Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
25.5.2015 | 12:47
Valdimar H. Jóhannesson
er enn á ferð með hugleiðingar sínar um Islam. Ég held að Íslendingar almennt hafi gott af því að lesa það sem Valdimar skrifar um .eta efni. Ég leyfi mér að endurbirta bloggskrif hans:
"
Ákvæði stjórnarsrár Íslands um trúfresli er ekki án skilyrða. Í 63. gr. segir:
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu." Þeir sem þekkja íslam vita, að íslam samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu. Vandinn er sá að þekking á íslam er lítil á Íslandi, í stjórnsýslunni, í sveitarstjórnunum, hjá menntakerfinu, hjá kirkjunni, fjölmiðlum og hjá almenningi.
Ef við tökum okkur ekki á í þeim efnum er líklegt að skaðinn verði áður en við áttum okkur og við sitjum uppi með tröllaukin vandamál sem alls staðar hefur fylgt í kjölfarið á innrás íslam inn í hvað samfélag sem er. Nágrannalönd okkar glíma við vaxandi vandamál af hömlulausum innflutningi múslíma og vandséð hvernig þau leysa vandann.
Hér er áréttað að 80% múslíma er ekkert verri né betri en 80% t.d. nasista í Þýskalandi Hitlers, sem var ágætt fólk nema það hafði ekki döngun í sér til þess að standa gegn ómennunum sem réðu lögum og lofum í krafti ógnarstjórnar. Illskeyttasti hluti þeirra ræður ferðinni jafnt hjá múslímum sem nasistum á Hitlerstímanum.
Fyrri samfélög kristinna manna í Mið-Austurlöndum og á Balkanskaganum, samfélög Búddatrúarmanna í Austurlöndum (t.d. Afganistan), samfélög Hindúa á Indlandsskaganum, Zaraþústra dýrkanda í Persíu og samfélög gyðinga í Mið-Austurlöndum eru enn rústir einar eftir eyðileggjandi áhrif íslam. Íbúar þessara landa sem nú teljast flestir múslimar eru aumkunarverð fórnarlömb ofstækis sem einkennir íslam.Misskilningur er að halda að vandinn sé einskorðaður við róttækan islamisma.Íslam sjálft er vandinn og aðeins til marks um þekkingarleysi eða blekkingar ef slíkt fer fram hjá mönnum.
Fórnarlömbum íslam og almenningi í múslímskum löndum verður best hjálpað með því að leiða í ljós hvað íslam er í raun og veru, eins og Rússum er best hjálpað með því að upplýsa um hrylling komúnismans og Þjóðverjum um hið fjandsamlega eðli nasismans gegn heill og hamingju.
Það er ekki tilviljum að íslam, kommúnismi og fasismi eru nefnd í sömu andránni. Þetta eru allt náskyldar alræðisstefnur sem hafa að markmiði að kúga heiminn undir sig með hreinsunum og blóðfórnum og halda völdum með níðingsskap gagnvart minnihlutahópum. Flestum yfirsést að íslam er ekki fyrst og fremst trúarbrögð til einkanota heldur aðallega pólitískt stjórnkerfi sem nær til einkalífs fólks sem og opinberrar stjórnsýslu og til þess ætlað að ná heiminum öllum undir Allah, sem er hatursfullur guð og alls óskyldur guðsmynd annarra trúarbragða.
Heimurinn mun að endingu snúa baki við íslam sem þjónar alls ekki hagsmunum neinna nema múslímskra karlmanna. Íslam þjónar herskáum þjóðum til að leggja undir sig önnur lönd. Þessi trúarbrögð voru búin til fyrir 14 öldum til þess að auðvelda arabískum ribböldum þess tíma að leggja til atlögu við nágranna sína til þess að ræna þá eigum og til þess að næra valdagræðgi og fullnægja kvalar- og kynlífslosta ribbaldanna.
Heimurinn hefur liðið fyrir íslam í 14 aldir. Ekki sér fyrir endan á þeim hörmungum en hingað til hefur okkur Íslendingum lánast að vera að mestu lausir undan þessu oki vegna legu landsins ef frá er talið Tyrkjaránið á 17. öld. Mikið blóð mun áfram renna í heiminum næstu aldir vegna íslam og gerir á hverjum degi.
Nú ætla ólánsmenn að greiða götu þessa ofstækis til landsins með því að auðvelda yfirlýstum fjandmönnum okkar að vinna bug á samfélagi okkar með því að skemma það og sundra því innan frá. Bygging mosku er liður í markvissum hernaði íslam gegn samfélagi okkar. Allar moskur heimsins eru að fyrirmynd mosku Múhameðs sem múslímar kalla spámann. Sú moska var fyrst og fremst stjórnsetur í stríði gegn öllum sem ekki féllust á undirgefni undir hann og hugmyndafræði hans. Múmameð er í íslam sagður hinn fullkomni maður til fyrirmyndar fyrir múselmenn. Á mælikvarða hins vestræna samfélags er vandfundinn andstyggilegri maður.
Í stað þess að leyfa byggingu mosku ber að stöðva alla starfsemi tengda íslam hér á landi með tilvísun til stjórnarrkárinnar. Ef einhver skyldi vera svo grænn að sjá ekki að boðun íslam stríðir gegn góðum siðum og allsherjarreglu er þarft að rifja upp sitthvað sem íslam boðar:
Misrétti milli karlmanna og kvenna.
Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa.
Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú
Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð
Limlestingar fyrir t.d. þjófnað.
Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam.
Bann á tjáningarfrelsi um íslam.
Dauðarefsingar fyrir að hallmæla Múhammeð.
Karlmönnum er leyft að eiga 4 konur.
Fullorðnir menn mega giftast stúlkubörnum og hafa við þær mök eins og Múhammeð gerði.
Við þennan lista má bæta við fleira hryllilegu eins og limlestingar á kynfærum stúlkna í mörgum löndum múslíma (yfir 90% kvenna í Egyptalandi eru umskornar), heiðursmorð (vansæmdarmorð er betra orð), grýtingar fyrir ótrúsemi, rétt karlmanna til lemja eiginkonur sínar til hlýðni, afhausingar, verndartolla (jizya sem kristnir og gyðingar greiða til að fá að halda í trúarbrögð sín um leið og þeir fallast á kúgun og 3. flokks borgararéttndi). Og margt annað miður fagurt.
Það er ekki ofstæki að banna þessi ósköp. Það er heimska og fáfræði að gera það ekki. Ég bið lesendur vinsamlegast að athuga að það er ekki ofstæki að segja frá ofstæki og við eigum ekki að halda í heiðri umburðarlyndi gagn umburðarleysi íslam. Ég læt mér í léttu rúmi liggja þó að illa upplýst fólk muni kalla mig rasista. Sá sem slíkt gerir afhjúpar sitt eigið þekkingar- og dómgreindarleysi enda ekki von á góðu þegar það er talið vottur um aðdáunarvert umburðarlyndi að vera fáfróður um eðli íslam og hörmungar af þess völdum í 14 aldir."
Allt þetta segir Valdimar. Mér finnst þetta fráleitt vera ofstæki heldur skynsemi. Við höfum haft hér þjóðfélag sem við þekkjum og vitum hvernig hefur gengið. Hversvegna skyldum við fara að kollsteypa því á grundvelli einhverrar kratískrar alþjóðahyggju?
Mér finnst rétt að kynna sér aðvaranir og rök Valdimars H. Jóhannessonar hvað varðar þær breytingar sem aukin Múhameðsvæðing hefur í för mmeð sér.
25.5.2015 | 12:11
Full laun í verkfalli
er greinilega það sem BHM reiknar með. Annars færu þeir bara að vinna aftur til að lágmarka tjón sitt eftir að Sigmundur Davíð upplýsti þá um það sem þeir áttu auðvitað að vita.
BHM er afgangsstærð. Til viðbótar að vera aukastærð sem á ekki að hafa verkfallsrétt. Opinberir starfsmenn höfðu þann rétt auðvitað ekki en honum var einhvernvegin slakað til þeirra sem aldrei skyldi verið hafa.
Nú eru þeir í BHM í verkfalli á fullu kaupi.
24.5.2015 | 21:49
Vandi Vesturlanda
er ákvarðanafælni stjórnmálastéttanna.
Sem auðvitað leiðir beint af því hversu lítil eftirspurn er eftir því að komast til áhrifa. Fólk vill hreinlega ekki blanda sér i hin flóknu mál sem úrlausnar bíða þó að þau snúi beint að þeim eins og Miðjarðarhafs vandamálið og flóttamennirnir þar. Það er skíthrætt við nágrannann, hvað hann hugsi ef viðkomandi lætur uppi skoðun. Það þorir ekki að segja sína skoðun.
Ef maður spyr beint út, hvort viltu semja við Assad augnlækni í Sýrlandi eða Bagdadi hálskurðarmeistara hjá Kalífunum í ISIS, um olíuna í Sýrlandi, þá þorir enginn að hafa beina skoðun. Hvor er skárri, hvor er verri.Eru kalífarnir svona vondir eins og af er látið? Við gerum bara ekki neitt.
Ég hef sé myndband frá Bandaríkjaher hvernig þeir slátra ISIS liðum úr drónum. Þegar myndbandið var sýnt var slátrið komið í 6000. Og það var fyrir tveimur mánuðum síðan. Nú eru ISIS liðar ekki veikari en það, að þeir eru búnir að leggja olíu Sýrlands undir sig. Líklega semjum við bráðum við þá og kassérum Assad og gleymum fortíð og hálskurðarháttum kalífanna. Bísness as júsual. Ég veit ekki hvað Kaninn er að gera í dag eða hvort hann er hættur?
Frá Lybíu streyma bátar með örvæntingarfullt fólk sem vill koma til Íslands og Evrópu. Evrópusambandið er svo lélegt að það getur ekkert gert nema taka við vandamálinu. Samt á þetta aulabandalag heri sem hægt er að senda inn í Lybíu til að drepa glæpamennina sem þar stjórna og framleiða vandamálið.
Kratískar heybrækur eru hinsvegar allstaðar við völd á Vesturlöndum. Allt saman fólk sem er gersamlega ófært um að horfast í augu við nokkurt vandamál hernaðarlegs eðlis eða vandamál sem er utan landamæranna næst því. Getur ekkert nema talað og talað um paragröf og reglugerðir. Getur ekki stjórnað því sem það var kjörið til frekar en krataliðið í Brüssel. Einskis nýtt eiginhagsmunalið sem Össur og Já Ísland vilja endilega að henti okkur. Við hinir þorum ekki einu sinni að styggja neinn með því að hætta upphátt að sækja um inngöngu.
Á skal að ósi stemma, sagði Þór og kastaði steini. Evrópa getur ekki kastað steini þó hún sjái hvað gerir vatnavextina. Við Vesturlandamenn erum orðnir of latir til að berjast og of feitir til að flýja og getum ekkert gert nema kosið krata og meiri krata til að sitja í Brüssel og skrifa paragröf.
Á meðan vex vandi Vesturlanda og endar eins og í VietNam þar sem menn nenntu ekki að verja frelsið heldur tóku frekar við hinu þægilegra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2015 | 10:02
Ormagryfja
illvirkja Svandísar Svavarsdóttur í orkumálum er opnuð í grein Vigdísar Hauksdóttur í Morgunblaðinu á laugardag.
Þar er rakið hversu svívirðileg framkoma stjórnarandstöðunnar á Alþingi er um þessar mundir. Þeir ljúga því blákalt að meirihlutinn sé að svíkja samkomulag um rammaáætlun sem þeir hafi sjálfir staðið að. Þeir strika yfir millilendinguna á skrifborði Svandísar sem breytti allri fyrri rammaáætlun að smekk hennar, Steingríms J. og Oddnýjar Harðardóttur. Hún heldur því fram að engu hafi verið breytt sem heimili meirihlutanum að færa plaggið í upprunalegt horf.
Vigdís skrifar:
"Á síðasta kjörtímabili var ruðst inn í 14 ára samkomulag um röðun virkjanakosta undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra. Tók hún virkjunarkosti úr nýtingarflokki og setti í biðflokk og öfugt. Vatnsaflsvirkjanir eru langhagkvæmasti og umhverfisvænsti kosturinn. Árnar streyma áfram endalaust í hundruð ára og eru ótakmörkuð auðlind. Háhitasvæði eru takmörkuð auðlind og duga í 25-80 ár eftir svæðum. Áhrif jarðvarmavirkjana eru lítið rannsökuð hér á landi og útblástur frá þeim veldur mengun.
Þessi umhverfissjónarmið viku á síðasta kjörtímabili. Umhverfisráðherrann Svandís sem fékk á sig Hæstaréttardóm vegna Þjórsármála, sagðist vera í pólitík en þyrfti ekki að lúta lögum - gerði það að tillögu sinni að ráðast inn á friðlýst svæði og fólkvanga á Reykjanesi og setti virkjunarkosti þar í nýtingu. Allt í samráði við þáverandi iðnaðarráðherra sem þurfti að »sýna sig« á heimavelli. Auk þess var bætt um betur og þó nokkrir virkjunarkostir á Kröflusvæðinu á heimasvæði þáverandi formanns VG, Steingríms J. Sigfússonar, settir í nýtingarflokk. Gjaldið var eftirgjöf VG í ESB-málinu og þar með stærstu kosningasvik stjórnmálaflokks hér á landi.
Hér á eftir fara valdir kaflar úr bók Össurar Skarphéðinssonar, Ár drekans, sem lýsir því sem gerðist á bak við tjöldin í pólitískum hrossakaupum á síðasta kjörtímabili - sem á ekkert skylt við umhverfisvernd. Gefum Össuri orðið:
»Mánudagur 5. mars. Hefðbundinn ráðherrafundur sem byrjar í friðsemd snýst upp í hvassar hnippingar milli mín og Jóhönnu Sigurðardóttur út af rammanum og ESB. Það byrjar með því að forsætisráðherra og Oddný G. Harðardóttir, sem er líka iðnaðarráðherra í bili, segja að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár. Hins vegar ætti að taka Eldvörp á Suðurnesjum inn í nýtingarflokk. Það er væntanlega til að styrkja Helguvíkurdæmið.
Stöllurnar vilja taka málið í gegnum ríkisstjórn á morgun - og leggja áherslu á að allir ráðherrarnir tryggi að þingflokkurinn styðji málið. Með »allir ráðherrar« eiga þær náttúrlega við mig. Þær vita vel að ramminn fer aldrei svo breyttur í gegnum þingflokkinn nema ég beiti mér fyrir því. Jóhanna segir að VG geti ekki lifað við aðra niðurstöðu. Það mundi leiða til slita á ríkisstjórninni.
Ég dreg hins vegar ekki í efa orð hennar um að þessi niðurstaða sé samstarfsflokknum jafn mikilvæg og aðildarumsóknin okkur. Ég vil að Jóhanna, sem formaður flokksins, fái ESB-málið á hreint við VG áður en ramminn haldi áfram. Hún hafi sjálf lagt þessi mál að jöfnu og þá finnst mér rétt að þau haldist í hendur.«
Össur heldur áfram og rifjar upp laugardaginn 24. mars 2012:
»Innan VG er hópur sterkra umhverfissinna sem m.a. tengist Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Björgu Evu Erlendsdóttur og Bergi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra þingflokksins, sem mun frekar yfirgefa VG en láta Þjórsárvirkjanir yfir sig ganga.
Hópurinn er þegar hundfúll út í ráðherra VG fyrir að hafa fallist á að taka Eldvörpin á Suðurnesjum inn í nýtingarflokk og tengja réttilega við fyrirhugað álver í Helguvík. Ráðherrum VG, sem sækja fast að ramminn verði afgreiddur með breytingum sem Jóhanna hefur fallist á, líst ekki á blikuna þegar stór hluti þingflokks Samfylkingarinnar bakkar ekki upp tillögu formannsins. Það er í fyrsta skipti sem það hefur gerst.
Ofan á hlaðast svo hótanir um refsiaðgerðir frá Evrópu sem vekja sterkar öldur innan flokksins.
VG er með böggum hildar yfir stöðunni. Sjálfur hef ég ekki farið dult með að vilja seinka rammanum til að hafa hann sem vogarafl til að tryggja starfsfrið hjá VG gagnvart ESB-umsókninni fram eftir ári.«
Þann 18. júní 2014 hafði Össur skrifað þetta í dagbók sína og birtir í bók sinni: »Út af stendur ramminn. Hann verður ekki afgreiddur fyrr en í haust. Fyrir VG er hann jafn mikils virði og ESB er okkur. Það er á flestra vitorði að ég lít á rammann sem tryggingu fyrir því að VG stöðvi ekki ESB-málið.«
Höfuðdjásn Vinstri grænna, að friða Ísland, og höfuðdjásn Samfylkingarinnar, að ganga í Evrópusambandið, var í húfi hjá báðum flokkum - og báðir flokkar lögðu allt undir.
Ágæti lesandi - þessum pólitísku hrossakaupum Samfylkingarinnar og VG er nú verið að snúa til baka.
Þjóðþingið er um það bil að leggjast á hliðina - slík er frekjupólitík stjórnarandstöðunnar í málinu. Öllum brögðum er beitt og allir dagskrárliðir misnotaðir.
Fyrir þessu fer fyrrverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sem leggur allt undir í málinu. Undir kápunni hennar glittir í gamla Steingrím J. »umhverfissinna«
og stóryrði eins og gamaldag stóriðjupólitík, spúandi álverksmiðjur, gamaldags karlapólitík, gamla stóriðjudólgastefnan, blind dólgastóriðjusjónarmið, forneskjur á þingi, risaeðlur sem vilja gömlu tímana í umhverfismálum og subbuleg vinnubrögð eru aftur orðin orðfæri þingmannsins.
Þessir flokkar voru kosnir eftirminnilega frá völdum í alþingiskosningunum 2013 en neita að sleppa völdum."
Þetta er aðalatriðið. Gamla svikamyllan neitar að viðurkenna að kosningar hafi farið fram fyrir tveimur árum þar sem ný stjórn tók við. Þeir krefjast þess að fá að ráða öllu einir á Alþingi. Í þeim sýna þeir í verki að þeir gefa skít í allt lýðræði og beita til þess öllum ráðum sem þeir geta. Gamla aðferðafræði kommúnistanna er í fullu gildi hjá þessu fólki. Nú er um að gera að knýja þá til uppgjafar og keyra öll má í gegn, líka slitin á aðildarviðræðunum. Hætta að svara ræðum kommúnistanna heldur marséra áfram.
Það er ekki um neitt að semja við ormagryfjuna.
23.5.2015 | 20:33
Píratar passa
á bróðurpart þeirra mála sem þeim eru rétt. Nefndarsetur eru þeim líklega lítt að skapi heldur leggja þeir áherslu á að vera þar sem orrustan er hörðust í ræðustól.
Miðað við að horfa á þá skelfingu sem Sjónvarpið færð okkur af fundum Alþingis síðustu daga, þá velti maður því fyrir sér hvort þingstörfin verði nokkuð verri eftir að Píratar taka þar völdin innan tíðar? Getur þetta nokkuð versnað frá Samfó og Grænó?
Það verður þá ekki þetta jólastress eða sauðburðaróþol á síðustu þingdögum þegar þar er komið. Allar nefndir verða búnar með sitt í tíma og þingið verður orðinn aftur að þægilegum 9-5 vinnustað með mat og kaffi á staðnum. Hvernig skyldi til dæmis þingforseti bera sig til undir umræðum ef einhverjar verða?
Það fer um mann samúðarbylgja að horfa á Einar Kristinn þurfa að sitja undir ákúrum þessa liðs sem kallar sig stjórnarandstöðu. Hvernig skyldi aumingja manninum líða? Mér finnst hann eiga inni bónus fyrir að þurfa að þola þetta. Þetta er víst þjóðþingið mitt. Já mitt líka um leið og þitt. Að hugsa sér. Hvar endar þetta? Hvar skyldi virðingin vera niðurkomin?
Píratar eflast með degi hverjum. Þeirra verður ríkið, mátturinn og svo hin í fyllingu tímans. Ef eitthvað ríki verður þá eftir þegar Palli kommi og félagar hans verða búnir að hantéra það fyrir okkur, þá geta Píratar passað áfram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2015 | 13:07
BHM í bakaríinu
um hádegið. Mannsöfnuður í 60 daga verkfalli.
Samningafundur í dag kl.15:00.
Skilja þeir ekki að það verður ekki talað við þá fyrr en síðast? Hvað er að þessu fólki? Síðan hvenær sveiflar rófan kettinum? Hvernig datt Palla komma í hug að fara fyrstur í verkfall? Er þetta álitsauki fyrir praktíska háskólamenntun?
Hvað segir Arkitektafélag Íslands? Eru þeir hættir að teikna? Komnir í teikniverkfall? Fá þeir úr 15 milljóna sjóðnum?
Þarf að reikna út hversu mikil kauphækkun þyrfti að vera til að ná upp 6 vikna verkfalli? Eða fær BHM í bakaríinu loforð um full nýju launin frá ríkinu allan verkfallstímann?
22.5.2015 | 09:28
Vilhjálmur Bjarnason
skrifar skemmtilega grein í Mbl. í dag.
Þar tilfærir hann dæmi um hvernig menning víxlfrjóvgast með því að hæfir menn geri hana aðgengilega fyrir fleiri.
Hann birtir athyglisverðan samanburð texta Runebergs og Gríms Thomsens á því íslenskasta af öllum íslenskum ættjarðarkvæðum, Heyrið vella .... sem er bein þýðing á texta Runebergs.
Hör hur härligt sången skallar,
mellan Wäinös runo hallar.
Det är Suomis sång.
Det är Suomis sång.
Hör de höga furorna susa,
hör de djupa strömmar brusa,
det är Suomis sång.
Det är Suomis sång.
Heyrið vella á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja í veri:
Íslands er það lag.
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskorum bruna:
Íslands er það lag.
Mér finnst nú Grímur betri og meitlaðri í orðsnilld íslenskunnar.
Svo kemur kafli sem er annars eðlis en getur tengst þeim greinarmun sem Íslendingar gera á skáldum og þeim persónum sem að baki búa. Menn minnast þess Að enginn talaði við Einar Benediktsson sjálfan á Þingvöllum þó að hann hefði verið hylltur sem skáldkonungur Íslands. Þeim var ek verst er ek unna mest sagði Guðrún Ósvífursdóttir í elli sinni.
Vilhjálmur minnir síðan á hver sé munurinn á stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari Grímssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni Forseta. Vilhjálmur veltir fyrir sér hvort sama persónan sé endilega að baki báðum gervunum.
Vilhjálmur segir:
..."Þá var á dögum stjórnmálamaður, sem hét Ólafur Ragnar Grímsson. Hann virðist löngu horfinn af sjónarsviðinu og enginn man hann lengur. Ellegar að hann hefur umpólast. Sá bar fram þingsályktunartillögu um rannsókn með 15 spurningum, sannkallaður rannsóknarréttur;
»Tillaga til þingsályktunar um rannsóknarnefnd þingmanna til að kanna rekstur, fjárfestingar og fargjalda- og farmgjaldaákvarðanir Flugleiða hf. og Eimskipafélags Íslands hf. með sérstöku tilliti til einokunaraðstöðu og markaðsdrottnunar þessara fyrirtækja.«
Framsöguræðan var löng, uppfull af dylgjum með svörum, sem gerði alla rannsókn ónauðsynlega.
Ein fullyrðing var þessi:
»Þróun fyrirtækisins mótast nú að mestu leyti af alþjóðlegum viðskiptahagsmunum flókinnar fyrirtækjasamsteypu, sem virðist leggja æ meiri áherslu á hinn alþjóðlega samkeppnismarkað, ekki þjónustumarkaðinn við íslenskan almenning.«
Ein ályktunin var þessi;
»Sú alþjóðlega útþensla, sem einkennt hefur vöxt Flugleiða á sl. árum, gerir það að verkum, að fyrirtækjasamsteypan er nú orðin svo margbrotin að hún skapar verulega möguleika á flutningi rekstrarfjár og eignarmyndunar frá hinum íslensku þáttum rekstrarins og til hinna erlendu þátta í fyrirtækjasamsteypunni.«
Ein umsögn um fjárfestingu Flugleiða hf. í flugvél, nánar tiltekið DC 10:
»Þegar um svo afgerandi fjárfestingu er að ræða, - fjárfestingu sem er í sama »klassa« og hin þekkta og sumir mundu segja illræmda Kröfluvirkjun landsmanna.«
Svo kom markmiðið berlega fram;
»Í flestum þessara landa hefur forræði kjörinna fulltrúa þjóðarinnar yfir mikilvægustu greinum samgöngukerfisins verið tryggt á þann hátt, að opinberir aðilar hafa ýmist að öllu leyti eða á afgerandi hátt verið eignaraðilar að mikilvægustu samgöngufyrirtækjunum, og er þannig leitast við að tryggja að samgöngukerfið þjóni hverju sinni almennum þjóðhagssjónarmiðum og velferðarsjónarmiðum fólksins í landinu. Hér á landi hefur hins vegar orðið sú þróun, að öflugustu fyrirtækin í samgöngukerfi þjóðarinnar eru einkafyrirtæki, og hefur mikilvægi þessara fyrirtækja aukist til muna á allra síðustu árum.«
Í viðtali við dagblaðið Vísi spyr blaðamaður; »Hvernig ætti slík þjóðnýting að fara fram?« Stjórnmálamaðurinn svarar: »Fyrsta skrefið í þeim efnum gæti verið að skilja á milli þeirra flugsamgangna sem ég tel að séu nauðsynlegar fyrir öryggi landsins og þjóðarhag. Þar á ég bæði við flugsamgöngur innanlands og utan sem yrðu þá reknar af opinberum aðilum, en einkaaðilunum yrði látið eftir áhættuflugið, ef þeir vilja frekar það flug áfram.«
Rannsóknarnefnd Alþingis var aldrei skipuð, en hirðsveinar stjórnmálamannsins hófu einkarannsókn.
Vissulega átti eftir að syrta í álinn hjá Flugleiðum hf. Ekki var það vegna þeirra sem stjórnuðu félaginu. Allur flugheimurinn stóð á heljarþröm. Stjórnendurnir brugðust við og höfðu betur. Endurreisnin endaði með algerri endurnýjun á flugvélakosti. Á þeim flugvélakosti byggist reksturinn enn í dag.
Ekki er víst að forseta Íslands hefði hlotnast sú virðing að veita Icelandair þann heiður sem fylgir útflutningsverðlaunum forseta Íslands ef þessi þjóðnýting hefði náð fram að ganga.
Stjórnendur félagsins hafa utan einu sinni verið gæfufólk. Það ber að þakka og virða. Að því býr íslensk ferðaþjónusta í dag. Icelandair á heiðurinn og vegsemdina skilið."
Það eru spurning sem íslenskir kjósendur verða að spyrja sjálfa sig við næstu Forsetakosningar, hvort kjósum við heppilegan leikara í hlutverk Forseta eða mann með ákveðinn gamlan karakter eða spánýjan karakter fægðan í stormum sinnar tíðar.
Ég kaus Ólaf Ragnar síðast vegna heits sem ég vann í sambandi við seinni Icesave-atkvæðagreiðsluna. Mér finnst þau Forsetahjónin hafa staðið sig frábærlega vel og er þá hlutur Dorritar ekki minni. Ég kem ekki auga á neinn annan kost í stöðunni en að þau verði bara áfram.
En ég veit ekki alltaf hvað hann Vilhjálmur Bjarnason hugsar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2015 | 19:47
Hversu langt er síðan
að frá Júróvisjón komu lög sem heimsbyggðin gat lært og sungið?
Mér finnst þessi músík núna vera upp til hópa væll og skrækir í skrautsýningu. Gersneytt allri músík heldur yfirkeyrður afkáraskapur í klæðnaði og ljósasjóum. Mér þætti fróðlegt hvort margir áhorfenda geta sungið eitthvað lagið eftir kvöldið?
Þegar þetta er skrifað er ekki komi að íslenska laginu. Ég hef ekki heyrt það áður. En fyrirfram býst ég ekki við miklu. Og mér er raunar slétt sama hvernig atkvæðin falla, það er nefnilega ekki verið að skemmta mér sérstaklega þó ég fái að borga aukin framlög til RÚV. Þar að auki megum við ekki vinna því við gætum líklega varla haldið keppnina vegna megurðar.
En hversu langt er síðan að Abba trukkaði alla með lögunum sem margir kunna enn í dag?
21.5.2015 | 12:24
Alræðisvald æsingamanna
til eða efna til uppþota á vinnumarkaði er skilgreint í lögum nr.80 frá 1938 með svofelldum hætti:
" 15. gr. laganna orðast svo:
Þegar félag atvinnurekenda eða stéttarfélag ætlar að hefja vinnustöðvun er hún því aðeins heimil að ákvörðun um hana hafi verið tekin við
almenna leynilega atkvæðagreiðslumeð þátttöku a.m.k. fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna samkvæmt atkvæða- eða fé lagaskrá og að tillagan hafi notið stuðnings meiri hluta greiddra atkvæða.
Heimilt er að viðhafa almenna leynilega póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um tillögu um vinnustöðvun og gildir niðurstaða hennar þá óháð þátttöku.
Nú er vinnustöðvun einungis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað og er þá heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að taka til.Þarf þá fimmtungur atkvæðisbærra að taka þátt í atkvæðagreiðslu og meiri hluti þeirra að styðja tillögu um vinnustöðvun.
Í tillögu um vinnustöðvun skal koma skýrt fram til hverra henni er einkum ætlað að taka og hvenær vinnustöðvun er ætlað að koma til framkvæmda.
Þá er það skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara.
Samninganefnd eða til þess bærum fyrirsvarsmönnum samningsaðila er jafnan heimilt að aflýsa vinnustöðvun. Sömu aðilum er heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun, einu sinni eða oftar, um allt að 28 sólarhringa samtals án samþykkis gagnaðila, enda sé frestunin kynnt honum með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara. Þó er jafnan heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun og yfirstandandi vinnustöðvun með samþykki beggja aðila."
Ákvörðun um vinnustöðvun verkalýðsfélaga eða atvinnurekenda er þannig tekin af fullkominni léttúð og ábyrgðarleysi allt niður í tíu prósent félagsmanna. Miðað við alvarleika vinnustöðvana, alvarlegri en til dæmis Forsetakosningar nokkru sinni, er það að þjóðfélagið er algerlega berskjaldað fyrir upphlaupum lítilla samstilltra aðgerðarhópa, sem ekki styðjast við neinn lýðræðislegan meirihluta. Eiginlega meira í ætt við úrtak í Gallup-könnun, þó vissulega séu skoðanakannanir venjulega ávísun á annað meira.
Þó að póstkosningar séu heimilar eru þær sjaldnast viðhafðar og þá yfirleitt í skötulíki.
Auðsætt er að aldrei létu upprunalegir lagsamiðir sér detta í hug að opinberir starfsmenn færu í verkföll. Lögin eiga því við allt annað þjóðfélag en nú er við lýði þrátt fyrir seinni tíma viðbætur og plástra.
Það er því morgunljóst að það þarf að skrifa þessi lög upp á nýtt og fá til þess hina vísustu menn. Það er held ég nauðsynlegt fyrir skilvirkni að fækka samningsaðilum og stækka félagaheildir á vinnumarkaði.
Fyrsta sem verður að gera er að taka verkfallsréttinn af opinberum starfsmönnum því annars blasir upplausn réttarríkisins við. Kjaradómar verða að leysa þeirra mál með okkar bestu manna yfirsýn.
Það hlýtur að vera mögulegt að gera mun harðari kröfur um atkvæðagreiðslur um vinnustöðvanir og stóraukið hlutfall þeirra sem greiða slíku atkvæði. Við myndum aldrei sætta okkur við að Forseti lýðveldisins væri kosinn með fjórðungsþáttöku. Eða að þátttaka í Alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum færi langt niður fyrir helmingsþáttöku. Lýðræðisvitund þjóðar gæti ekki þolað slíkt og hún myndi grípa til ráðstafana í þeim tilvikum. Fyrirliggjandi vandi er engu minni fyrir þjóðina.
Eins og stendur hafa æsingamenn alræðisvald yfir örlögum þjóðarinnar.
20.5.2015 | 20:08
Leiddir til slátrunar
um þessar mundir eru allir atvinnurekendur landsins meðan kommagengið í verkalýðsfélögunum brýnir kutana og ætlar að taka völdin í þjóðfélaginu þann 6. júní.n.k.
Af hverju akkúrat á þessum degi? Af hverju á gengið að stjórna ferðinni og ráða dagsetningum? Af hverju grípa ekki hinir til ráðstafana? Er hægt að koma í veg fyrir að laun verði greidd út um mánaðarmótin? Stöðva Tryggingastofnun Ríkisins? Bankana? Sjá til þess að verslanir verði vörulausar? Spítalarnir verði óstarfhæfir og elliheimilin? Flugstarfsemi leggist niður. Siglingar og vöruflutningar leggist niður.Alvaran ein ráði ríkjum.
Velja verkalýðsséffarnir ekki sjálfir það sem á að truflast í velheppnuðum vinnudeilum? Bensín, mjólk, búðir, skemmtanir og ÁTVR var hér áður fyrr tekið af öllu fólki sem ekki átti beinan þátt í deilunum. Er ekki rétt að athuga hvort ekki sé hægt að bæta um betur til þess að fólk læri einhvern tímann hvað verkföll þýða? Þetta eru ekki skrautsýningar og sport í eðli sínu þó að Íslendingar hafi litið þannig á það.
Svíar lærðu allt um verkföll haustið 1909 eftir langvarandi skærur á vinnumarkaði. Þeir hafa farið gætilega síðan.
Ef drifið er í að fara í þessar þráðu aðgerðir þá minnkar hugsanlega tjón þjóðarbúsins í heild þar sem ferðamannatíminn fer í hönd eftir mánaðarmót. Af hverju á kommaliðið að ráða ferðinni og velja sér til hólmgangna við auðvaldið bæði stundir og staði? Þurfa ekki þrír fjórðu af verslunarmönnum að læra hvað það kostar að greiða ekki atkvæði um verkfall? Þarf ekki þjóðin að fá lexíu sem hún gleymir ekki strax? Sýnikennslu í því hvað verður að gera til að bæta okkar aðferðir?
Eða finna einhverja viðunandi lausn í skugga ógnarinnar? Því fyrr munu menn biðja um lagasetningu sem snerran verður harðari strax í byrjun.
Loksins þegar örlaði á kaupmáttaraukningu og betri tíð, þá er verið að leiða þjóðina til slátrunar að hætti verkalýðsfurstanna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko