Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015
14.6.2015 | 14:36
Hvert á okkar fólk að halda?
Alþjóðabankinn hefur gert töflu um framboð á spítalarúmum í hinum ýmsu löndum.
Líklega má áætla atvinnutækifæri fyrir umönnunarstéttir á þarlendum spítölum eftir þessu. Þá virðist vera morgunljóst að framtíðin liggur þá í Norður Kóreu og Monaco en ekki í þeim "löndum sem við berum okkur saman við"
World Bank setur eftirfarandi fram:
Spítalarúm þjóða á hverja 1000 íbúa, nýjustu tölur:
Ísland 3.2
Danmörk 3.5
Finnland 5.5
Noregur 3.3
Svíþjóð 2.7
Canada 2.7
U.S A. 2.9
U.K. 2.9
Israel 3.3
Italía 3.4
Monaco 13.8
N.-Kórea 13.2
Þýskaland 8.2
Belgía 6.5
Barbados 6.2
Pólland 6.5
Cuba 5.3
Malta 4.8
Það er eiginlega furðulegt hvað Norðmenn og Svíar eru aftarlega á merinni. Enda er þessi staðreynd mjög í umræðunni í Noregi og læknasamtökin þar lýsa miklum áhyggjum af þróuninni sem virðist á hraðri leið afturábak í norskri fólksfjölgun.
Þá vita menn það hvar á að bera niður með velferðina. Hana er þá ekki svo mjög að finna á Norðurlöndum nema í Finnlandi.Norræna velferðarstjórnin var þá líklega á villigötum. Norðurkóreska velferðarstjórnin hefði verið nær að kalla hana. Enda var hún líklega um margt henni ekki fjarskyld.
Svo brautin er bein fyrir þá sem eru að segja upp hvert skuli halda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2015 | 12:22
Ellert og Hildur
Svo komu þau Ellert Schram og Hildur Sverrisdóttir með framhald þjóðfélagsspunans. Allt er að fara til andskotans af því að hjúkrunarfræðingar fá ekki meiri laun. Sigurjón talar um veika fólkið og Ellert segir fólk hætta við að læra hjúkrun vegna launanna og að lært fólk fari úr landi.
Enginn biður neinn að velja sér námsbraut. Kínverjar komu hingað hiklaust til að byggja Kárahnjúkavirkjun af því að við gátum það ekki. Það er eins og að fólk gleymi því að að það er hægt að fá fólk víðar að en hérlendis frá.
Ég held að fyrrum Sjálfstæðismaðurinn Ellert hafi heldur verið á móti einokun í gamla daga. Hafi í raun talað frekar fyrir samkeppni í þá daga?
Er einhver samkeppni í heilbrigðisbransanum eins og varð í frystihúsunum fyrir vestan? Verkfræðingar geta haldið og halda á erlend mið alveg eins og hjúkrunarfræðingar og læknar. Ekki hefur samt landið tæmst ennþá enda er Ísland annað og meira en krónur og aurar og er auk þess á mikilli hreyfingu. Aðrir geta líka komið hingað af hundruð milljóna mannskaps markaði. Læknar sem geislafræðingar.
Ég held að við verðum að kalla blöffið hjá þessum stéttum. Fari þeir sem fara vilja og veri þeir sem vera vilja. Hættum að hlusta á stöðugar frásagnir af einhverri reiði í einhverjum forystumönnunum hingað og þangað.
Sjálfur hugsa ég oft til orða Jónasar H. Haralz í ræðustóli á Hótel Loftleiðum í gamla daga. Hann sagði að opinberir starfsmenn yrðu alltaf óánægðir með kjör sín svo lengi sem væru opinberir starfsmenn. Ég er sannfærður um það, eftir að hafa séð Orkuhúsið og fleiri svipaðar einkastofnanir, að einkarekstur í höndum okkar frábæra fagfólks á heilbrigðissviði myndi gera allt okkar stóra vandamál léttara viðfangs. Ég vildi sjá einkaspítala rísa sem þjóna útlendingum líka á viðskiptagrundvelli í magaaðgerðum eða hverju sem er. Daggjaldakerfi myndi svo gefa okkar fólki val um hvert það vildi fara.
Ég gat ekki heyrt að Ellert krati eða Hildur Sjálfstæðiskona legðu neitt afgerandi fram til lausnar í heilbrigðismálum Íslendinga. En kannski heyrði ég bara ekki?
14.6.2015 | 11:54
Már Guðmundsson
var góður á Sprengisandi hjá Sigurjóni M.
Það var svolítið skondið að heyra þegar Sigurjón sagði Seðlabankann hafa talað ákaflega gegn tilteknum áhrifum vegna sölu bankanna en ruglaði því saman við að það hefði víst verið hann sjálfur sem hefði skrifað ákaflega um þær hættur þegar Már kannaðist ekki við lýsinguna hvað Seðlabankann varðaði!
Már ræddi lið fyrir lið hverja þá flugu sem Sigurjón kom fram með úr safni Samfylkingarinnar um efnahagsmál. Hvergi var komið að tómum kofanum hjá Má og ég held jafnvel að Sigurjón hafi sjálfur hugsanlega skilið að sitthvað af þeim hugmyndum sem spunameistarar hennar dreifa um þjóðfélagið þvert og endilangt standast hvergi hagfræðilega skoðun. En hugsanlega verða þær dottnar úr ritstjóranum þegar hann kemur aftur í vinnuna til til húsbónda síns. Manni varð hugsað til daga vaxtaflónsins þegar sumar spurningar Sigurjóns skullu á Mávi um það sem ekki er og ekki verður.
Már sagði alla í kerfinu og öll stjórntæki betur í stakk búna núna til að fást við aðsteðjandi ógnir. Það væri fráleitt eins og Sigurjón hélt ákaft fram að ný kreppuholskefla væri að rísa að allt myndi fara eins núna og áður.
Már sagði að allir hefðu í raun sömu markmið sem væru að bæta kjör þjóðarinnar. Í heild væri ástæða til bjartsýni í efnahagsmálum um þessar mundir. Vandinn væri hinsvegar að stjórnmálamenn hefðu tilhneigingu til að fara hraðar en kerfið þyldi með góðu móti. Djúpt hugsað er þetta líklega réttara en margt annað í pólitíkinni.
Skyldi Már eiga eftir að verða einskonar Greenspan Íslands í embætti sínu?
13.6.2015 | 20:05
Sofia Hellquist
er að orðin Svíaprinsessa. Falleg kona og glæsileg.
Nokkurt undrunarefni einhverra? En varðar okkur nokkuð um við hvað hún hefur starfað? Quod licet Jovi, non licet Bovi? Ég held að mér sé slétt sama um fortíð hennar þar sem hún var í fremstu röð meðal jafningja.
Svíar virðast taka henni fagnandi af myndum að dæma. Katrín Mikla var mikil á fleiri sviðum en í pólitík. Erum við ekki öll hold og blóð, há sem lág? Er ekki um að gera að vera frjáls eins og fuglinn og ekki láta fjötrast af einhverri gamalli dellu og fordómum? Rétt eins og Reykjavíkurmeyjar í dag á Austurvelli?
Er ekki Soffia Hellquist gullfalleg og djörf kona sem við vonum að verði hamingjusöm með prinsinum sínum? Óskum við þess ekki að hún hafi það góða innræti og þann kærleika sem ávallt endist best í hjónabandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2015 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2015 | 12:06
Valgerður Bjarnadóttir
er í útvarpinu og segir að það eigi að borga fólki mannsæmandi laun svo það geti lifað.
Það var einu sinni stefna sem hét Social Credit sem gekk út á að að allir fengju nóga peninga. Hún var notuð á Nýfundnalandi sem missti sjálfstæði sitt í framhaldi.
Valgerður finnur að því að skattar séu lækkaðir þegar þarf að borga fólki óskilgreint mannsæmandi laun. Hækkun allra skatta er henni hjartfólgin. Hún er þá skýr á því að peningar til þess að borga opinberum starfsmönnum þessi mannsæmandi laun komi ekki nema með því að hækka skatta. Hún vill því hærri skatta og hærri laun til ríkisstarfsmanna.
Man nokkur mynd StormsP af kallinum sem er að sníða rófuna af hundi sínum til að gefa honum að éta?
Er þetta ekki munurinn á pólitík krata og hægri manna? Kratar vilji skattleggja til að eyða? Hægri menn vilji spara til þess að geta eytt? Þessvegna vilji þeir hægri menn auka einkavæðingu allstaðar því þeir trúi því að menn fari betur með eigin peninga en annarra?
Er það munurinn á frændsystkinunum Valgerði Bjarnadóttur og Bjarna Benediktssyni?
13.6.2015 | 11:43
Verkföll eru vitlaus
Ég held að ég hafi einu sinni verið settur í verkfall.Var ekki einu sinni spurður enda kannski orðinn atkvæðisbær. Það var verkfall verkfræðinga sem þeir fóru í fyrir margt löngu. Mér skilst að það standi enn þannig að ég hef verið tæknilega í verkfalli alla mína starfsævi. Hann Hellu-Ingólfur setti lög á okkur sem enn standa að því að ég best veit.
Ég er búinn að upplifa marga svona vitlausraspítala eins og verkföll eru. Ég veit líka hversu stutt getur orðið stórslys og mannvíg af verkföllum ef þau fá að grafa um sig.
Nú erum við búin að upplifa enn eina sýningu í þessu afkáraleikhúsi. Einhverjir eru búnir að gjalda með lífinu fyrir þetta og fleiri eiga eftir að týna því af sömu ástæðum.
Ef einhvern lærdóm er hægt að draga af þessu, þá á að banna verkföll með lögum. Sérstaklega er búið að sýna fram á að að verkföll heilbrigðisstétta eru ólíðandi. Sömuleiðis löggæslunnar og allra opinberra starfsmanna eins og flugumferðarstjóra og kennara.
Allt tal um heilagan verkfallsrétt er bara BS og á ekki við í nútímanum. Þá eru bara eftir flugfélög, ferjur og álíka einkabísness. Sjómannaverkföll eru eins og verkfræðingaverkföll bönnuð með lögum og allt gengur vel. Að hugsa sér að yfirstandandi verkföll eru samþykkt með svona tíunda hluta atkvæðisbærra félagsmanna.
Það verður bara að breyta þessu ef við ætlum að lifa saman í öðruvísi þjóðfélagi en Sturlungar gerðu. Þessu er ekki hægt að halda áfram með gamla laginu og bila í hnjánum þegar verkfallsmenn hóta að flytja úr landi eða gjöra hinum varnarlausu aðrar kárínur.
Íslenska Ríkið er okkar smælingjanna eina sverð og skjöldur. Án þess erum við varnarlausir. Verkfallsmaður er að beita okkur nauðung sem hann má ekki samkvæmt stjórnarskrá. Ef ríkið ver okkur ekki þá gerir það enginn.Því er ekki sama hverjir stjórna ríkinu og því eru kosningar.
Ég er viss um að allir þeir greindu verkalýðsforingjar sem um svona nauðsynlegar breytingar þetta myndu fjalla gætu komið með tillögur sem duga. Ég veit líka að ég get það ekki svo á sé hlustað. Svo ég set traust mitt á hina skynsamari menn.
Ég var alinn upp við það af föður mínum að það væri óskynsamlegt að eyðileggja verðmæti sem kosta fyrirhöfn að afla.Nema að heimsstyrjöldin síðari hafi verið skynsamleg því svo margt nýtt kom í framhaldi af henni þá finnst mér að verkföll séu eyðileggjandi og því vitlaus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2015 | 11:08
Landsvirkjun
er mesta og besta fyrirtæki Íslendinga. Margir hafa veitt því eftirtekt. Svo segir í Staksteinum:
"Orkuverð skiptir Íslendinga miklu máli og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, gerir það að umfjöllunarefni í pistli á mbl.is.
Því er iðulega haldið fram að verð á orku til stóriðju sé allt of lágt hér á landi. Pétur vitnar í skrif greiningarfyrirtækisins CRU, sem fylgist með orkuverði í heiminum og orkusamningum hér landi, en þar segir: »Á fyrsta ársfjórðungi 2015, var vegið meðaltal raforkuverðs sem íslensk álver greiða, samkvæmt helstu sérfræðingum CRU International, nánast það sama og meðalverð til frumframleiðslu á áli í heiminum, fyrir utan Kína.«
Pétur bendir einnig á að á síðustu tveimur áratugum hafi orðið gríðarleg verðmætamyndun í íslenskum orkufyrirtækjum vegna þess að orkusamningar hafi verið öllum aðilum hagfelldir. Þetta hafi leitt til þess að Landsvirkjun sé nú margfalt verðmætari en fyrir tæpum áratug og að verðmætin hafi að langstærstum hluta myndast með viðskiptum við álfyrirtækin, sem kaupi 75% af orku Landsvirkjunar.
Fjárhagsstaða Landsvirkjunar hefur batnað hratt og er sterk og Pétur segir að hún sé »ein verðmætasta eign íslensku þjóðarinnar, sem skila mun innan fárra ára tugum milljarða árlega í arðgreiðslur án þess það skerði fjárfestingargetu fyrirtækisins.«
Sumir hafa horn í síðu orkunýtingar hér á landi og aðrir vilja senda orkuna ónotaða úr landi. Hvort tveggja vekur upp spurningar í ljósi þeirrar þróunar sem lýst er hér að ofan."
Margir hafa orðað það að bæta skammtíma fjárhagsstöðu Ríkissjóðs með því að selja Landsvirkjun. Ég er einn þeirra sem ar elgerlega á móti slíkum hugmyndum. Ég vil heldur stynja undan vaxtagreiðslum sem fara lækkandi og öðru harðrétti heldur en að slátra þessari gullgæs að hluta til eða alveg. Það er þjóðin em á þetta og ég sé enga bót vera fólgna í því að fá þangað einhverja fjármála-og sjóðagutta sem enginn valdi vegna sérágætis þeirra eða yfirhöfuðið neina aðra.
Þetta er fjöregg þjóðarinnar eins og lýðveldið sjálft. Sjá menn ekki hvernig fer þegar fitlað er við grunngildin sem er landið og auðlindir þess? Er ekki kvótakerfið í sjávarútvegi dæmi um þá pólitísku spillingu og afleitt sundurlyndi sem af slíku fitli við þjóðareignina leiðir? Ég held að það sé yfirgnæfandi samstaða meðal þjóðarinnar að við skulum eiga þetta saman eins sjálfstæði landsins og vísa öllum landssöluhugmyndum í hafsauga.
Landsvirkjun verði áfram eign okkar allra.
12.6.2015 | 08:54
Jafn atkvæðisréttur?
er hugtak sem sumir stjórnmálamenn þykjast fylgja í orði en ekki alltaf á borði. Allir vita hvert jafnræði er með landsbyggðarelítunni, arftaka óðalsbænda með vistarbandið, og "Grimsbylýðsins" í þéttbýlinu. Hlutfallið hefur víst verið að rokka þetta frá 2-5 held ég. Okkur er sagt að þetta sé allt í lagi af því að það sé jöfnuður milli flokka og þingmenn séu þingmenn landsins alls. Trúa því ekki allir?
Konur gera stáss að því núna að þær hafi knúið fram kosningarétt 19.júní 1915. Svo segir á Vikipedíu:
"Íslendingar fengu fyrst kosningarétt með tilskipun sem Kristján 8. Danakonungur gaf út 8. mars 1843 og var hann bundinn því að menn væru orðnir 25 ára, hefðu óflekkað mannorð og ættu að minnsta kosti 10 hundraða jörð eða múr- eða timburhús í kaupstað sem metið væri á að minnsta kosti 1000 ríkisdali eða hefðu lífstíðarábúð á 20 hundraða jörð. Karlmenn einir höfðu kosningarétt.
Reglurnar um eign voru rýmkaðar dálítið þegar kosið var til þjóðfundarins 1851 og aftur árið 1903. Þá fengu karlmenn sem ekki voru öðrum háðir sem hjú og borguðu fjórar krónur eða meira í útsvar kosningarétt.
Árið 1915 var svo gerð veruleg breyting; konur fengu þá kosningarétt og einnig allir sem orðnir voru 25 ára og skulduðu ekki sveitarstyrk. Þessum nýju kjósendum var þó ekki strax treyst til að beita kosningaréttinum; aðeins þeir sem orðnir voru 40 ára máttu kjósa og það mark átti síðan að færast niður um eitt ár á ári þar til 25 ára markinu væri náð. Þessar takmarkanir voru þó felldar niður árið 1920.
Enn varð breyting árið 1934, þegar kosningaréttur var færður niður í 21 árs aldur og takmarkanir á kosningarétti vegna skuldar við sveitarsjóð voru numdar úr gildi. Kosningaaldurinn var svo lækkaður í 20 ár árið 1968 og að lokum í 18 ár 1984."
Þannig má segja að konur og almennir karlar hafi fylgst að í kosningarétti frá þessum tíma í fyrra stríði. Á Íslandi ríkti vistarbandið sem veitti Framsóknarmönnum allra alda þrælahaldaravald yfir almenningi sem var dempaður niður af kirkjuveldinu með loforði um köku á himnum ef yfirvöldunum þóknaðist þú.Í skjóli þess sendu þeir æskumenn ótryggða og kauplausa til hættulegra sjóróðra þar sem eina kaupið var skrínukosturinn sem þeir höfðu að éta.
Það var ekki auðvelt að ná sér í kosningarétt fyrir meðaljóninn enda virðast menn ekki hafa lagt neitt sérstaklega upp úr slíku lengi vel eins og núna er að verða aftur raunin á.
Enda má segja að hegðunin á Alþingi sem er sjónvarpað sé ekki að kynda undir stjórnmálaáhuga almennings.Það vekur samt allt að því brjálæðislegan kosningaáhuga fólks ef því er hent upp að Katrín Jakobsdóttir sé kannski til í að verða Forsetaframbjóðandi á næsta ári þó að hún sé í hópi litríkustu skemmtikraftanna í áðurnefndri dagskrá.
En þetta með atkvæðisréttinn. Í Luxembourg er skylda að kjósa og væntanlega viðurlög að öðrum kosti. En atkvæði allra gilda jafnt hvar þeir búa hlutfallslega við gömlu borgarmúranna.
Mætti ekki hér borga þeim skattaafslátt sem kjósa en leggja gjald á hina? í Luxembourg kjósa ekki útlendingarnir af því að þeir hafa ekki kosningarétt. Hér kjósa þeir ekki heldur þó þeir hafi kosningarétt. Er það kannski skiljanlegt ef þeir horfa á útsendingar Alþingis? Þetta sé allt fyrir þeim sami grautur í sömu skál?
En hvað á annars að ráða kosningarétti á Íslandi?
Hér á landi er það búsetan sem ræður. Vesturland hefur meira vægi en höfuðborgarsvæðið. Þeir landsbyggðarmenn segja að þetta sé nauðsynlegt vegna vetrarríkisins og vegalengdanna fyrir vestan og svipað gildi annarsstaðar. Í Ísrael er eitt kjördæmi. Það er víst óhugsandi hérlendis segja þeir. Á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Langar einhvern í það eftir niðurstöðu UKIP í síðustu bresku kosningunum?
Svo hvað þýðir jafn atkvæðisréttur karla og kvenna? Er það rétturinn til að láta allt lönd og leið og hætta að kjósa? Fer ekki kjörsóknin minnkandi ár frá ári? Stöðugar þjóðaratkvæðagreiðslur í þessu "beina lýðræði" Péturs á Sögu og hans stjórnlagaþingsnóta? Grikkir voru þó búnir að prófa Kleón sútara í sínu beina lýðræði.
Líklega er fulltrúalýðræðið illskást. Horfandi á okkar Alþingi þá er það hugsanlega helsti gallinn að þingmenn séu allt of margir. Þeir voru 52 en eru nú 63? Hvað hefur breyst? Verðu ekki bara skilvirknin of lítil og blaðrið of mikið?
En finnst ekki fleirum en mér að jafn atkvæðisréttur til Alþingis sé meiri forsenda framfara en lengri fundartími þar sem fleiri tala?
12.6.2015 | 07:04
Skyldu þeir?
láta borga BHM aftur í tímann á nýja taxtanum sem er væntanlegur með lagasetningu sem selskabið er búið að grátbiðja um síðustu daga?
Ef svo er þá hefur verkfall BHM bara verið aukið sjálftökusumarfrí á fullu kaupi. Þeir eru orðnir leiðir greyin og vilja fara að vinna sem allra fyrst. Ætla þeir tapi nokkru sjálfir? Eru það bara þeir sem hafa verið hraktir,barðir eða drepnir sem eiga að borga fyrir þetta Samfylkingarsport?
Ef þeir þyrftu að borga sjálfir er þá ekki auðsætt að þeir myndu aldrei ná upp tekjutapinu í verkfallinu? Hvenær nær maður upp 25% árstekjutapi með 25% mánaðarkaupshækkun á löngum tíma?
Skyldu þeir ekki geta hugsað?
11.6.2015 | 14:01
Siðleysi
var framkvæmt þegar VR fékk borgað mánuð aftur í tímann nýja samninga.
BHM mun heimta 2 mánuði afturábak á nýju kaupi þegar þeim þóknast að mæta aftur í vinnu. Hversu mörg ótímabær andlát aðgerðirnar hafa kostað þá? Er þá endilega sanngjarnt að dánarbúin eigi að borga sinn skerf líka af launum til þessa stjórnarandstöðuliðs?
Er ekki hægt að gera neitt í því að hindra svona siðleysi? Fyrst er fólk barið,hrakið eða drepið, svo er því réttur reikningur fyrir.Er svona siðleysi bara í lagi?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko