verktakahallir skulu það vera þar sem enginn getur keypt neitt vegna nema hátekjufólk sem þarf ekki greiðslumat vegna fermetraverðsins, það er stefna kratans í sinni tæru mynd. Til þess beitir hann öllu afli Reykjavíkurborgar og skattleggur til þess hvert mannsbarn á höfuðborgarsvæðinu í gegn um eignarhaldið á veitufyrirækjunum. Allir eru nauðbeygðir að kaupa rafmagn, frárennsli og hita af Degi Bé.. Verðlagningin bara miðuð við eyðsluna sem birtist í afgjaldinu.
Fyrir kosningarnar vakti Halldór Halldórsson athygli á því að Reykjavíkurborg hefur algera sérstöðu meða sveitarfélaga hvað varðar fjölda stöðugilda. Síðan hef ég ekkert heyrt um þróun mála.Líklega hefur kostnaður bara aukist með nýjum meirihluta þeirra Dags Bé.og EssBjarnar.
Fram til Kratismans með Evrópu og afturför, -já Ísland.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2015 | 13:48
Olían lækkar
enn. Hráolían marsérar niður og er núna komin niður fyrir 57 dollara fatið. Og það besta fyrir Island er að það er ekki líklegt að hún hækki á næstunni.
Partur af þakkargerð okkar fer til ISIS. Þeir eru svo heimskir að þeir eyðilögðu olíuiðnaðinn í Lybíu af því að þeir skilja hann ekki og snéru sér frekar að bátaútgerð með flóttamenn. Þeir kunna það betur að ræna eyri ekkjunnar.
Egyptar halda uppi einhverjum loftárásum á ISIS sem eru frekar sýnileg skotmörk í Lybíu þar sem þeir fara með stjórnsýsluna. AlQueda eru yfirleitt falin samtök og erfiðari viðfangs og heimskustigið er þar lægra. Ekki hef ég spurnir af árangri.
Sagt var að Kanarnir hefðu verið búnir að stúta einum 6000 ISIS liðum með drónum en greinilega hefur það ekki dugað til miðað við árangur þeirra í Írak og Sýrlandi. Þar er þá líklega spurningin sem lögð er fyrir Vesturlönd, hvort viljið þið heldur Assad eða Bagdadi? Kannski er planið að láta B. drepa A. og við drepum svo B. á eftir? Eða þannig?
Iranir eru farnir að flytja út milljón olíuföt á dag og leggja mikið fyrir í birgðir. Þeir geta auðveldlega tvöfaldað söluna. Þá myndi offramleiðsla heimsins hækka úr 2 milljónum fata á dag í 3.
Fracking heldur velli í Bandaríkjunum þrátt fyrir hrakspár og 750 framleiðendur framleiða meira en 1500 gerðu fyrir ári. Kínverjar og Rússar eru einnig að auka framleiðslu sína og Saudarnir geta ekki dregið úr sinni framleiðslu við þessar aðstæður. Skrítið að þeir skuli ekki geta tekið við arabískumælandi flóttamönnum frá Lybíu og komast upp með það.
Hérlendis hækkar bensínið með hærri dollar og fleiru segja þeir. En fyrr eða síðar lækkar þetta allt.
Nauðsynlegt virðist samt vera að hertaka Lybíu og útrýma ISIS til að koma reglu á olíuiðnaðinn og láta hann skaffa fólkinu lifibrauð eins og var hjá Gaddafi góða. Svo myndi það líka leysa flóttamannavandamálið sem stefnir í ófæru vegna aðgerða ISIS vitleysinganna.
En hvað um það, þá er olían að lækka LSG.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2015 | 12:57
Gleðiandvarp
finnst mér líða frá hverju brjósti sem ég hitti á förnum vegi. Það er að semjast, samningar eru að nást, við björgumst.
Ólýsanlegur léttir er ferðinni meðal fólks.Frá hyldýpi svartsýninnar upp í lönd vonar.
Mikið má þjóðin vera þakklát samningamönnunum sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri verðbólguholskeflu sem var að rísa við sjóndeildarhringinn. Bjartar vonir vakna um að betri tímar séu framundan þar sem aukin framleiðni muni skila lífskjarabótum hraðar en verðbólgan étur krónuna.
Nú þurfum við að vera góð við krónuna og klappa henni á allar hliðar. Fá bankana til að greiða betri vexti á sparnað. Af hverju ekki að leyfa verðtryggðar sparibækur til skemmri tíma en þriggja ára? Af hverju ekki þrjá mánuð? 9 mánuði með stighækkandi vöxtum? Leggja niður að skattleggja verðbætur sem fjármagnstekjur. Fólk þarf að geta sparað í friði. Ekki bara tala endalaust um lán og vexti.Hugsum heldur að lánlaus maður sé lánsmaður og sparifjáreigandi sé sæll maður.
Það fer gleðiandvarp um þjóðfélagið allt.
26.5.2015 | 18:01
Biflían og bókstafurinn
er tíðum viðfangsefni Illuga Jökulssonar á Ríkisútvarpinu. Ég hef gaman af þessum þáttum, Illugi fer víða og er áheyrilegur útvarpsmáður sem hann á kyn til.
Einmitt í dag las hann upp sögu úr Gamla Testamentinu sem hann segir að sé trúarbók kristinna manna í heild sinni en ekki bara valdir kaflar. Ég á nú bágt með það og finnst einboðið að sleppa því sem er alger della. Hinsvegar má svo vera að Biflían sé ein algild heild og þá vandast nú málið fyrir mig og mína líka.Ég hef sjálfur hitt fullorðinn mann sem sagði mér að hann tryði hverju orði í þeirri bók. Mér sýnist nú nokkuð ljóst að við nútímamenn gætum illa lifað við þann skilning.
Mér er nær að halda að Illugi vilji með öðru með þessum lestri á þessum Biflíusögum vilja færa okkur þann skilning að ekki sé ýkjamikill munur á Kóraninum og Biflíunni. Bæði ritin greini frá atburðum og fyrirmælum sem við nútímamenn eigum ekki að taka alvarlega. Séu meira þarna af gömlum vana. Okkur dettur ekki hug að stinga út auga okkar ef það hneykslar okkur eða grýta fólk til dauðs fyrir trívíalar sakir. Þannig sé enginn stór munur á Múhameðsmönnum og kristnum. Báðir setji sitt traust á bækur og hafi þær í heiðri.
En flestum finnst nú vera mikill munur á hvernig söfnuðirnir fara með þetta. Aðrir hóta með boðskapnum og kalla reiði Guðs og refsidóma, ekki bara annars heims heldur þessa heims sem trúuðum beri að framfylgja, yfir alla sem fylgja ekki forskriftunum í bókunum góðu.
Ég held að menn þurfi ekki lengi að leita til að finna muninn á túlkunum þessara söfnuða. Aðrir sýna sig að geta verið stórhættulegir í trúarhita sínum eins og sjá má í Sýrlandi en færri af hinum kristni eru þannig þó að þeir finnist. Þeir kristnu fara yfirleitt öllu varlegar og láta þá óguðlegu mest í friði, þó þeir vilji stundum gefa þeim Nýja Testamentið til skilningsauka. Maður verður ekki svo mikið var við að ljótu sögunum og kláminu í Esekíel sé svo mikið hampað að það trufli nokkurn mann.
Þessi viðleitni fólks að leggja þessi trúarbrögð að jöfnu er samt fáránleg þar sem atgangurinn af hálfu Islam er þess eðlis að vestrænum ríkjum stafar lífshætta af. Það er því óhjákvæmilegt að taka Múhameðsfólki með mikilli varúð og spyrja hversu mikla blöndun okkar samfélag yfirleitt þolir af slíku fólki. Reynslan frá nágrannalöndunum er þess eðlis að þegar sé komið of mikið af slíku. Biflían og bókstafurinn í henni er ekki endilega sama eðlis og Kóraninn.
26.5.2015 | 07:37
Kraftaverk
er verið að vinna í Karphúsinu ef marka má Morgunblaðsfréttir af máli málanna:
"Þriggja sólarhringa samningalota um og fyrir hvítasunnuhelgina leiddi til þess að forsvarsmenn samninganefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins náðu í gær samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða fyrrnefndra stéttarfélaga um fimm sólarhringa. Þær hefjast því ekki 28. maí heldur frestast til 2. júní, verði ekki samið fyrr. Stefnt er að því að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir næstkomandi fimmtudag, 28. maí.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nú m.a. vera uppi á borðum að gera kjarasamning til mun lengri tíma en upphaflega var lagt af stað með í viðræðum þessara aðila, jafnvel til a.m.k. þriggja ára. Þá mun vera sett á oddinn að samningurinn skili raunverulegri kaupmáttaraukningu á samningstímanum og að kjör tekjulægstu hópanna verði bætt meira en annarra.
Samningsdrögin verða kynnt stóru samninganefndum stéttarfélaganna síðdegis í dag og í kvöld, en í þeim sitja m.a. stjórnir og trúnaðarmannaráð félaganna."
Þessar fréttir eru þær bestu sem heyrst hafa lengi.Eins og fólki fannst allt vera svart og vonlaust. Megi þessum samningamönnum ganga allt í haginn við áframhaldið. Framtíð þjóðarinnar veltur mjög á þeirra herðum. Takist mönnum að semja sig út úr viðblasandi vanda þá er það hreint kraftaverk.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko