Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Enn um kennaratíðindi

Ómar Ragnarson telur í athugasemd við síðustu færslu að laun kennara í gamla daga hafi verið það góð að þeir hafi byggt sér einbýlishús. Mig minnir nú að kennararnir í mínum skólum hafi búið í kring um okkur á svipuðum íbúðum og við á Snorrabrautinni.Þar voru engin einbýlishús fyrr en löngu seinna.

                                                                    kennaralaun                                                                                                                           


        

 

 

 

 

 

 

    

Það sést að Ísland er langt á eftir með kennaralaun án þess að ég geti lagt dóm á áreiðanleika töflunnar. Einhver bjó hana til og sá einhver er að reyna að sanna eitthvað.Einhvern tímann vigtuðu betri lífeyrisréttindi inn í kjör kennara.

En mínir þankar snérust ekki um launin fyrst og fremst, þau er annar hlutur. Ég bið ykkur lesendur að að spyrja börn úr grunnskóla sem þið þekkið hvort þau geti margfaldað eða deilt á blaði. Og ef þau geta það, spyrjið hvar þau lærðu það? Ég held að þau séu fá sem kunni margföldunartöfluna.

Og spyrjið svo um bekkinn þeirra, hvort þeim finnist að kennarinn eigi í svo miklum vandræðum með nokkra krakka að hin þurfi að bíða. Spyrjið svo hversu marga karlkyns kennara þau hafi? Spyrjið þau út í agann í bekknum?

Eru kennarar hamingjusamir eða ekki í störfum sínum í grunnskólanum? Hata þeir starfið og vilja þeir endilega gera eitthvað annað? Hefur þetta verið kannað? Hvernig er ástandið í raun og veru? Er eitthvað hlustað á raddir kennara eða eru það apparatshniggarnir í ráðuneytunum sem slá taktinn?

Ég held að það sé fleiri kennaratíðindi en bara launin sem eru áreiðanlega of lág miðað við banksterana sem flá ríkisbankana eins og þeir eigi þá einir.

 

 


Alvarleg kennaratíðindi

finnast mér vera þau, að aðsókn í kennarastörf er að minnka.

Hefbundin kratasvör eru sem fyrr þau að hækka laun kennara. Bara nógu mikið og þá verði aftur nóg af kennurum.

En er það svo?

Þegar ég lít til baka þá get ég ekki hugsað það til enda ef ég hefði ekki notið þeirra afburða kennara sem ég var svo heppinn að fá frá 6 ára aldri. Hversvegna þeir voru að hafa fyrir mér þetta? Svo ósköp vanþakklátur og vitlaus ég var að fatta fæst af því sem þeir sögðu fyrr en löngu seinna. Meðal annars þann sannleika að ég væri fljótfær klaufi og vandaði mig ekki nógu mikið.

Ég minnist þess ekki að þetta hafi verið ríkir menn. En margir þjóðþekktir fyrir önnur störf  sín en kennsluna.

Svo hvað hefur breyst? Er ekki lengur í eðli fólks að vilja miðla ungu fólki því sem að gagni kemur? Nei ég held að mannlegt eðli breytist ekki. 

Það er þá eitthvað annað? Getur verið að starfsumhverfið hafi breyst? Kennurum hafi á seinni árum verið  lagðar skyldur á herðar sem þeir finna sig ekki lengur í?

Gæti orsökin verið blöndun nemenda í bekki eftir slembiaðferð í stað námsgetu eins og fyrrum spili hér inní? Hverjum kennara sé stillt upp við veggi þar sem honum er bannað að finna kröftum sínum stað? Hann fái ekki að gera það sem hann langar til sem er að kenna og sjá árangur vegna skrifræðis fólks sem er meira upptekið af pólitík en verkefninu?

Þess í stað á hann að fást við félagsleg vandamál, útlendinga og trega nemendur með hegðunarvandamál sem halda námshraðanum niðri eða eyðileggja þannig beinlínis starfsánægju kennarans? Þeir nenni því ekki lengur að fást við þetta kerfi sem bara versnar ár frá ári.Þeir finni sér önnur störf. Starfsgleðin sem felst í því að geta kennt og bætt heiminn hverfur fyrir vandamáladekrinu?

Ég held að kennaravandinn þurfi ekki fyrst og fremst að felast í kaupinu sem auðvitað þarf að vera mannsæmandi. En það getur verið að vandinn sé djúpstæðari en það.

Það eru hugsanlega hin alvarlegu kennaratíðindi að menn hafa misst sjónar á tilganginum vegna umbúðanna.

 

 


Frábær þáttur

hjá þeim feðginum Ómari Þorfinni Ragnarssyni og Láru dóttur hans um Bárðardal. Það beinilínis lagði hugarró sveitarinnar sem maður man svo vel eftir frá í gamla daga frá skjánum.

Húsfreyjan á Mýri hún Guðrún Sveinbjörnsdóttir geislaði frá sér þessu sálarjafnvægi sem er svo óvíða að finna á lengur á mölinni þar sem ekkert er í boði nema húsnæðisvandamál, fjölmenningaráþján og samfélagshatur. Lifandis fannst mér þessi þáttur góður og kvikmyndunin af náttúruundrunum einstök.

Fyrir þennan þátt vil ég þakka RÚV sem ljós í myrkri frá fréttaflutningnum sem hefur ergt mig oft mikið og lengi. Hann er á ábyrgð örfárra starfsmanna og furðulegt að það sé ekki hægt að rækta þetta úr stofnunni til þessa að hún geti aftur orðið sú þjóðareign sem hún ætti að vera.

En fegðginunum færi ég mínar fremstu þakkir fyrir frábæran þátt.


Er engin önnur leið?

fyrir Isavia en að myrða barrtréin í Öskjuhlíðinni með söginni?

Taka þau upp með stórum gröfum og planta þeim annarsstaðar?

Er of mikið að stórum trjám á Islandi? Má ekki kosta örlitlu meira til ef hægt er að bjarga lífi þeirra?

Er engin  önnur leið?


Nú fá Þjóðverjar að gjalda

fyrir Angelu Merkel og innflytjendastefnu hennar.

Samkvæmt nýjum upplýsingum Alríkis Glæpalögreglu Þýskalands voru innflytjendur ábyrgir fyrir 142,500 glæpum á fyrstu 6 mánuðum ársins 2016

Í fréttaskýringu í MailOnline braut blaðamaðurinn Julian Robinson þetta niður í sorglega staðreynd: "Þetta samsvarar 780 glæpum á degi hverjum sem er aukning um 40 % frá árinu 2015.”

Þurfum við Íslendingar virkilega ekkert að gæta okkar í þessum efnum? Fáum við allt öðruvísi fólk en Þjóðverjar?

Hverjar eru okkar tölur séu fást ekki upplýstar vegna ópinberu ritskoðunarinnar um flóttamenn og hælisleitendur sem hérlendis ríkir.


Heiðar Guðjónsson fer mikinn

í Mogganum í dag.

Hann segir:

"Rússneskur málsháttur segir að hinn hyggni læri af mistökum annarra, hinn heimski af eigin mistökum. Það fylgir ekki sögunni hvað Rússar kalla þann sem ekkert lærir, hvorki af óförum annarra né sínum eigin.

Seðlabanki Íslands býr núna við stöðugt innstreymi gjaldeyris líkt og var í síðustu uppsveiflu og flestum uppsveiflum þar á undan. Eini munurinn frá síðustu uppsveiflu er að nú er afgangur af viðskiptum við útlönd og erlend fjárfesting sem stýrir mestu um innstreymi gjaldeyris en ekki erlend skuldsetning íslenskra aðila.

Það breytir því ekki að þegar fram í sækir þarf að greiða til baka, auk vaxta, það sem nú hleðst upp í Seðlabankanum. Seðlabanki Íslands viðheldur gríðarlegum vaxtamun við útlönd, sem er um 5%. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabankans vex þá þýðir það mikinn kostnað fyrir bankann, en þeir sem njóta þess munar eru erlendir fjárfestar enda sækja þeir æ meira í íslenskar krónur, sem kemur fram í því að metvöxtur er í hverjum mánuði á gjaldeyrisforða bankans, 50 milljarðar í október.

Bankinn skuldar krónur sem bera ríflega 5% vexti og eignast erlendar myntir sem litla sem enga vexta bera. Hreinn gjaldeyrisforði, sem hefur tvöfaldast frá áramótum, upp á 540 milljarða þýðir vaxtatap Seðlabankans upp á 27 milljarða á 12 mánuðum. Styrking íslensku krónunnar á móti erlendum myntum upp á 15% þýðir 81 milljarðs tap í gengismun á ári.

Þetta tap Seðlabankans er spegilmynd þess hagnaðar sem þeir njóta sem selja gjaldeyri fyrir íslenskar krónur á gengi sem er undir sannvirði þar sem Seðlabankinn hefur reynt að halda því niðri með inngripum. Seðlabankinn er svo með um 250 milljarða útistandandi af erlendum lánum, á mun hærri vöxtum en hann nær að ávaxta fjármagnið á, sem mætti áætla að myndaði tap upp á yfir 5 milljarða á ári. Samandregið eru því heildaráhrifin yfir 113 milljarðar í mínus.

Eigið fé Seðlabankans var undir 80 milljörðum króna við síðustu áramót. Seðlabankinn heldur því fram að afkoma af gjaldeyrisforða sé einfaldlega reiknaður liður og skipti ekki máli í samhengi hlutanna. Það er eins og að segja „við seldum fullt af krónum á 175 á móti evru, en þó að gengið sé núna 120 þá skiptir það engu máli“.

Ég er þessu eðlilega ósammála. AGS hefur ítrekað fjallað um það á síðustu áratugum hvernig fer fyrir litlum seðlabönkum sem ekki hafa jákvætt eigið fé og núverandi stjórnendum Seðlabankans, sem voru arkitektar peningastefnunnar fyrir hrun, ætti að vera minnisstætt hvernig fór fyrir stjórnendum Seðlabankans sem þurftu að axla ábyrgð á þeirri peningastefnu síðast þegar eigið fé Seðlabankans þvarr.

Seðlabankinn fór í aflandskrónuútboð í sumar og innleysti þá 25 milljarða afgang í þeim viðskiptum, keypti krónur í júní fyrir 72 milljarða en greiddi 47 milljarða í gjaldeyri fyrir. Eins er Seðlabankinn að selja eignir frá því í hruninu, svo sem eignarhlut í Kaupþingi (án útboðs) með væntanlega 8 milljarða afgangi frá bókfærðu virði. Þetta eru liðir sem koma ekki aftur inn í reikninga Seðlabankans en skila núna 33 milljarða plús í bækurnar.

Ef Seðlabankinn ætlar ekki að breyta út af hávaxtastefnu sinni mun krónan styrkjast áfram og tap af gjaldeyrisforða og vaxtamun aukast enn frekar. Þetta er ekkert nýtt og bankinn hefur brennt sig á þessu áð- ur. Hvenær ætlar Seðlabankinn að sjá að sér og læra af eigin mistökum? Seðlabankinn tapar öllu eigin fé – og lætur sem ekkert sé. "

Ég er sammála Heiðari að þessari hávaxtastefnu þarf að linna. Hún er keyrð áfram af ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðana upp á 3.5 % sem er orðin óraunhæf og verður að lækka. Vaxtastigið getur lækkað um helming ef sættir nást við lifeyrissjóðina.

Ég er ósammál Heiðari um það þegar hann segir: "Bankinn skuldar krónur sem bera ríflega 5% vexti og eignast erlendar myntir sem litla sem enga vexti bera."

Krónan styrkist og inneign útlendingsins vex í erlendum gjaldeyri það er rétt.

En Seðlabankinn borgar allar skuldir með ávísunum á sjálfan sig, prentar íslenskar krónur og réttir eigandanum. Þetta er enginn kostnaður fyrir bankann. Þannig hefur hann alltaf farið að.Hann getur ekki farið á hausinn.

Hann getur til viðbótar einangrað krónurnar og bundið þær að vild. Afleiðingin væri lækkun krónunnar sem veldur bara verðbólgu í landinu. Seðlabankinn hefur frítt spil og getur gert það sem hann vill.

Því er um að gera að taka inn eins mikinn gjaldeyri og hægt er á meðan þeir bjóðast og prenta krónur á móti á bundnum reikningum helst.  En ekki hleypa þeim út í viðskiptabankana til að endurtaka leikinn frá 2008.

Ég held að Seðlabankinn sé að gera rétt. Alveg eins og þegar hann byggði Svörtuloft. Sú bygging kostaði ekki neitt þegar upp er staðið. Hann borgaði einfaldlega með ávísunum á sjálfan sig. Fimmþúsundköllum sem hann prentaði handa öllum sem unnu að verkinu. Kostnaður fyrir þjóðina var bara verðbólga sem hún borgaði með glöðu geði með öðru. Hún  hafði í raun ekki hugmynd um BarbaBrelluna sem Nordal framkvæmdi þarna.

Þetta sem Heiðar er að tala um er bara svipaðs eðlis og síðast. Nú er bara um að gera að eiga nóg af gjaldeyri og skipta í krónur en missa ekki stjórnina.Ég treysti Má Guðmundssyni alveg til að passa það.


Björt framtíð Samfó

virðist blasa við um næstu misseri ef þingflokkur þeirra hefur vit til að ganga í þingflokk Bjartrar Framtíðar. Eða líklega eina framtíðar von flokksins.

Samfylkingin fæddist í lausaleik léttúðarfullra stjórnmálahreyfinga, lifði alla sína ævi á grundvelli lyga og svika og hefur nú hafnað á öskuhaug stjórnmálanna.

Eina sem hindrar niðurlagningu þessa óhamingjusama flokks er að Guðfeður hans eiga svo mikla peninga hingað og þangað í dularfullum skjólum sem enginn getur séð í gegnum né fengið upplýsingar um.

Hannes Hólmsteinn gerir grein fyrir þessu í Mogga í dag:

"Hér hefur verið bent á, að fyrir þingkosningar 2009 sprakk kosningasprengja framan í Sjálfstæðisflokkinn: Hann hefði árið 2006 fengið 30 milljón króna styrk frá FL Group.

Samfylkingin flýtti sér þá að upplýsa (í Fréttablaðinu 11. apríl), að árið 2006 hefði hún fengið samtals 36 milljónir í styrki hærri en 500 þúsund frá fyrirtækjum. Með þessar upplýsingar fór fólk inn í kjörklefann og veitti Sjálfstæðisflokknum ærlega ráðningu, en Samfylkingin vann glæsilegan kosningasigur.

Í ljós kom, þegar Ríkisendurskoðun fór yfir þetta, að Samfylkingin hafði ekki sagt rétt frá. Hún fékk samtals 102 milljónir frá fyrirtækjum árið 2006 (og Sjálfstæðisflokkurinn 104 milljónir). Hvað skýrir þetta mikla misræmi?

Samfylkingin á sér síðan tvo fjárhagslega bakhjarla, Sigfúsarsjóð og Alþýðuhús Reykjavíkur ehf. Samkvæmt ársreikningi fyrir 2014 átti Sigfúsarsjóður 109 milljónir króna og hafði 6 milljónir í hreinar tekjur. Hver fer með þessar rösku hundrað milljónir og í þágu hvers?

Alþýðuhús Reykjavíkur seldi árið 2002 Alþýðuhúsið við Ingólfsstræti fyrir að núvirði 478 milljónir. Engar upplýsingar fást um félagið, nema hvað það á tvö dótturfélög, Fjalar og Fjölni, skráð erlendis. Hver fer með þetta mikla fé og í þágu hvers...."

Hannes lýsir svo endir fyrirspurna sinna til forsvarsmanna Samfylkingar um fjármál fylkingarinnar:

"Ég fékk loks svar um ellefuleytið að morgni 14. október 2016. Ég var þá að ganga út úr kaffistofunni í Odda, þar sem stjórnmálafræðideild er til húsa, en inn stikaði Margrét S. Björnsdóttir í þungum þönkum og horfði niður fyrir sig.

Ég heilsa jafnan öllum vingjarnlega og sagði: „Sæl.“ Hún sagði: „Blessaður.“ Síðan leit hún upp og sá, hver maðurinn var. Í þeim svifum er ég var að fara, heyrði ég hana segja á eftir mér:

„Ég tek þetta aftur, því að ég heilsa þér ekki.“

Skilaði Samfylkingin einhverju af þessum skítugu peningum sem þeir fengu frá hrunverjunum? Bjarni veðsetti Sjálfstæðishúsið til að skila peningunum úr tómum sjóðum flokksins?

Nei, Samfylkingunni flökraði ekki við peningum Baugs, FLGroup og Landsbanka Björgólfanna. Margrét S. Björnsdóttir  bara hreytir skít í Hannes sem spyr um fjármálin. Kemur ykkur ekki við af því að við erum heilagt vinstra fólk. Ekki mun RÚV blanda sér í þær spurningar, svo mikið er víst.

Hugsjónalegt gjaldþrot leiðir ekki af sér gjaldþrot kommaflokksins þar sem óþekktir bubbar velta sér í peningum í ókominni bjartri framtíð.

 


Stjórnarmyndun með Óttari og Benedikt.

Í framhaldi af fundi forseta Íslands með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, síðdegis í dag munu formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Viðreisn og Björt framtíð ganga samstíga inn í viðræðurnar í anda frjálslyndis, alþjóðahyggju og umbóta.

Ég á ekkert sameiginlegt með þessum mönnum alþjóðahyggju,   Icesave ,Evrópusambands og fjölgunar hælisleitenda, þeim Óttari og Benedikt.

P.S. En París er alltaf einnar messu virði sagði Hinrik prins. ALLT er betra fyrir þjóðina en að Sjálfstæðisflokkurinn sé utan stjórnar.

 

 

 

 


Fábjánafréttir RÚV

gera mikið úr því að 4000 manns hafi mótmælt kjöri Trump með því að brenna bíla og henda grjóti í lögguna. Unglingar hafi verið áberandi.

Þetta tilsvarar því að 4 Austurvallarindjánar hefðu verið með skrílslæti í 2008 stíl.

Þetta eru ekki mótmælendur heldur skríll sem fær útrás fyrir spellvirkjaþörf sína og hasarþrá með þessu athæfi. Alveg eins og þessir grímuklæddu sem komust upp með skítlega hegðun sína hérlendis 2008 undir yfirskyni mótmæla. Og kommúnistaþingkerlingin sló taktinn og espaði þennan lýð upp til árása á Alþingishúsið úr gluggum þess.

Þetta var þá bara hreinræktaður skoðanalaus skríll eins og núna í Ameríku sem komst upp með allt of mikið gegn örþreyttri lögreglu. Næst þyrfti að hafa hvítliðasveitir tilbúnar  með táragas og kylfur til að berja þetta pakk eins og gert var 1949 þegar ráðist var á íslenska ríkið.

Fábjánafréttir RÚV um mótmæli gegn lýðræðinu í Ameríku eru eitthvað sem fólk á að leiða hjá sér þó það sé skyldugt að borga fyrir þær.


Evrópusambandið er aulabandalg

af því að það er ekki þjóð. Bandaríkin eru þjóð og því sterk.

Gunnar Rögnvaldsson veltir þessum mun fyrir sér:

".....Donald J. Trump mætir í vinnuna laust eftir hádegi þann 20. janúar, eftir 10 vikur. Enginn í Evrópusambandinu-27 hefur nein sambönd í aðalstöðvum Donalds Trumps, komandi forseta Bandaríkja Norður-Ameríku, hatrið á honum og Bandaríkjunum er svo mikið. Urslua van der Leyden, varnarmálaráðherra kústskafta Þýskalands, segist ekki hafa nein símanúmer hjá neinum í Washington til að hringja í. Gott hjá henni

En valdaskiptateymi Donalds Trump er þar að störfum á nokkrum hæðum í skrifstofuturni og teymið hefur verið að í margar margar vikur. Þeir þurfa sjá um að ráða tvö til þrjú þúsund manns sem fylgja munu með hinum komandi forseta í embættið mikla, sem framkvæma mun heildstæða utanríkis,- varnar,- og þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna næstu 4-8 árin, um allan heim. Og hin þýska van der ábyrga Leyden hefur engan til að tala við. Gott hjá henni. Hún og Merkel eru ábyrgðarlausir aular

Evrópusamband-27 landa hefur nú tvo mánuði til að koma sér upp heildstæðri utanríkis,- varnar,- og öryggisstefnu til að geta staðið í eina tá 27 fóta sambandsins. Það mun auðvitað ekki gerast. Hvorki nú, síðar, né nokkru sinni, af þeirri einföldu ástæðu að enginn mun fórna lífi sínu fyrir Evrópusambandið. Enginn!

Frakkland hefur hins vegar heildstæða varnar,- og öryggisstefnu til að takast á við þær afleiðingar sem óhjákvæmilega munu hljótast af því að hafa enga heildstæða utanríkisstefnu. Sú stefna landsins er hjá ESB-27-fætlunni.

Pólland hefur hins vegar bæði heildstæða utanríkis,- varnar,- og þjóðaröryggisstefnu af því það það gefur skít í allt ESB-27 eins og það leggur sig. Pólland verður einfaldlega að gefa skít í allt ESB, ef það ætlar sér að lifa af. Og það ætlar landið að gera. Hið sama gildir um stærstan hluta Austur-Evrópu.

Einungis þjóð getur haft heildstæða utanríkis-, varnar,- og þjóðaröryggisstefnu. Evrópusambandið er ekki þjóð. Það mun því tortímast. Bandaríkin eru þjóð. Þau eru því sterk."

Þetta er kjarni málsins .."enginn mun fórna lífi sínu fyrir Evrópusambandið. Enginn!"

Evrópusambandið er tollabandalag ólíkra þjóða sem tala 27 tungumál. Það er enginn ástæða né rök fyrir því að íslenska verði 28 málið hvað sem landsöluöflin í Samfó, Bjartri og Viðreisn rembast við.

Evrópubandalagið er aulabandalag undir stjórm ókjörinna skrifstofumanna sem eiga það sameiginlegt að vera skattsvikarar í sínu heimalöndum. Þangað stefna íslenskir kratar skinheilögum Panamaseglum sínum þöndum.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband